Lögberg - 11.11.1943, Blaðsíða 2

Lögberg - 11.11.1943, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. NÓVEMBER 1943. Útdráttur úr fréttaskýrslu upplýsinga ráðuneytisins á Íslandi Bæjarsijórnin heldur ríkissijóra- hjónunum veislu. Á afmælisdegi Reykjavíkur- borg 18. ágúst hélt bæjarstjórn- in veislu að Hótel Borg fyrir herra ríkisstjóra og frú hans. Auk ríkisstjórahjónanna voru boðnir til veislunnar ráðherrar, forseti Alþingis, forseti ha^sta- réttar, sendiherrar og sendifull- trúar erlendra ríkja yfirstjórn- endur herliðsins hér, formenn stjórnmálaflokkanna, nokkrir em bættismenn ríkisins, bankastjór- ar Landsbankans, formenn Al- þýðusambandsins, Vinnuveitenda félagsins og Verzlunarráðsins, nokkrir starfsmenn bæjarins og bæjarfulltrúar. Borgarstjóri stýrði veislunni, og minntist fósturjarðarinnar. Forseti bæjarstjórnar talaði fyr ir minni ríkisstjórahjónanna, en ríkisstjóri svaraði og mælti fyrir minni Reykjavíkurborgar. Samúðarkveðja til Dana. Ríkisstjórnin hefir vottað sendi herra Dana samúð sína vegna atburða þeirra, sem gerst hafa nú í Danmörku. Ennfremur hefir ríkisstjórnin falið sendifulltrúa Islands í Stokkhólmi að koma á framfæri við fyrstu hentug- leika samskonar samúðarkveðju íslenzku ríkisstjórnarinnar og ís- lenzku þjóðarinnar til Hans Há- tignar konungsins og dönsku þjóðarinnar. Verzlunarsamningur við Bandaríkin. Hinn 27. ágúst 1943 var í Reykjavík undirskrifaður verzl- unarsamningur milli íslands og Bandaríkjanna. Samningurinn er í átján grein- um og fylgja honum tveir listar, þar sem upptaldar eru þær vöru- tegundir sem ríkin veita hvort öðru tollívilnanir á. Þetta er í fyrsta skipti, sem ísland gerir verzlunar- og við- skiptasamning við Bandaríkin. Samningsviðræður hófust haust- ið 1941 í Washington, er sendi- nefnd íslenzku ríkisstjórnarinn- ar, þeir Ásgeir Ásgeirsson, Björn Ólafsson og Vilhjálmur Þór, var þar. — Samningnum varð eigi fulllokið áður en nefndin hvarf heim. Var síðan haldið áfram samningaviðræðum hér í Reykjavík, þar til samkomulag náðist um einstök atriði nú fyrir skömmu. Tilgangur samningsins . er tvennskonar: í fyrsta lagi að tryggja gagn- kvæmt jafnræði í öllum verzl- unarviðskiptum, þar á meðal full- komið jafnrétti um allar verzl- unaraðferðir og greiðslur, og heita ríkin hvort öðru ótakmörk- uðum og skilyrðislausum bestu- kjörum í öllum tollmálum. í öðru lagi að veita hvort öðru vissar ívilnanir á sérstökum vöru tekundum. Ennfremur er það trygt, að þorskalýsi, síldarmjöl og fiski- mjöl skuli áfram, meðan samn- ingurinn er í gildi, njóta toll- frelsis við innflutning til Banda- ríkjanna. Urn flestar þessar vörur er það að segja, að hinir háu tollar hafa veiulega háð útflutningi þeirra til Bandaríkjanna, en með lækk- uninni mætti vænta, að opnist greiðari vegur fyrir þær á mark- að þar. Sérstaklega skal á það bent, að áður var engin leið að flytja síldarlýsi til Bandaríkj- anna vegna hin^ háa tolls og skatts á því, og hafa Bandaríkin ekki áður veitt neinu ríki lækk- un á toll- á þessari vöru. Að því er snertir tollaívilnan- ir veittar Bandaríkjunum má geta þess, að verðtollur hefir ver- ið lækkaður á nýjum eplum og perum (úr 20% í 10%), af jrúsín- um og sveskjum (úr 50% í 25%) og á skrifstofuvélum hefir bæði vöru og verðtollur verið lækkað- ur um 50%. Samningurinn'öðlaðist gildi 30 dögum eftir að - fullgildingar- skjölum hefir verið skiftst á í Washington og gildir fyrst um sinn til þriggja ára, en sé honum ekki sagt upp að því tímabili loknu, heldur hann áfram að vera í gildi, þar til annar hvor aðili segir honum upp með sex mánaða fyrirvara. Minningarorð Sigríður Stefanía Oddleifson Sigríður Stefanía Oddleifson, andaðist á heimili Oddleifs son- ar síns í St. Vital, Man., 17. sept. s. 1. Hún var 81 ára gömul, fædd á Skéggjastöðum í Vopnafirði þ. 18. maí 1862. Foreldrar henn- ar voru Stefán Þorsteinsson og Sigurborg Sigfúsdóttir, er bjuggu í Vatnsdalsgerði í Vopnafirði. Sigríður var elzt af fimm systr um. Tvær þær yngstu, Stein- unn og Margrét, dóu á Gimli í bóluveikinni skæðu sem var ó- væntur gestur þar á fyrstu land- námstíð. Fjölskyldan hafði kom- ið til Gimli með stóra landnáms- hópnum árið 1876. Þorgerður, næst elzt af systrunum, andað- ist á íslandi. Á lífi nú er Þórey, ekkja Gests Oddleifssonar í Haga í nánd við Árborg, Man. Vorið 1877 flutti Stefán Þor- steinsson með fjölskyldu sína að Hnausum í norðurhluta Nýja ís- lands. Þaðan fór Sigríður nokkur ár í vist í Winnipeg, og taldi það ekki eftir sér að fara þá langferð fótgangandi. Árið 1887, þ. 2. marz, giftist Sigríður, Stefáni Oddleifson frá Ægisíðu í Húnavatnssýslu; var hann bróðir Gests í Haga Odd- leifssonar, og Sigurðar Oddleif- sonar sem léhgi bjó í Winnipeg. Eftir sjö ára sambúð í Winnipeg, fluttu Stefán og Sigríður norður að Hnausum og tóku þar land. Starfaði hann einnig í verzlurv bræðranna Stefáns og Jóhannes- ar Sigurðson að Hnausum. Svo hörmulega vildi til þ. 13. marz 1903 að Stefán brann inni í húsi sínu að nóttu til, ásamt tveimur ungum sonum sínum, Str.fáni og Antoníusi. Er þetta reiðarslag skall yfir, var Sigríður í heimsókn til systur sinnar í Haga. í þeim erindum að kveðja hana áður en lagt væri norður á vatn í fiskiver. Eftir brunaslysið réðist Sigríð- ur í ráðskonuvist, og eignaðist nokkrum árum seinna landið Gullbringu skamt fyrir austan Árborg. Bjó hún þar með þrem- ur sonum sínum, þeim sem voru eftirlifandi af átta sonum hennar og Stefáns sál. Oddleifsonar. Guðmundur, sonur hennar dó '■vinlega 16. jan. 1934. Var Sigríð- ur þá aldurhnigin og ein eftir. á: Gullbringu. Flutti hún þá til Winnipeg til drengja sinna tveggja sem búsettir voru þar í borg. Þeir eru báðir á lífi, og heita: Jón Bjarni, biðreiðarstjóri, giftur Dýrleyfu Sigurðson frá Hofi við Árborg; og Oddleifur Unnar, formaður í “culvert” verksmiðju Canada Ingot Iron félagsins í Winnipeg, giftur Jón- ínu Johnson frá Fiskilæk við Árborg. Til heimilis var hún hjá Oddleifi eftir að hann giftist, og naut þar ástríkrar umönnunar sonar og tengdadóttur til hinztu stundar æfikvöldsins. Auk son- anna tveggja, systurinnar, og mikils frændaliðs, lifa hana og sakna hennar sex barnabörn og eitt barnabarnabarn. Sigríður var vel kristin ágætis- kona, sönn og fórnfús móðir, ósér hlífin og þrekmikil í starfi utan heimilis og innan. Hún var á- hugamikill meðlimur í kvenfél-"- agi og söfnuði lútersku kirkj- unnar. Við kveðjuathöfn þ. 20. sept. í útfararstofu Bardals í Winnipeg flutti séra Sig. Ólafsson frá Sel- kirk kveðjumál. Næsta dag var jarðarförin haldin frá lútersku kirkjunni í Árborg, undir stjórn sóknarprestsins, séra Bjarna A. Bjarnasonar. Hinar líkamlegu leifar Sigríðar Oddleifson hvíla í kirkjugarðinum að Hnausa, þar sem einnig eru grafin bein ást- vinanna sem forðum fórust í brunanum, eins og að ofan er greint. B. A. B. Ólafur Jóh. Sigurðsson: Vísað til vegar Við gengum álútir og þegjándi yfir hnyklótta lyngmóana án þess að hafa hugboð um, hvort við vorurh á réttri leið. Við gát- um ekki hent reiður á óljósa götu troðningana, sem lágu í allar átt- ir, heldur urðum Við að treysta á meðfædda ratvísi — eða réttara sagt: treysta á meðfædda hepni. Við vorum báðir ókunnugir á þessum slóðum og sáum aðeins nokkra faðma fram undan okkur, því að þokan varð stöðugt þétt- ari. í rauninni óðum við gegn- um þykk og mild síðsumarský, sem höfðu hnigið yfir jörðina í logninu og hjúpuðu ekki ein- ungis fjarlæga ása og fjarlæg kennileiti, heldur hverja þúfu, hvert gras. Örsmáir glærir vatns dropar hnöppuðust saman á öx- um puntstráanna og hlóðust á þræði kóngulóarvefjanna, uns þeir slitnuðu undan þunganum, ön gráir snilglar skriðu mak- indalega á blautu lynginu. Stöku sinnum ullu spóar í fjarska. — Heyrðu! sagði GeirU Eigum við ekki að hvíla okkur svolitla stund? — Nei, svaraði eg. Við skulum halda áfram. Við hljótum að komast á veginn bráðum. En samt gat eg ekki stilt mig um að hinkra við, líta á úrið og bölva í hljóði. Tveir klukkutím- ar voru liðnir, síðan við lögðum af stað frá vatninu. Við höfðum áreiðanlega vilst. Gott og vel! Það var ekki hundrað í hætt- unni. Við vorum ekki hræddir: móarnir þeir arna hlutu að þrjóta, við hlutum að rekast á afleggjarann innan skamms. Hitt var aftur á móti leiðinlegra, að þokusneypan spilti ánægju ferða lagsins og gerði okkur gramt í geði. Við komum nefnilega að vestan. í gærkvöldi fréttum við af girnilegu urriðavatni, lögðum lykkju á leið okkar, ókum þrjá kílómetra eftir grýttum afleggj- ara, tjölduðum í dálitlum hvammi hjá afleggjaranum, rif- um okkur á fætur fyrir allar aldir í morgun og gengum af stað í áttina til urriðavatnsins. Við nentum ^kki að fara heim að afskektum kotbæ æðispöl í burtu til þess að spyrja bónd- ann, hvort við mættum renna.' Okkur fanst jafnvel dálítið æfin- tvralegt að stelast í veiði á ó- kunnum stað og höfðum ágætis landabréf fyrir leiðarvísi, enda hittum við á vatnið, eftir að hafa gengið yfir móa og ása í hálfan annan klukkutíma. Eg veiddi fjórtán urriða, grá- dropótta og spræka, en Geiri sextán. Hann var æfðari en eg og hafði betri stöng. Við höfð- um ásett okkur að dorga fram undir rökkur, en þegar hann skelti yfir blindþoku um mið- aftanbil, tókum við saman pjönk ur okkar og héldum áleiðis til tjaldsins og bílsins. Við höfðum þrammað yfir ása og móa í tvo klukkutíma og tíu mínútur án þess að komafet á afleggjarann. Við höfðum sem sé vilst og vor- um orðnir talsvert þreyttir og dasaðir, því að urriðarnir sigu í. Þetta voru að meðaltali tveggja punda urriðar. — Hvað er þarna? sagði Geiri og otaði fram stönginni sinni. — Það er túngarður, sagði eg hressilega. Mér létti stórum. Við vorum alt í einu staddir hjá lágum og grasi grónum túngarði, en skamt frá okkur mótaði fyrir bæjar- bustum í þokunni. Eg klofaði hiklaust yfir gaddavírsstrenginn ofan á "túngarðinn, hyssaði upp um mig bakpokanum og rétti úr mér, til þess að eg skyldi sýnast dálítið mannborlegur, þegar við kæmum heim að bænum. En Geiri var skyndilega orðinn und- furðulegur á svip. — Heyrðu! sagði hann. Þessi bær á náttúrlega veiðiréttinn í vatninu. Við getum ekki farið þangað. Karlhólkurinn verður öskuvondur, þegar hann kemst að því, að við hofum stolist í vatnið. — Þá borgum við honum bara, sagði eg. — Við getum líka logið að honum, sagði Geiri. Við getum talið honum trú um, að við kom- um gangandi alla leið að vestan. Eg félst á þessa uppástungu með fyrirvara. Við yrðum óhjá- kvæmilega að svara játandi, ef karlinn spyrði okkur vafninga- laust, hvort við hefðum verið að dorga í vatninu. En hinsvegar gátum við sagt, að við værum beinlínis komnir heim á bæinn til þess að borga honum peninga. — Sérðu kerlinguna? spurði Geiri í hálfum hljóðum. — Þegiðu! sagði eg. Gömul kona sat í gluggakist- unni og bograði við að fara úr blautum og leirugum sokkum. Bláröndótt skupla slútti fram yfir ennið, en tvær rytjulegar fléttur héngu niður með eyr- unum. Hún var komin úr öðr- um sokknum og búin að fletta hinum ofan á öklann, þegar hún tók eftir okkur. Hún hrökk við, hvimaði augunum til bæjardyr- anna, en reyndi síðan að rétta úr bakinu og horfði einarðlega framan í mig eins og hún vildi bjóða mér byrginn. Magurt og hrukkótt andlit hennar öðlaðist samskonar reisn og skelkaður | fugl, sem getur ekki flúið undan hættunni. — Góðan daginn, sagði eg kumpánlega. Gamla konan tók ekki undir kveðju mína, heldur virti hún okkur fyrir sér, mældi okkur með augunum frá hvirfli til ilja. Tillit hennar dvaldi við húfurnar okk- ar, ólarnar á bakpokunum, renni- lásana á blússunum, leðurreim- arnar á stígvélunum, en stað- næmdist að lokum við veiðisteng urnar. — Eru mennirnir útlendingar, spurði hún tortrygnislega. — Nei, svaraði eg og gat ekki varist hlátri. — Hafa mennirnir skotvopn? Við litum undrandi hvor á ann an og okkur vafðist tpnga um tönn. — Já, eru þetta ekki byssur? spurði hún óttaslegin og benti með skjálfandi vísifingri á veiði stengurnar okkar. — Nei, þetta eru ekki byssur, svöruðum við hlægjandi. Gamla konan stóð á fætur og þuklaði gaumgæfilega á stöngun- um, kleip og togaði í daufgræná léreftspokana, káfaði varlega á rauðum gúmmísnúðunum, sem stóðu út úr pokanum, tautaði eitthvað við sjálfa sig og hristi höfuðið. — Hvaða tól eru þetta? spurði hún ívið rórri. — Bara veiðistengur, svaraði eg- — Jæja, guði sé lof! dæsti hún og settist aftur í gluggakistuna. Eg hélt kannske að þetta væru stríðsmenn. Hvert eruð þið að fara? Eg sagði henni, að við kæm- um gangandi að vestan, hefðum líklega vilst á móunum og þyrft- um á leiðsögn að halda, — eða lá ekki vegarslóði hérna fyrir sunnan bæinn? — Svo mennirnir hafa vilst, sagði gamla kanan af mikilli Muttekningu. Mikil dæmalaus hepni, að eg skyldi koma heim af engjunum í fyrra lagi. Eg skal fylgja ykkur niður á veginn. Hún lauk við að fara úr sokkn- um og þurkaði tær, iljar og rist með fitinni. Hún hafði stóra og bláa æðahnúta á fótunum, sumir líktust hnyklum, aðrir sveppum. En þegar hún hafði þurkað af sér kelduleirinn og togað ullar- nærbuxurnar ofan á kálfana, tók hún rifna gúmmískóna í aðra hendina, en gráa sokkabandalind ana í hina og leit næstum því biðjandi á okkur. :— Mennirnir- hinkra ögn, sagði hún. Eg verð enga stund að snerpa á katlinum. Ykkur veitir ekki af svolítilli velgju, áður en þið haldið lengra. Við þökkuðum henni fyrir, tók um af okkur bakpokana og lögð- um veiðistangirnar í gluggakist- una. Gamla konan gekk berfætt á undan okkur inn hellulögð göngin. Hún lauk upp dyrum. Við fórum gegnum sótugt og skuggalegt hlóðareldhús og kom- um inn í litla baðstofu með skar- súð og hvítþvegnu gólfi. I bað- stofunni voru þrjú auð rúm og eitt uppbúið. Svartskjöldóttur köttur lá í hnipri á höfðalagi uppbúna rúmsins, en stökk óðar á fætur og neri hausnum mjálm- andi við bera fótleiggi gömlu konunnar. — Gerið svo vel að tylla ykkur, sagði hún kurtéislega, tók þurra sokka upp úr kistilskríli og fór í þá, hnýtti um sig lindana og strauk höndunum lauslega yfir slettótt strigapilsið. Kötturinn vældi ámátlega og rak kolsvart stýrið upp í loftið. — Jæja — jæja, komdu þá greyið, og fáðu þér mjólk að lepja sagði gamla konan og tifaði fram í eldhúsið. Eg litaðist um í baðstofunni. Á fornfálegri kommóðu stóðu myndir af tveimur ungum mönn- um, en upp undir sperrurnar var stungið ýmiskonar smádóti og blöðum. Að öðru leyti var bað- stofan auð. En slitið gólfið og gulnuð skarsúðin stöfuðu frá sér kyrlátum þokka, eins og lítill og hvítmálaður trékross, sem dreg- ur til sín athygli manns, þótt hann standi meðal skrautlegra legsteina í stórum kirkjugarði. Og innan stundar barst eimur af logandi fjalldrapa að vitum okkar, ljúfur og barkandi eimur. Gamla korjan hafði gefið kett- inum að lepja, lífgað eldinn og sett ketilinn á hlóðirnar. Hún kom aftur inn í baðstofuna með hendurnar krosslagðar á brjóst- inu. — Á hvaða leiðum eruð þið? spurði hún. Kannske þið ætlið til Klyfberahólms? — Nei, svaraði eg. Við kom- um einmitt að vestan. Við ætl- um til Reykjavíkur. Við eigum heima í Reykjavík. Gamla konan starði lengi á Geira eins og hún vildi lesa alla andlitsdrætti hans. Síðan tautaði hún dápurlega: — Aumingja blessaðir mennirnir að eiga heima fyrir sunnan. Skelfing held eg að fátæktin sé mikil í.Reykjavík. — Hún er ekki meiri þar en annarsstaðar, sagði eg. Fólk hef- ur nóga peninga núna. Það er svo mikil vinna hjá setuliðinu. Gamla konan leit efablandin á mig: — Mikkelsen sagði honum Gísla mínum, að dýrtíðin væri feykileg fyrir sunnan. — Hún er ekki meiri þar en annarsstaðar, svaraði eg. Gamla konan horfði lengi í augu mín eins og hún grunaði mig um græsku. — Jú, sagði hún dræmt. Mikk- elsen skrökvar ekki að Gísla mín um. Svo er skotið mikið í Reykja vík. — Já, dálítið, sögðum við bros- andi. — Aumingja blessaðir menn- irnir að eiga heima fyrir sunnan, endurtók gamla konan vorkunn- lát. Hvað heitið þið? Eg hef alveg gleymt að spyrja ykkur að heiti. Skelfing er eg orðin sljó og skrít- m. ! Látið ekki tækifærið ganga úr greipum yðar! Verzlunarmenntun er ómissandi nú á dögum, og það fólk, sem hennar nýíur, hfefir æfíð forgangs- réfí þegar um vel launaðar síöður er að ræða. Það margborgar sig, að finna oss að máli, ef þér hafið í hyggju að ganga á verzlunarskóla; vér höfum nokkur námskeið til sölu við frægustu og fullkomnustu verzlunarskóla vestan lands. The Columbia Press Limited Toronto og Sargent, Winnipeg Seventh of a Series of Advertisements Explaining the Reasons for Beer Rationing CONSIDERATE THINKING NECESSARY! I T is not civilians alone who are rationed on beer. The N'aval, Military and Air forces receive one gallon per man per month for sale through their canteens. This does not cut into the 90 per cent quota allowed to the civilian population, but is in addition to it, so that there is no discrimination as regards individuals — whether members of the armed forces or not. Veterans’ clubs and civilian clubs are rationed on the 90% basis also, and the rule which applies to all hotels also applies to clubs. DREWRYS LIMITED MD 110

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.