Lögberg - 11.11.1943, Blaðsíða 5

Lögberg - 11.11.1943, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. NÓVEMBER 1943. b fyrir eldri og yngri, fyrir þau sjálf og þeim bæði skylt og vandalaust fólk. I mörgum þeirra tók þátt fjöldi manna, nær og fjær, og munu margir er þar voru eiga ánægjulegar minning- ar um þær stundir. Auk þess höfðu þau sjálf oft jólaboð og önnur heimboð fyrir nágranna og vini, sem láta eftir sig sínar dýru minningar líka. Þeim auðnaðist einnig að veita um- önnun til þess síðasta, sumum af þeim eldri af sínum nánustu. Allra átta veðrum mæta menn hér sem annarsstaðar. Hér hefir komið frost, ryð, hagl og ofviðri á téðum árum, sem sett hefir sín merki á baráttuviðleitni manna, samt tóku þau Stefán og Gyðríður margar uppskerur góðar af bújörðum sínum. Munu þau vart þurfa á landsstyrk að halda í efnalegu tilliti, hversu langir sem hvíldardagar þeirra verða. Sonur þeirra hjóna, Valdimar, er starfar í þjónustu (account- ant) Marshall Fields í Chicago, kynnir sig prýðilega hvar sem hann er og er framúrskarandi ástúðlegur foreldrum sínum, sem og konu sinni og börnum. Þau foreldrar hans settu hann til á- gætra menta á sviði, er hann kaus sér sjálfur að æfistarfi, og honum hefir gengið svo ágætlega vel að starfa á. Gyðríður Anderson er lærð Ijósmóðir úr skóla þeirra Dr. Jónassens, Þorbjargar Sveins- dóttur og Sesselju Sigvaldadótt- ur. Hún sinti nokkuð þeim störf- um framan af árum hér í bygð og ávann sér traust og hlýhug þeirra er hún stundaði. Þau Stefán og Gyðríður hafa tekið þátt í félagsmálum þessar- ar bygðar, bæði kirkju, þjóð- ræknis og kvenfélagsmálum. Gyðríður var ein af fimm kon- um, er stofnuðu íslenzka kven- félagið 13. desember, 1917 og var þá kosin ritari þess. Hún hefir verið starfandi meðlimur félags- ins öll árin, og er það enn. Nítjánda september stofnaði það kvenfélag til kveðjusamsæt- is, þeim Stefáni og Gyðríði á heimili þeirra Sigbjörns Sig- björnssonar og Önnu konu hans. Þar kom margt manna. Þorsteinn Guðmundsson stýrði sams'ætinu. Var þar sungið og talað, svo sem venja er til við slík tækifæri. Þar töluðu, auk samkvæmisstjóra: Sigbjörn Sig- björnsson, Páll Guðmundsson, Anna Sigbjörnsson, Jón Good- man, Mrs. Abrahamsson, Rós- mundur Árnason, Pétur Johnson Sveinn Eiríksson og fleiri. Sú er þetta ritar hafði lofast til að vera þar, en forfalla vegna gat það ekki orðið. Allir árnuðu vinum vorum og nágrönnum fararheilla, bæði þeir, sem voru þar og líka þeir, sem af ýmsum ástæðum gátu ekki verið þar. Við geymum fjölda margar góðar minningar um sambýlisstundirnar við þau hér. Innilega þökk fyrir alt gott. Megi alt það gott, er þau létu af sér leiða hér í bygð, verða þeim til farsældar í framtíðinni. Rannveig K. G. Sigbjörnsson. Hátíð í Minneota Sunnudaginn 10. okt. varu há- tíðarhöld mikil 1 prest^kalli séra Guttorms v Guttormssonar í Minneota, Minn. Tilefnið var það að fólkið var að minnast þess þá að séra Gutt- ormur var ,búinn að þjóna þar í fullann fjórðung aldar. Og vildi nú sóknin á þenna hátt gleðja og heiðra séra Guttorm, frú hans og fjölskyldu við þau tímamót. Hátíðahöldin byrjuðu með I guðsþjónustu kl. 2 e. h. en allir þrír söfnuðir prestakallsins stóðu að í kirkju St. Páls-safnaðar í Minneota. Séra Guttormur þjón- aði sjálfur fyrir altari, en séra H. Sigmar prédikaði. Hafði hon- um ásamt frú sinni verið boðið til þessara hátíðahalda og hann beðinn að prédika. Stór söng- ílokkur beitti sér fyrir í öllum messusöngnum og auk þess sungu tvær konur einsöngva. Guðsþjónustan var öll hátíðleg og hrífandi og sóttu hana um 200 manns. Þegar guðsþjónustu þessari lauk, byrjuðu þegar ræðuhöld þar í kirkjunni. Stýrði Hr. Gunn- ar B. Björnson frá Minneapolis þeim þætti hátíðahaldanna og gjörði það af sinni alkunnu snild. Setti hann samkomuna með snjallri ræðu, og kallaði svo fram einn af öðrum. Töluðu þar nokkr- ar konur og karlmenn fyrir hönd safnaðanna þriggja og sagðist öllum ágætlega. Allir luku lofsorði á Mr. og Mrs. Gutt- ormsson og fjölskylduna, og Innköllu narmenn LÖGBERGS Amarantli. Man B. G. Kjartanson Akra, N. Dakota B. S. Tliorvardson Árborg, Man Árnes, Man K. N. S. Friðfinnson Baldur, Man Bantry, N. Dakota ..Einar J. Breiðfjörð Bellingham, Wash Blaine, Wash Brown, Man J. S. Gillis Cavaller. N. Dakota ,...B. S. Thorvaldson Cypress River, Man O. Anderson Edinburg, N. Dakota Elfros, Sask .Mrs. J. H. Goodman Garðar, N. Dakota Gerald, Sask Geysir, Man .,. .K. \. S. Frlðfinnson Gimli, Mair. Glenboro, Man Hallson, N. Dakota Hnausa, Man Husavick, Man Ivanhoe, Minn Miss Palina Bardal I.angrutli, Man ....John Vraldimarson I.eslie, Sask Jón ólafsson Minneota, Mina. ...__ . . _ .Mtss Palina Bardai Mountain, N. Dakota Páll B. Olafson Otto, Man Dan. Dindal Point Robcrts, Wash !. S. J. Mýrdal Reykjavík, Man Arni Paulson / Riverton, Man K. N. S. Friðfinnson Seattle, Wash J. J. Middal Selkirk, Man S. W. Nordal Tantallon, Sask J. Kr. Johnson Upham. N. Dakota .Einnr J. Breiðfjörð V’íðir, Man Ií. X. S. FriÖfinnson Westboume, Man ... Jón Vraldlmarsson Winnipeg Beach, Man O N. Kárdai þökkuðu þeim innilega fyrir gott starf, og fyrir vinsemd og sam- vinnu. Einnig mintist fólk í ræð- um sínum prestanna hinna, sem þar höfðu áður þjónað með vin- semd og þakkarhug. Við endir þessarar samkomu afhenti Mts. G. B. Björnson séra Guttormi og frú hans álitlegan peningasjóð að gjöf frá söfnuðunum og fólkinu. Séra Guttormur þakkaði hátíðar- höldin, heiðurinn, góvildina og gjafirnar með stuttri en snjallri ræðu. Eftir þenna þátt hátíðarhalds- ins var öllum viðstöddum boðið til veitinga í kjallarasal kirkj- unnar, og þar veittu kvenfélög sóknarinnar af mikilli rausn. Var komið að kveldi er fólk snéri aftur heim. Átti sóknin þar góðan og skemtilegann dag, og mun öllum hafa fundist að Gutt- ormsson-fjölskyldan hafi verið makleg þess heiðurs og þeirrar góðvildar er þeim hafði þar verið auðsýnd. H. S. Noregi alt Eftir Wilhelm Morgenstierne, sendiherra Norðmanna í Washington. Fregnir frá vígstöðvunum ber- ast í sífellu, og vér lifum eftir- væntingarfullu lífi, — og í viss- unni um lokasigur. Það ein- kennilega er, að flestir okkar hafa allan tímann lifað í slíkri vissu. Oft var svart fyrir sjón- um, en við mistum ekki kiark- inn. Inst inni vissum við, að við eig- um að fá landið okkar aftur. Hún hafði nú ekki við mikið að styðj- ast oft og tíðum þessi von. Það hlýtur að~ hafa verið örugg innri trú á það, að friður, frelsi og fólkstjórn, félagslegt réttlæti og borgaralegur virðuleiki væri í samhljómi við tilgang alls, og að þessir hlutir táknuðu aðalatriði þróunarinnar. Það hlýtur að hafa verið trú á að Norégur, hinn eilífi Noregur táknaði ar.dlegt verð- mæti, sem væri ódauðlegt, og sem járnhælar kúgunarinnar ekki gætu troðið niður. Svo kom Rú^sland og síðan Ameríka með, — og nú hefir trú- in og vissan fengið voldugar stað reyndir að bakhjalli. Við þurfum ekki lengur að byggja á hinni innri vissu, á hugboðmu einu, — við getum byrjað að reikna. Við getum reiknað, að þrátt fyrir ó- sigra og vonbrigði í fyrstu, þá eru nú staðreyndirnar vor megin. Það getur dregist, það getur orðið langir og örðugir tímar, en ef 2 og 2 eru 4, og ekki 3 eða 5, þá eru úrslitin, sigurinn vís. Það er ljóst, að við Norðmenn lítum fyrst og fremst á fréttirn- ar með tilliti til Noregs. Hvernig eigum við að fá Noreg aftur og hvenær? Fyrir þá, sem heima eru og fyrir okkur sjálfa er tíminn það allra þýðingarmesta. Við — og allur heimurinn — höfum heyrt og heyrum daglega um það,hvern ig íólkið í Noregi stendur gegn ofbeldismönnunum á þann hátt, sem orð nægja ekki til að lýsa. Enn einu sinni á pílagrímsgöngu mannkynsins sjáum við land her- numið af grimmum öflum, en við sjáum líka, að sál frjálsrar þjóð- ar verður ekki hernumin og held- ur áfram á þroskabraut sinni. Aldrei hefir norska þjóðin verið meiri en í dag, — í hlekkjum. Ein hverntíma mun sagan segja um Norðmenn með orðum Churchills um Breta: “This was their greatest hour”. En jafnframt fregnunum um hina æfintýralegu hugprýði þjóð arinnar koma líka aðrar um hrað- vaxandi grimdarverk óvinanna og svikaranna. Einn eftir annan af bestu mönn um Noregs er tekinn höndum, píndur, kvalinn, myrtur. Altaf stíga nýjir leiðtogar og hetjur fram úr röðum fólksins. En inn- rásarmennirnir stela líka matn- um' frá fólkinu. Með sulti og þjáningum reyna þeir að rjúfa mótstöðuafl þjóðarinnar, hið líkamlega, og koma henni á kné. Vér erum hér vestra nokkur þúsund norskra manna og kvenna. Sumir voru hér fyrir 9. apríl, aðrir komu síðar. Hér er- um við. Land vort er okkur lokað í bráð. Atburðirnir, örlög- in hafa safnað okkur hér saman. Við erum útivígstöðvarnar. Þeir heima líta til okkar. Hið dýrð- lega er, eftir því sem þeir segja, sem frá Noregi koma, að þeir hafa traust á okkur. Þeir trúa og búast við, að við eigum aðeins eina hugsun: að koma Noregi til hjálpar..“Hann beið ei stórveldis nems”. Þeir bíða okkar. Þeir álíta, að við höfum sameinast, eins og þeir hafa gert, látið alla flokka liggja milli hluta, alt sem á milli bar á dögum friðarins, — sameinast um eitt mál öllum of- ar: að vinna aftur okkar elskaða Noreg. Þeir heima, sem sjálfir spyrja aðeins: Hvenær kemur röðin að mér að færa hina hinstu fórn, jafnvel lífiðý ef svo ber undir? — Þeir myndu ekki skilja ef við værum öðruvísi. • Þegar miðað er við hina ósegj- anlegu ógæfu, sem land okkar hefir orðið fyrir, kann það að virðast einkennilegt að tala um ljósglampa. En hvað viðkemur útivígstöðvunum og þar með von andi frelsisstundinni fyrir þjóð ökkar, þá getum við ekki neitað því, að til eru ljósglampar í myrkrinu. Meiri hlutinn af sjó- mönnum okkar og verslunarskip- um var þannig settur, að inn- rásarmennirnir náðu ekki til þeirra. Hinn mikli konungur okkar, Hákon, og ríkisstjórn hans okkar elskaði krónprins og fjöl- skylda hans eru örugg í fram- andi landi. ^ Við þurfum ekki að leita að neinu til þess að sameinast um. Við höfum átt það frá fyrsta degi, og höfum það nú: Hákon konung og stjórn hans. Ekki frjálsa norska stjórn, heldur hina einu löglegu norsku stjórn, sem með einróma samþykki Stórþings ins stjórnar frelsisbaráttu Noregs frá dvalarstað sínum utan Nor- egsstranda. Eltir og ofsóttir af þeim, sem réðust inn í land okk- ar, dauðþreyttir á líkama og sál bauð konungurinn og ríkisstjórn- in innrásarmönnunum byrginn. Þegar alt virtist vera að hrynja Þetta er mynd af fyrstu vörufJutninga “glider” vfir Atlants- haf. umhverfis þá, beygðu þeir sig ekki fyrir ofbeldinu, en neituðu að taka þeim leppríkis-kostum, sem Hitler vogaði að bjóða frels- iselskandi menningarþjóð. Á einu hinu mikla, örlagaríka augna- bliki í sögu okkar, þegar fram- tíð norsku þjóðarinnar gat brugð- j ið til beggja vona, þegar heyrð-1 ist hvíslað: “Gefið eftir, beygið j ykkur undir okið”, þá völdu þeir | hinn þrönga veg baráttu, heið- j urs og fórna. Þeir völdu sér stað við hlið mannanna á Eiðsvélli. • Og síðar, meðan stríðið stóð í tvo mánuði á norskri grund,- og seinna frá Englandi, hvatti og eggjaði konungurinn og stjórnin heimaþjóðina og þá, sem erlendis voru, í ýmsum ávörpum og ræð- um, sem altaf voru í þjóðlegum anda, og sem munu verða mikils- virt síðar meðal sögulegra gagna norskra, já, í öllum bókmentum okkar. Á þeim stað, sém konungur og stjórn hefst við í London, hafa þessir aðilar komið á fót stjórn- arkerfi, sem allir, sem til þekkja, bera virðingu fyrir, skipulag þess vex í þrótti <jg festu með hverjum degi. Þegar eg var í London, sagði mér háttsettur maður, sem þessu ætti að vera betur kunnugur en nokkur ann- ar, að engin stjórn hinna her- numdu landa í London væri eins vel skipulögð og virt, eins og norska stjórnin. Undir handleiðslu þessarar. stjórnar siglir hinn stolti verzl- unarfloti ohkar um öll heims'ins höf, hermenn, flugmenn, sjólið- ar eru þjálfaðir í Bretlandi og Kanada. Noregur borgar á rétt- um gjalddaga afborganir og vexti af erlendum lánum sínum, utanríkisfulltrúar okkar hafa meira að gera en nokkru sinni fyr. Málefni og málstað Noregs er haldið fram fyrir öllum frjáls- um þjóðum. Og allir sameinumst við um Hákon konung og stjórn hans í London. Við erum her. Við erum her- menn og verkamenn. Það er eins og blöðin tvö á skærunum. Bæði eru til þess að klippa. Hermenn- irnif, — það eru sjómenn okkar, flugmenn okkar og aðrir stríðs- menn. Við hinir erum verka- mennirnir. Það skal barist á víg- stöðvunum, og að baki þeirra þarf að vinna. Helst vildum við allir berjast. Við öfundum þá, Á mynd þessari sjást þrír mátorgæzlubátar, sem sýknt og heilagt voru á sveimi meðan sameinuðu þjóðirnar voru að koma liði á ladn á Sigiley. sem eiga að ganga í land í Nor- egi, og unnum þeim þess þó af hjarta að reka Þjóðverja og Quislinga út úr landi okkar. Við myndum allir ljúka æfi okkar í níeiri friði og meiri gleði, ef við — að minsta kosti einu sinni — hefðum með eigin mætti losað Noreg við einn af þeim, sem þar ruddust inn, eða sviku okkur. Fn þannig getur það ekki orðið. Sumir okkar eru of ungir til bess, aðrir of gamlir. Og eins og áður er sagt, þarf líka verka- menn að baki vígstöðvanna. Það verður að útvega vopn og ann- að, sem með þarf. Það verður að sjá um verzlunarflotann og um fjarmál Noregs, — málefni Noregs verður stöðugt að vera haldið á lofti í þessum heimi, þar sem svo margt dregur að sér at- hyglina. Þannig getum við staðið sam- an, hermenn og vinnandi menn, hver á sínum stað, hver eftir því sem kraftarnir leyfa, þar sem við getum gert mest gagn því málefni, sem við berjumst og vinnum fyrir: því að hreinsa ó- þrifin af Noregi, frelsa fólkið heima sem fyrst undan oki ytri og innri óvina. Og taka síðan upp aftur í öflugum og baráttu- búnum Noregi, þá framþróun lýðræðisins og þjóðfélagsins rétt- lætis, sem við urðum að hætta við, þegar ráðist var inn í Noreg í apríl 1940, vinna aftur að því að koma í framkvæmd þeim hugsjónum, sem barist er um í þessu stríði. Við okkur blasir það, sem gera ber. Krafan til okkar er: ‘Noregi alt.” -Lesbók. BUSINESS EDUCATION DAY OR EVENING CLASSES To reserve your desk, write us, call at our office, or telephone us. Ask for a copy of our 40-page illustrated Prospectus, with which we will mail you a registration form. Educational Admittance Standard To our Day Classes we admit only students of Grade XI, Grade XII, and University standing, a policy to which we strictly adhere. For Evening Classes we have no edu- cational admittance standard. AIR-COOLED, AIR-CONDITIONED CLASSROOMS The “SUCCESS” is the only air- conditioned, air-cooled private Commercial College in Winnipeg. TELEPHONE 25 843 SUCCESS BUSINESS COLLEGE Portage Ave. at Edmonton St. WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.