Lögberg - 20.01.1944, Blaðsíða 6

Lögberg - 20.01.1944, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 20. JANÚAR 1944. IVA Eftir Gösta af Geijerslam. t'>',','>'S>',',','>'>'f'S,'SS>'>'>'>'>'>'>'>'>'>'>'>'>'>'>'>'>'>'>'''>* “Hún er dáin!” kom honum í hug. Rétt í því opnaði hún augun. Þau ranghvoldust, er hún var að stríða við að gera sér grein fyrir hverjir væru inni í herberginu hjá henni. Loks gat hún greint Iva, og hinar afllausu varir hennar kiptust saman eins og hún vildi brosa. Hún reyndi að segja eitthvað. Loksins gat hún eins og hvíslað, þó ógreinilega. “Ert þú þarna Iva?” “Hvernig líður þér móðir mín?” Hann tók hægri hendi hennar milli handa sér. Hún var visin máttlaus og blá. Rannveig kom auga á Barbro, sem stóð fram við dyrnar. Hún hvíslaði einhverju aftur, en Iva gat ekki heyrt hvað það var. Hún gat einhvernveginn gefið Barbro merki um að koma nær. Barbro kom, feimin, að rúminu. Rannveig horfði á hana, og sem snöggvast urðu augu hennar skær og fjörleg aftur. Svo hnigu þau saman, orkan þrotin til að halda þeim opnum. “Þið verðið að reyna að finna ykkur sæti,” hvíslaði hún ofur lágt. “Hafið þið fengið að borða?” “Já.” Rannveig hallaðist upp að koddanum, eins og hún hefði gleymt að þau voru þar. Dauðaþögn var í herberginu, ekkert heyrðist, nema dikkið í klukkunni. “Það er best að við förum,” sagði Iva. Hann stóð hægt á fætur og gekk á tánum fram að dyrunum. Þegar hann var að láta aftur hurðina leif hann til baka ár móður sína. Hún horfði opnum augum, en hún sá hann ekki. Hún virtist vera að horfa á eitthvað, bíða eftir einhverju, langt langt burt frá öllu því, sem einu sinni hafði verið hennar og henni kært. Þegar brúðhjónin komu heim að Flaten, hófst fjörug brúðkaupsveizla. Það var ekki margt fólk í veizlunni, helst ungt fólk, sem Iva þekti lítið, og sumt sem hann hafði aldrei séð. Daginn eftir fór kvennfólkið heim til sín, en karlmenn- irnir voru kyrrir. Þeir sátu úti í skemmunni, að drekka og spila. Iva hafði ekki farið úr fötunum í fjóra daga, og lítið sem ekkert sofið. Hann var órakaður og úfinn. Hann bara fleygði sér niður sem snöggvast, til að hvíla sig og sofna svo litla stund, en hann vaknaði strax aftur með ofboði, hræddur um að hann hefði sofið of lengi, og veizlugestirnir mundu farnir. En það var engin hætta á því. Þeir sátu, óhreinir og úfnir við drykkju. Stundum ögruðu þeir hver öðrum með hótunum, og slóu hnefunum í borðið. Að kvöldi fjórða veizludagsins, kom Ola inn í dyrnar. Hann var í vinnufötum. Hann hafði verið í vinnu niður í dalnum. Hann horfði á þá sem inni voru með viðbjóði. Þegar hann sá Iva, benti hann honum, með kreptum fingri að koma. “Hæ, Ola”, sagði Iva, sem svar við bendingu hans. “Hæ, bróðir! komdu hingað og eg skal gefa þér í staupinu.” “Þakka þér fyrir, en eg vil það ekki.” “Hvað viltu þá? Til hvers ertu þá að benda mér?” Iva var staðinn á fætur, sótrauður í and- liti. “Eða varstu kannske ekki að benda mér? Kannske þú haldir að eg komi nú hlaupandi í hvert sinn sem þú kreppir fingurna framan í mig! Þú------” Iva ætlaði að ryðjast framfyrir borðið, en þeir sem hjá honum voru öftruðu honum þess. “Vertu rólegur,” sögðu þeir. “Sleppið þið mér!” hrópaði Iva. “Eg geri það sem mér sýnist, heyrið þið það?” Hann horfði hatursfullum augum á Ola, sem stóð í dyrunum og horfði rólegur, en með kuldalegu augnaráði á Iva. “Svo þú kannske heldur að þú þurfir ekki annað en kippa fingurnar framan í mig, "neld- urðu það?” hvæsti Iva, og froðufeidi. “Krepptu fingurna eins og þú vilt,” sagði hann, hvað eftir annað. Hann stóð með krepta hnefana, þyrstur í að berja Ola. Nokkrir þeirra er viðstaddir voru, gengu á milli þeirra, og héldu Iva. Hann braust um hamslaus af reiði, náfölur í andljti, og augun blóðrauð af heiftaræði. “Sleppið mér, andskotarnir ykkar! Sleppið mér strax!” “Þú lætur það ekki af þér spyrjast að þú farir í slagsmál, og það í brúðkaupsveizlunni þinni! Hérna, fáðu þér drykk.” Iva sló brennivínsglasið úr hendi þess sem ætlaði að rétta honum það, svo vínið flóði út yfir borðið, og rann ofan á gólfið. “Komið þið drengir!” hrópaði Iva “Við erum ekki alveg búnir enn. Nú skulum við fara og skýra óðalserfingjann hérna. Hann skal hér eftir ekki vera kallaður annað en Kúða-maður- — ekkert annað. Heyrið þið hvað eg segi? Húða- maðurinn skal hann vera kallaður.” “Það mætti kalla hann verra nafni,” sagði Ola, og kreisti saman hnefana. “Nú veit eg hvaða sort af manni þú ert.” Iva sleit sig af þeim- sem héldu honum og hljóp að Ola, sem fór aftur á bak út úr dyrun- um undan honum. Iva slampaðist á eftir hon- um, svo drukkinn að hann varla gat gengið. “Verið þið kyrrir piltar,” sagði Ola til mann- anna sem ætluðu að taka Iva. “Eg 'er einfær með hann.” Þegar þeir voru komnir út, tók Ola í hand- legg Iva. “Eg þarf að segja þér nokkuð, hlustaðu á það sem eg þarf að segja þér.” Iva bara bölvaði, og reyndi að slíta sig af honum. “Móðir þín er dáin.” “Hú.” “Okkur barst fréttir um lát hennar, rétt núna, frá Brennu.” Það var eins og allur fylliríis ofsann lægði í Iva. Hann varð grár í andliti. Hann riðaði og strauk með báðum höndum um andlit sér, eins og hann væri að átta sig á einhverju. Allt í einu lagði hann á stað, slagandi, ofan eftir götUslóðanum. “Iva þú getur ekki farið svona til reyka!” kallaði Barbro, og hljóp á eftir nonum, og tók í handlegginn á honum. Hann hristi hana af sér og hélt áfram. Hún fylgdi á eftir honum, biðjandi hann í guðanna bænum að koma heim með sér. Hann fór út af götuslóðanum og lenti á gyrðingu sem hann féll um, hann brölti þó aftur á fætur, en datt aftur, og lá þar sem hann var kominn. Hann stundi þungt nokkrum sinnum, en féll svo í svefn. Barbro reyndi að vekja hann, og fá hann til að koma heim með sér, en það var árangurs- laust. Hún setist niður við hliðina á honum og reisti hann það við, að hún gat látið hann liggja með höfuðið í kjöltu sinni. Dimman féll yfir, og veðrið varð svalt, svo henni fanst sem hún væri að frjósa; hún hugsaði um barnið sitt, sem lægi heima í rúminu, aðhlynningarlaust og svangt, en hún vildi ekki yfirgefa Iva. Hún hallaði sér, þreytulega, upp að steini, og horfði á stjörnurnar, sem voru að koma í ljós. Hvaða undra fjöldi. Hún heyrði að menn, á þungum skóm voru að þramma áfram eftir veginum, kallandi og bölvandi. Það voru þeir síðustu af brúðkaupsgestunum að fara heim til sín. Barbro laut höfðinu yfir manninn sinn, sem lá stynj- andi í kjöltu hennar, hún fór að gráta. Það var ekki af því að hann var drukkinn að hún grét, heldur yfir því hversu allt snerist öfugt við það, sem hún hafði gert sér vonir um. Hún snerti andlit hans; til að vita ef honum væri kalt, hann vaknaði við það, og reisti sig lítilsháttar upp. “Iva, þú verður — þú verður að reyna að standa upp, óg komast heim.” Hann umlaði eitthvað og sneri sér. Hún hristi hann og togaði í hann. Loksins gat hún komið honum á fætur, hún studdi hann svo hann gæti staðið á fótunum. Hún leiddi hann og þokaði honum áfram, fót fyrir fót, og kom honum að síðustu heim, og .í rúmið. Hún tók barnið og gerði því til góða. Hún sá að móðir sín lá vakandi, og var hrædd um að hún mundi fara að tala til sín, og spyrja sig spurninga. Barbro háttaði í flýti, og fór upp í rúmið hjá Iva, og tók barnið í fang sér. “Hvar hefurðu verið?” heyrði hún móður sína segja. Barbro laut niður að barninu, sem lá við brjóst hennar að sjúga Hún þorði ekki að ansa spurningu móður sinnar, vegna þess, að hún fann að hún gat ekki varist gráti. Hún heyrði móður sína stynja. Barnið var búið að þursjúga brjóst hennar, svo þau voru orðin sár, og hana verkjaði í þau, en hún lét barnið liggja á brjóstum sér, eins fyrir því. Henni var svo mikil fróun í því að finna litlu hendurnar fálma um ber brjóstin á sér, og heyra andardrátt hans, þegar hann stakk nefinu sem fastast að brjósti hennar. Hún lá þannig í sorg og sælu með barnið sitt, þar til loks hún sofnaði. Iva stóð hreifingarlaus, starði á andlit móður sinnar. Hún lá með krosslagðar hendur á brjósti. Við höfðalagið logaði á tveimur stórum kertum. Úti var dimmt í lofti, og regnskýin héngu yfir. Það var fjöldi fólks, kominn til að hlusta á prestinn flytja húskveðjuna. Það var komin slagveðurs rigning svo buldi á húsinu. Inni blandaðist saman, hinn frískandi ilmur af grenitrjá limi, sem dreift var um húsið, og skar lyktin af kertaljósunum, ásamt bleytu lyktinni af votum fatnaði fólksins, sem inni var. Þegar presturinn hafði lokið máli sínu, var steinhljóð um stund í stofunni. Svo byrjaði presturinn, og nokkrir með honum, að syngja sálm. Lagið var afar langdregið og leiðinlegt. Þegar söngnum lauk, var breiddur dúkur yfir andlitið á líkinu, og lokið neglt á kistuna. Það varð dauðaþögn aftur í stofunni, að undantekn- um veikum ekka, sem heyrðist frá einhverjum sem var að gráta. Iva sá sorgina, bitra og lam- andi á tárvotu andliti Guttorms föðurbróður síns. Andlit Jóa var einnig vott af tárum. Blóðið hljóp fram í kinnar Iva. Það vai eins og hann vaknðaf af draumi, og væri að reyna að gera sér grein fyrir því, hvers vegna að hann væri þarna staddur. Móðir mín! var rétt komið fram á varir hans, hvað eftir annað. Hann fann að einhver tók svo undurvingjarn- lega í hendina á sér, það var Barbro. Hann kipti hendinni að sér og stakk henm í vasa sinn. Hann leit ekki einu sinni á hana, en hann hugsaði til þess með sjálfum sér, að nú væri hún eins einmana og hann. Líkkistan var borin út, og sett á vagn, sem var þakin sígrænu greni limi. Jói gekk á undan, og bar tvö kerti með ljósi á, til að lýsa hinni framliðnu leiðina út úr hús- inu, eins og venja var, en þegar hann kom út slokknaði á báðum kertunum. Fólkið fór upp í vagnana, og líkfylgdin lagði af stað, með hægð, ofan eftir veginum. Það hélt stöðugt áfram að rigna. Það var byrjað að hringja kirkjuklukkunum, líkhringingu, óreglu- lega og hvellt. Vindurinn bar klukknahljóminn í aðra átt, svo líkfylgdin heyrði aðeins óglögg klukkuslög á stangli. “Af jörðu ert þú komin, og” — mold og möl féll ofan á kistuna — “að jörðu skaltu aftur verða.” Iva stóð berhöfðaður, með hattinn í hendinni, og regnið rann ofan eftir andliti hans. “Af jörðu skal líkami þinn aftur upp rísa.” Hann horfði á stein sem var á næstu gröf, hann sá að á hann hafði verið höggin þessi orð — Hans Ivason Storgaarden. — Hann gat ekki horft á legstað foreldra sinna lengur, sneri sér frá, og gékk einsamall burt í rigningunni. Hann heyrði að það var farið að syngja aftur, hann hélt áfram, burtu. . “Hvað er þetta, kominn heim strax?” sagði Ingri, alveg hissa. “Hvar er Barbro og Ola?” “Þau koma seinna.” Hann fór inn og skifti um föt, og var inni dálitla stund. Svo stóð hann upp og fór út, og ráfaði til og frá úti í rigningunni, eins og hann væri að ganga í draumi. Það var komið logn, en helt áfram að rigna. Ingri var að mjólka, kýrnar og geiturnar. Iva gekk til hennar og sagði: “Ingri, eg verð að vera í burtu nokkra daga. Eg verð að ná einhverju af dótinu mínu —” “Úr kofanum við Svarthamarinn?” “Já.” “Þú ferð þó varla þangað í nótt,” sagði hún og reyndi að brosa. “Eg rata þangað.” “Jæja, þú gerir auðvitað eins og þér sýnist.” Hún horfði fast á hann. “Kannske að það sé alveg eins gott —” “Hvað?” “Að þú gerir eins og þér sýnist.” Hún setti ketil á eldinn og fór að blása að viðarkolunum. “Eg veit ekki. Þú kærir þig líklega ekki um það hvort sem er, en eg veit auðvitað ekki hvað þú ert að hugsa fyrir ykkur, Ola vill selja jörðina. Eg — hún kostar ekki mikið — Hún leit sínum mildu bláu augum á hann. “Kaupa þetta kot, er það sem þú meinar?” spurði Iva. “Fólk hefir búið hér áður, og haft nægilegt fyrir sig.” Það var auðheyrt að spurning Iva hafði sært tilfinningu hennar. Iva teygði sig eftir rifflinum sínum, sem hékk á veggnum. “Þú getur ekki farið svona, þú verður að borða áður þú ferð. Hún flýtti sér að setja eitthvað á borðið, handa honum að borða. “En, Jesús, Iva, barnið er óskýrt ennþá.” Iva, sem var að fara út, leit til baka og sagði: “Þú veist að eg ætla ekki að vera lengi í burtu. Hugsaðu um þig sjálfa.” Þegar hann var farinn, fór Ingri að sópa og laga til í herberg- inu. Hún var óstyrk, og skjálfhent, og virtist annars hugar, því hún gerði sama verkið, hvað eftir annað. “Guð minn góður,” sagði hún. “Hvað á eg að segja vesalings barninu? Hvað á eg að segja henni?” Barbro kom rétt í þessu, og kallaði inn til móður sinnar. “Er Iva inni, hefur hann komið heim?” “Hvar er Ola?” spurði Ingri. “Hann varð eftir. Hann ætlar að vinna eitt- hvað á Haugen á morgun, sagði hann”. “Þér er bezt að flýta þér að skifta um föt, þú ert sjálfsagt vot.” “Eg get ekki skilið í hvað varð af Iva, fólkið sá hann fara út úr kirkjugarðinum —”. Ingri fitlaði við svuntuna sína með höndunum í hálf- gerðu ráðaleysi. Hvernig, hvað átti hún að segja henni? “Fór hann upp til fjallanna, núna?” “Hann talaði eitthvað um dýraveiðar- og að hann ætlaði að ná einhverju dóti, sem væri þar uppfrá. Hann sagðist mundi verða í burtu nokkra daga. Sjáðu þetta,” Ingri tók eitthvað úr barmi sér og rétti Barbro. “Hann sagði að þú skyldir hafa þetta, þangað til hann kæmi aftur.” Það voru fimm dollars. Barbro tók ekki við því. Hún sneri sér frá móður sinni, og fór til barnsins síns. “Ætlarðu ekki að taka við því?” sagði Ingri og strauk hendinni um vott hárið á Barbro. “Hvað er þetta ertu að gráta? Barmð mitt, ertu að gráta?” Barbro rétti sig upp, með barnið í fangi sér. “Nei, eg er ekki að gráta —” Hún horfði eins og út í bláinn, þurrum og döprum augum. Það ringdi í marga daga, þar til loksins að létti upp með hvössum norðanvindi. Það hafði snjóað á fjöllum og niður eftir fjallahlíðunum, og sumstaðar niður á láglendið. Veðrið var nístingskalt, og byrjað að frjósa Það var búið að taka kýrnar inn, fyrir löngu, og ekkert af skepnum var úti, nema geiturnar. Ola var í skógi á hverjum degi, að höggva við til eldiviðar, og mæðgurnar höfðu nóg að gera heima. Þær myntust aldrei á Iva. Ola hafði verið gramur út í hann fyrst eftir að hann fór en svo forðaðist hann líka að minnast á hann. Barbro stóð stundum lengi og horfði til skógarins og fjallanna í vestri. Loks skall á fyrsti blindbylurinn, sem skefidi alveg vfir lágreistu híbýlin þeirra. Loftið var grátt, og snjóbreiðan huldi jörðina, svo langt sem augað eygði. Á næturnar góluðu úlfarnir allt í kringum húskofana. Frosthörkurnar byrjuðu nokkru fyrir jól. Litlu gluggarúðurnar urðu sem þykk íshella, og eldinum var haldið lifandi í eldstæðinu, dag og nótt, og dugði þó varla til að halda hlýju, inni í kofanum. Frost reykur lá eíns og grá móða á gólfinu og með öllum rifum í veggj- unum. Það var altaf hálf dimt inni, og stöðug reykjarbræla, af hálf votum og frosnum eldi- viðnum. “Á ekki að skíra barnið?” spurði Ola, einu sinni. “Iva sagði að við skyldum bíða með það, þang- að til hann kæmi aftur.” “Já, en hvenær verður það.” “Hann verður áreiðanlega kominn fyrir jól- in,” sagði Ingri. “Heldurðu að það sé rétt að láta barnið vera óskýrt, um þennan tíma árs?” “Jæja, hvað ætlarðu að láta hann heita?” spurði Ingri. “Hefur þú hugsað um það Barbro?” “Nei.” “Getum við ekki kallað hann Matthías, eftir pabba?” Ola varð dökkur í andliti. “En getum við ekki kallað hann Hans, eftir föður Iva?” “Hann sagði mér einu sinni, að-hann skyldi bera okkar nafn,” sagði Ola, og spýtti út úr sér. Það var eins og hnífi væri stungið í Barbro. “Sagði hann það?” Ingri leit á dóttur sína, sem leit undan. “Er það ekki full heiðarlegt?” spurði Ola. “Hvað finst þér Barbro?” spurði Ingri. Undurlítið bros lék um titrandi varir hennar. “Þú skalt ráða því, móðir mín,” sagði hún. í næstu viku var barnið skírt. Nágranna- fólkið frá Steinbrekka og Hagste kom yfir að Flaten til að vera samferða Ingri og Oia til kirkjunnar, og vera skírnarvottar. Barbro var lasin og treysti sér ekki til að fara Hún s|tóð í dyrunum og horfði á eftir fóikinu feta sig áfram eftir þröngum og djúpum ferli, gegnum snjóinn. Ola bar barnið á bakinu, og Ingri fylgdi honum til að hafa sem bestar gætur á barninu, bæði að hlúa að því, og sjá um að umbúðirnar lægju ekki of þétt að and- liti þess. Þegar þau voru komni í hvarf, fór Barbro inn og lagðist upp í rúm. Hún var alveg yfirkomin af gráti og harmi. Það var henni ofurlítill hugarléttir að geta grátið í einrúmi, þar sem engin augu horfðu á hana. Þar' sem hún var ein með harma sína. Það var komið kvöld, og dimman að falla yfir. Hún hafði farið út til að sækja vatn handa kúnum. Hún bar vatnið í tveimur tréfötum á létta, sem hún hafði yfir herðar sér. Hún gekk gætilega eftir hálum ferlinum, en skrikaði þó oft, svo vatníð skvettist út. úr fötunum á fætur hennar og pilsfaldinn, og fraus jafnóðum. Hún var þreytt og svöng, hafði ekkert borðað allan daginn. Hún setti niður föturnar sem snöggv- ast til að hvíla sig. Snjórinn brendi hörund hennar eins og eldur, þó hann væri ískaldur. Þegar hún stóð upp skrikaði hún aftur, og léttinn og vatnsföturnar þrýstu henni áfram og ofan í snjóinn, þangað til að henni fanst eins og taugarnar í hálsinum á sér mundu slitna. Sár og lamandi verkur fór um allan líkama hennar. Hún greip höndunum, eins og ósjálfrátt á magann, og hún fann að hún var að verða máttlaus og meðvitundarsljóg, henni fanst hún vera að sökkva niður, niður í eitt- hvað svo undramjúkt og óvanalegt.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.