Lögberg - 04.01.1945, Blaðsíða 3

Lögberg - 04.01.1945, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 4. JANÚAR, 1945 3 Sjóræninginn svartskeggur Greinarstújur sá, er hér birtist, er þýddur úr brezka blaðinu Britannia og fjallar um einhvern jrægasta og ferlegasta sjórœningjann, sem sögur fara af. Hann var brezkur þegn fœddur í Bristol og hét Edvoard Teach. |^INS OG kunnugt er nam “ Columbus öll þau lönd, er hann fann á vesturhveli jarðar í nafni spánska ríkisins. Því mið- ur kunnu Spánverjar ekki að njþta þessara dýrmætu eigna, sem bárust þeim þannig fyrir- hafnarlaust upp í hendurnar. Raunin varð sú, að í kjölfar latt'dafundanna sigldi hverskon- ar spilling, sem var alin í skjóli harðstjórnar, þrældóms og dæma lausrar kúgunar. Það var lagt blátt bann við því að veita, þó ekki væri nema hið ómerkileg- asta embætti í nýlendunum, öðr- um en Spánverjum. Dauðarefs- ing vofði yfir hverjum þeim, sem vogaði sér að versla við útlendinga, og sömu sök varðaði það að versla við Spánverja, sem ekki höfðu á takteinum sérstakt leyfi stjórnarinnar í Madrid. Það var venja að selja þessi verzlun- arleyfi hæstbjóðanda Útlending- ar, sem staðnir voru að viðskipt- um við innboma menn, urðu að svara til saka í hinum alræmda spánska rannsóknarrétti. Þetta ástand hafði í för með sér óþægilega afstöðu annara Evrópuríkja gagnvart Spáni, sem hélst um langan aldur. Afstaða þessi kom m. a. fram í því, að ráðamenn þessara ríkja létust ekki sjá, eða hvöttu menn jafn- vel til að sigla í vesturátt undir yfirskyni friðsamrar verzlunar eða rannsókna. í rauninni voru skipin vopnuð, og mennirnir, sem völdust til slíkra fara, oft- ast nær ævintýramenn, sem voru ákveðnir í því að krækja sér í góðan bita af illa fengnum auðæf um Spánverja í Ameríku. Meðal Englendinga, Frakka og annarra, er frægir urðu á þessu sviði, og þjóðsögur spunnust um, mætti nefna Frakkann Lollonois og Welshmanninn Henry Mor- gan, sem var síðar aðlaður af Karli konungi II. Þar sem ríkisvaldið lét þessa atvinnugrein óáreitta, urðu margir ævintýramenn til þess að leita sér fjár og frama á þennan hátt. Sjórán voru skipu- lögð út í ystu æsar. Sjórænmgj- arnir höfðu sérstaka fána, haus- kúpu og krosslagða leggi á svört- um grunni. En eins og sjá má á því, er hér fer á eftir, fór ekki ætíð mikið fyrir siðferðinu, þótt eigi ættu sjóræningjarnir þar hlut að máli. Mútur og hvers- konar spilling var svo taumlaus meðal embættismannanna, sem gæta áttu laga og réttar, að undr- un sætir. Við lestur bóka, sem fjalla um þessi efni, sjá menn fyrir sér svikavef mikinn, þar sem hver maður virðist reiðu búinn að vega að náunganum eða vingast við hann eftir ástæð- um, og sá bar oftast sigur af hólmi, er betur bauð Satt og logið sitt á hvað. Sögurnar um ævintýri og uppá tæki sjóræningjanna' er hinn skemtilegasti lestur. Til þess að fullnægja eftirspurninni, hafa slíkar bækur verið prentaðar upp aftur og aftur og hefir viljað brenna við, að breytt væri og ýkt nokkuð frá því, er upphaf lega var ritað. En það vill svo vpl til að einn söguhöfundanna var uppi á þessum tímum, og var sjónarvottur að mörgu, er hann ritaði um. Hann hét John Esqu- emeling og af frásögn hans er hægt að skapa sér skýra og hald- góða mynd af einum frægasta sjó ræningja sem sögur fara af og gekk undir nafninu Svartskegg- ur. Réttu nafni hét hann Edwarc. Teach. Fæddur var hann í borg- inni Bristol, og eins og flestir sjóraeningjar hóf hann feril sinn sem heiðarlegur sjómaður kaupskipum. Þrátt fyrir hugrekki og góðar gáfur varð honum lítt til fjár og frama. Til þess að færa sér betur í nyt geysilega líkamskrafta sína og hugvit, gerðist þessi óþolinmóði sjómað- ur félagi Benjamíns Hornygolds skipstjóra, sem var þaulvanur sjó ræningi en ekki nógu hugrakkur til þess að standa í stórræðum upp á eigin spýtur. Árið 1717 sigldu þeir skútu sinni í vesturátt, og var förinni heitið til Ameríku. Á leiðinni tóku þeir þrjú skip. Á tveimur ^eirra var lítið að græða, nema nokkrar víntunnur, sem Edward Teach gerði góð skil. Þriðja skipið, sem var á leiðinni frá Madeira til Carolina, var gott herfang, og féll það þeim félög- um í hendur bardagalaust. Nokkru síðar vörpuðu þeir akkerum úti fyrir strönd Virg- iníu til þess að dytta að skipinu, taka vistir og koma þýfinu í lóg. Teach tekur einn við stjórn. Þeir félagar létu brátt aftur í haf og stefndu til Vestur-India. Á leiðinni mættu þeir stóru, frönsku kaupskipi. Þrátt fyrir stærðarmuninn drógu ræningj- arnir á skútunni upp svarta fán- ann. — Fransmaðurinn gafst upp þegar í stað. Þetta var síðasta ránið, sem Hornygold tók þátt í, því að það hafði verið ákveðið að Teach tæki við stjórn á her- tekna skipinu, og félagsskapur þeirra þar með á enda. Horny- gold var orðinn þreyttur á þessu líferni. Hann ætlaði að nota sér yfirlýsingu konungsins, leita á náðir hans og fá fyrirgefningu. Á þann hátt myndi hann losna við alt frekara vafstur og fá að njóta illa fengins fjár í friði. Þetta var tækifæri, sem Teach hafði lengi beðið eftir, að taka einn við allri stjórn og geta alveg farið að eigin geðþótta. Hann vopnaði skipið fjörutíu byssum og skírði það “Queen Annes Re- venge”. Þótt Teach væri bæði harður og ágjarn, var hann ekki blóð- þyrstur. En honum skildist, að til þess áð verða vel ágengt, varð honum að takast að skjóta mönnum skelk í bringu bæði þeim, sem þjónuðu honum, og þeim, sem hann tók til fanga. Þeir urðu að trúa því, að hann væri djöfullinn sjálfur persónu- gerður. — Hann hafði óvenju- mikinn hárvöxt. Skeggið lét hann vaxa að vild og skifti því í þrent. Hliðarfléttunum vafði hann hvorum um sitt eyrað, en miðhluta skeggsins skifti hann í marga smáfléttinga, sem héngu niður á brjóst, og þá skreyiti hann með fagurlituðum böndum. Svartar og kafloðnar augabrýrn- ar mættust næstum því yfir nefinu. Til þess að gera ásjónu sína enn þá ægilegri, stakk hann logandi kertum undir hattbarðið við hátíðleg tækifæri. Þau vörp- uðu bjarma á grimdarlegt and- litið og gerðu svip hans marg- falt magnaðri og illúðlegri. Það var um þetta leyti, sem hann fékk viðurnefnið Svart- skeggur og undir því nafni varð hann frægur. Svartskeggur var á sveimi í kringum eyjuna St. Vincent, er hann kom auga á breska skipið “Greta Allen”. Þjóðernið skifti engu máli fyrir Tetch skipstjóra. Það sem nokkru skifti fyrir hann var, að komast að því, hvort skipið væri vopnað, og ef svo var, hve vel það væri vopnað .Skipið reyndist óvopnað og var því tekið fyrirhafnarlítið. Teach reyndist vægur við samlanda sína, því að eftir að hafa rænt skipið, lét hann flytja skipshöfnina yfir um í sitt eigið skip og sendi síðan menn til þess að kveikja í kaupskipinu. Skipshöfnin var sett á land á St. Vincent og bað Svartskeggur þá vel að lifa. Hann taldi sig hafa sýnt sérstaka göfugmensku og sigldi burt með góða samvisku. Hamingjan var honum hliðholl. Það myndi verða löng og leið- inleg saga að telja upp allar svaðilfarir Svartskeggs. Hamingj an var honum hliðholl og jók vald hans. Áður en hann kæm- ist alla leið til Suður-Ameríku rakst hann á ræningjaskútu, sem var stjórnað af Bonnet majór. Þessir tveir menn gerðu sér félag, en Teach uppgötvaði fljótlega, að Bonnet var viðvaningur í faginu. Og það af lakara tagi. Hann var rauninni heið!ursmaður, sem aldrei hafði orðið uppvís að neinu misjöfnu, en var að kynna sér þessa atvinnugrein, án þess að hafa nokkurt vit á sjómensku. Með fullu samþykki nýju skips- hafnarinnar voru völdin tekin af Bonnet majór, og þau fengin í hendur manni, sem Teach gat treyst. Bonnet klifraði um borð í skip Svartskeggs, en þar var farið með hann sem nokkurskon- ar verndargrip. Teach sigldi skipi sínu leið- ina Turkill, Grand Caimanes, Havana, Bahama Wrecks og aft- ur til Carolina með herfangið. Úti fyrir höfninni í Charleston rákust þeir á skip, sem var að leggja þaðan af stað til London. Svartskeggur tók alla farþegana til fanga, en margir þeirra höfðu meðferðis stórar fúlgur í gulli. Þetta gerðiát skamt undan ströndinni og bænum, og annað skip, sem kom til hjálpar, féll einnig í hendur ræningjanna Skip, sem kom af hafi, var þeg- ar tekið. Þannig var komið al- gert hafnbann á Charleston, verzlun lá niðri, og íbúarnir voru slegnir ótta og örvæntingu. Svartskeggur var svo fífldjarf- ur að senda vopnaða sveit manna með einum fanganna til land- stjórans, Johnsons, þar sem farið var fram á, að honum yrði send meðalakista, sem hann var mikilli þörf fyrir. í skiftum bauðst hann til þess að láta fangana lausa. Neitun eða hvers- konar fjandskapur við menn hans myndi hafa það í för með sér, að hann léti aðeins höfuð fanganna lausa, sem hann svo myndi senda hans hágöfgi land- stjóranum. Nokkrum stundum síðar var meðalakistan borin um borð, en fangarnir, næstum því naktir voru sendir í land. Svartskeggur hugðist því næst að halda til Norður Carolina. Það hafði borist honum til eyrna, að almennri sakaruppgjöf væri heitið þeim sjóræningjum, sem skiluðu yfirvöldunum ránsfé sínu. Honum fanst þarna ágætt færi bjóðast sér, þótt ekki hefði hann í hyggju að skila aftur auðæfum þeim, er höfðu kostað hann svo mikið erfiði og áhættu. Hann myndi hafa einhver ráð með það. Fyrst losaði hann sig við majór Bonnet, skildi hann einan eftir á sk’ipi sínu. Hann setti suma manna sinna á land í eyjum og sökti öllum skipum sínum nema einu, er hann fylti herfangi. Hann fór því næst á fund land- stjórans, mútaði honum ríflega, fékk opinbera sakaruppgjöf og leyfi til þess að halda skipinu, sem sinni löglegri eign. Land- stjórinn hafði með þessu gengið Virginia, sem myndi krefjast þess, að mál hans yrði tekið til meðferðar, hló hann bara. Hann hafði komist .í hann krappan fyrr. í þetta skifti fékk hann að- vörun. Yfirlýsing var gefin út aess efnis, að hverjum þeim var heitið verðlaunum, sem dræpi ða handtæki sjóræningja. A. Spottiswood landstjóri í Virginiu undirritaði yfirlýsinguna. Svartskeggur hafði varla tíma til að búa skip sitt til varnar er tvær snekkjur nálguðust. Þarna var fult af skerjum og grynning- um, svo að árásarsnekkjurnar komust ekki að skipi Teach. — Na^tu nótt gerði hann ekki ann- að en að drekka og bölva. Um morguninn hafði Maynard skipstjóra, sem var fyrir árásar- skipunum, tekist að róa svo ná- lægt skipi Teach, að hann gat kallað til hans og skorað hann á hólm. Svartskeggur svaraði með fyrirlitningu og undirstrikaði orð sín með því að láta skjóta á þá úr byssum skips síns. Tuttugu menn féllu á öðru skipinu en níu af hinu. Engan mann var að sjá á hvorugu skipanna. Nú gafst Teach tækifæri til að sleppa en skúta hans rann á grunn og hann ákvað að fara hvergi en gera í þess stað út af við þá, sem enn kynnu að vera á lífi af ó- vinum sínum. Með fjórtán menn fór hann um borð í skip Mayn- ardsj sem einnig hafði strandað. En Maynard skipstjóri beið hans með ellefu mönnum, sem höfðu komist af. Þar eð þeir ótt- uðust aðra skothríð sem myndi hafa gert út af við þá, földu þeir sig undir þiljum með skamm- byssurnar og sverðin, reiðubún- ir að berjast í návígi. Einvígið milli Teach og Mayn- ard var stórhrikalegt. Þeir skutu fyrst hvor á annan á stuttu færi. Svartskeggur hitti ekki, en fékk skot í andlitið. Hann lét sér hvergi bregða, en greip til sverðs síns. Þannig börðust þessir tveir menn og skutu af skammbyssun- um þegar færi gafst. Teach barð- ist hraustlega, þótt ákaflega blæddi úr sári, sem hann fékk á hálsinn. Að lokum steyptist hann á höfuðið — dauður. Seigla hans var furðuleg, því að í líkama hans voru fimm kúlur, og tuttugu önnur minni sár hafði hann fengið í viðureigninni. Mbl. Lifðu í öld! — við frægð og fró fagurs máls er hugann dró: íslenzkan þér ungum hló, öldnum veitir stýrk og ró. Sú, er nafn sitt faldi fyr af feimni — og skalf við þínar dyr, biður yndi og óskabyr um aldur verða hjá þér kyr. Hulda. Mbl. Business and Professional Cards Til Sig. Kristjánssonar bókaútgefanda á níræðisafmælinu feti lengra en sviksemi sinni. Svartskeggur Nýtt líf — og þó. Teach skipstjóri settist nú að, hreinsaður af sínum fyrri synd- um, í fallegu húsi. Hann fékst nú aðallega við að verzla með sína svokölluðu löglegu eign. Endrum og eins brá hann sér þó á kreik eins og í gamla daga, lík- lega af einberum leiðindum. Freistingin varð honum um megn; hann hristi af sér allar hömlur og sökk æ dýpra í fen glæpa og ágirndar. Er honum var sagt að nefnd manna hefði verið send á fund landstjórans í Feimin stúlka fór til þín fyrst með æskuljóðin sín, hrædd við strand — og hróðrarvín höfðingjanna “suður við Rín”. Smeikari enginn—eig eg vinn til útgefanda, fölur á kinn gekk, eg á gálf þitt inn, gamli, trausti vinur minn. — Forleggjarinn fór sér hægt, frumsmíð æsku dæmdi vægt. Mót sem hafði áður ægt öldur kvíða skjótt fékk lægt. — Löngu eru kvæðin litlu seld Lífið gaf mér sól og eld, svo eg ljóðalöngun held ljúfri, fram á æfikveld. Og þú lifir enn við frið ofar dagsins þyt og klið. Mímisbrunna bóka við býr þú rór — og hafsins nið. Flestir vinir farnir heim, — flest er breytt um lönd og geim. Samt er æfin unun þeim, er ungur vann hinn dýrsta seim. Líkt og eik af háum hól horfir þú yfir foldarból. Ennþá vorar, enn skín sól, enn er í hvömmum Braga skjól DR. A. BLONDAL Physician & Buryeon «02 MEDICAL, ARTS BLDQ. Slmi 22 296 Heimili: 108 Chataway Slmi 61 023 DR. A. V. JOHNSON Dentist 6 06 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 202 398 Frá a vini DR. ROBERT BLACK Sérfræðingur I Augna, Eyrna, nef og hálssjúkdómum 416 Medical Arts Building, Graham and Kennedy St. Skrifstofustmi 22 251 Heimaslmi 42 154 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N.D. Islenzkur lyfsali Pölk getur pantaC meðul annaO meC pðsti. Fljót afgreiBsla. I A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur llkklstur og annast um út- farlr. Allur útbúnaður sá beitl. Ennfremur selur hann allskonar mlnnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslmi 86 807 Heimilis talsími 26 444 HALDOR HALDORSON byggingameistari 23 Music and Art Building Broadwáy and Hargrave Winnipeg, Canada Phone 21 455 INSURE your property with HOME SECURITIES LTD. 468 MAIN ST. Leo E. Johnson A. I. I. A. Mgr. Phones Bus. 23 377 Res. 39 433 TELEPHONE 96 016 H. J. PALMASON & CO. Chartered Accountants 1101 McARTHUR BUILDING WINNIPEG, CANADA Phone 49 469 Radio Service Specialists ELECTRONIC LABS. H. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Equipment System. 130 OSBORNE ST., WINNIPEG G. F. Jonasson, Pres. 3> Man. Dir. S. M. Backman, Sec. Keystone Fisheries Limited 404 Scott. Block Wholesale Distributors of FRE8H AHD FROZEN FI8H MANITOBA FISHERIES WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, framtcv.stf. Verzla 1 heildsölu með nýjan og frosinn flsk. 303 OWENA ST. Skrlfstofuslml 25 355 Heimaslml 55 463 Dr. S. J. Johannesson 215 RUBY STREET (Beint suður af Bannlng) Talslmi 30 877 Viðtalstlmi 3-—5 e. h Dr. E. JOHNSON 304 Eveline St. Sellcirk Office hrs. 2.30—6 P.M. Phone offioe 26. Res. 230 Office Phone 88 033 Res. Phone 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 166 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p m. and by appointment DRS. H. R. and H. W. TWEED Tanntœknar • 406 TORONTO GEN. TRC8TS BUILDINQ Cor. Portage Ave. og Sndth 8t. PHONE 26 645 WINNIPEÍÖ 'lllei/eri ~ Sid. laúmThúuunt Legsleinar sem skara framúr Úrvals bl&grýti og Manitoba marraarl SkrifiO eftir verOskrd GILLIS QUARRIES, LTD. 14 00 SPRUCE ST. Winnipeg, Man. J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPG. e Fastelgnasalar. Leigja hús. Ct- vega peningalán og eldsábyrgð. bifreiða&byrgð, o. s. frv. Phone 26 821 ANDREWS, ANDREWS THORVALDSON AND EGGERTSON LögfrœOingar 209 Bank of Nova Scotia Bld*. Portage og Garry 8t. Slml 98 291 Blóm siundvíslega afgreidd m ROSERY ltb. Stofnað 1905 427 Portage Ave. Winnipeg. GUNDRY & PYMORE LTD. Britlsh Quality — Fish Nettin* 60 VICTORIA STREBT Phone 98 211 •Vlr.nlpeg Manager, T. R. THORTALDBOM íour patronage will be ■ npreciated CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish. 311 Chambers St. Office Phone 86 #Bl. Res Phone 73 917.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.