Lögberg - 04.01.1945, Blaðsíða 4

Lögberg - 04.01.1945, Blaðsíða 4
4 ----------Xögberg------------------------* GefiS út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS. LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba tltanáskrift ritstjórans: EDITOR LOGBERG, 69 5 Sargent Ave., Winnipeg, Man Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árié — Borgist fyrirfram Thp “LÖÉrberg:” is printed and published by The Columbia Press, I>imited, 69 5 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 + -------------—■—------—---------------- “Eitt á enda ár vors lífs er runnið” Einu sinni enn hefir Tími konungur tekið í taumana, fylgt til grafar förnu ári, og tendrað vita nýborins árs í staðinn; þetta lögmál er eilíft og órjúfanlegt; því verða allir jafnt að lúta, hversu mismunandi sem aðstæður þeirra á vegferð hins daglega lífs, kunna að sýnast á yfirborðinu; enn er það saga lífsins. að heilsast, og kveðjast, og ennþá standa góð í gildi spakleg og fögur Ijóðmál Einars Benediktssonar: “Einum lífið arma breiðir, öðrum dauðinn réttir hönd. Veikt og sterkt í streng er undið, stórt og smátt er saman bundið.” Fáum mun blandast hugur um það, að hið nýliðna ár væri mörgum þungt í skauti; það vóg þunglega í knérunn vor Canadamanna, þótt slíkt kæmi vitaskuld engum að óvörum eins og til hagaði á vettvangi alþjóðamálanna, þai sem frelsiselskandi þjóðir inntu af hendi eina blóð- fórnina annari meiri, í látlausri baráttu gegn þeim ægilegustu skaðsemdaröflum, sem sögur fara af; öllum þessum miklu fórnum tók cana- diska þjóðin með yfirvegaðri hugarró og frá- bærum kjarki; má slíkt og.með fullum rétti heimfæra upp á sameinuðu þjóðirnar yfirleitt, þar sem hvorki kendi “hiks eða efa” En slíkt einkennir jafnan mikla einstaklinga og miklar þjóðir, er í hinar þyngstu»raunir rekur; sannast þar enn sem fyr hið fornkveðna, að: “Gull reynist í eldi, geðprýði í mótlæti”. Þrátt fyrir sterkar vonir, sem jafnvel snerust upp í oftraust, um það, að fullnaðar sigur af hálfu sameinuðu þjóðanna á vettvangi Norður- álfustyrjaldarinnar væri þá og þegar í upp- siglingu, bar þó gamla árið ekki gæfu til þess, að leiða blóðfórnirnar til lykta; var það þó í mörgum tilfellum harla mikilvæmt sigurár, sem valdið hefir straumhvörfum í frelsisbaráttu mannkynsins; innrás sameinuðu þjóðanna á meginland Norðurálfunnar, sóttist allmiklu greiðar, en jafnvel hina bjartsýnustu forustu- menn hafði dreymt um. Frakkland hefir verið leyst úr ránsklóm Nazismans þýzka, og tekið að nýju tignarsess meðal lýðfrjálsra þjóða. Sókn Rússa að austan, hefir vakið bæði undrun og aðdáun allra þeirra einstaklinga og allra þeirra þjóða, er í anda og sannleika unna frelsismál- um mannkynsins. Rússar hétu því, eftir að hafa rekið síðasta Nazistann út úr Rússlandi að staðnæmast ekki fyr en í Berlín, og það er engin minsta hætta á því að þeir láti alt enda við orðin tóm; í sókn Bretans hefir komið fram bæði heima fyrir og á erlendum vettvangi sama festan og jafnan hefir auðkent brezku þjóðina þegar í harðbakkana sló: “Þegar býður þjóðarsómi, þá á Bretinn eina sál.” Átök hinnar fræknu Bandaríkjaþjóðar í Kyrrahafinu, færast jafnt og þétt í aukana; er nú meðal annars viðhorfið slíkt, að miklar líkur eru á, að Japanir verði að fullu og öllu flæmd- ir brott af Filippseyjum fyr en flesta varir; þá benda og hinar tíðu sprengjuárásir ameriskra flugvéla á Tokyo og aðrar japanskar borgir, ljós- lega til þess, að japönskum hernaðaryfirvöld- um sé farið að verða næsta órótt innanbrjósts; fljúga nú þær fregnir fjöllum hærra, að japanska stjórnin muni vera í þann veginn að hypja sig á brott úr Tokyo, og reyna að hola sér annars staðar niður þar sem tryggara þykir um at- hvarf; hallir ofbeldisaflanna eru hvarvetna óð- um að hrynja, og áður en langt um líður stendur þar ekki framar steinn yfir steini; nótt harð- ýðginnar og heiftarinnar, er í þann veginn að syngja sitt síðasta vers, en dagur réttlætisins að þokast upp á himininn; vér getum því með fullum rétti gengið nýja árinu vongláðir á hönd, brynjaðir sigurvissu, þó víst megi telja, að fulln- aðarátökin verði harla dýr; frelsi mannkynsins verður aldrei of dýru verði keypt. Hin nýja leiftursókn Þjóðverja á vestur víg- stöðvunum, hefir af eðlilegum ástæðum valdið sameinuðu þjóðunum nokkurum áhyggjum; hún hefir heft framrás samherja vorra að minsta kosti um stundarsakir; en á hinn bóginn ber LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 4. JANÚAR, 1945 þess jafnframt að gæta, að hér getur auðveld- lega verið um hinztu fjörbrot Þjóðverja að ræða, og verður það þá jafnframt ljóst, að þessi síðasta fálmsókn þeirra flýti mjög fyrir stríðs- lokum. Harmsagan gríska setti sinn sérstaka svip á áramótin, og það gerðu pólsku málin líka, sem enn ©r eigi séð fyrir endann á; flugmálastefnan í Chicago fór að miklu leyti í handaskolum, og í ofan á lag bættist svo ágreiningurinn milli Bretlands og Bandaríkjanna bæði vegna Grikk- lands málanna og brezkrar íhlutunar varðandi stjórnarfar ítölsku þjóðarinnar; það verður hlut- skipti hins nýfædda árs, að greiða úr þessum flækjum, ásamt vitaskuld mörgum fleirum; og vonandi verður það einnig hið nýfædda ár, sem bindur enda á núverandi heimsstríð, og leggur grundvöll að nýju þjóðabandalagi með Dum- barton Oaks sáttmálann að bakhjarli. , Göngum fagnandi á hólm við hverskonar erfið leika, sem á vegi verða, eins og arfþegum hins norræna kynstofns bezt sómir. Rit Eggerts Stefánssonar söngvara Eftir prófessor Richard Beck. Eggert Stefánsson er eigi aðeins víðkunnur söngvari, heldur hefir hann einnig á síðustu árum gerst rithöfundur og vakið já sér athygli með þeim hætti. En þessi hliðin á merku æfi- starfi hans mun tiltölulega lítt kunn löndum hans hérna megin hafsins, og þykir mér þess vegna fara vel á því að lýsa ritstörfum hans í stuttu máli, ekki síst fyrst hann dvelur nú um hríð í hópi vor Vestmanna. í fyrra kom út fyrsta bók Eggerts, íslands Fata Morgana (ísland í hillingum), sérstaklega vönduð útgáfa að öllum frágangi, með ágætri ljósmynd af höfundinum ásamt teikningu af honum á kápu ritsins eftir Gunnlaug Blöndal listmálara. Er það Víkingsútgáfan í Reykjavík, sem stendur að bókinni, og er hún prentuð í 200 eintökum, tölusettum og árituðum af höf- undinum. Bókin, sem er safn af ritgerðum eftir hann, er flestar munu áður hafa komið út í íslenzkum og erlendum blöðum og tímaritum, tileinkar höfundur konu sinni, sem er ítölsk að ætt, og ítölsku þjóðinni í heild sinni, með fögrum og hjartnæmum orðum. En hann hefir, eins og kunnugt er, dvalið langvistum á Italíu. Þessar ritgerðir bera fagurt vitni ríkri ást Eggerts á listum og öðrum menningarmálum íslenzku þjóðarinnar. Kemur þetta, meðal ann- ars, ágætlega fram í greinum hans um ýmsa samtíðar listamenn hans íslenzka, lifandi og látna, Pétur Á. Jónsson óperusöngvara, Áskel Snorrason tónskáld og söngkennara, Brynjólf Þórðarson listmálara (Endurminning) og Sig- valda Kaldalóns tónskáld, bróður höfundar. Greinar þessar eru bæði drengilegar mjög í anda og bornar uppi af sterkri hrifningu, en þó með öllu lausar við hvimleiðan blæ mann- dýrkunar. Þeir, sem til þekkja, munu t. d. geta verið höfundi algerlega sammála um það, að Pétur Jónsson óperusöngvari hafi, eins og sagt er í niðurlagsorðunum í- greininni um hann fimm- tugan, “skrifað nafn sitt í hina gullnu bók Is- lendinga með lífsstarfi sínu.’’ Fagurlega farast Eggert einnig orð í minn- ingargrein sinni um Brynjólf listmálara: “Göf- ugur norrænn maður er nú borinn til grafar; hann lifir, þó, því að hér má með sanni segja, að “orðstírr deyr aldrigi hveims sér góðan getr”, og góðan orðstírr eftirlætur Brynjólfur Þórðarson. Ógleymanlegur mun hann verða öllum, sem vilja efla dyggðir landsmanna. Hann hefir gefið göfugt eftirdæmi. Hann byggði líf sitt á því íslenzkasta af öllu íslenzku: viti, skyn- semi og athygli, og styrkti þannig hæfileika sína og listgáfu.” I sambandi við þessa bók Eggerts hefir það verið sagt um hann, að hann ætti, hvað snertir íslandsást, vonadirfsku og metnað fyrir hönd þjóðar sinnar, sálufélag með mönnum eins og þeim Einari Benediktssyni og dr. Helga Péturss. Þetta er ekki sagt út í bláinn, því að eins og heitið á bók Eggerts bendir til, ísland í hilling- um, þá birtist Island hér í spegli djarfra drauma hans og vona, en undiraldan í öllum þessum rit- gerðum er djúpstæð ást á íslandi og íslenzkum menningarverðmætum, samfara bjargfastri trú á framtíð hinnar íslenzku þjóðar. Hefir Eggert farið, sem mörgum öðrum Islandssonum fyr og síðar, að langdvölin erlendis hefir gert hann skygnari bæði á dásemdir landsins sjálfs og hið besta í bari þjóðarinnar og að sama skapi bjartsýnan á framtíð hennar. íslandsást hans og næmleiki fyrir sérstæðri náttúrufegurð þess lýsir sér prýðilega í ritgerð- unum “Með Shelley á ferð um ísland” og “II Paradiso” (um Æðey), en í fyrnefndri ritgerð bregður hann upp þessari orðhögu og sönnu mynd af “tignarlandinu kæra.” “Því að töfrar íslands lifa enn og bjóða manni til sín. Fjöllin í fyrsta vetrarsnjó lyfta ljósblá- um tindum sínum móti sólroðn- um himni. Firðir Islands og fjallavötn heiðanna endurspegla himininn og stjörnur vetrarins baða mynd sína í djúpum hafs- ins, og einveran talar til þeirra, er kunna að hlusta, já, rýfur þögnina, Sem sjámenn þjóðanna heyra tala, og þá stígur listin tii himins.” Hvergi kemur íslandsást Egg- erts þó glöggvar eða sterkar fram heldur en í þeim ritgerðum hans, sem fjalla sérstaklega um sjálf- stæðismál og framtíð hinnar ís- lenzku þjóðar, í greinum eins og “ísland 20. aldar” og “Quo Vadis?” (Hvert stefnir?). Það er fagnaðanhreimur í orðum hans þegar hann ritar um “morgun- menn” 20. aldarinnar, um sigra þeirra í sjálfstæðis- og framfara- málunum: “En mennirnir, sem vöknuðu morgun tuttugustu aldarinnar og teygðu úr sér móti sólu hinna.: nýju aldar, voru ekki hræddir. Með þeim skyldi Island byrja að lifa. Þeir settu sér það takmark að grafa auðlegð lands og sjávar fram. Láta auðlegð landsins koma Islendingum að gagni, yfir- vinna bæði útlenda gróðabralls- menn, sem hurfu með auð lands- ins, eins og huldufólkið í björg sín, og byggja landið sýnilegt öllum með auðlegð þess og krafti þess. Morgunmenn aldarinnar hafa komið sínu fram. Dómur sögunnar hlýtur að vera sá, að íslendingar tuttugustu aldarinn- ar hafi sigrað, síðan aldamóta- æskan teygði úr sér til dagsins, og líti hún nú út um glugga sinn, getur hún séð, að vilji og þor hennar hefir afkastað kraftaverki til lands og sjávar.” Síðan ræðir höfundur um það, hverjum sjálfstæðissigur og fram farir þjóðarinnar sé eiginlega að þakka, og eftir að hafa komist að þeirri niðurstöðu, að “sjálf- stæði hið sanna og eina er lyndis- einkunn”, segir hann réttilega. “Islenzka þjóðin hefir haft þessa lyndiseinkunn, sem hlýtur að leiða til frelsis þjóðarinnar, þrátt fyrir fjötra fátæktar og ör- birgðar margra alda í ömurleg- um kringumstæðum, sem lögðu farg vonleysis og kvíða yfir líf hennar ér komið var að því að tortíma hinni tímanlegu velferð hennar og jafnvel hrekja hana af landi burt, þegar flytja átti ís- lendinga til Jótlandsheiða. A öllum þessum árum átti þjóðin einhverja menn, sem höfðu í sér lyndiseinkunn sjálfstæðisins og létu ekki umhverfið og ástandið beygja hug sinn. Með þessum mönnum lifði öld eftir öld sjálf- stæði íslands. Þetta sjálfstæði er það eina sanna sjálfstæði þjóð- ar, það er hið andlega sjálfstæði. Ofar öllu sjálfstæði er hið and- lega — það sterkasta. Bundinn maður í fjötrum allskonar, verð- ur frjáls gegnum þetta andlega sjálfstæði og lyndiseinkenni þess, sem fylgir því. Hinn skapandi andi brýzt þá út og upp yfir veruleikann og skapar sér nýja jörð og nýtt land. Og allir þeir íslendingar, sem hinn skapandi andi brýzt þá út og upp yfir veru- leikann og skapar sér nýja jörð og nýtt land. Og allir þeir Is- lendingar, sem hinn skapandi andi var í, eftirlétu þjóðinni sjálf stæðiskennd hennar og trú henn- ar og líf. Sprengdu fjötra veru- leikans, kveiktu blysin, er lýstu yfir myrkur óréttlætisins, inn á veg hins andlega frelsis. Við köllum þessa blysbera þjóðarand ans, skáld. Við köllum þá fræði menn, rithöfunda. Það eru litlir titlar í dag, en þeir eru það, sem spámennirnir voru fyrir Gyðing- ana. Það voru þeir, sem leiddu þjóðina til hins fyrirheitna lands, sem við nú eigum að eign- ast heilt og óskipt.” Hin ákveðna afstaða höfundar til sjálfstæðismáls þjóðarinnar, og í þeim efnum hefir hann hat- ast við allt hik og krókavegi, er þungamiðjan í greininni Quo Vadis?”, sem rituð er 10. apríl 1940, en þar leggur hann til, að lýðveldi verði þá þegar stofnað á íslandi. En honum brennur óþreyja í brjósti gagnvart fleiru en lausn sjálfstæðismálsins. Metnaður hans fyrir hönd þjóðar hans og hugsjónaást hans finnur sér ó- sjaldan framrás í hörðum ádeil- um á íslenzka samtíð hans, svo sem í fyrnefndri grein hans “ís- land 20. aldar”, enda þó hann meti að verðugu, eins og fyr seg- ir, hið marga og mikla, sem unn- ist hefir í menningaráttina, og 1 greininni “Djúpir eru Islandsál- ar”. Stundum klæðir hann þess- ar ádeilur sínar í sniðugan bún- ing æfintýra og þjóðsagna (“Norðangarri” og “Ekki vænti eg þú heitir Gilitrutt?”). I síðasta hluta bókarinnar eru greinar eftir Eggert um Island og íslenzka menningu, sérstak- lega listir og tónmennt, sem birt- st hafa í sænskum, frönskum, hollenzkum og enskum hjöðum og tímaritum, enda hefir hann gert mjög mikið af því að kynna íslenzka tónlist erlendis með þeim hætti. Ritgerðirnar í þessari bók bera þess einnig merki, að höfundur þeirra hefir víða farið, og málið á henni sömuleiðis, því að þar bregður eigi all sjaldan fyrir erlendum orðum. Um þetta atriði og bókina í heild sinni vil eg annars vitna til ummæla Kristins E. Andréssonar magisters (Tíma- rit Máls og Menningar, 2. hefti 1943), en hann er bæði mjög bókmenntafróður og prýðilega ritfær. “Alls staðar koma fram stór sjónarmið og bregður leiftrum andagiftar, og hjartað er heitt, sem á bak við slær. Höfundur hefir ekki nógu sterkt vald á íslenzku máli, en finnur þó glögg lega hrynjanda þess og stemn- ingu. Eggert hefir oftar en einu sinni spurt mig: hví stendur þú ekki með þessari bók? Hér skal eg gefa svarið: I lífi og dauða stend eg með þessari bók og þeim anda, sem hún er innblás- in: trúnni á fegurðarinnar ís- land, það ísland, sem við sjáum í hillingum, kynslóð fram aí kynslóð, og okkur hættir aldrei að dreyma um.” Frá þessu ritgerðasafni Egg- erts eru greiðir og auðraktir þræðirnir til síðasta rits hans, er nefnist Óðurinn til ársins 1944, er hann flutti í Ríkisútvarpið ís- lenzka á nýársdag ársins atburða ríka í sögu íslands, sem nú er að fjara út. Síðan kom óðurinn út í skrautlegri útgáfu og hefir selst í þúsundum eintaka. Islandsást höfundar, brenn- andi áhugi hans á sjálfstæðis- málum þess, trú hans á land og þjóð, eru hér færðar í búning skáldlegs og hreimmikils máls. 'Þessi fagniaðaróður hans í ó- bundnu máli til “ársins eina”, eins og hann kallar það, er ó- neitanlega víða tilþrifamikill, eigi síður en fagur að hugsun og málfæri. Þessar eru upphafs-máls greinar óðsins: “Vertu hljóð, og vertu kyrlát eitt augnablik, þú hamingjusama þjóð. Velkominn gestur kom til þín í nótt, velkomnasti gestur- inn, sem nokkurntíma hefir kom- ið til íslands. Ár aldanna, ár eilífðarinnar, ár íslands. Það er komið, árið í sögu íslands, hið eina, sem kem- ur og aldrei fer. Árið, sem kom- andi kynslóðir, svo lengi sem nokkurt líf er á þessu landi, aldrei gleyma, og altaf minnast meðan hjarta nokkurs Islendings slær. Þetta ár, sem verður bless- að, og heilagt, og eilíft, svo lengi sem land byggist. Ár örlaganna, sem kemur með réttlœtið og frelsið til íslands. Árið eina.” Af þeim sjónarhól, sem hann stendur á, rennir höfundur eðli- lega augum til liðinna tíða og hyllir þá alla, er héldu hátt við loft frelsisblysi þjóðarinnar og báru fram til sigurs. Um þá fer hann þessum orðum: “Við minnumst nú þeirra, sem gegnum ár og aldir héldu eld- inum við, kyntu bálin, er lýstu okkur á hinni örðugu leið, allt fram á þenna dag. — Við beygj- um því höfuð okkar nú fyrir þeim, sem altaf vonuðu, — og altaf óskuðu — jafnvel án sig- urs. Við minnumst hinna hug- prúðu og hinna sigruðu — hinna liðnu. Allar þeirra óskir og vonir renna nú í dag inn í ár réttlætis- ins, ár frelsisins, ár íslands. Hvílið þið í friði, og hafið okk- ar þökk, hinir hugprúðu og hin- ir sigruðu. Allir þið, sem hafið verið “Sómi íslands — sverð og, skjöldur.” Lokaorð óðsins eru meðal anr.- ars á þessa leið: Fagnið! Fagni öll þjóð. Nú rís fornöld upp. Fornöld mætir nú- tíð — byggir brú yfir stóra, dimma gjá — tengist höndum við nútíð, og þær ganga saman út í framtíð til virðingar og réttar síns. I ár verður þú, Is- lendingur, fullveðja maður. Is- land fær aftur manndóm sinn. Látið hamra og fjöll bergmála gleði ykkar. Látið allt ísland finna hjartaslög ykkar, og skapa óminn), sem aldrei deyr. Óm réttlætis og frelsis — líka Islandi til handa. Látið þann óm stíga til himins og blandast þar eilífð- inni, svo að yfir íslandi hljómi altaf ómur frelsis og réttlætis.’ Hrifningin í tilfærðum máls- greinum leynir sér ekki, og í þeim anda og tón er óðurinn allur, enda vakti hann mikla athygli þegar höfundur las hann í útvarpið, og mun óhætt mega fullyrða, að með honum hafi hann eflt sjálfstæðishug þjóðar- innar og sameiningaranda henn- ar á tímamótunum miklu í sögu hennar. Augustus Muir. John Keats “A thing of heauty is a joy for ever.” Líklega eru einkunnarorðin að þessari grein. “Það sem fagurt er veitir eilífa gleði” frægasta línan, sem John Keats hefir nokkurntíma skrifað, og mætti vel nota þau sem tákn alls hans lífsstarfs. Við leitum ekki til skáldsins Keats til þess að finna þar heimsspeki mannlífsins eða nýja útsýn yfir náttúruna. Við væntum þess ekki að lenda í faldafeyki hrynjandans í frásögn hans eða töfrast af dramatískum áhrifum frá ljóðum hans. Við leitum aðeins til Keats vegna einskærrar fégurðar. Honum hefir verið lýst sem snjallasta gullsmið enskrar tungu, meðal allra skálda síðan Milton leið, og verk hans höfðu djúp áhrif á mörg þeirra skálda, sem eftir hann lifðu á 19. öldinni. En því megum vér aldrei gleyma, að vér virðum fyrir oss verk hans, að John Keats dó aðeins 26 ára gamall; og lengst af hinnar stuttu æfi var hann þjáður maður á líkamanum. Eins og gerist um flest skáld, sem deyja ung, hafa verk hans sætt mjög misjöfnum dómum. Það þykir ávalt mjög heillandi * umræðuefni þó að eigi gefi það mikið í aðra hönd, að deila um hve mikill maður Keats hefði orðið ef hann hefði lifað leng- ur. Við þetta bætist svo að mesti atburður í lífi hans var algleym- ings ást til stúlku, sem var fimm árum yngri en hann, og lærðu mennirnir eru mjög ósammála um hvaða áhrif þessi ástamál hafi haft á starf hans. Sumir halda því fram að ofurást hans til Fanny Brawne hefði bakað honum svo mikils hugarangurs, að það hafi dregið úr starfsorku hans. Aðrir fullyrða að þessi ást hans hafi verið aðaluppspretta skáldæðar hans og hafi gert skáld skap hans ríkari. Það er kunnugt að Fanny Brawne var bæði fögur og tígu- (Frh. á bls. 8)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.