Lögberg


Lögberg - 02.09.1943, Qupperneq 8

Lögberg - 02.09.1943, Qupperneq 8
8 LÖGbERG. FIMTUDAGINN 2. SEPTEMBER 1943. Úr borg og bygð MATREIÐSLUBÓK Fyrála lúterska kirkja Sunnudaginn 5. september. Guðsþjónusta á ensku kl. 11 f. h. Guðsþjónusta á íslenzku kl. 7 e. h. Séra Rúnólfur Marteinsson flytur prédikun við kvöld- messuna. Samkvæmt símskeyti sem hér er birt að reðan mælist stjórn Canada til þess að næstkomandi sunnudagur verði skoðaður sem sérstakur bænadagur meðal íbúa lands- ins. Er þess því vænst að fólk fjölmenni við báðar guðs- þjónusturnar þann dag. Séra V. J. Eylands Icelandic Lutheran Synod in Canada 776 Victor St. Winnipeg, Man. Yfirlýsing gjörð að sunnudagurinn 5. sept. skuli vera sérstakur bænadagur í kirkjum Canada í tilefni af stríðs- sókninni. Stjórnin mælist til þess að þér auglýsið þessa ráðstöfun meðal fólks yðar. W. P. J. Omeara Acting Under Secretary of State. Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feldsted, 525 Dominion Street. Verð $1.00. Burðargjald 5c. ♦ ♦ ♦ Til meðlima siúkunnar Heklu nr. 33 I. O. G. T. Stúkufundir byrja aftur eftir sumarfríið, mánudagskvöldið 20. sept. á venjulegum stað og tíma. Félagar eru beðnir að hafa þetta í hyggju og sækja fundi. ♦ ♦ ♦ Jóns Sigurðssonar félagið held ur fund á heimili Mrs. J. B. Skaptason, 378 Maryland St. á þriðjudagskvöldið 7. sept kl. 8. -f -f ♦ Mr. og Mrs. Einar Guttorms- son, Poplar Park, hafa nýverið fengið símskeyti frá syni þeirra Frederick, sem nú er staddur á Englandi, og er þar við beztu líðan. ♦ f f Mr. Guðmundur Jónsson frá Húsey, hefir dvalið í borginni nokkra undanfarna daga. ♦ Mr. Elías Elíasson frá Árborg kom til borgarinnar á mánu- daginn. ♦ f f Frú Sveinsína Berg frá Tacoma, Wash., kom til borg- arinnar í fyrri viku á leið til New York til fundar við systur- börn sín, sem þar dvelja, Rögn- vald píanóleikara Siguriónsson og systur hans. Frú Berg dvaldi 'hór í borginn hjá tengdasystir sinni Mrs. Oliver G. Bjarnason, 17 Evanson Street. f -f -f Gordan Thorsteinson, meðlim- ur canadiska flughersins, var staddur í borginni á mánudag- inn á leið í heimsókn til for- eldra sinna í Victoria, B. C. f f f Mr. S. H. Sigurgeirsson frá Hecla, kom til borgarinrar í lok fyrri viku, ásamt konu sinni og sex börnym, á leið vestur til Steveston, B. C., þar sem fjöl- skyldan hefir ákveðið að taka sér framtíðarbólfestu. 1 för með þeim Mr. og Mrs. S. H. Sigur- geirsson vestur, voru einnig Mrs. Elín Anderson, og þeir Jakob og Haraldur Sigurjónssynir. Rétt áður en ferðafólk þetta, sem er frænd- og vinamargt í Kecia, lagði upp í förina, var því haldið fjölmennt og virðulegt kveðju- samsæti á eynni, og það leyst út með gjöfum. f f f Mrs. W. J. Árnason frá Gimli var stödd í borginni um síðustu helgi. f f f Farþegar með s.s. "Detiifoss" íil New York, ágúst, 1943. Björn Thors, stúdent. Hörður Gunnarsson, stúdent. Guðjón Guðmundsson tourist. Drífa Viðar, stúdent. Gunnar Bergmann, stúdent. Laufey Beck Bergmann stúdent. Þórhallur Halldórsson, stúdent. Hólmfríður Mekkinosdóttir, std. Gunnar R. Pálsson, singer. Else D. Pálsson wife. Rafn Emil Pálsson, child. Sólveig Pálsdóttir, nurse. Nína Tryggvadóttir, stúdent. Ástríður Helgadóttir, stúdent. Sigríður P. Valgeirsdóttir, std. Margrét Hrómundardóttir. Ása Jónsdóttir, stúdent. Franz Albert Anderson, Thora Anderson, wife. Ebba Louise Anderson daughter. Dr. Richard Beck, sem hefir verið hér um slóðir í þjóðræknis erindum frá því á fimtudaginn var, lagði af stað heimleiðis í gær; hann átti hér fund með framkvæmdarnefnd þjóðræknis- félagsins, og flutti erindi um þjóðræknismál á samkomu í Mikley síðastliðið laugardags- kvöld; var sú samkoma, er lán- aðist að öllu leyti hið oezia, haldin fyrir atbeina þjóðræknis- deildarinnar á eynni; samkoman var prýðilega sótt; forsæti skip- aði frú Emma Sigurgeirsson for seti deildarinnar. Auk Dr. Beck tóku þátt í skemtiskrá með stuttum ræðum, þeir Snæbjörn Johnson, sveitar- oddviti í Bifröst og S. V. Sigurð son sveitarráðsmaður. Ungfrú Margrét Helgason skemti með einsöng, jafnframt því sem söng flokkur blandaðra radda, söng þar nokkur íslenzk lög. Gott þótti Dr. Beck að heim- sækja Mikley eins og fyr, og dáði mjög gestrisni og alúð evjar skeggja. -f f Hjónavigslur framkvæmdar af séra B A. Bjarnason á piests- heimilinu í Árborg: 24. júní, Joþannes Karl Berg- man, bóndi í suður Geysirbygð og Helen Sesselja Magnússon, dóttir Ármanns Magnússonar, bónda í Víðirbygð í Nýja íslandi 13. júlx, Peter Lenchuk, bóndi við Gimli Man., og Björghildur Gíslína Paulson, dóttir Mr. og Mrs. Ebenes Pálsson, Riverton, Man. -f -f f Tuttugasta og annan ágúst dó í Vancouver, Mrs. Anna K. Peterson; hún var eyfirzk, fædd á Akureyri 4. sept. 1869. For- eldrar hennar voru Jón Jónasson og Guðný Guðmundsdóttir, og var hún ein af tólf systkinum, þrjú af þeim eru eftir lifandi: Kristján og Jóhann í Winnipeg og Fanney, Mrs. D. C. Jónssoii í Vancouver. Af sex sonum lifa fjórir móður sína: Helgi í W’n- nipeg, Albert í Ranaud, Sask., og Jóhann og Jón í Vancouver. Hún var jörðuð 25. ágúst, kl. 11 í Mountain View Cemetery af séra R. N. Matheson. f -f -f Hon. J. T. Thorson, forseti fjármálaréttarins í Canada, dvel- ur í borginni þessa dagana. Mr. og Mrs. Joe Peterson og tveir synir þeirra komu í bæinn frá Vancouver í tveggja vikna heimsókn til ættingja og kunn- ingja; hún til að sjá föður sinn Stefán Daníelsson og bróður Harald að Lundar. Messu b o ð Fyrsta lúierska kirkja, Winnipeg Séra Valdimar J. Eylands, prestur 776 Victor St,—Phone 29 017 Guðsþjónusta á hverjum sunnudegi. Á íslenzku kl. 7. e. h. Allir æfinlega velkomnir. ♦ f f Skúli Sigurgeirsson guðíræð- ingur flytur messu á Silver Bay á sunnudaginn 5. sept., kl 2. e. h. Guðsþjónustan fer fram á ensku og íslenzku. f f f Lúterska kirkjan í Selkirk: Sunnudaginn 5. september. Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Ensk messa, kl. 7 síðd. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson. f f f Messur við Churchbridge og víðar í september mánuði: Þann 5 í Concordia; þ. 12. í Hóla skóla kl. 2. eftir miðdag. í Concrdia þ. 19. og þ. 26. kl. 11 f. m. á Red Deer Point og kl. 3. e. h. í Winniegosis sama dag. Menn eru beðnir að gæta þess, að messutíminn í Hóla skóla er ákveðinn klukkan 2. e. h. s. s. c. f f f Sunnudaginn 5. sept. messar séra H. Sigmar í Mountain kl. 11 f. h. og í Péturskirkju við Svold kl. 2,30 e. h. Báðar mess- urnar fara fram á íslenzku. f -♦■ f Messur í Vatnabygðum. Sunnudaginn 5. sept. Foam Lake kl. 2,30 e. h. ensk messa. Leslie, kl. 7,30 e. h. ensk messa. B. T. Sigurdsson. f f f Prestakall Norður Nýja íslands: Sunnudaginn 5. september: Víðir, ferming og altarisganga, kl. 2 e.h. B. A. Bjarnason. Mr. J. T. Beck, forstjóri Columbia Press Ltd., tók sér ferð með s.s. Kenora norður til Norway Hooise, síðastliðinn mánudag. Mr. Beck mun verða í burtu um viku tíma. f f f Séra Halldór E. Johnson mess- ar í Sambandskirkjunni í Árborg n.k. sunnudag, 5. sept., á vana- legum tíma. Sunnudaginn 12. sept. messar séra Halldór í kirkj- unni á Vogar. Wartime Prices and Trade Board Sætindi skömtuð. Skömtun á niðursoðnum á- vöxtum, jellies, jam, marmalade og öðru sætmeti, gengur í gildi annan september, samkvæmt til- kynningu frá W. P. T. B. Seðl- irnir sem notaðir verða eru þeir dökk gúlu, merktir með D í nýju skömtunarbókunum. Það er ætlast til að hver og einn fái tvo seðla mánaðarlega og að þeir öðlist gildi um leið og sykurseðlarnir. Gildistímabilið er óákveðið. Með hverjum seðli fæst til- tekin uphpæð af einni tegund af sætmeti úr eftirfylgjandi vöru skrá. Sex mældar únzur af jam, jelly, marmalade, hunangi, apple butter, maple butter eða honey butter, hálft pund af maple sykri eða comb-honey, tíu mæld ar únzur af niðursoðnum á- vöxtum. tíu mældar únzur af molasses eða maple sírópi, tólf mældar únzur af corn sírópi cane-sírópi eða blönduðu borð sírópi, hálft pund af sykri. Þegar keypt er í dósum eða öðrum ílátum og það stendur svoleiðis á að ekki fæst fult seðlagildi, þá er ekki hægt að biðja um uppbót. Maður verður að láta heilan seðil af hendi fyrir það sem fæst. ♦ * * Skömtunarbók númer 3, geng- ur í gildi 2. sept. 1943. Spurningar og svör. Spurt. Er nauðsynlegt að fá leyfi til þess að halda “bazar” í kirkjunni okkar í haust? Svar. Nei. Ekkert leyfi er nauðsynlegt til þess að halda kirkjusamkomur eða bazar. Spurt. Mér var sagt um dag- inn að nú væri hægt að kaupa nýjar rafmagns eldavélar án sér- staks leyfis. Er þetta satt? Svar. Það verður að fylla út og undirrita skjöl því til sönn- unar að nauðsyn sé brýn áður en vélin fæst keypt. Spurt. Eiga reglugerðirnar sem banna slátrun' á svínum innan 100 punda, aðeins við þá sem hafa sláturleyfi. Svar. Nei. Þetta sláturbann á við alla; hvort sem slátrað er til heimilisþarfa eða til sölu, og það gildir árið um kring. Spurt. Eru “hot-dogs” ekki lengur fáanlegir? Svar. Samkvæmt nýjustu reglugerðum er bökurum bannað að búa til “bread rolls” sem vanalega eru notaðar utan um langana. En ef hægt er að finna upp einhverjar öðnuvísi um- búðir þá er ekkert á móti því að selja hot-dogs. Spurt. Er nauðsynlegt a? leyfi til að kaupa notaða “tires”. Svar. Já. Það er ekki lengur hægt að kaupa notaða tires eðx tubes án sérstaks leyfis. Spurt. Við erum nýflutt hing að frá Bandaríkjunum. Getum við fengið skömtunarbæku Canada? Svar. Já, auðvitað. Ef heimili ykkar verður hér, þá er sjálf- sagt að fá skömtunarbækur sem fyrst. Þær fást á næstu skrif- stofu Local Ration Board. Þeir sem bara eru í heifhsókn og ætla sér ekki að vera nema skamman tíma geta fengið bráðabirgða spjöld á sama stað. Spurt. Fyrir nokkru leigði eg manni sem var vinnulaus, hús, fyrir mjög lága leigu. Nú er hann búinn að fá atvinnu og fluttur austur, og húsið stend- ur autt. Get eg fengið að hækka leiguna? Svar. Já. Þú ættir að biðja um leyfi fyrir 30. september 1943. Leyfið fæst hjá húsaleigu- nefndinni W. P. T. B. Power Bldg. Spurt. A. Eg býst við að fara á spítala í nokkra daga. Verður maður að láta af hendi te og sykur seðla ef verutíminn er styttri en tvær vikur? B. Er hægt að taka af manni seðla sem ekki hafa öðlast gildi? Svar. A. Spítalar geta ekki heimtað seðla af þeim sem eru minna en tvær vikur. B. Ef spítalinn á tilkall til seðla, og það er ekki nóg til í bókinni af gildum seðlum, þá má taka það sem upp á vantar af seðlum sem ekki eru gengn- ir í gildi. Spurningum á íslenzku svarað á íslenzku af Mrs. Albert Wathne, 700 Banning St. Wpg. Hér gefur að líta brezka orustuskipið “Hawe”, 35,000 smá- lestir að stærð, sem eitt allra rammbyggilegasta skipið í hinum konunglega flota. Kenslubækur í ísienzku MINNIST BETEL í ERFÐASKRAM YÐAR Undanfarin ár hefir vöntun kenslubóka í íslenzku hamlað tilfinnanlega íslenzkukenslu á heimilum og í Laugardagsskól- um. Úr þe^sari þörf hefir nú verið bætt. Þjóðræknisfélagið hefir fengið allmikið af þeim bókum sem notaðar eru við lestrarkenslu í barnaskólunum á íslandi. Bækurnar eru flokk- aðar (graded) þannig að börn- in geta skrifast iþ: einum bekk í annan upp í 6. bekk. Eins og kunnugt er, er út- gáfukostnaður á íslandi afar hár á þessum tímum, við hann bæt- ast flutningsgjöld og skattar. Verð það sem lagt hefir verið á bækurnar er eins lágt og mögulegt er og svarar naum- ast samanlögðum kostnaði. Að- al takmarkið er að sem flestir fái notið bókanna. Gagn og gaman Gula hænan I., Gula hænan II., Ungi litli I., Ungi litli II., Lestrarbók 1. fl. Lestrarbók 1. fl. Lestrarbók 1. fl. Lestrarbók 2. fl. Lestrarbók 4. fl. Lestrarbók 4. fl. Lestrarbók 5. fl. Lestrarbók 5. fl. Lestrarbók 5. fl. Bækurnar eru þessar: (stafrófskver) eftir Isak Jónsson 45c. Stgr. Arason tók saman 25c. — — — — 25c. — 25«. — — — — 25c. 1. hefti Freyst. Gunnarsson tók saman 30c. 2. hefti 3. hefti 1. hefti 1. hefti 2. hefti 1. hefti 2. hefti 3. hefti Pantanir og andvirði sendist til Miss S. Eydal, 695 Sargent Ave., Winnipeg. Deildir félagsins verða látnar 30c. — — — 30c. _ — _ 30c. _ _ _ 30c. — — — 30c. _ _ _ 30c. _ _ _ 30c. _ _ _ 30c. ganga fyrir og eru þær því beðnar að senda pantanir sínar sem fyrst. Fræðslumálan. Þjóðræknisfél. Innköllu nar menn LÖGBERGS Amaranth, Man Akra, N. Dakota Arborg, Man Árnes, Man Magnús Einarsson Baldur, Man Bantry, N. Dakota ...Einar J. Brelðfjörð Bellinghani, VVash Blalne, VVash Brown, Man Cavaller. N. Dakota B. S. Thorvaldson Cypress Rlver, Man Edlnburg, N. Dakota Elfros, Sask ..Mrs. J. H. Goodman Foam Dake, Sask tiarðar, N. Dakota Gerald, Sask Geyslr, Man Gimli, Man Glenboro, Man llallson, N. Dakota Hayland P.O., Man Ilnausa, Man Husavick, Man Ivanhoe, Minn ..Miss Palina Bardal Kandahar, Sask Ijangrutli, Man John Valdimarsou I.eslie, Sask Dundar, Man Mirmeota, Mlnm. - m , • *• JUm Palina Bardal Mountain, N. Dakota Mozart, Sask Otto, Man Point Roberts, Wash Reykjavík, Man Riverton, Man Seattie, Wash Selkirk, Man S. W. Nordal Siglunes P.O., Man Tantallon, Sask Upham, N. Dakota .Einar J. Brelðfjörð Víðir, Man Voftar, Man Westboume, Man ....Jón Valdimarsson Winnipeg Beach, Man Wynyard, Sask

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.