Lögberg - 13.07.1944, Side 1
57. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. JÚLÍ, 1944 v NÚMER 27
Lýkur háskólaprófi
H. G. Kristjánsson, B. Sc.
1 maí-mánuði síðastliðnum,
lauk þessi bráðefnilegi maður
Bachelor of Science prófi með
fyrstu ágætiseinkunn við Queens
háskólann; hann er sonur þeirra
merkishjónanna, Mr. og Mrs.
Ottó Kristjánsson, sem búsett
eru í Geraldton, Ont.
FRA
AUSTURVÍGSTÖÐVUNUM
Samkvæmt símfregnum frá
Moskva á þriðjudagsmorguninn,
höfðu rússneskar hersveitir um-
kringt borgina Vilno, og geyst-
ust áfram því nær viðnámslaust
yfir slétturnar í Lithuaníu; og
nú bendir flest til þess, að Rúss-
um muni lánast að króa af fjöl-
mennar sveitir þýzkra hermanna
sem bækistöð hafa í Latvíu og
Estoníu. Tjást Rússar hafa orðið
þess varir fyrir nokkru, að
þýzkir yfirforingjar hefðu verið
við það önnum kafnir, að reyna
að koma undan liði sínu frá
áminstum stöðvum, með því að
þeim hafi ekki verið farið að lít-
ast á blikuna, ef herjunum kynni
að slá saman.
Að því er nýjustu fregnir
herma, hafa hinar rússnesku
hersveitir rutt sér um 20 mílna
braut vestur á bóginn á tæpum
sólarhring.
DE GAULE A LEIÐ
TIL FRAKKLANDS
Foringi hinna stríðandi Frakka
de Gaulle, hefir verið í Wash-
ington undanfarna daga, og set-
ið þar á ráðstefnu við Roosevelt
forseta; lét de Gaulle þess getið,
að afstöðnum samtalsfundinum,
að þeir Roosevelt forseti hefðu
orðið á eitt sáttir um flest þau
meginmál, er til umræðu komu,
og þar á meðal það, að de Daulle
skyldi flytja herstjórn sína á
næstunni til einhverra þeirra
héraða á Frakklandi, sem leyst
hefðu verið undan oki hinna
þýzku nazista.
BARÁTTAN Á KYRRAHAFINU
Svo að segja á hverjum einasta
vettvangi baráttunnar á Kyrra-
’hafinu, hafa Japánir farið eina
hrakförina annari meiri í viður-
eign þeirra við Bandaríkjaher-
inn; og nú allra síðast, hafa
Japanir ekki átt annars úrkosta,
en nema á brott allan sinn liðs-
afla, er á annað borð varð undan-
komu auðið frá Ukhrul vígstöðv-
unum, en hafa nú bráðabirgða-
bækistöð í Ongshim, sem er að-
eins 16 mílur frá landamærum
Birma.
17. júní í Los Angeles,
California
í tilefni hins langþráða og
söguríka dags þann 17. júní, 1944,
efndu ungir menn of konur frá
íslandi sem hér dvelja, til kvöld-
verðar og veizlu í einum af sam-
komusölum Park Manor að 2200
W. 7th St., kl. 6,30 e. h. Er staður
þessi beint á móti General Duglas
MacAarthur lystigarðinum (áð-
ur Westlake Park), en í þessum
fagra garði stendur líkneski, sem
listakonan Nína Sæmundsson
hefur búið til en sem á að vera
af hinum gríska guði Promethus
þar sem hann er að flytja eld til
jarðarinnar, en myndin er af
fallegum ungum manni (nökt-
um), með brennandi blys í
hægri hendi en hnöttinn í vinstri;
stendur myndin á fögrum palli
á grænuih bala inni á milli him-
in hárra pálma trjáa, þar sem
þetta alt endurspeglast í blátærri
tjörninni ásamt hinum marglitu
ljósum, en álftir og andir með
unga sína, eru þar í friði og ró
í vel völdum heimi sínum.
Svo að hér í hinu vestasta
vestri, (orð Sigurðar skólameist-
ara á Akureyri) voru börn eld-
gömlu Isafoldar, ásamt vinum
sínum, að fagna fengnu frelsi og
uppfyltum vonum og óskum, sem
hinar, nú ósýnilegu kynslóðir eft-
ir kynslóðir höfðu dreymt um í
vöku og svefni í aldaraðir — en
í dag voru engar bjargir bann-
aðar, engin sund lokuð, en allir
vegir færir á sjó, landi og í
lofti.
Veizlustjóri var hinn ungi
glæsilegi maður Júlíus Maggi
Magnús, en á meðan allir gæddu
sér á steiktum gæsum og öílu
sem þeim tilheyrir, fór fram ál-
íslenzk dagskrá, — eftir að Einar
Markússon, spilaði þjóðsöngva
íslands og Bandaríkjanna flutti
ungur efnismaður, Gunnar Berg-
mann, minni íslands, snjalla
ræðu, en ljóshærð og litfríð
Oddný Stefánsson, las kafla úr
sögu en Halldór Þorsteinsson og
Jón Friðriksson lásu ljóð, gömul
og ný, en Steinþór Loftsson las
magnaða draugasögu (Fróðár-
undrin), Jóhannes Newton
mælti fyrir minni kvenna á þann
hátt að bæði menn og konur
máttu vel við una. Frumsamið
kvæði flutti Erlendur Johnson,
en listamennirnir Guðmundur
Jónsson og Einar Markússon
skemtu með söng og spili við
mikla aðdáun. Stanley T. Ólafs-
son las uþp skeyti frá Thor
Thors og annað frá Sigurgeir
biskup í sambandi við komu
hans til Los Angeles, en síðar um
kvöldið var í einu hljóði sam-
þykkt að senda skeyti til Islands
og var það á þessa leið:
'‘Forseti íslands, Reykjavík.
íslendingar í Los Angeles
halda í dag lýðveldishátíð og
sameinast í einlægri hamingju-
ósk til heimaþjóðarinnar í til-
efni af stofnun lýðveldis á ís-
landi.
íslendingar í Los Angeles.”
Töluvert á annað hundrað
manns var þarna samankomið
þar á meðal fólk, sem nýlega hef-
ur komið hingað eins og t. d.
Egill Halldórsson og kona hans
Elín Þorláksson (Jóns Þorláks-
sonar), Helga Tryggva, Dóra
Kristins, Jón Friðriksson, Ás-
mundur Daníelsson og Dagur
Óskarsson, ennfremur Kristján
Jónsson, kaupmaður og Niels
Dungal prófessor, báðir gestir
frá Reykjavík, en frá San Diego
komu Mrs. Björgvin Guðmunds-
son, Mrs. Humphrey Guðmunds-
son, og Mrs. J. G. Golden, þar
var líka Miss Lauga Goodman
Canadamenn og Bretar
taka borgina Caen
í Normandy
Síðastliðinn sunnudagsmorgun
var það formlega tilkynnt, að
Canadamenn í samvinnu við
brezkar liðssveitir, hefðu náð
fullu haldi á borginni Caen í
Normandy, eftir langa og harð-
sótta umsát; mun sigur þessi
lengi sögufrægur talinn verða, og
örlagaríkur fyrir sókn samein-
uðu herjanna á Frakklandi; með
hernámi Caen hafa sveitir hinna
sameinuðu þjóða rutt úr vegi
einum allra örðugasta þröskuld-
inum á leið til Parísar; hvað
sigur þessi hefir orðið dýrkeypt-
ur er enn eigi vitað, því skýrsl-
ur um það eru ókomnar fram.
Þrátt fyrri harða stórskotahríð
af hálfu Þjóðverja og allmikinn
afla skriðdreka, hafa Canada-
menn og Bretar rutt sér braut
á því nær fjögra mílna vega-
lengd suðvestur af Caen, og her-
numið bæinn Eterville.
Allmikla athygli hefir það vak-
ið, að á meðal þýzkra hermanna,
sem teknir voru til fanga við
Caen, var fjöldi hálfþjálfaðra
ungmenna.
TEKNIR AÐ NÁLGAST
BERLIN
Að því er canadiska blaðasam
bandinu segist frá, erU vega-
lengdir sameinuðu herjanna til
Berlín, teknar að styttast til
verulegra muna; nú nafa Rússar
tekið Kowell, sem liggur innan
hinna gömlu landamæra Pól-
lands, en þaðan erú aðeins 470
mílur til Berlínar. Borgin Caen
í Normandy, sem Canadamenn
nú hafa nýverið náð á vald sitt,
er 635 mílur frá Berlín, og nú
eru sameinuðu herirnir komnir
í námunda við bæinn Ancona
við Adríahafsströndina á Italíu,
en þaðan eru 610 mílur til höfuð-
borgar Þýzkalands.
frá Winnipeg, Mrs. Matthildur
Weldie (áður Bjarnason), Mrs.
Talcott áður Della Peterson frá
Eydölum í Breiðdal, Miss Hope
Guðmundsson, Mrs. Oddný Tho
Guðmundsson, Mrs. Oddný
Thordarson, Mrs. Hekla Hart,
Fritz Rosenberg, og Erasmus
Elíasson, og margir fleiri. Fimm
kvenna hljómsveit spilaði fyrir
dansinum.
Eini skugginn yfir veizlu þess-
ari var sá að þarna átti að koma
fram fyrir hönd Vestur-íslend-
inga háskólakennari, Steinn W.
Steinsson, en rétt áður en þau
hjónin hugsuðu sér að fara á
samkomuna veiktist Mrs. Steins-
son snögglega, var hún flutt á
sjúkrahús samstundis en andað-
ist þar eftir þrjá klukkutíma.
Mrs. Minnie Steinsson (fædd
Hansson) var fædd í Oregon ríki,
var faðir hennar danskur skip-
stjóri, en móðir hennar sænsk,
en með íslendingum átti hún
lengi samleið og var hún ætíð
sem ein af þeim bæði í Canada
og Californiu. Mrs. Steinsson var
elskuleg kona í sjón og reynd og
í blóma lífsins, auk eiginmanns
síns lætur hún eftir sig tvö börn,
Bill Jr., og Geraldina. Er þungur
harmur kveðinn að Steini þar
sem hann á stuttum tíma hefir
mist tengdamóður, eiginkonu og
föður sinn Torfa Steinsson.
Skúli G. Bjarnason,
Los Angeles,
Californía.
Móður-andvarp
Ó, kom þú sæti sonur minn,
eg sit nú hrygg og ein,
því enga lífsins fró eg finn —
mín fjölga lífsins mein.
* Eg bar þig æ á brjósti mér,
og bjó þér skjól og hlíf.
Mín hugsun var að hlúa að þér,
þitt helga að vernda líf.
Og er þú grézt eg grét með þér,
og gaf þér hjarta mitt.
Þitt gleðibros var gleði mér —
ó, glaða augað þitt!
En nú oss skilja helköld höf;
þú hrekst um vígastig,
og átt í vændum grimma gröf —
ó, guð! það hrellir mig.
Hvort fæ eg aftur ungan son,
sem ól eg brjóst mitt við.
Eg el í sálu veika von,
þó vona, græt og bið.
En sértu dáinn — sof í ró,
þig signi drottins mund.
Að sjá þig fara —! sál mín dó —
ó, sú var kvala stund.
Ef sefur þú í söltum mar,
eg sé aldrei meir,
en vona að sjá þig síðar hvar
að sál vor aldrei deyr.
Ó, kom! ó, kom! minn kæri son,
þig kalla móður tár.
Ó, góði drottinn! — gef mér von
og græð mín hjartasár!
S. B. Benedictsson.
Dr. Beck í veizlu í Reykjavík 1 8. júní
Auk Dr. Becks sézt á mynd þessari eftirgreint fólk: Frú
Dóra Þórhallsdóttir, M. Krasiluikov, sendiherra Rússa, frú
Ingibjörg Þorláksson, frú Anna Klemenzdóttir, frú Anna
Kl. Jónsson, frú Helga Claessen og Albert Claessen; enn-
fremur lögreglustjóri A. K. Hansen ásamt frú.
Frá skrifstofu rœðismanns íslands í Winnipeg
Reykjavík, 6. júlí 1944.
Sunnudaginn 4. júlí var Dr. Beck heiðursgestur Borgfirðinga
og aðalræðumaður á lýðveldishátíð og íþróttamóti þeirra að Ferju-
koti er 3000 manns sóttu. Flutti hann kveðjur frá Vestur-íslending-
um og sagði frá þjóðræknisstarfi þeirra. Var honum og máli hans
ágætlega fagnað; hann og Vestur-íslenaingar voru hylltir í ræðu-
iok með ferföldu húrra-hrópi. Um helgina heimsótti hann einnig
Reykholt og fræðimanninn Kristleif Þorsteinsson á Stórakroppi,
sem Vestur-íslendingum er að góðu kunnur; hann var í för með
líaraldi Böðvarssyni kaupmanni á Akranesi, náfrænda Dr. Brand-
sons heitins. Beck kom úr þessari för á mánudag. Á þriðjudag
var hann gestur sendiherra Bandaríkjanna á fjórða júlí hátíð og
síðar um daginn hjá yfirmönnum Bandaríkjahers og flota, um
kvöldið flutti hann erindi í Ríkisútvarpið í tilefni af 4. júlí, mikið
rómað af almenningi.
Á miðvikudag 5. júlí var hann gestur við hátíðlega athöfn
Háskóla íslands, þar sem hann flutti kveðjur frá Ríkisháskóla
Norður-Dakota, fylkisháskóla Manitoba, og Cornell háskólanum,
jafnframt flutti hann kvei^ur frá Þjóðræknisfélagi Vestur-íslend-
inga. Rektor háskólans, Jón Sigurðsson, læknir stýrðí athöfninni.
Samkomugestir hylltu Vestur-íslendinga, að lokum var drukkið
káffi í kennarastofu háskólans.
Um kvöldið hélt Þjóðræknisfélag íslendinga Dr. Beck virðu-
legt samsæti á Hótel Borg, biskup Lslands, Dr. Sigurgeir Sigurðs-
son, flutti aðalræðuna, aðrir sem töluðu voru, Árni Eylands forseti
félagsins, Ófeigur Ófeigsson læknir, séra Jakob Jónsson, Arnfinnur
Jónsson skólastjóri en Kjartan Ólafsson flutti frumort kvæði. Dr.
Beck þakkaði með allangri ræðu góða samvinnu og vináttumerki
af hálfu Þjóðræknisfélagsins og ræddi um framhaldandi samstarf
austan hafs og vestan og mælti fyrir minni Islands. Máli hans var
tekið með miklum fögnuði.
Vilhjálmur Þór.
Lieut-General Lea, sem tok við yfirstjórn 8.
herfylkis Breta á ítalíu af Gen. Montgomery.