Lögberg - 20.01.1944, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. JANÚAR 1944,
5
eftirsjá að efnilegum ungum
manni, sem var hvers manns hug-
ljúfi og líklegur með tíð og tíma
til að verða traust ellistoð for-
eldra sinna.
Victor var fæddur 1. júlí 1923 í
Geysirbygðinni í Nýja íslandi,
sonur . merkisbóndans Svan-
bergs Sigfússonar á Blómstur-
völlum, þar í sveit, og konu hans
Áslaugar Einarsdóttur Markús-
son. Victor var yngstur af eftir-
lifandi börnum þeirra. Á lífi eru
nú: Flight Lieut. Einar Ingi-
berg, yfirkennari í flugskóla R.
C. A. F. í Goderick, Ont.; Clara
(Mrs. Ekenberg), í Delleker,
Calif.; Svanlaug, starfandi í
“war industry” í Fort William,
Ont.; Sigfús, við hergagna fram-
leiðslu í Nobel, Ont.; og Jónína,
kona Ólafs Gíslasonar bónda í
Geysis bygð. Annar bróðir, Guð-
mundur Magnús, beið bana af
slysi árið 1930, tæplega 19 ára;
en Viola Ingibjörg dó á þriðja
aldursári 1929. Með foreldrum
og systkinum Victors syrgir hann
einnig aldurhnigin amma hans,
Ingibjörg Ögmundsdóttir Markús
son, því hann var hennar uppá-
hald. Eins mun Jóhann, fóður-
bróðir hans, lengi sakna hins
unga heimilisvinar sem að heim
an er horfinn til Guðs himn-
esku föðurhúsa.
Margmenni sótti jarðarförina,
sem haldin var 22. des. frá heim-
ilinu og Geysir lútersku kirkju.
Jarðsett var í grafreit safnaðar-
ins. Sóknarprestur, séra Bjarni
A. Bjarnason, flutti kveðjumál.
Skúli Guömundur Skúlason,
vel metinn og bráðduglegur
bóndi í Geysis bygðinni varð
bráðkvaddur á heimili sínu 28.
des. s. 1. Rétt fimtugur að aldri,
í fullu fjöri lífs, hafði honum
aldrei orðið misdægurt, og virt-
ist óþreytandi jafnvel við hina
erfiðustu stritvinnu. Hann var
að sækja hey, er hann kendi
hjartaslags, en komst þó heim
til sín og lagðist þar fyrir;
skömmu síðar var hann fram-
liðinn.
Skúli var fæddur 14. sept.
1893 á Aðalbóli í Geysisbygð, þar
sem hann einnig dó. En þai var
landnámsjörð foreldra hans, sem
voru Jón Skúlason, ættaður frá
Stöpum á Vatnsnesi, og Guðrún
Jónasdóttir frá Gröf í Víðidal,
systir Jónasar sál. Jónassonar,
sem lengi vel rak sætindaverzlun
í Fort Rouge í Winnipeg. Jón og
Guðrún Skúlason eru bæði dáin
fyrir nokkrum árum; vor^u þau
skýr bæði og vel metin í bygð
sinni. Þau bjuggu lengst af í
Fogruhlíð í Geysisbvgð.
Börn þeirra Jóns og Guðrúnar,
°S systkini Skúla, eru hér nefnd
eftir aldursröð, hin fyrstu tvö
eldri en Skúli, en hin tvö síðar-
nefndu yngri: Málmfríður, fyrri
kona Einars Benjamínssonar í
Geysisbygð, hún er dáin 1937;
Sesselja, kona Tímóteusar póst-
meistara Böðvarssonar í Geysir;
Kristín, skólakennari í Riverton;
°g Jónas Gestur, býr í Fögru-
hlíð, á fyrir konu Hrund dóttur
séra Adams sál. Thorgrímssonar.
Kona Skúla er Brynhildur
Guðrún Sigríður, dóttir Halldórs
Brynjólfssonar og Hólmfríðar
Eggertsdóttur, sem lengi voru
búsett við Gimli. Mæður Skúla
og Brynhildar voru bræðrabörn.
Af börnum Skúla og Brynhildar
Skúlason eru á lífi tvær dætur:
Kristín Árdís, gift Thórhalli OI-
son frá Keldulandi við Riverton,
°g Hólmfríður í heimahúsum.
Jón Skúli dó árið 1937 níu ára
aldri.
Skúli var einkar vinsæll mað-
ur og hinn bezti drengur, hinn
samvinnuþýðasti og félagsiynd-
ur. Broshýr var hann ætíð, og
falslaus í framkomu. Hann studdi
af alhug og tók oft leiðandi þátt
í félagslegum framfaramálum,
einkanlega kirkju og kristin-
dóms.
Jarðarför hans var afar fjöl-
menn, og fór hún fram 2. janúar,
með húskveðju og útfararathöfn
í kirkju Geysir lúterska safnað-
ar. Séra Bjarni A. Bjarnason,
sóknarprestur og frændi hins
látna, flutti kveðjumál, og jós
hann moldum í grafreit safnað-
arins.
Wartime Prices and
Trade Board
Fyrir skömmu var almenningi
tilkynnt að niðursoðinn lax yrði
á boðstólum í öllum búðum 17.
janúar, ef alt gengi vel. En það
hefir orðið dálítil töf á þessu
sökum ýmissa erfiðleika í sam-
bandi við úthlutun til heildsala.
Að þessum erfiðleikum yfirstign-
um verður laxinn sjálfsagt fáan-
legur.
Spurningar og svör.
Spurt. Er ekki hægt að jafna
betur niður en gert er, vöru-
tegundum sem skortur er á? Eg
veit að um hátíðarnar gat fólk
sem býr í bæjunum farið margar
ferðir í búðir og keypt “choco-
lates” t. d. í hvert sinn og feng-
ið sér þannig fimm til sex pund,
en eg, sem bý úti á landi og
kemst ekki oft í kaupstað, verð
að gera mig ánægða með að-
eins hálft pund um jólin. Mætti
ekki skifta þessu þannig að allir
fengju jafnt hvar sem þeir kunna
að búa?
Svar. W. P. T. B. hefir reynt
eftir megni að sjá til þess að
engin verzlun fái minna en sinn
rétta skerf af vörutegundum sem
skortur er á, og að dreyfing al-
staðar verði sem jöfnust. En það
er ekki hægt að ráða við fólk
sem er eigingjarnt og sem hugs-
ar ekki um annað en að fá sem
mest handa sjálfum sér, hvað
sem öðrum líður.
Spurt. Er ekki hægt að segja
upp húsnæði leigjanda sem neit-
ar að borga leigu. Ef svo, hvað
þarf að gefa langan fyrirvara?
Svar. Ef leigjandi skuldar leigu
í fimtán daga eða lengur þá má
húsráðandi taka við íbúðinni
samkvæmt lögum fylkisins. 1
svona tilfellum er langbest að
leita sér ráða hjá lögmanni.
Spurt. Einhverstaðar las eg að
W. P. T. B. hefði sett hámarks-
verð á hrossakjöt. Er nú ætlast
til að menn fari að borða hrossa-
kjöt?
Svar. Nei. Þetta kjöt er notað
einungis í dýrafæðu, og er selt
að mestu leyti til þeirra sem
hafa refa eða minkabú, en það
er satt, að það er hámarksverð á
öllu hrossakjöti.
Spurt. Hve marga seðla á að
láta af hendi fyrir 3% punda
síróps-krukku.
Svar. Það þarf þrjá D-seðla
fyrir 3% pund af sírópi.
Spurt. Fæst niðursoðinn lax
í matvörubúðum eða verður
hann aðeins til sölu í kjötbúð-
um?
Svar. Laxinum verður jafnað
niður á milli allra kaupmanna
sem verzluðu með hann áður,
hvort sem þeir eru matsalar eða
kjötsalar, og þeir verða allir að
innheimta kjötseðla fyrir það
sem selt er, einn seðil fyrir Va
pund.
Spurt. Drengurinn okkar fékk
heimfararleyfi fyrir skömmu.
Þegar hann var farinn aftur fór
eg með matarspjaldið hans á
skrifstofu Local Ration Board
og mér var gefin einn sykur-
seðill. Aðrir hér í nágrenninu
virðast fá stærri skamt en þetta
fyrir þeirra spjöld. Hvernig
stendur á þessu?
Svar. Ef þú tilreiðir níu mál-
tíðir einhverjum sem er í her-
þjónustu, þá átt þú að fá tveggja
vikna skamt af hvaða matar-
tegund sem þú velur þér. Einn
sykurseðill er tveggja vikna
skamtur. Fólkið sem þú talar um
hefir kannske farið með fleiri
matarspjöld en þú, og tekið út á
þau öll í einu. Maður fær tveggja
vikna skamt fyrir hverjar níu
máltíðir sem maður hefir spjöld
fyrir.
Spurt. Er það satt að það eigi
að skamta fleiri fiskitegundir en
lax? Mér var sagt að það ætti
einnig að skamta síld, tuna fisk
og sardines.
Svar. Niðursoðinn lax er eina
fisktegundin sem ákveðið hefir
verið að skamta.
Kjötseðlar númer 35, Smjör-
seðlar 46 og 47 gildir 20. janúar,
1944.
Spurningum á íslenzku svarað
á íslenzku af Mrs. Albert
Wathne, 700 Banning St. Wpg.
Nýjar vélar til Laxár-
virkjunarinnar komnar
til landsins
Nýja 4000 hestafla vélasam-
stæðan til fyrirhugaðrar aukn-
ingar á Laxárvirkjuninni, er
komin til landsins og má því
telja fullvíst, að stækkun stöðv-
arinnar verði fullgerð á þessu
ári og rafmagnsskorturinn, sem
Akureyringar hafa átt við að
búa undanfarið, sé þar með úr
sögunni fyrst um sinn.
Steinn Steinsson bæjarstjóri
sagði blaðinu þessi tiðindi í gær.
Samkvæmt frásögn bæjarstjór-
ans, er þeim undirbúningi, sem
gerður verður í stöðvarhúsinu
fyrir austan, áður en vélarnar
koma, svo að segja lokið, og er
nú unnið að því, að styrkja brýr
og vegarkafla á leiðinni frá
Húsavík til Laxárfossa, til þess
að takast megi að flytja þyngstu
stykkin til stöðvarinnar. Um
bætur á bæjarkerfinu hafa og
farið fram í sumar. Hefir helzt
hamlað þeim, að æ erfiðara reyn
ist að útvega leiðslur og annað
nauðsynlegt efni.
Með stækkuninni, sem nemur
alt að 4000 hestöflum, er “túr-
bína” Laxárvirkjunarinnar full-
notuð, en eins og kunnugt ert
voru byggingar og aðrar fram-
kvæmdir við Laxá þegar í upp-
hafi miðaðar við væntanlega
stækkun virkjunarinnar.
Höjgaard og Schultz hafa gert
nauðsynlegar teikningar að
hinum nýju framkvæmdum og
munu hafa yfirumsjón með
verkinu . Fé til framkvæmd-
anna, 2% miljón króna, hefir
Landsbankinn lánað og mun það
nægilegt til stækkunarinnar og
umbóta á bæjarkerfinu.
Það er ástæða til að benda
bæjarbúum á, að víst má telja,
að rafmagnstæki þau er þeir
þegar eiga, eða hafa nú í hyggju
að fá sér, komi að fullum notum
í framtíðinni, en til þessa hefir
nokkuð skort á að svo væri.
Dagur, 30. sept.
A Letter to the Editor
Arborg, Man.
Jan. 12, 1944.
Report Annual Meeting of
Arborg Red Cross.
At the Annual meeting of the
Arborg Red Cross branch, on
January 5th, 1944, reports
showed that total receipts for
the year, including the Drive,
were $1358.87. Of that, $1354.76
had already been sent in to
Headquarters.
475 pieces of sewing and 91
pieces of knitting were sent in,
with donations of: 9 quilts from
Mrs. B. J. Lifman, Arborg, 4
afghans from the Knitting Group
3 blankets from the Framnes
Ladies Aid. 2 blankets from the
Salvage Corps. 3Q piece Layette
fröm the Vidir Dorcas Society.
50 Christmas Cheer parcels,
and cartons of cigarettes were
sent to the local boys overseas,
and 54 gifts of cigarettes or
chocolates were sent to the boys
and girls in the services in Cana-
da. The cost of all the parcels
was covered by a special Com-
munity Fund, made up for that
purpose.
S. M. Sim.
A: “Það er ekki að sjá á þér
að þú syrgir mikið þennan ríka
frænda þinn, sem dó í gær og þú
átt að erfa.”
B: “Ónei, maður ber það nú
ekki utan á sér. En í einu atriði
hefi eg sýnt greinilegt sorgar-
merki, eg hef keypt mér svart
seðlaveski.”
•
Bóndi við konu sína: “Það er
undarlegt, hvað drengurinn okk-
ar líkist mér altaf meira og
meira með hverjum deginum
sem líður.”
Konan: “Altaf ert þú að setja
eitthvað út á drenginn og finna
að honum.”
Frú: “Mig minnir að eg hafi
séð yður einhversstaðar áður.”
Gestur: “Það er mjög senni-
legt, því eg kem þangað oft.”
6-E M C 100 sc |
Minningarsjóður Jórunnar H. Lindal
tslenzkir vinir!
Yður mun vera kunnugt um, að tilraun hefir verið gjörð,
að safna dálitlu fé í minningu um frú Jórunni Lindal, í því
augnamiði að á hverju ári verði veitt hundrað dollara verðlaun
þeim nemanda í þriðja bekk United College, winnipeg, sem
skarar fram úr í fjórum námsgreinum, þeim, sem frú Jórunni
voru mest áhugaefni; en það voru einkum þjóðmegun og stjórn-
arfarsleg hagfræði.
Fram að þessum tíma hafa safnast um níu hundruð dollarar
Til þess að höfuðstóll sé ekki skertur hafa nokkrir vinir heitið
því að bæta við vexti af höfuðstólnum, unz þeir nemi hundrað
dollurum á ári, en söfnuninni verður haldið áfram þangað til
sjóðurinn nemur að minsta kosti þrjú þúsund dollurum. Nefnd-
inni reiknast til að slíkur höfuðstóll muni gefa af sér vexti er
nemi hundrað dollurum á ári.
Okkur er ant um það, að vinir frú Jórunnar heitinnar' og
vinir okkar vinni í einingu að því að varðveita minningu þess-
arar ágætu konu, sem unnið hafði svo mikið gagn í áttina til
þjóðþrifa, þótt henni yrði ekki lengri lífdaga auðið.
Það hlýtur að vera fólki af íslenzkum stofni metnaðarmál
að minnast í >orði og verki þessarar stórmerku dóttur tveggja
þjóða, með því að senda tillög í minningarsjóðinn til eftirgreindra.
Tillög í áminstan sjóð eru undanþegin tekjuskatti.
«
Fyrir hönd The Icelandic Canadian Club,
Mrs. Ena S. Anderson, skrifan,
1063 Spruce St., Winnipeg.
Mrs. J. B. Skaptason, féhirðir,
378 Maryland St., Winnipeg.
Mynd þessi er af þýzkum herföngum við Volturnofljótið
í Italíu.
Alþýðuháttur S. B. Benediktssonar
Eg skil þig svo þú hafir æfi alla,
átt í stríði þeirra er sjá og skilja:
Með alþýðunni, hennar von og vilja —
þú vissir að hún kaus þig til að falla —
Ef að þú gætir engan sigur hlotið,
átti hún þig með vona-skipið brotið.
Hún gaf þér engin vopn, né veganesti,
en vissi jafnan hvað þú varst að herja;
því einn á tröllum áttir þú að berja.
Eins og hann Þór — sem hvergi vopn á festi,
þó hamarslaus — með hug, á dögum vorum,
hefði ’ann staðið rétt í þínum sporum.
Eg met þinn kjark — á viljann vil ei halla,
eg veit þú barðist svo um langa æfi —
þar sem að flest var fjarri þínu hæfi,
og fáir vinir — hinir buðu skalla —
sem hraustur drengur, hverju varðist flagði,
og hentir mörgu um á skessu-bragði.
Þú heldur velli enn og ert að lifa —
og enn er grænt í þínu túni — Braga.
Þú náðir ungur lit í ljóða-haga —
En lengi er eg vísuna að skrifa:
Um hvað þú áttir örðugt Braga-leiði —
og æfisól — sem naumast skein í heiði.
En alt er gott, ef endirinn er góður —
því upphafið — mun stundum ráða honum —
það skapar her af vilja-sterkum vonum —
eg veit þú munir hvergi sitja hljóður:
Þú kveður vorum vonum góðar stundir,
sem verma — þegar sólin gengur undir.
Jakob J. Norman.
BIFHJÓLALEYFI 1944
Gengu í gildi 1. Janúar, 1944 og eru
nú fáanleg
Enginn nýr málmur verður í plöturnar fyrir 1944. Nýju leyfin
eru endurgerð úr plötum fyrri ára.
Eftirgreindum reglum verður fylgt:
1. Farþegabílar, flutningabílar og búafurðabílar.
Umsækjendur fá gula og svarta miða, sem líma skal á fram-
rúðuna eins nálægt neðri rönd til hægri og unt er. Letrið
verður að snúa út svo það sé auðlesið.
Hinum prentuðu fyrirmœlum á miðanum verður að
framfylgja nákvœmlega.
Plöturnar 1942 úr aluminum og svörtu leyfisplöturnar þurfa
að vera framan og aftan á bílnum.
2. Dragbílar.
Umsækjendur fá endurnýjaða málmplötu, sem fest skal að
aftanverðu á dragbílinn.
3. Bifhjól.
Umsækjendur fá tvær endurnýjaðar málmplötur, sem festa
skal að aftan og framan á bifhjólið.
4. Bílakaupmenn.
Umsækjendur verða að skila bílplötum frá 1942, og fá í stað-
inn endurnýjaðar plötur.
5. Öku- og bílstjóraleyfi.
Leyfi veitt á sama hátt og að undanförnu, en engin bílstjóra
merki veitt.
Framrúðumiðar, leyfisplötur, öku- og bílstjóra-
leyfi, ættu að vera sótt NÚ ÞEGAR áður en ös
byrjar, annaðhvort í Revenue Building, Kennedy
and York, Winnipeg, eða til Manitoba Motor
League, Winnipeg, eða til einhverra af hinum
hundrað og fimm umboðsstöðvum í fylkinu.
Bílaeigendur eru ámintir um, að veita þessari stjórnardeild
alla hugsanlega samvinnu til þess að koma í veg fyrir óþarfa
ös þegar lengra líður á mánuðinn.
G. L. COUSLEY
12. janúar, 1944 skattstjóri.