Lögberg - 31.08.1944, Blaðsíða 2

Lögberg - 31.08.1944, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 31. ÁGÚST, 1944 Richard, Evelyn Byrd: Flogið yfir Norðurpólinn 1 926 Flugvélin vóg um 10,000 ensk pund, er hún þaut eftir braut- inni, sem við höfðum rutt fyr- ir hana. Skaflarnir framundan fóru að nálgast ískyggilega, en við lentum þó ekki í þeim, því að skyndilega hófst flugvélin á loft. Ævintýrið mikla var hafið! Niðri á jörðunni voru féiag- ar okkar. Þá hafði alla langað til að komast með flugvélinni og höfðu að vonum orðið fyrir vonbrigðum, en það reyndist ó- mögulegt. En nú fögnuðu þeir, enda þótt þeir ættu þess ekki kost að fá að njóta ævintýris- ins með okkur. Þeir hlupu á eftir flugvélinni, böðuðu nand- leggjunum af kátínu og þeyttu höfuðfötum sínum hátt í loft. Meðan eg lifi mun eg aldrei gleyma þessari sjón eða þessum ágætu piltum. Það var þeim að þakka, að við gátum nú reynt að komast til Norðurheims- skautsins. Mánuðum saman hafði verið unnið sleitulaust að undirbún- ingi fararinnar. Allt hafði verið gert, sem hægt var, til þess að auka öryggi okkar, ef eitthvað kæmi fyrir á leiðinni, en jafn- framt hafði verið unnið að því, að tryggja það, að sem mestum vísindaárangri yrði náð, ef okk- ur auðnaðist að komast alla leið. Við höfðum meðferðis lítið stuttbylgjutæki, sem notaðist við rafstraum frá handsnúnum dýnamó, ef svo illa skyldi tak- ast til, að við neyddumst til að lenda á ísnum. Amundsen hafði fært okkur að gjöf lítinn hand- sleða, sem nægði fyrir vistir okkar og fatnað, ef við neydd- umst til að reyna að ganga til Grænlands. Við höfðum tíu vikna vistabirgðir meðferðis. Þær voru fyrst og fremst “pemmican”, sem er búið til úr söxuðu, þurrkuðu kjöti, feiti, sykri og rúsínum, en til bragð- bætis höfðum við súkkulaði, brauð, te, þurrmjólk, súkkulaði- duft, smjör, sykur og mjólkur- ost. Eins og sjá má, átti ekki að láta okkur skorta hitaeiningar, ef illa færi. 1 farangri okkar var auk þess gúmmíbátur, sem ætlaður var til að fara yfir vakir og rennur í ísnum, ef við yrðum að nauð- lenda, fatnaður úr hreina-, bjarna- og selskinnum, stígvél og vettlingar prímus, riffill haglabyssa, skammbyssa og skotfæri, tjald, hnífur, öxi, sára- umbúðir og lyf, og reyk^prengj- ur, til að gefa merki, ef okkar yrði leitað. Allt var þetta útbúið með það fyrir augum, að það tæki sem minpst rúm. Astæðan ’fyrir bví, hvað við urðum að gera ráð fyrir langri skiljanlegra, hvernig hún hafði heillað marga fræga menn til sín, svo að þeir áttu þaðan ekki afturkvæmt. Það hlakkaði í okkur, en okkur varð hugsað um það, að í fyrsta skipti í sög- unni gæti agnsmáar mannverur virt fyrir sér þessa töfra og kynnzt leyndardómum þeirra, án þess að láta þá ná valdi yfir sér. Kannske! Það var enn of snemmt að fullyrða nokkuð um þetta eða hrósa sigri, því að ef við neyddumst til að lenda, þá gat hæglega farið illa. Það var því ekki nema eðli- legt, að við Bennett skyldum hugleiða það, hvort okkur mundi ætlað að komast aftur til litlu eyjarinnar, sem við vorum nú að fara frá, því að allir þeir flugmenn, sem höfðu reynt að fljúga yfir heimsskautið á und- an okkur, höfðu týnt lífinu eða sloppið nauðulega úr greipum dauðans. Enda þótt okkur væri fyrst og fremst nauðsynlegt að finna heimsskautið, til þess að fara ekki fýluför, var það þó enn nauðsynlegra frá því sjónar- miði, að annars kostar gátum við að líkindum ekki fundið Svalbarða aftur, því að í sjálfu sér var eyjan ekki stærri en nær ósýnilegur díll. Við mundum ekki geta fundið eyjuna, ef við vissum ekki nákvæmlega hvar við værum staddir, er við snér- um aftur. Við urðum að gæta þess með ýtrustu nákvæmni, að okkur ræki ekki af leið, stefna okkar væri alltaf hárrétt, því að líf okkar var undir því komið. Flug yfir ísbreiðum Norður- heimsskautsins er svipað sigl- ingu á úthafi, því að ekki verð- ur ráðið af neinu því, sem flogið er yfir, hvar flugvélin er stödd Menn verða þá eingöngu að reiða sig á sól, tungl og stjörn- ur. Sjómenn nota sextantinn til þess að reikna út hæð einhvers þessara þimintungla yfir sjón- deildarhringnum. Síðan er tek- ið til við flókna útreikninga, sem taka klukkustundir og er þá búið að finna stöðu skipsins, einhversstaðar á hugsaðri línu. En það er ekki altaf hægt að reiða sig á sjóndeildarhringinn á heimsskautinu, sakir þess hve ísinn er ójafn og hleðst upp í hrauka og hrannir. Við höfum því sérstaklega útbúið tæki, sem gerði okkur unnt að finna hæð- ina, án þess að nota sjóndeild- arhringinn til marks. Notaðist eg við sama tækið, sem við höfð- um smíðað fyrir Atlantshafsflug- ið 1919. Þarna kom það líka til greina, að ef flugmaður á að verja heilli klukkustund til að reikna út útivist, ef við yrðuril að nauð- lenda á ísnum, var sií, að við mundum ekki getað snúi§ aftur til Svalbarða, vegna þinna ströngu hafstrauma, sém ^áða ísrekinu. Við yrðum því að reyna að komast til Etah \á Grænlandi og drepa þar seí^ bjarndýr og moskusnaut til matar, til þess að geta lifað hina löngu heimsskautanótt. Jafnskjótt og við vorum komnir á flug, hækkuðum við okkur upp í 2000 fet, til þess að geta tekið rétta stefnu af fjöll- um Svalbarða. Við höfðum flog- ið upp við Konungsflóa og við okkur blöstu nú hrikaleg, tígu- leg fjöll, hulin snjóskikkju sinni niður að rótum. Er við höfðum tekið rétta stefnu norður, flug- um við út yfir sjóinn og áður en varði, var' hafísbreiðan fyrir neðan okkur. ísinn var miklu nær landi en okkur hafði grun- að og í austurátt var hann vart meira en steinsnar undan ströndinni. Við horfðum út yfir ísbreið- stöðu flugvélar sinnar, verður hann í 100 mílna fjarlægð eða meira frá staðnum, sem útreikn- ingarnir sýna, þegar þeim er loksins lokið. Hann verður því að geta reiknað stöðu sína á ör- skömmum tíma, ef eitthvað gagn á að vera að útreikningn- um. Vvið þekktum eina slíka reikn- ing£2ðferð, þar sem menn hag- nýta Vér skilyrði, sem einungis eru fyifir hendi við heimsskaut- in. Sú d^ferð er með þeim ágæt- um, að nPúrin losna við megnið af öllum-V^ikningum og staðan er fundin fáeinum mínútum. Eg hafði læflt þessa aðferð hjá manni einumf í sjómælingadeild ameríska flo*ans> en höfundur hennar var bnezicur maður. Við urðum T^ð stýra í hánorð- ur, eða eins r\ærri því og unt var. En það v£Ír ekki hægt að notast við venjlulegan áttavita, til að finna réttV stefnuna, því að áttavitinn sfefrur a sigul- skautið, sem er * Boothia-skaga í Kan$da, rúmliga .1000 mílur Óvinaskip liggur á hliðinni í höfninni Gaeta á ítalín, þegar Bandaríkjamenn tóku höfnina 5. júní 1944. ulskautið, þá mundi hægur vandi að finna stöðu sjálfs Norðurheimsskautsins með út- reikningum, hvar sem maður væri staddur á íshafinu. En þar kemur það til greina, að margs- konar skilyrði á hverjum stað hafa einnig nokkur áhrif á átta- vitanálina, svo að aðeins er hægt að finna með tilraunum, hversu skekkjan er mikil frá réttri stefnu á hverjum stað. Þarna norður frá höfðu eng- ar slíkar tilraunir verið gerðar, svo að við vissum ekkert, hvern- ig áttavitinn mundi hegða sér þar. Enn bættist það við, að svo norðarlega er segulafl jarðar- innar svo lítið, að áttavitanál- in sýnir ekki stefnubreytingu flugvélarinnar fyrr en seint og síðar meir og henni hættir til að snúast meira en hún á að gera, þegar hún er komin af stað á annað borð. Hinn ágæti “gyroskop”-átta- viti kemur heldur ekki að haldi hér, því að þegar svo norðarlega er komið, hefir ás hans tilhneig- ingu til að standa upp á end- ann. Þarna var því ekki nema í eitt hús að venda — treysta ein- vörðungu á sólina. Til þess not- uðumst við við sólaráttavita. Tæki það hafði verið sérstak- lega smíðað fyrir leiðangur okk- ar árið 1925 af manni, sem heit- ir Albert H. Bumstead og er að- alkortagerðarmaður landfræði- félagsins í Bandaríkjunum. Hika eg ekki við að fullyrða, að án þessa tækis hefði okkur ekki auðnast að finna pólinn, og það er jafn vafasamt, hvort við hefðum fundið Svalbarða á heimleiðinni. Það liggur í augum uppi, að sólar þurfti að njóta, til þess að við gætum notað þennan áttavita. I^ann byggist á þver- öfugum grundvelli við sólúr- ið, sem notað hefir verið frá aldaöðli. Það byggist á því, að maður veit hvar áttirnar eru og skugginn, sem sólin varpar, seg- ir þá til um það, hvað tíman- um líður. Þegar sólaráttavitinn er notaður, veit maður hvað tímanum líður og skugginn, sem sólin varpar, er geislar hennar falla á vísi klukku, sem sýnir tuttugu og fjórar klukku- stundir, segir til um stefnuna. En þá varð líka að gæta þeirra áhrifa, sem vindurinn hafði, og gera ráð fyrir þeim. Það má segja, að flugvél sé í rauninni hluti af vindinum, al- veg eins og skip í straumi flýt- ur með hraða þans. Það er rétt að taka dæmi þessu til skýring- ar: Ef vindúr, sem fer með 30 mílna hraða á klukkustund, blæs þvert á stefnu flugvélar- innar, ber hann flugvélina 30 mílur til annarar handarinnar á höfðum smíðað fyrir fyrsta Atl- antshafsflugið. Við notuðumst við rekmælinn í gegnum hlemm, sem var á gólfi flugvélarinnar og höfðum komið öllu svo fyrir í aftari klefa hennar, að þar var nægi- legt olnbogarúm til að athafna sig eins og nauðsynlegt var, þeg- ar unnið var að mælingum og útreikningum. Auk þess var komið þar fyrir stóru korta- borði. Þar sem það var höfuðnauð- syn, að við vissum svo nákvæm- lega hvað tímanum liði, að ekki skeikaði, höfðum við meðferðis tvö kronometer, sem eg hafði haft í herbergi mínu vikum saman. Eg vissi hvað rétt þau gengu, svo að ekki skakkaði nema einni sekúndu. Svo virðist sem kronometrum hætti til að seinka, þegar þau eru í kulda. Með þetta í huga höfðum við haft nánar gætur á því, hversu mikið þeim seinkaði í frosti. Eg hefi aldrei á ævinni verið eins önnum kafinn og fyrstu mínúturnar, sem við vorum á flugi þarna yfir hvítri auðninni. Enda þótt við bærum fullt traust til mælitækja okkar og aðferða, hafði okkur ekki gef- izt tækifæri til að reyna þær yfir Ishafinu. Fyrst miðuðum við norðurátt frá fjallstindi ein- um á Svalbarða og kom miðun- in vel heim við það, sem sólar- áttavitinn sýndi. Eg hafði ó- skorað traust á honum. Fjöllin að baki voru sýnileg í allt að 100 mílna fjarlægð. Sólin glampaði á snæviþöktum hlíð- um þeirra. Þau voru síðasti tengiliður okkar við menning- una. Framundan lá óvissan og hið ókunna, svarið við spurn- ingum okkar. Við Bennett skiptumst á að stýra flugvélinni. Hann var við stjórn fyrsta kastið og af ein-. hverjum óskiljanlegum orsök- um sveigði flugvélin hvað eftir annað af réttri stefnu, til hægri. Bennett leit um öxl sér til mín, í gegnmu dyrnar, sem voru milli stjórnklefans og aftari klefans, þar sem eg sat og vann af kappi. Ef eg komst að þeirri niðurstöðu, að hann héldi ekki réttri stefnu, gaf eg honum til kynna með bendingum, hvernig hann ætti að stýra. Eg athugaði vindhraðann á þriggja mínútna fresti og sömuleiðis flughrað- ann, til þess að komast strax að því, ef einhver breyting yrði á vindáttinni og gera þá ráð- stafanir til að vinna gegn áhrif- um þess. Hvor okkar félaganna hafði þrenna hanzka og varð eg. í sí- fellu að hafa hanzkaskipti, eftir því, hvað eg var að gera, en stundum var eg þó hanzkalaus, þegar eg þurfti að skrifa eitt- hvað eða reikna út á kortinu. vélinni, vegna athugananna. En eg tók strax eftir því, og fór gætilega framvegis. Venjulega þarf kal ekki að vera hættulegt, ef menn verða þess varir þegar í stað og koma blóðmu á hreyf- ingu út í hinn kalda hluta lík- amans. En við höfðum líka til vonar og vara skinnhúfur, sem huldu allt andlitið. Við höfðum tvo sólaráttavita. Annar var fastur við hlemm í loftinu á aftara klefa flugvélar- innar, þar sem eg gerði alla leiðarreikningana. Hinn var hreyfanlegur, laus og liðugur, svo að þegar vængurinn skyggði á áttavitann, sem festur var við hlemminn, gat eg farið með hann fram í stjórnklefann og notazt við hann þar. Við og við tók eg einnig sólar- hæðina með sextantinum til frekari fullvissu. Er eg var að öllu þessu, var mér hugsað með þakkláturm huga til ameríska flotans, fyrir það hve hann gerir miklar kröfur til kuryiáttu yfir- manna sinna. Eg var líka feginn því, að eg hafði lagt það á mig að læra mjög ýtarlega að gera leiðarreikninga fyrir flugvélar. Er eg var loksins búinn að ganga úr skugga um það, að við værum á réttri leið, gaf eg mér fyrst tíma til þess að virða fyrir mér ísbreiðuna, sem hafði vakið forvitni mína frá því að eg var smástrákur í skóla. Við flugum í 2000 feta hæð og sáum um 50 mílur til beggja handa. Hvergi sást til lands. Skyggnið var svo gott, að við mundum hafa get- að greint fjallatindana, ef land hefði verið í 100 mílna fjar- lægð. ísinn hafði hlaðizt upp í garða, sem lágu um auðnina þvera og endilanga, en á milli virtust vera sléttir jakar, sem auðið mundi að lenda á. En þeg- ar flogið er í 2000 feta hæð, er ógerningur að greina þetta svo vel, að óyggjandi sé. Garðarnir, sem við sáum, mynduðust af því, að straumur hafði þrýst jökum saman, svo að rendur þeirra hlóðust upp. Sumir þessir garðar voru allt að 60 fet á hæð, en meðalþykkt íssins er aðeins fjörtutíu fet. Eg fann til meðaumkunar með hin- um hugprúðu mönnum fyrri tíma, sem höfðu lagt í að ganga til pólsins um þessa ófæru. Við flugum yfir rennur, sem rifnað höfðu í ísinn við hreyf- ingar hans. Það eru þessar renn- ur, sem eru svo hættulegar fyrir þá, sem ferðast fótgangandi um ísinn. Þeir geta átt það á hættu á hverri stundu, að ísinn opnist og kolgrænt hafið gleypi þá. Eg fór nú að hyggja betur að vindinum, því að eg vissi, að öll- um, sem hafa hug á því, að stofna til flugferða yfir pólinn, leikur mjög «hugur á því að kynnast öllu, sem að því lýtur. Við urðum einskis* varir, sem væri flugi óhagstætt hvað það snerti. Við urðum ekki varir við nein “loftgöt”. Kom það okkur ekki á óvart, því að flatneskja íssins og kuldinn stofnuðu ekki til neinna loftstrauma, eihs og svo algengt er yfir meginlandi. Eg vil þó ekki fullyrða neitt um það, hvernig okkur hefði vegn- að í heimsskautastormi. En það var okkur til mikilla hagsbóta, að við vorum þarna á ferð að vorlagi og bjart var allan sólar- hringinn. Það var nú kominn tími til þess eg hvíldi Bennett aftur frá flugvélarstjórninni. Það var þó ekki einvörðungu til þess að hann gæti teygt úr sér, heldur og til þess, að hann gæti hellt benzíni á geymana úr 20 lítra dunkunum, sem var hrúgað upp meðfram öllum veggjum í aft- ari klefanum. Dunkunum var varpað útbyrðis jafnóðum og þeir voru tæmdir, til þess að létta flugvélina, enda þótt lítið munaði um hvern einn. an haft gætur á því, að eg héldi réttri stefnu. Eg hafði nægan tíma til þess að virða íshelluna gaumgæfilega fyrir mér. Eg var að svipast um eftir einhverju lífsmarki, bjarn- dýri, sel eða fuglum, en varð einskis vísari. Einu sinni, er eg leit út um annan hliðargluggann, rakst annar handleggur minn í eitt- hvað, sem var í vinstra brjóst- vasa mínum. Vasinn fullur af verndargripum! Nú tel eg mig alls ekki hjá- trúarfullan mann, en sannleik- urinn er sá, að enginn land- könnuður leggur nokkuru sinni upp í ferð, án þess að hafa slíka gripi í fórum sinum. Meðal verndargripa minna var minn- ingarpeningur, sem vinur minn einn hafði gefið mér. Unnusta hans hafði gefið honum pening- inn og hánn vonaði, að hann gæti orðið mér til gæfu. Auk þess hafði eg þarna örsmáa skeifu, sem frægur járnsmiður hafði smíðað. Loks hafði eg í vasanum smápening, sem Peary hafði látið sauma í föt sín, er hann lagði upp í göngu sína til N orðurheimsskautsins. Bennett tók aftur við stjórn- inni, er hann var búinn að hella á benzíngeymana og áætla eyðsluna. Eg fór aftur í hinn klefann og hélt áfram sífelld- um athugunum og útreikning- um. Eg leit svo mikið niður á snjóinn, að eg fékk sem snöggv- ast snert af sólblindu. Eg hafði meðferðis sólgleraugu, en hafði ekki haft gætur á því að setja þau upp. Tvisvar á næstu klukku- stundum leysti eg Bennett af við stýrið. Er eg tók við af hon- um í fjórða sinn, brosti hann i kampinn um leið og hann gekk aftur í aftari klefann. “Eg vildi heldur hafa Floyd fyrir föru- naut”, hugsaði eg þó, “en nokk- urn mann annan í öllum heim- inum.” Okkur bar nú yfir þann hluta auðnarinnar, sem mannleg augu höfðu aldrei litið áður. Tilfinn- ingar landkönnuðarins báru til- finningar flugmannsins ofur- liði. Eg fann til hrifningarinnar, sem þeir menn þekkja, er líta í fyrsta sinn ókunna stigu, en þó er svo erfitt að lýsa með orðum. Á þessum augnablikum fannst mér eg hafa hlotið full laun alls erfiðis míns og strits. Takmark okkar var einhvers staðar handan við blikandi sjóndeildarhringinn. Við horfð- um niður á 25.000 ferkílómetra af óþekktu yfirborði jarðarinn- ar, sem enginn hafði séð eins vel og við í þetta sinn. Eg sá hilla undir ókunna strönd og gnæfandi fjallatinda út við sjóndeildarhringinn, en þegar nær dró sá eg, að þetta voru aðeins skýjabólstrar, sem hlað- izt höfðu upp. Andartak fór eins konar seið- ingur sigurvímu um mig allan. Ef eg gæti lýst tilfinningum mínum á þessu augnabliki, þá væri jafnframt svarað spurn- ingunni, sem svo oft er varpað fram: “Hvað er þetta heims- skautaæði, . sem hrífur svo marga menn?” Sólin skein í heiði og brosti til okkar. Gæfan var sannarlega hliðholl okkur þenna dag, því að ef sólar hefði ekki notið, þá mundi leit okkar að pólnum hafa verið fyrirfram árangurs- laus. Til hægri handar skein sólin á þær slóðir, þar sem Nansen hafði háð hetjubaráttu sína fyr- ir fjölmörgum árum. Til vinstri hafði Peary og margir aðrir reynt að brjótast norður. Og hérna vorum við, sem nálguð- umst takmark óska okkar með tign og glæsileik arnarins og með næstum hundrað mílna hraða á klukkustund. Þegar eg tók aftur til ó-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.