Lögberg - 05.08.1943, Blaðsíða 5

Lögberg - 05.08.1943, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. AGÚST 1943. 5 Ferð um íslenzku byggðirnar í Saskatchewan Eigi ferðast eg svo um byggð- ir Islendinga í landi hér, að mér aukist ekki virðing fyrir braut- ryðjendastarfi íslenzkra land- námsmanna og kvenna, og jafn- framt virðingin fyrir framhalds starfi þeirra afkomenda frum- byggjanna, sem dyggast hafa fylgt þeim í spor um félagslega °g menningarlega starfsemi. Umhugsunin um þetta verður mér nú sérstaklega rík í hug vegna þess, að eg er nýlega Irominn úr heimsókn til helstu islenzku byggðanna í Saskat- chewan-fylki. Að visu varð eg að fara harla fljótt yfir, en mér gafst þó tækifæri til að endur- nýja gamlan kunningsskap við fjölda vina í hópi hinnar eldri °g yngri kynslóðar og til þess að tengjast öðrum nýjum vina- höndum. Ekki verður hér þó um neina verulega ferðasögu að r*ða, heldur aðeins lítillega saigt frá þeim samkomum, er eg sótti og tók nokkurn þátt í a ferðalagi mínu. Höfuðtilefni ferðarinnar var ^það, að íslendingar í Church- bridge mæltust eindregið til Þess, að eg flytti ræðu á Is- lendingadegi þeirra þ. 9. júlí, en sá dagur var byggðarmönnum af ýmsum ástæðum heppileg- astur til hátíðahaldsins. Höfðu veðravöldin svarist í bræðra- lag við undirbúningsnefndina Urn að gera hátíðahald þetta Sern ánægjulegast, því að veð- Ur var ágætt, en þó æði heitt, Iþá er á daginn leið. Eigi dró það samt úr aðsókninni, því að nokkuð á annað hundrað manns sottu Islendingadag þennan og er það mikið fjölmenni úr ekki niannfleiri byggð, enda voru þar samkomugestir af nærri öllum heimilum í byggðinni. í’jóðræknisdeildin “Snæfell” 1 Churchbridge stóð, venju sam- bvæmt, að íslendingadagshald- inu og setti Einar Sigurðsson, ritari deildarinnar, hátíðina nieð áheyrilegri og tímabærri ræðu um þjóðræknismál og sfýrði samkomunni með mynd- arskap, enda er hann maður vel naali farinn. Auk undirritaðs, sem flutti erindi, er hann nefndi ‘Ættjörð vor og menningararf- leifð”, héldu þeir séra Sigurð- Ur S. Christopherson og Halldór Johnson stuttar ræður, og mælt lst báðum vel. Benti hinn fyr- nefndi á það, hve nauðsynlegt það væri, að menn bæru í hrjósti hollan byggðarmetnað, en hinn síðarnefridi rakti stutt- lega sögu Lögbergs og Þing- vallabyggða og vottaði frum- ^yggjum þeirra og öðrum forn- Um sveitungum sínum vinar- bug 0g virðingu. Söngflokkur byggðarinnar, undir stjórn Þórarins (Thor) Marvin, söng íslenzk lög í sam- komubyrjun og lok hennar, sem og á milli ræðanna; sjálfur söng Marvin einnig einsöng, en hann er söngmaður góður. Söngur flokksins og einsöngur- inn féllu í ágæta jörð hjá til- heyrendum og juku drjúgum á hátíðleik samkomunnar. Mrs. Marvin lék undir á píanó, bæði fyrir söngflokkinn og mann sinn. íþróttir fóru einnig fram um daginn, en kvenþjóðin sá um það, að eigi skorti góð matföng á samkomustaðnum. Samkom- unni lauk með því, að dans var stiginn lengi kvelds. I undirbúningsnefnd þessa ánægjulega Islendingadags voru þeir: Björn Hinriksson, forseti deildarinnar, Einar Sigurðsson, Þórarinn Marvin, Jón Gíslason og Þorleifur Valberg; en skemti Mun óhætt mega segja, að mörgum verði samkoma þessi minnisstæð, en undirbúnmg hennar höfðu þau annast Páll Guðmundsson, forseti deildar- innar, Jón Ólafson, gjaldkeri hennar, og Guðbjörg dóttir hans (Mrs. Letourneau). Ritari deild- arinnar, Rósmundur Árnason, hafði og stutt þau að starfi; eigi mun Sigbjörn Sigbjörnsson, fyrv. forseti deildarinnar, held- ur hafa legið á liði sínu. Veðrið var einnig með af- brigðum gott samkomudaginn, mátulega hlýtt, og var það eitt- hvað annað en þá er sá, sem þetta ritar, var á samkomu í Leslie fyrir tvgim árum síðan, þegar allt ætlaði bókstaflega að bráðna niður í smjör í aftaka- hita. Lá nú ieiðin til Wynyard fimtudagmn þ. 15. júlí, en þá um kvöldið stóð þjóðræknisdeildin “Fjallkonan” þar í byggð fyrir samkomuhaldi, er var vel sótt, ekki síst þegar þess er gætt, að Wynyard búar höfðu stuttu skrárnefnd skipuðu: Franklin áður haldið Islendingadag sinn. Gíslason, gjaldkeri deildarinnar, Ingvar Gíslason, Sveinbjörn Gunnarsson, Valdi Johnson og Vilhelmberg (Villi) Magnússon. Þar sem eg var kominn svo langt vestur á bóginn, notaði eg að sjálfsögðu tækifærið, eft- ir nokkurra daga dvöl í Church bridge, til þess að heimsækja deildir Þjóðræknisfélagsins í Leslie og Wynyard. Efndi deildin “Iðunn” í Leslie til almennrar samkomu þriðjudagskvöldið þ. 13. júlí, er var prýðilega sótt, því að þar voru nær 150 manns saman komnir úr ýmsum áttum á þeim slóðum, sumir alllangt að. Þorsteinn Guðmundsson, fyrv. forseti deildarinnar, stýrði sam komunni með háttlægni og lip- urð, enda er hann slíku vanur og létt um mál. Auk ræðu minnar, er fjallaði um þjóð- ræknismál vor, flutti skáldkon- an Rannveig K. G. Sigbjörns- son ágætt erindi um íslenzkar menningarerfðir og las upp kvæði eftir Lárus Sigurjónsson skáld. All fjölmennur söng- flokkur, undir stjórn Páls Magn ússonar, vara-forseta deildar- innar, söng íslenzk lög; auk þess var bæði einsöngur og tví- söngur á skemmtiskrá; Mrs. Guðbjörg Letourneau (dóttir þeirra Jóns og Sigríðar Ólaf- son í Leslie) var við hljóðfærið og fórst það prýðisvel úr hendi. Var sérstaklega ánægjulegt að veita því eftirtekt, hve margt yngra fólksins skemmti með söng, og það að miklu leyti á íslenzku máli. Þá las ungur kennari, Valdimar Pálsson (nafni og sonarsonur Valdimars Pálssonar hins ágæta hagyrð- ings) upp kvæðið “Brautin” eft- ir Þorstein Erlingsson kröftug- lega og með rammíslenzkum málblæ. C. C. F. FUNDIR Laugardaginn, 7. Ágúst, kl. 8:30 A VOGAR OG HAYLAND RæSumenn á bátium fundum : WILLIAM BRYCE (Umsækjandi C.C.F. G. H. CASTLEDEN, M.P. SÉRA PHILIP M. PETURSSON ALISTAIRE STEWART. flokksins) Sunnudaginn, 8. Agúst, kl. 8:30 1 RIVERTON Raeðumenn: STANLEY KNOWLES, M.P. G. H. CASTLEDEN, M.P. Merkið kjörseðla yðar þannig: Bryce, WILLIAM X Kosningin fer fram mánudaginn 9. ágúst Published by authority of W. E. Gordon, Official Agent. Áður en undirritaður flutti erindi sitt um íslenzkar menn- ingarerfðir og varðveizlu þeirra sungu samkomugestir íslenzka söngva undir forystu Hallgríms Axdals, forseta deildarinnar, sem einnig stýrði samkomunni með skörungsskap og fjöri. Að er- indinu loknu tók Jón Jóhanns- son, ritari deildarinnar, til máls og flutti prýðilega ræðu um íslenzka þjóðræknisstarfsemi í landi hér. Sigurður Johnson, fyrv. forseti og núvernadi vara- forseti deildarinnar, mælti einn ig nokkur vel valin orð og eggjaði menn til dáða og fram- sóknar. Síðan voru enn sungnir íslenzkir söngvar, en að því búnu var sest að ríkulegum veit ingum, sem byggðarkonur báru fram, og skemmtu menn sér við samræður lengi fram eftir kvöldinu. Hvíldi heilbrigður blær og hressandi yfir sam- komu þessari, en undirbúning hennar höfðu þeir haft með höndum stjórnarnefndarmenn þjóðræknisdeildarinnar, er fyr voru nefndir, með forseta hennar í broddi fylkingar. Ó- nefndur er þó gjaldgeri deiid- arinnar, sem er Gunnar Jóhanns son. Aðrir stjórnarnefndarmenn, svo sem Þórhallur Bárdal, hafa og vafalaust lagt sinn skerf til undirbúnings samkomunnar. Rúm leyfir eigi að telja upp alla þá, sem greiddu götu mína á þessu ferðalagi, en bækistöð mína hafði eg hjá þessu vina- fólki mínu í hinum ýmsu byggð um: 1 Churchbridge hjá þeim Mr. og Mrs. G. C. Helgason, í Leslie hjá þeim Jóni og Sigríði Ólafson og í Wynyard hjá þeim Mr. og Mrs. Gísla Benedictson, en Gísli er fyrv. ritari þjóðrækn isdeildarinnar þar. Auk þess dvaldi eg nætursakir á heimili míns gamla vinar Jóhannesar Einarssonar í Lögbergsbyggð. Hinum mörgu, sem eg heim- sótti og eigi eru hér taldir með nafni, votta eg samtímis hjart- ans þökk fyrir gestrisni og góð- vild. Væri það vanþakklæti að geta þess eigi, að mér var hvgr- vetna tekið með opnum örmum, og skrifa eg það að eigi litlu leyti á reikning þess málefnis - þjóðræknismálanna — sem ferð mín var helguð beint og óbeint. Eitt er víst, að hin þjóðfræga íslenzka gestrisni lifir enn góðu lífi í byggðum vorum víðsvegar í landi hér, og samhliða henni býr enn í brjóstUm fjölda fólks vors djúpstæð rækt til ættlands ins og ættararfsins íslenzka. Örn skáld Arnarson skaut ekki fjarri markinu, er hann komst svo að orði í kveðju sinni til vor Vestur-íslendinga: Og lengi mun lifa í þeim glæðum, sem landarnir fluttu um sæ. Það er undir okkur sjálfum komið, hversu lengi þeir eldar loga. Richard Beck. Blóma Drottningin Enska skáldið Alfred Austen, 1835—1913, sem var lárviðar- skáld Breta frá 1896 til dauða- dags er höfundur að fögru kvæði með þessari fyrirsögn, Blóma drottningin (The Queen of the Flowers) er kvæðið ort út af gamalli sögu, undurfag- urri, og er efnið eitthvað á þessa leið: I fyrndinni var kon- ungur einn sem réði ríki sínu með mestu harðneskju og grimmd, hann var ráðríkur og ágjarn og háir sem láir urðu að lúta boði hans og banni. Hann hafði enga meðaumkun með þeim fátæku og þurfandi og gjörði ekkert til þess að lífið yrði þeim bærilegra, fremur hið gagnstæða, en drottningin hans var göfugt fljóð sem var mesti líknarengill, eftir megni fæddi hún og klæddi þá sem voru þurfandi, þar til konungurinn með harðri hendi fyrirbauð henni að heimsækja, gleðja eða líkna á nokkurn hátt olnboga- börnum mannfélagsins, sem hún varð að hlýða. En svo bar við einn dag að holdsveikur aum- ingi lá í hreysi sínu hjálpar- laus og allslaus og drottningin frétti um þetta, og full með- aumkvunar er konungur var ekki heima lagði hún á stað sjálf með fulla körfu af mat- vælum og öðru til að gleðja hann með, en á borgarstrætinu mætti hún konunginum með hirð sína, henni varð hverft við og reyndi að fela körfuna udir klæðafaldi sínum, konung- urinn sér skjótt hvað hér er á seiði og skipar henni að sýna sér hvað hún hafi hér með- ferðis, hún hlýddi tafarlaust, og sýndi honum í körfuna og hún varð forviða er hún sá að það sem í körfunni var, var orðið að dásamlega fögrum blómum af ýmsum tegundum. Með harð- neskju þjósti spyr konungur hvað þetta eigi að þýða, og því hún sé að fara í felur með þetta, hún svaraði auðmjúkt að hún hafi óhlýðnast boði hans, hún hafi verið að færa holds- veikum aumingja matvæli, en Jesús Kristur hafði breytt því í blómskrúð það sem hann nú sjái, konungurinn stígur af hesti sínum, skoðar hin fjölskreyttu blóm og ilmsætu, — nú fyrir- verður konungur sig krýpur nið ur og kyssir hendur hennar og klæðafald. Þetta gjörbreytti lífs- ferli konungs, upp frá því lagði hann niður skrautveizlur fyrir aðalinn en þeir sem fátækari voru og hungraðri, voru ætíð velkomnir að borði hans. Þegar drottningin dó var hún öllum harmdauði, hún var lögð í grafhvelfinguna með viðhöfn og harmi en blómin fögru gleymdu henni ekki þau uxu á leiði hennar með litskrúði og fegurð, og prýddu alt umhverf- ið, og þó snjór og vetur ríkti með hörku þá héldu lifandi blómin vörð um gröf hennar og báru vitni um það að líf hennar hafði verið fagur blóma- reitur. vítugur illgresisreitur þar sem ekkert blóm eða nytsöm jurt getur þróast, sökum þess að jarðyrkjumaðurinn hefir ekki verið köllun sinni vaxinn. Þegar við sjáum fagran blómareit á aðra hönd, en óræktar illgresis reit á hina, þá sjáum við mynd af mannlegu hjarta, hjarta æsk- unnar er sem frjósamur óunn- inn reitur, hreinn og saklaus, leitumst við að óvinurinn fái aldrei að sá í það neinu illgresis fræi, reynum að halda þeim hreinum, svo biómin fögru nái að þroskast og dafna 1 friði, vökum og biðjum um styrk frá hinum miklu máttarvöldum til verunnar svo blómin megi bera mikinn ávöxt fyrir líf okkar og sigur þess góða í mannlífinu. Við þurfum stöðugt að hafa fyrir augum myndimar tvær sem eg minntist á áðan, blóm- reit, illgresisreit, ef við gjörum það og ef við skiljum köllun lífisins, og við viljum beyja okkur undir vald sannleikans þá verður hjarta vort blómareitur sem slær ilm og angan út í mannlífið. Að lokum vil eg segja þessi orð til ykkar, það er gott að vera gáfaður lærður og frægur á einhverju sviði, en það er nauðsynlegt að fara vel með þessar gjafir, nauðsynleg- ast er að vera góður og eiga hreint og fagurt hjarta. Á myndinni sjást tveir hermenn, sem eru nýbúnir að koma fyrir sprengju í þýzkum skrigdreka, sem á8ur hafSi veriö lamahur, þeir eru á hlaupum aS forga sér áSur en alt springur í loft upp. Þetta er gert til þess aö óvinunum takist ekki sígar að ná í drekana til viggeröar. Brezki fáninn dreginn að hún yfir tripoli eftir glæsilegan sigur 8. hersins; með falli þeirrar borgar má svo segja, að ítalska keisaradæmið, sem Mussolini stofnaði til, hryndi til grunna. Okkur þykir öllum vænt um blómin, það bjartasta og feg- ursta sem á jörðinni sprettur eru litfögur blóm. Ekkert vekur anda manna til umhugsunar um dýrð guðs og almætti, sem fagur blómareitur, hann kveikir í hjarta manns lotningu fyrir því góða háleita og fagra, blómin tala til manna með sterkari orð- um og rökum en nokkur mann- leg rödd getur gjört, að líf okkar á að vera fagurt og hreint eins og blómin fögru og sak- lausu. Hjarta mannsins á að vera fagur blómáreitur, við eigum að biðja guð að gróður- setja í hjörtum vorum blóm fegurðarinnar, kærleikans, rétt- lætisins, sannleikans og allra dygða, en mannshjartað er eins og frjósamur akurreitur, sem auðveldlega má gjöra að fögrum blómareit, — en sem jafnvel á auðveldari hátt getur orðið arg- "Tl.......................-"« n - - - r - - SUMMER CLASSES THE DEMAND FOR OFFICE HELP FOR MILITAR'ý AND INDUSTRIAL OFFICES IS SO PRESSING THAT WE HAVE INTRODUCED SPECIAL SUMMER WAR EMERGENCY COURSES You may study individual subjects or groups of subjects from the following; Shorthand, Typewriting, Bookkeeping, Comptometer, Correspondence, Spelling, Arithmetic, Penmanship, Dictaphone, Elliott Fisher or Telephone Switchboard. IT IS PLEASANT STUDYING IN OUR AIR-COOLED, AIR-CONDITIONED CLASSROOMS The “SUCCESS” is the only air-conditioned, air- cooled private Commercial College in Winnipeg. Educational Admittance Standard To our day classes we admit only students of Grade XI, Grade XII, and University standing, a policy to which we strictly adhere. For evening classes we have no educational admittance standard. You may enroll at any time in Day or Evening Classes, which will continue throughout the summer without interruption. TELEPHONE 25 843 CALL OR WRITE FOR OUR FREE 40-PAGE PRÖSPECTUS. SUCCESS BUSINESS COLLEGE Portage Ave. at Edmonton St. WINNIPEG.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.