Lögberg - 11.11.1943, Blaðsíða 6

Lögberg - 11.11.1943, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN II. NÓVEMBER 1943. IVA Efiir Gösla af Geipersiam. í hesthúsinu heyrðist hestur hneggja hátt og skerandi. Aftur heyrðist það, og þá enn hærra og átakanlegra. Iva varð skelkaður við að heyra þetta skerandi hljóð. Hugurinn hvarflaði til baka. hann sá í huga sínum túnið, snævi þakið, daginn sem faðir hans var jarðaður. Það var á köldum vetrardegi í dálitlu fjúki. Þegar mennirnir sem báru líkkistuna komu þar að, sem hestur stóð fyrir viðaræki, tók hann svo skjótt viðbragð, og sneri höfðinu svo hastarlega, að það lenti á enda á tré sem stóð fram úr ækinu, og klauf hausinn á honum, hesturinn rak upp átakanlegt neyðar hnegg, og hvít gufa streymdi út úr munrú hans. Hesturinn í hesthúsinu hneggjaði aftur og kaldur hrollur fór í gegnum allar taugar Iva. Hann flýtti sér heim. Hann rakst á stólpa sem var við eitt geymsluhúsið, þar sem skinin bjarn- dýrs hauskúpa var hengd upp, og eins og ýlgdi sig mót honum í dimmunni, auk þess hékk þar fjöldi, elks og hreindýra horna. Hann tók ofan gamlan og ryðgaðan riffil sem hékk þar; svo hélt hann til hesthússins. Þar var dimt svo hann varð að kveikja á hvítfuru blysi. * Hann lagði hlaupið á riflinum á makka grað- hestsins og skaut hann þannig aftan frá í gegn- um höfuðið. Skothvellurinn bergmálaði og dundi eins og þrumu gnýr, milli veggjanna í hesthúsinu. Grað- hesturinn féll á knéin. Hinir hestarnir urðu ærðir af hræðslu, toguðu í böndin, sem þeir voru bundnir með, og spörkuðu í flórstokkana. Vitlausi Andrés hvæsti hátt, eins og stór köttur, og hnipraði sig svo ofan í strábynginn, sem hann lá í, og hélt hinum þunnu og mögru hör.dum sínum yfir höfði sér. Graðhesturinn féll með þungum dynk á hliðina, og rétti út fæturna, púðurreykur fylti hesthúsið. Iva hlóð riffilinn aftur, og gekk þar sem graðhesturinn lá dauður. “Hvern djöfulinn ertu að gera?” Það var Jói bróðir hans, sem kom aftan að honum, og greip með heljartaki um báða hand- leggi hans. Jói var stór vextí, þungur og fremur slenni- legur, með lítið höfuð. Hann var svo ljós í and- liti, að hann virtist sem litlaus. Augun vatns- blá, og hárið hvítt. Hendurnar stórar og klunrta- legar, þó var hann hagur og smiður góður, og tréskurðar maður. Hann þótti afbragðs hnífa- smiður og voru þeir mjög eftirsóttir um allan dalinn. Hann var næstur Iva að aldri, og sem slíkur næsti erfingi ef Pva félli frá. Hann var hæglátur og fámálugur, sagði fátt eða ekkert, svo sumir héldu að hann væri bjáni. “Farðu!” s'agði Iva. En Jói stóð kyr, horfði ýmisfr á bróður sinn, dauða graðhestinn eða vitlausa Andrés, sem var skrækjandi í hevbyngnum í básnum sínum. Hann kipraði ofurlítið saman munninn, og augun urðu harðari og fjörlegri. “Mér hefði aldrei getað til hugar komið að þú mundir gera slíkt”.- Svo bætti hann við, “veistu ekki að þú ert að leika þér að hætt- unni?” Iva svaraði engu, en gekk út þegjandi. Stundu síðar sá hann einn af vinnumönnunum og Jóa vera að birkja graðhestinn. Hann fór inn í húsið og lagðist fyrir. Stundu síðar kom Jói inn og lagðist niður hjá honum. Þeir láu þar, bræðurnir, án þess að segja orð, hvor u'm sig var að reyna að láta hinn hugsa, að hann væri sofandi. Iva vaknaði upp af þessum hugleiðingum við það að hópur 'af rjúpum flaug yfir götuna með miklum vængjaþyt. Framundan var stórt vatn, fullt af ísjökum, sem voru að leysast í sundur. Kolmórauður foss braust fram með mikl um' gný, milli hárra kletta og snjóskafla. og féll í vatnið. Lítill gráleitur kofi, með sliguðu torfþaki, og hrörlegt bátskýli, stóð við vatnið. Alt í kring var þéttur skógur, votur og beygður undan vorslyddu snjónum. Þar sem farnir voru að koma ofurlitlir auðir blettir í kringum tréin, var frosið gras og tytteberja runnar. Á bak við Svarthamarinn, þakin ís og snjó. Hlíðarnar upp að hamrinum, voru gráar og rauðar, eftir snjó- skriður. Hungrað Bjarndýr hafði nýlega gengið yfir götuslóðann. Hesturinn varð þess var og reisti eyrun og frísaði. Það var auðséð að dýrið hafði nýlega gengið þar um, því það var mórautt skolavatn enn í sporum þess. Niður með vatninu, við ármynnið, var áin grynnri og breiðari. Rann þar út á hörðujn sand- eyrum. Þar rak Iva hestinn yfir ána. Sjálfur fór hann ofar yfir ána, hljóp af steini á stein, þar sem gamla viðurbrúin hafði verið. Áin hafði líklega sópað henni burt í haustrigning- um, einhverntíma. Þegar hann kom að kofanum, tók hann trúss- in af hestinum, og fór að bera þau inn í kofann. Hesturinn stóð og beið þess að honum yrði gefin heytugga. , “Farðu! Farðu í burtu”, sagði Iva. Hesturinn fór fáein skref og stansaði. Alt í einu reisti hann höfuðið og hneggjaði. Kuldahrollur fór um Iva, þó hann vissi, að það sem að var, var að hest- urinn var svangur og vantaði fóður Hann hafði ekkert hey, svo hann fór inn í kofann, og fann þar nokkrar glóðarbakaðar flatkökur, tók þær og malaði niður, og gaf hest- inum. Þegar hesturinn var búinn að eta flat- brauðið, sleikti hann fingurna á Iva og labbaði út í skóginn, þar sem hann fór að tína í sig sinu og naga börk af trjánum. Hesturinn var lubba- legur, með langt fax, kominn af hörðu hesta- kyni, og mjög nægjusamur. Iva sat inn í kofanum, og starði í gegnum grænleitu gluggaráðuna. Bjálka veggirnir voru gráir af myglu, og myglulyktina lagði upp frá moldargólfinu, og fúnu hálmstráin í bólinu, sem þar var. Hlóðin voru full af sótugum snjó, sem var að byrja að bráðna, og renna niðúr á gólfið. Afskaplegt þrevjuleysi greip hann, sem næst- um varð að óþolandi hugarkvöl, er hann gerði :ér það ljóst, að hér yrði hann að vera, og nú væri ferðinni lokið. Virkileikinn, nakinn og meðaumkunarlaus stóð fyrir augum hans. Með- an hann var á fe'. ðinni, næstum nótt og dag, og hesturinn með honum. gat hann haldið þessu þreyjuleisi og hugarkvöl að mestu burt frá sér Nú ásótti það hann aftur, dansaði fyrir augum hans, sem miskunarlaus veruleiki. Um túnið og kringum húsið úði og grúði af fólki; þögulu, og næstum sem feimnu. Engin leit við Iva, enginn kom til að heilsa honum, með hlýju handtaki, eins og venja var er menn mættust. En kyrðin varaði ekki lengi, því eftir því sem flaskan gekk oftar milli manna, urðu menn skrafhreifnari og háværari. Nú stóð ekki á mönnum, hvert boðið fylgdi öðru. í næstu þrjá daga var alt sem safnast hafði saman af öllu tagi á þessu gamla höfuðbóli, svo hundruðum ára skifti, og margt sem fjöl- skyldan hafði varðveitt sem helga dóma, var nú borið fram, og sett upp sem hagkvæmast fyrir alla að sjá. Útskorinn skápur, kistur, bekkir og stólar. Skrautlegt drykkjarker úr silfri, með loki á, og pening innlögðum í toppinn á lokinu, og fjölskyldu nafnið, grafið með miklu útflúri á peninginn. Spænir, og gull og silfur spennur. Kistur voru opnaðar, og gráðugar hendur voru á lofti til að ná haldi á þeim munum sem þar voru geymdir. Gamlar yfirhafnir með storum silfurhnöppum. Fáséður fatnaður, skreyttur margvíslegum silki útsaum. Dúkar og gamalt lín. Gamalt rúm, með rúmhvelfingu yfir, á sverum rendum stuðlum, og bæn um Guðs blessun til handa hjónunum sem svæfu í rúm- inu, í stóru upphleyptu skrautletri, sem vár grafið á viðarverkið sem bar rúm hvelfinguna. Gamlar gulleitar bækur í slitnu leðurbandi með þykkum spjöldum og spennum; í þessar bækur voru skrifuð öll nöfn fjölskyldunnar, dagsetn- ing og ártöl, með skýru letri. Hver ginasti hlut- ur var partur af erfðafé þessarar ríku og vold- . ugu ættar, sem hafði búið svo lengi á Storgaard- en óðalinu. Kýrnar voru leiddar af básunum og út úr fjósinu, og farið burt með þær, eina og eina, þær voru stirðar til gangs eftir innistöðuna allan veturinn. Þær tregðuðust við og vildu hvergi fara, þær vildu ekki fara úr hlýju fjós- inu. Þegar farið var að bjóða upp hrossin, kom kapp í menn. Allir sem gátu, vildu eignast hross af Storegaarden kyninu. Það varð mikið upp- þot út af graðhestinum. Sýslumaðurinn gekk á Iva um, hvað orðið hefði af hestinum. Iva hafði verið Síúinn að fá sér dálitla hressingu, fór upp á svalirnar, tók upp hána, sem lá þar, og henti henni til sýslumannsins. “Skrokkurinn er þarna yfir í feninu, þér getið tekið hann þar.” Það sló dauðaþögn á alla, sýslumaðurinn varð rauðuf í andliti. “Hvernig vildi þetta til?” “Hvernig,” endurtók Ivan og hló. “Hvers- vegna; hann bara lyfti upp taglinu og skaut sig sjálfur.” Að þessu varð hlátur meðal fólksins, en sýslu- maðurinn sneri sér frá Iva, með fyrirlitningu, og kallaði eftir næsta númeri. Seinna um kvöldið, þegar uppboðinu var hætt þann daginn, fói unga fólkið, sem var þar saman komið frá ýmsum stöðum, að dansa í stóra húsinu. Tveir drukknir náungar komu með vitlausa Andrés í bandi. Hann spyrntist við og togaði á móti allt sem hann |at í band- ið, og féll aftur á bak, vældi og skrækti með sínu einkennilega kattarvæli. “Hæ, hæ!” kölluðu þeir. “Þú gleymdir vit- firringnum! Hvað, er okkur boðið í hann, hver býður bezt? Hæ, Krispinus, verður hann seldur sem búshlutur, eða hvernig?” Krispinus stóð á svölum stóra húsins og hló hrottalega að þessu. Hann var talsvert drukk- inn. Hann var lítill vexti, skorpinn og hrukk- óttur í andliti, háisstuttur, svo höfuðið sat alveg niður á milli herðanna. Andlitið mynti á fugls- haus, hart og tilfinningalaust, en munnurinn bar vott um þrek og viljafestu. Nefið var fram- standandi, og endaði í mjóum odda. Hann var inneygður, augun skolgrá, og langt á milli þeirra, þau voru á stöðugum flótta, eins og hann væri að skima eftir einhverju. Þegair hann var drukkinn urðu þau skýjuð og dauf, og þá leit hann út eins og lík með opin augun. “Látið mig heyra hvaða boð þið gerið,” sagði hann. “Hundrað dollará,” heyrðist sagt með draf- andi róm. “Hundrað dollara,” endurtók Krispinus. “Heyrðu, rusl er víst dýrt í þínu bygðarlagi. Hundrað dollara. Getur enginn boðið betur.” “Fimtíu,” sagði einhver í hópnum. “Fjörutíu,” sagði sá sem fyrst bauð. “Fjörutíu? er það það bezta? Eg borga í pen- ingum.” Fólkið fór að stinga saman nefjum um, að Krispinus væri orðinn of gráðugur. Óðalið var ekki hans eign ennþá. “Fjörutíu,” sagði Krispinus aftur, og sló með hnefanum í stoðina, sem hann stóð við. “Hver átti boðið?” Lítill maður í dökkum fötum kom fram úr hópnum. ‘“Svo það ert þú Jehans’,' sagði Krispinus, “getur þú bætt nokkru meira við þig, nú er nóg til að kaupa?” “Láttu mig bara fá peninga,” sagði Jehans, og vafði bandinu sem þeir höfðu á vitlausa Anders um hendina á sér. “Eg skal taka það af því sem þú skuldar,” sagði Krispinus cg glotti. Jehans dróg sig til baka. Hann varð þess var að allra augu störðu á sig, og hann revndi að láta það líta út sem gaman. “Nú, hafðu þig hægan,” sagði hann við vit- lausa Andrés, eins og hann væri skepha. “Svona komdu nú,” en hann togaði sem hann gat í bandið, og vildi fá að fara aftur í básinn sinn í fjósinu. Har n rak upp skerandir óttabland- ið org, og að síðustu lagðist hann niður, eins og þrjósk skepna, og fékkst ekki til að hreyfa sig. Iva kom út úr hliðarstofunni, þar sem hann hafði veri§ til að vera ekki fyrir augum fólks- ins, og sá uppþotið. “Hver fjandinn gengur á hér?” sagði hann. Krispinus hló, bæði hálf hræddur og undr- andi. “Eg bara seldi hálfvitann, það er nú alt sem gengur á,” sagði hann eins og í mildari mál- róm. Iva sló hann þvers yfir andlitið. Krispinus skrækti, og greip höndunum um höfuðið. Iva tók hann heljar steinbítstaki og henti honum út. Alt féll í dúnalogn. Vitlausi Andrés, sem gleymst hafði við þessi umskifti, skreið nú aftur inn í básinn sinn í fjósinu, eins og hundur, og hnipraði sig niður í strábynginn. Hljómur af fiðluspili og dansi heyrðist frá stóra húsinu. Iva fór inn, horfði á fólkið blóð- storknum aughm. “Hvern djöfulinn eruð þið öll að gera hér?” hrópaði hann til mannfjöldans. Enginn ansaði, en fólkið byrjaði strax, eins og á dularfullan hátt, að fara og dreifast út á milli bygginganna Hann sneri sér frá því, og gekk inn. Hann ruddist í gegnum mannfjöldann, og þangað sem fiðluspilarinn var, og þreif af honum hljóðfær- ið, og dansinn hætti undir eins. “Þér hefir ekki verið boðið hingað til að dansa,” hrópaði hann. og fleygðí fiðlunni á gólfið. “Flýttu þér út, áður en eg fleygi þér út.” Hann fór inn í hliðarherbergi og skelti hurð- inni í lás á eftir sér. Það var eins og dauða- kyrðin sem þar var ætlaði að buga hann, svo hann hraðaði sér mn í svefnherbergið, og í rúm- ið. En það var ekkert rúm þar. Alt hafði verið tekið burt úr herberginu. Aðeins eitthvað af fötum, sem Jói bróðir hans átti, sem héngu þar á snaga. Hann tók þau og lagði þau undir sig á gólfið. Vínið sem hann hafði drukkið sótti til heilans, og hélt fyrir honum vöku. Daginn eftir vai óðalið 5elt. Það var aðeins einn sem bauð í það, og það var Krispinus. Sýslumaðurinn beið lengi áður en hann sló úrslita hamarshöggið. Hann endurtók boðið hvað eftir annað og beið eftir hærra boði, en enginn beið hærra. Það var dauða þögn yfir öllum mannfjöldanum. Að síðustu reið höggið af, og "bðalið var nú eign Krispinusar. Iva sá aðeins eitt andlit, það var andlit Guttorms föðurbróðir hans. Hann biíndi á hann Höggið va/ riðið af, en óðalið var þar eins og áður — akurinn, engið, skógUrinn, v^tnið og fjöllin, aðeins nú var það ekki lengur hans. Fólkið fór nú að smátínast í burtu, allir með eitthvað með sér, sem þeir höfðu keypt á upp- boðinu. Uppboðir.u var lokið. eftir. Hann vissi ekki hver hafði keypt hann. og honum var sama um það. Hann fór því næst inn í geymslu skemmuna, tók þar, af því sem eftir var, það sem hann þurfti mest á að halda. Hann batt stóra bagga af mat og fatnaði. Byssurnar hans, sem Krispinus hafði keypt, voru inn í stofunni, þar sem ‘sýslumaðurinn var að skrifa í uppboðsbókina. Iva fór inn. Hann tók bestu byssuna, þunga bjarndýra- byssu, mjög silfurbúna. Krispinus kom inn og settist hjá sýslumanninum, og lést ekki sjá Iva. Sýslumaðurinn leit upp frá verki sínu og ræskti sig valdsmannslega. “Viljið þér gera svo vel og skrifa undir?” og ýtti skjalinu fram á borðið. Iva sneri sér að honum, með byssuna í hend- inni. Hann hafði verið að leita að einhverju í skápum, sem voru í stofunni. Sýslumaðurinn horfði hálf skelkaður á hann. Krispinus lét aftur augun, þegar hann sá að Iva hélt á byss- unni í hendinni. “Því skrifið þér ekki nafnið mitt undir líka?” sagði Iva með kuldaglotti, og fór út. Hann lét klyfjarnar á hestinn, og teymdi hann ofan eftir götunni í gegnum birki skóginn, það voru sprungnir út stór'r og þungir brum knappar á trjánum. Þegar hann fór í gegnum hliðið, sem var á akveginum heim að staðnum, tók hann eftir því að hella var dottin úr flagsteins grunnin- um, skrattinn eigi það, hann bafði altaf ætlað sér að gera við það, jæja, hver sem vill getur gert við það, það kom honum ekki framar neitt við. Það var sem honum svelgdist á, og eitthvað stæði í hálsinum á honum sem meiddi hann. Eitthvað biturt og óþægilegt. Það jafnvel skap- raunaði honum, að steininn skyldi vanta, ein- mitt þarna, einmitt þar sem allir gátu séð. Hann talaði til hestsins og rak hann út á löngu viðarbrúna, sem lá yfir ána. Hinu megin arinnar lá brött selgatan upp hæðirnar, á milli kyrkingslegra skógarbelta, og engjabletta. Iva reis úr rekkju og opnaði kofahurðina. Veður var bjart, svo sólargeislarnir streymdu inn. Hann mokaði snjónum úr hlóðunum, fór svo út til að tína saman sprek fyrir uppkveikju, en fann ekkert nema blauta kubba sem lengi höfðu legið þar. Hann fann fyrir utan kofann ryðgaða exi, sem hann tók, og klifraði upp í tré til að höggva af þurar greinar. Þegar hann var búinn að fá fang af sprekum, bar hann það inn, kveikti upp eld í hlóðunum, og sópaði gömlu rusli burt frá arininum. Hann fleygði út myglaða stráinu sem var í rúmfletinu. Undir stráinu fann hann leyfar af ullar brekánum. hvítum af myglu og fúa. Borðin í fletinu voru svört af sagga. Hann fór aftur út í skóginn og hjó af bestu greinarnar sem hann fann. Lyng hefði verið betra til að liggja á, en það var ekki bægt að ná því á þeim tíma árs. Því næst leysti hann upp bagga sína, og lagði hreindýrs hvílu- poka sinn, ofan á greni greinarnar i fletinu, og tók upp það sem hann hafði af matarforða, og kom því fyrir. I einni skinnskjóðu, sem fatnaði var troðið í, sá hann, er hann tók fötin upp úr skjóðunni, eitthvað sém skein á. Hann tók það upp. Það var gamalt silfurdrykkjarker. Stéttin var sem fálkakló, sem héjt utanum tvo stóra silfur- bolta. I lokinu var, innsettur silfurpeningur, og í kringum peninginn var grafin skrautleg áletrun, sem var máð, og lítt læsileg, en sem var: Barbro Guttormsdóttir Brenna og Iva Hanson Store- gaarden. Það voru nöfn föður föðurforeldra hans. Jörðin Brenna hafði fyrst komist undir Storgaarden, með giftingu ömmu hdns, sem var hennar erfðafé. Guttormur föðurbróðir hans hafði fengið Brennu í erfðafé, en fað,ir Iva, sem var eldri, fékk Storegaarden. Iva horfði lengi á þennan gamla bikar, sem hann hélt á í hendi sér. Það hlaut að hafa verið Jói bróðir hans, sem lét hann ofan í skjóðuna. Það getur verið að hann hafi keypt hann á uppboðinu. Iva setti hann upp á hillu á veggnum þar sem mest bar á honum. Þessi bikar hafði staðið, ásamt mörgum öðr- um dýrindismunum á gamla útskorna horn- skápnum í stóru stofunni heima, frá því hann fyrst mundi til. Á þennan skáp voru skornar margslags myndir, og þar á meðal af vitringun- um þremur, ríðandi klofvega á viltum ótemj- um. Þessi dýrmæti bikar var akÞei notaður, nema við hátíðlegustu tækifæri. Það var þó bót í máli að Krispinus gat ekki náð honum í sínar saurugu hendur. Allir vissu hvað Krispinus hafði gert, hvers- lags maður hann var. Það var alveg sama, hann virtist hafa alla á sínu valdi. Fólkið sagði, að hann væri jafnvel morðingi. Enginn gat sann- að það; það voru engir sjónarvottgr; en allir þóttust vissir um það. Það var þegar Krispinus fór með Englend- ingum vestur yfir fjöllin, en kom einn til baka. Hann sagði að þeir hefðu lent í snjóbyl, og orðið aðskila. En það sannaðist að það var enginn bylur á fjallinu þann dag. Veiðimenn og aðrir sem voru uppi á fjallinu þann dag, sóru að það hefði enginn bylur verið þar. En Krispinus staðhæfði að þoka og skafbylur hefði verið svo svört, að hann hefði ekki séð niður á hendurnar á sér. Hundrað manns fóru upp a fjallið að leita að Englendingunum. Krispinus fór líka, en hanr þóttist alls ekki geta vitað hvaða"íeið hann hefði farið. Það voru haldnar fáeinar yfirheyrslur í þessu máli, en ekkert kom í ljós, og svo var það látið niður falla- Sýslumaðurinn — ójá, það var ekki svo auð- velt að vera sýslumaður heldur, sagði fólkið. Krispinus vissi eitthvað um sýslumanninn, það var svo sem víst. Enda lét Krispinus slíkt i veðri vaka, þegar hann var drukkinn.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.