Lögberg - 11.11.1943, Blaðsíða 4

Lögberg - 11.11.1943, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. NÓVEMBER 1943. p-...........llögfafrg Geiið út hvein finituciag af THE COLUMBIA PRESS. LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, ManUOba i’ L'tanáskrift ritstjðrans: !; EDITOR LÖGBERG, 69 5 Sargent Ave., Winnipeg^ Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON i' Verð $3.00 um árið — Borgist fyriríram !, The ‘*L/öghergM is printed and publishea by j1 The Columbia Press, Lámited, 695 Sargent Avenue j ‘ Winmpeg, Manitona PHONE 86 327 Ur nógu að velja Bæjarstjórnarkosningar í Winnipeg fara fram á föstudaginn þann 26. yfirstandandi mánaðar; núverandi borgarstjóri Mr. Garnet Coulter, sit- ur við völd í annað ár, og snúast kosningarnar þar af leiðandi einvörðungu um val úr hópi frambjóðenda í bæjarstjórn og skólaráð. í 2. kjördeild gætir íslenzkra áhrifa langmest; þar eru Islendingar það fjölmennir, að fylki þeir einhuga liði, geta atkvæði þeirra ráðið miklu um úrslit. Tveir mætir Islendingar bjóða sig fram í áminstri kjördeild á ný, þeir Victor B. Anderson bæjarfulltrúi, sem átt hefir við vaxandi orðstír sæti í bæjarstjórn um átta ára skeið; hann hefir frá öndverðu fylgt verkamanna flokknum að málum, og aldrei talið eftir sér nein þau spor, er verða máttu lítilmagnanum til hagsbóta; hann hefir svo að segja alla starfs- æfi sína gefið sig við prentiðn, og hvers trausts hann nýtur á þeim vettvangi meðal stéttar- bræðra sinna má glögt marka af því, að 1 vor sem leið, var hann kjörinn forseti prentara- samtakanna í Winnipeg, sem eru deild úr al- þjóðasamtökum prentara, og hefir hann þegar vegna einurðar og samningslipurðar, getið sér hinn bezta orðstír í þeirri vanda- og óbyrgðar- stöðu; það ætti því fyrir allra hluta sakir, að vera íslendingum .metnaðarmál,, að stuðla ein- huga að endurkosningu Victors, og þeir von- andi láta þar ekki sinn hlut eftir liggja. Séra Philip M. Pétursson býður sig fram til skóla- ráðs í 2. kjördeild á ný; hann hefir aðeins átt þar eins árs setu; hann er einarðui maður, og lætur ógjarna sinn hlut; engu að síður er hann samvinnuþýður maður og sanngjarn um með- ferð málefna; hann verðskuldar, engu síður en Victor, samræmt fylgi landa sinna í hlutaðeig- andi kjördeild. Báðir þessir landar bjóða sig fram undir merkium C.C.F. flokksins. Tveimur öðrum frambjóðendum í 2. kjördeild, er Lögbergi Ijúft að mæla með, en það eru þeir James Black, núverandi bæjarfulltrúi, sem er hagsýnn maður og velviljaður; hann er ávalt liðtækur, að hverju sem hann gengur; hinn mað- urinn er nýliði, sem nú kemur í fyrsta sinn fram á sjónarsviðið viðvíkjandi opinberri þáttöku í bæjarmálefnum; er hér átt við Jack St. John lyfsala; hann er fæddur í Portage la Prairie árið 1906, hlaut þar barnaskólamenntun, en lauk fullnaðarprófi í lyfjafræði við Manitobaháskól- ann 1929. Hann rekur nú fyrir eigin reikning lyfjabúð að 908 Sargent Avenue, og er vin- margur ágætismaður. Mr. Jack St. John hefir gefið sig mikið við íþfóttamálum; hann ^r víð- sýnn vinstrimaður í stjórnmálum, og hefir brenn andi áhuga, meðal annars á því, að koma í framkvæmd róttækum umbótum á húsakynn- um borgarbúa, sem í mörgum tilfellum mega teljast með öllu óviðunandi; hann er efni í ágætan bæjarfulltrúa. • Jack St. John er kvæntur íslenzkri konu, Rögnu, dóttur Gísla prentsmiðjustjóra Jóns- sonar, og konu hans Guðrúnar H. Finnsdóttur Jónsson, skáldkor.u. Þessir tveir síðarnefndu frambjóðendur í 2. kjördeild, njóta formlegs stuðnings hinnar svo- nefndu borgaralegu kosninganefndar í Winnipeg (Civic Election Committee). Því fleiri skoðanir, sem koma fram í bæjarstjórn, þess betra. Auk þeirra manna, sem nú hafa verið nefndir, bjóða sig fram í áminstri kjördeild, Harry Chappell, C.C.F. til skólaráðs í annað sinn, Mr. Cooper af hálfu borgaralegu kosninganefnd- arinnar í bæjarstjórn og Mr. King Labor-Pro- gressive, er einnig keppir um bæjarfulltrúa- stöðu; það er því sýnt, að úr nógu er að velja, og næg ástæða fvrir kjósendur til þess að fjöl- menna á kjörstaðina. Kjörseðillinn er fjöregg lýðræðisins; það er siðferðisleg skylda sérhvers þjóðfélagsþegns í lýðfrjálsu landi, að neyta at- kvæðisréttar síns lýðræðinu til fulltingis, og einstaklingsfrelsinu til framtíðaröryggis. Vér styðjum ekki íslenzka menn til kosninga fyrir það eitt, að þeir séu íslendfhgar; en þegar völ er á íslendingum til þátttöku í opinberum málum, sem eigi aðeins standa jafnfætis fram- bjóðendum af öðrum þjóðflokkum, heldur ná feti framar, er það hrein og bein þjóðræknis- leg skylda að veita þeim stuðning. Eitthvað ættu íslendingar að geta lært af samheldni Skotans! “Enginn fullvita maður” Yfirstandandi styrjölú er háð með það fyrir augum, að koma> á nýju skipulagi í heiminum; þetta er ekki einskorðað við æðisgengnar yfir- lýsingar nokkurra skrílsæsingjaseggja; þetta er óbifandi von miljónanna. Almúga fólkið treystir því, að bjartari og betri dagar séu í aðsigi; það strltar og stríðir til þess að vernda atvinnu- rétt sinn, trúarbragðafrelsi sitt, neyzlufrelsi sitt, og skoðanafrelsi, ásamt réttinum til þess að ala upp börn sín í heilnæmu umhverfi: þetta fólk er sannfært um það, að með sigri sameinuðu þjóðanna, verði það leyst frá þeim vandkvæð- um, sem óttinn við skort lífsnauðsvnja skapar; það berst ekki til þess, að endurinnleiða ásig- komulag þar, sem svo hagaði til, að svínum var slátrað í þúsundatali, en skrokkunum fleygt, þó fólk gengi hungrað, vegna þess að ekki þótti gróðavænlegt að selja þá; ásigkomulag, þar sem kaffi og aldinum var af sömu ástæðum kastað í sjóinn, og nauðþurftarfólki meinað með því að seðja hungur sitt; ásigkomulag, þar sem framleiðsla baðmullar var takmörkuð vegna þess, að hinn tötrum klæddi lýður var þess ekki umkominn að kaupa hana; ásigkomulag, þar sem þúsundir vorra ur.gu pilta og stúlkna ráf- uðu bæ úr bæ í atvinnuleit, eða til þess að fá svefnskýli, eða beiðast ölmusu; það er ekki fyrir slíkan heim, slíkt ásigkomulag, sem vorir glæsilegu og hugprúðu, ungu menrt, berjast í lofti og á legi, á skriðdrekum og við byssurnar, og fórna lífi sínu. Vér erum öll á eitt sátt um það. Enginn fullvita maður sætir sig við slíkan heim, slíkt ásigkomulag á ný. Grein þessi er íslenzkuð úr United Church Observer. Búnaðurinn og Mr. Bracken Úr Leíhbridge Herald. Foringi Progressive-Conservative flokksins í Canada, flutti hér sína fyrstu, meginræðu um búnaðarmá|l; hann lagði áherzlu á lækkun verndartolla, ásamt þeirri brýnu nauðsyn, sem til þess bæri, að afla canadiskum búnaðarafurð- um sem allra víðtækastra markaðssmbanda. Mr. Brecken lét þess getið, að nema því að- eins að áminstum skilyrðum væri fullnægt, væri litlar líkur á að bændur, einn þriðji hluti þjóðarinnar, gætu nokkru sinni komið ár sinni þannig fyrir borð, að þeim yrði trygð lífvæn- leg afkoma, hvað þá heldur að þeir yrðu að-, njótandi þess framtíðaröryggis, er þeim bæri, að loknu yfirstandandi stríði; um þetta atriði verða sennilega flestir vestanlands á sama máli, en um hitt mætti ef til vill með fullum rétti spyrja, hvort Mr. Brecken sé það stálsleginn, að hann geti komið forkólfum stóriðjunnar eystra til þess að fallast skilyrðislaust á þær skoðanir, sem íbúar Vesturlandsins eru honum sammála um. Ræða Mr. Breckens sýndist hnit- miðuð við þarfir búnaðarins í Vesturlandinu; en þegar alt kemur til alls voru meginliðir hennar í öllum atriðum nákvæmlega þeir sömu, og Liberalflokkurinn hefir haldið fram í síðast- liðin þrjátíu ár, og hvergi hikað frá. Svo þetta voru þá öll nýmælin. Rússland Svo risavaxin er sókn Rússa um þessar mund- ir, að forustusveitir þeirra eru nú komnar í námunda við landamæri Rúmeníu, og láta hvergi bilbug á sér finna. Mannfall af hálfu Þjóðverja er orðið svo geisilegt, að staðhæft er, að síðan Rússar hófu sókn í sumar, nemi það freklega hálfri þriðju miljón manna. Á laugardaginn var endurheimtu Rússar Kiev, hina fornfrægu höfuð borg Úkraníu; í þeirri orrahríð, sem stóð yfir í því nær hálfar þriðja mánuð, mistu Þjóð- verjar 45 þúsundir vígra manna og margfalt meira af hergögnum, en tölum tjái að telja. Nú eru það Rússar, en ekki þjóðverjar, sem eiga í leyfturstríði; er ,því meðal annars við- brugðið, hve fljótir þeir séu að leggja járn- brautir, og gera þær svo að segja á svipstundu starfhæfar fyrir flutninga af hvaða tagi, sem er; svo er sókn þeirra rammelfd og hraðinn mikill, að síðustu tvo dagana hafa þeir komist um fimmtíu mílur vestur á bóginn, og fara jafnt náttfari og dagfari hvernig sem viðrar, og hvað, sem í móti blæs. Á ferð og flugi Fimtándi júlí, 1943 ^ Sólin er að ganga til viðar á þessu fagra sumarkveldi í gull- bryddu hlynarblaði — þunnu skýi, er þannig lítur út. Himin- inn er heiður, sjóndeijdarhring- urinn skartar mörgum litum, bláum, rauðum, fjölda þess er þar í skipast. Góðviðris ský skipa sér hér og þar í ýmsum mynd- um og taka liti af dýrð kveldsins. Yfir sléttunni hvílir friður. Hæna dottar á ungum sínum undir gömlu gerði, og virðist svo ánægð og óhult, svo sem um ekkert meir en þetta ræði fram- ar. Upp úr silkigrænum korn- akri, skamt frá, gægist haus og langur háls á kalkúnahænu. Hún horfir og hlustar um nokk- ur augnablik, en fer eigi úr stell- ingum að öðru leyti, svo hverf- ur álkan ofan í akurskýlið aftur. Hún líka hefir unga undir brjósti sér. Skógurinn stendur hljóður því hvorki stormur né önnur hljóð leika um hann rétt núna. Hann ber þungar menjar liðinnar reynslu. Stórir, gráir flák-ar af dauðum trjám, sem standa enn uppi sem visnaðir stönglar, berar og blaðlausar bjarkir vegna orm- átsins undanfarin ár. En græðis- mátturinn sýnir sig líka, því ný- græðingurinn, skrúðgrænn og fríður, keppir upp og fram og gerir mikið að því, að hylja nekt- ina þeirra og trjánna, er urðu fyrir áfallinu og byggja skóginn að nýju. Ormurinn, sem um nokkur undanfarin ár hafði lagst á skóginn, kom ekki í ár. Þegar maður sér blaðlausu bjarkirnar, er standa enn í skóg- inum og nýgræðingínn fríða, sem er að bæta og skýla, kemur manni í hug, hve virkileg er samlíkingin hjá séra Hallgrími Péturssyni: Visnað tré eg að vísu er, vægðu, rættlætis herrann, mér; gæzkunnar eikin græn og fín, geymdu mig undir skugga þín. 26. október, 1943 Hver myndi kalla þetta að vera á ferð og flugi? Jú, víst hefir tíminn flogið með línurnar að ofan í vasanum; flogið á burt með sumarið og leitt inn’ haustið og veturinn líka. Samt er dagurinn í dag eins yndislegur í sinni tíð og 15. júlí var á sinni. Sólskin, heiður him- inn og blíðviðri. Skógurinn hef- ir felt sumarskrúðið, akrar eru slegnir og hirtir; ungacnir bæði hnænsna og kalkúnahænanna eru vaxnir og bíða nú dóms og dauða — svo sem annað jarðlíf, væri máske vart um það að fást, hvað fuglana snertir ef mann- úðlega væri að farið, að svifta þessar skepnur lífinu. Að setja þá á hnúð og höggva af fuglin- um hausinn er ekki erfitt verk né svo vandasamt að fljótt og vel megi ekki vinna og bar ekki á öðru en að mönnum smakkað- ist steikin vel og yrði gott af, allan þann tíma, sem alifuglar voru þannig teknir af lífi. En nú um allmörg ár kveður við annan tón. Nú má ekki höggva hænsn eða kalkúna er á markað skal fara, heldur reka örmjóan morðkuta í gegnum höfuð fugls- ins. Er talið, að ef á réttan stað hittist, deyr dýrið strax. En ef-ið er oft stór þröskuldur þó stutt sé hljóðið og má alveg slá því föstu, að oft — ef ekki oft- ast — mistekst þetta og er þá næsta sljó sál, er eigi sér að það er næsta viðbjóðslegur leikur, sem þannig er leikinn. Þetta er nú útúrdúr hér; samt er það at- riði, sem eg hefi hugsað nokkuð um öll árin, síðan þetta gekk í gildi. Eg hefi auk heldur skrif- að um það örlítinn “pésa” meðal annars, sem út hefir komið og fáum þykir mikið til koma, svo sem við mátti búast. Gestakoma var það, sem eg ætlaði að skrifa um, er eg byrj- aði þessar línur. Nú, þegar tím- inn hefir þotið svona með mig — og fleiri, þá verða nú línurnar bæði um gestakomu og ná- grannakveðjur, auk útúrdúr- anna. í fyrravor, mig minnir í júní- mánuði, heimsótti þessa bygð í embættiserindum sá mæti og merki Ijósberi kristinnar trúar, séra Octavíus Thorlákson. Koma hans gladdi okkur mörg hér af ýmsum ástæðum. Fyrst og fremst af því, að þar sem góðir menn fara eru “Guðs vegir”. Mun séra Octavíus fylla þann fiokk með fullri sæmd. í öðru lagi gladdi það okkur, sem sáum hann fara í þá miklu “Bjarma- landsferð,” heiðingjatrúboðsferð- ina til Japan, fyrir löngu síðan, að sjá hann kominn ásamt sín- um heilu og höldnu til baka. Og þó séra Octavíus Thorlákson beri merki þess, að hann hafi borið hita og þunga dagsins, þá er hann enn unglegur í útliti og hraustur í starfi. Aftur í vor í maí, heimsótti séra Octavíus bygðina í embætt- iserindum. I bæði skiftin hefir presturinn flutt guðsþjónustur, skírt börn eða aðstoðað heima- prestinn við það, setið fundi og fleira. I sumar í júlí, sendi U.L.- C.A. stórfallegar sálmabækur, al- vegf ókeypis, til lúterska starfs- ins í Leslie, fyrir frammistöðu séra Octavíusar Thorláksonar. Þökk sé honum og öðrum er að því stóðu. Þökk fyrir komurnar. Við biðjum séra Octavíus heilan fara og heilan aftur koma. Þess má geta, til marks um trygð ættarinnar við kirkjuna, að frænka séra O. Th., Beatrice Thorlákson, nú Mrs. Einar Thor- steinson, er nú höfuðsmaður lút- erska sunnudagaskólans í Leslie. Hinar konurnar, sem kenna eru: Mrs. H. Thompson og Mrs. H. Kriewauldt. Séra Guðmundur Páll Johnson heimsótti bygðina í fyrra, en að- eins daglangt, er hann var á ferð austur á kirkjuþing. Séra Guð- mundur leit inn til margra gam- alla vina og kunningja, sem allir höfðu ánægju af að sjá hann. Árin fara vel með hann, er hann þó áhugamaður um störf sín með afbrigðum. Það sýndi hann er hann var kennimaður hér. Þrettánda júlí kveiktum við ljósin í Leslie aftur, við komu Dr. Richard Beck prófessors. Var þá, svo sem minst hefir verið á í blöðunum, haldin samkoma af þjóðræknisdeildinni “Iðunn,” í tilefni af komu þjóðræknisfélags forsetans. Þorsteinn Guðmunds- son stýrði samkomunni. Þess var ljós vottur að menn hefðu glaðst við komu Dr. Beck, því á þessari samkomu var fjöldi fólks. Þar var sungið, spilað á hljóðfæri og talað, svo sem til stóð. Dr. Béck mæltist vel og skörulega, eins og vænta mátti, mintist margs, fyr og síðar, er reynst hefir máttarstoðir ís- lenzkri þjóð, bæði austan hafs og vestan, svo sem sálmar Hall- gríms, ljóð Matthíasar, ræður Dr. Jóns Bjarnasonar, er sá síð- astnefndi lagði grundvöllinn að þjóðræknisstarfi Vestur-íslend- inga með ræðu sinni í Milwaukee 2. ágúst, 1874. Auk alls þessa kom prófessorinn víða við. Dr. Beck flytur mál sitt með skör- ungsskap og hikleysi, fer víða um og er ávalt reiðubúinn að halda á lofti öllu því, er til sóma má fara bæði ættjörð hans og fósturláði hér. Hann skilur köll- un sína vel. Hann er bókmenta og fræðimaður, er byggir sitt persónulega líf á heilbrigðum grundvelli. Hann minnir mann á gæfumennina í gömlu sögun-^ um, sem var fenginn rauður hnykill að rekja sig eftir, er leita skyldi að dýrgripum þeim, er týnst höfðu og heimta þá aftur. í daglega lífinu sér maður þær sögur endurtakast í kyrþey og mennina ýmist vinna eða tapa, er þeir leite gæfunnar á lífssvið- inu. Prófessor Beck er svo sett- ur, að sú barátta er heyrir til embætti hans, er háð mikils til á opinberu sviði; þar sem aug- ljóst er öllum, svo margt um málin, er um fjallar. Samkvæmt því er við hér höfum heyrt til Dr. Richard Beck er hann mjög vel til þess fallinn að fara með sín margbrotnu mál manna á milli, nú á þessum erfiðu tímum. Stríðssóknin og Bandamanna sigur er honum hjartamál. Með fræðimannlegu starfi sínu er Dr. Beck ekki að einangra menn, heldur benda þeim á, hvað þeir eigi bezt og dýrmætast í eigin fjársjóðum. Sú, er þetta ritar minnist þess, að hafa lesið um tvær persónur, er oft gengu með fulla vasa af blómafræum og stráðu því meðfram eyðileg- um brautum. Það voru þau Björnsjerne Björnson og Nellie McClung. Dr. Richard Beck virð- ist vilja strá blómafræum, ís- lenzkra og annara, mannkosta og hæfileika á sem flestra braut- ir. Megi honum auðnast það sem lengst og bezt. Þá kem eg að kveðjumálunum, er eg mintist á í upphafi þessara lína. I sumar brugðu búi hér og seldu eignarjörð sína nærri Leslie, ein af samferðamönnum vorum og nágrönnum, þau Stefán og Gyðríður Anderson. Þau voru í hópi þeirra er námu land hér 1908. Síðan hafa þau búið ágætu búi hér í bygð. Nú hafa þau keypt sér heim- ili á Gimli, Manitoba og flutt þangað. Það má búast við því fyrir hverjum þeim, er með fullri al- vöru berst lífsbaráttunni, að hann mæti bæði blíðu og stríðu. Svo má.það vera í ýmsum atrið- um fyrir þessum vinum vorum; en þó mun vera óhætt að full- yrða, að það góða er þeim hefir fallið í skaut, sé í miklum meiri hluta. Þau nutu þess að eiga heima svo langan tíma á þessu fagra svæði og hafa séð bygðina skifta fögrum og mikilfengleg- um árstíðabúningum. Þau eign- uðust fjölda vina á meðan þau dvöldu hér og uppskáru þannig það sem þau sáðu til. Á heimili þeirra var æfinlega gott að koma, því gestrisni sat þar altaf í fyrir- rúmi. Minningarveizlur voru margar haldnar þar, í þeirra tíð, Á mynd þessari getur að líta árásar-hermenn, sem æfðir eru í herstöðvum Breta við Miðiarðarhaf, og eru að fara um borð í herflutningaskip.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.