Lögberg - 31.08.1944, Blaðsíða 7

Lögberg - 31.08.1944, Blaðsíða 7
/ LÖGBERG, FIMTUDAGINN 31. ÁGÚST, 1944 / Gen. Sir Henry Maitland Wilson, yfirhers- höfðingi sameinuðu þjóðanna í Miðjarðarhafs- svæðinu. Landkönnuður inn Vilhjálmur Stefánsson Eftir GERARD PEEL Vilhjálmur Stefánsson mun án efa vera frægastur allra núlifandi lslendinga. Hann hefir skapað tengsl milli menn ingarþjóöanna og feikivíðáttu- mikils landflæmis lengst norð- ur á hjara veraldar. Mun senni lega mega telja Vilhjálm frœg- astan og merkastan allra heim- skautakönnuða. — Eftirfar- andi grein um Vilhjálm birtist fyrir skömmu í ameríska rit- inu “Coronet”, en er hér dá- lítið stytt í þýðingunni. Vilhjálmur Stefánsson hafði engar eldspýtur, og Fitzgerald, undirforirígi í riddaralögreglu Norðvesturhéraðanna vildi ekki láta hann fá neinar eldspýtur. Vilhjálmur og menn hans mundu án efa ganga beint í dauðans greipar, ef þeir héldu áfram inn á hinar auðu og lífvana snjó- breiður heimskautalandanna, eins og þeir áformuðu að gera. Fitzgerald skipaði þeim því að taka sér vetursetu í kofa 1 nánd við aðsetursstað sinn og bauðst hann til að fæða þá, þar eð þeir voru bjargarlausir. Staður þessi var Herscel eyja á 67. breiddargráðu, rétt við Norður-íshafið. Vilhjálmur neitaði að hlýða þessari skipun. Þremur árum síðar var hann við bestu heilsu í hlýjum kofa sínum í nánd við Mackenziefljótið. Var hann þá nýkominn þangað úr hinni mestu þjóðfræðirannsóknarför, sem nokkru sinni hefir farin verið til heimsskautalandanna. Félagi hans kom þá inn og færði honum þær ömurlegu fregnir, að hinn samviskusami Fitzgerald, undirforingi, hefði fundist hung- urmorða ásamt þremur öðrum foringjum lögreglunnar. Þessi raunasaga leiðir glögt í ljqs muninn á Vilhjálmi Stef- ánssyni og öðrum heimskauta- förum. Hann er síðastur í röð heim- skautafaranna og um leið mest- ur þeirra. — Hann er Daniel Boone norðursins. Hann flutti landamæri vesturhvels jarðar þúsund mílur til norðurs, er hann sannaði það, að hægt væri að lifa í heimskautalöndunum. Landsvæði það, er hann kort- lagði, mun í framtíðinni verða mikilvægt fyrir heiminn, og nú þegar liggja flugleiðir yfir það. Land þetta er auðugt af kolum, málmum og olíu. Það getur fætt geisimiklar hjarðir heimskauta landadýra, — moskusuxa og hreindýr. “Jörðin er nú að síð- ustu að verða hagnýtt”, segir Vilhjálmur. Vilhjálmur hefir unnið mikið afrek. Vilhjálmur Stefánsson varð að heyja allmikla baráttu fyrir kenn ingum sínum, þar til styrjöldin leiddi í ljós hið mikla gildi þess- ara landsvæða. — Alaska reynd- ist vera mikilvæg bækistöð Ame- ríku til verndar og þaðan var stysta flugleiðin til Tokio frá meginlandi Ameríku. Fólk flutti nú þangað í stríðum straumum, og alt heimskautasvæðið er í rauninni komið innan endimarka siðmenningarinnar, eftir að Al- aska var gert 49. ríkið í Banda- ríkjunum og það enn betur tengt við Bandaríkin með Alaskabraut- inni og tíðum flugferðum. Vilhjálmur var skipaður ráðu- nautur herstjórnarinnar árið 1939. Hann hefir veitt aðstoð við skipulagningu á útbúnaði og flutningi nauðsynja og þjálfun flugmanna. Vegna náinnar þekk- ingar sinnar á heimskautasvæð- unum eru ráð hans bygð á víð- tækari þekkingu en nokkur ann- ar maður hefir til að bera. Rannsóknir Vilhjálms Stefáns- sonar eru svo stórkostlegar, að það er erfitt að átta sig á því, að þær hafi verið framkvæmdar á vorum tímum. — Hann dró merki sitt að hún, er hann skráði nafn sitt til innritunar í Norður Dakota háskólann í hinum gamla stíl — Vilhjálmur Stefánsson. Hann var annars skýrður ■V^illiam Stefánsson. Fæddist hann í Árnesi, Man., í Kanada árið 1879, og er af íslenzkum ættum. Eftir fjögur ár hvarf hann úr háskólanum í Dakota og inn- ritaðist í háskólann í Iowa, þar sem hann tók að stunda nám fyrir alvöru og tók próf. Síðan fór hann í Harvardháskóla og lagði þar í þrjú ár stund á guð- fræði og mannfræði. Jafnhliða námi sínu vann hann sem kenn- ari, líftryggingarerindreki og fréttaritari. Hann hóf rannsókn- ir sínar með ferð til íslands á eigin kostnað, en síðar á vegum Harvardháskóla. — Seinna sendu háskólarnir í Harvard og Toronto hann til þess að rannsaka háttu Eskimóa við Mackenziefljótið. Það, sem gerði Vilhjálm Stef- ánss. mestan allra heimsskauta- könnuða var undirstöðulífsregla hans: “Lifðu á landinu”. Hann sagði: “Þar sem Eskimóarnir geta lifað, get eg einnig lifað”. Hann þekkir heimsskautalcyidin betur en nokkur annar af þeirri ástæðu, að hann gat farið hvert sem hann fýsti og hafst þar við eins lengi og hann vildi. í síð- ustu rannsóknarferð sinni fór hann ásamt tveimur félögum sínum norður á ísbreiður heims- skauts landanna og týndist um- heiminum í fimm ár. Saga þess- arar fimm ára rannsóknarferðar er stórfenglegasta saga Norður- heimskautalandanna. Vilhjálmur er góður vinur Eskimóanna. Selveiðarnar eru aðalbjarg- ræðisvegur Eskimóanna. Selirnir eru alstaðar undir ísnum, en þeir verða að koma upp um holur, sem þeir hafa nagað á ísinn, til þess að anda. Á daginn koma þeir upp og leggjast fyrir. Vil- hjálmur varð betri selaskytta en Eskimóarnir. Á veturnar eru sela holurnar snævi þaktar og álitu aðrir landkönnuðir, að þá væru engir selir. En Vilhjálmur varð mikill vinur Eskimóanna. Sýndu þeir h'onum, hvernig hundar þeirra gátu þefað uppi selahol- urnar. Veiðimaðurinn rekur síð- an hvítt bein, svipað í lögun og stoppnál, gegnum snjóinn yfir gatinu. Þegar selurinn svo kem- ur upp til þess að anda, ýtir hann upp nálinni, og veiðimað- urinn skýtur þá skutli sínum og nær í 100 til 150 pund af kjöti og lýsi. Það var því gnótt fæðu fyrir þann, sem vissi hvernig hann átti að finna hana. Eftir fimm mánuði höfðu þeir Vil- hjálmur og félagar hans aðeins soltið í hálfan annan dag. Munurinn á Vilhjálmi Stef- ánssyni og öðrum landkönnuð- um sést ljósast af ferð Peary til Norðurheimskautsins og heim aftur. Hann setti ekki von- ir sínar hærra en komast heim lifandi. Peary fór 410 mílur frá bækistöð sinni og þurfti 139 hunda, 24 menn og tíu sleða. Vilhjálmur ferðaðist 10.000 míl- ur yfir bæði kaldara land og erfiðara yfirferðar — og varð eingöngu að treysta á sjálfan sig. Hann hefði getað farið til Norð- ur-heimskautsins og dvalið þar í mánijð. í reyndinni úir og grú- ir af selum og hvítabjörnum um- hverfis heimskautið, eftir því sem Rússinn Papanin uppgötvaði og notfærði sér þar þekkingu Vilhjálms. En Kanadastjórn og náttúrusögusafnið í Bandaríkj- unum, sem stóð á bak við rann- sóknarleiðangur Vilhjálms höfðu engan áhuga á því að láta festa upp eitthvert spjald á Norður- heimskautið. Af snjóhúsum Eskimóa lærði Vilhjálmur húsagerðarstíl, sem nútímahúsameistarar flestir styðjast við. Fyrsta snjóhúsið, sem Vilhjálmur reisti, tókst vel. Honum fanst snjóhúsið sá þægi- legasti bústaður, sem völ væri á. (Snjóhús þessi eru bygð á sér- stakan hátt og skal ekki nánar út í það farið hér.) — Grútar- lampi getur hækkað hitann í snjóhúsunum upp í' átta stig. Vilhjálmi fanst bæði eðlilegt og þægilegt að fylgja þeirri venju Eskimóanna að afklæðast áður en hann lagðist til svefns í svefn- poka sínum. Eskimóarnir klæðast aðallega hreindýraskinnum. Hreindýra- hjarðirnar reika um graslendi heimskautalandanna og Eski- móamir veiða þau að sumrinu. Vilhjálmur komst að raun um það, að Eskimóarnir þola að engu leyti betur kuldann en hvítir menn. En þeir kunna að klæða af sér kuldann. Innst klæða eru þeir í þunnri skyrtu og buxum úr skinni af ungum hreindýrum og snýr loðnan inn. Þeir eru í skinnsokkum og sel- skinn er best í stígvél. Yfir innri klæðunum bera þeir yfirhöfn úr þyngri skinnum og er áföst við hana hetta, sem þeir draga fram yfir höfuð og andlit. Hetta þessi er rúm, svo að hún frjósi ekki við andlitið. Sofið í stórhríð. Eitt sinn þegar Vilhjálmur var einsamall á veiðum, skall yfir hann ofsarok. Mikið frost var og hríð, og hann vissi ekki, hversu margar mílur hann þurfti að fara eða í hvaða átt. Hann settist því niður, krosslagði heníjl- urnar á hnjóm sér, lagði höfuð- ið fram á þær og sofnaði. Þegar honum kólnaði vaknaði hann. Hann stóð upp, gekk um til þess að örfa blóðrásina og settist síð- an aftur niður og sofnaði. Dag- inn eftir lægði storminn og hann gat áttað sig á hvar hann var staddur og var hann þá full- frískur. — Menn eiga aldrei að ganga áfram, þegar þannig stend- ur á, segir hann. Það gerir menn aðeins örmagna. Frægur heimskautafari skýrir frá því, að einn manna sinna hafi fundið að kinn hans var farin að frjósa. Þeir tóku þegar í stað að núa kalið með snjó og héldu því áfram alla leiðina til bæki- stöðvanna. Þá sáu þeir að öll kinn mannsins var kalin. Vil- hjálmur gerir gys að slíku hátt- erni. “Þeir gátu ekki gert neitt óheppilegra”, segir hann. Erm- arnar á yfirhöfninni eiga að vera svo víðar, að hægt sé að draga hendurnar upp í þær, segir hann. Þegar þú finnur, að andlit þitt er einhversstaðar tekið að kala, skaltu ylja kalblettinn með lóf- anum. Menn kelur aldrei á fót- unum, ef þeir eru réttilega klædd ir. Nótt eina vöknuðu þeir við gelt hundanna. Þeir stukku á fætur, og Vilhjálmur greip riff- il sinn, þaut út nakinn í feikna frosti og skaut ísbjörn, sem kom- ist hafði inn í tjaldstaðinn. Slík nokkurra mínútna kæling gerir engum mein. Isbirnir eru sjaldan hættuleg- ir. Vilhjálmur lenti aðeins einu sinni í höggi við ísbjörn. Réðist ísbjörn þessi að hundum hans, sem bundnir voru við tjaldið, en Vilhjálmur sjálfur var í nokkurri fjarlægð. Vilhjálmur hljóp til og lagðist niður í snjóinn til þess að geta miðað byssunni betur. Þegar alvara er á ferðum, fyrir- lítur hann skotaðferðir þær, sem tíðkast í kúrekamyndunum. — Hann hitti björninn næstum í hjartastað, og dýrið féll til jarð- ar í tæpra tíu metra fjarlægð frá ískrúninni. Særður björn reynir ætíð af eðlishvöt að kom- ast í vatnið. Af bjánaskap segist Vilhjálmur hafa gengið milli dýrsins og vakarinnar. Allt í einu reis dýrið upp og stökk að honum. Vilhjálmur gat skotið dýrið í heilann, en það datt svo nálægt honum að blóðið úr þvi slettist á hann. Hann hefir aldrei þurft að leggja sér hundakjöt til munns á ferðum sínum. Hundar hans eru af St. Bernhard og Eskimóa- kyni og eru bæði tryggir og sterkir. Eskimóarnir hlœja meira en hvítir menn. Eftir að hafa dvalist um 10 ára skeið meðal Eskimóa og hitt óþekta kynþætti og aðra, sem ekki höfðu séð hvíta menn í sex- tíu ár, sannfærðist Vilhjálmur um það, að Eskimóarnir væru heilsubetri og hamingjusamari en eyjaskeggjar Suðurhafseyja. “Það eina sem eg saknaði var hljómlist og bækur”, segir hann. — Hann kunni tungumál Eski- móanna og mállýskur þeirra og kom ætíð fram við þá sem jafn- ingja sína, svo að þeir urðu bestu heima í New York og er enn stæltur og hraustbygður, þótt hann sé sextíu og fjögurra ára að aldri og hár hans sé orðið grátt. 1 bókasafni hans um heim- skautalöndin eru tuttugu þúsund bindi, og er það stærra en sams- konar safn í bókasafni Banda- ríkjaþings og bókasafni heim- skautalandastofnunarinnar í Leningrad. Höfuðatriðunum úr öllu þessu mikla safni hefir hann safnað saman í nítján binda hándbók til eigin nota, og hefir hún komið að miklu gagni í starfi hans fyrir herinn. Hann hefir verið heiðraður af öllum menn- ingarþjóðum heims, en meðal hinna mörgu rita hans munu hinar tvær ódauðlegu bækur hans “Líf mitt meðal Eskimóa” og “Heimsskautalöndin unaðs- legu” verða honum eilífur minn- isvarði. 1 lok sögu sinnar segir hann: “Vér höfum fært heimsskauts- löndin nær oss Það, sem hefir komið í veg fyrir það, að heims- skautalöndin hafi verið hagnýtt og í þeim búið sem öðrum lönd- um heims, er aðallega tregða vor á því að skifta um skoðun.” Hjarta hins nýja heims Vil- hjálms Stefánssonar liggur þús- und mílur norður af Aleuteyja- klasanum, en vegna aðgerða hans finst oss það liggja miklu nær. Eitt afrekaði hann. Hann kannaði heimsskautalöndin svo vel, að þau eru nú fullkönnuð. Nú er ekki annað eftir en nema þau. Mbl. Stökur eftir Pál á Hjálmsstöðum. LOFTURSTÝRIMAÐUR Sær þá spillist, lærist Loft lipurð snillihanda. Stýrir Gylli ærið oft öruggt milli landa. Skúm þótt breiði á borðin dröfn, og bylgjur freyði háar, ratar skeiðin rétt í höfn Ránarleiðir bláar. vinir hans. Hann kveðst ekki skilja, að menningin geti veitt þeim neina meiri hamingu en þeir nú njóta. “Eskimói hlær meira á viku en hvítur maður á mánuði. Vilhjálmur Stefánsson á nú FLUGVÉLAR Á LOFTI Heyrist gnýr í háloftum, hljóðið skýrist mesta. Flokkur nýr af flugvélum fælir kýr og hesta. Þær eru að gægjast geimnum á að glæpahræfuglunum. Þær eru að bægja þjóðum frá þýzku sæuglunum. Sindrar um stafna sólin gljá, seigur og jafn er gangur. Nær mun safnast Fróni frá fjandans hrafnaslangur? STAKA Ylinn finnum ættjörð frá inn að hjarta’ streyma, með ljúfum þökkum lútum þá lýðveldinu heima. / Mrs. C. O. L. Chiswell. VISA Ellisköpin ekki finn upp þó litist hár á kinn, meðan ungur andi minn á sín tök við stjórnvölinn. Mrs. C. O. L. Chiswell.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.