Lögberg - 23.09.1943, Síða 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 23. SEPTEMBER 1943.
5
V estanvindurinn
Eflir Percy Bysshe Shelley.
Þýðingin er tileinkuð séra R. Marleinssyni.
Ástæðan fyrir því að eg tókst á hendur að þýða þetta merkis
kvæði var, að Free Press birti einn kafla, — 4. kaflann — sem
eg þá þýddi. En svo heimsótti séra Marteinsson mig. Komst
kvæðið þá í tal, og spurði hann mig því eg hefði ekki þýtt alt
kvæðið. Svaraði eg því, að eg hefði þýtt alt sem var í Free Press,
cn aðal kvæðið hefði eg aldrei séð. Svo síðar, er hann kom til
mín, færði hann mér að gjöf enska ljóðabök með þessu kvæði í.
Svo eg fór á stúfana og reyndi að gjöra mitt bezta, þó slíkt verk
sé mér ofurefli. En eg vona að lesendur Lögbergs taki viljann
fvrir verkið og afsaki gallana sem á því kunna að vera.
Þýðandinn.
I.
Þú trylti Vestanvindur, sem haustið andar inn,
því undir þinni nærveru, blöðin varnar-snauð
nú flýja eins og vofur, er töfraþróttur þinn,
sem þrumulostin, náföl og gul og dökk og rauð,
sem pláguslegin afhrök í fullum flótta, þú
nú flytur þau á vetrarins náðir köld og dauð.
Þau glitvængjuðu frækorn, en köld og kramin nú,
sem kistulagðir náir, er gröfin veitir skjól,
unz vorgyðjan, — þín systir — sín kveður lífsins ljóð,
og leiðir ungu blómin í hópum, móti sól.
Þau anga sætt, og kveða sinn nýja unaðs-óð,
um endurfædda jörð — yfir grur.d og dal og hól.
Ó, trylti sterki andi, sem æ ert Þór og Freyr,
sem eyðileggur, truflar og verndar — Heyr, ó, heyr!
II.
Þú, á hvers straumi, mitt í skruðning skýja,
skjótast þá fram, sem dáin lauf, og týnast
frá slitin tötur, milli hafs og himins, flýja
hér og hvar flókar regns og elds, er sýnast
breiðast þar út, sem kufl úr bláu klæði,
sem kynja-haddur, eða leiftur-sía
dulrænna vætta, eins og burt þau æði
útundir sjónhring, loft hafs vegu nýja, —
þú lækkar komu stormsins, um loft og grund og g:æði.
Þú líksöng árs — og nætur kjökur-róma kveður,
þeim kjörum reisir sorganna grafhvelfingu háa,
af þrungnum andans mætti, og skapar þá hvað skeður
úr skærri gufu loftsins, er jafnan rís og deyr,
— þú skapar, rótar, breytir — Þú, ó, heyr!
III.
Þú, er frá sumar-draumi vakna vann
ið volduga Mið-haf kyrt og þögult lá
rólega meðal stórra strauma og fann
stuðning við eyju, Baiæ’s flóa hjá,
er forna mynd af borgarturnum bar,
glitrandi millum bylgja — helg og há,
hulin í mosaþöktum blómum, hvar
ilmsætust angan fylti loft og lá,
hvar leiðum stýrir Atlants strangi mar,
er myndar dýpi, hvar á botni búa
blómjurtir dánar, fauskar vatni þrungmr,
en safalaus, nú blómskrýdd blöð að hlúa;
þín bitra rödd er jafnvel þarna kunn,
sem vekur skelfing vekur niður á neðsta grunn.
IV.
Ef að eg væri létt og lítið blað
sem lægi dáið faðmi þínum í,
eða þá ský, er áfram með þér trað,
eða þá bára, að reyna að verða frí;
og vilja hluttekt frelsis finna stað,
sem frjás, og öðlast hlutverk öflg og ný.
Ó, trylta afl! — Sem eg í æsku fyr
mér óska vildi, að svífa hratt með þér,
og finna, með þér, frelsi mínu byr.
Mín bæn er því, með þér að skunda skeið,
sem skýi, báru, laufi — því eg er
af þunga tímans kraminn lífs á leið,
því lífsins fjötrar hafa tjóðrað þann,
er taumlaust — stoltur — skapaskeið sitt rann.
V.
Gjör mig þér hörpu, sem hléskógurinn er;
hvað, ef blöð mín falla lengra niður-á-við!
þinn samræmis-máttur verður valtur þér,
og veiklun fyrir báða — haustsins ljúfa klið.
Ó, ver þú, sterki andi, ávalt eitt af mér,
andi minnar sjálfmensku, fyrirmynd og stoð!
Flyt minn anda út yfir alheims víða svið,
eins og eg væri laufblað, með dýrmæt sannleiks boð,
um nýja endurfæðingu, ný-ungt sannleiks orð.
Dreifðu, eins og ösku, — áður byrgði glóð, —
orðgnótt minni, lýsandi hverri sál á stærð.
Vertu orða minna sannleiks hörpuhljóð —
helgur spádóms lúður, er boði Tímans orð.
Ó, vindur! — flyt Vorsins og Sólar sigurljóð!
S. B. Benediclsson.
Þáttur úr Eiríki í
Ormalóni
Eftir
FINNBOGA HJALMARSSON
Eiríkur hét maCur, hann var Ei-
ríksson bónda í Kollavík í ÞistifirSi,
Þorsteinssonar stúdents á OddastöS-
um á Melrakikasléttu, Eiríkssonar ríka
á Ásmundarstöðum, Eiríkssonar Ein-
arssonar prests á SkinnastöSum,
Nikulássonar; Þórný hét kona Eiríks
í Kollavík. vel voru þau hjón viti-
borin, en fornleg þóttu þau í ýms-
um háttum sínum og framkomu,
einkum þó konan, sem var gædd þeirri
gáfu að geta sagt mönnum fyrir um
ýms óskeð atvik, svo sem veðráttu-
far, slysfarir manna-á sjó og landi
og margt fleira; en fyrir þetta dul-
ræni sitt og spár var hún haldin fjöl-
kunnug og fara með galdrakukl, gest-
risin þóttu þau og hjálpsöm í ná-
grenni. Eiríkur ólst upp hjá foreldr-,
um sínum þar til hann var fulltíða
maður, hann þótti lí<kjast móður sinni
að skapferli, einkum hvað snerti dul-
ræn efni. Hann var tæpur meðalmað-
ur að hæð og grannvaxinn. Manna
var hann snarastur og sterkur eftir
stærð, greindur vel, orðheppinn og
fljótur til svara, meinyrtur og óvæg-
inn í orðum ef þvi var að skifta,
einkurn við þá, sem fóru með einhver
völd og kallaðir voru heldri. menn,
svo sem presta, sýslumenn og hrepp-
stjóra. Þessar stéttir kallaði hann
tollheimtumenn, einkum þó prestana,
því embætti þeirra væri mest toll-
heimtustörf, enda er sagt að hann hafi
staðið í illindum og málaþrasi við
alla þá presta, sem þjónuðu Svalbarðs-
prestakalli í hans búskapartið.
Samtal þeirra mœðgina
Þórnýjar og Eiríks.
Þess er getið að eitthvert sinn tal-
aði Þórný til Eiriks sonar síns á þessa
leið: “Þú ert nú orðinn fulltíða mað-
ur, son minn, og kominn á þann aldur
sem flestir eru farnir að hugsa um
það að staðfesta ráð sitt, biðja sér
konu, taka jörð til ábúðar og fara að
búa. Má eg spyrja þig að því, hef-
irðu augastað á nokkurri stúlku hér
í sveit eða nærliggjandi sveitum, sem
þú vildir biðja þér til handa fvrir
konu?” Eiríkur neitaði þvi. Þórný
mælti: “Má eg þá, son minn, segja
þér hver verður konan þin og hvert
þú skalt leita hennar ?” Eiríkur
kvaðst ekki lasta það þó hún segði
sér, ef hún þættist vita það gleggra
en hann sjálfur. Sagði þó að sér
mundi stórilla lika það, ef spár henn-
ar reyndust ósannar og gerðu sig að
ginningafífli hvað kvonltænir sínar
áhrærði. Þórný kvað því fjarri mundu
fara að orð sin egndu hann til óhappa.
í svonefndum Reykjadal í Suður-
’Þ ingeyjarsýslu, á bæ, sem hún nefndi
ekki, þar er stúlka, hún er góð og vel
gefin til vits og verka, stilt og gætin
í orðum og í miklu áliti sem kven-
kostur. Þessi stúlka verður konan þín,
Eirikur minn, eða þá alls engin; hún
mun reynast þér skapbætir, og mun
þér koma það vel á lífsleið þinni að
eiga þá konu, sem stillir skapsmuni
þina, Eirikur minn, því þú ert mað-
ur skapstór og bituryrtur, er það því
mikill gæfuvegur fyrir þig að fá þá
konu þér til fvlgdar, sem gefur geðs-
muni þina, en æsir þá ekki upp á móti
samtiðarmönnum þínum.” Lýsti svo
kerling landslaginu kringum bæinn,
bænum sjálfum, og hverju megin hann
stæði í dalnum, í hvaða átt bæjarþil-
in sneru, næst lýsti hún þessari til-
vonandi tengdadóttur sinni, hvernig
hún væri í ásjónu, vexti og hvers-
dagslegum klæðaburði, hvar i bað-
stofunni hún sæti þegar hún væri að
innivinnu, en um nafn bæjarins eða
stúlkunnar vissi hún ekki, það hvort-
tveggja átti Eiríkur að finna eftir
lýsingu hennar.
Nokkru seinna en viðtal þeirra
mæðgina fór fram dubbaði Eiríkur
sig upp í bónorðsför inn í Reykja-
dalinn, studdist hann við frásögn móð-
ur sinnar og hafði hana fyrir átta-
vita, þvi hann var bráðókupnugur í
sveitum sýslunnar vestan jökulsár,
hitti þó bæinn eftir uppdrætti móður
sinnar, gisti þar eina nótt, þekti stúlk-
una af lýsingunni, leist prýðisvel á
hana, bað hennar og fékk jáyrði henn-
ar; sneri svo heimleiðis og þótti bet-
ur farið en heima setið, leigði jörð
til ábúðar, Ormalón í Þistilfirði, sótti
konuefnið, sem hét Sigríður, giftist
henni og bjó á nefndri jörð alla sína
löngu búskapartíð, og var þektur í
öllum norðursýslum íslands undir
nafninu Oramlóns Eiríkur.
Eftir að Eiríkur var orðinn bóndi i
Ormalóni, fóru samtiðarmenn lians
og sveitungar að spinna upp ýmsar
kynjasögur um hann. Margir af þeim
sem höfðu lent í einhverju missætti
við hann, báru það út þvert og endi-
Iangt um nærliggjandi sveitir að
hann færi með ýmsa forneskju og
galdrakukl, gengi í skollabuxum eða
nábuxum og aflaði sér og hyski sínu
fjár þannig á óleyfilegan hátt. Þess-
ar kviksögur hleyptu megnri gremju
i skapstygð Eiríks til sumra samtíðar-
inanna hans. Lét hann það óspart
klingja á þeim þegar í orðasennur
slóst, að ef liann væri sá lorneskju
hrekkjakarl, sem þeir segðu, þá væri
óvíst að hann reyndist þeim sá skap-
deildar maður að hann hlífðist þess
að láta þeirra eiginn orðróm um sig
koma niður á þeim sjálfum, svona
einbvern tíma þegar þá varaði síst.
Svona lagaðar hótanir skutu sumum
sumtíðarmönnum hans skelk í bringu,
svo þeir hræddust hann sem sjálfan
fjandann. Að hann væri göldróttur
drógu sumir af því að hann hafði oft
sagt fyrirfram um ýms óskeð atvik,
til dæmis veðráttufar, harða vetra,
tnikil snjóþyngsli, jarðbönn, hafísalög,
frosthörkur og eins þegar vel mundi
viðra bæði á sumri og vetri, og þótti
oft rætast rétt það sem hann spáði.
Marg oft sagði hann fyrir um ýmsar
slysfarir á mönnum, bæði á sjó og
landi, og varaði sunia við þeim með
ýmsu móti, en fékk í staðinn aðhlátur
og skimpisvör hjá þeim, þó að lýs-
ingin af Eiríki beri það frekar með
sér, að hann hafi verið fremur uppi-
vöðslusamur í sveit sinni og ósvffinn
i orðum, þá átti hann sjaldan upptök-
in að því. En væri honum sýndur
lyfirgangur eða ásælni í viðskiftum,
það þoldi hann manna verst við
hvern sem liann átti. Mitt sé mitt og
þitt sé þitt, þá hefir djöfullinn ekki
neitt, var máltak hans. Veistu, karl
minn, að það er ódygð að heimta meira
en maður á með réttu, og líka ódygð
og skömm fyrir mig að liða þér
nokkurn yfirgang á það sem eg á með
réttu; nei, karl minn, hann Eirikur
í Ormalóni borgar þér ekki eitt
mustarðskorn meira en þú átt að lög-
um, þó þú værir keisarinn eða páfinn
i Róm.
Sigríður hét kona Eiriks, eins og
getið er hér að framan, hún var lögð
Ef þér voruð nægilega hyggin
til þess að koma loðfötum
yðar í vörslu
íH.R.’s
kæligeymslu skápum
Þá er skynsamlegt að sækja þau strax áður
en vetur gengur í garð og öllum liggur á lo^-
fötum sínum í einu!
Sparið benzín ... komið sjálf ef þér getið,
en hringið upp 21 857 ef yður vinst ekki tími
til að sækja loðfötin, óg munum vér þá
senda yður þau eins fljótt og verða má.
‘ Virði þess að berjast fyrir—
virði þess að styrkja með fé’
Veitið Líknarsamlaginu aðstoð yðar
HOLT RENFREW
*Portage at Carlton-
mikil mannkosta kona, og vel kristin
í allri hegðun. Vel þóttu spár gömlu
Þórnýjar rætast, aS hún yröi bónda
sinum skapbætir. Er þaö sögn manna
aS Sigríöur hafi oft þurft aö bera
sáttaorö milli manns síns og ýmsra
þeirra, sem hann átti þá í þjarki við,
og hafi orö hennar og góSar tillögur
jafnan veriS mikils metiS. Alment
var þaS álit manna, að Ormalóns-
hjónin væru fremur fátæk efnalega;
þau áttu heldur fátt gangandi fé,
jörðin Ormalón er ekki góS til hey-
skapar, en oft er þar góS útbeit fyrir
fé á vetrum, og ágæt fjara; útræSi
er þaðan gott til fiskjar og lending
tneð afbrigSunt góð i svonefndri
Hjallhöfn. Fuglatekja er þar töluverð
i höfSabjarginu norður við sjóinn,
niest skegla. En þegar sveitungar
lians litu yfir litla fjárhópinn hans
þar i högunum kornu svo heim á
hlaÖiS og sáu barnahópinn hans, sem
óx árlega, þar til þau voru orðin 13
að tölu, þá fóru sumir að undrast það
hvernig þau hjónin gætu staðiS í skil-
um meö landsskuld og útsvar og verið
þar aö auki gestrisin og hjálpsöm viS
alla. En þeir, sem gleggst þóttust
vita um efnahaf þeirra hjóna sögSu
þau niundu luma á einu gripsverSi i
peningum, eöa s^o, sem þau gætu
gripiö til hvenær sem þeim sýndist,
en það var nú fjölkyngi bóndans og
skollabuxunum hans að þakka. Flest
börn þeirra hjóna komust til fulloröins
ára og voru sumir synir þeirra hraust-
menni aS líkamsþreki, nokkuS hneigS-
ir til öls og þá talsverSir hávaSa-
menn, og létu lítt hlut sinn í orSi eSa
verki, ef svo bar viS að í deilur slóst
eða til þykkju leiddist, niörg af þeim
svstkinum voru vel skynsöm, greiðug
og bjálpfús, en fremur forn í hátt-
um og framkomu; draumspeki og
fjarsýnisgáfa fylgir mörgum af
skyldmennum Eiríks enn í dag.
(Framh.)
12
ÞORF
Stofnanir .
fyrir
barnvernd
aldur og trúarbrögð
undanskilin
2 Stofnanir
fyrir
gamalmenni
0 Stofnanir
fyrir
heilsu- og
sj úkdómavar nir
2 Stofnanir
fyrir
fjölskylduvernd
3 Stofnanir
fyrir
treystingu
skapgerðar
Þökk sé yður, Mr. og Mrs. Win-
nipeg. fyrir þann góðfúslega og
örláta stuðning, er þér haíið veilt
Líknarsamlaginu í 22 ár.
Nú er annað ár liðið, og þörf á
framlögum. Eruð þér við því
búin? Hinar 25 stofnanir vorar
þarfnast $ 325.000 til reksturs.
Blindir sjúkir og munaðarleys-
ingjar á meðal vor þurfa hjálp.
Þeir ^ru nágrannar yðar og þeir
þarfnast yðar — strax.
Tillag yðar má draga frá skatt-
skyldum tekjum.
13. til 25. Sept.
0F GREATER WINNIPEG
460 MAIN STRE6T
Virði Baráttu . . . Virði FRAMLAGA