Lögberg - 20.01.1944, Blaðsíða 7

Lögberg - 20.01.1944, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. JANÚAR 1944. 7 ARFURINN Rannveig K. G. Sigurbjörnsson. í minningu um æskuvinstúlku mína, sem farin er yfir. R. K. G. S. Frh. “Hvaða gallar heldurðu að séu svo sem á henni?” “Við hefðum líklega heyrt þess getið, ef um mikið af slíku væri að ræða,” mælti húsfreyjan og var nokkuð þyngra um. “Þeir geta nú verið margir, mamma mín góð, þó okkur séu þeir ekki mikið kunnir,” ansaði Snorri, með sérstakri hægð. “Enginn er gallalaus, Snorri minn, svo það er ekki til neins að tala um það. “Helga er efnileg stúlka, og hún er heldri kona, og eg verð að segja, að hún myndi gera efnilega prestskonu.” Snorri hrökk við. “Prestskonu, hefurðu enn fastan huga á því, að eg verði prestur«mamma?” Húsfreyja starði undrandi og óttaslegin á son sinn. “Segðu mér, hvað annað hefði mér átt að detta í hug?” Snorri leit á móður sína, með hreinskilni æskunnar og sjálf- stæði fullorðins áranna saman runnið. “Að eg fengi að ráða því sjálf- ur.” Það var eins og húsfreyja átt- aði sig ekki á þessu svari, fyrst í stað. Andlit hennar bar vott um undrun, þykkju og sársauka. “Hefurðu þá ekki fengið að ráða þér sjálfur?” “Sannarlega hefi eg fengið það, en við erum að tala um fram- tíðina.” “Hvað hefurðu á móti því, að verða kennimaður?” Snorri tók hendurnar úr vös- unum, studdi þeim á borðið, laut áfram og horfði biðjandi augum á móður sína. Hann var hár maður vexti og vel bygður, hvítur í andliti. Nú var hann fölur. “Mamma! Eg trúi ekki kenn- ingum kirkjunnar; eg get ekki orðið prestur.” Það varð dauðaþögn í stof- unni. Húsfreyjan leit út eins og steingervingur. Eftir stundarkorn stóð hún upp, hægt seint og þunglama- lega og gekk til sonar síns. Hún tók hægri hönd hans í sínar báð- ar. “Hvað er það sem þú trúir ekki, sonur minn?” Snorri tók móður sína í fang- ið, lagði höfuðið á öxlina á henni. “Eg trúi ekki glötunarkenning- unni, ekki friðþægingarkenning'- unni. Eg trúi ekki að Jesús sé sonur Guðs, á annann en and- legan hátt. Eg trúi ekki á fyrir- gefningu syndanna, á annann hátt, en þann að við bætum okk- ur sjálf, kvöldmáltíðarformálinn er mér óskiljanlegur. • “Það er nokkuð margt, sem þú ekki trúir, vinur minn,” sagði húsfreyjan og losaði sig úr faðmi hans og horfði á hann með gaum- gæfni. “En hverju trúirðu þá?” Snorri andaði pungt. “Eg trúi á tilveru Guðs. Eg trúi að Jesús sé fullkomnasti maðurinn, sem komið hefir á jörðina. Að hann hafi sagt okkur alt sem við þurfum að vita, til þess að geta lifað lífinu rétt, og að hann hafi dáið hugsjónaleg- um dauða, aðeins vegna grimdar mannanna sem þar áttu beinann hlut að máli.” Húsfreyja hlustaði þolinmóð og hugsandi svo lengi um á eftir. Svo sté hún til fáein skref. “Eg er ekki viss um, að þetta sé svo ófullkomin trú,” sagði hún. “Eg óttaðist að þú værir orð- inn guðleysingi.” “Nei mamma, eg er það ekki. Eg trúi af öllu hjarta á tilveru Guðs og að hann sé góður.” “Þá skulum við athuga þetta,” sagði hún, og virtist vera að ná sér að fullu aftur. “Það að trúa á Guð, er stóra spursmálið. Að breyta rétt, er það annað”. “Mér hefir sjálfri altaf fundist trúlegra að Jesús hafi verið manns sonur, eins og hann sjálf- ur kallar sig, svo víða, heldur en yfirnáttúrlega sagan. En að hann hafi verið beztur af öll- um. sem á jörðina hafa komið, það hef eg aldrei efast um.” Ekki virtist þetta nafa sefandi áhrif á Snorra. Húsfreyja heldur áfram: “Síð- an eg komst á fullorðins ár, finst mér altaf, að þetta hafi verið, það sem faðir minn sæli, trúði, sem merkisprestur, séra Snorri á Staðastað í Yalahrepp. Þó hann segði aldrei neitt því- líkt, svo eg heyrði. En sumt af því sem eg hef lesið eftir hann síðan, hefir leitt í ljós fyrir mér annan skilning á málinu, en þann sem við skildum, eða vildum skilja, þegar eg var yngri. Þetta sýndist ekki gera föður mínum sæla neitt. Allir skoðuðu hann, það sem hann var, merkis og sómamann, og prýðis kennimann.” Snorri sýndist órórri með hverju orði, sem móðir hans tal- aði. “Eg get ekki kent, nema að eg trúi eins og eg segist trúa,” sagði hann. “Jesús kallar sig Guðs son líka. Þú manst að kennimanninn varð gvo mikið um, að hann reif fötin sín, af því að hann áleit að hann, Jesús, hefði guðlastað. Og illu andarnir sögðu við hann: ‘Hvað vilt þú okkur, Jesús sonur Guðs hins hæsta?’ “Hvað viltu þá gera úr því, að hann kallar sig svo víða manns son?” spurði móðir Snorra. “Móðir hans var maður, þó hún væri kvenmaður,” svaraði Snorri. Húsfreyja leit á hann undrandi. “Eg hafði aldrei hugsað út í það,” sagði hún. “Eg sé ekki betur en að þú getir orðið kennimaður, Snorri minn. Bætti hún við með endur- vakinni von. Hann hristi þunglega höfuðið. “Þú þroskast betur við lær- dóminn,” sagði hún. “Að trúa á Guð og hugsa um að breyta rétt, er það sem krafist er af manni. Það má leggja aukaatrið- in til hliðar.” Snorri þagði við þessu. Húsfreyja gekk enn til sonar síns og tók hendi hans í sínar. Snorri minn. Þetta eru bara höfuðórar æskunnar. Að finnast að þú getir ekki orðið prestur, þó þú hugsir eitthvað sérkenni- lega um hlutina.” “Eg trúi því enn að þú eigir eftir að verða eftirmaður föður míns sæla, sem þjónaði í 35 ár. Og með Helgu Bjarnadóttir við hlið þér, að héraðsfrú. “Dæmalaust mynduð þið sóma ykkur vel.” Stofuhurðinni var lokið upp og Sveinn kom inn. “Þú ákveður þig nú sem fyrst, drengurinn minn, því ekki er langur tíminn til hausts. Kann- ske þú vildir koma með mér hérna vestur fyrir túngarðinn, Snorri minn. Eg hef gaman af að sýna þér blett, sem mig langar til að láta slétta.” Það glaðnaði yfir Snorra. Hann kysti móður sína, tók húfu sína og fór í léttstígara lagi, fram með föður sínum. “Það er mikið grjót í honum, en eg held það megi rífa hann upp.” \ “Þú ert þó ekki að tala um Smalahól, pabbi?” “Jú.” “Eg hálfsé eftir að rífa hann upp, en eg ætti líklega að hugsa meir um að bæta við túnið,” sagði Snorri. Sveinn hló við. “Við sjáum nú til. Um hvað var mamma þín að tala við þig, mér sýndist þú svo alvarlegur, þegar eg kom inn.” Snorri þagði við, fyrst í stað. “Það var nú fleira en eitt, pabbi.” “Var það Helga?” “Já.” “Svo þú veist að hún vill* að eg eigi hana.” “Mig hefir grunað það.” “Er þér það þá áhugamál líka, pabbi?” “Ekkert.” “Nema ef þú sjálfur vilt það.” Snorra létti. “Eg hef lítið hugsað um svo- leiðis, ennþá.” “Já, ekki það.” “Eg vil helzt ekki gifta mig, Innköllunarmenn LÖGBERGS Árborg, Man Árnes, Man K. N. S. Fridfinnson ....Éinar J. Breiðfjörð B. S. Thorvaldson ..Mrs. J. H. (ioodman Hnausa, Man K. N. S. Fridfinnson John Valdimarson Mlnneota, Mbu. -T1 . ■ — Jftlfls Pallna Bardal j. j. Middal ..Einar J. Breiðfjörð Víðlr, Man Westboume, Man Wlnnipeg Bcach, Man ..K. X. S. Friðfinnson J6n Valdlmarsson fyr en eg er búinn að læra, né binda mig til þess.” “Sem þú vilt sjálfur, drengur minn.” “Það er bezt að vera sjálfráður í þeim sökum. Lízt þér þá ekki á Helgu?” “Jú. Það er ekki annað hægt en að lítast vel á hana, hún er gervileg stúlka.” “Eitthvað fellur þér ekki við hana?” “Mér er illa við að níða fólk, og það konur, en af því við er- um að tala um þetta, þá skal eg segja þér sannleikann. Mér finst hún líta á lífið, með ein- hverju ofurdrambi, sem eg felli mig ekki við.” “A-a-há,” sagði Sveinn og dró við sig. “Það er ókostur.” “En ef þér þætti nú vænt um hana þrátt fyrir alt, þá myndirðu vilja eiga hana.” “Eg hef aldrei verið eins fjarri því og í dag, pabbi. Eg finn nú að mér væri ómögulegt að biðja hennar, mér fyrir konu. En mamma vill það endilega. Hvað á eg að gera?” Sveinn tók upp rauða vasaklút- inn og silfurbúnu pontuna. Hann lét klútinn niður aftur, án þess að brúka hann, en rjálaði við tappann í pontunni. og silfur- festina. sem tengdi hann við. “Eg hef bara eitt ráð til að gefa þér, í þessu máli, drengur minn,” sagði hann eítir stundar- umhugsun. \ ‘‘Biddu þér ekki konu, fyr en þú hefir fullráðið við sjálfan þig, hver hún eigi að vera.” Snorri leit þakklátlega til föð- ur síns. “Það nær engri átt, að binda sér konu, sem maður vill ekki. Móðir þín sér það, þegar hún hugsar betur um þetta.” Og nú tók Sveinn rauða vasa- klútinn og notaði, og tóbakið úr pontunni líka. “Það var nú fleira, sem okkur mömmu bar á milli.” “Nú.” “Hún vill endilega að eg verði prestur.” “Já, viltu ekki verða það?” “Ekki ef eg get mögulega kom- ist hjá því.” “Hvað hefur þú á móti því?” Snorri hikaði. “Eg-eg trúi ekki því sem kirkj- an kennir.” “A-a-há.” “Eg trúi ekki glötunarkenning- unni, ekki friðþægingunni, ekki því að Jesús sé Guðs sonur.” “Sussu sussu, drengur minn. Þetta er alt of mikið.” “Mér finst eg hafa varið pen- ingum mínum illa, ef þeir hafa gert þig trúlausan, þarna í Reykjavík. Ja, hvaða býsn eru að heyra þetta.” “Það dofnaði yfir Snorra. “Trúir þú þessu, pabbi?” “Já, drengur minn. Hverju orði og atriði. Móðir mín kendi mér kristna trú, bezt allra manna. Eg á hana eins og hún gaf mér hana. Eg les bænirnar, sem hún kendi mér, kvölds og morgna, svo hef eg nóg að hugsa og starfa, á daginn, þó eg fari ekki að grufla út í að rífa það niður. Guð hefir verið með mér. Eg fékk ágæta konu, sem eg sjálfur valdi mér. Mér hefir lánast alt, sem eg hef tekið fyrir, og þú hefir verið gott barn, og verður altaf mæt- ur maður, vona eg. Eg hef því enga ástæðu til þess að véfengja það sem mér var kent í krist- inni trú.” Snorri stundi. “Eg vildi eg ætti svona sterka trú, pabbi.” “Þú eignast hana, ef þú hugs- ar um hvað Drottinn hefir gert fyrir þig.” “Svo þú vilt þá, að eg verði prestur líka, pabbi?” “Persónulega er mér sama, hvaða embætti þú tekur. Mér hefði verið sama, þó þú hefðir aldrei farið í skóla, ef þú hefð- ir þá orðið nýtur bóndi, nú þeg- ar þú ert kominn svo langt inn á þessa braut, vil eg að þú verð- ir embættismaður.” “Af tveim ástæðum vil eg að þú verðir kennimaður, það er tignarstaða, í sjálfu sér, tign- asta embættið, og það er hjart- ans ósk móður þinnar.” “Fari nú svo, að þú fellir þig ekki við Helgu, hún er kannske óeigandi, þá sérðu það sjálfur, að það eru of mikil vonbrigði fyrir móður þína, að bera, að hvorugt rætist.” Snorri játaði því, og andaði þungt. Þeir ræddu þetta þar til þeir voru komnir að honum Smalahóli. “Því eiga sig sjálfan er auð- legðin manns, að óska og vona er sælan hans, og miðið til marks ins að keppa,” raulaði Snorri hægt fyrir munni séi . “Hér erum við þó,” sagði fað- ir hans. Eg get svo sem lofað sjálfum hólnum að vera, ef þér þvkir verra að hann sé rifinn upp, en urðarbrattinn, hérna fyrir ofan það ætti enginn að harma, þó hann færi. Það hýrnaði aftur yfir Snorra. Eitthvað af bjartsýni og starfs- þreki föður hans, sýndist örfa skap Snorra líka. Svo hann veitti því athygli, með heilum hug, sem faðir hans talaði um jarða- bæturnar. V. kafli. Yndislegt heimili. Heimili Bjarna kaupmanns Símonarsonar, var yndislegt heimili. Ekki var það þó sér- lega stórt, og ekki var það bygt í margbrotnum stíl. Meðalstórt, ferkantað timburhús, þiljað í stofur og herbergi til að full- nægja daglegum þörfum heimil- isins. En það, er ekki nóg til þess að fullnægja fegurðarþörf- inni. Nægilegt rúm. Annað var það sem gerði hús kaupmanns- ins að yndislegu heimili. Það var hreinlætið og reglusemin sem ávalt ríkti þar. Marta, kona kaupmannsins, ávalt kölluð frú Marta, var hrein lætiskona mikil. Hún var gervileg kona ásýnd- um, þó ekki væri hún neitt sér- lega fríð og hússtjórnarkona af fremstu kostum. Frú Marta hafði þann ein- kennilega sið, að stynja og dæsa við, altaf öðruhvoru, og oftast var það rykið, óhreinindin, sem með höndum eru gripin, sem komu henni til að stynja svona. Ekki það að frú Marta væri and- legum óhreinindum samdauna eða samdóma. Það var öðrunær. Svo framarlega sem hún kom auga á það sem ljótt var, frá andlegu sjónarmiði talað, þá vildi frú Marta ekkert með slíkt að gera. En það lá ekki í eðli hennar, að gera sér neitt sér- stakt far um það, hvar andleg óhreinindi settust að. Rykið á hyllunum, rykið nærri matnum, óhreniindi á gólfi, elda- vél eða fötum eða nokkru öru, sem nærri henni eða hennar kom, var henni stærsta áhyggju- efni. Og vegna þessarar áhyggju og umhyggju, hvíldi yndisleik- ur hreinlætisins yfir húsi frú Mörtu úti og inni og öllu því sme hún hafði hönd yfir. Ekki var þó frú Marta ein um hirðinguna á heimili sínu. Slíkt var ekki lands siður. Hún hafði altaf tvær vinnu- konur. Hvað aðra þeirra snerti, var það ekki altaf sama stúlkan, heldur sín hver, tvö til þrjú ár- in, stundum bara eitt. Oftast. var það tvö ár. Frú Marta var enginn svarkur í skapsmunum, en stunurnar og hin sífelda suða um ryk og þvott, og vandfýsin á hvernig það væri gert, sem gert var, orsak- aði það, að stúlkurnar undu ekki lengur en svo. Niðurl. j^^wcks vtoit'r a tiite Boy! What you’II be able to buy later if you '^^VVAF SAV/NCS CEPT/F/CATES and V/CTORY BONDS No. 32 E.M.C.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.