Lögberg - 04.01.1945, Blaðsíða 1

Lögberg - 04.01.1945, Blaðsíða 1
PHONES 86 311 Seven Lines VVu «vioié ís VövVte' aers ‘““„"ówr *''‘1 * Cot- ^ Dry Cleaning and Laundrv 58. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 4. JANÚAR, 1945 NÚMER 1 SENATOR LÁTINN Þann 27. desember síðastlið- inn lézt á sjúkrahúsinu í Ottawa, Senator Hance J. Logan, 74 ára að aldri; hann hafði átt við lang- varandi vanheilsu að stríða; hinn látni Senator var borinn og barn fæddur í Nova Scotia; hann lauk ungur lagaprófi, og starf- aði um hríð að málafærslu í fél- agi við Col. Ralston, fyrrum her- málaráðherra King stjórnarinn- ar. Senator Logan var fyrst kos- inn á sambandsþing árið 1896, sem Liberal þingmaður fyrir Cumberland kjördæmi; hann var margsinnis endurkosinn í því sama kjördæmi; hann var skip- aður Senator 1919. Senator Logan vákti einkum á sér athygli vegna látlausrar baráttu sinnar fyrir bættri hagsmunalegri afstöðu Strandfylkjanna af hálfu sam- bandsstjórnar; hann var mestan hluta æfinnar við ýmis meiri háttar framleiðslu fyrirtæki rið- inn, og græddist allmikið fé. DREGUR SIG í HLÉ Hinn víðfrægi stjórnmálaskör- ungur Breta og forsætisráðherra þjóðar sinnar á hinum alvarleg- ustu tímum styrjaldarinnar 1914, David Lloyd George, hefir ákveð- ið að draga sig að fullu og öllu í hlé af vettvangi stjórnmálanna Viðjráfall lœknishjónanna Sigrúnar og Friðgeirs Olasonar og þriggja barna þeirra Island mörgum svöðusárum særinn löngum hjó. Þyngra er en taki tárum tapið þess er dó. Harmljóð berst úr hafsins bárum, haf er grafarþró. Sárt er þegar silfurkerin sökkva hafs í grafarþró. Ei skal harma, hins skal mynnast — huggun sú er blíð — óslitið var yndi að kynnast ykkur fyr og síð, og við munum aftur finnast eftir litla hríð. Hlakka eg til himinfimda, hugrór eítir þcim eg býð. Marga stund við sátum saman sæl og hrifin öll. Lífið alt var gleði og gaman, glóði veröld öll —. Til að höndla hæsta framann hræddust þið ei fjöll, hræddust aldrei örðugleika, úthafsbrim né reginfjöll. Stóðu þið í stríði hörðu, stöðug sóknin var, til að færa fósturjörðu fylling menningar. Þið hafið sett hjá vegi vörðu, vita æskunnar,. skæran vita vel að lýsa vegum skóla-æskunnar. Heim til íslands óstöðvandi ykkur seiddi þrá. „ Heimatrygðar bundin bandi * buggust þið á sjá, fegin vilduð fósturlandi færa niðja þrjá, öllu dýrri, yndislegu englana ykkar litlu þrjá. Eykonunnar fast við fætur förin enduð var, ** þar sem dauði sjávar sætur sál í hæðir bar —. Ástkær börn sín ísland grætur yst í köldum mar. Hér er styrjöld, voði, vafi, varmennskunnar ból —. Velkomin og heil áf hafi heim í Drottins skjól, þar sem allra gæða gjafi g*tir himnesk jól, gefur ykkur óendanleg ^ alkærleikans dýrðarjól. Drottinn, græð þú sorgarsárin, svo að hugur megni að sjá góðvinina gegnum tárin glaða ofar sorg og þrá. Lát oss skiljast eftir árin að vér munum finna þá. Sjónhverfing er sorg og dauði, sem oss aldhei granda má. Steingrímur Arason. við næstu þingkosningar á Bret- landi; tjáist hann þó verða mundi orðinn saddur lífdaga stjórnmálabaráttu viðvíkjandi; hann er nú 82. ára að aldri. Mr. Lloyd George er eldlegur mælskumaður, og rótttækur um margt í skoðunum; hann hefir alla jafna fylgt frjálslynda flokkn um að málum, en þótti um eitt skeið svo ‘óstýrilátur, að við lá brottrekstri. I núverandi heims- styrjöld hefir Mr. Lloyd George fylgt Churchill forsætisráðherra eindregið að málum. Nú héfir Lloyd George hlotið jarlstign. NÝR LÖGREGLJJDÓMARI í WINNIPEG Major Moris H. Garton, her- söfnunarstjóri fyrir 10. hernaðar- umdæmið, sem innibindur Mani- toba fylki, hefir verið skipaður lögreglustjóri í Winnipeg, í stað R. B. Graham, sem látið hefir af embætti fyrir aldurssakir. Hinn nýi lögregludómari Winnipeg borgar,- er fæddur í bænum Gladstone hér í fylkinu þann 16. marz 1891, og er út- skrifaður í lögum frá háskóla Manitobafylkis 1912. Rétt á eftir að fyrri heimsstyrjöldin braust út, gekk Mr. Garton í herinn, særðist í orustu 1916 og kom heim þá um árið, en frá því í byrjun núverandi styrjaldar hefir hann verið við hersöfnun riðinn. Fyrirrennari hans í em- bætti, Mr. Graham, hefir verið | skipaður lögfræðilegur ráðunaut ur lögreglunefndarinnar í Winni peg- • £ VINNUR MIKILVÆGAN SIGUR Bandaríkjaherinn hefir unnið mikilvægan sigur með því að ná fullu haldi á Leyte-eyjunni í Filippseyjunum; er þar nú ekki lengur einn einasti japanskur hermaður uppistandandi; þá hafa Japanir einnig beðið tilfinn- anlegan ósigur í orustu, sem háð var í Mindanaoflóa, þar sem þeir söktu nálega tuttugu herskipum af ýmsum stærðum; nú þykir nokkurn veginn víst, að þess verði eigi langt að bíða unz Bandaríkjaher lendi á Luzoney, sem er stærsta eyjan í þessum mikla eyjaklasa, þar sem höfuð- borg Filippseyinga, Manila, stendur. FJÖLDI FRAKKNESKRA BORGARA I GÆZLU Að því er hinum nýja innan- ríkisráðherra Frakka segist frá, eru um þessar mundir freklega þrjátíu og tvær þúsundir frakkn- eskra borgara í gæzluvarðhaldi í París, sem grunaðir eru um hlið- hollustu við þýzka Nazista; frönsk yfirvöld hafa skýrt frá því, að málstaður þessa mikla mannfjölda verði tekinn til yfir- vegunar jafn skjótt og kringum- stæður leyfa. HARÐIR í HORN AÐ TAKA Yfirforingi hins 1 canadiska herfylkis á ítalíu, Lt. Gen. Charles Foulkes, tilkynnti þann 29. desember síðastliðinn, að þá hefðu canadiskir hermenn á þeim vettvangi stríðssóknarinnar lagt að velli 4,800 Þjóðverja frá byrj- un þess mánaðar, eftir að þeir hófu innrásina í Pódalinn. TJÓN AF VÖLDUM MANNLAUSU FLUGVÉLANNA Öryggis ráðuneytið brezka gerði heyrin kunnugt þann 29. desember síðastliðinn, að frá byrjun ársins, sem leið og fram til nóvembermánaðar loka, hefðu hinar mannlausu flugvélar Þjóð- verja orðið 8,098 brezkum borg- urum að bhna, auk þess sem ,ná- lega tuttugu og tvær þúsundir manna, kvenna og barna, hefðu sætt meiri og minni meiðslum. RÓSTUR t VÍNARBORG Um jólaleytið var barist á strætum og gatnamótum í Vínar- borg, þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir af hálfu hinnar þýzku Gestapo lögreglu til þess að skakka leikinn; á annað hundr- að verkamanna létu lífið í erjum þessum; orsökin til áminstra götubardaga, er sögð að vera sú, að hernumdir útlendingar, sem að hergagnaframleiðslu unnu í borginni fyrir Þjóðverja, hafi lagt niður vinnu vegna ónógs og ills viðurværis. HÖRMULEGT ÁSTAND Að því er nýjar fregnir frá Washington herma, er ástandið í Noregi svo hörmulegt um þessar mundir, að því verður naumast með orðum lýst; einkum þó í iúm norðiægari heruðum landsins, sem Þjóðverjar eru nú smátt og smátt að hypja sig á brott frá vegna rússneskrar inn- rásar á þeim stöðvum; þýzki herinn ruplar og rænir hverju, sem hönd á festir, einkum þó matvælum, ungum sem öldnum er kastað út í snjóskafla um myrkar nætur fatalausum, eða því sem næst, og án eins einasta matarbita; öðrum er þjappað saman í smábáta, þar sem svo er umhorfs, að ekki er í raun og veru viðlit að komast lífs af. Þetta ægilega ástand er raun- veruleg spegilmynd af “skipu- laginu nýja”, sem þýzkir Nazist- ar með Hitler í fararbroddi, hafa verið að reyna að þröngva upp á mannkynið. JÓL í FYRSTU LÚTERSKU KIRKJU Nýlega afstaðnar jóla guðs- þjónustur í Fyrstu lút kirkju, voru svo tilkomumiklar og há- tíðlegar, að þær munu þeim seint úr minni líða. er hlýddu rg horfðu á það, sem fram fór; aðsókn að guðsþjónustunum var frábærilega mikil, ræður séra Valdimars hver annari andrík- ari og fegurri, og söngur með ágætum; yngri söngflokkurinn, undir forustu Miss Snjólaugar, sem til sín lét heyra á aðfanga- dagsmorguninn, var framúrskar- andi vel æfður og svo fastur í rás, ásamt mildri og hátíðlegri túlkun, að óhjákvæmilegt var að djúpstæða hrifningu vekti; lög þau, sem flokkurinn söng, voru í samræmi við raddir æskunnar. Mr. Paul Bardal stýrði eldra söngflokknum á mánudaginn, með þeirri festu, sem honum er lagin; um val laganna er einungis hið bezta að segja, þau voru sér- kennileg, og báru á sér blæ dul- rænnar helgi; tókst söngflokkn- um yfir höfuð hið bezta til um meðferð viðfangsefna sinna. Við báðar, áminstar guðsþjón- Virðulegur geálur að heiman Guðmundur Hlíðdal Til borgarinnar kom á nýárs- dag, flugleiðis sunnan úr Banda- ríkjum, herra Guðmundur Hlíð- dal, póst- og símamálastjóri Is- lands, í stutta kynnisför; á flug- vellinum mættu honum Guð- mann Levy rafvirki, ásamt frú og fjölskyldu, þeir feðgar Ás- mundur P. Jóhannsson og Grott- ir ræðismaður, og Einar P. Jóns- son. Guðmundur er föðurbróðir Mrs. Levy. Guðmundur Hlíðdal er' hún- vetningur að ætt og uppruna; hann naut menntunar við Latínu skólann í Reykjavík, en fór svo utan, og stundaði nám við ýmissa háskóla á meginlandi Norður- álfunnar, einkum á Þýzkalandi, en gerði símaverkfræði að meg- in námsgrein sinni; hefir hann nú um alllangt skeið haft með höndum framkvæmdarstjórn póst- og símamálanna á íslandi. við vaxandi orðstír. Guðmundur er auðugur að þeim hyggindum, sem í hag koma; hann er elju- maður hinn mesti, og ræðst sjaldnast á þann garðinn, sem er lægstur; hann er einnig maður vinfastur sem þá, er best getur, en lætur ógjarna sinn hlut. Guðmundur Hlíðdal var, eins og skýrt var frá fyrir nokkru hér í blaðinu, einn af þremur Islendingum, að heiman sem sátu flugmálaþingið í Chicago; kom hann til Bandaríkjanna um miðjan nóvember síðastliðinn og hefir dvalið þar síðan í erindum íslands stjórnar; hann lagði af stað flugleiðis suður til Washing- ton, D. C. á miðvikudaginn, til frekari samningsgerða við amerísk stjórnarvöld. Meðal þeirra, sem fögnuðu hin- um góða gesti með veizluhöld- um, voru þau Mr. og Mrs. Guð- mann Levy, Dr. P. H. T. Thor- lákson, Mr. og Mrs. Ásmundur P. Jóhannsson og Mr. og Mrs. Árni G. Eggertson. Allir þeir, sem þekt höfðu Guðmund Hlíðdal af fornu fari, eða kynntust honum fyrst nú, söknuðu þess hve viðdvöl hans hér var stutt. ustur, söng frú Pearl Johnson einscngva, er juku ir.jög á hátíð- leik athafnanna; á hún yfir að ráða tærri rödd ásamt vaxandi ráddmagni. Um samkomur sunnudagaskól- ans er það að segja, að þær voru með ágætum fjölsóttar, og þeim öllum, er hlut áttu að máli til ógleymanlegrar ánægju og sæmd ai. Þótt skiptar séu skoðanir um margt, verða þær ekki skiptar um það, að jólaguðsþjónusturnar nýafstöðnu í Fyrstu lútersku kirkju, væri eftirminnilega til- komumiklar og hrífandi. Fallinn í átríðinu, fluttur heim Eftir Alfred Tennyson Ei skal harma, hins skal minnast til hennar fluttur, bleikur nár, sem steini lostin starði hún, en stundi ei né feldi tár. Með hjartað fult af hluttekning þar hópur meyja þyrptist nær: “Að gráta, líknin eina er því annars deyr hún,” sögðu þær. Þær yfir honum lásu lof, og ljúfmál sagði þessi og hin að óvin göfgri aldrei gat og enginn þekti trúrri vin. En ekkert dugði, enginn sá að enn þá hennar lyftust brár., sem steini lostin starði’ hún enn, hún stundi ei né feldi tár. Þá stóð upp ein og stefndi beint, að staðnum þar, sem hvíldi nár og svifti andláts blæju burt. — Hún bærðist ei né feldi tár. En níræð kona völuvölt, sem veikum hafði líknað oft, á fætur reis, í fang sér tók einn fríðan svein og hóf á loft. Og sveininn litla setti hún með sólskins brosi á móður kré. Þess minst er enn hve mikið var og máttugt sporið, sem hún sté. Að hjarta sínu viðkvæmt, veikt en vafði móðir barnið hans, hún sagði og lengi — lengi grét: “Eg lifi að koma þér til manns!” Sig. Júl. Jóhannesson, þýddi lauslega.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.