Lögberg - 31.08.1944, Blaðsíða 5

Lögberg - 31.08.1944, Blaðsíða 5
5 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 31. ÁGÚST, 1944 Blikmyndir af íslenzku þjóðinni á hinum ör- lagaríku dögum í Maí og Júní 8.1. Hjörvarður Árnason, sem var á íslandi þegar þjóðaratkvæða- greiðslan fór fram, komst svo að orði í ræðu sem hann flutti á lýðveldishátíð í New York : “Mér er eins innanbrjósts í dag eins og dagana er þjóðarat- kvæðagreiðslan fór fram, þá fanst mér að allir nema eg bæru merki þeirra, sem greitt höfðu atkvæði. Mér fanst sem allir aðrir en eg héfðu tekið þátt í því að gera þessa atkvæða- greiðslu ódauðlega í sögu lýð- ræðissinnaðra þjóða. Meðan á þjóðaratkvæðagreiðslunni stóð, fór eg í smáferð austur fyrir Þingvelli. Á þjóðveginum var nær óslitin röð bifreiða skreyttar flöggum, sem voru á leið á kjör- stað með kjósendur, en meðfram þjóðveginum riðu bændur og konur þeirra og hjú á kjörstað á gæðingum sínum. Mér fanst þetta hlyti einna helst að líkjast hinum miklu krossferðum á mið- öldum. Hugur og andi þjóðar- innar stefndu að settu marki — þarna þreifaði eg á því, hve hið sameiginlega áhugamál þjóðar- innar steypti hénni í órjúfanlega heild.” Hannes á Horninu, sem skrifar fyrir Alþýðublaðið, bregður upp þessari mynd af hátíðinni á þingvöllum 17. Juní: Þegar eg er að skrifa þetta, er komið fram yfir miðnætti, að- faranótt mánudags. Ég var að koma heim. Það er búið að draga fána af stöngum víðast hvar. — Fólkið hefur verið að streyma heim eftir götunum. Það er að komast kyrrð á og eg sit hérna við skrifborðið mitt og er að reyna að safna saman í huganum þeim heildaráhrifum, sem eg varð fyrir undanfarna daga, í Reykjavík og á Þingvöll- um. Mér finnst það svo áríðandi fyrir mig að geta kallað fram í hugann sem sannasta og bezta mynd, í fyrsta lagi vegna þess, að ég vil ekki skrökva að ykkur lesendum mínum, og í öðru lagi vegna þess, að ég vil ekki skrök- va að þeim, sem um alla fram- tíð leita í blöðunum að myndum frá þessum merkustu tímamótum í sögu íslenzku þjóðarinnar. ÉG ÞREIFAÐI eftir föngum á slagæð fólksins, bæði hér í bæ- num og á Þingvöllum, og ég vil byrja með því að segja það, að bjartsýni mín hefur aukist um Þjónusta heima fyrir Þegar nú stríðssókn Canada hefir náð hæsta stígi og þörf in á mönnum, byssum og skotfærum fer vaxandi, er erfiðara að halda í horfinu heima fyrir, heldur en það er á friðartímum. Við iðnað, verzlun, flutninga, er nú ó- vanara starfsfólk að koma í stað þeirra manna, sem nú eru að beita tækni sinni í þágu alvarlegri verkefna. Þess vegna biðjum vér yður, er þér pantið úr EATON’S vöruskránni, að vera hjálp- leg, þannig að forðast eins og mögulegt er að tvöfalda verkið. Tíminn er dýrmæt- ur. Það er hægt að spara hann, ef þér lesið vandlega “Leiðbeiningar um pantan- ir” á gulu blaðsíðunum í vöruskránni og skrifið vöru pantanir yðar eins nákvæm- lega og þér getið, greinið frá vöruskrá númeri, hvað mikið, stærð, lit og nafninu á hverjum hlut ásamt blað- síðutali í vöruskránni og verði. Vér treystum á samvinnu yðar! '**T. EATON EATON’S allan helming þessa daga. Mér finnst að ég lifi meðal góðs fólks! Mér finnst, að ég geti treyst sam- ferðafólki mínu! Getur meiri gæfu en að trúa á samferðafólk sitt og treysta því? Haraldi Guð- mundsyni, þeim gáfaða manni, tókst í ræðu sinni, við stjórnar- ráðið á sunnudaginn, að segja í einni setningu, fullkomna stað- reynd. Hann sagði eitthvað á þessa leið: “Fólkið, íslénzka þjóð- in, hefur skapað þetta lýðveldi. Það hefur skapað þessa hátíð.” EN ÉG HITTI LÍKA fátæka barnakonú á sunnudagsmorgun- inn, sem ekki hefur gengið á skóla og hefur eytt lífi sínu í þjónustu barna sinna og heim- ilis síns. Hún gaf mér setning- una, sem mér finnst að sé tákn- ræn fyrir öll þessi hátíðahöld. Hún sagði: “Allt fór svo vel, af því að fólkið var svo gott.” Hún var á Þingvöllum, í tjaldi, að- faranótt laugardags í slagviðr- inu. Hún var með börn og átti við margvíslega erfiðleika að stríða vegna veðurfarsins: “Það gerði ekkert til,” sagði hún. “All- ir hjálpuðust að, allir brostu til manns, allir véku úr vegi, allir voru glaðir.” FÓLKIÐ FÓR NEFNILEGA EKKI til Þingvalla að þessu sinni, til þess fyrst of fremst að skemta sér. Það fór þangað til þess að vera vottar að örlaga- ríku spori í sögu þjóðar sinnar, til þess að heita því, á þessum stað, að vera þjóð sinni og landi sínu gagnlegur þegn. Inni fyrir var hlýja og þel, þó að kápan væri rennandi blaut og regnið streymdi jafnvel niður bert bak og brjóst, innan klæðanna. ÞAÐ VAR FÖGNUÐUR meðal þessara mörgu þúsunda, sem klæddu brekkurnar á Þingvöll- um þennan rigningardag. Já, klæddu brekkurnar. — Þegar ég loksins náði í bifreið og gat ekið nálægt staðnum, sá ég fjærri mér yfir brekkuna, þar sem fólkið sat — og það var eins og yfir að líta skrúðgarð. Ég greindi í fjarlægðinni varla andlitin, en litauðgin var svo mikil — og það var furðulegt, hversu fánalitirn- ir voru yfirgnæfandi, þegar maður leit yfir mannhafið. Blátt, rautt og hvítt. Aðrir litir hurfu íbakgrunn jarðarinnar og berg- sins. Þetta var fögur og tilkomu- mikil sjón. Þetta var — hvern- ig á ég að koma orðum að því? — mosaik — eins og eitt af feg- urstu málverkum Kjarvals. “TÁR HIMINSINS” döggvuðu Þingvöll, fólkið og fánana. Ég er ekki frá því, að það hafi verið þessi tilfinning, sem var ríkust í hugum fólksins. Þetta kom mér á óvart. Þegar ég ók eftir Almannagjá á laugardagsmorg- uninn og sá umflotin tjöldin, Öxará kolmórauða og reiðilega og fólkið hrakið og blautt, datt mér ekki annað í hug, en að skap þessværi eins. En brosin, sem ég fékk gegnum rúðuna frá fólki, sem fór báðum megin vegarins, gaf mér annað til kynna. OG MÉR ÞÓTTI GAMAN AÐ ÞVÍ, þegar bifreiðin var að þræða gegnum manngrúann á þröngum veginum, er ungur piltur sló flötum lófa á aurvar bifreiðarinnar og kallaði: “Enga frekju á Þingvelli í dag.” Hann var rennandi blautur, leiddi unn- ustu sína eða konu — og hún var í rennblautri kápu og rjótt andlit hennar var vott, en bæði voru þau glöð í bragði. Á brún- ni rétt hjá Valhöll hitti ég lítinn, kvikan mann og gráskeggjaðan. Hann sagði: “Rigningin, uss, það er bara betra að fá blessaða rekj- una. Þingvellir eru bara fall- egir í svona rigningu. Ég kom hér fyrst 1930 og ég varð að koma núna. Ég hélt aldrei að ég myndi fá að upplifa þessa stund.”, Ég spurði hann hvað hann væri gamall. “Ég er á því sjötugasta og níunda,” sagði hann. Svo kippti hann í blautt hattbarðið og hljóp við fót burtu frá mér. Hátíðahöldin í Reykjavík á sunnudaginn, báru sama svip og hátíðahöldin á Þingvelli. Þarna var fólkið sannarlega sjálft. Það bjó börn sín hátíðaskrúða. það tæmdi heimilin. Áttræð kona, sem ekki hefur komið niður í bæ í mörg'ár, fór með áttræð- um manni sínum ofan af Grett- isgötu, um allan miðbæinn, að Alþingishúsinu, um Austurvöll og eftir Austurstræti og heim til mín, vestast í bæ — til að hvílj* sig, áður ert þau legðu aftur í gönguförina heim til sín í Aust- urbænum. Og hvernig sem á því stendur, þá held eg að heimsókn þessara öldruðu vina minna, muni alltaf verða bundin beztu minningunum, sem eg á frá þess- um hátíðahöldum. Og blessuð börnin í skrúð- göngunni! Það var sama blóma- breiðan, aðeins enn fegurri á Stjórnarráðsblettinum. umhverf- is styttu Hannesar Hafsteins — eins og eg sá í brekkunni' á Þingvelli. Og svo breyddi fyrsti forsætisráðherra íslands, leiðtog- inn og skáldið, út lófann, eins og hann vildi segja: “Sjáið blóm- in ykkar”, — og mér datt í hug ljóðlína hans: “Þá hugsjónir fæð ast fer hitamagn um lönd”. Þetta allt fann eg, þegar eg þreifaði á slagæð fólksins í Reykjavík og á Þingvelli 17. og 18. júní 1944, þegar lýðveldið var endurreist og fyrsti forseti ís- lands var kosinn. Hannes á horninu. Alþýðublaðið. Víkverji skrifar í Morgunblaðið. Margar skemtisögur eru sagð- ar frá þjóðhátíðarhöldunum hér í bænum og fyrir austan. Margar urðu til vegna veðursins. Það er t. d. sagan um félaga hestamanna félagsins Fáks, sem fóru ríðandi á Þingvöll. Sagan segir, að þeir félagar hafi búið vel um sig í Almannagjá aðfaranótt laugar- dagsins, en svo fór alt á flot hjá þeim, eins og fleirum. Gaus þá upp sá kvittur, að búið væri að breyta um nafn félagsins og til- gang og nú væri það sundfélag. Eftirfarandi saga á að hafa gerst á þjóðhátíðinni á Þingvöll- um 17. júní: í mannþrönginni við þinghald- ið stóð maður, nokkuð við ald- ur. Hann virtist vera einn síns liðs. Þrír menn, klæddir her- mannabúningum, gengu framhjá gamla manninum, eða stóðu skamt frá honum. Þá heyrðu þeir, sem nærstaddir voru, að sá gamli tautar fyrir munni sér, en nógu hátt til að hinir einkenn- isklæddu gætu heyrt: “Hvað eru þeir að flækjast hérna, þessir hermenn. Getum við ekki einu sinni fengið að hafa þenna dag í friði fyrir her- mönnum?” Ekki hafði sá gamli fyrr slept orðinu, en einn hinna einkennis- klæddu snéri sér að honum og sagði á hreinni íslenzku: “Æ, vertu ekki að þessu. Við erum íslendingar eins og þú og höfum fullan rétt að vera hér eins og aðrir! Má eg ekki taka í hendina á þér, gamli minn, og óska þér til hamingju með lýð- veldið.” Það má geta nærri, að það kom á nöldurseggin við þessa kveðju, en hann var þó nógu mikill mað- ur til að svara: “Jæja, eg óska þér .þá til ham- ingju með daginn.” Hér og þar “Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum,-þar sem eg má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt eg fari um dimman dal óttast eg ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir féndum mínum; Þú smyr höfuð mitt með olíu; bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla æfidaga mína, Og í húsi Drottins bý eg langa æfi.” Davíðssálmur bc. “En hvað mér þykir vænt um þetta. Eg hef oft óskað eftir að eiga þenna sálm einmitt svona,” sagði tiltölulega ung kona í vetur, er henni var gefinn tuttugasti og þriðji Davíðssálmurinn sér- prentaður á skrautblaði. Ósjálfrátt tók eg að velta því í huga mínum hvar eg hefði heyrt farið með þenna sálm, svo sem eg mundi bezt eftir. Vita- skuld man maður ekki öll slík tilfelli, en nokkur eru mér sér- staklegá minnisstæð. Aðeins fá þeirra nefnast hér. Fyrir all mörgum árum var íslenzkur kennimaður að em- bætta við útför ungbarns, á ís- lenzka tungu. Hann fór með sálminn yfir hinu liðna barni, rétt áður an það var borið út. í silfurbrúðkaupi, sem þáver- andi þingmaður vor, Wilhelm H. Paulson stýrði, fyrir nokkrum árum síðan, viðhafði hann sálm- inn áð upphafsmáli, þá líka á íslenzku. Þegar útfararathöfn lávarðar Tueedsmuir var útvarpað, heyrði maður að sálmurinn tuttugasti og þriðji var viðhafður yfir lík- börum hins dána merkismanns. Þá vitaskuld á enska tungu. Fleiri eru tilfellin, sem standa mér í minni þessu viðvíkjandi, sem sýna göfgandi aflið sem sálmurinn á. Hann er ein af þessum voldugu máttarstóðum mannlegs lífs, sem allir ættu að eiga í minni sínu.------- Arnsúgur Þegar eg var barn og verið var að syngja Passíusálmana á föstunni, fann eg til sérstakrar gleði, er til stóð að syngja sálm- inn: “Að kvöldi Júðar frá eg færi.” Ef til vill, hefir einhver þáttur gleði minnar verið sá, að nú var að styttast þessi sérstaki alvörutími, kveldlestrarnir nær því búnir. Annað það, Páskar voru nærri, þar með sól og sum- ar í "állri þeirri dýrð, sem líkleg var til þess að fylgja því. En það var ábyggilega sterkasti strengurinn, sem sálmurinn sjálf- ur sló í.sál minni, því mér fanst, jafnvel þá, að hann lyfti mér til flugs yfir alt, sem nálægt var. Vitaskuld er það þessi hrifning, sem grípur hugi manna, alt í gegn, meira og minna, er um Passíusálmana ræðir. Það er hún sem heldur þeim sígildum í hugum manna. En þessa til- finningu hefi eg ávalt haft sér- staklega sterka, er um þenna sálm ræðir, fremur jafnvel en a ð r a r þær mörgu perlur, er f i n n a s t í Passíusálmunum. “Landsdómarinn þá leiddi,” er annar sálmur þar, sem svipuð óhrif hefir. Heyrt hefi eg fólk ipinnast á fyrnefnda sálminn, “Að kvöldi Júðar”, og dá hann með sömu hrifnnigu og gerði vart við sig í huga mínum þegar á barnsaldri. En það var ekki fyr en eg las ritgerð Gríms Thom- sem um Hallgrím Pétursson (frá 1887), að eg fann orð yfir orsök þeirrar hrifningar, sem grípur mann við lestur eða heyrn þessa dýra máls. “Arnsúgur” nefnir þessi höfuðsmaður það. Honum farast orð á þessa leið: “En þegar harðara er farið og dreginn er arnsugurinn í kveð- skapnum, þá er Hallgrímur Pét- ursson auðþektur hverjum þeim, sem farinn er að kynnast honum. Enginn af sálmaskáldum vorum nær honum að þessu tvennu, há- leitri einfeldni og tilbreytni hug- myndanna; hann heggur ekki oft í sama farið, og er sannur meist- ari í því að heimfæra trúarlær- dómana og hina helgu sögu upp á atburði mannlífsins, sveigja henni að tilfinningum mannsins, finna nýjar hliðar á því alþekta og gefa hinu hversdagslega helgidagsblæ. Ellegar hann safn- ar mörgum geislum heilagrar ritningar í einn ljóskjarna, eins og í 48. passíusálminum um Krists síðusár, sem máske auk líksöngssálmsins “Alt eins og blómstrið eina”, er hans fagrasti sálmur.” Niðurlagsversið í sálminum er svona: Hjartans instu æðar mínar elski, lofi, prísí þig, en hjartablóð og benjar þínar blessi, hressi, græði mig; hjartans þýðar þakkir fínar þér sé, gæzkan eilífleg. Hver sem athugar þó ekki sé nema þetta eina vers, getur fund- ið “arnsúginn” í því. Margir fagrir, íslenzkir sálm- ar hafa verið bæði ortir og þýdd- ir, síðan Grímur Thomsen skrif- aði álit sitt um skáldskap Hall- gríms Péturssonar, en það virðist ekki hafa haggað Hallgrími neitt. Einn meðal margra er sálmur- inn: “í fornöld á jörðu”, eftir séra Valdimar Briem. Ef til vill er ekki súgurinn eins mikill um sálminn og um þann er fyr var nefndur, en svif er mikið á hon- um samt og svo er enn eitt merki- legt við hann og það er spádóm- urinn sem í honum felst og virð- ist vera svo djúpsóttur í sálarlíf höfundarins, að manni finst að hann hljóti að tala þar af sann- heilagri andagift. Það er þetta vers, sem eg sérstaklega á við: Það blómgast og vex og æ blómlegra rís, í beiskjandi hita, í nístandi ís; af lausnarans blóði það frjóvg- aðist fyrst, , þann frjóvgunarhraft eigi getur það mist. (Sálm. nr. 180.) MINNISV ARÐI—DÓMKIRKJ A 1 fréttur frá íslandi hefir mað- ur nú oft séð þess getið, að til stendur að reisa Jóni biskup Ara- syni minnisvarða um miðja þessa öld. Það er fallegt. Hitt langar mig til að segja í skjóli við íslenzkt uppeldi og tungu, að þá væri fjarska ánægjulegt að sjá endurreista Dómkirkjuna í Reykjavík, fyrir eða um sama leyti. Marteinn Lúter lét að vísu ekki líf sitt fyrir trú sína, en þjáningar þær og eldraunir, sem hann gekk í gegnum finst mér að hljóti að hafa gengið næst því. Þó er hitt ennþá meiri orsök, að “það er ekki síður vert að gæta fengins fjár en afla þess.” Rannveig K. G. Sigurbjörnsson. Frá Magnúsi sálarháska Magnús hét maður; var hann vanalega kallaður Magnús sál- arháski. Það er haft eftir hon- um sjálfum, að tilefnið hafi verið það, að hann hafði alltaf ó- beit á sjóferðum og sagði, að það væri sálarháski að fara á sjó. Magnús var alþektur flakkari, en stundum hefir hann þó verið við slátt á sumrum, því að til þess er tekið, hve góður sláttu- maður hann var. Honum beit langt um betur en nokkrum öðr- um, er menn höfðu sögur af; hann gat eggjað allskonar járn, og þekkti af lyktinni, hvort það var bitjárn eða ekki. Það var siður hans að brýna þrjá fyrstu virka daga vikunnar; sumir segja að hann svæfi mánudag-- inn, en 3 seinni daga sló hann vikusláttinn. Einu sinni lagðist Magnús út á Hveravöllum. Neyddist hann þá til að stela. Hafði Magnús síðar sagt þannig frá því, sem á daga hans dreif í útilegunni: Hann náði golsóttu lambi og skar það með eggsteini “og þá sagði blessað lambið me, en þá var enga miskunn að finna hjá Magnúsi”. Er það síðan haft að orðtaki. Lambið ætlaði hann að sjóða í hver, en þegar hann var búinn að láta það í hverinn, þá sökk allt nema lungun; hann náði þeim, og lifði á þeim í viku. Aðra vikuna kvaðst Magnús hafa lifað á munnvatni sínu, þriðju vikuna á guðsblessun, og það hefði verið auma vikan. Hann fór því næst til byggða og endaði þannig útilega hans. Magnús var hræddur við alla valdsmenn. Einhverju sinni var hann staddur í Keflavík. Kaup- menn þar sögðu honum, að sýslumaðurinn væri á ferðinni þangað. Bað Magnús þá í öllum bænum að fela sig. Þeir sögðu að það væri mjög erfitt; þó væri tiltök að fela hann í ámu, sem stóð þar niður undir sjó, og varð það að ráði, að Magnús skriði í tunnuna, en þeir létu slá botn í hana aftur. Nú láta kaup- menn mann sem átti að vera sýslumaðurinn ganga ofan að tunnunni og fara að tala um að illt sé að finna ekki Magnús. Loks fer sýslumaður að biðja kaupmenn að selja sér tunnu, en þeir segja að tunnurnar séu full- ar. Sýslumaður slær þá með staf sínum í tunnu þá, er Magnús er í, og heyrir tómahljóð, segir hann að ekki sé þessi notuð. Kaupmenn færast undan að selja honum hana. Verður sýslu- maður þá reiður og spyr byrstur, hvort þeir dirfist að neita sér um tunnuna, og verða kaup- menn að láta undan, en segja um leið, að illt muni að koma tunn- unni í Hafnarfjörð. Ekki segir sýslumaður að slíkt muni verða að vandræðum; hún muni reka inn í Hafnarfjörð, og setur fót- inn í tunnuna, svo hún veltur ofan brekkuna að sjónum. Þeg- ar tunnan var á veltunni ofan að sjónum, fór að heyrast brak og brestir í henni og þegar hún var komin ofan í sjó, springur botn- inn og kemur Magnús út. Bíður hann ekki boðanna, en hleypur allt hvað af tekur burt. Hvergi stanzar hann fyrr en í Hvassa- hrauni; þar bað hann' um að gefa sér að drekka. Þegar manntal var tekið, vildi Magnús hvergi láta skrifa sig; þann dag sem verið var að taka manntalið var hann að ganga um gólf upp á Vatnsskarði milli Skagafjarðar og Húnavatns- sýslna. Einu sinni gisti Magnús um nótt á Hjalllandi í Vatnsdal; um morguninn er sagt að Magnús hafi komið út og mælt: Ekki get eg dáið hér. Gekk hann þá fram að Hvammi, þar sem Björn Blöndal sýslumaður bjó; hafði hann þó jafnan forðast að koma á höfðingjabæi. í Hvammi kom Magnús í stofu. Hékk speg- ill þar á vegg. Er mælt að Magnús hafi brugðið nokkuð, er hann sá sig í speglinum, og að hann hafi þá sagt; “Nei, ertu þá kominn hérna, komdu saell”. Hann var þá spurður, hverj- um hann væri að heilsa, og sagði hann þá: “Dauðanum hann er kominn í augun á mér”. Hann var þá heilbrigður, en eft- ir tvo daga dó hann í Hvammi. Svo er sagt, að þegar Magnús dó, á'tti hann eigur nokkrar, og gaf Blöndal sýslumanni þær; en sýslumaður annaðist útför hans. (Handrit séra Benedikts Þórð- arsonar). Ung stúlka kærði pilt fyrir það, að hann hefði verið of nær- göngull við sig. Málafærslumað- ur hans reyndi með öllu móti að flækja stúlkuna með spurning- um: “Þér segið að hann hafi stundum setið of nærri yður?” — “Já”, segir stúlkan og roðn- aði. — “Hvað nærri?” — “Svo að við sátum bæði á sama stóln- um.” — “Og þér sögðuð að hann hefði tekið utan um yður með handleggjunum” — “Nei, ekki sagði eg það.” — “Hvernig var það þó?” — “Eg sagði að hann hefði lagt báða handlegg- ina utan úm mig.” — “Og hvað gerði hann svo?” — “Svo faðmaði hann mig að sér.” — “Gerði hann það fast?” —; “Já, ákaflega fast svo mér lá við að hljóða.” — “Af hverju rakstu þá ekki upp hljóð?” — “Af því að- af því ..?” — “Nú, nú, engar vífilfengjur; svarið þér undir eins.” — “Af því eg var hrædd um að hann mundi þá sleppa mér!” — Hlátur kvað við um allan salinn.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.