Lögberg - 26.10.1944, Blaðsíða 2

Lögberg - 26.10.1944, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. OKTÓBER, 1944 / Þessi mynd er af brezkum skriðdreka á leið vfir fljót eitt norður af Imphal. Heima hjá Maríu Markan Ameríkanskur blaðamaður rabbar við fyrsta íslendinginn, sem hefir sungið á Metropolitan. Giacomo Matteotti: Píslarvottur frelsisins Grein þessi, sent er eftir Luigi Antonini og þýdd úr ameríska vikublaðinu The New Leader fjallar fjallar um morð- ið á ítalska jafnaðarmannin- um Giacomo Matteotte. Grein- arhöfundurinn rekur í stórum dráttum þróun málanna á ítalíu eftir valdatöku fasista, unz innrásin þar kom til sögu og örlög Mussolinis og einrceðis hans þar með ráðin. HINN 30. dag maímánaðar árið 1924 sat fulltrúadeild ítalska þingsins á fundi í Rómaborg. Þetta var fyrsta þingið, sem til hafði verið kosið eftir að fasistar komust til valda, en stjórn þeirra var hálfs annars árs gömul, er hér var komið sögu. Þrátt fyrir ógnarverk og grimmd fasistanna hafði stjórnarandstaða jafnaðar- manna og verkamanna hlotið milljón atkvæði af hálfri þriðju milljón greiddra atkvæða. Fulltrúadeildin hafði haldið hinn fyrsta fund sinn eftir kosn- ingarnar hinn 24. dag maímán- aðar. Á fundinum hinn 30. maí átti að taka til afgreiðslu frum- varp fasista um það, að meiri- hluti þeirra skyldi lögfestur. Þegar fundur hafði verið settur, ,voru þrjú hundruð og fimmtíu fasistaþingmenn í svartstökkum mættir. Stormsveitarmenn fas- ista höfðu og fjölmennt á þing- palla samkvæmt tilmælum Mussolinis. Sá orðrómur hafði borizt um gervalla borgina, að stjórnar- andstaðan myndi beita sér ein- dregið gegn því, að meirihluti fasistanna yrði lögfestur og láta hart mæta hörðu, ef af því yrði. Þingmenn fasista hófu há- reisti mikla, er forsetinn til- kynnti, að framsögumaður stjórnarandstöðunnar væri Gia- como Matteotti. Fasistarnir báru sér í lagi þungan hug til Giasomo Matte- ottis. Hann var aðalritari ítalska Alþýðufiokksins og hafði tekið þá staðföstu ákvörðun að helga starfskrafta sína óskipta lýðræð- ishyggjunni og jafnaðarstefn- unni. Matteotte hafði hrakið lygar fasistanna lið fyrir lið, meðan á kosningabaráttunni stóð. Hann færði óyggjandi rök fyrrr því, að sú lýgi fasistanna, að þeir hefðu verið að koma í veg fyrir uppreisn í landinu með valdatöku sinni, ætti sér nokkra stoð. Hins vegar lýsti hann því, að fátt hefði gefið meira til- efni til uppreisnar en einmitt valdataka fasistanna. Giacomo Matteotti, ungi þing- maðurinn, sem reis á fætur hinn örlagaríka dag, 30. maí árið 1924, hafði’náð kosningu í tveim kjördæmum, í ættbyggð sinni á Norður-ítalíu, svo og í Róm. Hann stóð þarna með minnis- blöð sín í höndunum og beið þess, að mesta háreystin gengi um garð. Hann hóf upp hina skýru og þróttmiklu rödd sína og því fór alls fjarri, að hann væri myrkur í máli: “Mál það, sem hér er á dagskrá, fjallar um lögfestingu fasistameirihlut- ans. Við mótmælum þessu frumvarpi . ..” Svartstakkarnir hrópuðu reiði- lega: “Þetta eru svívirðingar”. En Matteotti brá hvergi í brún. Hann hélt hiklaust áfram máli sínu: “Við vitum, að það voru ofsóknir og ógnanir fas- istanna, sem réðu úrslitum kosninganna. Svartstakkarnir urðu æfir við þessi orð. Þeir skóku hnefana í áttina til ræðumanns og reyndu jafnvel að leggja hend- ur á þingmenn stjórnarandstöð- unnar. Mussolini stóð þögull, en svipur hans vitnaði um það, hvað honum bjó í huga. Matteotti beið stundarkorn, en hrópaði því næst hátt og snjallt: “Leiðtogi fasistanna lýsti því yfir, að stjórn hans myndi ekkert hirða um kosn- ingaúrslitin og sitja áfram við völd, þótt hún reyndist aðeins njóta stuðnings minnihluta þjóðarinnar.” Fasitaleiðtogi, Starace, að nafni, hrópaði: “Alveg rétt. Við erum við völd, og við ætl- um okkur að verða við völd.” Þessi sögulega viðureign í í- talska þinginu stóð yfir í allt að tvær klukkustundir. í lok ræðu sinnar, komst Matteotti að orði á þessa lund: “Verið á verði. Frelsið fyrir- byggir að sjálfsögðu ekki mis- tök og yfirsjónir, en þjóðin hef- ir sýnt það og sannað, að hún er til þess fær að bæta fyrir slíkt og láta vítin sér að varn- aði verða. En einræðið er dauði sérhverrar þjóðar. Fasistarnir leitast við að láta þjójginni miða aftur á bak. Vér erum verjend- ur hins frjálsa fullveldis ítölsku þjóðarinnar, sem vér unnum og dáum. Þingmenn stjórnarandstöð- unnar hylltu Matteotti ákaft í lok ræðu hans, en fasistarnir hrópuðu ókvæðisorð að honum jafnt, þingfulltrúar úr hópi þeirra og stormsveitarmennirnir uppi á þingpöllunum. “Og nú,” mælti Matteotti við vini sína og samherja, “getið þið undirbúið útför mína.” Það var í Rómaborg á heitu kvöldi hins 10. dags júni-mánað- ar árið 1924. Matteotti fór heim- an frá sér, en hann bjó að Via Pisanelli 40, og ætlaði á þing- fund. Hann gekk meðfram Tiber- fljóti. Allt í einu slógu fimm menn hring um hann og fóru með hann með valdi í bifreið og óku af stað eins og leið lá eftir þjóðveginum út úr borg- inni. Matteotti veitti árásarmönn- um sínum viðnám og tókst meira að segja að brjóta glugga bifreiðarinnar, en árásarmenn hans báru hann þó brátt ofur- liði og stungu hann rýtingi, unz hann beið bana. Tuttugu ár eru nú liðin frá því að rödd þessa málsvara hins ítalska frelsis hljómaði hinzta sinni. En frá því þann dag, sem Matteotti var myrtur, hefir bölvun hvílt yfir Mussolini og fasismanum. . Fréttaritarar fengu alls eigi fyrir löngu upplýsingar um það, að ráðin um morðið á Matteotti hefðu verið lögð í skrifstofu Mussolinis að Palazzo Vimiale. Morðið var framkvæmt af glæpamanni ættuðum frá St. Louis, Amerigo Dumini að nafni. Lík Matteotti var falið í gryfju í héraðinu Roman Comp- agna. En gervöll ítalska þjóðin spurði: “Hvar er Matteotte?” Og rödd ítölsku þjóðarinnar varð svo þróttug, að Mussolini brá í brún. Hann reyndi að telja þjóð sinni trú um það, að hann væri ekkert við morðið riðinn. Hann lagði meira að segja svo fyrir, að nánustu samverka- menn hans og ráðunautar skyldu teknir höndum. Að nokkrum vikum liðnum, þegar hann hugði, að þjóðin , hefði spekjazt látið að nýju, lét hann hið lemstraða lík Matteottis koma í leitirnar. Italska þjóðin laut höfði í lotning. Matteotti var syrgður af sérhverju sönnu ítölsku hjarta. En hinir nánu samverka- menn Mussolini flýðu af landi þrott og ákærðu hann fyrir að hafa lagt á ráðin um morðið, þegar þangað var komið. Það var að sjálfsögðu heilög skylda konungsins að mæla svo fyrir, að Mussolini skyldi tek- inn höndum. En konungurinn, sem hafði svikið ítalíu og ítölsku þjóðina 28. dag október- mánaðar árið 1922, þegar hann fékk Mussolini völdin í hendur, sveik nú öðru sinni land sitt og þjóð með því að vernda Musso- lini og láta hann sitja áfram við í húsi, sem þakið er grænum vafningsviði, og stendur í fag- urri hlíð ofan við Hudson fljót nálægt New York, býr María Markan, sópran-söngkona við Metropolitan-operuna, en hún hefir sungið s. 1. áratug í ýms- um löndum Evrópu og í Ástr- alíu. Hér stundar hún húsmóð- urstörf sín, matreiðir, þrifar og þvær, innan um málverk af íslenzku landslagi, og handofna íslenzka dúka. *“Eg er fegin að hvíla mig um stund við húmóðurstörf,” segir María Markan, um leið og hún býður blaðamanninn velkominn og fylgir hanum upp græna hjallana að húsinu. “Eg hef lagt mikið á mig á undanförnum ár- völd. Og Mussolini neytti valda aðstöðu sinnar til þess að skipu- leggja einræði sitt og harð- stjórn. TWORÐIÐ á Ciacomo Matte- otti lýsir vel ástandinu í ein- ræðisríkjunum. Mussolini varð að skerða allt borgaralegt frelsi til þess að geta þaggað niður rödd ítölsku þjóðarinnar. Hann kom á kúgunarlögum. Hann stofnaði sérstakan dómstól fas- ista. Hann afnam málfrelsi. Hann leysti upp andstöðuflokk ana og verkalýðsfélögin. Hann bannaði blöð andstæðinga sinna. Hann lét varpa mótstöðu- mönnum sínum í fangelsi og fangabúðir. Hann ofsótti og fjöl- skyldur þeirra andstæðinga sinna, sem flúið höfðu af landi brott. Mussolini efndi til allra þess- ara ráðstafana vegna þess, að hann óttaðist ávallt Matteotti og hugsjónir hans. Hinn 10. maí ár hvert lögðu jafnan óþektir menn blóm á stað- inn þar sem ráðist var á Matte- otti. Hinn 10. maí ár hvert komu jafnan frjálsir ítalir víðs vegar um heim saman til þess að hefja fána Matteottis á loft. En jafnframt varð hinn 10. maí sá dagur, er Mussolini efndi til nýrra hermdarverka. Það var að kvöldi hins 10. maí árið 1937, er Carlo og Nello Rosselli, sem voru bræður og andfasistar, voru myrtir að ráði Mussolinis einhvers staðar á Frakklandi. Og það var hinn 10. maí ár- ið 1940, sem Mussolini þröngv- aði ítalíu í stríðið með því að reka rýting í bak Frakklands. Það er því vel farið, að ein- mitt hinn 10. maí hefir orðið sá dagur, er hinn fyrsti refsidóm- ur var kveðinn Mussolini og fasásmanum. Það var sem sé hinn 10. maí árið 1943, sem ey- virkið Pantelleria féll í hendur bandamanna, en þar með var innrásin á Sikiley og síðar ítalíu tryggð og örlög Musso • linis og einræðis hans ráðin. Alþbl. um, við að læra söng og tungu- mál. Nú er eg bara óbrotin hús- móðir, og kann því vel. Eg er hrædd um að eg kunni því ennþá betur, en að syngja við Operuna,” segir hún og hlær við. Hlátur hennar er eins og söng- röddin: djúpur og hljómríkur. Eins og flestir Islendingar talar hún ensku vel. Hún kann líka Norðurlandamálin og þýzku og hefir þekkingu á frönsku og ítölsku. Maður hennar er einnig ís- lenskur. “Við höldum íslenzk- um siðvenjum hér,” mælti hún, ufn leið og hún gekk á undan mér inn í húsið. Maðurinn minn, George Östlund, er íslendingur, en fluttist til Ameríku þegar hann var 15 ára gamall. Nú er hann sölustjóri fyrir Edison- félagið. Eg kynntist honum í New York, og giftist honum áð- ur en eg var ráðin við Metro- politan fyrir tveimur árum. Eg var kunnug ætt hans á íslandi. Faðir hans var sænskur prestur; hann starfaði talsvert við ritstörf og var einn meðal þeirra fyrstu sem prentuðu músik á Islandi.” Eg sat og skrafaði við frúna á meðan hún útbjó miðdegis- verð. Hún sneiddi niður íslenskt hangikjöt og bjó til eggja- og pylsurétt, sem hún sagði mér að Hendrik Willem Van Loon, hinn alkunni hollenski rithöfundur, hefði kent sér að búa til, “Hann er einn af mínum bestu vinum,” sagði hún, “og hann er snillingur í því að búa til mat. Hann kemur hingað oft. Eg á marga góða vini hér í Bandaríkjunum. Mér finst Bandaríkjamenn hafa næma tilfinningu fyrir hljómlist. Þeir krefjast góðrar hljómlistar — hinnar bestu. Svo margir eiga útvarp hér, að jafnvel þó þeir fái of mikið af “swing” og “jazz” þá fá þeir líka góða hljómlist. Og symfóníu-hljóm- sveitirnar ykkar eru dásamleg- ar.” “Þegar eg söng í fyrra fyrir hermennina við Stage Door Canteen á Broadway, þá byrj- aði eg með einföldum þjóð- lögum. En hvað haldið þér að þeir biðji um? Wagner. Eg varð undrandi. Þetta hefði get- að átt sér stað í Noregi eða Danmörku, þar sem almenn- ingur gerir mikalr kröfur til söngvara sinna. Mér finst Bandaríkjaþjóðin þroskuð, á músíkalska vísu, þó að hún sé ung.” Að miðdegisverði loknum settist María Markan að píanó- inu. Dökkt hárið féll um herð- ar hennar, og gerði hana ein- staklega unglega í útliti. Annars er hún ein af yngstu “prima donna” söngkonunum, aðeins rúmlega þrítug. Hún var klædd fagurrauðum og svörtum rósótt- um kjól. Söng “Fagra mey dreymir” eftir Foster. “Nú skal eg syngja fyrir yð- ur,” sagði hún og söng upphaf- ið á lagi Stephens Foster, “Fagra mey dreymir.” “Eg er hugfangin af Stephen yðar Foster,” sagði hún. “Eg syng mikið eftir hann. Eg hef æfinlega verið viðkvæm fyrir söngvum alþýðunnar.” María Markan hefir venjulega lög eft- ir Foster á söngskrá sinni er hún syngur utan óperunnar. Hún hefir samið nokkur lög sjálf, en hún gerir engar kröf- ur til þess að vera kölluð tón- skáld. “Eg er bara söngkona,” seg- ir hún, “og það mjög “nervous” söngkona, á frumsýningum — og sérstaklega í óperunni. Og stundum hef eg of glögga sjón á því skringilega við óperuna. Mér finst leikurinn hamla söngvaranum. Mér falla best réttir og sléttir concerttón- leikar. En mér er það ljóst, að. eg var einstaklega lánsöm að komast að við Metropolitan. Eg var ekki búin að vera nema 6 vikur í þessu landi þegar eg var ráðin að óperunni. Thor Thors sendiherra kynti mig for- stjóranum.” “Þá var eg nýkomin úr söngför til Ástralíu. Þar hélt eg fimtíu concert-tónleika og ferðaðist um þvera álfuna til Perth. Eg var hrifin af Ástralíu og Ástralíubúum. Eg söng í Mel- bourne, heimaborg Nellie Melba, og hvar sem eg fór um landið, var sem svipur hinnar miklu söngkonu fylgdi mér. Eg hafði farseðil til Kaupmannahafnar þaðan sem eg hafði siglt til Ástralíu, en þegar Þjóðverjar hertóku Danmörku fór eg til Canada, og fór söngför um þvera þessa álfu, áður en eg kom til New York.” María Markan er fædd í Ól- afsvík, sjöunda barnið í söng- gefnum hópi. Faðir hennar var ríkisbókari á íslandi. Hann býr í Reykjavík og einnig fimm systkini hennar, sem á lífi eru. Ein í syngjandi fjölskyldu. “Við sungum öll”, sagði hún, “og enginn tók eftir minni rödd. Eg lék undir á píanóið fyrir systkini mín, og það heyrðist ekkert til mín. Eg ástundaði nám á hljóðfærið frá því eg var 8 ára. Þegar eg var 14 ára hafði eg ákveðið að læra hjúkr- un. En árið 1930 fór Einar bróðir minn, sem er góður ten- órsöngvari, til Þýzkalands, og eg fór með honum. Eg fór að stunda söngnám í Berlín hjá madömu Ellu Schmecker. Tveimur árum síðar kom eg heim til Reykjavíkur og hélt þar fyrstu hljómleika mína. Síð- an fór eg aftur til Þýzkalands til að læra óperusöng og kom fyrst fram opinberlega í óperu við Schiller Operuna í Hamborg árið 1935. Síðar söng eg í Dresden og Berlín. En nazistastefnan var þá að ná há- marki sínu, og var hún lítt að skapi flestra listamanna. Eg var óróleg, og þegar mér bauðst samningur við Konung- legu Operuna í Kaupmanna- höfn 1938, tók eg honum. María Markan hefir sungið fyrir Gustav konung í Svíþjóð, Hákon Noregskonung og Krist- ján Danakonungs. Árið 1932 var hún kosin ein af fulltrúum íslands á hljómlistarhátíð í Stokkhólmi. Nokkrum árum síðar söng hún við Glyndbourne Operu hátíðarhlj ómleikana í Englandi. SíðustiT tvö árin hef- ir hún sungið við Metropolitan Operuna í New York. Fyrsta hlutverk hennar var Almaviva greifafrú í “Brúðkaup Figaros.” Henni eru kærust hlutverk úr óperum Verdi’s, þótt hún syngi alt frá léttustu óperum til hlut- verka úr óperum Wagners. Gefin fyrir útivist. María Markan fer oft í lang- ar gönguferðir um Spuyten Duy- vil hverfið í New York, þar sem hún býr. Hún er mikið gefin fyrir skíðaferðir og sund. Hun dvelur mikið undir beru lofti- og hún og maður hennar elda oft á hlóðum, sem östlund hlóð sjálfur í garðinum þeirra. Þar sat hún um daginn og var að hekla rúmábreiðu, eftir íslenzkri fyrirmynd. Östlunds hjónin halda jólin hátíðleg að íslenzkum hætti. María Markan á þrennskonar is- lenskan þjóðbúning. Maðurinn hennar er fæddur á jóladaginn. Og hún gerði sér vonir um, a® fyrsta barnið þeirra fæddist a afmælisdegi föður síns. (Barn þeirra fæddist nál. mánuði fyrir jól). “Það gleður mig, að kynnin aukast nú milli Islands og Bandaríkjanna,” segir María Markan. “Síðan eg kom hing- að hef eg fengið fjölda bréfa frá amerískum mæðrum, sem eiga syni sína á Islandi. Mer þykir vænt um að geta sagt þeim, að það er ekki eins kalt og nafnið bendir til, og að þar eru sumarnætur bjartar og fagr- ar; þar eru hverir og laugar. þar sem konur þvo þvotta sína, eins og konurnar í Rotorna- héraðinu í Nýja Sjálandi, sem frú Roosevelt heimsótti nýlega- Þó að stríðið sé geigvænlegt, og við vildum óska að til þess hefði ekki þurft að koma, þa hefir það þó orðið til þess að þjóðirnar í ýmsum löndum heims hafa kynst hverjar ann- ari, og eru að læra að skilja hverjar aðra.” Fálkinn. SEEBTSMEÍSf a/yicL HARVEST' *' By DR. K. W. NKATBY Director Line Blevators Farm Service Righting a Wrong “The price is too high.” This is the reason given, by many elevator agents, for failure to interest farmers in Registered or Certified seed. If this state- ment is true, it must be based on one, or both, of two suppositions T.hey are:— « 1. That mixer or ‘scrub” seed will give as good, or almost as good, a return per acre as well pedigreed seed. 2. That the seed growers are making too large profits. Both suppositions are wrong. Generally speaking, yield, grade and quality, especially of wheat, are inferior in mixed stocks. Most mixtures, found on prairie farms, contain early and late types, rust resistant and rust suscepti- ble types, poor quality types, etc. Remember that it is not necessary to buy expensive seed every year. With proper care, Registered or Certified seed will continue to produce a reasonably pure commercial crbp for sevedal years. Therefore, the cost of pure seed must not all be charged to the year in which the purchase was made. The question of seed growers profits can be dismissed with a few words. It takes a mighty good farmer to be a successful seed grower. In most cases, these “good farmers” could make more money by producing commercial grain. Then, why don’t they? Simply because they get fond of their pure stocks just as does the livestock breeder. They take a very real pride in their own high standards and do not meas- ure success solely in terms of money income. The price is not too high. I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.