Lögberg - 31.08.1944, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 31. ÁGÚST, 1944
3
komst að raun um það, að
vestur-misvísun hins síðar-
nefnda hafði nærri tvöfaldast,
síðan við flugum inn yfir íshell-
una, en þá hafði hún numið ellefu
gráðum.
Þegar útreikningarnir virtust
sanna, að við ættum klukku-
stundarflug eftir til heimsskauts-
ins, varð mér litið út um glugg-
ann. Mér varð heldur en ekki
bilt við, því að eg tók eftir því,
að állmikill olíuleki var kominn
að stjórnborðshreyflinum. Benn-
ett staðfesti ótta minn um hreyf-
ilinn. Hann skrifaði á miða og
rétti mér: ^Hreyfillinn sá arna
mun stöðvast.”
Bennett stakk upp á því, að
við lentum til þess að reyna
að gera við lekann. En mér var
kunnugt um of marga leið-
angra, sém höfðu misheppnazt
af því, að ákveðið hafði verið
að lenda, til þess að reyna að
gera við einhverja smávegis brl-
un, sem kom ekki að verulegri
sök. Við afréðum því að halda
áfram til heimsskautsins eða
eins langt og hreyfillinn leyfði.
Við gerðum ekki ráð fyrir því,
að við mundum verða neitt verr
staddir, enda þótt við yrðum að
nauðlenda heldur nær heims-
skautinu.
. Eg gat varla haft augun af
olíunni, sem lék í dropatali úr
hreyflinum, er eg tók næst við
stýrinu. Ef eg starði á hana,
leit eg áhyggjusamlega á olíu-
þrýstingsmælinn. Eg var ekki
í neinum vafa um það, að þrýst-
ingurinn mundi hverfa þá og
þegar. En takmark okkar mátti
nú heita komið í augsýn. Við
gátum ekki fengið af okkur að
snúa aftur.
Okkur reiknaðist svo til, er
Greenwich-klukkan sýndi 9,02
árdegis, að við værum beint yfir
norðurheimsskautinu! — Loks-
ins hafði draumurinn ræzt, sem
mig hafði dreymt nær alla ævi
mína.
Við sveigjum til hægri til
þess að taka sólarhæðina tvisv-
ar til frekari fullvissu, en sner-
um að því búnu við og tókum
sólarhæðina tvisvar sinnum í
viðbót. Við ætluðum að ganga
alveg úr skugga um það, að okk-
ur skjátlaðist ekki.
Næst tókum við nokkrar
myndir, bæði með kvikmynda-
vél og venjulegri ljósmyndavél,
flugum þá nokkrar mílur í þá
átt, sem við höfðum komið og
flugum loks í hring, til þess að
vera nú alveg vissir um að við
hefðum flogið kringum heims-
skautið. Með þessu móti flug-
um við viðstöðulaust umhverf-
is hnöttinn á fáeinum mínút-
um. Með því móti misstum við
raunverulega heilan dag í tíma,
en um leið og við hofðum lok-
ið hringnum, unnum við hann
upp aftur.
Tími og áttir hafa raunveru-
lega ekkert að segja, þegar mað-
ur er staddur á pólnum. Þegar
maður flaug yfir hann í beinni
stefnu, þá flaug maður norður
eitt andartak, en suður á því
næsta. Ef maður stendur á
Norðurheimsskautinu, þá blása
allir vindar norður og hvert,
sem maður lítur, hórfir maður
í suðurátt, og nú var það næsta
mál á dagskrá hjá okkur, að
komast til Svalbarða. örlítils
díls á hnettinum, sem var ein-
hvers staðar fyrir sunnan okk-
ur!
Nú urðum við að svara tveim
spurningum og allt var undir
því komið, að við svöruðum
þeim rétt: Vorum við raun-
verulega þar sem við héldum,
að við værum? Ef svo var ekki
— og gátum við verið alveg ör-
uggir um það? — var útilokað,
að við gætum ratað aftur til
Svalbarða. Og mundi hreyfill-
inn ekki taka upp á því að
stöðvast, jafnvel þótt við fynd-
um réttu stefnuna og héldum
henni? Ekkert virtist vera eins
áreiðanlegt í okkar augum og
þetta.
Er við flugum þarna uppi á
hvirflinum á hnettinum, vott-
uðum við hinum óbugandi
hetjuanda Pearys virðingu okk-
ar og staðfestum skýrslu hans
í einu og öllu.
Fyrir neðan okkur teygði sig
íslagt haf, sem skiptist þó í
misstórar jakahellur milli ís-
garðanna, sem hlóðust upp þar,
sem þeir áttu í brösum við
aðra jaka. Þetta sannaði að ís-
inn var á sífeldri hreyfingu og
virtist ótvírætt gefa til kynna,
að land mundi víðs fjarri. Á
stangli sáust þó rennur, þar
sem jakar höfðu mjakast sund-
ur og sjóinn síðan lagt á nýjan
leik, svo að ísinn þar var kol-
grænn á að líta, af því að snjór-
inn hafði enn ekki lagt blæju
sína yfir hann.
Klukkan var gengin stundar-
fjórðung í tíu, þegar við sner-
um heimleiðis aftur. Við höfð-
um í öndverðu gert ráð fyrir
að fljúga yfir Jessup-höfða á
leiðinni frá heimsskautinu, en
hættum við það. Okkur þótti
ekki hyggilegt að tefla á tvær
hættur vegna olíulekans.
En okkur til mikillar undrun-
ar var kraftaverk að gerast hjá
okkur. Hreyfillinn gekk og lét
engan bilbug á sér finna. Það
eru jafnan hundrað möguleik-
ar gegn einum fyrir því, að
hreyfill, sem lekur olíu, stöðv-
ist að lokum. Lekinn stafar að
jafnaði af því að olíuleiðsla
springur eða rifnar. Við kom-
umst að raun um það síðar, að
lekinn stafaði af því, að skrúfa
hafði farið úr gati sínu vegna
titringsins, en þegar svo mikið
hafði lekið út af olíunni, að borð
hennar var fyrir neðan gatið,
hætti lekinn af sjálfsdáðum.
Vélfræðingurinn okkar, Noville
að nafni,'hafði sett olíu til vara
á aukageymi, sem með var og
átti það sinn þátt- í því, að allt
fór vel, þótt okkur litist ekki á
blikuna.
Sigurgleðin og hinn svæfandi
hávaði í hreyflinum, gerði það
að verkum, að okkur sótti svefn,
þegar við sátum við stýri flug-
vélarinnar. Eg fór að draga ýs-
ur einu sinni, þegar eg var við
stjórn, og varð að taka við af
Bennett nokkurum sinnum,
vegna þess hvað hann varð syfj-
aður.
Eg tek hér upp nokkurar setn-
ingar úr skeyti, sem eg sendi til
Bandaríkjanna eftir að eg var
kominn aftur yfir Konungsflóa:
“Skömmu eftir að við
snerum aftur frá heims-
skautinu, tók hann að
breyta um átt og hvessa
lítið eitt, svo að ekki leið
á löngu unz við flugum
með meira en hundrað
mílna hraða á klukku-
stund, því að vindur var í
bakið.
Höfuðskepnurnar brostu
sannarlega við okkur þenn-
an dag lítilsmegandi,
dauðlegum verum, er flug-
um einir, steinþegjandi og
heyrnarlausir af hávaða
hreyflanna, yfir þessum
endalausu, hvítu, lífvana
auðnum.
Okkur fanst við ekki
vera stærri en títuprjóns-
höfuð og einveran var eins
mikil og ef við hefðum ver-
ið kviksettir. Við vorum
jafn fjarlægir heiminum,
eins og við værum stjarna
ein sér úti í himingeimin-
um.”
Við höfðum tekið stefnuna á
Grey-höfða á Svalbarða og þeg-
ar við sáum hann loks beint
framundan, vissum við, að við
höfðum getað haldið réttri
stefnu! Við vorum einmitt þar,
sem við gerðum ráð fyrir að
vera!
Hvílík blessun, að þurfa ekki
að brjóta heilann framar yfir
sífelldum útreikningum. Við
flugum inn yfir Konungsflóa í
4000 feta hæð. Okkur hlýnaði
um hjartarætur, er við komum
auga á litla þorpið niðri við
flóann, en þó ekki nærri því
eins mikið og af að sjá Chan-
tier, gamla, góða skipið oKkar,
sem var ekki stærra en smá-
skel ofan úr flugvélinni. Eg sá
gufu leggja frá flautunni og
vissi, að skipverjar voru að
fagna okkur með hvellum blíst-
urshljóðum.
Eftir fáein andartök stukkum
við út úr flugvélinni og beint í
fangið á fagnandi félögUm okk-
ar, sem báru okkur á háhest
eftir snjóbrautinni, sem þeir
höfðu unnið baki brotnu við að
ryðja fyrir okkur.
Vísir.
i
Virðuleg útför
Guðmundar á Sandi
8 synir
garði
hans báru kistuna úr
I gær var Guðmundur skáld
Friðjónsson frá Sandi borinn til
grafar, með mikilli viðhöfn, sem
við átti, því með honum er til
moldar hniginn stórbrotnasti og
sérkennilegasti andans maður ís-
lenzku þjóðarinnar. Verður hans
lengi minst, sem eins þeirra
manna, er hæst héldu uppi merki
íslenzkrar tungu, íslenzkrar
bændamenningar og íslenzks
sjálfstæðis í orði og verki, alt
frá því hann ungur hóf ritstörf
og þangað til ólæknandi sjúk-
dómur bugaði hann fyrir ná-
lega ári síðan, hafði hann þá
lengi kent þeirrar vanheilsu er
dró hann til bana.
í þessari grein verður eigi
gerð nein tilraun til þess, að
draga upp mynd af persónu-
leika skáldsins frá Sandi, eða
sérkennum í skáldskap hans.
Mun einn af mikilhæfustu rit-
höfundum landsins skrifa um
Guðmund innan skamms fyrir
blaðið í Lesbók.
Guðmundur var fæddur 24.
október 1869 að Sílalæk í Aðal-
dal. Faðir hans, Friðjón Jónsson,
flutti síðar að Sandi. Og þar tók
Guðmundur við búskap eftir
föður sinn. Þar var síðan heimili
hans alla tíð. — Trygð hans við
jörðina, sveitina, staðinn, var allt
af einn sterkasti þátturinn í
skapgerð hans, hugsun hans og
ritstarfi öllu. Þar barðist hann
við kröpp kjör, við hlið ágætrar
konu sinnar, Guðr. Oddsdóttur,
og þar ólu þau upp barnahóp
sinn, á þann hátt,. sem til fyrir-
myndar er.
Skólamentunar naut Guðmund
ur í Möðruvallaskóla árin 1891—
1893 og ekki annarar. — En upp
frá því gerðist hann umsvifa-
mikill rithöfundur og stóð oft
um hann mikill styrr í blöðum
og tímaritum landsins. — 1 mörg
ár hafði hann þann sið, að hann
tók sig upp frá búi sínu og flutti
fyrirlestra um ýms þjóðmál eða
þær hugmyndir og hugsjónir, er
hann bar fyrir brjósti sér, meðan
hann sinnti búi sínu. Þótti hann
stundum óvæginn við menn og
málefni, enda þannig skapi far-
inn, að hann kunni því best að
eiga ekki aðeins í baráttu við
óblíða náttúru landsins, sem
hann unni hugástum, heldur
varð hann samtímis að heyja bar-
áttu á ritvellinum við mannfólk-
ið í landinu.
Sá baráttuhugur hans hélst
fram til efri ára.
Fyrsta kvæðabók hans kom út
árið 1902 og hét “Úr heimahög-
um”. Með bók þeirri skipaði
hann sér á bekk með fremstu
skáldum samtíðarinnar. Næstu ár
gaf hann sig mikið að sagnagerð.
En skáldskapur hans í óbundnu
máli náði naumast svo almenn-
um vinsældum, sem kvæðin. En
að þessu verður vikið síðar, sem
fyr segir.
Með Guðmundi er fallinn í
valinn einn merkasti kvisturinn
á meið íslenzkrar bændamenn-
ingar á þessari öld. — En verk
hans lifa.
Það leyndi sér ekki að sýslung
ar Guðmundar lögðu áherslu á
að útför hans yrði sem virðuleg-
ust.
Á mánudaginn var lík hans
flutt af sjúkrahúsinu í Húsavík-
urkirkju. Söng þar karlakórinn
Þrymur á Húsavík sálminn
“Drottinn vaki.”
í kirkjunni flutti Jóhann Haf-
stein lögfræðingur ræðu og las
upp kvæði Guðmundar, “Bréf
til vinar míns”, sem er eitt af
fyrstu kvæðunum, er birtist eft-
ir hann. Jakob Hafstein söng
einsöng í kirkjunni: “Friðarins
Guð”, en Friðrik A. Friðriksson
flutti bæn.
Að lokum söng kirkjukór Húsa
víkur, Hærra minn Guð til
þín.
Þá var lík hins framliðna flutt
frá Húsavík heim að Sandi.
Nokkru fyrir hádegi í gær
byrjaði fólk að safnast að Sandi.
Þar kom saman um 600 manns,
til þess að fylgja skáldinu til
grafar. Voru þar kaffiveitingar
fyrir alla sem að garði komú,
áður en húskveðja fór fram.
í upphafi húskveðjunnar var
sungið “Hin langa þraut er lið-
in”. Þá flutti sr. Friðrik A. Frið-
riksson prófastur húskveðjuna.
Talaði hann m. a. um raunsæ-
ismanninn og trúmanninn Guð-
mund Friðjónsson.
Á eftir ræðunni var sungið
kvæðið Páskadagsmorgunn, eft-
ir hann. Þá flutti Júlíus Hav-
stein sýslumaður ræðu, þar sem
hann m. a. þakkaði hinu látna
skáldi fyrir áhrif hans á menn-
ingarsögu Þingeyinga. En síðan
var sungið: “Þú bláfjalla geim-
ur”. Síðan flutti Steingrímur
Baldvinsson í Nesi kvæði, þá Arn
fríður frá Skútustöðum annað
kvæði, þá söng kirkjukórinn
kvæði eftir Valtý son Guðmund-
ar heitins. Þá var húskveðjuat-
höfninni lokið.
Átta synir Guðmundar heit-
ins báru nú kistu hans úr garði
að bíl, er stóð við túngarðinn.
Kirkjuathöfnin hófst með því
að kórinn söng “í hendi Guðs
er hver ein tíð”. Því næst flutti
Karl Kristjánsson ræðu. Talaði
hann um skáldskap Guðmundar
frá fyrstu tíð og fram til síðustu
daga.
Þá var sungið kvæðið “Þing-
eyjarsýsla”, eftir Guðmund, und-
ir laginu “Eitt er landið ægi
girt”.
Því næst flutti Sigurður á
Arnarvatni kvæði. Þá var sung-
inn sálmurinn “Lýs milda ljós”.
Þá flutti sr. Þorgrímur Sig-
urðsson aðal kirkjuræðuna. —
Lagði hann út af fyrra korinthu
bréfinu, 13. kap., 11.—12. versi.
Þá flutti Þóroddur Guðmunds-
son kvæði frá konu og börn-
um skáldsins. En að endingu
las Konráð Vilhjálmsson frá
Hafralæk kvæði.
Síðan var sungið “Alt eins
og blómstrið eina”, er kistan var
borin úr kirkju. Nágrannar Guð-
mundar og aðrir kunningjar báru
hann úr kirkju. Sr. Þorgrímur
jarðsetti. En meðan fólkið var að
ganga frá gröfinni, söng kórinn
í kirkjunni “Faðir adnanna”.
Kirkjukór Húsavíkur annað-
ist allan sönginn.
Blómsveigar bárust margir,
m. a. frá ríkisstjórninni, Rithöf-
undafélaginu og Mentaskóla
Akureyrar. Áletrun á þeim blóm-
sveig var: “Þökk fyrir íslenzk-
una”. Frá sambandi norðlenzkra
kvenna og frá kvenfélagasam
bandi Þingeyinga. Meðan hús-
kveðjan fór fram á Sandi, var
þoka og rigning, og rigndi ó-
venjulega mikið um tíma. En á
meðan líkfylgdin'var á leiðinni
til kirkjunnar, birti til og var
komið skínandi sólskin er þang-
að kom. Yfir allri útför þessari
var mikill hátíðablær, og verður
hún öllum viðstöddum minnis-
stæð.
Mbl. 6. júlí.
NtU PRESTAR VtGÐIR
Síðastl. sunnudag vígði bisk-
upinn, herra Sigurgeir Sigurð-
son, níu presta við mjög hátíð-
lega guðsþjónustu. Mun það
einsdæmi á síðari áratugum, að
svo margir prestar vígist í einu.
Hinir nývígðu prestar eru
þessir : Sveinbjörn Sveinbjörns-
son, skipaður prestur í Hruna,
Sigmar Torfason, skipaður að
S k e g g j a stöðum; Guðmundur
Guðmundsson, settur að Brjáns-
læk; Sigurður Guðmundsson,
settur að Grenjaðarstað, Jón
Árni Sigurðsson, settur að Stað
á Reykjanesi; Robert Jack, sett-
ur að Eydölum; Stefán Eggerts-
son, settur að Staðarhrauni, og
Trausti Pétursson settur að Sauð-
lauksdal.
Fyrir altari var sr. Bjarni Jóns-
son vígslubiskup, sr. Sigurbjörn
Einarsson lýsti vígslu, en sr.
Sveinbjörn Sveinbjörnsson pré-
dikaði og lagði út af texta dags-
íns.
—Tíminn, 23. júní.
— Áttu sígarettu?
— Hvað er þetta, eg hélt að
þú værir hættur að reykja.
— Nei, til að byrja með er eg
aðeins hættur að kaupa tóbak.
Business and Professional Cards
Phone 49 469
Radio Service Specialists
ELECTRONIC
‘ LABS.
H. THORKELSON, Prop.
The most up-to-date Sound
Equipment System.
130 OSBORNE ST„ WINNIPEG
llleifers
Sluclios £Xd<
tfrgetl fMogtaphu OKKtnitalumTh Canm.
kJ
)S
lotre Oame
^HONE
96 647
Láá
wmm
MANITOBA FISHERIES
WUNNIPEG, MAN.
T. Bercovitch, framkv.stj.
Verzla í he'.ldsölu meö nýjan og
trosinn fisk.
303 OWENA ST.
Skrifstofusími 25 355
Heimaslmi 55 463
CANADIAN FISH
PRODUCERS, LTD.
J. H. Pape, Manaping Director
Wholesale Distributors of
Presh and Frozen Pish.
311 Chambers St.
Office Phone 86 6Sl.
Res Phone 73 917.
Blóm slundvíslega afgreidd
THí
ROSERY
Stofnaö 1905
427 Portage Ave.
Winnipeg.
LTD.
Office Phone
88 033
Res. Phone
72 409
Dr. L. A. Sigurdson
166 MEDICAL ARTS BLDG.
Offlce Hours: 4 p.m.—6 p.m.
and by appointment
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir.
S. M. Backman, Sec.
Keystone Fisheries
Limited
404 Scott Block
Wholesale Distributors of
FRESH AND FROZEN FISH
ANDREWS, ANDREWS
THORVALDSON AND
EGGERTSON
LögfrœOingar
209 Bank of Nova Scotia Bldg,
Portage og Garry St.
Slmi 98 291
EYOLFSON’S DRUG
PARK RIVER, N.D.
tslenzkur lyfsaii
F61k getur pantaö meöul
annaö með pósti.
Fljöt afgreiðsla.
og
DR. A. V. JOHNSON
Dentist
5 06 SOMERSET BLDG.
Telephone 88 124
Home Telephone 202 398
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
308 AVENUE BLDG., WPG.
•
Fasteigrnasalar. Leigja hös. Ct-
vega peningalán og eldsábyrgö.
bifreiðaábyrgÖ, o. s. frv.
Phone 26 821
DRS. H. R. and H. W.
TWEED
Tannlæknar
•
406 TORONTO GEN. TRCSTS
BUILDING
Cor. Portage Ave, og Smith St.
PHONE 26 545 WINNIPEÓ
TELEPHONE 96 010
H. J. PALMASON & CO.
Chartered Accountants
1103 McARTHUR BUILDING
WINNIPEG, CANADA
A. S. BARDAL
848 SHERBROOK ST.
Selur llkkistur og annast um Ot-
farir. Allur útbönaöur sá beztl.
Ennfremur selur hann allskonar
minnlsvaröa og legsteina.
Skrifstofu talslml 86 607
Heimilis talsími 26 444
Legsteinar
sem skara framör
Orvals blágrýtí
og Manitoba marmari
SkrifiO eftir verOskri
GILLIS QUARRIES. LTD.
1400 SPRUCE ST.
Winnipeg, Man.
DR. ROBERT BLACK
Sérfrœðingur I eyrna, augna, nef
og híUssjúkdömum
416 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham & Kennedy
Viötalstlmi — 11 til 1 og 2 tll 5
Skrlfstofuslmi 22 261
Heimllisslmi 401 991
DR. A. BLONDAL
Physician & Surgeon
602 MEDICAL ARTS BLDG.
Slmi 22 296
Heimili: 108 Chataway
Slmi 61 023
Dr. S. J. Johannesson
215 RUBY STREET
(Beint suður af Banning)
Talslmi 30 877
Viðtalstlmi 3—6 e. h.
Frá
vini
GUNDRY & PYMORE LTD.
Brltieh Quality — Fish Netting
60 VICTORIA STREET
Phone 98 211
Winnipeg
Manager, T. R. THORYALDBON
Your patronage wlll be
appreciated