Lögberg - 13.07.1944, Blaðsíða 4

Lögberg - 13.07.1944, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. JÚLÍ, 1944 , —.......lúgfaerg — Geíið flt hvern íímtudag aí THE COLUMBIA PRESS, LIMITED , b95 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba ÍUtanáskriít ritstjórans: UDiTOR LtXJBERG, 6DÚ Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyriríram The "LKÍg'nerg” is printed and publishea by The Culumbia Press, jKÍmited, 6»& sargent Avenue Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 ‘ ‘ H unangsf lugur ” Ljóðasafn ejtir Guttorm J. Guttormsson. 128 blaðsíður. Columbia Press Limited, Winnipeg 1944. Það vekur að sjálfsögðu meira en algenga athygli, er Guttormur J. Guttormsson, þessi frumstæði Birkibeinn í skáldmennt íslendinga vestan hafs, sendir út af örkinni nýja ljóðábók; og þótt ýmislegt af því, sem þessi nýkomna bók hans hefir til brunns að bera, eða jafnvel meiri hluti þess, hafi birst í íslenzku vikublöðunum, þá er það engu að síður góðra gjalda vert, að fá kvæði þessi í heild, auk þess sem allmörg þeirra, ásamt hinum og þessum lausavísum, hafa eigi áður komið fyrir almennings sjónir. Guttormur J. Guttormsson villir aldrei heimildir á sjálfum sér; hann kemur ávalt til dyranna eins og hann er klæddur, hvort heldur sem hann yrkir bitur ádeiluljóð, eða markvissar kýmnivísur; hrynjandi íslenzkrar tungu virðist honum í blóð borin; hann er skáld hins skraut- lega ljóðforms, eins og Sandy Bar mun jafnan bera vitni um, og hann er jafnframt slíkur íþróttamaður, að búningsfegurðin er hvergi gerð á kostnað yrkisefnisins. Guttormur skáld ber “heimalandsmót” tveggja umhverfa; hann fellur í stafi yfir margþættum menningarverðmætum hinnar stoltu stofnþjóð- ar sinnar á Fróni, þó bakkarnir við Islendinga- fljót verði honum á hinn bóginn, draumrænar Furðustrendur með ný og ný svipbrigði; í skáld- legu og styrku, samnefndu ljóði, kemst tveggja heima skáldið þannig að orði: “Bakka sína bjarkir þessar prýði, Bol þeirra enginn telgi’ í nýja smíði. Enginn særi rót né raski grunni, Renni að þeim vatn úr lífsins brunni! Andi þeirra ilmi loftið blandi, Áfram renni fljót, en bakkar standi. Sterkar greinar haldist fast í hendur, Handabandi saman tengi strendur.” 1 kvæðinu “ísland”, bls. 9, þar sem skáldið í vissum skilningi mælir fyrir munn margra, sem eins og hann, eru fæddir veStra af íslenzk- um stofni, falla honum orð á þessa leið: “Ekki’ er það hjúkarnir, holtin og hraunin, sem framast vér þráum. Það er ekki ísland hið ytra, sem einkum í huga vér sjáum. Heldur hið andlega Island, sem elskum vér tignum og dáum.” Það kemur Guttormi skáldi auðsjáanlega að góðu haldi við ljóðagerðina, hve hárnæmur hann er á söng, og gagnkunnur hinum og þess- um hljóðfærum; ef svo væri eigi, myndi hann naumast hafa kveðið “Upprisan”, bls. 18, er lýk- ur með þessum tveim eftirgreindum erindum: - “Kvaddur er eg Til kvæða fórnar Á heimshljóma Háaltari Með frumskóga flautum Og flúðahörpum, Vinda belgpípum Og vatnabumbum.” • “Leik eg á lýru, Lágir eru tónar. En kyngislungnir Og kunna að eiga Þátt í lífssöngva Lögum nýjum Við himinhnatta Háttalykla.” Glæsileg og mergjuð að ínnviðum og mál- fari, eru kvæðin, sem helguð eru heimför séra Ragnars E. Kvaran og frúar hans, og “Tweeds- muir lávarður”, sem höfundur flutti við komu hans til Gimli. Hunangsflugur eru kostaverur, þó þær stingi stundum all óþyrmilega, og að því leyti eiga “Hunangsflugur” Guttorms sammerkt við hinar raunverulegu nöfnur sínar; kvæðið “Korn”, sem fjallar um kornsölubrask skýrir sig sjálft, en því lýkur með eftirgreindu erindi: “Það korn, sem eg átti um síðir var selt en samt, þó mér fyndist það leitt, það var ekki afhent og ástæðan til sú ein, að það var ekki neitt. Eg hafði ekki auðgast að öðru en því að enda mitt fjárhættuspil. En ábyrgð og geymsla og kaupskifti keypt á korni, sem var ekki til.” Kvæðið “Tréð”, bls. 60, er sígilt snildarverk; það hefst á þessu erindi: “í æskunni varst þú mitt einasta vígi gegn öllUjþví lága, minn himnastigi, Sem bar mig á grein upp af grein. Og þá urðu landshornin, línan og deildin Svo lítil að sást ekki annað en heildin, Og heildin var eilíf og ein.” að segja allar bygðir landsins eru meðfram sjónum. Fáir munu þeir íslendingar vera, sem aldrei hafa staðið einhversstaðar á eyði- strönd og horft á freyðandi öld- urnar æða yfir fjörusandinn eða lemja klettana, og hugsað líkt og Byron, er hann orti þessar ljóð- Iínur: “There is a rapture on the lonely shore, there is society where none intrudes by the deep sea, and music in the roar.” Þetta ljóð er næsta táknrænt, eins og gleggst kemur í ljós, þá síðasta vísan er krufin til mergjar: “Á meðan þinn jafningja’ eg freistaði að finna, Og fann ekki neinn meðal trjánna hinna. Þá skeði og loks kom í ljós, Að staðar ei numið lét maður við morðið, I mylnu þig sagaði niður í borðvið Og gerði úr þér flór í sitt fjós.” 1 “Hunangsflugum” 'ær allmargt lausavísna, sem nokkuð eru misjafnar að gæðum, þó sumar séu hinar prýðilegustu, eins og sú, Til skálds: “Samtíð kafar kingi snjós, Köld á undanhaldi. Framtíð vöknuð les við ljós Ljóð þín inni í tjaldi.” Um gömlu pólitísku flokkana farast höfundi þannig orð í eftirfarandi vísu: “Fylgi sníkja flokkar tveír, Fárra en ríkra vinir. Plata, svíkja og pretta þeir Pólitíkar synir.” Um kvæði Guttorms skálds leikur blær sannr- ar karlmensku; og þótt vitað sé að höfundur þeirra hafi eigi ávalt verið borinn á gullstól, þá eru ljóð hans engu að síður laus við barlóm og sjálfsaumkvun. Guttormur skáld gerir sjálfan sig sjaldnast að yrkisefni; hann á úr nógu að moða fyrir því. “Hunangsflugur” Guttorms verðskulda víð- lestur, enda mun þeim vafalaust verða tekið með fögnuði. Ljóðasafn þetta er hið vandaðasta að öllum frágangi, og kostar í vönduðu bandi aðeins hálfan annan dollar. * Hin sérátœðu forlög Íslands Eftir Paul J. Halldórsson, 2450 Ester Ave., Chicago. Á þessari árshátíð, sem vér Chicago-íslend- ingar í félaginu Vísi, höldum undir beru lofti, er það oss bæði gleði og heiður að vegsama hinn mikla mann, Jón Sigurðsson, og minnast afmælis hans ásamt þjóðbræðrum vorum heima á íslandi, sem einmitt nú halda helgan fæðingardag hans og alls þess, er hann táknar, um leið og þeir fagna því að hafa hlotið fullt frelsi og algert sjálfstæði. Vér bjóðum ísland velkomið í sam- band hinna frjálsu þjóða, sem sjálfstæða systur- þjóð Bandaríkjanna. Til er fornt íslenzkt orðtæki, sem þannig hljóðar: “Þrátt fyrir alt og alt er ísland bezta landið, sem sólin skín upp á”.* Margir útlend- ingar mun rengja sannleika þessara orða. Eg efast ekki um að mikill meiri hluti hermanna vorra muni segja eitthvað á þessa leið þegar þeir koma heim eftir að hafa dvalið langdvöl- um á íslandi: “Eg lofa sannarlega hamingjuna fyrir að vera kominn í burt frá þessu eyðimerk- ur landi.” Og þeir færa fram margar líkur máli sínu til sönnunar. Það er óvistlegt land að mörgu leyti og hefir fátt að bjóða, sem aðlað- andi sé fyrir þá, sem heima eiga í hinum hlýrri löndum og gróðursælli. En í augum Islendinga, þeirra sem frá Is- landi komu og jafnvel í hugsun annarar og þriðju kynslóðar á landið yfir svo töfrandi fégurð að ráða að það er unaðslegt og heill- andi. Þeir elska hvern einasta þumlung af land- inu frá hinum vogskornu ströndum upp á hæstu jökultinda jafnvel hraunin og eyðimerkurnar. Þeir elska hin heiðbláu fjöll, hinar straumhörðu ár, hina djúpu og mjóu firði, hin hrikalegu standberg, hinn hrynjandi foss, hin grænu engi og heiðar, hin fiskisælu vötn, hinar fjölbreyttu fuglahjarðir, hina tindrandi jökla, sem rísa eins og risar upp úr hálendinu, miðnætursólina og síkvikar öldur hins dularfulla hafs, er sífelt skola strendurnar. Já, þeir elska alt þetta. Svo *) Ólafur Grænlandsfari. (þýð.). Fáir mun þeir, sem ekki hafa staðið hrifnir og horft á mið- nætursólina, þegar hún aðeins hvarf um stundarsakir og birt-' ist aftur örlítið lengra til hægri. Á norðurhluta eyjarinnar, sezt hún ekki sumstaðar í heila viku um hásumarið. Þá má ekki gleyma hinum óviðjafnanlegu norðurljósum. Þannig er útsýnið á íslandi, dýrðlegt og dásamlegt; þótt það, ef til vill, jafnist ekki á við sumt í öðrum löndum, þá er það miklu fegurra á öðrum sviðum. Það ríkir yfir sérstæðri og hátíðlegri fegurð, sem jafnvel birtist bezt og fullkomnast í hin- um breytilegustu og tröllslegustu myndum. En þeir íslendingar, sem þekkja sögurnar og hinar skáld- legu bókmentir, sjá minjar og myndir og sagnræna svipi hjá hverri laut og hverjum hól eða kletti. Þeir sjá ekki eniungis hið efnislega landslag með öllum sín- um sérkennum og einkennum, heldur sjá þeir einnig í huga sér svipi þeirra, sem í fjarri fortíð áttu þar stjórn og starfssvið. ís- land er söguríkt land þar sem sagnir og sögustaðir blandast eða vefjast saman og mynda þá óvið- jafnanlegu fegurð, sem íslend- ingar sjá þar og gleðjast af. I mínum huga hefir ísland sér- stakt aðdráttarafl — eg dái hinn stórkostlega svip þess og þess undraverðu sögu. I fyrsta lagi dáíst eg að því að þessi örlitla þjóð skyldi geta varðveitt líf sitt og tilveru öld eftir öld og miðlað heimsmenningunni því tillagi sem raun varð á. Ibúar íslands eru ekki fleiri en íbúar hinna amerísku smáborga: Elizabeth í New Jersey, Fort Wayne í Ind,ana eða Sacramento í Californiu. Þá er það aðdáunarvert að þessi örlitla þjóð skyldi stofna lýðveldi, frjálsa stjórn með ákveðnum lögum, einmitt á þeim tímum þegar ekkert lýðræði þekkist annarsstaðar. Svo var fjarri því að nokkurt lýðræði væri til að jafnvel var hvergi nokkur fyrirmynd, sem hinir hraustu Norðurlandamenn gætu sniðið eða bygt eftir. Þeir vissu ekkert um fyrirkomulag Grikkja eða Rómverja, sem forfeður vor- ir, Bandaríkjamanna, fóru eftir, þegar þeir stofnuðu lýðstjórn síná hér. Árið 930, þegar ísland- ingar stofnuðu Alþingi að Þing- völlum, hafði kristnin enn ekki borist þangað norður; það er því hér um bil víst að þeir gátu ekkert vitað um Grikki né Róm- verja. Samt sem áður stofnuðu þeir lýðstjórnarríki — fyrirmynd arlaust. Þriðja atriðið, sem merkilegt er í sambandi við ísland, til forna, er það að á þeim tímum sem myrkur og þekkingaleysi hvíldi yfir allri Evrópu, þá var þessi dverglitla þjóð að skapa bókmentir, sem áttu það fyrir sér að liggja að auka og auðga heimsmenninguna. Skólar voru stofnaðir og margir lærðir menn söfnuðu saman sögum og Ijóðum frá öllum Norðurlöndum í var- anleg handrit, rituð á máli lands- ins sjálfs — alþýðumálinu. I öðrum löndum Evrópu var það litla sem til var, ritað á latínu eða grísku. Til dæmis byrjaði Chaucer ekki að skrifa fyr eri tveimur öldum seinna. Gullöld Islendinga stóð því yfir á þeim tíma, sem ekkert samstætt átti sér stað í öðrum löndum Evrópu. Margar ástæður hafa verið taldar fyrir þessu gullaldar tíma- bili í sögu íslands. — Sumir telja það því að þakka að þetta fólk var komið af beztu stétt manna í Noregi, stétt sem heldur kaus útlegð en ófrelsi undir harð- stjórn Haralds hárfagra, sem lagði undir sig alla smákonunga á níundu öldinni. Aðrir halda því, fram að ísland hafi ekki byggst frá Noregi nema að nokkru leyti. Margir, sem þangað fluttu, hafi fyrst farið til brezku eyjanna: Irlands,. Englands og Skotlands, og blandast þar um nokkurt skeið við ýmsar þjóðir áður en þeir loksins hafi sezt að á íslandi. Sumir sagnfræðingar halda því fram að 30% af Is- lendingum séu af írskum upp- runa, Preston Bradey, prestur í Chicago, heldur því fram í spaugi að frægð Islendinga sé því að þakka hversu mikið Sé í þeim af írsku blóði. Það er ekkert efamál að öll þessi atriði hafa átt sinn þátt í því að skapa dýrð sögualdarinn- ar; en það er þó meira en lík- legt að aðrar ástæður og enn þá þýðingarmeiri hafi verið að verki með þeim árangri, sem af því varð. Mér finst líklegt að lega íslands og afstaða þess til anriara landa eigi hér nokk- urn hlut að máli. Margir fleiri Norðmenn urðu eftir í Noregi og sannleikurinn er sá að allur Noregur, Svíþjóð og Danmörk voru ein og sama þjóðin á þeim tímum, og voru þær sameiginlega nefndar Norð- menn. Það er að vísu satt að sams- konar menning þroskaðist í Nor- egi um sama leyti og ef til vill hefir það sama átt sér stað á öðrum stöðum á Norðurlöndum, en þrátt fyrir það blómgaðist ekki sú hreifing á nokkrum stað á Norðurlöndum í sama mæli og á íslandi. Öll Norðurlönd nú á dögum skoða ísland sem vöggu menn- ingar sinnar, og væri það ekki íslandi að þakka, vissu menn sáralítið um Norðurlönd á þeim tímum. Af þessum ástæðum er það að Svíar, Norðmenn og Dariir bera sömu virðingu fyrir Islandi og íslendingar sjálfir. Ef þessi menningar alda á því að tileinkast nokkurri sérstakri þjóð, hví skyldi þá ekki finnast meiri merki þessarar sögu menn- ingar á þessum öðrum Norður- löndum, þar sem miklu fleira var fólk en á íslandi og þar sem aðstaðan virtist vera miklu þægi- legri fyrir menningar athafnir og framfarir? Langir tímar friðar og öryggis hafa æfinlega verið grundvöllur að menningar starfsemi.' Þetta fólk, sem alt var þegar samein- að af þessum sömu menningar áhrifum, fann þetta eyðiland — þessa eyðiey, þar sem það gat lifað í friði án utan að komandi áhrifa. Það var eitthvað í þessu nýja umhverfi, sem smám saman vandi það a^ gamla víkingaand- anum og leiddi það til friðsam- legra starfa. Þetta fólk hætti ekki samgöngum og viðskiptum við meginlandið, en það hugsaði sér eftir eigin geðþótta án þess að vera knúið .með ofbeldi til þess að beygja sig undir utan að komandi völd. Skáld og sagnaþyljendur ferð- uðust til útlanda, til Noregs, Englands og annara landa Evr- ópu; þeir gengú þar fyrir kon- unga og jarla og fóru svo heim aftur með nýtt efni í nýjar sög- ur og ný ljóð. Þannig var það að meðan kon- ungar og höfðingjar börðust um önnur Evrópulönd gátu lærðir menn á íslandi unnið í ró og næði á hinni afskektu eyju án þess að vera ónáðaðir eða áreittir af nokkrum. Það var tvent, sem verndaði þá: 1 fyrsta lagi hið víðáttumikla og hættulega haf, sem aðgreindi þá frá Evrópu og varði þá ofsóknum eða ásóknum, og í öðru lagi sú skoðun að land- ið væri gróðursnautt og næstum því óbyggilegt; ræningjar og herkonungar héldu því að þang- að væri lítið að sækja og þar fátt að finna. Þeir héldu því skipum sínum til suðurs, þar sem loftslag var mildara og löndin auðugri. Þannig voru þeir fríir og frjáls ir að starfa í næði í hálfa fjórðu öld, og leggja óáreittir grund- völlinn að framtíð sinni. Fyrsta öldin sem lýðræðið varði var kölluð Söguöldin. Sá tími var sannarlega ekki laus við óeirðir og hryðjuverk; en hún var nokk- urs konar brú yfir djúp tímans frá Víkingaöldinni til kristninn- ar. Önnur öldin var kölluð Frið- aröldin, meðan hún varði ríkti friður og ró og lærðir menn gátu gefið sig alla við vísindum, bókmenntum og skáldskap. Á þessu tímabili var kristni lög- tekin. Á þriðju öld þessa tíma- bils blómgaðist skáldskapur og sagnaritun, er á seinni helmingi hennar hnignaði öllum menning- ar- og friðarstörfum og endaði með því, sem kölluð var Sturl- ungaöldin; þá ríkti fjandskapur og flokkadráttur, uppréistir og blóðsúthellingar og gullaldar- tímabilið endaði með því að Is- lendingar töpuðu frelsi sínu árið 1364. Þannig var það hér eins og altaf á sér stað að frelsi og lög- hlýðni leiddi af sér frið og far- sæld en hryðjuverk og ofbeldi, sem leiddi til útlendra yfirráða hafði í för með sér hnignun og eyðilegging. Eitt af því sem leiddi af sér bókmentaafrek íslendinga var það að þar var engin lénsstjórn. Á þeim tímum var aftur á móti lénsfyrirkomulag um alla Evr- ópu. Því var þannig varið að þjóðfélagið brotnaði alt upp í smádeildir til sjálfsvarnar, þeg- ar miðstjórnin "brast og engin vörn var lengur gegn ribböldum og óaldarseggjum. Fólkið lét af hendi öll yfirráð til héraðshöfðingja, sem átti að vernda það, ef á þurfti að halda. Þar var nokkurskonar miðstöð, er kölluð var kastali til varnar í ásóknum úr öllum áttum. Slíkar stofnanir gátu ekki skap að sameiginlegan þjóðlégan anda og þess vegna var ekki um nein- ar þjóðlegar bókmentir eða menningu að ræða. ísland slapp við þetta fyrirkomulag, vegna þess hve afskekt það var, og við alla þá ógæfu, sem því fylgdi. Þegar ísland tapaði sjálfstæði sínu, ríkti þar lengi myrkur og andleg nótt, þrátt fyrir það þótt þjóðin aldrei sliti að fullu og öllu samband við hina liðnu tíð ljóss og menningar — jafnvel ekki þegar allra dimmast var og skórinn krepti mest. En á þessu dapra tímabili töp- uðust flestar sögurnar og fundust ekki aftur fyr en á 17. og 18 öld. Það var að ekki fyr en á 19. öldinni að hinn forni andi reis upp að nýju, þótt þess megi geta að Magnús Stephen- sen reyndi að hefja nokkrar um- bæíur og blása menningaranda í þjóðlíf Islendinga á grundvelli þjóðvakninga stefnunnar í Evr- ópu á 18. öldinni. En nútíðar ísland á endurvakn- ing sína að þakka Bjarna Thor- arensen, sem byrjaði ásamt Jón- asi Hallgrímssyni að yrkja vakn- ingarljóð og örva íslendinga til þess að leita sjálfra sín í alvöru. Þótt einkennilegt sé hófst þessi hreifing með rómantísku stefn- unni á Þýzkalandi. Menning 18. aldarinnar náði hámarki sínu með stjórnarbylt- ingunni á Frakklandi og í Banda ríkjunum. En í stað þess að leiða af sér hernaðarlega stjórnarbylt- ingu á Þýzkalandi, varð rireif- ingin þar til þess að vekja sterka þjóðernisæsingu og uppreist gegn allri erlendri yfirdrottnun. Þessi hreifing breiddist út til Danmerkur og þaðan til íslands. Frá þeim tíma og fram á þennan dag hafa Islenzk skáld og rit- höfundar aðallega valið sér ís-' land og fornsögu þess að umræðu efni; kennir þar heitrar og á- kveðinnar eggjunar og er allra krafta neytt til þess að vekja þjóðina og hefja hana. Eggjanirnar hafa oftast náð há-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.