Lögberg - 06.01.1944, Blaðsíða 1

Lögberg - 06.01.1944, Blaðsíða 1
PKCNES 86 311 Seven Lines vvVVe' loí CoT ^erer'Satvd i Mle^e^ & For Beiier Dry Cleaning and Laundry 57 ÁRGANGUR LÖGBERG. FIMTUDAGINN 6. JANÚAR 1944 NÚMER 1 Lögberg óskar íslenzka mannfélaginu austan hafs og vestan gleðilegs árs Rússnesku hersveitirnar ryðjast áfram vestur á boginn með leifturhraða; eru komnar inn yfir landamœri Póllands Með svo miklum eldmóði sækja hersveitir Rússa fram i sókninni véstur á bóginn, að þar verður alt undan að láta; á mánudaginn tóku þær Olevsk, sem liggur á landamærum Pól- lands og Rússlands, auk þess sem þær náðu haldi á Novograd— Volynski, s^n hefir af^r mikilvæga hernaðarlega þýðingu, vegna járnbruatakerfis, sem um bæinn liggur; í þessari síðustu viðureign losuðu Rússar 170 borgir og bæi úr ránsklóm Þjóð- verja, og stöktu fylkingum þeirra hvarvetna á flótta: svo roikið æði greip Nasista á þessu hernaðarsvæði, að þeir stukku upp frá rjúkandi réttum, og skildu við ógrynni hergagna; nú eru Rauðu hersveitirnar komnar inn yfir landamæri Póllands, og iitlar líkur á að Þjóðverjar fái hnekt framgangi þeirra; þá eru og hinir rússnesku herskarar ekki nema steinsnar frá landa- mærum Rúmeníu. Síðan Rússar háðu sína sögufrægu vörn um Stalingrad, hafa þeir rutt sér braut vestur á bóginn um 700 mílur. og frá hinum nýju stöðvum þeirra í Póllandi, eru um 600 mílur til Berlínar. • Hálf Berlin í rústum Um síðustu helgi steyptu flugsveitir sameinuöu þjóðanna slíku sprengjuregni yfir Berlín, að ^taðhæft er að helmingur borgarinnar sé í rústum. Hin glæsilega stjórnarhöll Hitlers þar í borginni, var moluð til agna, og það talið víst, að margt hátt- settra manna hafi látið þar líf sitt; það fylgir sögu, að Hitler 'iafi verið fjarverandi frá stjórnarbústað sínum, er þessi risa- fengna árás var gerð. Æðstu foringjar brezka loftflotans tjást sannfærðir um, að með marz-byrjun verði Berlín algerlega úr sögunni, verði árás- irnar hlutfallslega jafn margar fram til þess tíma við það, sem þær hafa verið upp á síðkastið. FRÖMUÐUR í PRENTIÐN BORGARINNAR NÝLÁTINN. Síðastliðinn sunnudag lezt á Almenna sjúkrahúsinu her í borginni, Mr. O. H. Pollard, 76 ára að aldri; hann var fæddur að Bayfield í Ontario árið 1876, en iluttist til Winnipeg 1892 og átti mestan hluta ævi sinnar eftir það aðsetur hér í borginni; var hann einn af stofnendum prentsmiðju- fyrirtækisins, Saults and Pollard, sem bækistöð hefir í Free Press byggingunni, Mr. Pollard var félagslyndur maður, sem lét sér mannfélags- mál miklu skipta; hann hafði gefið sig við prentiðn í freklega sextíu og þrjú ár. 9 HLÝTUR TRÚRRA ÞJÓNA VERÐLAUN. Mi'. McDannell, sá, er í síðustu almennum kosningum til sam- bandsþings, bauð sig fram af hálfu Liberal flokksins í Mið- Winnipeg kjördæminu hinu nyrðra, gegn J. S. Woodsworth, en við aukakosninguna í fyrra í því kjördæmi, keppt' við Konnie Johannesson um útnefningu hefir nú verið skipaður héraðsdómari; verður úr þessu nú ekki um það vilst að Mr. McDonnell hafi hlot- ið “trúrra þjóna verðlaun”. Þá hafa og þeir Mr. Buching- ham í Brandon og Mr. Fahrni í Gladstone, einnig verið skipaðir í héraðsdómara embætti. VIRÐULEGT KVEÐJUSAMSÆTI. Á nýársdagskvöld var mann- margt á hinu veglega heimili þeirra Páls Sigurðssonar verk- smiðjueiganda og Sigríðar frúar hans, að 105 Queenston Street hér í borginni; var tilefnið það, að kveðja þau Mr. og Mrs. Sig- urður Torfason frá Gimli, er þá voru í þann veginn að leggja af stað vestur til Vancouver til framtíðardvalar; er skemst frá því að segja, að þarna var setin glæsileg veizla að höfðingja sið, því þau Sigurðsson hjónin eru kunn að risnu, og alúðlegu atlæti við gesti sína; eitthvað um 40 manns tóku þátt í kveðjusam- sæti þessu; veitingar voru hinar ríkmannlegustu, en er borðum var hrundið, skemtu gestir sér við samtal og söng. Frú Sigríður ávarpaði heiðurs- gestina nokkrum velvöldum orð- um, og afhenti þeim verðmætar minjagjaíir; qinnig tók S. B. Stefánsson skólastjóri til máls; heiðursgestir þökkuðu gjafirnar og þann hlýhug, er samsætið bæri vott um, og kváðust hvors- tveggja mundu langminnugir verða. FLOKKSÞING. C.C.F. flokkurinn hefir nýlokið flokksþingi í Regina, sem stóð yfir í fjóra daga; voru þar mætt- ir auk forustumanns flokksins, Mr. Coldwells, helztu forvígis- menn flokks þessa úr hinum ýmsu fylkjum, að viðbættum fjölda annara erindreka; var það meginverkefni þingsins, að vinna að fræðslustarfsemi um landið þvert og endilangt flokknum til eflingar, auk þess sem mikið var um það rætt, að byggja upp félagslegt öryggi innan vébanda þjóðfélagsins að loknu stríði. Flokkurinn telur sér það meðal annars nokkurn veginn víst, að taka við völdum í Saskatchewan að afstöðnum næstu fylkiskosn- ingum, sem víst má telja að fari fram í vor eða á öndverðu kom- andi sumri. HJÚKRUNARKVENNA EKLA. Á öðrum stað héi í blaðinu, birtist auglýsing frá heilbrigðis- málaráðuneyti Manitobafylkis, sem Hon. J. O. McLenaghen veitir forustu, þar sem gerð er grein fyrir því, hve ekla hjúkrun- arkvenna hér í fylkinu sé að fara í vöxt, einkum við geðveikra hælin, og hve brýn nauðsyn sé á, að úr þessu verði hið bráðasta bætt. Þess vegna er nú auglýst eftir 17 ára stúlkum til hjúkrun- arnáms, og frá skilyrðum öllum nákvæmlega skýrt í því sam- bandi. Þess er jafnframt getið, að stúlkum, sem nám hefja í þessu augnamiði, verði greitt kaup á meðan á náminu stendur. GÓÐTEMPLARAHÚSIÐ SKULDLAUST. Þann 27. dse. s. 1., efndu Góð- templara stúkurnar Hekla og Skúld til fjölmeryis og virðulegs mannfagnaðar í samkomuhúsi sínu á Sargent Ave. hér í borg- inni í tilefni af því, að þær höfðu þá að fullu greitt veðskuld Tþiá, sem á húseigninni hvíldi; voru þá veðskuldabréfin borin á bál, öllum viðstöddum til ósegjan- legrar ánægju. Stúkurnar Hekla og Skuld hafa um langt áraskeið unnið hið þarfasta verk innan vébanda íslenzka mannfélagsins bér í borginni, og verðskulda góð- hug af hálfu almennings. Við þetta tækifæri voru að sjálfsögðu fluttar ræður, og margt annað til skemtunar haft. Ávarp barst samkvæminu.frá Dr. Richard Beck, og kvæði frá S. B. Benedictson í Langruth. • MONTGOMERY SÉR FYRIR ENDA STRÍÐSINS. Gen. Sir Bernard Montgomery, sem haft hefir með höndum for- ustu 8. hersins í Afríku og á ítalíu, hefir nú látið af þeim starfa, og er kominn til London; mun það nú fullráðið, að hann taki að sér yfirstjórn innrásar- hers sameinuðu þjóðanna að vest- anverðu á meginland Norður- álfunnar, þegar þar að kemur, sem óneitanlega getur borið fljótar að, en margan nú grunar. í kveðju sinni til 8. hersins á Italíu, komst Gen. Montgomery þannig að orði: “Þegar þetta stríð braust út, höfðum við ekkert minsta hug- boð um það hversu langvint það yrði. Nú erum við byrjaðir á að sjá fyrir endann á því. Eg full- yrði samt ekki að stríðinu ijúki næstu viku, næsta mánuð, eða jafnvel 1944. En að því ljúki til- tölulega brátt með fullnaðarsigri á vora hlið, þarf ekki lengur að efa.” BÁLSTOFA í FOSSVOGSKIRKJUGARÐI. Stjórn kirkjugarðanna og Bál- farafélag íslands hafa samþykt að byggja skuli bálstofu í Foss- vogskirkj ugarði. Stjórnirnar hafa að undanförnu setið á fundum og rætt þessi mál og náðist fult samkomulag um málið. Munu stjornirnar fara fram a aukið landrými fyrir Fossvogs- kirkjugarð, en á þessu landi ætti bálstofan að standa, auk þess grafreitur fyrir duftkerin. Sóknarnefndir Þjóðkirkjunnar og safnaðarstjórn fríkirkjunnar munu koma saman á fund í vik- unni og munu fundinn sitja allir prestar hinna ýmsu safnaða, auk biskups landsins. Á þessum fundi mun samþykt Kirkjugarðs- og Bálfarastjórna verða rætt. Mbl. 14. nóv. • NÚPSVÖTNIN EINN HAFSJÓR Síminn slitinn. Núpsvötnin eru enn í vexti. Eru þau nú einn samfeldur haf- sjoí að sjá frá TTupstað. Á miðvikudagsmorgun tók hlaupið nokkra símastaura og er nú sambandslaust austur yfir Skeiðarársand. Súla var orðin svo vatnsmikil, að hiuti af henni hljóp fram milli jökulöldunnar og jökulsins og fór hún þar með nokkra símastaura. Hlaup þetta hefir ekki enn náð hámarki. Mbl. 10. nóv. Mynd þessi er af verzlunar- og hafnarborginni Hamborg á Þýzkalandi, eftir ægilega loftárás af hálfu sameinuðu þjóð- anna, þann 26. júlí síðastliðinn; voru ýmsir hlutar borgar- innar þá í þann veginn að verða að ösku og eimyrju. Margar Bandaríkja sprengjuflugvélar tóku þátt í þessar eftirminni- legu árás. MAÐURFRÁ SÚÐAVÍK DRUKNAR. Það slys var nýlega, er velbát- urinn Valur var að veiðum fyrir Vestfjörðum, að einn bátverja, Haraldur Kristjánsson frá Súðá- vík, féll útbyrðis og drukknaði. Þegar slysið vildi til, var verið að draga línuna, en Haraldur heit inn ætlaði að ná sjó í fötu og féll við það útbyrðis. Hvarf hann þegar, og skaut ekki upp aftur. Hann var ósyntur. Var hans leit- að í rúma klukkustund. Haraldur heitinn var maður kvæntur og átti sjö börn, það elsta 15 ára. Auk þess átti hann fyrir aldraðri móður að sjá. Mbl. 10. nóv. ÞJÓÐVERJAR SENDA AUKINN HERAFLA TIL BÚLGARÍU. Vegna þess hve Þjóðverjum þykir tyisýnt um stjórnarfarið í Búlgaríu, hafa þeir nú nýverið sent aukinn herafla inn í landið; höfuðborg Búlgaríu, Sofia, hefir % sætt nokkrum sprengjuárásum upp á síðkastið, og hefir það sleg- ið óhug miklum á þjóðina, auk þess sem búlgörskum stjórnar- völdum er ekki farið að lítast á blikuna vegna hinna stöðugu sigurvinninga Rússa vestur á I bóginn; þykir nú einsætt, að ■ Búlgarar myndu guðsfegnir að semja sérstakan frið við sam- einuðu þjóðirnar ef þess væri nokkur kostur; en slíkt vill Hitler fyrirbyggja í lengstu lög. Til þín, Mekka Til þín, Mekka, hjartans hugur hugann leiðir brautir ríms. Til þín, Mekka, dátt mig dreymir. draum hins hrjáða pílagríms. Ópalsliti undra þinna augun sjá um dimma nátt. Heyri eg þjóta þúsund vængi þungum niði um loftið blátt. Til þín, Mekka, liggur leiðin ljós, sem draumkend mánasýn. Hinar fjórar höfuðáttir horfa allar jafnt til þín. v Pílagrímar frjálsir fara ferða sinna í helgri ró. Fara þeir um fjöll og dali, fara þeir um land og sjó. Til þín, Mekka, allir aðrir eitt sinn munu seinna ná, einn eg verð á eyðimörku eftir kyr og horfi á, þegar aðrir tjöld sín taka tafarlaust við fyrsta skin, á úlfaldana klyfjum kasta, kveðja hina grænu vin. Hyllir yfir heitan sandinn hvolfþök þín og súlnagöng, þína háu hallar turna, — heyri eg þinna klukkna söng. Fyrir mínum sjónum svífa sýnir, líkt og gullin ský. — — Ó, mætti eg gleyma mér og týnast musteranna hljóðleik í! — Hef eg mína harmastafi. Heyr ó, Allah, mína bæn: Hví eru sumir hita brendir? Hví eru sumra engi græn, hvar þeir svölu silfurlækir syngja pálmans rætur við, þar sem sumir aðrir eiga engin beitilönd né frið? Hver er eg — sem hrópa í fjarlægð, að heimti eg af þér reikningsskil, þó að hljóði í hjarta mínu harma minna strengjaspil! Allah, þú ert einn, og skapar örlög mönnum, góð og hörð! Allah, þú ert enn og ræður yfir hinni frjóvgu jörð! Til þín, Mekka, talið hef eg tár mín öll og frið mér keypt. Þú ert reifuð rósaflúri, roðasteinum fögrum greypt. Einn eg bið og þrái — og þakka, að þess mér ekki varnað sé. Til þín, Mekka, í austuráttu augum sný og fell á kné. Guðmundur Böðvarsson. Eimreiðin. SÍSÍÍ$Í$ÍÍÍSÍSÍÍÍÍ$ÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍ3ÍÍÍÍÍÍÍÍSÍÍÍÍÍÍÍÍÍSÍÍÍÍÍ53$$$$SÍSÍÍSÍÍ^

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.