Lögberg - 31.08.1944, Blaðsíða 6

Lögberg - 31.08.1944, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 31. ÁGÚST, 1944 | 1 Dómar mannanna Eftir A. Sergeant Hr. Harkort stóð upp og kvaddi, og Theresa fékk tíma og næði til að hugsa um, hvaða undrabreytingum að ástin getur stundum haft á karlmennina. Daginn eftir fór Theresa til frú Seton, sem sagði söguna eins ljóta og hún gat sett hana saman. Hún sagðist ekki hafa sagt jómfrú Morrison helminginn af því, það hefði verið of ljótt til að láta svo unga stúlku heyra. Theresa þóttist fullviss um, eftir að hafa heyrt sögu frú Seton, að Richard væri mesti kæru- leysingi, hún kveið fyrir að hans vonda hegðun og orðrómur, sem legðist á hann, mundi hafa spillandi áhrif á Doru, og ef hann léti svo ekki vita meira um sig, yrði alslags klækja sögur settar í samband við hann, og honum eign- aðar. Nokkrum dögum seinna kom Dora til Theresu vinkonu sinnar, í mikilli hugaræsingu, með bréf í hendinni. Bréfið hljóðaði á þessa leið: “Kæra Dora, eg sagði þér að eg færi í burt um tíma, og þú yrðir að vera róleg þó þú sæir mig ekki oft. Eg endurtek þetta, bæði mín og þín vegna. Það er best fyrir okkur bæði, að við förum hvort sína leið. Spurðu ekki um mig hjá frú Seton. Eg hef ekki skilið eftir utaná- skrift mína hjá henni, því hún er viðbjóðs- leg manneskja, sem eg vil engin skifti eiga við. Undir eins og mér verður mögulegt, kem eg til þín, en til að taka á móti þér til mín, hefi eg ekki nægileg húsakynni. Mér líður vel, eg hefi mikið að gera, en eg hygg, að vegir okkar séu skyldir fyrir langa tíð. Eg vona að þú verðir hamin^jusöm, því eg veit að þú átt vini sem er ant um þig. Þinn elskandi bróðir Richard”. “Hann kemur ekki aftur,” sagði Dora, og brast í grát. “Eg veit hvað hann meinar með þessu. Hann ætlar að leita gæfunnar í fram- andi landi, og eg er honum þar ekki til hindr- unar. Hann meinar áreiðanlega það besta, en mér finst það svo kalt og kærulaust.” “Það er þér kannske fyrir bestu,” sagði Ther- esa, “má eg sýna Hr. Harkort bréfið?” “Já, ef þú vilt. Hr. Harkort er svo góður maður, að eg vil ekki leyna hann neinu.” Theresa veitti því sem Dora sagði nákvæma eftirtekt, til þess að geta sagt Hr. Harkort það þegar hann heimsækti þær næst. Hann brosti þegar hann heyrði það, og las bréfið. “Hann er nógu skynsamur til að veikja ekki traust Doru á sér,” segði hann þegar hann lagði bréfið frá sér. “Mér Jaykir slæmt að það hryggir Doru, en svo þykir vér vænt um að hann segist ekki skifta sér af hvað hún geri. Það er þá ekkert framar sem stendur í veginum.” “Þú meinar að hann komi aldrei aftur?” “Að minsta kosti ekki fyr en eftir mörg ár, og þá vona eg að eg geti vísað honum á dyr, ef hann getur ekki sannað mér, að hann hafi lifað heiðarlegu og lastvöru lífi.” “Dora slítur aldrei trygð við hann.” “Það held eg þó, undir eins og hún sér og sannfærist um hverslags maður hann er.” Hann leit aftur á bréfið og hleypti brúnum, eins og eitthvað nýtt kæmi í huga hans. “Hvað er það?” spurði Theresa. “Og, ekki svo sem neitt. Eg var að horfa á rithöndina, sem mynnir mig á rithönd ungs manns, sem eg þekki, Hr. Sittards. Hann er sonur mannsins sem steypti svo mörgum í vol- æði, og sem, ef til vill, hefur eyðilagt framtíð hans, að miklu leyti. Hann var lengi í skrif- stofunni minni, eins og þú hlýtur að muna. Það er hugsanlegt að hann, og bróðir Doru, hafi gengið í sama skóla. Það er svo vanalegt að lærisveinar frá sama skóla, skrifa nærri því eins.” “Eg er alveg hissa að þú skulir enn muna svo vel, hvernig hann skrifaði.” “Það er mjög óalgeng skrift,” sagði hann og rétti henni bréfið. “Það er óvanalegt að slíkur maður sem hann, skrifi svo aðdáanlega hönd,” sagði hann, svo fékkst hann ekki meira um það mál. 15. KAFLI. Það var nú engin ástæða framar fyrir Hr. Harkort, að fresta bónorði sínu við Doru, því það var varla hugsanlegt, þar sem hún lét í ljósi svo mikið traust og þakklæti fyrir hlut- tekningu hans, að hún mundi neita honum. Theresa aftur á móti hélt að vinur sinn væri alt of viss í sinni sök, og mynti hann á með tilliti til sjálfrar sín, að ungar stúlkur eru ekki ætíð svo auðvelt unnar, eins og menn halda. Horst hafði myndað sér alveg ákveðnar skoð- anir um lyndislag Doru, því þar sem hún var í allri framkomu sinni, algjör mótsetning við Thesesu, hélt hann, að þó Theresa elskaði hann ekki, að þá mundi Dora gera það. Hún var svo blíð og barnslega saklaus, að honum fanst hún ekki geta sagt nei, þegar hann héldi í hendi hennar. Theresa hristi höfuðið. “Þú ert of vongóður,” sagði hún rólega, en hún yðraðist brátt þess er hún sagði, þegar hún sá vonbrigðin, sem þau orsökuðu á and- liti Horst. “Þú heldur þá-að eg sé eitthvert hrokafullt flón?” “Nei, langt frá því,” svaraði hún hlæjandi. “En þú gleymir því, að Dora er bara ungling- ur ennþá.” “Nei, þvert á móti, eg tek tillit til þess. Henn- ar eðlilega framkoma og hispursleysi, ásamt góðleik og mildi, og umfram allt að hjarta hennar er ósnortið af ást til nokkurs manns, mælir allt með áformi mínu.” “Það getur vel verið — eg veit það ekki. Margra orsaka vegna óska eg þér góðs árang- urs, og þrátt fyrir það — eg veit ekki hvað það er,” sagði Theresa, hálf kjökrandi og hálf bros- andi, og sneri sér frá honum. “Eg held eg sé kaldlynd og tortryggin.” “Þú getur þó ekki verið tortryggin gagnvart Doru?” sagði hann með óþolinmæði og ergelsi í málrómnum. “Ekki gagnvart henni, en gegn ættingjum hennar og uppeldi.” “Eg skil þig ekki.” “Eg gæti mint þig á allar þær athugasemdir sem þú gerðir, þegar frú Mendal réði Doru til sín, en nú vilt þú giftast henni, án þess að vita nokkuð um fjölskyldu hennar né fortíð.” Horst hleypti brúnum. Hann var ekki reiður, en hann vildi láta Thesesu hætta þessum mót- bárum. • “Eg hefi hugsað nákvæmlega um það allt,” sagði hann í alvarlegum róm. “Eg veit að það muni vera eitthvert leyndar- mál, kannske eitthvað þvingandi leyndarmál, sem hvílir á henni, annars hefði hún verið búin að segja okkur meira um það.” “Eg hélt að þú mundir ekki hugsa til að gift- ast henni fyr en hún væri búin að segja þér frá þessu leyndarmáli.” “Auðvitað vildi eg gjarnan vita um það, en eg er reiðubúinn að giftast henni, eins þó hún veigri sér við að segja mér frá því.” “Það getur valdið stórri hættu.” “Það getur verið. Eg þarf ekki að taka tillit til neinna annara en mín. Systir mín er gift, og eg á lítið saman við hana að sælda. Hún lætur sig varla miklu skifta það sem eg gjöri, eg ber ábyrgðina einsamall. Hugsaðu bara sem snöggvast um Doru. Hugsaðu um, hvað hún er barnslega saklaus, hrein og elskuleg. Þú getur verið alveg fullviss um, að það er enginn blett- ur né skuggi á hennar karakter. Geturðu efast um það, þegar þú horfir í andlit hennar?” “Eg elska Doru”, svaraði Theresa dræmt, “og efast ekki um hennar persónulega hrein- leika. Eg er bara hræddur um að það hvíli einhver stór skuggi á familíu hennar, eða ætt- ingjum —” “Jafnvel þó svo væri, væri það þá svo hræði- legt? Eg trúi ekki svo' mjög á karaktérslegar erfðir. Erfða tilhneyingar vorar, eru með upp- eldinu og umgengninni leiddar inn á aðrar braut ir —” “Já, en það hefur engin sagt okkur ennþá, hvernig uppeldi að Dora hefur fengið.” “Enginn sem sér hana og talar við hana getur efast um, að uppeldi hennar hefur verið hið besta, og henni samboðið,” svaraði Horst ró- lega. Það var auðheyrt að traust hans á Doru var óhagganlegt. “Svo þér væri þá sama um, þó það kvisaðist, að foreldrar hennar hefðu haft slæmt orð á sér, kannske verið tugthúslimir?” spurði Theresa. Hún áleit það sem skyldu sína að setja honum fyrir sjónir þá hættu sem gæti legið í .þessu vali hans. “Nei, það væri mér ekki sama um, það mundi valda mér djúprar hrygðar. En eg mundi aldrei láta Doru gjalda þess, sem hún væri saklaus af.” “En eg hún skyldi nú sjálf hafa lent í eitt- hvert------” “Við skulum ekki vera að brjóta heilann um slíkar ímyndanir, Theresa.” Þessi orð æstu dálítið tilfinningar hennar, svo hún sagði: “Þú ’ert mjög góður og nærgætinn maður, Horst, en það er mögulegt, að nærgætni og góðvild geti leitt menn út í gönur. Það er skylda þín að láta Doru gera þér fulla grein um foreldra sína og ættingja, áður en þú fram- réttir henni hendi þína; annars er eins líklegt, að þú kunnir einhverntíma að iðrast þess sár- lega.” “Eg yrði að hafa mjög lítið traust á Doru, ef eg færi að neyða hana, á móti vilja sínum til að segja mér nokkuð sem hún vildi ekki,” sagði Horst með þótta. “Eg er alveg viss um að hún, af frjálsum vilja, segir mér allt sem eg þarf að vita um hana.” Út af þessum meiningarmun, var dálítil fæð í nokkra daga, milli þessara gömlu vina; en það varaði ekki lengi, því Horst vissi að Theresa hafði talað af einlægni og umsorgun fyrir ham- ingju sinni. Meðan þessu fór fram var Dora ósnortin af þeim forlögum, sem biðu hennar. Hún var stundum dálítið óróleg er hún hugsaði til Richards, sem hafði skilið hana svo einmana eftir í heiminum. . - Þegar hún hugsaði um hve einmana að hún var, greip hana sársaukakend vantrausts til- finning. Hún heyrði ekkert frá föður sínum, og óskaði ekki framar að heyra neitt frá honum, en hún þráði að vita hvað orðið hafði af Richard. Hr. Horst Harkort mætti henni einn dag á götu, er hún var í órólegu hugarástandi, hann sá strax að hún v^r á leið heim til frú Sandon, og vildi fylgja henni heim. “Veðrið er svo indælt í dag, að við ættum helst að ganga okkur til skemtunar í gegnum Kensington lystigarðinn, hvernig líst þér á það,” spurði hann. “Það væri indælt, en eg er hrædd um að það taki of langan tíma,” svaraði Dora. “Eg skal afsaka þig ef þú kemur of seint heim, og ef þér líkar það betur, þá getur þú fengið leiguvagn, eins og seinast.” Dora roðnaði ofurlítið, og hló, eins og hún æfinlega gerði, þegar hann myntist á töpuðu peningana, en hún samþykkti boð hans þegjandi, og gekk með honum niður að hinum skreytta skemtigöngu vegi. Veðrið var unaðslegt og glaða sólskin, og í skuggum hinna stóru trjáa var svo svalt og hressandi, að Dora næstum óaf- vitandi svalg loftið með gleði og ánægju. “Ó, hvað hér er fallegt og indælt. Þegar eg mætti þér var eg svo þreytt, að eg gat varla gengið; það var svo heitt á strætunum,” sagði hún. “Eg hélt líka að þú værir þreytt, þú lítur svo sorgmædd og þreytulega út. Dora þagði, svo sagði hún hikandi: “Já, eg er líka sorgmædd.” “Þú mátt ekki vera sorgmædd, vegna bróðir þíns,” sagði Harkort. Eg er alveg viss um að hann bjargar sér vel áfram.” Dora klökknaði við. “Veslings Richard,” hvíslaði hún blítt. “Mig langar til að berja þennan veslings Richard,” hugsaði hann, en sagði það ekki. “Eigum við að fá okkur sæti hér undir trján- um?” spurði hann. “Það er þægilegur bekkur fi) að sitja á rétt hérna, ef þú getur hvílt þig í fáeinar mínútur.” Dora samþykkti það. Þegar þau sátu þar í kælandi forsælunni, og sólskinið markaði stór- ar gullnar myndir á rykuga brautina, sagði Dora allt í einu. Hr. Harkort, heldurðu að það sé mögulegt að finna Richard aftur?” “Ekki ómögulegt — en ekki auðvelt, úr því að hann vill ekki láta vita um sig.” “Ef eg gæti talað við hann, gæti eg kannske fengið hann til að breyta skoðun sinni á því, að það sé okkur báðum fyrir bestu að vera aðskilin.” “Hann hlýtur að hafa sínar, sérstöku ástæð- ur til þess,” sagði Harkort, og hugsaði til Rósu. “En það er svo undarlegt, eins o£ honum þykir vænt um mig.” “Honum þykir sjálfsagt vænt um þig, en þeim mun meiri ástæðu hlýtur hann að hafa til þess að halda sig í fjarlægð frá þér ” “Dóra leit á hann og sagði: “Veistu hvaða ástæða það er? Þú talar eins og þér sé kunnug hver ástæðan er —” “Eg veit ekki annað en það sem húsmóðir hans sagði, og það sem eg dreg út úr síðasta bréfinu, sem hann skrifaði þér,” sagði Horst, með varfærni; “en bróðir sem þykir vænt um systur sína, skilur ekki við hana að ástæðu- lausu.” “Mér getur alls ekki komið til hugar hvaða ástæðu að hann getur hafa haft.” “Væri ekki hugsanlegt, að hann væri að hugsa um að fara að gifta sig?” “Hann — að gifta sig! Richard? Nei, Hr. Harkort.” “Nú”, sagði Harkort brosandi, “það kemur þó fyrir, af og til, að ungum mönnum dettur í hug að gifta sig, — og jafnvel eldri mönnum kemur það til hugar líka.” Dora veitti þessum síðustu orðum hans enga athygli, en sagði: “Richard er bara unglingur, hvernig ætti honum að koma til hugar að fara að gifta sig. Og ef það væri, því ætti hann þá endilega að vilja skilja við mig?” “Það er kannske ekki aðalástæðan. Það getur skeð að hann haldi, að þér mundi ekki líka, eða geðjast að kærustunni sinni.” “Það nær engri átt. Þú þekkir ekki Richard, Hr. Harkort, að minsta kosti —” Dora lauk ekki við það sem hún ætlaði að segja, en leit óttaslegin til hans. Henni datt í hug að Hr. Harkort mundi þekkja Richard — en undir öðru nafni. Hann gat ekki gert sér neina eðlilega grein fyrir þessari skjótu breyt- ingu sem hún tók, og hélt, að minningin um bróðir hennar hefði valdið því. “Eg er viss um að þú mundir ekki elska bróðir þinn svo innilega ef hann væri ekki elsku þinnar maklegur,” sagði hann vingjarn- lega. “Eg vildi óska að hann hefði gefið mér tæki- færi að kynnast sér, og héldi sig ekki svona duldum fyrir okkur. Það er líklega tilfellið að hann hefur farið til útlanda, og þá kemur hann ekki svo fljótt aftur hingað.” “Það er það sem eg er svo hrædd um,” sagði Dora, hrygg í huga. ' Að því er eg veit, ert þú þá ein þíns liðs i heiminum?” Hann lagði sérstaka áherslu í spurninguna. “Já alveg einsömul,” svaraði Dora lágt “Fyrirgefðu, kæra jómfrú, þó eg spyrji þig fáeinna spurninga — áttu enga ættingja, nema bróðir þinn? Engan föður eða móðurbróðir, eða föður eða móðursystir, enga. ættingja?” “Nei,” svaraði Dora, snöggt, eg hefi aldrei átt ættingja, föður né móðurbróðir, né föður eða móðursystir, eg á engin skyldmenni á Eng- landi nema Richard, og hann er, eins og þú heldur farinn utanlands.” #‘Það er undarlega einmanalegt líf fyrir þig> sagði Harkort hugsandi. Svo hélt hann áfram, og sagði: “Hefur þú nokkurn tíma hugsað um, hvað þú mundir gera ef þú — ef frú Mendal þyrfti ekki framar á lagskonu að halda.” “Eg mundi reyna að fá mér aðra stöðu.” “Og ef það yrði svo ekki sem auðveldast? eins og Jdú mættir búast við, heimilislaus, ein- stæðingur án vina, ellegar nokkrar manneskju, sem vildi rétta þér hjálparhendi? Hefur það aldrei flogið í huga þinn, að slíkt gæti komið fyrir?” Svipbrigðin á andliti hennar var honum nægilegt svar. Hún fölnaði í andliti og hin blíðu og barnshýru augu hennar fylltust tár- um. “Eg spyr þig ekki þessara spurninga af for- vitni, eða til að hryggja þig,” sagði Horst alvar- lega. “Eg vildi bara minna þig á, að hugsa fyrir þér, um framtíð þína, svo þú yrðir betur undir það búin að íhuga þá uppástungu sem eg ætia að bera fram.” “Dora leit órólega á hann, henni fanst hann tala svo alvarlega. “Uppástunga?” endurtók hún, vitandi varla hvað hún sagði. “Já, — eg meina, — það er ekki rétta orðið. Það er erfitt að finna rétta orðið fyrir það sem eg ætla að segja.” Svo þagði hann um stund, svo Dora gerði til- raun til að hjálpa honum út úr vandræðunum. “Kannske að þú hafir heyrt um einhverja aðra stöðu, hentugri fyrir mig, Hr. Harkort.” “Já, það er einmitt það,” sagði hann og hló uppgerðarhlátur. “Varanlega stöðu, eg veit ekki hvernig eg á að koma orðum að því — en það sem eg vildi segja er — Dora, vilt þú verða konan mín?” “H.r Harkort!” Henni brá háskalega við, rétt eins og hún yrði hrædd, og færði sig fjær honum. ■“Fyrirgefðu — eg held eg hafi ekki skilið hvað þú sagðir,” sagði hún, eins og hálf rugl- uð. “Ó-jú, þú skildir mig, Dora. Með því að samþykkja að verða konan mín, gerðir þú mig hamingjusaman. Finst þér það svo hræðilegt?” “Ó, Hr. Harkort, það get eg ekki — það er mér ómögulegt.” “Geturðu það ekki, Dora? Þú veist ekki hve innilega eg elska þig.” “Hvað þú elskar mig,” endurtók Dora. Hún horfði á Horst, sínum sakleysislegu augum. eins og hún væri að virða hann fyrir sér í fyrsta sinn. “Lít eg ekki þannig út, eins og eg gæti elskað þig?” spurði hann, með dálitlum sársauka í rómnum. “Nei,. nei, eg meina það ekki,” sagði hún og roðnaði. Hún leit niður fyrir sig, og sneri sér frá honum. “Hvað meinar þú þá?” spurði hann og tók hendi hennar, sem hún lét hann halda í hendi sér, mótstöðulaust. “Vissirðu ekki að eg elskaði þig?” “Jú, eg vissi — eg held að minsta kosti — að þér kanske litist á mig, en það er allt annað.” “Já, eg veit það er — allt annað! En viltu þá ekki leyfa mér að elska þig? Þykir þér það miður?” “Nei”, svaraði Dora, undirleit, í veikum róm, “ekki miður en —” “Hvað þá?” > “Eg hélt að þú elskaðir Theresu,” sagði hún í barnslegri einlægni. Þegar hún léit á hann, iðraðist hún þess sem hún sagði, hún sá þján- ingarsvip á andliti hans. “Mér þykir svo mikið fyrir því, að eg hef sært þig — eg meinti það ekki á þann veg,” sagði hún. “En Theresa er svo miklu fullkomnari og fríðari en eg — hún samsvarar þér að öllu leyti betur en eg —” “En eg elska þig Dora.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.