Lögberg - 20.01.1944, Blaðsíða 2

Lögberg - 20.01.1944, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. JANÚAR 1944. Svar til Winnipeg Free Press EFTIR LESLIE MORRIS Lauslega þýtt af Jónbirni Gíslasyni (Svar það er hér byrtist, er útdráttur eða öllu heldur partur úr allstórum bæklingi eftir Leslie Morris, er hann ritaði til svars gegn ýmsum skoðunum er fram hafa komið í nefndu blaði nú um hríð. Bæklingurinn er alt of langur til að takast allur, mest vegna þess að Mr. Morris tekur upp í hann heilar greinar úr l'ree Press, máli sínu til skýringar, en þeim er vitanlega öllum sleppt hér, aðeins teknar stuttar tilvitnanir. Kostað verður kapps um að láta ekkert falla úr, er máli skiftir og fara sem réttast með efni. J. G.). IV. Ákærum um launung og neit- un á samvinnu, ásamt ýmsum öðrum ásökunum, er iðulega varpað að Rússlandi, af ýmsum dagblöðum, blaðariturum og stjórnmálamönnum, sem hafa annara hagsmuna að gæta en láta sig varða algjörann og skjótann sigur. Annaðhvort eru þeir hin- ir sömu fáfróðir eða fremur ó- vandaðir að vinnuaðferðum, vegna þess að ræður þær er Stalin hefir haldið um ófriðar- rpálin, eru hreinskilnar og opin- skáar gagnvart stefnumálum, Rússa í öllu sem að ófriðnum lúta og væntanlegum sigri. Tveimur vikum eftir árás Hitlers á Rússland, 3. júlí 1941, ávarpaði hann rússnesku þjóð- ina. Hann lét í ljósi óbilandi traust á hugrekki og vopnabún- aði hennar, en takmarkalaust hatur og fyrirlitningu á óvinun- um. Hann sagði meðal annars: “Er það svo í raun og veru að herskarar fasista seu ósigrandi eins og áróðursvél þeirra básún- ar uppihaldslaust? Vissulega ekki.” Hann vék að töpum þeim er rauði herinn beið vegna hins leiftursnögga áhlaups, þegar Hitler braut hlutleysissamning- inn við Rússa, og benti á að söfnun lítt æfðra manna til móts við 170 herfylki með tveggja ára reynslu, væri allójafnt tafl. Hvað vann Rússland á hlut- leysissamningnum við Þýzka- land, sem svo mikið er umtal- aður af þeim sem þurfa að færa afsakanir fyrir aðgerðaleysi voru í Vestur-Evrópu? Um það segir Stalin svo: “Ver græddum á þeim samningi hálft annað ár og tækifæri til vopnabúnaðar, ef Þýzkaland leggði í þá hættu að gjörast griðrofi.” Ennfremur segir hann: “Vér erum vissu- lega ekki einir okkar liðs í þessu frelsisstríði. Vér höfum trygga bandamenn í Ameríku og Evrópu að meðtöldum þeim hluta þýzku þjóðarinnar sem er þrælkuð af harðstjórn Hitlers. Vor barátta mun blandast saman við stríð þjóðanna í Evrópu og Ameríku, fyrir sjálfstæði þeirra og lýð- ræðislegu frelsi. Næstu ræðu sína flutti Stalin 7. nóv. 1941, eftir fjóra ófriðar- mánuði, á 25 ára afmæli bylt- ingarinnar. Á þessum örlagaríku mánuðum sagði hann 350.000 hefðu fallið, 378.000 tapast og 1.020.000 særst og stór rússnesk landflæmi í óvinahöndum. Hitler teldi rauða herinn gjörsigraðan og Leningrad og Moskva næstu áfangastaðina. Á þessu skuggalega tímabili var Stalin öruggur og óbilandi, og útskýrði nákvæmlega ástand- ið og útlitið í heild, orð hans blésu hugrekki og trausti í brjóst hinni blæðandi þjóð. Hann sagði að Hitler hefði aldrei farið í felur með áform sín um skjóta sigurvinninga, með sínum al- kunnu leifturáhlaupum; en þrátt fyrir alt mætti fullyrða, að í þetta sinn hefði sú ráðagerð far- ið út um þúfur. En hversvegna heppnaðist sú aðferð að vestan, en mislukkaðist í Rússlandi? spyr Stalin. Vegna þess að sú alheimssamvinna, sem Hitler gjörði ráð fyrir gegn Rússum, brást algjörlega; stjórnir hinna ýmsu ríkja óttuðust ekki hina svokölluðu “rauðu hættu” nægi- lega mikið til þess; Það vopn Hitlers snérist algjörlega í hönd- um hans. í þessari ræðu minnist Stalin í fyrsta sinn á “second front”. Hann segir svo: “Ein ástæðan fyrir töpum vorum er vöntun öflugrar sóknar að vestan”. Þannig eru næstum tvö ár síð- an hann óskaði samvinnu af því tagi. Ennfremur segir hann: “Kringumstæðurnar eru nú slík- ar, að þjóð vor á í stríði, alein og án allrar hernaðarlegrar að- stoðar, við sameiginlega heri, Þjóðverja, Finna, Rúmena, Itala og Ungverja.” Látum þá er sífelt ala á sundr- oing meðal Bandamanna, lesa og muna eftirfarandi orð Stalins: “Það er staðreynd að Bretland, Bandaríkin og Rússland hafa svarist í fóstbræðralag gegn Hitler og sett sér það markmið að yfirvinna að fullu og öllu, í eitt skifti fyrir öll, miljóna heri hans og eyðileggja þannig alla hans sigurdrauma.” Þeir ritstjórar og blaðamenn er mest ræða og rita um þá leyndardóma er hvíli yfir öllum fyrirætlunum Stalins, ættu að lesa starfsáætlun hans er felst í þessum setningum: “Takmark rauða hersins er að reka alla þýzka árásarmenn burt úr Rúss- landj. Allaj: líkur eru til að stríðið endi með fullum ósigri Nasista innan og utan Þýzkalands Sagan sannar að Hitlerar koma og fara, en þýzka ríkið og þjóðin halda áfram að vera til.” 7. nóvember 1942, sagði Stalin meðal annars: “Margir spyrja hvort “second front” verði opn- að. Já, það verður gjört fyr eða síðar; það verður ekki einungis vegna þess að vér þörfnumst þess, heldur umfram alt af því að bandamönnum vorum er það engu síður nauðsynlegt en oss.” í sömu ræðu segir hann: “Mark- mið Bandaríkjanna, Englands og Rússlands er þjóðajafnrétti og landamærahelgi, frelsun ánauð- Ugra þjóða og endurreisn þeirra sjálfsákvörðunarréttar; ennfrem ur fullur réttur hvers lands að ráða eigin málefnum eftir vild, fjármálaleg aðstoð til allra er skarðann hlut hafa borið frá borði, óskorað lýðræði og afnám ógnarstjórnar Hitlers.” Ritstjórar Free Press ættu að lesa og marglesa ofanskráðar setningar, áður en þeir endur- taka nýleg ummæli sín er hljóð- uðu svo: “Erfiðleikar Bandaþjóð- anna hafa mjög aukist við þá óútreiknanlegu leyndardóma er hylja allar athafnir og útreikn- inga Rússa.” Hitler sagði eitt sinn við Tyrkneskan herforingja: “Eg mun eyðileggja Rússland svo rækilega, að það rísi aldrei upp aftur,” Því svaraði Stalin svo: “Það er ekki ætlun vor að eyði- leggja Þýzkaland, Það er líka jafn ómögulegt og að jafna rússneska ríkið við jörðu, en vér getum og skulum rífa ríki Hitlers upp með rótum.” Ræður og yfirlýsingar Stalins, síðan stríðið hófst, ættu að vera á skrifborði hvers einasta rit- stjóra í Canada; umræðuefnið er of alvarlegt og þrungið dauðans hættu fyrir alt mannkynið, til þess að gjöra úr því'hégómamál, sem þó virðist stundum ein- kenna rithátt vissra blaðamanna meðal vor. Þessar ræður eru starfsskrá Rússa og allra Banda- manna, í þessari alsherjar endur heimt á lýðræðisfrelsi þjóðanna. V. Heróp fimta sigurlánsins var: “Speed the Victory”. Free Press flutti greinarkorn í meðmæla- skyni; þveröfugt við anda og meiningu lántökunnar og allar vonir þjóðarinnar, prédikar blað ið um að löng styrjöld sé enn framundan. Það er raunar eðli- legt að það haldi fram þeirri skoðun, meðan það er andvígt og gjörir spott að hinni einu leið sem til er, til skjóts og algjörs sigurs — “the second front.” Látum oss eitt augnablik rifja upp þau rök sem færð hafa ver- ið gegn “second front”. Fyrstu ástæðurnar voru auðvitað taldar undirbúningsleysi á öllum svið- um; þar næst skipafæð og fólkið beðið að vera rólegt þar til neð- ansjávarbáta farganinn létti af. Þá var oss talið — þegar vörn Rússa var sem þungbærust — að þeir hlytu að bíða ósigur og vér yrðum að geyma allann okkar styrk til hentugri tíma. Þegar sókn Rússa hófst með ágætum árangri, kváðu sömu raddir að aðal viðfangsefni'vor væru í Afríku og Sikiley. Um einn tíma var oss sagt að höfuð- verksvið vort væri í Kyrrahafinu gegn Japan. Allar þessar undanfærslur og afsakanir minna helst á rök- færslur drenghnokka fyrir því að honum sé ómögulegt að ganga til sængur á réttum tíma — flestar álíka barnalegar. Þar sem öll andmæli hernað- arlegs eðlis eru þegar döguð uppi og þýðingarlaus, snýr Free Press sér meira að hinni póli- tísku hlið málanna og hrófar þar upp undirstöðu undir róg sinn og fjandskap gegn Rússlandi. Sú stefna Winnipeg Free Press sem hér hefir verið stuttlega athuguð, verður ekki eingöngu tileinkuð blaðinu sjálfu, ritstjór- um þess og hinni auðugu Sifton fjölskyldu sem eiga útgáfuna, ræturnar eru fleiri og standa dýpra. ENDIR. Annálar ársins 1943 Eftir S. Baldvinsson Mér finst vel við eigandi að blöðin íslenzku, byrti yfirlit yfir stríðið og stórtíðindi mörg er gjörðust næstliðið ár, þeim til fróðleiks sem ekki hafa getað fylgst með viðburðum jafnóð- um og þeir gjörðust, en þeir eru ætíð margir. Um nýár 1943 voru Banda- ríkin komin með öflugan her á 850 stórskipum til Casablanka í Afríku, og sóttu til Túnis, þar sem Germanir voru fyrir með her undir stjórn Rommels her- stjóra, sem dró og þangað allan herinn þýzka frá Egiptalandi og Tobrook og ítalskan her úr Tri- polis og var barist í Túnis allan næstliðinn vetur, en í apríl- mánuði urðu Germanir og Italir að gefast upp við mikinn mann- skaða, og yfir 100 þúsund her- manna teknir til fanga, og öll þeirra vopn og verjur tekin, en foringjarnir sluppu yfir Mið- jarðarhafið í flugvélum. , Stór herskipafloti Banda- manna, var á verði fyrir fram- an höfnina í Túnis og strönd- ina til að verja alla að og frá flutninga til óvinanna, og sendi þeim þar með feikna sprengi- kúlnahríð á Túnis-borg og her- búðir óvinanna. Jafnskjótt og Germanir gáfust upp í Afríku, fluttu Bandamenn her sinn yfir Miðjarðarhafið til Sikileyjar, sem er stutt sjóleið, og unnu hana á einum mánuði, settu þar herbúðir sínar og réð- ust á ítalíu þaðan, því það er mjótt sund á milli eyjar og ítalíu (Messinasund). Bandamenn gjörðu strax mik- inn usla á ítalíu, unnu borgina Neapel og mikið land umhverfis, þá leizt ekki Itölum á blikuna, og gjörðu uppreisn, tóku hinn illræmda Mussolini til fanga, og gáfust upp skilyrðislaust, því þeim var ekki annars kostur. Þá sendi Hitler mikinn her á móti Bandamönnum, sem ennþá berst frækilega, en hörfar þó stöðugt undan þeim í áttina til hinnar fornu Rómaborgar, sem þeir hafa á valdi sínu, þar situr páfinn í höll sinni eins og kóngurinn á kálfskinni forðum. Mussolini slapp úr varðhaldi, og komst á náðir Germana, sem hjálpa hon- um til að snuðra uppi þá ítala sem uppreisn gjörðu á móti hon- um, til að hefna sín á þeim, og er það gott sýnishorn af því hvað aumlega þær þjóðir eru nú staddar, sem orðið hafa að gefa sig á vald Hitlers, nauðugar. Victor Emanuel, kóngur Itala, er á hrakningi einhverstaðar á Italíu, rændur og ruplaður, og svo prinsar hans, og búið að gefa honum í skyn að óhætt sé fyrir hann að taka ofan kórón- una og kóngur verði ekki leng- ur á ítalíu, þó friður komist á. Ekki lítur heldur sem best út fyrir kóngunum á Balkanskaga, að þeir fái framar að ráða ríkj- um, sumir af þeim sitja í Bret- landi, frjálsir í friði og spekt, og þar er einnig Vilhelmína Hol- landsdrottning, en Dana og Belgíu kóngar í valdi Hitlers, og fara litlar sögur af þeim. Nú víkur sögunni að Rússum, þeir hafa farið stöðuga sigurför á hendur þýzkum, og voru komn- ir með her sinn innað Póllandi um nýárið, og sýnast að eflast stöðugt, svo allur heimurinn stendur agndofa yfir slíkum her- styrk, sem þeir hafa, að reka af höndum sér og fella feikn af þeim öflugasta her sem nokkurn tíma hefir verið til í heimi vor- um, og hlýtur þar að vera á bak við undragóð stjórn í öllum greinum, og er það flestum tor- skilið mál. Torsótt hefði Banda- mönnum reynst að vinna Germ- ani, ef Rússar hefðu orðið þeim að bráð, eins og flestir óttuð- ust í fyrstu viðureign þeirra 1941. Rétt fyrir jólin, fundust þeir allir austur í Teheran, Roosvelt forseti U. S., Stalin forseti Rússa, og Churchill formaður Breta og réðu ráðum sínum, sem eflaust mun bera mikinn og góðan árang ur. Eisenhower yfirmaður Banda- manna hersins lét í ljósi um ný- árið, að hann byggist við þetta mikla Evrópustríð mundi vinn- ast á þessu ári 1944. Nú eru Rússar komnir mjög nærri Rúmeníu og ætla að sækja inn í landið, og Bandamannaher- inn sýnist stefna inn á Baikan- skaga, og Tyrkir tilbúnir að koma út með þeim, mætti ef til vill vænta þess að Rúmenía yrði klofin frá öllu sambandi við Ger mani, og þær einu olíulindir, sem þeir hafa til ofnota, teknar af þeim, þá er ekki ólíklegt að þýzka þjóðin gjöri uppreisn, og gefist upp, er hún sér engann veg til varnar né sóknar, en flestar borgir þeirra brendar til ösku, og fólkið rifið og tætt í sundur af sprengjum, svo við skulum reyna að vona að Eisen- hower verði sannspár. Eins og ætíð á stríðstímum, hafa veðrabrigði orðið í stjórn- málum, aukakosningar farið á móti Liberalstjórninni, svo bæði sætin Jóseps Thorsons, og Brackens, fallið í skaut Sósialista og jafnvel í hinu íhaldssama Ontario, hafa bæði fylkis og borgarkosningar hnigið í þá átt. I Canada hefir verið góðæri 1943, þó kaldur væri veturinn, var uppskera í góðu meðallagi, og engin stórslys orðið, svo eg muni eftir, og ekki margir Cana- damenn fallið á vígvellinum, og herskattar ekki hækkað í ár, en sigurlánsbréf seld á árinu, upp á tvö þúsund og fimm hundruð milljónir dollara, og er það myndarleg upphæð, er fékkst greiðlega Hjá okkar þjóð íslendingum urðu mikil slys á sjónum, vegna hernaðar Germana og eitt skip af Vestfjörðum fórst á leið til Reykjavíkur, með allri áhöfn yfir 20 manns, samt hefir öllu verið haldið í horfi, og framfar- ir miklar á flestum sviðum aust- ur þar, og fjöldi af ungu náms- fólki sótt til háskólanna í Banda- ríkjunum, við góðan orðstýr. Ekki hafa Vestur-íslending- ar þurft að kvarta næstliðið ár, það hefir verið flestum hagstætt, og engin slys orðið meðal þeirra á árinu; þeir héldu sinn þjóð- minningardag að venju annan ágúst, með fjölmenni, og nokkr- um tignum gestum, tvteim ráð- gjöfum frá Ottawa, og stjórnar- formanni Manitoba fylkis, sem lauk lofsorði á framkomu íslend- inga í þessu landi, og sagði sig í ætt við þá, eða réttara sagt af norrænu bergi brotinn, sem og mun satt vera. Tíðarfar seinni helming ársins er leið, hefir verið eitt hið hag- stæðasta. sem komið hefir yfir oss, og enginn snjór að kalla hér í Vestur-Canada um nýárið 1944. Æfiminning Þórarinn Jónsson /. 7. febr. 1874 — d. 23. des. 1943 Þórarinn var fæddur í Flögu í Skaftártungu í Vestur-Skafta- fellsýslu, foreldrar hans hétu Jón Jónsson og Matthildur Jóns- dóttir, þá búandi hjón í Flögu. Um föðurætt Þórarins veit eg ekkert gleggra enn það sem þeg- ar er sagt, en móðir hans Matt- hildur var Jónsdóttir, þess sem Bægisár skáldið mikla, séra Jón Þorláksson orti um þessa þjóð- kunnu vísu: “Á Bægisá ytri bor- inn er,” o. s. frv. Foreldrar Þór- arins eignuðust 15 börn og var hann yngstur þeirra. Á ellefta .aldursári sínu, fluttist hann með móður sinni að Prestsbakka á Síðu, þar var þú prestur Bjarni Þórarinsson, hjá séra Bjarna vann hann fyrst sem léttadreng- ur og síðar sem vinnumaður öll þau ár sem Bjarni bjó á Prestbakka. Þaðan fluttist hann með fjölskyldu prestsins að Út- skálum í Gullbringusýslu, árið 1900 fluttist hann með sömu fjölskyldu til þessa lands, og vann að járnbrautarstörfum og ýmsu fleiru, fyrsta árið sem hann var í þessu landi, haustið 1901 vistaðist hann sem fiski- maður til Búa Jónssonar bónda við Winnipegosis hér í fylkinu Manitoba. í þessu kauptúni, Winaiipegosis, og þar í grend taldi hann heimili sitt rúm 40 ár, árið 1905, 15. apríl giftist hann eftirlifandi konu sinni Guðrúnu Jónsdóttur, Vigfússonar frá Efra-Apavatni í Grímsnesi, mætri konu, sem reyndist hon- um að öllu leyti vel. Á fyrstu búskaparárum sínum keyptu þau sér snoturt heimili, sem þau endurbættu og hirtu prý^ilega. Efnalega voru þau vel sjálfstæð, gestrisin og greiðafús við alla, þau eignuðust ekki börn. Þeir sem kyntust Þórarni heitnum persónulega hlutu fljótt að ganga úr skugga um það að hann hefði fengið gott uppeldi, hann var dagfarsprúður maður ráð- vandur til orða og verka, og hreinn í viðskiftum, stiltur og snoturmannlegur, greindur og skemtilegur í viðræðum og orð- heppinn, starfsmaður var hann og vel hagur við trésmíði, hafði þó ekki lært þá iðn, eða gert sér hana að lífsstarfi, því fiskiveið- var að mestu leyti atvinna hans, meðan hann hafði fulla krafta til að vinna það verk. Þórarinn var prýðilega skáldmæltur, hef- ur að líkindum sótt þá gáfu í móðurætt sína, séra Jón Þorláks- son, Bægisár-skáldið þjóðkunna, var langafi hans, Þeim orðum mínum til styrktar, að Þórarinn væri skáldmæltur ætla eg að láta þessmu línum fylgja vísu, sem hann orti til konu minnar þegar hún var áttræð, vísan er með frumhendum braghætti og er svona: Fara í nýju fötin sín, faldi skrýdd og blóma, áttatíu árin þín, auðnu prýdd og sóma. í sjúkdóms kringumstæðum konu sinnar fluttu þau frá Winnipegosis hingað til borgar- innar Winnipeg, 24. marz 1942 og hér í borginni bjuggu þau þegar hann var kallaður úr lestaferð lífsins heim í safn feðra sinna á hinum 23. desember á Þor- láksmessu fyrir jólin 1943. Út- för þesa dána manns frá líkstofu A. S. Bardal, var að öllu leyti hin virðulegasta, og líkræða prestins, V. J. Eylands, var snildarverk, þegar þess er gætt að presturinn hafði lítið kynst þessum manni að öðru en sjón- hending þó lýsti hann betur lyndiseinkunn hans en margir myndu hafa gert þó þejr hefðu verið handgengir í mörg ár. Þórarinn minn! Við gömlu nágrannarnir þínir og aðrir sem þektum þig best minnumst þess nú að þú ert horfinn úr sam- fylgdinni með okkur að sýnileg- um návistum, en minningin um þig sem góðan samferðamann, lifir þó maðurinn deyi. Gamall nágranni. Mikið tjón af völdum ofviðris á Litla- Arskógssandi í ofviðrinu s. 1. föstudagsnótt slitnuðu 4 vélbátar upp af báta- legunni á Litla-Árskógssandi. Rak 3 þeirra á land en einn sökk. Einn bátanna eyðilagðist alveg, en vélin bjargaðist. Eigandi var Sigurpáll Sigurðsson á Brimnesi. Tveir bátar, eigendur feðgarnir Benedikt Sæmundsson og Sæ- mundur Benediktsson, skemmd- ust mikið, en hinn fjórði, eig- andi Þorvaldur Þorvaldsson á Gilsbakka, bjargaðist lítið skemd ur. Allir bátarnir voru óvátryggð- ir og er tjón þessara manna og útgerðarstöðvarinnar á Litla- Árskógssandi því mjög mikið. Samkvæmt núgildandi lögum er ekki skyldutrygging á opnum vélbátum. Virðist fullkomin ástæða til, að þeirr. ákvæðum verði breytt. Mikil hey eru ennþá úti á Ár- skógsströnd og horfur á. að bændur verði að fækka fé sínu til muna. Dagur, 30. sept. Conservation of Materials Lack of materials and labour, coupled with a recent Government order limiting the supply of carton materials, has made necessary the re-use of cartons. When you get deliveries encased in a re-used carton you will know that the Breweries are co-operating with the Government in an effort to conserve materials and labour. DREWRYSL, MD 120

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.