Lögberg - 19.08.1943, Síða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. ÁGÚST, 1943
7
Minningarorð um Rannveigu, Kristján
og Inga Stefánsson
Rannveig Eiríksdóitir
Slefánsson
30. marz 1877—18. jan. 1943
Rannveig Eiríksdóttir, kona
Kristjáns Stefánssonar í Wm-
nipeg andaðist að heimili þeirra
650 Banning St., 18. jan., snögg-
lega og án fyrirvara, og var það
öllum mikil sorgarfregn. Hún
var mesta hæglætis og mann-
kosta kona, og átti marga vini,
sem syrgja nú lát hennar, á-
samt eiginmanni, börnum og
barnabörnurm
Rannveig var fædd á Hræ-
rekslæk í Hróarstungu, 30 marz
árið 1877 Foreldrar hennar voru
Eiríkur Hallson og Anna Jóns-
dóttir kona hans. Systkini
hennar voru mörg en flest þeirra
dóu á unga aldri, og eru nú að-
eins þrjú eftir á lífi. Þau eru
Sigríður' kona Páls Guðmunds-
sonar á Lundar, og Gísli Hallson
og Stefán Hallson, seem búa
báðir í grend við Vogar P. O.
Annar bróðir, Niels Hallson dó
a Lundar fyrir nokkrum árum
Einnig dó hér ein systir, Guðrún
sem var fyrri kona Halls Halls-
sonar, nálægt Lundar. Hún
hafði flust hingað fyrst af syst-
kinunum. Hin systkinin fluttu
hingað til þessa lands með föð-
ur sínúm árið 1903. Bræðurnir
°g faðir þeirra fóru norður til
Álftavatnsbygðar, en Rannveig
settist að í Winnipeg, og vann
hér fyrir sér.
Árið 1907 giftist hún eftirlif-
andi manni sínum, Kristjáni
Stefánssyni, og bjuggu þau hér
Þangað til eftir spítala vist
Kristjáns á Ninette hælinu þar
Sem hann lá nokkra mánuði í
berklaveiki. Ámeðan að hann
var fjarverandi sá hún um heim-
hið og börnin og leysti það verk
vel af hendi. Árið 1915 kom
Kristján heim af spítalanum, og
fluttu þau þá út á land nálægt
^estfold. Margir vinir tóku þá
saman höndum og voru þeim
^ojög hjálpsamir, sem Kristján
°g Rannveig voru þeim altaf ein-
Kristján Slefánsson
19. sepi. 1874—6. júní 1943
læglega þakklát fyrir. Úti á
landi bjuggu þau ellefu ár, og
komu þá aftur til bæjarins, og
áttu hér heima úr því.
Börn þeirra eru sex, fimm
synir og ein dóttir. Dóttirm er
Anna, sem búið hefir í heima-
húsum foreldra sinna. Dreng-
irnir éru Ingi, sem á heima í
Fort William, giftur Fanney Vic-
toriu Magnússon; Stefán í King-
ston, Ont., í þjónustu í Canada
hernum, ógiftur; Eiríkur, á Oak
Point, giftur Láru Eggertson;
Guðmundur, í Winnipeg, kvænt-
ur Sigurlaugu Clöru Sigurðson.
Einnig eru fjögur barnabörn.
Eins og þessi börn bera öll
með sér, synir hennar og dóttir-
in, annaðist Rannveig sál. vei
uppeldi harna sinna og rækti vel
öll heimilisstörf. Vegna mann-
kosta sinna, var hún virt og els-
kuð af öllum sem kyntust henni
og helzt af öllu af öldruðum
konum sem hún var altaf sér-
lega góð, og sem sóttu stöðugt
heim til hennar til að -njóta góð-
semi hennar og umhyggjusemi.
Þær snéru sér eil hennar með
öll sín vandamál, og er þær
snéru heim til sín, fóru þær alt-
af léttari í huga og glaðari en
þegar þær komu. Ljósið sem
hún breiddi umhverfis sig hafði
sérlega heilnæm áhrif á þær.
Hún var lengi búin að finna
til heilsubilunar sem ágerðist
smásaman. En samt vann hún
sitt verk að svo miklu leyti sem
kraftar og heilsa leyfðu. Ást-
vinir hennar gerðu alt sem þeir
gótu til að gera henni lít'ið létt-
ara, og s. 1. haust var bygt nýtt
hús, þar sem tilraun var gerð
til að hafa alt sem þægilegat
fyrir hana, meðal annars að hún
þyrfti ekki að ganga stiga. Seint
í nóvember-mánuði s. 1. var flutt
í það hús og var hún mjög ham-
ingjusöm í því. Börnin hennar
komu öll heim um jólin og ný-
og sízt af öllu við slíkum atvik-
um og þessum.
Móðirin, Rannveig Eiríksdótt-
ir Stefánsson, dó 18. janúar s.l.
Faðirinn, Kristján Stefánsson,
dó 6. júní, og sonur þeirra, Ingi,
dó 13. júní, aðeins 35 ára að
aldri. Og nú sofa þau öll hlið
við hlið, svefni eilífðarinnar, en
vinirnir sem eftir eru sakna
þeirra sárum söknuði, og syrgja
með djúpri sorg, og helzt eftir-
lifandi börn þeirra hjóna, Krist-
jáns og Rannveigar, og systkmi
Inga, og eiginkona hans og lítil
dóttir.
Kristján heitinn var sonur
Stefáns Kristjánssonar í Garði,
á Þistilfirði Stefánssonar. —
Ingi Stefánsson
23. marz 1908—13 júní 1943
árið og barna-börnin með, sem
henni þótti sérlega vænt um.
Og þannig voru síðustu æfistund
ir hennar gleðistundir, sem hún
verðskuldaði að fullu, þar sem
hún hafði breitt ljós, gleði og
ánægju út til allra, sem á hennar
vegi urðu.
18. janúar, án fyrirvara kvaddi
hún þetta líf, uúmlega 65 ára að
aldri. Þannig er æfi einnar á-
gætis konu, elskuríkrar og glað-
rar á enda.
Útförin fór fram frá Sam-
bandskirkjunni í Winnipeg —
Séra Philip Pétursson jarðsöng.
Líkmenn voru Friðrik Kristjáns-
son, Bergthor E. Johnson,
Rafnkell Bergson, Joe Sigurdson
Agnar Magnússon og Björn Hall
son. Við útförina var lesið
kvæði í minningu um hina látnu
ort af Þ. Þ. Þorsteinssyni, sam-
kvæmt ósk eins vinar hennar
sem túlkaði tilfinningar allra
vina hennar í fögrum ljóðlínum
og lét í ljós söknuð þeirra yfir
missi þessarar ágætis heiðurs-
konu.
P. M. P.
Dauðinn kemur æfinlega sem
óvæntur gestur er hann ber béð-
an ástvini vora, en aldrei meir
en nú, þar sem hann hefir ráð-
ist þrisvar inn á sama heimilið
og tekið fyrst móður, og þar
næst, nokkrum mánuðum seinna
föður, og þremur dögum eftir
jarðarför föðursins, elzta soninn.
Þriévar á tæpum sex mánuðum
hefir hann breitt vængi sína yfir
það heimili, og borið þaðan burt
móður, föður og son, sem við
máttum ekki við að missa úr
vorum fámenna hóp íslendinga.
Vér sitjum klökk og hljóð, er vér
reynum að gera grein fyrir þess-
um mikla missi, og að skilja það
mikla leyndarmál á bak við til-
veruna, sem enginn fær skilið,
L
Our Printing
Service
úaracter and
is personal in cnar^ bet.
Stl”tssnp« wWCÍ1 S
^ class V. ^roducing aaS
w0” f Give us tne opportumty
of servinS you-
•Jhe eol«m'3Ía f(C68
Kona Kristjáns í Garði hét
Hólmfríður. Móðir Kristjáns
sál. var Guðrún Jónatansdóttir
Þorkelssonar. Jónatan, faðir
hennar bjó síðast á Flautafelli
á Þistilfirði. Kona Jónatans hét
Guðleif Jónsdóttir.
Kristján misti föður sinn þeg
ar hann var aðeins sex ára að
aldri, og nú er móðir hans einn
ig dáin fyrir mörgum árum.
Af systkinum hans eru aðeins
tvö á lífi, Hólmfríður, ekkja
Þorsteins Gíslasonar, sem átti
heima í Tantallon, Sask. Hún
hefir dvalið á Lundar nokkuð
undanfarið; og bróðir, Guðmund
ur, sem á heima á Vestfold þar
sem hann hefir búið í meira en
40 ár. Eina systur misti hann
fyrir mörgum árum, Guðleifu,
sem var gift Benjamíni Einars-
syni, og tvö önnur systkini dóu
í æsku á íslandi.
Kristján kom til þessa lands
12 ára að aldri, og fór til móður
sinnar sem setst hafði að á
Gimli, er hún kom hingað árið
áður. Þremur árum seinna fór
hann að vinna fyrir sér, og varð
að sjá um sig úr því. Hann
vann hjá ýmsum mönnum hér í
Winnipeg og lærði smíðavinnu,
sem hann levsti ætíð vel af
hendi. Hann sýndi sig vera góð-
ur og dyggur verkamaður, ráð-
vandur og ábyggilegur, og hann
vann sér traust og tiltrú allra
sem kyntust honum.
Árið 1907, 11. maí kvæntist
hann Rannveigu Eiríksdóttur,
sem, eins og áður hefir verið
getið, var ættuð frá Hræreks-
læk í Hróarstungu í Norður-
Múlasýslu. Börn þeirra voru
alls sex, sem enn eru öll á lífi,
nema elzti sonur þeirra, Ingi,
sem hér verður minst með
nokkrum orðum. Þau sem lifa
íoreldra sína og elzta bróður,
eru:
Anna, sem hefir búið í heima-
húsum.
Stefán, sem er í Canadahern-
um og hefir verið staddur í
Halifax. i
Eiríkur, á Oak Point.
Kristján, sem er í hernum, og
staddur hefir verið í Barryfield,
Ontario.
Guðmundur, í Winnipeg.
Auk þessara barna eru fjögur
barnabörn.
Árið 1915 flutti Kristján með
fjölskyldu sína út á land vegna
vanheilsu og settist að í grend
við Vestfold. Hann bjó þar ell-
efu ár, en eitthvað af þeim tíma
lá hann á spítala. Hann var
aldrei fullhraustur maður. En
hann kvartaði aldrei, og lét lítið
á því bera. Árið 1926 flutti hann
inn til Winnipeg aftur og bjó hér
úr þvá. Mikilsmetinn sæmdar-
maður. Hans er saknað af öllum
sem hann þektu.
Á yngri árum hans hafði hann
mikinn áhuga fyrir ýmsum mál-
um sem íslendingar skiftu sér
af, og meðal annars var eitt
þeirra Goodtemplara reglan.
Hann gerðist æfifélagi þess fél-
agsskapar. Einnig tilheyrði
hann Fyrsta íslenzka únítara
söfnuðinum og vann lengi í
stjómarnefnd hans. — Hann var
trúhneigður maður, en kreddu-
laus og óháður í trúmálum.
Hann átti því þar andlega heima
—Hann komst snemma að þeirri
niðurstöðu að æðsta úrskurðar-
valdið í þeim málum, eins og í
öllum öðrum málum, yrði að
vera samvizka og skynsemi
ívers eins manns, og að rétt
kristileg kenning ætti að miðast
við anda en ekki bókstaf.
Einnið á yngri árum hans, á-
samt öðrum, viðurkendi hann
gildi skáldskapar Stephans G.
Saephanssonar, og gerðist einn
kostnaðarmanna fyrstu útgáfu
kvæðasafns hans, “Andvökur”.
Alla æfina, eins og þetta bendir
til, unni hann mjög bókmentum
og öllu sem bókmentalegt gildi
hafði, þó að honum veittist
aldrei tækifæri að ganga menta-
veginn.
Hann andaðist að heimili sínu
6. júní, 69 ára að aldri og hlaut
hvíld frá öllu erfiði þessa lífs.
Vinir hans allir sakna ágæts
vinar, og kveðja hann með þek-
læti fyrir hina liðnu æfi.
Útförin fór iram frá Sambands
kirkjunni í Winnipeg, 11. júní,
1943. Séra Philip M. Pétursson
jarðsöng.
Ingi Stefánsson sonur Kristjáns
heitins og Rannveigar Eiríks-
dóttur konu hans, var .aðeins 35
ára að aldri en hann kvaddi
þetta líf. Hann var fæddur í
Winnipeg 23. marz, 1908. Hann
flutti með foreldrum sínum út á
land til Vestfold þegar þau
fluttu þangað- 1915, og kom
hingað aftur með þeim 1926, og
átti heima hér í Winnipeg úr því
þar til hann flutti austur til Ft.
William fyrir rúmum þremur
árum, í maí mánuði, 1940
Skólaganga hans var aðallega
öll í Winnipeg. Hann gekk á
(Greenway School og seeinna á
Jóns Bjarnasonar skólann, þar
sem hann útskrifaðist af mið
skóla. Þar að auki gekk hann á
skóla í Vestfold, og um tvö ár
á Lundar, fyrstu tvö miðskóla
ár hans. Seinna lærði hann
bankastörf og bókhald eftir til-
hlutun bankans sem hann var
þá byrjaður að vinna hjá.. Þær
greinar voru gefnar af Queen’s
University í “extension course”
formi. í fyrstu prófunum sem
hann skrifaði í þessum greinum
útskrifaðist hann með heiðri og
var næst hæstur allra stúdenta
í Canada sem þá voru að taka
sömu námsgreinar, og í seinni
prófunum útskrifaðist hann ein-
nig með heiðri, og var þá fimti
í röð, sem þykir með afbrigðum
gott. Sem dæmi þess hve mikil
frammistaða þeirra er rr.etin,
sem þannig skara fram új má
geta þess að bankinn borgar til
baka öll kenslugjöld svo að nám-
ið verði þeim, sem það stunda,
kostnaðarlaust.
einnig þeirra er hann vann hjá,
og þannig, þó að hann væri
þegar búinn að vinna sér tiltrú
manna, hefði hann risið enn
hærra og afkastað miklu og
lofsverðu verki, í viðbót við það
sem þegar var komið, honum
sjálfum og þjóð hans til heið-
urs og sóma.
Vinir hans kveðja hann en
geyma minningu hans. Þeir
þakka guði fyrir margar fagrar
endurminningar og fyrir að hafa
fengið að njóta hans, vinsemdar
hans og hlýleiks. Þeir sam-
hryggjast ekkju hans og lítilli
dóttur og rétta út vinhendur til
þeirra, til að hugga og að styðja
á þeim erfiðu stundum, sem hin-
ir komandi dagar munu hafa í
för með sér. •
Kveðjuathöfnin fór fram 18.
júní s. 1. frá Sambandskirkjunni
í Winnipeg, að miklum fjölda
viðstöddum og jarðsett var í
Brookside grafreitnum við hlið
föður hans og móður. Útfarar-
stjóri A. S. Bardal sá um útför-
ina.
Þannig var Ingi heitinn í háu
áliti þeirra, sem hann vann hjá,
og einnig samverkamanna sinna.
Og hann verðskuldaði að fullu
alla viðurkenning sem hann
fékk, eins og allir vita sem þektu
hann.
Fyrir þremur árum, 4. júlí,
1940 óvæntist hann Fanneyju
Victoríu Magnússon, dóttur
þeirra hjóna Jóhanns Péturs
Magnússonar og Ólafar össurs
dóttur, sem búa hér í Winnipeg.
Þau eignuðust eina dóttur,
Thoru Önnu.
Á meðan að Ingi dvaldi í Ft.
William, gerðist hann meðlimur
frímúrara reglunnar. Og hér í
Winnipeg áður en hann flutti
héðan tók hann drjúgan þátt í
ýmsum félagsmálum. Hann var
til dæmis, í stjórnarnefnd Sam-
bandssafnaðar og var gjaldkeri
safnaðarins, og hann þjónaði
þeirri stöðu með samvizkusemi
og trúmensku. Hann tilheyrði
félagsskapnum sem nefndur er
Icelandic Canadian Club, og var
forseti þess félagsskapar. Hann
var meðlimur einnig í Þjóð-
ræknisdeildinni Frón.
Oss getur ekki annað en
fundist að ef hann hefði fengið
að lifa oð halda góðri heilsu,
að hann hefði risið hátt í áliti,
ekki aðeins samlanda sinna, en
Theódóra Thoroddsen
áttræð
(Framh. frá bls. 3)
Eg nefni sem dæmi grein,
sem birtist í Skírni fyrir löngu
síðan um skáldskap kvenna
(einkum vestfirzkra) og ritgerð
um íslenzka jólasiði í norsku
jólahefti. í fyrnefndu grein-
inni birtust nokkrar af vísum,
sem allir vissu að voru eftir frú
Theódóru, þó hún léti þess ekki
sjálf getið. En vísur hennar eru
fyrir löngu þjóðkunnar, og eitt
af þeim lífsins hnossum, sem
allir grípa feginshendi hvar
sem til næst og biðja um meira.
Freistandi væri að birta nokkr-
ar hér, en til þess er ekki rúm
né tími. En var Erni Arnarsyni
nokkurn tíma betur þakkað en
með vísunni þessari:
Ekki drakk eg áfengt vín,
eklki skein mér sólin,
en Stjáni blái barst til mín,
bjargaði mér um jólin.
Margur mundi fagna því, ef
að einhver vinur eða ættingi
frú Thoroddsen vildi safna vís-
um hennar og gefa út. Eg hef
ekki trú á að hún geri það
nokkurn tíma sjálf; hún hefir
svo margt annað að gera. Sú
bók yrði ekki síður vinsæl en
Þulurnar hennar, sem komið
hafa út tvisvar með teikning-
um eftir Guðmund Thorsteins-
son, systurson hennar, og Sig-
urð, son hennar. Sögur hennar,
Eins og gengur, komu út um
1920.
Theódóra Thoroddsen verður
minnisstæð eíkki aðeins fyrir
óvenjulega hæfileika sína og
gáfur, réttlætisþrá, dirfsku og
hetjuhug, listfengi og orðsnilld,
heldur og fyrir það, sem erfið-
ara er að lýsa, hvernig hún
hefir notið lífsins og lífið hefir
notið hennar.
Hún er nú hnigin til efri ára,
gráhærð og heyrnin að daprast.
En lífið er í för með henni,
ungt, ferskt og gjafmilt, eins og
það hefir alltaf verið.
Svafa Jónsdóttir
Alþbl
JAFNT AF HVORU
Bóndi einn fyrir austan seldi
mikið af kæfu til Reykjavíkur.
“Þú hlýtur að græða afar-
mikið á þessu,” sagði nábúi hans
við hann, “því þótt þú auglýsir
að það sé kæfa úr dilkakjöti,
þá hefir þú hana samt aðallega
úr hrossakjöti.”
“Nei, nú ýkir þú,” sagði kæfu-
salinn. “Eg hefi hana ekki aðal-
lega úr hrossakjöti, heldur hefi
eg alveg jafnt af hvoru; eg læt
eitt hagalamb móti einu hrossi.”