Lögberg - 31.08.1944, Blaðsíða 8

Lögberg - 31.08.1944, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG FIMTUDAGINN 31. ÁGÚST, 1944 — Úr borg og bygð W. J. Lindal, dómari, fór til Saskatoon á þriðjudaginn s. 1. til þess að vera á fundi sem nefnd heldur þar þessa viku, sem köll- uð ■ er: “Prairie Regional Em- ployment Aduisory Committee”. Formaður nefndarinnar var Dr. S. E. Smith, fyrrum forseti Manitoba háskólans, sem lagði niður störf hér vestra er hann tók að sér embætti við Toronto háskólann og var Lindal dómari kosinn í hans stað. Þessa nefnd skipa rúmlega tuttugu manns og að formanninum undanskildum, eru það leiðandi menn í hópi verkveitenda og verkamanna í sléttu-fylkjunum. Aðal starf néfndarinnar er að rannsaka mál áhrærandi iðnaði og verkamönn- um, Eftir íhugun milli funda og umræður á fundum leggur nefnd in fram ráðleggingar til verka- mála-ráðgjafa Canada, og eru þær bæði um það hvað þurfi að gera á meðan að mann-ekla á sér stað sökum stríðsins og svo hvað virðist nauðsynlegt að setja í framkvæmd að stríðslokum til þess að halda áfram iðnaði og aftra atvinnuleysi, því engum er það efamál að erfitt verður fyrir stjórnina að sjá svo um eftir stríðið að altaf verði nóg at- vinna fyrir alla. Sléttufylkja nefndin heldur fundi í Winnipeg, Regina, Saskatoon, Edmonton og Calgary. • Áríðandi. Allir, sem bækur hafa að láni úr lestrarfélagi “Fróns”, eru beðnir að skila öllum lánsbókum í safnið næstu tvo útlánsdaga, miðvikudagskvöldið næsta og komandi sunnudag. Verður engin bók lánuð út úr safninu í næstu tvær þrjár vikur, sökum þess, að flokkun og listun bókanna á að fara fram og prentun á nýj- um bókalista. Fróns-nefndin. • • A föstudaginn, síðastl. viku, höfðu þau Mr. og Mrs. A. P. Johannsson, 910 Palmerston Ave., gestaboð við miðdegisverð á Marlborough Hotel, til helðurs við Mr. og Mrs. Grettir Eggert- son frá New York, og Benedikt Gröndal, stúdent frá íslandi, sem stundar blaðamenskunám við Harvard háskólann. Milli tíu og tuttugu gesta sátu þetta boð. • Nýlega lézt í Calgary, Thomas Sigurðson, 52 ára að aldri. Hann var fæddur í Pine Hill héraðinu og bjó þar alla sína ævi. Hann útskrifaðist í búfræði frá Olds School af Agriculture og stofn- aði fyrirmyndarbú. Var hann tal- inn einn af framsæknustu bænd- um í Alberta. Gaf hann sig eink- um að ræktun útsæðis. Mr. Sig- urðson hafði mikinn áhuga fyrir félagsmálum og skipaði sæti í skólaráði og sveitaráði. Hann var forseti Central Alberta Associat- ion of Municipal Districts. Auk konu og tveggja ungra barna, lætur hann eftir sig föður, Mr. O. Sigurðson og fjórar systur; Miss Rooney Sigurðson, Van- couver, Mrs. John Thorvaldson, Calgary; Mrs. Swain Swainson og Mrs. Ellis Sveinson, Burnt Lake. • Þann 24. ágúst voru gefin sam- an í hjónaband að heimili Mr. og Mrs. Á. Ólafson, 387 Maryland St., Winnipeg, Pétur Hoffman Hallgrímson frá Riverton, nú í herþjónustu í Bedford, N. S., og Svava Sigurbjörg Pálmason, Whitehall Apts., Winnipeg. Nán- ustu vandamenn voru viðstaddir giftinguna. Síðar um kvöldið var setin vegleg veisla að heimili Mr. og Mrs. Gibson, 921 Banning st., en Mrs. Gibson og brúðurin eru systkinadætur. Vönduð skemti- skrá fór fram undir stjóm Mr. Sigurbjörns Sigurðssonar, en Miss Agnes Sigurðsson var við hljóðfærið. Stýrði Mr. Sigurðs- son samsætinu af snilld. Miss Lóa Davidson söng nokkra einsöngva af ljúfri list. Hún flutti einnig ávarpsorð til Mr. og Mrs. Hallgrímson, foreldra brúðgumans. Auk þess töluðu Mrs. Ingibjörg Jónsson, séra Sigurður Ólafsson, Mrs. Lára B. Sigurðsson, er mælti fyrir hönd fjarlægra foreldra brúðarinnar, Mr. og Mrs. Jón Pálmason, nú búsett í British Columbia. For- eldrar brúðgumans eru Mr. og Mrs. Th. Hallgrímson í River- ton, valinkunn hjón í heima- héraði sínu og utan þess. Um 60 manns sátu veisluna á Gibsons heimilinu, séra Sigurður Ólafs- son gifti ungu hjónin. • “Guð < borgar fyrir hrafninn”, var máltæki á Fróni. Bestu þökk fyrir gestrisnina, og alla hjálp og greiðvikni, sýnda í okkar garð, á okkar ferðalagi, til Riverton, Mikleyjar, Argyle, Glenboro og Ninette. Ben. Gröndal. A. S. Bardal. • Gefin saman í hjónaband af séra Sigurði Ólafssyni, að heim- ili hans í Selkirk, þann 26. þ. m. Sigfús Jóhann Kristinnson, Geys- ir, Man., nú að Little Mountain Military Camp, No. 11 Depot, C. A. Vancouver B. C., og E. Margaret Bjarnason, Árborg, Man. • Gefin saman í hjónaband þann 21. júlí, voru þau Elín Magdalena Jónsson og David Clifford Hood. Brúðurin $r dóttir þeirra Maríu og Magnúsar Jónsson, er búa í Geysir-bygð en brúðguminn er sonur þeirra Mary og Allan Hood frá Basswood. Rev. J. W. Ridd framkvæmdi hjónavígsluna að heimili sínu 2Ö0 Home St. Framtíðarheimili ungu hjónanna verður í Winnipeg. • Hús til sölu í Selkirk, gott 8 herbergja hús steinkjallari og Furnace, alt í bezta lagi. Verð $1500 00. Upplýsingar gefa J. J. Swan- son Co. Ltd. Talsími 26 821 eða 21 418. Spyrjið eftir Mr. Sigmar. • Til meðlima St. Heklu I.O.G.T. Fundir hefjast nú aftur í stúk- unni eftir sumarfríið; og verður fyrsti fundur þriðjudaginn 5. sept. n. k. — Allir G. T. vel- komnir. • Miss Guðrún Johannsson er ný farin heimleiðis til Saskatoon eft- ir tveggja mánaða frí. Hefur hún verið í heimsókn hjá föður sín- um Mr. Gunnlaugi Jóhannssyni hér í borg og einnig hjá bróður sínum Harold Johannsson í Montreal. • Jón Sigurðsson Chapter I. O. D. E., heldur sinn næsta fund að heimili Mrs. B. S. Benson 757 Home St., á þriðjudagskvöld- ið 5. sept. kl. 8 e. h. • Kvenjélag Sambandssafnaðar er nú að undirbúa sitt árlega “Silver Tea” og matsölu, sem fer fram í T. Eaton Assembly Hall, laugardaginn 9. sept. Nánari aug- lýsing birtist síðar og er fólk beðið að hafa þetta hugfast • Gefið í “Mrs. Jórun Lindal Scholarship Fund”. Grace Gor- don Hood $5.00. L. G. Ferguson, Westview, $10.00. Meðtekið með þökkum. Mrs. J. B. Skaptason. Hr. Harry Williams frá Mar- gate getur með réttu verið stolt- ur af yfirvararskeggi sínu. Það er 39 cm. endanna á milli og er svo þekkt í Englandi, að bréf frá Birmingham komst án nokkurra tafa til hans. þrátt fyrir, að utanáskriftin væri ekki önnur en mynd af stóru yfirvararskeggi og orðið: Mar- gate, Kent. Messuboð Fyrsta lúterska kirkja Guðsþjónustur á íslenzku á sunnudagskvöldum kl. 7 — Allir velkomnir. V. J. E. • Lúterska kirkjan í Selkirk. Sunnudaginn 3. sept. Ensk messa kl. 7 síðd. “Oddfellows” og “Rebeccos” reglu meðlimir verða viðstaddir messuna. Allir velkomnir. S. Óíafsson. • Sunnudaginn 3. sept. verður hátíðleg guðsþjónusta í kirkju Gimli safnaðar kl. 3 e. h. Verð- ur þá séra Skúli Sigurgeirsson settur í embætti í Gimli presta- kalli af forseta kirkjufélagsins lúterska. Við athöfn þessa er búist við að þeir aðstoði: séra Valdimar J. Eylands og séra E. H. Fáfnis. • Ouðsþjónusta í Vancouver, kl. 7,30 e. h., sunnudaginn 10. sept., í dönsku kirkjunni á E 19th Ave. og Burns St. R. Marteinsson. RÚMENIA SNÝST GEGN NASISTUM Síðastliðna viku sagði Rúmen- ía Þýzkalandi stríð á hendur. Rúmenía er fyrst af stuðnings- ríkjum Hitlers á Balkan skagan- um til að snúast gegn honum. Sigrar Rússa og loftárásir banda- manna knúðu Rúmeníu til þess- arar , stefnubreytingar. Munu sennilega fleiri Balkan ríki inn- an skamms sjá sitt vænna að flýja hina sökkvandi fleitu Naz- ista. Hermt er að Búlgaría hafi þegar slitið pólitísku sambandi við Þýzkaland. Rúmenía er auðugasta Balkan- ríkið. Það var fyrsta ríkið á skaganum sem komst undir á- hrifavald Hitlers. Þar safnaði hann liði sínu til inngöngu í Búlgaríu og svo til að hernema Grikkland og þaðan réðust Þjóð- verjar á Rússland 1941 og gintu Rúmeníu í stríðið með loforðum um að þeir skyldu fá Bessarabíu og norður Bucovinu. Rúmenía hefur fórnað 600.000 manna í stríðinu í þágu Hitlers. Michael konungur hefur skor- að á hersveitir Rúmena að snúa -vopnum sínum gegn þýzka hern- um og hermt er að Rúmenskar hersveitir hafi höfuðborgina, Bucherest á valdi sínu. Rússneskar hersveitir nálgast óðum Bucharest og eru komnar í gegnum hið fræga Galati skarð og þannig opin leiðin um Danube slétturnar til Bucharest og hinna auðugu Ploesti olíulinda en það- an hafa nazistar fengið mikið af olíunni, sem þeim er svo nauð- synleg, fyrir hervélar þeirra. Hætt er við að þegar þeir tapa þessum olíulindum að það fari að hrikta heldur ónotalega í hinni þýzku hervél. Minningarorð Mrs. Anna Guðrún Kristjáns- dóttir Johnson, vistkona á Betel, andaðist þar þann 1. maí s. 1., eftir langvarandi heilsulasleika. Hún var fædd að Broddadalsá, í Strandasýslu, 1. júní 1853; for- eldrar hennar voru Kristján Sveinsson og Guðbjörg Isleifs- dóttir. Hún ólst upp á íslandi, og giftist þar Benedikt Jónssyni, Ólafssonar, var hann ættaður úr Dalasýslu, bróðir Björns Jóris- sonar á Gimli, sem nú er látinn. Anna og Benedikt giftust árið 1886, voru þau gefin saman í hjónaband af séra Jóni Guttorms syni, er þá þjónaði Hjarðarholti í Laxárdal í Dalaþingum. Árið 1888 fluttu þau til Vesturheims og komu til Winnipeg 12. júlí þ’að ár. Um haustið fluttu þau til Þingvalla nýlendu og dvöldu þar til ársins 1893, að þau flutt- ust til Norður Dakota, og bjuggu þar um mörg ár, en fluttu þaðan til Wynyard, Sask. Þar misti Anna mann sinn, mun það hafa verið um 1923, að hann dó. Eftir lát hans dvaldi hún um 2 ár þar vestra, en 25. ágúst 1925 varð hún vistkona á Betel, og dvaldi þar það sem eftir var ævinnar. Þau eignuðust 5 börn, dóu 4 þeirra í berrvsku; einn dreng mistu þau á öðru dvalarári sínu hér vestra, bráð vel gefinn og efnilegan svein um 6 ára að aldri. Lengst af ævinnar mun Anna hafa átt að stríða við veila heilsu. Hún var kona fíngerð og ekki líkamlega hraust; en hún átti yfir mikilli göfgi og andlegum styrk að ráða, var prýðilega gáf- uð, las mikið var athugul og vel minnug, og naut þess vel er hún las. Hún hafði öðlast mikinn trúar- legan þroska, en hneigðist heldur til dultrúar, en trú hennar var mjög innileg. — Allmjög dáði hún rit Haraldar próf Níelsson- ar. Anna var kona mjög listræn að eðli til, og vann að hannyrð- um af miklum smekk og kunn- áttu — nærri t'il hinztu ævi- stundar. Göfugur góðvilji, samfara djúp um skilningi gerði hana emkar kæra og enda ógleymanlega þeim er kynntust henni og hún batt vináttu við. Fáum hefi eg kynst á Betel — fyrr eða síðar, er átti jafn djúp ítök og hlýhug í hug- um annara eins og þessi aldur- hnigna prúða kona; mun hún mörgum seingleymd verða. Kveðjuathöfn, húskveðja, var haldin á heimilinu við burthafn- ingu líkama hennar þaðan. Líkið var flutt til Wynyard, Sask., til greftrunar. Minning hennar lifir, ljúf og hugum kær. S. Ólafsson. NÝR SÖGUPRÓFESSOR OG LANDSBÓKAVÖRÐUR Dr. Þorkell Jóhannesson lands- bókavörður hefir nú verið skip- aður prófessor í sögu við Há- skóla íslands frá 1. sept. n.k. að telja. Frá sama tíma hefir Fin- V erum samtaka um stuðning við allar líknarstofnanir hverju nafni, sem þœr nefnast, og látum ekki undir höfuð leggjast, að kaupa stríðssparnaðar skírteini. / DREWRYS LIMITED J — i > núr Sigmundsson magister, 1. bókavörður við Landsbókasafnið, verið skipaður landsbókavörður. Dr. Þorkell Johnnesson- lauk stúdentsprófi árið 1922 og meist- araprófi í íslenzkum fræðum við Háskóla íslands árið 1927 Dokt- orsritgerð hans, sem fjallaði um frjálst verkafólk á íslandi frá öndverðu og fram um miðja 16. öld, kom út á þýzku árið 1933, Dr. Þorkell hefir verið 1. bóka- vörður við Landsbókasafn Í£- lands síðan 1. júní 1943. F i n n u r Sigmundsson lauk magisterprófi í íslenzkum fræð- um við Háskóla íslands árið 1928. Hann hefir verið starfsmaður við Landsbókasafnið síðan 1929, og 1. bókavörður síðan 1. júní 1943. —Timinn, 13. júní. / Wartime Prices and Trade Board Te og Kaffi seðlar. Allir te og kaffi seðlar í skömt- unarbók númer þrjú falla úr gildi 31. ágúst, samkvæmt á- kvörðun skömtunardeildar W. P. T. B. Eftir þann dag verða engir seðlar meðteknir fyrir te eða kaffi nema grænu T seðlarnir í bók númer fjögur. Kaupmönnum og öðrum, sem verzla með kaffi og te, verða gefnar tvær vikur til þess að kaupa út á alla seðla frá númer 14 til 29 og E1 til E6, og auka viku til þess að skila af sér seðl- unum eða leggja þá inn á seðla- banka. Niðursoðið Grapefruit. Niðursoðið grapefruit í gler ílátum er ekki skamtað sem stendur og fæst án seðla þangað til 15. október. Þessi breyting var gerð til þess að kaupmenn gætu selt allar fyrirliggjandi birgðir áður en nýja uppskeran kemur á markað. Eftir 15. október verð- ur skamturinn sami og áður, þ. e. a. s. einn sætmetisseðill fyrir hverjar tuttugu únzur. Þetta skömtunarhlé á aðeins við niðursoðið grapefruit í gler- ílátum. Spurningar og svör. Spurt. Mig langar til að fá nokkur herbergi í húsinu sem við búum í, máluð og pappíruð. Eru engar reglugerðir í leigulög- unum sem eigendur verða að fylgja í þessu sambandi? Svar. Nei. Spurt. Er hægt að fá sérstaka seðla til þess að kaupa te og kaffi eða sykur til þess að senda, til hermanna, sem eru handan hafs? Svar. Nei. Því miður er þetta ?kki mögulegt. Spurt. Eg ætlaði að skifta sæt- metisseðlum fyrir hunangs “vou- cher” hjá Local Ration Board, en mér var sagt að eg hefði ekki nóg af seðlum, samt voru margir seðlar í bókinni sem eg kom með. Hvernig getur þetta verið? Svar. Seðlarnir í bókinni þinni hafa enn ekki verið gengnir í gildi. Þessir “vouchers” fást ekki nema með gildum seðlum. Það er aldrei hægt að taka út á seðla fyrirfram. Spurt. Hvar fæst veiðimanna- ^eyfi til að kaupa skotfæri? Svar. Hver og einn verður að sækja um leyfi á Local Ration Board skrifstofunni í sínu bygð- arlagi. Spurt. Er grapefruit juice skamtað? Svar. Nei. grapefruit safi hefir aldrei verið skamtaður. Sykirseðlar 40 og 41 ganga í gildi 31. ágúst. Smjörseðlar 70 og 71 falla úr gildi 31. ágúst. Spurningum á íslenzku svarað á íslenzku af Mrs. Albert Wathne, 700 Banning St., Wpg. The Swan Manufacturing Co. Manufacturers of SWAN WEATHER-STRIP Winnipeg. Halldðr Methusalems Swan Eigandi 281 James Street Phone 22 641 FARIÐ EKKI Á MIS VIÐ HIN UNDURSAMLEGU KAUP Á LCÆ)FÖTUM HJA Perth’s 1945 TÍZKA ÚRVALSEFNI ÓVIÐJAFNANLEG GÆÐI Heimsoekið PERTH’S MASTER FURRIERS 436 PORTAGE AVE. Just west of the Mall Tilvalin bókakaup Notaðar skólabækur til sölu fyrir alla bekki (frál—12) við afar sanngjörnu verði. Einnig eru til sölu flestar nýjar bækur um frjálslynd efni; þær bækur fást einnig til útláns fyrir sanngjarna þóknun. THE BETTER OLE 648 ELLICE AVE. Milli Furby og Langside INGIBJÖRG SHEFLEY, eigandi Samkeppni nútímans krefst sérmentunar Æskulýður þessa lands, engu síður en annara þjóða, krefst sérmenntunar, eigi hann að geta staðist próf hinnar ströngu samkeppni á vettvangi viðskiptalífsins, og af þessari ástæðu, er verzlunarskólamenntun í raun- inni óumflýjanleg. Vér hofum nú til sölu nokkur námskeið við fullkomn- ustu verzlunarskóla Vesturlandsins, sem væntanlegir nemendur ættu að færa sér sem allra fyrst í nyt; þeir, sem slíkt hafa í hyggju, ættu að snúa sér tafarlaust til skrifstofu LÖGBERGS 695 Sargent Avenue, Winnipeg og leita þar nauðsynlegra upplýsinga; það borgar sig! ■UI!ailllBHI!aillBIIIIBIIIIB!HHIIIIHI!!iBI!l!BIIIIHI!IHI!iail!!BllliailllHI!!IH!ll!Hll!>B!l!ia!l!IBI!iiB:!iailllHI!!!HII!

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.