Lögberg - 20.01.1944, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. JANÚAR 1944.
HöBbÉrg
Gefið út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS. LIMITED
695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LfjGBERG,
695 Sargent Ave., Winnipég, Man.
Editor: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram
The "Lögberg” is printed and publishea by
The Colurnbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitona
PHONE 86 327
Baráttan um
lífsátefnurnar
Þótt vopnagnýrinn í heiminum sé ærið há-
vaðasamur og margt gangi í súginn, er engan
veginn víst, að almenningur geri sér þess full-
ljósa grein, að aðalhættan, sem mannkynið horf-
ist í augu við á krossgötum yfirstandandi tíðar,
stafar ekki frá sprengjuflugvélum né stórskota-
byssum, þótt hún að vísu sé geigvænleg, heldur
miklu fremur frá stefnum, sem grafið haía um
sig í vitundarlífi heilla þjóða, og vakið upp
drauga haturs og hefnigirni; þess vegna eru
megin átökin háð um það, hvort lýðræðisstefn-
an með sínum ýmislegu vanköntum skuli verða
frambúðarstefna mannkynsins, eða á henni skuli
skipt fyrir hið svonefnda, nýja skipulag einræðis
þjóðanna, þar sem skoðanafrelsi, málfrelsi og at-
hafnafrelsi verði stungin svefnþorn.
Baráttan fyrir lýðræðisstefnunni er grund-
völluð á hinum æðri hvötum mannsandans,
þeim, er vita að trúnni á æðri máttarvöld og
hugsjón hins ævarandi réttlætis; lýðræðissinnar
eru þeirrar skoðunar, að fyrir slíka helgidóma
beri mannkyninu að inna af hendi hinar þýngstu
fórnir og það öldungis möglunarlaust, því með
því séu mennirnir að innvinna sér “þegnrétt í
ljóssins ríki.” Á hinn bóginn viðurkenna ein-
ræðissinnar engna annan rétt en hnefaréttinn,
og þá því aðeins, að hann sé í höndum þeirra
sjálfra.
Þær þjóðir, sem við lýðræði búa, unna því
vegna þess hvað það gefur í aðra hönd, það
veitir einstaklingnum víðari vettvang til per-
sónulegrar þróunar, en nokkurt annað stjórn-
arfarskerfi hefir verið megnugt að veita; það
stendur ávalt til bóta, og skilar sjálfu sér venju-
legast skjótt á kjöl þótt við þýngstu holskeflur
sé að etja; verkefni þess er aldrei lokið, því
ávalt er margháttaðra umbóta þörf; lýðræðið
er fjaðurmagnað umbótakerfi, og innan vébanda
þess er svo hátt til lofts og vítt til veggja, að
árekstrar ættu ekki að koma þar til greina.
Lýðræðið, þótt hægt fari, er alt af að þok-
ast í rétta átt; synir og dætur lýðræðisland-
anna eru alt af að skapa nýjar frelsishugsjónir,
alt af önnum kafin við ný landnám í ríki and-
ans, er komandi kynslóðir fái bygt tilveru sína
á; lífið er altaf að leita nýrra landa, og það lýk-
ur alcjrei landnámi sínu á þessari jörð; og með-
an leitar þrá mannkynsins er í fullu fjöii, er
engin hætta á hrörnun né úrkynjun.
Einræðisstefnan staðhæfir, að lýðræðisþjóð-
irnar kunni ekki með frelsi sitt að fara; það
sé þeim hefndarbrauð; hún heldur því emnig
fram, að samtök verkamanna séu þeim sjálfum
til hinnar sárustu bölvunar; það sé þeim fyrir
beztu, að “ofurmennið” beri vit fyrir þeim í
framtíð allri. Og síðast en ekki sízt, leggur hún
alveg sérstaka áherzlu á það, að Gyðingar sem
sérstakur þjóðflokkur, þurfi að vera upprættur
af jörðinni; ríkið á að vera, alt; einstaklingurinn
aðeins viljalaust verkfæri í höndum þess; að
þetta sé ríkið, sem koma á, nær ekki nokkurri
átt; fyr munu sólir sökkva í mar en slíkur
óvinafagnaður nái yfirráðum á þessari fögru
jörð.
Það eru hvorki sprengjuflugvélar né stór-
skotabyssurnar, skriðdrekarnir né tundurdufl-
in, sem mannkyninu stafar hættan mesta af;
það eru hin innri öfl, sem skapað hafa nýja of-
beldisheimspeki, og beitt til útbreiðslu hennar
þeim illkynjaðasta áróðri, sem sögur fara af, er
vér eigum í stríði við; stríði, sem vér undir
engum kringumstæðum megum við því að tapa.
í stríði andans er áhlaupið aðalvörnin. Lýð-
ræðið heyjir öll sín stríð fyrir varðveizlu and-
legra verðmæta, og þar verður það trúin á heil-
agt persónugildi einstaklingsins, sem gengur
sigrandi af hólmi, því sú trú er í eðli sínu já-
kvæð; aldrei neikvæð.
Hinn mikli, núverandi forustumaður Kín-
verska lýðveldisins, komst ekki alls fyrir löngu
þannig að orði um Japönsku þjóðina:
“Eg ber engan kvíðboga fyrir því, að sam-
búðin milli Kína og Japan geti ekki orðið hin
ákjósanlegasta að loknu núVerandi stríði. Jap-
anska þjóðin geldur synda forustumanna sinna,
sem sýktir eru af kenningum þýzkra Fasista;
þegar þeir eru úr sögunni, áttar þjóðin sig von
bráðar. Barátta vor, þótt háð sé með vopnum,
er barátta um andleg verðmæti, andlegar menn-
ingarerfðir, sem lýðfrjálsir menn telja til sinna
æðstu helgidóma; það verða sverð andans, sem
á sínum tíma leiða baráttu vora við ofbeldis-
öflin til • farsællegra lykta.”
Við sama
heygarðshornið
Þótt eigi kveði nú jafnramt að og fyrir nokkr-
um árum viðvíkjandi þeirri alþjóðar blessun,
sem tollverndarstefnunni átti að vera samfara,
koma þó ennþá endrum og eins fram raddir,
sem telja tollvernd öldungis óhjákvæmilega í
þágu sæmilegrar afkomu almennings. Blaðið
Winnipeg Free Press getur nýlega um eina
slíka rödd, sem látið hafi til sín heyra austur í
fylkjum, og fylgir henni úr hlaði með svofelld-
um orðum:
Vinur vor þarna eystra gefur í skyn, að allar
stéttir í þessu landi verði jafnrar blessunar að-
njótandi frá tollverndarstefnunni; þetta sýnist
engan veginn grandskoðað niður í kjölinn, því
sannleikurinn er sá, að á tímum kreppuáranna
sælu, áttu íbúar Sléttufylkjanna við næsta bág-
borin kjör að búa, þrátt fyrir það þó iðjuhöld-
ar í Ontario, Quebec og jafnvel British Colum-
bia væru vel við álnir og þyrftu ekki að herða
á sultarólinni; bændur vestanlands urðu á þeim
tímum, að selja framleiðslu sína við lágu verði
þótt flest það, sem þeir urðu að kaupa til heim-
ila sinna hækkaði jafnt og þétt í verði.
En sem betur fer fækkar þeim röddum nú
óðum, sem hafa tollverndarstefnuna fyrir átrún-
aðargoð; megin þorra manna í þessu landi, er
nú farið að verða það nokkurn veginn ljóst,
hver lífsnauðsyn það sé, að búnaðarafurðir
landsins fái sem allra víðtækasta og hentug-
asta markaði; slíkt verður aldrei hugsanlegt
með hækkuðum tollmúrum, því þeir sem nú
eru við hendi, eru óviðunanlega háir hvort
sem er.
Forustumenn sameinuðu þjóðanna sýnast á
eitt sáttir um það, að eitt hinna miklu viðfangs-
efna að loknu núverandi stríði verði það, að
greiða fyrir viðskiptum þjóða á milli, í stað þess
að leggja á þau óþarfar og óheillavænlegar
hömlur. Þetta ættu iðjuhöldarnir í Austur-Cana
da, engu síður en aðrir, að láta sér fyllilega
skiljast.
íhaldsmenn hervæðast
Mr. Hepburn, þetta dularfulla fyrirbrigði í
stjórnmálum Ontario-fylkis, er nú farinn að
gera tilraun til þess, að komast í spámanna-
tölu; sennilega fyllir hann þó aldrei flokk hinna
stærri spámanna.
Mr. Hepburn er að nafni til Liberal; hann
átti um skeið s'æti á sambandsþingi af hálfu
Liberal flokksins, og hann var um nokkur ár
forsætisráðherra í Ontario með Liberal stuðn-
ing að bakhjarli; hann á enn sæti á fylkisþingi,
en telur sig nú “óháðan” Liberal; það hlýtur
hann líka að vera, eftir að hafa lagt skilyrðis-
lausa blessun sína yfir Mr. Bracken og hinn
endurskírða íhaldsflokk hans.
Þann 15. þ. m., flutti Mr. Hepburn ræðu í
St. Catharines í Ontario, þar sem hann meðal
annars komst þannig að orði:
“Þegar Mr. Braken kemur til valda verður
þar maður á ferð, sem veit hvað hann vill, og
gerskilur hagi og þarfir bænda; þá eignumst
við að minsta kosti einhverja vitund af sam-
félagslegu réttlæti.” Svo mörg voru þau orð.
I þessari áminstu ræðu lét Mr. Hepburn
Mr. King, aldrei þessu vant, alveg afskiptalaus-
an, en helti sér í þess stað með skömmum yfir
landbúnaðarráðherrann Mr. Gardiner, og af-
skipti hans af búnaðarmálum; og þetta gerði
hann vitanlega sem elskulegur flokksbróðir.
Og nú koma þær fregnir frá Saskatoon, að
bersersksgangur sé runninn á íhaldsmenn í
Saskatchewan, og að þeir hafi ákveðið að hafa
frambjóðanda í kjöri í hverju einasta kjördæmi
við fylkiskosningarnar, sem sennilega fara fram
í vor; þeir um það. Hvað ætli að margir þeirra
komist hjá því að tapa tryggingarfé sínu um
það, er lýkur?
Mannalát í Nýja-íslandi
“Guðs börn sá í tárum títt
tímans hér á köldum vetri.”
Þessi orð sálmaskáldsins hafa
reynst orða sönnust á yfirstand-
andi vetrartíð, þegar þau eru
heimfærð upp á mannfélag hinna
víðáttumiklu bygða norður Nýja-
íslands. Á stuttu tímabili, sem
nær yfir aðeins örfáar vikur, hef-
ir stórstígur dauðinn stikað þar
víða og þétt um bygðir og
kvatt óvenjulega marga yngri og
eldri til fundar við sig. 1 þess-
um hópi eru að vísu ýmsir tald-
ir, sem utan þessara bygða voru
staddir er dauðans svefn féll
þeim á brá, en tilheyrðu þó
fyrir ýmsar ástæður Nýja-ís-
landi og voru þangað flutt til
hinztu hvíldar í vígðum moldum
fornhelgra heimabygða. Alla
reiðu hafa komið á prenti í ís-
lenzku vikublöðunum æfiminn-
ingar eða umgetningar um and-
lát Sigurbjörns Doll, sem dó af
- slysförum um mánaðarmótin
okt.-nóv., og landnámsfrum-
herjans Jónasar Jónasson á Lóni
við íslendingafljót, sem einnig
í nóvember fékk kallið hinzta.
Hér fylgja andlátsumgetning-
ar og æfisögubrot hinna mætu
manna og kvenna, sem síðan
hafa verið til moldar borin í
grafreit Nýja-íslands, en sem
fram að þessu hefir láðst að
frágreina á tilhlýðilegan hátt.
Þess skal nú þegar getið, að
þótt sumt af þessu fólki teljist
ekki íslenzkt að uppruna, er það
þó meðtalið vegna náinna tengsla
við íslendinga nær og fjær. Hér
piun farið eftir andlátsröð.
Steinunn Jónsdóttir Stefánsson,
ekkja eftir Þórarinn Stefáns-
son, fyrrum bónda í Framnes-
bygð, andaðist að heimili dóttur
sinnar í Winnipeg 29. nóv. s. 1.,
á sjöunda ári yfir áttrætt.
Steinunn var fædd 18. nóv.
1857 að Hólmi í Landbroti, V.-
Skaftafellssýslu á Islandi. Hjá
foreldrum sínum, Jóni Jónssyni
og Guðlaugu Jónsdóttur, naut
hún uppeldis til ungfullorðins-
ára, en flutti síðan að Árnanesi
í Austur-Skaftafellssýslu. Þar
giftist hún og Þórarinn Stefáns-
son árið 1887.
Eftir sex ára sambúð á Islandi
fluttu Þórarinn og Steinunn til
Canada, og settust fyrst að í ísa-
foldarbygðinni við Winnipeg-
vatn fyrir norðan íslendinga-
fljót. En þar flæddi yfir bújarð-
ir manna, svo að langflestir urðu
burt að flýja árið 1901. Fluttu
þau hjónin þá vestur í Framnes-
bygð, sem þá var rétt í myndun.
Þar bjuggu þau farsælu og góðu
búi eftirleiðis, og nutu almenn-
ingshylli, því þau voru örlát við
náungann og ósérhlífin.
Sex börn þeirra Stefánssons
hjóna eru öll á lífi, og eru hér
talin eftir aldursröð: Páll, ó-
kvæntur, býr myndarbúi á föður
leifð sinni, sem hann einnig
lengi stjórnaði vegna vanheilsu
föður síns; Vilborg, kona Thor-
steins bróður Stefáns ritstjóra
Einarssonar, búsett í Campbell
River, B.C.; Guðjón, bóndi í
Víðirbygð, kvæntur Guðrúnu
Kristjánsson; Anna, hjúkrunar-
kona í Winnipeg; Guðrún Lovísa,
starfar í sölubúð Eaton félagsins
í Winnipeg; og Stefán, ógiftur,
stundar búskap með Páli bróður
sínum. Svo eru og tvö fóstur-
börn: Steinunn, kona Eymundar
Danielsonar bónda í Framnesi,
og Guðlaugur Kristjánson, smið-
ur í Árborg, giftur annara þjóða
konu.
Steinunn var þannig bæði
móðir og fósturmóðir; en þar í
viðbót var hún einnig ljósmóðir
fjölda margra barna, nálega allra
sem fæddust í Framnesbygðinni
á tímabilinu áður en lærður
læknir kom og tók við starfi.
Steinunn var dygg og nærgætin
og trú í starfi og framkomu allri.
Hún var trúkona sem lét ljós
sitt skína bjart; ásamt manni
sínum, sem var valmenni, var
hún stofnfélagi Árdals lúterska
safnaðar, og studdi málefni safn-
aðarins og safnaðarkvenfélags-
ins með ráð og dug.
Steinunn fylgir manni sínum
á eilífðarbraut ellefu árum eftir
lát hans. Hún var jarðsungin 2.
desember, að fjölmenni við-
stöddu, frá heimilinu í Framnes-
bygð og kirkju Árdals lúterska
safnaðar. Sóknarpresturinn, séra
Bjarni A. Bjarnason, flutti
kveðjumál og jós hina látnu
moldum í grafreit safnaðarins.
Alice Boundy
(fædd Game) andaðist eftir
árlangt stríð við krabbamein á
heimili sínu í námunda við Ár-
dalsbygð 2. des. s. 1. Hún var
fædd í Surrey á Englandi 18.
apríl 1883, en kom ungfullorðin
til Canada. Með manni sínum,
John Boundy, kom hún til
Ledwyn-bygðar fyrir vestan
Riverton eftir giftingu þeirra,
sem fram fór í Winnipeg 10.
ágúst 1911.
Mr. Boundy hafði tekið land-
|ið til heimilisréttar árið 1906, og
var hann með fyrstu frumbyggj-
um þar um slóðir. Vegleysur,
bleytur og óruddir skógar bök-
uðu þeim erfiðleika og strit um
margra ára skeið. En Boundy
hjónin komu ár sinni vel fyrir
borað með vongóðum dugnaði og
stöðuglyndi. Fyrir fimm árum
síðan fluttu þau nær Árborg, og
komu þar upp laglegu heimili
og góðu búi.
Börn’þeirra Boundy hjónanna
eru sjö alls, öll nú fulltíða, og
eru fjögur þeirra gift íslending-
um. Edith Alice, er gift Karli
O. Einarson, sem starfrækir
Árborg Garage þar í bæ;
Margaret er kona Stefáns John-
son bónda í grend við Árborg;
Olive, er í heimahúsum; William
John, bóndi í nágrenni við föður
sinn, er giftur Jóhannesínu Báru,
dóttur Guðmundar og Unu
Jakobson á Svalbarði í Fram-
nesbygð (Una er dóttir Gests
sál. og Þóreyjar Oddleifson í
Haga); Herbert George stundar
búskap með föður sínum, og er
nýlega giftur Maríu, dóttur
Kristinns og Hólmfríðar Krist-
innson í Geysisbygð; Frank er
í þjónustu flughersins; og Doris
er í föðurhúsum.
Hin látna var vel gefin og
myndarleg kona, sómi stéttar
sinnar. Hún tók virkan þátt í
félagsmálum bændakvenna og
var áhugasöm kristin trúkona.
Hún var jarðsungin af séra B.
A. Bjarnason, 4. des frá heimil-
inu og lútersku kirkjunni i Ár-
borg, og til hvíldar lögð í graf-
reit safnaðarins.
John Adam Stadnek,
um eitt skeið kaupmaður en
lengst af bóndi við Árborg, dó
eftir langvarandi vanheilsu stríð
4. des s. 1. í Concord!a Hospital í
Winnipeg. Hann var fæddur 27.
júní 1880 á Póllandi, en kom til
Canada á tvítugsaldri. Nokkur
ár dvaldi hann í Komarno, Man.,
og giftist þar eftirlifandi konu
sinni, Annie Braschuk; flutti
hann síðar með fjölskyldu sína
til Árborg, þar sem hann svo
lifði yfir þrjátíu ár. Börn þeirra
hjóna urðu 19 alls, en af þeim
eru nú 15 á lífi; meðal þeirra er
Pauline, kona M. Björgvins
Vopni í Winnipeg. Barnahópur
Stadnek hjónanna samanstendur
af tólf dætrum (sjö giftar, fimm
ógiftar) og þrem sonum. Að
undantöldum tveim drengjum og
tveim stúlkum, sem heima eru
hjá móður sinni, er fjölskylda
þessi nú víða niðurkomin. Einn
bróðirinn og ein systranna eru
í herþjónustu.
Hinn látni maður, með ágætri
aðstoð konu sinnaf, starfaði
dyggilega að því að afla stórri
fjölskyldu sinni lífsviðurværis;
hann bar og mikla umhyggju
fyrir sínum og ann þeim alls
hins bezta. Enda hefir hann
sómasamlega komið þeim til
frama, svo að þeim vegnar vel.
Jarðarförin fór fram 7. des.
frá heimilinu og kirkju Árdals
lúterska safnaðar. Séra B. A.
Bjarnason jarðsöng.
Clara Hélen Martin,
kona Guðmundar E. Martin,
fyrrum búsett í Hnausa, Man.,
dó 6. des. s. 1. í General Hospital
í Edmonton, Alta. Er hennar
sárt saknað af ungum eigin-
manni og tveimur kornungum
börnum, auk mikils vinaskara,
því hún var aðlaðandi í allri
framkomu, trygglynd og vina-
holl gæðakona. Maður hennar er
íslenzkur að ætt, sonur þeirra
Einars sál. og Sigrúnar Bald-
vinsdóttur Martin i Garði við
Hnausa, Man. En Clara Martin
var af sænskum ættum, og var
fædd 26. apríl 1912 í Lutsen,
Minnesota. Til Canada kom hún
með foreldrum sínum, Mr. og
Mrs. Carl August Hokanson, og
var hjá þeim uppalin í Howard-
ville bygð fyrir norðan River-
ton.
Föður sinn misti hún í maí
1942; en bróðir hennar, Axel, dó
í slysi í júní 1940. Systkinin nú
á lífi eru: Carl Julius, bóndi í
Howardville, giftur hálf-íslenzkri
konu, Evelyn Rannveig McLenn-
an; Anna, Mrs. Benedikt B.
Johnson, Riverton; og Agnes,
Mrs. Stefán Thorarinnson, River
ton. Ekkja Axels er Clara Ingi-
þjörg, dóttir Jóns og Jónínu
Thordarson við Hnausa.
Guðmundur E. Martin og
Clara H. Hokanson giftu sig 22.
sept. 1929. Heimili þeirra var í
Hnausa, þar til þau fluttu sig
fyrir fáum árum til McBride,
B.C., þar sem Guðmundur starf-
ar við timburtekju og sögun.
Börn þeirra voru alls fimm, en
nú aðeins tvö eftirlifandi: Lorjie,
5 ára, og Clarence, 11 mánaða.
Mikill hópur syrgjenda fylgdi
hinni látnu ungu konu frá Mart-
ins heimilinu á Garði við Hnausa
og til legstaðarins í grafreit
Breiðuvíkur lúterska safnaðar,
11. desember. Séra Sigurður Ól-
afsson mælti kveðjuorð, en séra
Bjarni A. Bjarnason jarðsöng.
Martha Spnng,
frá Riverton, andaðist eftir
stutta legu í Johnson Memorial
Hospital á Gimli 13. des. s. 1.
Hún var fædd árið 1886 í Witten-
berg á Þýzkalandi. Árið 1911
kom hún til Canada, og giftist á
sama árinu Gottlieb Spring, sem
áður hafði komið frá Svisslandi.
Til Árborgar fluttu þau 1912, en
þrem árum síðar til Howardville
bygðar í nánd við Riverton.
Ásamt öldruðum eiginmanni
hennar lifa hana einn sonur og
þrjú fósturbörn. Sonur hennar,
Walter Gottlieb, á íslenzka konu,
Helen Johnson. Fósturbörnin
eru: Milda, Mrs. Harry Lemoine
í Petersfield, Man.; John
Gottlieb, giftur íslenzkri konu,
Svövu Johnson, og búsettur í
Howardville; og Fred, í Canada
hernum í Evrópu.
Þrír bræður hennar, Paul,
Otto og Ernest Jentsch, eru allir
til heimilis í Winnipeg.
Hin látna var glaðlynd starfs-
kona, sem þekti vel kjör land-
námskonunnar í óbygðum frum
skógarins. Heimili þeirra Spring
hjónanna var oft og tíðum'áning-
arstaður fyrir ferðamenn á leið-
inni milli Riverton og fiskivera
norður á Winnipeg vatni.
Jarðarförin var haldin 17. des.
frá kirkju Bræðra lúterska safn-
aðar í Riverton. Séra B. A.
Bjarnason jarðsöng.
Victor Jóhannes Sv/anhergsson,
andaðist 16. des. s. 1. í Johnson
Memorial Hospital á Gimli. Var
andlát hans næsta sviplegt og
óvænt, þar sem fregnir undan-
farna daga höfðu sagt hann á
góðum batavegi eftir uppskurð.
Er hér sennilega um þau örlög
að ræða, sem vér eigi fáum til
fullnustu skilið hér í tilveru
tíma og rúms, en felum guðlegri
forsjón til fullnaðar opinberunar
og skilnings um síðir. Hinn sár-
astir harmur er hér kveðinn að
ástvinum og vinum, og mikil