Lögberg - 31.08.1944, Blaðsíða 1

Lögberg - 31.08.1944, Blaðsíða 1
PHONES 86 311 Seven Lines V® *° Coí- a LYte& For Beiier Dry Cleaning and Laundry PHONES 86 311 Seven Lines \V*£. ioí \ \ aO’ ,úve ,4 efv CoT >te» atl Service ■•* - ** and ,-íoú Saiisfaction 57. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 31. ÁGÚST, 1944 NÚMER 34 Sveinn Björnsson forseti staddur í New York Lieut. Gordon A. Paulson Lieut. Frederick B. Paulson í nafnalista særðra og fallinna canadiskra hermanna, sem birt- ist í síðustu viku, voru nöfn þessara íslenzku bræðra, sona Mr. og Mrs. Gordon A. Paulson, 351 Home St., Winnipeg. Er Lieut. Frederick fallinn en hinn bróðirinn hættulega særður. Lieut. Frederick B. Paulson gekk í herinn í stríðsbyrjun, sept. 1939, og fór austur um haf í ágúst 1941. Áður en hann gekk í herinn, stundaði Y.ann nám við Manitoba háskólann og hafði lokið þriðja ári í Engineering. Sögulegur viðburður Fimtudaginn 24. ágúst átti sér stað sögulegur atburður í Was- hington, því þá steig á land for- seti íslands, sem gestur Banda- ríkjaforseta. Hér býr meira undir en á yfirborði sézt, er foringi litlu þjóðarinnar, sem hafði kjark og traust til þess að endurreisa lýð- veldi sitt mitt í veraldarstríðinu, er gestur hinnar voldugu þjóðar í Vesturheimi, sem var fyrst til að viðurkenna rétt smáþjóðar- innar. Handtak forsetanna beggja er trygging á vináttu tveggja þjóða, og þetta á sér stað einmitt þegar verið er að ráðgast um öryggi fyrir allan heiminn eftir stríðið, og þegar kúgunarvald Þjóðverja er að líða undir lok. Skömmu fyrir kl. 4 e. h. ók Thor Thors sendiherra, ásamt Henrik Sv. Björnssyni og Þór- halli Ásgeirssyni á flugvöllinn í Washington. Ekki léið á löngu áður en fjögra hreyfla flutnings flugvél settist á land. Kl. 2 á mið vikudag lagði forseti af stað frá íslandi, hafði næturdvöl í New Foundland og kom til Washing- ton kl. 4.10 á fimtudag. í fylgd með honum voru utanríkisráð- herra Vilhjálmur Þór, Pétur Eggerz, skrifari forseta, og Bjarni Guðmundsson, blaðafulltrúi. Viðstaddir til að taka á móti forseta voru: Under Secretary of State, Edward R. Stettinius, Assistant Secretary of State Adolf Berle, Mr. H. S. Cumming, Chief og Scandinavian Division Mr. Matthews, Chief of European Division, Mr. Muir, Ceremonial Officer of Protocol. Myndir voru teknar af athöfninni, þar á meðal kvikmyndir fyrir United News Reels. Það sást strax á forseta ís- lands, að hann er fjörmaður mik- ill, hvatur og ræðinn. Hann kunni vel við sig og lét sér hvergi bregða þegar ljósmyndararnir söfnuðust að honum á meðan hr. Thor Thors var að kynna fyrir honum móttökunefndina frá Hvítahúsinu. Hann brosti góð- látlega fyrir blaðamennina og þeir létu vel yfir því. Svo gengu þeir hlið við hlið eftir flugvellinum Sveinn Björns son, forseti og Edward R. Stett- iríius og spjölluðu kumpánlega saman. Síðan var haldið áleiðis til Hvíta hússins í stjórnarbílum með lögreglufylgd. Farið var yf- ir Memorial Bridge, sem liggur yfir Fotomac fljótið og svo fram- hjá Lincoln Memorial. Þegar for- seti íslands nálgaðist Hvíta húsið, beið heiðursvörður hermanna meðfram götunum og er komið var að Hvíta húsinu var stað- næmst á grasvellinum fyrir fram an húsið og var þar herlið ásarnt U.S. Marine Corps hljómsveit- inni. Var forseta þar fagnað með Ó, Guð vors lands, og síðan var leikið Star Spangled Banner. Að því loknu var haldið inn í Hvíta húsið og beið þar Roosevelt for- seti og tókust þar í hendur for- seti Bandaríkjanna og forseti Is- lands. Á meðan þeir spjölluðu saman um stund voru enn fleiri myndir teknar og síðan var hald- ið á efri hæð Hvíta hússins og þar sezt að tedrykkju. Klukkan átta um kvöldið hélt Roosevelt forseti kvöldverð fyrir forseta Islands. Auk utanríkis- ráðherra íslands, Thor Thors sendiherra og Henriks Sv. Björns sonar, ritara sendiherra, voru viðstaddir: The President. H. E. The President of Iceland, Sveinn Björnsson. H. E. The Minister of Foreign Affairs of Iceland, Vilhjálmur Þór. The Minister of Iceland, Thor Thors. Mr. Hinrik S. Björnsson, First Secretary of Legation. The Speaker. Mr. Justice Jack^on. The Secretary of the Treasury. The Secret^ry of War. The Secretary of Agriculture. Senator Arthur H. Vandenberg. Senator Tom Connally. Senator Claude Pepper. Hon. Ralph A. Bard, Acting Secy of the Navy. Hon. Wayne C. Taylor, Acting Secy of Commerce. Rep. Sol Bloom. Rep. James W. Wadsworth. Rep. J. William Fulbright. Admiral William D. Leahy. Lt. Gen. A. A. Vandegrift. Lt. Gen. Joseph T. McNarney. Vice. Adm. F. J. Horne. Vice. Adm. Ross T. Mclntire. Hon. Stephen T. Early. Maj. Gen. Edwin M. Watson. Hon. William D. Hassett. Hon. Edward R. Stettinius, Jr. Hon. Donald M. Nelson. Judge Fred M. Vinson. Hon. Leo T. Crowley. Judge Samuel I. Rosenman, Hon. George T. Summerlin. Hon. James C. Dunn. Hon. Byron Price. Hon. Basil O’Connor. Maj, Gen. John T. Lewis. Brig. Gen. Fredirick H. Kimble Capt. Harry W. Baltazzi. Eftirfylgjandi skeyti barst blað inu á þriðjudagsmorguninn: “Forseti Islands kom flugleiðis frá W’ashington til New York kl. 2,30 á sunnudaginn. La Guardia borgarstjóri, aðalræðismaður Helgi Briem og frú tóku á móti honum á flugvellinum. 1 för ineð forseta voru utanríkisráðherra, Vilhjálmur Þór; Thor Thors sendiherra og frú; Bjarni Guð- mundsson blaðafulltrúi utan- ríkisráðuneytisins; Pétur Eggerz ritari forseta; Hinrik Björnsson sendiráðs ritari og frú; fröken Elizabet Björnsson; Dr. Edward Thorláksson og fulltrúar Banda- ríkjastjórnar. Á flugvellinum voru einnig fjöldi íslendinga og Vestur-ís- lendinga, bæði fólk búsett í New York og fólk aðkomið, sérstak- lega til að fagna forseta, frá Canada og Bandaríkjunum. Þegar forseti kom út úr flug- vélinni afhenti tveggja ára dóttir aðalræðismanns hjónanna, hon- um blómvönd, en margir blaða- ljósmyndarar tóku myndir. Síðan var ekið með heiðursverði til Waldorf Astoria hótelsins. Á sunnudagskvöldið höfðu aðal ræðismaður og frú boð þar, til heiðurs við forseta og ráðherra. Viðstaddir voru eingöngu ís- lenzkir gestir og konur þeirra. Dr. Briem ávarpaði forseta og ráðherra með virðulegri og skörulegri ræðu. María Markan söng þjóðsönginn; séra Valdimar Eylands las borðbæn; Dr. Beck flutti minni íslands og kveðjur frá Þjóðræknisfélaginu; Hannes Pétursson flutti kveðjur Canada manna. Vilhjálmur Stefánsson flutti kveðjur Ameríku; aðrir ræðumenn voru Gunnar Björn- son, Árni Helgason, Grettir Jó- hannson og Bjarni Guðmundsson er mintust Vestur-Islenzkra blaðamanna. Að lokum þökkuðu forseti og ráðherra. Mælti for- seti fyrir minni íslenzku þjóðar- innar, austan hafs og vestan en ráðherra fyrir minni Bandaríkja og forseta þeirra. Thor Thors sendihefra þakkaði íslenzku kjör- ræðismönnunum fyrir vel unnin störf þeirra. Samkoman fór prýðilega fram og var um alt hin virðulegasta. Síðdegis á mánudag höfðu Briem hjónin almenna móttöku á sama stað fyrir alla íslendinga í New York og nágrenni og víð- ar að. Á þriðjudaginn hafði La Guardia borgarstjóri máttöku til heiðurs forseta og ráðherra. Bjarni Guðmundsson, blaðafulltrúi íslenzka utanríkisráðuneytisins. París leyst úr ánauð Á Frakklandi fara Nazistar álstaðar halloka fyrir herjum bandamanna. Hver borgin af annari er frelsuð úr klóm óvin- anna. Franska þjóðin sjálf hefir átt stóran þátt í sigrunum á Frakklandi. Frönsku innanlands hersveitirnar svokölluðu hafa unnið að því stöðugt að leggja allskonar tálmanir í veg fyrir óvinina og hafa gert þeim eins erfitt fyrir og mögulegt var. Á laugardaginn 19. ágúst hóf- ust bardagar milli Frakka og Nazista í París. Hatur hinna nið- urbældu borgarbúa blossaði upp. Borgin var í uppnámi. Nazistar réðu ekki við neitt. Her banda- manna var óðum að nálgast borg- Á miðvikudaginn tilkyntu ma. Frakkar að þeir væru búnir að ná borginni á sitt vald en það reyndist ekki rétt, Nazistar veittu enn viðnám. Á föstudag- komust hersveitir banda- Stefán Einarsson Einar P. Jónsson Ritstjórar íslenzku blaðanna eru nú staddir.í New York. Voru þeir boðnir þangað af ríkisstjórn Islands til fundar við Svein Björnsson forseta íslands. Guðmundur Jónsson, söngvari mn manna til Parísar og laugardag- inn 26. ágúst gáfust Nazistar upp. Herforingi Nazista skrifaði undir uppgjöfina og gaf síðan öllum hersveitum sínum í París skipun um að leggja niður vopn. París var frjáls. Fögnuði Parísarbúa verður ekki með orðum lýst. Fólkið þyrptist út á göturnar og þúsund- ir sungu þjóðsönginn “Marseill- aise”, og hermennirnir voru faðm aðir og kystir. Gen. de. Gaulle hefur nú sett upp höfuðstöðvar sínar í París. Parísarbúar tóku á móti honum með miklum fögnuði. Samt eiga Nazistar þar fylgjendur ennþá. Tvær banatilraunir voru gerðar við Gen. de Gaulle, eftir að hann kom þangað. FRJÁRSLYNDI FLOKKURINN SIGRAR Um síðustu helgi á heitu en þó hressandi kveldi, barði eg á dyr Guðmundar Jónssonar söngvara á Alexandria stræti. Kom hann sjálfur til dyranna eins og að hann var klæddur. I hinni vist- legu stofu hans þar sem as hver krókur og kimi bar þögulan vott um þjóðerni hans með blöðum, bókum og myndum. Þó fanst mér að hans helgasti reitur væri borð eitt þar sem að á stóð fáni íslands, mynd af foreldrum hans og fimm systkinum og nokkrir glærir molar úr silfurbergi af austurlandi. Liberal flokkurinn var endur- cosinn á mánudaginn í fylkiskosn ingunum í New Brunswick. Fékk hann 36 sæti af 48 og hefur þann ig aukið stórlega fylgi sitt. Pro- gressive Conservative unnu hin 12 sætin. SPÁNÝTT 1 SÖGU CANADA Fyrir skemstu fór fram hjóna- vígsla í þinghúsinu í Ottawa, það er sú fyrsta gifting sem þar hefir nokkru sinni farið fram, og er merkilegur viðburður og ekki sízt fyrir það að hjónavígslan var framkvæmd af íslenzkum presti, séra H. I. S. Borgford, presti unitarakirkjunnar í Ott- awa, The Church of our Father, Brúðurin var Diana Gordon Lennox, einkadóttir frú Lennox Kingsmill. Brúðguminn var James F. C. Wright frá Cape Breton. Giftingarathöfnin fór fram skrifstofu þeirri í þinghúsinu, sem J. S. Woodsworth, stofnandi C.C.F. flokksins hafði, er hann var þingmaður í Ottawa. Hitler situr á ráðstefnu upp í Berchtesgaden með yfirherfor- ingjum og stjórnarforystumönn- um sínum. Laval, Petain og Herriot voru teknir til fanga af nazistum og fluttir til Þýzkalands. Hinn 88 ára gamli Petain sendi þjóð sinni orð þess efnis að öll hans undir- gefni við Nazista hefði verið í þeim tilgangi að tryggja velferð frönsku þjóðarinnar. EMIL THORODDSEN, tónskáld Eftir að við höfðum talað um landsins gagn og nauðsynjar spurði eg hann hvað hann vildi syngja fyrir mig. “Eg skal spila “Bára blá,” sem að eg hefi hér á plötu eftir mig,” svaraði hann, og mér fanst að enginn gæti sungið þetta jafn yndislega sem hann, Reykjavíkur eigin Caruso, þar sem að hvert orð var eins tært og skýrt sem silfurbergið á borðinu hjá honum, auk sálar- innar sem í því var. f Guðmundur er fæddur 10. Maí, 1920, í höfuðstað íslands en son- ur Jóns Þorvaldsonar kaup- manns í Reykjavík og Halldóru Guðmundsdóttur. Því miður get eg ekki rakið ættir hans hér, en án efa hljóta að standa að hon- um sterkir stofnar einhverstaðar auk glæsilegra foreldra hans. Guðmundur er 210 punda maður yfir 6 feta hár, fríður og dreng- mannlegur á svip og framkomu allri, dökkhærður og dökkeygð- ur, strangur reglumaður, mikill bókavinur, Islenzkur mjög í anda og fróður um margt; græsku^ lausri gamansemi hans (sen of humor) er vinum hans/Vel kunnugt um — Guðmund[ur er útskrifaður úr verzlunferskóla lsland$, enfremur feng/g fram- halds mentun í Hull áÆngiandi. Skáti hefur hann /yerið frá blautu barnsbeini og/fergast með GUÐMUNDUR JÓNSSON, söngvari andaðist í Landakotsspítala í nótt eftir skamma legu. Hann veiktist skömmu eftir þjóðhá- tíðina og var fluttur í sjúkrahús fyrir fáeinum dögum. Emil Thoroddsen var 46 ára gamall, sonur merkishjónanna Þórðar læknis Thoroddsen og önnu Pétursdóttur Guðjohnsen. Var hann löngu þjóðkunnur maður fyrir tónlistarstörf sín. Verður hans nánar getið síðar hér í blaðinu. —Vísir, 7. júlí. þeim um víða verölfd, þar ag auki verið ritstjóri Ská|tablaðsins um tíma — 1 tvö ár laLrði hann söng hjá hinum víðfra£ga söngmanni Pétri Jónssyni í feeykjavík, sem að Guðmundur /dáist mikið að bæði sem mam/i og kennara, en að undanförnu fhefir hann stund að nám hjá TLe Samoiloff Bel Canto StudiosJ and Opera Acad- emy in Los AiLggies, vjg mikinn orðstyr bæði Ajá kennurum sín um og. óheyrlndum, en í sam bandi við það* ídi eg jata hérmeð tvær greinar um sem að eg tók næstum því af handa hófi úr búnka af bollaleggingum um hann, dómum og spám um fram- tíð hans. Pacific Coast Musician, June 3, 1944: “Gudmundur Jónsson, Icelandic baritone, sang Eri Tu from The Masked Ball arjd a group of his country’s traditional folk songs. He closed the prog- ram with Cadman’s newest song, Don in the Deep Void Tank. Jonsson has a remarkable voice that appears to know no limits as to compass. The quality is ex- cellent and the power is extra- ordinary. When this young Vik- ing has had more experience and has gotten his magnificent voice under cornplete control, he is likely to make vocal history.” Hollyood Citizen-News, June 12, 1,944: “A phenominal bari- tonje , already of Metropolitan pcywer, range and timbe, was dis- píayed by a young Icelander, Gudmundur Jonsson. His voice holds a rich emotional quality, while his enunciatiþn made every word clear in the “Eri Tu” aria from Verdi’s “Masked Ball” and a superbly dramatic reading of the “Volga Boatman’s Song,” in Russian. A Prediction. If this young man is not in the Metropolitan within the next couple of years, this scribe, for one, will be very surprized.” Nú er Guðmundur á leið til ís- lands, en snemma á næsta ári hugsar hann sér að koma aftur til sólhýru Californiu en þá til langdvalar. Eftir að hafa þakk- að honum fyrir margar ógleym- anlegar skemtistundir og árnað honum góðrar ferðar og heim- komu, sögðum við góða nótt. Skúli G. Bjarnason, Los Angeles.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.