Lögberg - 26.10.1944, Síða 3

Lögberg - 26.10.1944, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. OKTÓBER, 1944 3 Þorke'll Jóhannesson: Landsbókasafn Islands ANDSBÓKASAFNIÐ er talið stofnað 28. ágúst 1818. Hug- myndin um stofnun bókasafns fyrir almenning hér á landi var í fyrstu fram borin af þýzkum manni, Friederick Schlichte- groll, aðalritara konunglega vísindaakademisins í Munchen, er mestur fyrirgangsmaður um stofnun Landsbókasafnsins og öflugastur styrktarmaður þess lengi síðan var Carl Christian Rafn, er síðar stofnaði konung- lega norræna fornritafélagið og gerðist höfuðskörungur um prent un íslenzkra fornrita. RagnarÖK Napóleonsstyrjaldanna voru þá fyrir skömmu hjá liðin og þjóðir norðvestur Evrópu að byrja að ranka við fornsögu sinni og göml um menningarleifum. Islenzku skinnbækurnar urðu skáldum þeirra og fræðimönnum “gullnar töflur í grasi fundnar”, er minntu á fjölmargt, er þær höfðu átt í árdaga og glatað fyrir löngu. Þótt íslendingar væri þá harla snauðir og umkomulausir á flestan hátt, áttu þeir hér auð- æfi, er reyndust þeim löngum dýrmætari og traustari eign en gull mikið, er þeir gátu miðlað miklu öðrum þjóðum og staðið svo ríkari eftir. Rafn gerði meira en flestir menn fyrr eða síðar til þess að auka hróður íslenzkra fornrita og þar með veg íslands og ís- lenzku þjóðarinnar. Rit Forn- ritafélagsins náðu útbreiðslu að kalla mátti um allan hinn menntaða heim, enda var Rafn gæddur óvenjulegri skipulags- gáfu og líkast til drjúgum meiri útsjónarmaður en vísindamaður, er hér kom lítt að sök, því að ekki skorti hann ágæta hæfa samstarfsmenn og má þar fremstan nefna Sveinbjörn Eg- ilsson. Skal hér ekki fjölyrt um útgáfustarfsemi Rafns, er helzt verður jafnað til hinnar stór- kostlegu handriataútgáfu dr. Einars Munksgaards, sem telja má höfuðafrek til eflingar ís- lenzkum fræðum á 20. öld. Hins er nú að minnast, að Rafn var ekki aðeins helzti stofnandi Landsbókasafnsins, heldur og mestur styrktarmaður þess jafn- an síðan, meðan við naut, bæði beint og óbeint (d. 1864). í rúmlega hálfa öld hafði safnið engar tekjur aðrar en gjafir frá einstökum mönnum, innlendum og erlendum, og svo afnotagjald lítils háttar, er þeir menn greiddu, er fengu lánaðar bækur úr safninu. Bókasafnið sjálft var stofnað með gjafa- bókum og svo var löngum um bókaauka safnsins, því að fátt varð keypt sökum féleysis, og þeir menn, sem við safnið störf- uðu og að því hlynntu, höfðu lengstum ekki önnur laun fyrir starfa sinn en misjafnlega úti látið þakklæti og góða sam- viztku. Framan af árum eignaðist safnið aðeins prentaðar bækur. En árið 1846 bættist því hið stórmerka handritasafn Stein- gríms biskups Jónssonar og var þar með lagður traustur horn- steinn að handritasafni Lands- bókasafnsins, er nú telur nær 10 þús. bundi og hefir að geyma fjölda marga ómetanlega dýr- gripi. Langa hríð var safnið, sem þá var jafnan kallað Stiftsbóka- safn, í raun réttri að engu frá- brugðið venjulegum bæjar- eða sýslubókasöfnum, sem nú ger- ast. Þótt svo væri til ætiazt, að menn hvarvetna að af landinu gæti fengið bækur þaðan, varð reyndin sú, að slíkt var alls- kostar ófært, enda komu nú bráðlega upp amtsbókasöfn vestra og nyðra og svo smærri bókasöfn lestrarfélaga hér og þar. Stiftsbókasafnið varð því í reyndinni fyrst og fremst bæj- arbókasafn fyrir Reykjavjk og amtsbókasafn fyrir Suðurland- ið. Landsbókasafnsheitið fær það fyrst hjá fjárhagsnefnd al- þingis 1881, en styrk og landsfé fékk safnið fyrst samkvæmt fjárlögum 1876—77, 400 krónur alls, eða 200 kr. á ári. Eru þá að vísu ekki taldar nokkrar sér- stakar greiðslur vegna safnsins, er stjórnin hafði innt af hendi á ýmsum tímum í sérstökum til- gangi, svo sem greiðsla fyrir handritasafn Steingríms bisk- ups, framlag til prentunar bóka- skrár o. fl. Þess var áður getið, að nafnið Landsbókasafn var safninu fyrst gefið af alþingi 1881, en hugmyndin um að gera safnið að höfuð'bókasafni þjóðarinnar mun að vísu eldri og líkast til hefir þeim, sem þá hugsun ólu í brjósti og annast létu sér um hagi safnsins þótt drjúgum þoka áleiðis að þessu marki, er al- þingi keypti handa safninu bóka- og handritasafn Jóns Sigurðs- sonar árið 1877, en söfn þessi voru afhent Landsbókasafninu 1881. En vandi fylgir vegsemd hverri og tæplega verður sagt, að þing og stjórn léti sér mjög brátt um hagi safnsins um sinn. Þó varð nokkur bót ráðin öá um húsnæði safnsins, er Alþing- ishúsið var reist, en þangað tii hafði það orðið að hírast á dóm- kirkjuloftinu; voru það mikii og gjð viðbrigði. Varla verður ritað um Lands- bðkasafnið þótt í stuttu máli sé, án þess að minnast þeirra Jóns Árnasonar, er veitti safninu for- stöðu 1848—87, lengst af við harla lítil laun, og Páls stú- dents Pálssonar, er um tuttugu ára skeið vann geysimikið verk fyrir safnið, einkum við band og aðgerð á handritum, einatt endurgjaldslaust og við hin bágustu skilyrði. Má vera, að ýmsum sýnist nú meiri spjöll en bót að ýmsu, er hann gerði af vanefnum og lítilli kunnáttu, en hitt er jafnvíst, að fyrir hans aðgerðir hefir fjöldamargt hand- ritanna sloppið hjá bráðri eyði- leggingu. Þess er hér enginn kostur rúmsins vegna að skýra frá sögu Landsbókasafnsins s,ðustu 60 árin. Væri það efni í ærið langa ritgerð og fróðlega, ef vel væn á haldið. Þróun safnsins á þess- um tíma, einkum hin síðustu 30 ár, hefir orðið miklu örari en nokkurn óraði fyrir. 1908 fékk safnið loksins sitt eigið húsnæði og var það stórmikil framför, en því miður er nú svo komið fyrir löngu, að þetta húsnæði er gersamlega ófull- nægjandi og stendur það safn- inu svo mjög fyrir þrifum, að torvelt er að sjá, hversu við má hlýta, þótt eigi sé nema eitt ár enn eða tvö, hvað þá ef leng- ur líður er þúsundir binda liggja nú pakkaðar niður í kassa, en allmiklu er hlaðið á gólfin í bókageymslum. Að vísu eru nú ef til vill meiri vonir en áður um að rýmt verði bráðlega eitt- hvað af því húsrúmi í safna- húsinu, er forstöðumenn safns- ins hafa lengi til mælst, en ekki getað losað. Skal ekki fjölyrt um það að sinni. Mikið hefir áunnizt þau 123 ár, sem Landsbókasafnið hefir starfað. Er nú tími til kominn að staldra við og líta til fram- tíðarinnar. Það er viðurkennd nauðsyn hverri menningarþjóð að eiga þjóðbókasafn, er hafi að geyma eins mikið og með nokkru móti er unnt að ná til af bókum á þjóðtungunm sjálfri og svo ritum á öðrum málum, er varða landið — þjóð- ina sjálfa, sögu hennar og bók- menntir, ennfremur handrit forn og ný, er gildi hafa um þessi efni. Landsbókasafnið hefir um langa hríð reynt að gegna þessu aðalhlutverki sínu og má kalla, að það hafi tekizt furðu vel, þegar á allt er litið. Annað meginhlutverk Lands- bókasafnsins er að eiga sem mest af helztu ritverkum er- lendum, þannig að til þess megi jafnan leita með nokkurum árangri fræðirita og heimilda um sem flest þau efni, er máli skipta á hverjum tíma. Til slíks þarf mikið fé árlega, miklu meira fé en safnið hefir haft til umráða að þessu, enda fer því fjarri, að það hafi getað gegnt þessari starfsgrein til hlýtar. Hér þarf að verða gagnger breyting á. Með hverju ári koma hér upp nýjar starfsgreinar. Námsmenn þjóðarinnar leggja stund á æ fleiri fræðigreinar, flytja inn í landið nýja þekk- ingu og tækni. Alla þessa nýju þekkingu þarf að efla og halda henni við með öflun nausyn- legra bóka í hverri grein. Það er eðlileg og sjálfsögð krafa, að þjóðbókasafnið sé á verði um að slík rit sé fyrir hendi í land- inu og til taks, er á þarf að halda. Til skamms tíma var Lands- bókasafnið jafnframt bæjar- bókasafn fyrir Reykjavík. Nú hefir bærinn fyrir nokkuru eignazt sitt eigið bæjarbókasafn. Þetta bókasafn þarf að efla stórlega og um leið á að losa Landsbókasafnið sem mest við hina gömfu lestrafélagsstarf- semi, sem enn loðir við það, Hinsvegar er þess því miður engin von, að safnið geti í ná- inni framtíð eflzt svo að fé og öðru er með þarf til þess að geta eignazt allt sem máli skipt- ir og út er gefið á erlendum málum. Slíkt er ofraun auk neldur hinum stærstu og auðug- ustu bökasöfnum. Með skyn- samlegri samvinnu mili Lands- bókasafnsins og stofnana og fé- laga í landinu, er hafa með nöndum sérstakar fræðigreinar, iðnað eða önnur áhugaefni, ætti samt að mega komast nokkuð langt i því að tryggja það, að bækur, er þessi efni varða og mest er um vert, sé til í landinu og tiltækar, annaðhvort í Landsbókasafninu sjálfu eða hægt að vísa til þeirra í vörzl- um annarra. í þessu efni verð- um við að sameina kraftana að dæmi annara þjóða. Ekki verður hjá því komizt að kosta allmiklu til sérbókasafns við ýmsar stofnandr, skóla o. þ. h. Það er sjálfsagt. Háskólinn t. d. þarf að eiga stórt og vandað handbókasafn og vinnubóka- safn í öllum sínum fræðigrein- um, bæði vegna nemenda og kennara, og slíkt hið sama menntaskólar, Verzlunarskól- inn, gagnfræða- og héraðaskól- ar og allir sérskólar. En þegar kemur út fyrir þessi þröngu takmörk hinna sérstöku þarfa kennarastofnana á þjóðbóka- safnið að geta leyst úr þörfum manna í sem flestum greinum. Raddir hafa heyrzt um það, að koma ætti hér upp stóru há- skólabókasafni við hliðina á Landsbókasafninu, ef til vill með einhverri verkaskiptingu milli safnanna. Þessi hugmynd er á misskilningi byggð. Fram til þessa hefir íslenzka ríkinu ekki tekizt að gera nándar- nærri nógu vel til þessa eina bókasafns síns. Margir menn, sem fara um Hverfisgötu í Reykjavík þessa daga tala — hátt og í hljóði — um það, hvernig Safnahúsið, eitt prýði- legasta húsið í bænum, líti út. Myndin, sem þeir sjá er að vissu leyti táknræn. I raun réttri hefir aðbúnaður Landsbókasafnsins allur verið þessu líkur til skamms t(íma, að því er fjárveitingar snertir safninu til eflingar. Eg ætla, að það hafi ekki haft síð- ustu 20 árin öllu meira en 2—3 þús. kr. til frjálsra bókakaupa árlega. Allveruleg breyting hefir þó á þessu orðið 2—3 allra síð- ustu árin. Hér er að sjálfsögðu í mörg horn að líta fyrir þing og stjórn og mér er nær að halda að þarfir safnsins hafi reyndar aldrei verið fyrir borð bornar af því, að stjórnin eða þingið hafi viljað afskipta það. Að minnsta kosti er mín reynsla af þessum málum sú, að erindum safnsins hefir jafnan verið vel tekið af opinberri hálfu. En mér virðist fyrri reynsla benda til þess, að réttast sé að gera sér ekki o? háar vonir um, að ríkið haf; mjög mjkið fé aflögu til þess- ara mála, þegar til lengdar læt- ur, hvað sem virðast kann nú í svipinn, og vissast að haga sér eftir því, enda hefir hér svo mikilla muna vart verið, að kjör safnsins mættu stórum batna frá því sem verið hefir lengstum og væri þó miklu á- fátt. Tvískipting Landsbóka- safnsins myndi, svo eitt dæmi sé nefnt, kosta innan skamms hálfu meira mannahaid en nú þarf við safnið. Látum svo vera. En þeim kostnaðarauka myndi samt allmiklu betúr varið til bókakaupa og eflingar safninu en til hins að fjölga laklega launuðum bókavörðum í landi voru. Að þessu hefir bókasafns- málum okkar verið gefinn of litill gaumur. Má varla dragast öllu lengur að þau verði tekin til rækilegrar hugsunar í heild sinni. . Vísir. i!:!W’l!!D!!IM!IIH!!!IHIII!H:!!H H!!!!H!!! □ E 39 H Borgið LÖGBERG E. E B...E £ E ■ B ■ ■ ■ ■ ■':" Business and Professional Cards Phone 49 469 Radio\ Service Specialists ELECTRONIC LARS. H. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Equipment System. 130 OSBORNE ST., WINNIPEG Hleitets Stutllos J3td. Uirýed fhtíoyccwhie OiwiiatSrnh Caneeh PHONE 96 647 y MANITOBA FISHERIES WINNIPEG, MAN. T. Bercovitcli, framkv.st). Verzla I he'.ldsölu meö nýjan og frosinn fisk. 303 OWBNA ST. Skrifstofustmi 25 355 Heimastmi 55 463 CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J H. Pape, Manapinp Director Wholesale Distrlbutors of Fresh and Frozen Fish. 3K Chambers St. Office Phone 86 651. Res Phone 73 917. Blóm slundvíslega afgreidd m ROSERY ltd. Stofnaö 1905 427 Portage Ave. Winnipeg. G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. S. M. Backman, Sec. Keystone Fisheries Limited 404 Scott Block Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN F18H EYOLFSON’S DKUG PARK RIVER, N.D. lslenzkur lyfsali Fólk getur pantaö meöul og annaö með pósU. Fljöt afgreiösla. J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPG. • Fasteignasalar. Leigja hós. Ot- vega peningalán og eldsábyrgð. bifreiðaábyrgö, o. s. frv. Phone 26 821 TELEPHONE 96 010 H. J. PALMASON & CO. Chartered Accountants 1103 McARTHUR BUILDING WINNIPEG, CANADA Legsteinar sem skara framúr Crvals blágrýti og Manitoba marmari SkrifiO eftir verOskrd GILLIS QUARRIES. LTD 1400 SPRUCE ST. Wlnnipeg, Man. DR. A. BLONDAL Physiclan & Surpeon 60 2 MEDICAL ARTS BLDQ Stmi 22 296 Heimili: 108 Chataway Stml 61 028 Frá vini Office Phone Res. Phone 88 033 72 409 *Dr. L. A. Sigurdson 166 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment ANDREWS, ANDREWS THORVALDSON AND EGGERTSON LögfrœOingar 209 Bank of Nova Scotla Bldg. Portage og Garry St. Slmi 98 291 DR. A. V. JOHNSON Dentisi • 6 06 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 202 398 DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar • 406 TORONTO GEN. TRC8TS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE 26 545 WINNIPSÍ& A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur Ukklstur og annaat um út- farir. Allur Otbúnaður sá b«*U. Ennfremur selur hann allakonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslml 86 607 Heimilis talsími 26 444 DR. ROBERT BLACK Sérfræðingur í Augna, Eyrna, nef og hálssjúkdómum 416 Medical Arts Building, Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 22 251 Heimasími 42 154 Dr. S. J. Johannesson 215 RUBY STREET (Beint suöur af Bannlng) Talsími 30 877 Viötalsttmi 3—5 e. h. GUNDRY & PYMORE LTD. British Quality — Fish Nettlng 60 VICTORIA STREKT Phone 98 211 Vinnipeg Manaper, T. R. THORVALDBON i'our patronage will be «,ppreciated

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.