Lögberg - 31.08.1944, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 31. ÁGÚST, 1944
. ^.-■■■H.ögfaerg
£ GeíiB út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS, LIMITED
, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba
]• Utanáskrift ritstjórans:
I; EDITOR LÖGBEKG,
695 Sargent Ave., Winnipeg Man.
Editor: EINAR P. JÓNSSON
!’ Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram
The "Lfigberg” is printed and published by
• Tne Columbia l’ress, Limited, 695 Sargent Avenue
' Winnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
Göfugir geálir
Sennilega hefur flestum Vestur-íslendingum
hlýnað um hjartarætur þegar þeir fréttu að
hinn ný-kjörni forseti Islands, Sveinn Björns-
son væri væntanlegur til Vesturheims, sem
gestur Roosevelts forseta. Þótt vér Séum borg-
arar þessara Vesturheims landa, þá eru tengsl
vor við ættlandið svo náin og sterk að vér
erum tiliinnirtganæmir fyrir öllu því, seir/
snertir íslenzku þjóðina. Vér gleðjumst og finn-
um til metnaðar ef stofnþjóð vor er heiðruð
á einhvern hátt, en með þessu vináttuboði frá
forseta hinnar voldugu Bandaríkjaþjóðar er
íslenzku þjóðinni sýnd viðurkenning og mikill
sómi.
Það ber og öllum saman um, sem til þekkja,
at þessi æðsti fulltrúi íslenzku þjóðarinnar, sem
þjóðin svo einhuga hilti á Þingvöllum 17. júní
s. 1. sé slíkum kostum búinn að hann muni efla
hróður þjóðar sinnar hvar sem hann fer.
í för með Sveini Björnssyni forseta er utan-
ríkisráðherra, Vilhjálmur Þór og komu þeir til
Washington um miðja síðastliðna viku. Engar
upplýsingar eru fyrir hendi um það hvaða mál
hafi verið til umræðu á fundi þessum, en senni-
lega mun hafa verið rætt um ráðstafanir við-
víkjandi Bandaríkjahernum á íslandi og her-
stöðvum þeirra þar.
í útvarpinu á laugardaginn var skýrt frá því,
að í viðtali við blaðamenn hefði Sveinn Björns-
sop forseti og Vilhjálmur Þór látið svo ummælt
að Bandaríkin hefðu aldrei farið fram á að hafa
herstöðvar á Islandi á friðartímum og þeir
væntu þess að Bandaríkin myndu efna þau
loforð sem gefin voru í samningunum 1941, að
taka allan her sinn frá íslandi, að stríðinu
loknu. Þeir tóku það jafnframt fram að það
væri engin efi í þeirra huga um það, að Banda-
ríkjaherinn myndi fluttur frá Islandi, strax og
hættunni á þeim stöðvum væri aflétt en
hvenær það yrði væri fyrir Bandaríkin að
ákveða.
Þegar stríðinu í Evrópu væri lokið myndi
þörf fyrir Bandaríkjaherliðið á stríðsstöðvun-
um í' Kyrrahafinu,
Eins og eðlilegt er hafa þessir forustumenn
hins ný-stofnaða lýðveldis mörgu að sinna um
þessar mundir og munu þeir því ekki koma
því við að heimsækja Vestur-íslendinga hing-
að -þar sem þeir eru fjölmennastir, en slíkir
gestir hefðu verið oss hér einkar kærkomnir.
Ríkisstjórn Islands hefur sýnt oss þann höfð-
ingsskap að bjóða nokkrum Vestur-Islending-
um til New York á fund þessara góðu gesta.
Voru boðnir aðallega fulltrúar frá þeim stofn-
unum sem barist hafa fyrir því að vernda ís-
lenzkt þjóðerni hér í álfu, og treista sambandið
milli Islendinga hér og heima. Voru það rit-
stjórar íslenzku blaðanna, forustumenn frá
kirkjufélögunum, forseti Þjóðræknisfélagsins og
ræðismenn íslands. Er þetta enn einn vottur
um þann góðhug, sem heimaþjóðin ber til vor
Vestur-íslendinga. Hún reynir á allan hátt að
sýna oss sóma. Samúð bræðra vorra á íslandi
og hinn vaknandi áhugi þeirra fyrir þjóðræknis-
málum vorum, hlítur að efla oss í baráttu vorri,
þessari ströngu þjóðræknisbaráttu sem vér höf-
um nú háð í sjötíu ár.
Vér fögnum hinum virðulega íslenzka þjóð-
höfðingja og fylgdarmanni hanpí utanríkis-
málaráðherranum og bjóðum þá velkomna til
Vesturheims. '
Nýr þjóðsöngur
Oft hefur verið minst á það í ræðu og riti,
bæði austan hafs og vestan að þörf væri á því
að íslendingar eignuðust nýjan þjóðsöng. I síð-
asta Tímariti Þjóðræknisfélagsins skrifaði rit-
stjórinn ýtarlega grein um þetta mál. Er “Ó,
Guð vors lands” talið of erfitt lag fyrir aðra
en æfða söngmenn, en lagið við “Eldgamla ísa-
fold”, sem oft er sungið sem íslenzkur þjóð-
söngur, er tekið að láni frá annari þjóð.
I tilefni af stofnun lýðveldisins á íslandi var
efnt til ljóðasamkepni og hafa bæði verðlauna
kvæðin verið birt í Lögbergi, voru þau eftir
Huldu og Jóhannes úr Kötlum. Þá var efnt til
samkeppni um tónlög og mun hið nýlátna tón-
skáld Emil Thoroddsen hafa unnið þau verðlaun.
Eftir fréttum að dæma virðist nú sem að þjóð-
in sjálf sé að velja sér nýjan þjóðsöng. Vík-
verji skrifar í Morgunblaðið:
“Margir hafa veitt því eftirtekt, að íslenzka
þjóðin er að taka sér nýjan þjóðsöng. Það hefir
ekki farið fram nein samkepni um þann söng
og engin verðlaun verið veitt og dómnefndin
er þjóðin sjálf.
Hinn nýi þjóðsöngur er “ísland ögrurrl skorið”
eftir Eggert Ólafsson, en lagið er eftir Sigvalda
Kaldalóns sem kunnugt er.
Þetta lag og ljóð var mest sungið allra á
þjóðhátíðinni og það skeikar ekki, að hvar sem
maður kemur þessa dagana og menn taka lagið,
skipar “ísland ögrum skorið” heiðurssessinn.
En er það ekki einmitt á þenna hátt, sem
þjóðsöngvar verða til? Þjóðin velur þá sjálf.
Þeir koma af sjálfu sér á eðlilegan hátt, en
ekki með því, að einhver nefnd segir: “Þetta
á að vera þjóðsöngur ykkar, góðir hálsar og
kyrjið nú hver sem betur getur!”
“ísland ögrum skorið” er tilvalinn þjóðsöngur
og hann verður það, ef þjóðin ákveður svo
sjálf. Lagið hefir flesta þá kosti. sem þjóð-
söngvar þurfa að hafa. Það geta allir sungið
það en það er atriði, sem er mikilsvirði. Hinn
gullfallegi þjóðsöngur, eða þjóðsálmur okkar
“Ó, guð vors lands” hefir ávalt verið erfiður
í söng. Það fundu menn best núna á þjóðhátíð-
inni. Allir vildu syngja með, en það voru ekki
nema bestu raddmenn, sem gátu sungið lagið
svo vel færi og það er ekki skemtilegt á há-
tíðlegum stundum að heyra söfnuðinn springa
í miðju lagi á sjálfum þjóðsöngnum. Auk þess,
sem það eru fjölda margir, sem leggja ekki út í
að syngja með vegna þess, að þeir vita, að
lagið er rödd þeirra ofviða.
Eg spái því, að það munu ekki líða mörg ár
þar til allir verða sammála um, að “Island
ögrum skorið” sé okkar þjóðsöngur, en það mun
þjóðin sjálf ákveða.”
Skrifað í fjarveru
ritstjórans
Hin íslenzka þjóðræknisstarfsemi í þessari
álfu er margþætt. Kirkjurnar hafa verið, sér-
staklega á fyrri árum, ein sterkasta stoðin
viðleitni vorri að vernda íslenzka tungu og
menningu. Starf Þjóðræknisfélagsins hefir bor-
ið mikinn árangur og öll íslenzk félög, þótt þau
hafi ekki verið stofnuð aðallega í þjóðræknis-
legum tilgangi, hafa orðið til að styrkja þetta
málefni.
En vafalaust eru íslenzku blöðin þær stofn-
anir, sem lang stærstan þátt hafa átt í við-
haldi íslenzkunnar og mest áhrif hafa í þá átt
að halda áhuga almennings vakandi fyrir þjóð-
ræknismálum vorum.
íslenzk félagsíeg samtök væru lítt möguleg
án íslenzku blaðanna, þau ná og til Islendinga
sem búsettir eru víðsvegar um meginlandið og
ekki hafa tækifæri til þess að tilheyra nokkrum
íslenzkum félagsskap; blöðin er það eina sam-
band, sem tengir þetta fólk við hinn íslenzka
heim og heldur lifandi í huga þess meðvitund-
inni um uppruna þess. Blöðin verðu þessu
fólki sem gamlir og kærir vinir og það hlakkar
til hinnar vikulegu heimsóknar þeirra.
Framtíð þjóðræknismála vorra er undir því
komin, hvaða afstöðu íslenzk heimili almennt
taka til þessara mála. íslenzku blöðin koma sem
þjóðræknis boðberar inn á heimilin í hverri
viku, og meðan íslenzku blöðin eru lesin eins
mikið og þau eru nú, er engin þörf á að ör-
vænta um framtíð íslenzkunnar og íslenzks
þjóðernis hér í álfu.
Ritstjórastarfið við þessi blöð krefst skapfestu
og góðhugar. Það er ekki heiglum hent að
standa altaf fremst í hinni ströngu þjóðræknis-
baráttu vorri vestan hafs, en þeir gefast aldrei
uppgjafarstefnunni á hönd. Þeir þreytast aldrei
á því að hvetja fólk til þess að varðveita sinn
dýrmæta menningararf. Þeir hafa altaf vakandi
auga á því fólki sem er, með afrekum sínum,
á einhverju sviði, að vinna sér og þjóð sinni til
sæmdar og þeir reyna að efla á allan hátt vin-
áttusambandið við bræður vora heima á gamla
landinu og reyna þannig að halda saman hópn-
um.
Starf ritstjóranna felst ekki aðallega í ræðu-
höldum, veizluhöldum og fundarsetum, þótt þeir
vitaskuld taki þátt í þessu eins og aðrir. Þeirra
hlutskipti er að standa á verði dag eftir dag,
viku eftir viku og ár eftir ár. Þeirra starf er
ekki arðsamt á efnalegan mælikvarða, en þeir
eiga dýrar hugsjónir sem þeir helga huga sinn
og hjarta.
Þeir æskja ekki neinna sérstakra viðurkenn-
inga né virðinga að launum fyrir starf sitt, hafa
eiginlega engan tíma til að vera að hugsa mikið
um sjálfa sig. Þeim verður best launað með því
að íslenzkur almenningur fylki sér um þessi
hugsjónamál sem þeim eru svo heilög, efli af
mætti viðhald íslenzkunnar og geymi sem bezt
sinn íslenzka menningararf og auki þannig á
manngildi sitt sem borgarar í þessu landi.
Ríkisstjórn íslands hefur í seinni tíð sýnt á
margan hátt að hún skilur gildi vestur íslenzku
blaðanna og metur að verðleikum hið mikla
þjóðræknisstarf sem ritstjórar þessara blaða
hafa leyst af hendi.
Meðal þeirfa sem ríkisstjórn íslands bauð til
New York á fund forseta Islands, voru ritstjórar
vestur-íslenzku blaðanna og mun flestum koma
saman um að þeir hafi verið þeirrar sæmdar
maklegir.
Að svo mæltu óskar Lögberg ritstjórunum
ánægjulegrar dvalar í New York og heillar
heimkomu.
Minni Bandaríkjanna
Flutt í íslenzka útvarpið
4. júlí 1944.
Eftir Prófessor Richard Beck
Góðir áheyrendur:
Það hefur æði oft orðið kær-
komið hlutskipti mitt heima í
Bandaríkjunum að minnast þeirr
ar fósturþjóðar minnar á frelsis-
degi hennar, 4. júlí, sem árlega
er haldinn hátíðlegur um landið
allt, eins og sæmir þeim mikla
og söguríka degi í æfi hennar.
Þess vegna var mér, sem íslenzk-
um þegni Bandaríkjanna, sér-
staklega ljúft að verða við til-
mælum' útvarpsráðs um það að
ávarpa landa mína í tilefni af
þessum þjóðminningardegi í sögu
hins merka menningarlands á
vesturvegum, fæðingarlands
konu minnar og barna, landsins,
sem mín daglegu störf eru vígð,
þó að þau séu góðu heilli jafn-
framt af öðrum þræði helguð ís-
lenzkum og norrænum fræðum
og menningarmálum.
Og þegar eg á þessum dégi,
sem sveipaður er ljóma mikillar
helgi í hugum allra sannra Banda
ríkjamanna, minnist Bandaríkj-
anna, þá rennur mér fyrst fyrir
hugskotssjónir landið sjálft. En
víðátta þess ér svo mikil, að
þar er í reyndinni um heila heims
álfu að ræða, á mælikvarða Noro
urálfu. Náttúruauðæfin og nátt-
úrufegurðin eru að sama skapi.
Hvað minnisstæðust mun þó
mörgum verða hin stórfelda
fjölbreytni landslagsins, sem þar
mætir auganu, svipbrigðin
mörgu í ásýnd lansins, hvort sem
minnt er á Klettafjöllin hrika-
fögru, sem gnæfa í bókstaflegri
merkingu “sem risar á verði við
sjóndeildarhring”, eða víðfeðmar
sléttur Mið-Vesturríkjanna, sem
líkjast einna helzt úthafi af ak-
urlendi. Því sagði eitt íslenzka
skáldið vestan hafs, er hann leit
yfir gróðursæla byggð Islend-
inga í Norður-Dakota, að þar
væri “akrahaf sem Húnaflói”.
Nú vita það allir sem um það
hugsa, að sambandið milli hvers
lands og þjóða þess er harla ná-
tengt. Það skildi Stephan G.
Stephansson manna bezt, eins og
fram kemur í hinum margdáðu
Ijóðlínum hans:
Þó þú langförull legðir
sérhvert land undir fót,
bera hugur og hjarta
samt þín heimalands mót.
Vissulega eru þau orð réttmæli
um það töframagn, sem ísland
á yfir hugum fjarlægra barna
sinna. En auðvitað á þetta einnig
við um önnur lönd, ekki sízt um
jafn svipmikið og fjölbreytilegt
land að náttúrufegurð eins og
Bandaríkin eru. Ásýnd landsins,
uínhverfið sem fólkið býr í, mót-
ar með ýmsum hætti skapgerð
og viðhorf þeirrar merkisþjóðar,
sem þar er að myndast af öllum
hinum fjarskyldustu kynþáttum
jarðarinnar. Enda má svo með
sanni segja að Bandaríkjaþjóðin,
þar sem menningarleg áhrif hins
gamla og nýja heims mætast og
renna í einn farveg líkt og kvísJ
ar í meginfljót, sé eigi síður
merkileg heldur er landið í allri
auðlegð þess og fegurð. Þar er í
sköpun ný þjóð, arftaki allra
menningarþjóða veraldar, sem
þegar hefur lagt mikinn skerf og
margháttaðann til heimsmenning
arinnar; en á þó vafalaust eftir
að leggja enn stærri og marg-
þættaðri skerf til hennar eftir
því sem árin líða. I vissum skiln-
ingi er það vafalaust rétt sem
biskup íslands, doktor Sigurgeir
Sigurðsson, sagði í einni af ræð-
um sínum vestan hafs, að Banda-
ríkin væru hin stórfeldasta til-
raun, sem gerð hefði verið á
jörðinni til þess að skapa nvjan
heim. Þar lifa og starfa saman
í vaxandi eindrægni menn og
konur af hinum fjarskyldasta
uppruna og með hinar ólíkustu
skoðanir, þó að draumurinn um
fullkomið þjóðskipulag sé eigi
þar, fremur en annarsstaðar
heiminum, orðinn að veruleika.
Og þá er eg einmitt kominn
að því, sem vera átti þungamiðj
an í þessu ávarpi mínu, en það
er lýðræðishugsjón Bandaríkja-
þjóðarinnar, sem skráð er ó-
gleymanlega í frelsisskrá hennar,
og þessi mikli þjóðhátíðardagur
hennar er tengdur við. Mun ekki
verða um það deilt að samning
þeirrar frelsisskrár og samþykt
hennar hafi verið eitt hið allra
merkasta og áhrifamesta spor
sem stigið hefur verið í frelsis-
og framsóknarbaráttu mann-
kynsins. En grundvallaratriði
þessarar frelsisskrár, sem hin
lýðræðislega stjórnarskipun
Bandaríkjanna byggist á, er það,
að það sé ótvíræður réttur hvers
eins að lifa lífi sínu og leita
hamingju sinnar sem frjáls mað
ur.
Hér er hvorki staður né stund
til þess að ræða nánar einstök
atriði hinnar margþættu og
merkilegu frelsisskrár Banda-
ríkjanna, enda var það gert ítar-
lega af einum hinna efnilegu
sagnfræðinga íslenzku þjóðarinn
ar hér í útvarpinu 4. júlí í fyrra.
Því einu vil eg bæta við, að
lýðræðishugsjón sú, sem er und-
iraldan í frelsisskrá Bandaríkj-
anna, og þar er færð í spakleg-
an og glæsilegan orðabúning,
hefur verið fagurlega og drengi-
lega túlkuð á ýmsum tímum af
forsetum og öðrum þjóðleiðtog-
um þeirra, allt frá því á tíð lands
föðursins sjálfs, Georgs Washing-
ton, og stjórnspekingsins Thom-
asar Jefferson, svo sem í ódauð-
legum ræðum mannvinarins
Abrahams Lincoln í merkisritum
hugsjónamannsins og friðarvin-
arins Woodrows Wilson, og þá
eigi síður í ræðum og tilskip-
unum hins mikilhæfa • forustu-
manns og ótrauða formælanda
frelsis- og bræðralags, sem nú
skipar forsetasess Bandaríkj-
anna, Franklins D. Roosevelt.
Eru löngu víðfræg orðin þau
fjögur atriði sem hann lagði á-
herzlu á að vera ættu hornstein-
ar þess þjóðskipulags, sem lýð-
ræðisþjóðunum bæri að stefna
að, þá er ófriðnum væri lokið; en
það er fernskonar frelsi: Mál-
frelsi, trúfrelsi, efnalegt sjálf-
stæði, eða öryggi gegn skorti,
eins og það hefur verið rétt-
nefndara á íslenzku, og frelsi án
ótta, eða öryggi gegn ótta. Þetta
eru þær vörður, sem hann vill
láta vísa mönnum veginn inn í
nýjan heim friðar og aukinnar
farsældar, og þar speglast á
fagran hátt sú lýðræðislega hug-
sjón, sem verið hefur leiðarljós
beztu og langsýnustu manna
Bandaríkjanna frá því að frelsis-
skrá þeirra var í letur færð og
varð stjórnarskrá landsins.
Lýðræðishugsjón Bandaríkj-
anna lýsir sér einnig eftirminni-
lega í umfangsmikilli og örlaga-
ríkri þátttöku þeirra í núverandi
heimsstyrjöld. En í einni af hinni
miklu ræðum sínum fórust Roose
velt forseta þannig orð um það
sem Bandaríkjaþjóðin og sam-
herjar hennar eru að berjast
fyrir:
“Vér berjumst fyrri öryggi og
framsókn og friði, eigi aðeins
sjálfum oss til handa, heldur öll-
um mönnum, eigi aðeins í þágu
einnar kynslóðar, heldur allra
kynslóða. Vér berjumst til að
hreinsa heiminn af gömlum glæp
um og meinum. Óvinir vorir
hafa að leiðarstjörnu grimmi-
lega harðúð og vanhelga fyrlr-
litningu fyrir mannkyninu. Vér
höfum hitann úr trú, sem á ræt-
ur sínar að rekja alla leið um
aldaraðir aftur í fyrsta kapítula
fyrstu Móse-bókar: “Og Guð
skapaði manninn eftir sinni
mynd; hann skapaði hann eft-
ir Guðs mynd”. Vér leitumst við
að vera trúir þeirri guðbornu
arfleifð. Eins og feður vorir fyrr-
um, berjumst vér til þess, að
halda við lýði þeirri kenningu,
að allir menn séu jafnir fyrir
augliti Drottins. Andstæðingar
vorir leitast hinsvegar við að
uppræta þessa djúpstæðu trú og
skapa nýjan heim í sinni eigin
mynd, heim kúgunar, harðýðgi
og þrældóms.” Og Roosevelt for-
seti bætir því við, að engin mála-
miðlun geti bundið enda á átök-
in milli þeirra hugsjóna og lífs-
skoðana, sem um er að ræða. því
að aldrei verði, svo að til bless-
unar leiði, miðlað málum milli
góðs og ills, ljósa og myrkurs.
Þau eru ekki af sama heimi.
Þá er þess einnig að minnast
að djúpstæð lýðræðishugsjón
Bandaríkjaþjóðarinnar, sem mót-
að hefir menningarlíf hennar á
svo margan hátt, kemur einnig
með eftirtektarverðum hætti
fram í vaxandi virðingu fyrir
hinum ólíku þjóðernum og heil-
brigðari þjóðræknisstarfsemi inn
an landsins. Nefni eg sem dæmi
þess, að vér íslendingar í Banda-
ríkjunum fáum með öllu óhindr-
aðir að halda uppi, þjóðræknis-
legu starfi voru með félagsleg-
um samtökum, í ræðu og riti.
Enda er það segin saga, að Is-
lendingar í landi þar hafa fyrir
löngu síðan unnið sér hið ágæt-
asta orð fyrir þegnskap og þjóð-
hollustu. Hafa og margir þeirra
skipað, og skipa nú, opinberar
trúnaðarstöður víðsvegar um
landið, en þó eðlilega sér í lagi
á þeim stöðum, þar sem þeir eru
fjölmennastir.
Loks kemur lýðræðishugsjón
Banrlaríkjanna glöggt fram í vin-
samlegri afstöðu þeirra til ann-
ara lýðræðisríkja, jafnt stórra
sem smárra. Eru þess næg dæmi,
þó eigi verði þau hér talin. Hefur
ísland eigi farið varhluta af vin-
arhug þeirra, eins og lýsti sér
svo vel á Alþingishátíðinni 1930,
og þá eigi síður í virðulegum
og vinsamlegum kveðjum, sem
forseta Islands, ríkisstjórn, Al-
þingi og þjóð, bárust frá for-
seta Bandaríkjanna, þjóðþingi
þess, utanríkisráðherra þess og
öðrum leiðtogum, í sambandi við
endurreisn hins íslenzka lýð-
veldis.
Þess er þá jafnframt að geta,
að íslenzka þjóðin nýtur víð-
tækrar virðingar og viðurkenn-
ingar í Bandaríkjunum fyrir
þann skerf, sem hún hefur lagt
til heimsmenningarinnar með
bókmenntum sínum og hlutdeild
sinni í þróunn lýðræðislegs stjórn
skipulags og í lagagerð. Alkunn-
ugt er hverja rækt hinn mikli
lærdómsmaður James Bryce er
langvistum dvaldi vestan hafs,
lagði við ísfenzk fræði, og þá
eigi síður öðlingurinn og merkis-
maðurinn Willard Fiske; ýmsir
aðrir amerískir fræðimenn hafa
einnig fylgt þeim í spor, svo að
í mörgum háskólum Bandaríkj-
anna, og eigi í allfáum hinum
fremstu þeirra, er fræðsla veitt
í íslenzkum bókmenntum, menn-
ingarsögu og tungu. Með dvöl
íslenzks námsfólks vestan hafs
treystast einnig bönd gagn-
kvæmrar kynningar milli hinna
miklu lýðræðisþjóða í Banda-
ríkjunum og íslenzku þjóðarinn-
ar.
Fyrir mörgum árum síðan orti
Einar Hjörlefsson Kvaran kvæði
fyrir minni Vesturlands, þar
sem hann kemst meðal annars
þannig að orði:
“Vesturheimur, veruleikans álfa,
vonarland hins unga, sterka
manns,
lyft oss yfir agg og þrætudíki
upp á sólrík háfjöll kærleikans.
Það er vafalaust von og ósk
allra góðra Bandaríkjamanna,
að land þeirra megi ekki aðeins
halda áfram að vera land mik-
illa raunhæfra athafna og fram-
tíðarmöguleika, heldur einnig
griðland þeim, sem leita kunna
þangað úr áþján annarstaðar í
heiminum, eins og svo oft hefur
átt sér stað. En sérstaklega er
það þó áreiðanlega ósk hinna
beztu manna og kvenna í Banda-
ríkjunum, að þjóð þeirra megi
bera gæfu til þess að eiga verð-
ugan þátt í stofnun þess fram-
tíðarríkis friðar og bræðralags
á jörðu hér, sem mannkynið
þráir og dreymir um.