Lögberg - 20.01.1944, Page 1

Lögberg - 20.01.1944, Page 1
PHONES 86 311 Seven Lines :uvú^« 1 '•rt.O^' ^ For Belter Cot- v' Dry Cleaning and Laundry 57 ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. JANÚAR 1944. NÚMER 3 Ægilegur landskjálfti veldur feiknum miklum í Argentínu Síðastliðinn laugardag mátti svo heita, að landskjálfti jafn- aði við jörðu borgina San Juan í Argentínu, sem liggur hátt uppi í Andesfjöllunum; eitthvað um 90 af hundraði húsa í borg- þessari hrundu til grunna; að minsta kosti 10.000 manns létu lífið, hátt á 5. þúsund sættu meiri eða minni örkumlun, en um 20.000 eru sagðir týndir. Og þótt Argentína hafi að vísu eigi farið varhluta af landskj álftum áður, mun þetta þó vera lang- alvarlegasta tilfellið slíkrar teg- BLAÐAÚTGEF ANDI HEIÐRAÐUR MEÐ FJÖLMENNU SAMSÆTI Síðastliðið mánudagskvöld var haldið fjölmennt og virðulegt samsæti á St. Regis hótelinu hér í borginni fyrir Mr. P. M. Dahl, útgefanda tveggja norrænna blaða, Norröna og Svenska Cana da Tidningen. Til mannfagnaðar þessa var stofnað fyrir atbeina The Viking Club og stýrði því Mr. J. T. Jónasson, forseti þess félagsskapar, og fórst honum veizliístjórn hið prýðilegasta úr hendi. Samsætið var haldið í til- efni af 75 ára afmæli Mr. Dahl. Hann hefir verið eljumaður mik- ill um dagana, og siglt sinn sjó eins og víkingur, þótt vitan- legt sé að á jafn langri lífsleið gefi endrum og eins á bátinn. Fyrir minni afmælisbarnsins mælti W. J. Lindal héraðsrettar- dómari; var ræða hans alllöng, en flutt af mikilli ' mælsku. Ræðismaður Svía, Mr. H. P. A. Hermanson, mælti fyrir minni frú Dahl, og afhenti henni í lok máls síns forkunnarfagran blómvönd. Stutt ávörp fluttu heiðursgest- inum, Mr. Carl T. Kummer, ræðismaður Norðmanna, Mr. John A. Gustafson, Mr. Grettir L. Johannson, ræðismaður Dan- merkur og íslands, Einar P. Jónsson og Mr. H. A. Brodahl. Mikið var um söng í samkvæmi þessu, er þótti hin bezta skemt- un; einkum nutu veizlugestir mikillar ánægju af einsöngvum Mr. Pétur G. Magnús með að- stoð Gunnars Erlendssonar. í samkvæmislok flutti Mr. Lahl langt mál, um leið og hann þakkaði veizlugestum og Viking Club þann heiður, er sér og frú sinni hefði verið sýndur með ]afn fjölmennum mannfagnaði °g hér var raun á. • FRA RÚSSLANDI Samkvæmt nýjustu fregnum hafa Rússar sniðið í sundur járn- brautina milli Leningrad og Odessa, og gert Þjóðverjum með því afar örðugt fyrir um flutn- mga á þessum vettvangi stríðs- sóknarinnar, auk þess sem þeir hafa veitt Nazistum einn áverk- ann öðrum meiri í Úkraníu. VILL LÁTA HENGJA FORKÓLFA NAZISTA. James W. Gerard, fyrrum sendiherra Bandaríkjastjórnar á Lýzkalandi, gerir það að uppá- stungu sinni í nýlegri blaða- grein, að forkólfar hinna þýzku Nazista, sem í langflestum til- fellum séu prússneskir yfirgangs seggir, verði hengdir á hæzta undar í sögu þjóðarinnar; öll símasambönd við San Juan slitn uðu svo að segja í einu vitfangi, en vatnsveitu- og ljósakerfi borg arinnar ónýttist jafnframt með öllu. Stjórn Argentínu sendi þegar fjölda lækna og hjúkrunar- kvenna til hinna áminstu borg- arrústa, auk allmikils herstyrks til þess að reyna að halda uppi reglu. Þessu jafnframt hefir stjórn landsins efnt til almennra fjársamskota til þess að bæta úr brýnustu þörfinni. gálga að stríðinu loknu; að taka þá í sátt komi ekki til nokkurra mála, því slíkir kumpánar rjúfi alla eiða og gangi jafnan á bak orða sinna. FULLVELDISAFMÆLISINS MINNST MEÐ ÚTVARPS- RÆÐU OG SÖNG I NEW YORK Tuttugu og fimm ára afmælis fullveldis íslands var minnst 30. nóv. með sérstöku útvarpi frá stöðinni WNYC (The Municipal Radio Station) í New York. Flutti frú Kristín Thoroddsen, fréttaritari “Morgunblaðsins” i Reykjavík, ítarlega ræðu um Is- land, en Guðmundur Kristjáns- son ópersusöngvari, er átti hlut að útvarpi þessu, söng eftirfar- andi íslenzk lög: “Draumaland- ið” eftir Sigfús Einarsson, “Svan urinn minn syngur”, “Heimir” og “Þú eina hjartans yndið mitt” eftir Kaldalóns, “Máninn líður” eftir Jón Leifs, “Kvöldsöngur” eftir Hallgrím Helgason og að lokum “Ó, Guð vors lands” eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Þótti útvarp þetta vel takast og hafa verið þátttakendum og íslandi til sæmdar. SILFURBRÚÐKAUP. Þann 18. desember síðastlið- inn, áttu þau Mr. og Mrs. Kam- bius Finnsson, Ste. D. Bess- borugh Apts., hér í borginni aldarfjórðungs hjúskaparafmæli; var þeim í tilefni af þessum merka áfanga í lífi þeirra, haldið virðulegt samsæti á heimili Mr. og Mrs. W. S. Jónasson, 169 Hazeldell Avenue í East Kildon- an, er um 40 manns tóku þátt í. Var þeim Finnsson-hjónum af- hentur vandaður silfurborðbún- aður til minja um atburðinn. Veitingar voru hinar ríkmann- legustu, auk þess sem veizlugest- ir skemtu sér hið bezta við sam- ræður og söng. Utanbæjargestir voru Mr. og Mrs. Edgar Kaiden frá Penn, N. Dak., Mrs. J. Thorsteinsson frá Tantallon, Sask., og Mrs. Jónína Johnson frá Church- bridge, Sask. CHURCHILL KOMINN HEIM. Samkvæmt fregnum frá London á mánudaginn, er Churc hill forsætisráðherra kominn heim úr austurvegi, og búinn að ná sér að fullu eftir langa legu í lungnabólgu; vakti heimkoma hans óhemju fögnuð með brezku þjóðinni; var það hið fyrsta verk forsætisráðherrans eftir heim- komuna, að hann mvndi í þing- inu gera yfirlýsingu við fyrstu hentugleika viðvíkjandi stríðs- sókn sameinuðu þjóðanna á Italíu, og lýsa stríðsviðhorfinu yfirleitt. FRÁ SENDIRÁÐI ÍSLANDS í WASHINGTON. Hr. Éinar P. Jónsson, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man., Canada. Sendiráðinu hefur borist svo- hljóðandi tilkynning frá utan- ríkisráðuneytinu í Reykjavík: “Reglulegt Alþingi samankom 10. jan. ríkisstjórnin hefir fram- lagt frumvarp lýðveldisstjórnar- skrár og þingsályktunartillögu brottfall sambandslaga en trygg ir döpskum ríkisborgurum fyrst um sinn jafnrétti.” Þetta tilkynnist yður hér með. Virðingarfyllst, Thor Thors. I herþjónustu Samkvæmt tilkynningu hern- aðarvaldanna, innritaðist Miss Marie Gladys Oddson í cana- diska kvenherinn þann 31. des. síðastliðinn. Miss Oddson er dóttir þeirra Mr. og Mrs. Torfi Oddson, 801 Ellice Avenue hér í borginni, en fædd í Ottawa; áður en hún gekk í herinn, var hún í þjónustu fylkisstjórans í Mani- toba. Daniel S. Thordarson frá Hove, Man., innritaðist í herinn í febr,- mánuði 1940, og fór austur um haf í ágúst-mánuði það sama ár. Hann er 39 ára að aldri. Kona Daniels heitir Fjóla, og er heimili þeirra að 388 Ottawa Ave. NÝÁRSKVEÐJUR TIL VESTUR-ISLENDINGA. í bréfi, sem hr. Ásmundi P. Jóhannssyni barst þann 17. þ. m., en auðsjáanlega átti að réttu lagi að vera komið hingað fyrir jólin frá hr. Árna G. Eylands, forseta Þjóðræknisfélagsins á ís- landi, eru hátíðakveðjur, sem nú verða einungis nýárskveðjur, til hinna mörgu vina Árna og frúar hans meðal íslendinga. Samkvæmt tilmælum hr. Ey- lands, birtir Lögberg með mikilli ánægju kveðju þeirra hjóna. Stalingrad Þá bardaginn frægi um Stalingrad stóð, það stendur mér enn fyrir hugskotssjónum, hve Húnunum mætti þar harðsnúin bjóð með hugdjörfum foringja og traustum þjónum. En mörg var þar hetjan, sem helveginn tróð svo heimt yrði borgin úr rándýrsklónum. Já bardaginn sá, er um Stalingrad stóð hann stendur mér enn fyrir hugskotssjónum. » NÝTT ELLIHEIMILI Stefán Jónsson klæðskera- meistari á Akureyri hefur reist og gefið í Skjaldarvík við Eyja- fjörð myndarlegt hús sem elli- heimili fyrir aldrað fólk. Á neðri hæð hússins eru sjö vistarmanna herbergi, vinnustofa, geymsla, miðstöðvarherbergi, baðherbergi og salerni, en á efri hæð eru sextán vistarmannaherbergi, stór dagstofa, eldhús snyrtistofa og íbúð umsjónarmanns. Við vígslu Elliheimilisins töluðu sóknar- presturinn séra Sigurður Stef- ánsson að Möðruvöllum í Hörgár dal og Ólafur Ólafsson kristin- boði, en kirkjukór Akureyrar söng undir stjórn Jakobs Tryggvasonar organleikara. Fréttaskýrsla, 15. nóv. EISENHOWER I LONDON Gen.Eisenhower er nýkominn til London í þeim tilgangi að undirbúa innrás á meginland Norðurálfunnar að vestanverðu, að því er nýjustu fregnir herma; þykir nú líklegt að slíkrar inn- rásar verði ekki langt að bíða. Miss Louise Jóna Sigurðson, hjúkrunarkona, hefir hlotið Lieutenantstign í canadiska hern um; hún er útskrifuð með hárri einkunn af St. Josephs spítalan- um. Miss Sigurðson er dóttir þeirra Mr. og Mrs. Sigurbjörn Sigurð- son, 98 Lenore St. í Winnipeg. • SAMBAND ISLANDS OG DANMERKUR. Nokkrir menn hafa gefið út pésa er þeir nefna “Ástandið í Sjálfstæðismálinu”, og á að skýra viðhorf þeirra, sem vilja ekki skilnað við Dani fyrr en þjóðirnar hafa haft tækifæri til þess að talast við. Meðal þeirra sem rita í bæklinginn er dr. Sig. Nordal, Þorst. Þorsteinsson hag- stofustjóri, Jóhann Sæmundsson yfirlæknir, Klemens Tryggva- son cand polit. og Pálmi Hannes- son rektor. Áður hafði komið út ræða er Bjarni Benediktsson borgar- stjóri flutti á Landsfundi sjálf- stæðismanna á Þingvöllum í júnímánuði s. 1. og túlkar sjónar- mið þeirra er vilja stofna lýð- veldi á íslandi eigi síðar en 17. júní 1944. Fréttaskýrsla, 15. nóv. Siglingavísur Ærið kátur Kári er kynja látum meður, ramman hlátur hefja fer,. hrönn á bátinn veður. Helzt ógreið er höldum leið hvals um breiða ögur. Brýtur á skeið og boðar neyð báruheiða-lögur. Náttúrulýsing Grænir runnar, grundin, hlíð, grónir lyngi hólar, loftið blátt og fjöllin fríð, faðmað geislum sólar. T œkif œris vísur Rósir fella blöðin bleik, blikna lauf á runni. Hvers eins spor að loknum leik liggja að sama brunni. Hvernig sem að lán og líf leikur á einu hjari, altaf hafa vín og víf verið mér huggari. Snæbjörn G. Jónsson. Nú heldur hún velli sú hugrakka þjóð, svo hætta er minni af rándýrsklónum, því dáum vér hetjunnar heilaga móð, sem hulinn var flestra manna sjónum, er leggur í sölurnar líf sitt og blóð, svo leitun mun verða á trúrri þjónum. Já, heiður á skilinn sú hugrakka þjóð, ef heimurinn frelsast úr rándýrsklónum. Hjörtur Brandson. Mannsandinn Hugann lengi hafði eg bundið hærri sýn, og getað fundið leið, yfir dimma, djúpa sundið, djúp, sem lítið kannað var. Þegar röðuls geislar glóðu, gullnu lífsins ari hlóðu; englar vors á verði stóðu — verðir lífsins alstaðar. Sól og vor og sannleiks geislar sýnir birtu alstaðar. — Urður og Skuld og — Eg var þar. Þegar bárur hugar, háar himni móti, stórar, smáar, risu hægt, en risu hærra, reginleið, er tíminn bar. Glóði ljós í guðasölum, glitraði á hallar svölum; mótuðust í mannlífs dölum, munar-heima spurningar. Mótuðu fagrar myndir orða — manndóms vizku spurningar — óðs og sögn — Eg var þar. Titraði blítt á tímans öldum töframál, er þúsundföldum tónahreimi heiminn fylti hér og þar, og alstaðar. Urðarheimur — láð og lögur, lofts og skýja, nes og gjögur; óskapnaðar undrin fögur — ómuðu dular-raddirnar. Óskapnaðar hugar-heimur hreyfir fögru raddirnar — ástar-raddir — Eg var þar. Skuld er mannsins munar-draumur; myndasafn og þögull glaumur; eilíf stærð, sem aldrei fæðist — • eilífleikans skýjafar. Forlaganna faðir og móðir, framstreymis er rennur slóðir; sjálfsorkunnar systir og bróðir — sólbros þess, sem er og var — Bergmál alls — og eg er þar. Þegar fram með friðar-ströndum, frelsis-dreki, seglum þöndum tekur höfn í ljóssins löndum, lífsins straumar mætast þar. Þar, sem friðar blikar boði bróðurandans morgunroði, hvar ei framar, rúnir rista refsinorni heimskunnar. Hvar ei framar rúnir rista risar dauðrar menningar — dauðra alda — Eg verð þar. S. B. Benediktsson.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.