Lögberg - 20.01.1944, Blaðsíða 3

Lögberg - 20.01.1944, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. JANÚAR 1944. 3 Útdráttur úr fréttaskýrslu upplýsinga ráðuneytisins á Íslandi Okt. 1943. H úsaleiguvísi talan. Húsaleiguvísitalan, miðuð við hækkun viðhaldskostnaðar húsa í Reykjavík, 1. sept. þ. á. í sam- anburði við 1. ársfjorðung 1939, reyndist 135, og gildir sú vísi- tala frá októberbyrjun til des- emberloka. Samkvæmt lögum um húsa- leigu frá 7. apríl 1943 skal Kaup- lagsnefnd með aðstoð Hagstof- unnar, reikna út húsaleiguvísi- tölu fjórum sinnum á ári, miðað við hækkun viðhaldskostnaðar 1. marz, 1. júní, 1. sept. og 1. des. í samanburði við 1. árs- fjórðung 1939, en samkvæmt á- kvörðún félagsmálaráðherra telst viðhaldskostnaður hafa numið 15% af húsaleigunni 1939. Fiskaflinn. Fiskaflinn á öllu landinu frá áramótum til ágústloka er álíka og hann var á sama tíma í fyrra. Er frá því skýrt í nýútkomnum Hagtíðindum. Isaður fiskur settur í útflutn- ingsskip var frá áramótum til ágústloka 77.717 lestir, en var í fyrra á sama tíma 84,015 lestir. Afli fiskiskipa útfluttur af þeim nam jan.—ágúst 46.364 lestum, en á sama tíma í fyrra 44.434. Fiskuir til frystingar var á þessu sama tímabili 27.089, en 21.560 lestir í fyrra. Fiskur í herslu 1183 lestir á móti 879 í fyrra. Fiskur í niðursuðu 103 á móti 184 lestum í fyrra. Aftur á móti hefir sótavatns- framleiðslunni hrakað úr 80,210 lítrum 1938 í 56,656 lítra árið 1942. Búpeningur. Árið 1941 voru 39,778 naut- gripir á landinu, en 41,759 árið 1942. Hross voru hér 57.968 árið 1941, en 61.537 árið 1942. Sauð- fjáreign landsmanna nam árið 1941 637,067, en var 649,629 árið eftir. Geitfé var samtals 1568 fyrra árið en 1481 hið seinna. Svínum fjölgaði úr 593 í 780 á sama tíma, en hænsni voru fyrra árið 67,586, en 67,452 síðara árið. 1000 endur voru á landinu 1941 og 903 árið eftir, gæsum fækk- aði á þessu ári úr 772 í 717. Skólamál Eins og kunnugt er hefja flest- ir skólar kennslu sína í byrjun októbermánaðar. Aðsókn er gífurleg og verða flestir skólar að neita mörgum um kennslu sem hafa sótt um skólavist. 1 Kvennaskólann í Reykjavík verða 160—170 námsmeyjar; í Gagnfræðaskóla Reykvíkinga verða 561 nemandi; í Verzlunar- skólanum á 4. hundrað; í Stýri- mannaskólanum um 70; í Mennta skólanum á Akureyri verða rúm lega 300 nemendur og barna- skólinn þar mun starfa í 29 deildum með hátt á 8. hundrað börnum. Símamál. Saltfiskur. Á þessu sama tímabili var afl- að í salt 2,724 lestir á móti 9,168 í fyrra, en tunnusaltaður fiskur var í ágústlok 312 lestir á móti 2,947 í fyrra. Síld. Frá áramótum og til ágúst- loka var búið að afla hér við land samtals 136,763 lestir af síld á móti 143.500 á sama tíma í fyrra. V erzlunarj öfnuðurinn. Samkvæmt bráðabirgðayfirliti Hagstofu íslands hefir verzlun- arjöfnuðurinn í sept. verið óhag- stæður um kr. 4,6 miljónir. Flutt var inn yfir 23,8 milj. kr., en útflutningsverðmæti nam 19,2 milj. Frá síðustu áramótum hefir verzlunarjöfnuðurinn verið ó- hagstæður um samtals 4,7 milj. Hefir verið flutt inn, jan.— sept. fyrir krónur 178,9 milj. en útflutningurinn á sama tíma numið 174,2 milj. 1 sept. í fyrra var verzlunar- jöfnuðurinn hagstæður um rúm- ar 10 miljónir. Þá fluttum við út fyrir kr. 27,4 miljónir, en inn- flutningurinn nam þá 16,2 milj. krónum. í jan.—sept. í fyrra fluttum við inn fyrir kr. 166,5 miljónir °g út á sama tímabili fyrir 164,4 miljónir króna. Bruggun áfengs öls. Hér á landi voru árið 1942 bruggaðir 209,171 lítrar áfengs öls, en árið áður voru bruggaðir 189.329 lítrar af áfengu öli hér a landi. Þessar tölur eru birtar í síðustu Hagtíðindum. Eins og kunnugt er það Ölgerðin Egill Skallagrímsson, sem bruggar afengt öl fyrir setuliðið brezka, en ekkert er selt á innlendum rnarkaði. Nýrri skýrslur en frá 1942 liggja ekki fyrir. Framleiðsla óáfengs öls og gosdrykkja hefir farið mikið í vöxt hér á landi undanfarin ár. 1938 voru bruggaðir 196,215 lítr- ar af óáfengu öli hér á landi, en 1942 voru bruggaðir 1,347.485 b'trar óáfengs öls, Aftur á móti hefir sódavatns- 282,591 lítrar af gosdrykkjum bér á landi en 1942 samtals 1 »234.901 lítrar. Árið 1936 var komið á ein,- földum fjölsíma milli Reykja- víkur og Akureyrar en 1942 var hann 3-faldaður. 1941 var kom- ið á einföldum fjölsíma milli Reykjavíkur og Seyðisfjarðar og honum aftur breytt 1943 í 3- faldan fjölsíma milli Reykjavík- ur og Reyðarfjarðar, enda er nú Reyðarfjörður orðin aðalskipti- stöð fyrir Austfirði. Lokast því fjölsímahringurinn um landið með hinum nýja fjölsíma milli Akureyrar og Reyðarfjarðar. En nú hægt að tala kringum land við mann í næsta húsi við sig í Reykjavík (ca. 1400 km.) Svo miklu betur heyrist á fjölsím- anum heldur en á venjulegri símalínu með venjulegum síma búnaði. Fjölsímarnir, eru tæki til þess gerð, að geta haft sam- tímis fleiri en eitt talsamband á einni og sömu talsímalínu. Er þetta gert með því að nota á sömu vírunum mismunandi háa sveiflutíðni. Til þess að þetta megi takast, verður víralínan (stofnlínan) að vera úr eir og hafa vissa eiginleika Mega t. d. ekki vera á henni neinir sæ- símar eða jarðsímar svo nokkru nemi, því gegnum þá komast ekki rafstraumar með hárri sveiflutíðni. Fyrsti fjölsíminn, sem komið var á hér á landi, var 1932 milli Reykjavíkur og Borðeyrar. Síð- an hafa fjölsímar verið settir milli Reykjavíkur og Borgar- ness og Reykjavíkur og ísafjarð- ar auk þeirra, sem áður voru nefndir. Eru það allt einfaldir fjölsímar. Með þesum fjölsimum hefur símasambandið milli Reykjavík- ur og hinna einstöku landshluta verið bætt stórkostlega. Milli Reykjavíkur og Austfjarða er umbótin svo mikil, að menn átta sig tæplega á því í fyrstu halda að þeir séu að tala við mann í næsta húsi. Til þess að koma þessu á, varð að reisa ný hús á Reyðarfirði og Höfn í Hornafirði og setja þar aðra stöðvarstjóra með sérmenntun. Á þessu sumri hefur verið lagður jarðsími yfir Fjarðar- heiði milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða og um Fagradal milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar og eru þetta samtals um 60 km. Að vísu verður ekki hægt að ljúka í haust alveg við jarðsím- ann til Reyðarfjarðar öðruvísi en með bráðabirgðastreng, en úr því verður væntanlega bætt næsta sumar. Þegar þessu verki er lokið, verður mjög greið af- rás fyrir símtölin frá Reyðar- firði til hinna ýmsu staða á Austfjörðum. Aðrar framkvæmair landssím- ans á þessu ári eru aðallega fólgnar í viðhaldi landssímanna og lagningu notenda síma til nokkurra sveitabæja, þó það sé af. skornum skammti meir en æskilegt hefði verið, og veldur þar um efnisskortur, |em stöð- ugt verður tilfinnanlegri. Þó hef- ur verið hafin bygging nýs póst- og símahúss á Akureyri og birgðahús í Reykjavík. Hin fjárhagslega afkoma landssímans á síðastliðnu ári, fór þannig, að tekjurnar urðu 7.544,- 000 og útgjöldin samtals kr. 8.412.000 eða 868.000 króna halli. Þess ber þó að gæta, að af gjalda- upphæðinni eru kr. 1.140.000 eignaaukning. Komið hefir verið upp sjálf- virku hlustunartæki á Sauða- nesi fyrir bátatalstöðina á Siglu- firði, en slík hlustunar “eyru” er nauðsynlegt að hafa utan við bæina vegna margvíslegra trufl- ana í bæjunum. Lagður var jarðstrengur upp fjallið fyrir ofan Siglufjörð og niður að Sauðanesi. Verkið var hafið 1939 og því lokið í ágúst s. 1. sumar. Samskonar “eyra” er ráðgert að setja upp í Vestmannaeyjum og ísafirði. Þá er og unnið að því að koma á beinu ritsímasambandi milli Reykjavíkur og London, en áður var það frá Seyðisfirði til Shet- landseyja. Samtíningur. Leikfélag Reykjavíkur sýnir nú Lénharð fógeta eftir Einar Kvaran. í vinnuhælissjóð berklasjúkl- inga hafa alls safnast 280 þús. kr. I söfnun hinn 3. okt. með merkjasölu mun hafa komið inn viðbót um 70 þús. kr. Skúli Skúlason blaðamaður átti hinn 1. okt. 25 ára blaða- mannaafmæli. Blaðamenn í Reykjavík héldu honum heiðurs- samsæti þá um kvöldið. Málshöfðun hefur verið fyrir- skipuð í Vestmannaeyjum gegn þremur mönnum vegna hínna hryggilegu viðburða þar í sum- ar er tíu manns biðu bana af áfengiseitrun. Sigurjón Á. Ólafsson hefur tekið sæti á Alþingi f. h. Al- þýðuflokksins í fjarveru Stefáns Jóh. Stefánssonar, sem er á fiski málaráðstefnu í' London. Alþýðuflokkurinn hefur ráðið Helga Hannesson bæjarfulltrúa á Isafirði sem framkvæmdar- stjóra sinn. Á Kópaskeri varð mikill elds- voði hinn 10. okt. Brunnu þar vörugeymsluhús, vöruforði og skrifstofuhús Kaupfélags Norð- ur-Þingeyinga. Ennfremur brunnu þarna föt, peningar og önnur gögn um 30 verkamanna sem unnu þar við sláturhúsið. • Páll ísólfsson tónskáld og organisti varð fimmtugur 12. okt. í tilefni af því var Alþingis- hátíðarkantata hans flutt í Frí- kirkjunni í Reykjavík. Við merkjasölu Blindravina- félagsins 9. okt. í Reykjavík söfnuðust um 7 þús. kr. Halldóra Bjarnadóttir, hin merki skólafrömuður og stofn- andi og ritstjóri tímaritsins Hlínar, sem nú er orðið 26 ára gamalt, varð sjötug hinn 14. okt. Bókin Þrúgur reiðinnar (The Grapes of wrath) eftir ameríska skáldið John Steinbeck er kom- in út í íslenzkri þýðingu. Noregssöfnunin er nú komin yfir 800 þús. kr. Sovietsöfnunin hefur alls num- ið 155 þús. kr. Færeyingar hafa nýlega með samþykkt lögþings síns ákveðið að gefa 10 þús. krónur til Nýja stúdentagarðsins. Bókaforlag Þorsteins M. Jóns- sonar á Akureyri hefur gefið út öll kvæði Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Embætti, sýslanir o. fl. Hinn 5. okt. 1943 var Ólafur Tryggvason, cand. med. and chir., settur til þess að gegna héraðslæknisembættinu í Síðu- héraði frá 1. s. m. að telja, unz öðruvísi verður ákveðið. Sama dag var séra Sigurbjörn Einarsson settur til þess að gegna um stundarsakir kennslustörf- um í guðfræðideild Háskóla ís- lands. Nokkur mannalát. Sigríður Sveinsdóttir, húsfrú frá Svalbarðseyri. Hákon Jensson Waage, Rvík. Jóhanna Guðmundsdóttir, húsfrú. Hringbraut 159 Rvík. Guðrún Eyjólfsdóttir frá Snorrastöðum. Solveig Unadóttir húsfrú Brekkustíg 7, Rvík. Ágústa Guðmundsdóttir, Vík í Mýrdal. Kristín Arnoddsdóttir, húsfrú, Reykjavík. Sigurður Magnússon, rafvirki, Reykjavík. Þuríður Kolbeinsdóttir, hús- frú Reykjavík. Fé fennir norðanlands I norðangarði þeim, sem gekk yfir s. 1. föstudagsnótt kyngdi svo niður snjó, að fé fennti all- víða á Norðurlandi, einkum í Húnaþingi. Nokkur brögð munu og hafa verði að því, að fé hafi farizt hér í Eyjafjarðar- og Þing- eyjarsýslum í óveðrinu, þótt ekki sé það mál fullkunnugt enn. Sögur, sem ganga manna í milli um mikið tjón á hrossum í Skagafirði, munu ekki hafa við rök að styðjast. Mikil hey eru ennþá úti um allt Norðurland og horfir óvænlega um að nokk- uð nýtist af þeim. Fari svo, sem nú horfir, má telja víst, að bændur verði að fækka fé til muna. Garðávextir eru víðast óuppteknir, uppskeran er mjög rýr hér um slóðir og illt útlit með að henni verði náð allri. Elstu menn telja, að það sum- ar, sem nú er bráðum á enda kljáð, sé það versta, er þeir muna eftir, jafnvel verra en hið alræmda mislingasumar 1882, því að þá hafi þó skift um til hins betra með tíðarfar nálægt höfuð- degi. Fór þó svo að lokum þá, að hey öll hirtust að haustinu, en nú eru litlar horfur á að svo verði. Hvað sem þessum saman- burði líður, mun sumarið 1943 lengi í minnum haft. Dagur, 30. sept. Framræsla og áveita Svarfaðardalsengja fyrirhuguð Vélasjóður ríkisins lánar stór- virka skurðgröfu til framkvæmd- anna. Undanfarna daga hefir verið unnið að því, að setja saman og flytja nýja ameríska skurðgröfu frá Dalvík fram í Skáldalækjar- engjar í Svarfaðardal, en þar eru fyrirhugaðar allmiklar fram- ræslu og áveituframkvæmdir á næstunni. Árni G. Eylands, for- stjóri, hefir eftirlit með væntan- legum framkvæmdum f. h. véla- sjóðs. Skurðgrafan er nú komin fram á Skáldalækjarengi, en þar er fyrirhugað, að hefja skurð- gröftinn. Skurðstærðið mun liggja frá Svarfaðardalsá, gegnt Skáldalæk, fram Sökkuengi í Saurbæjartjörn og þaðan um Ölduhrygg og Hánefsstaðaengi í ána fram undir Völlum. Verður skurðurinn hvort tveggja í senn áveitu- og framræsluskurður. Fé lag bænda á þessum slóðum stendur að verkinu með aðstoð vélasjóðs. Vegna hins erfiða tíðarfars er ekki gert ráð fyrir, að verkið hefjist fyrr en að vori. Þessi skurðgrafa er hin önnur, sem kemur hingað í héraðið fyrir tilverknað áveitufélaga bænda og Vélasjóðs ríkisins. Hin fyrri hefir tvö undanfarin sumur unn- ið á Staðarbyggðarmýrum og hefir áður verið greint ýtárlega frá þeim framkvæmdum hér í blaðinu. Því verki mun vart verða lokið fyrr en næsta haust, en þó er þegar sjáanlegur mikill árangur á þeim hluta Staðar- byggðarmýra, sem þegar nýtur skurðsins. Verður e. t. v. greint nánar frá því innan skams. Dagur, 30. sept. Business and Professional Cards Drummondville CottonCo. LTD. 55 Arthur St., Winnipeg Phone 21020 Manufacturers of BLUENOSE Fish Nets and Sein Twines H. L. HANNESSON, Branch Mgr. MANITOBA FISHERIES WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, framkv.stj. Verzla í he’.ldsölu með nýjan og frosinn fisk. 303 OWENA ST. Skrifstofusfmi 25 355 Heimasími 65 463 iTleifets Stuxllos £id. (aryesl PMoycanfuc OiganijaiwfTín Canada •224 Notre Dame- Blóm stundvíslega afgreidd THE ROSERY ltd. Stofnað 1905 427 Portage Ave. Winnipeg. G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. S. M. Backman, Sec. Treas. Keystone Fisheries Limited 325 Main St. Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distribu tors of Fresh and Frozen Fish. , 311 Chambers St. Office Phone 86 651. Res Phone 73 917. H. A. BERGMAN, K.C. islenzkur lögfrœðingur • Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 165« Phones 95 052 og 39 043 Office Phone Res. Phone 88 033 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 166 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N.D. tslenzkur lyfsali F61k getur pantað meðul og annað með p6sti. Fljót afgreiðsla. ANDREWS, ANDREWS THORVALDSON AND EGGERTSON Lögfrœöingar 209 Bank of Nova Scotla Bldg. Portage og Garry St. Sími 98 291 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPG. DR. A. V. JOHNSON Dentlst Fasteignasalar. Leigja hös. Út- vega peningalán og eldsábyrgð. bifreiðaábyrgð, o. s. frv. Phone 26 821 606 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 , Home Telephone 202 398 DR. B. J. BRANDSON 308 Medical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 3-4.30 • Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlæknar • 406 TORONTO GEN. TRCSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE 26 545 WINNIPEO Legsteinar sem skara framúr ÍTrvals blágrýti og Manitoba marmari Skrifiö eftir veröskrd GILLIS QUARRIES, LTD. 1400 SPRUCE ST. Wlnnipeg, Man. A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá beztl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslmi 86 607 Heimllis talslml 501 562 DR. A. BLONDAL Physician & Surgeon «02 MEDICAL ARTS BLDG. Slmi 22 296 Heimili: 108 Chataway Slmi 61 023 DR. ROBERT BLACK Sérfræðingur I eyrna, augna, nef og hálssjúkdðmum 416 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viðtalstlmi — 11 til 1 og 2 tll 5 Skrlfstofuslmi 22 251 Heimilisslmi 401 991 Frá vini Dr. S. J. Johannesson 215 RUBY STREET (Beint suður af Banning) Talslmi 30 877 < VÍCtalstími 3—5 e. h. Sr V GUNDRY & PYMORE LTD. British Quality — Pish Netting 60 VICTORIA STREET Phone 98 211 Winnipeg Manager, T. R. THORVALDSON Your patronage will be appreciated v

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.