Lögberg - 04.01.1945, Blaðsíða 6

Lögberg - 04.01.1945, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 4. JANÚAR, 1945 “Aldrei, aldrei, elskan mín. Við áttum sömu móðurina; hennar vegna skal eg annast þig, og ekki síst núna, þegar þú þarfnast hjálpar og að- hjúkrunar. Eg ætla ekki heldur að ásaka þig, né ávíta. Kannske þú sért gift; segðu mér það — þú mátt örugg treysta mér.” Það var svo mikill innileiki í orðum og mál- róm Miss Hope, að jafnvel hið harðasta hjarta hefði ekki getað annað en komist við af þeim. En Florence þagði og svaraði engu. “Þú hefir búið yfir leyndarmáli. en eg hélt að alt líf þitt væri sem opin bók. Láttu ekki fleiri leyndarmál vera milli okkar. Hafðu fullt traust til mín; þú skalt reyna að eg er þinn trúasti vinur.” “Eg get það ekki,” hvíslaði Florence. “Eg get ekki sagt þér það. Leyndarmál mitt, er og verður mitt; það deyr með mér. Ó, systir mín, bara eg fengi að deyja.” “Geturðu ekki sagt mér, hver er maðurinn þinn eða elskhugi?” “Eg get það ekki.” “Viltu segja mér, hvenær og hvar eg get séð hann. Hann hefur verið mjög kærulaus um þig, vesalings barn.” “Eg get ekki sagt þér neitt um hann, — ekki eitt einasta orð. Spurðu mig ekki —” Miss Hope var alveg stein hissa. “Eg verð að vita um það Floyf” sagði hún alvarlega. “Jú ert barn að aldri. Æ, að það skuli vera til nokkurt slíkt varmenni, að steypa ungri stúlku í glötun og eymd. Þú verður að segja mér það, Floy, því þú verður að ná rétti þínum, ef þú ert ekki gift. Kannske eg gæti neytt hann til að giftast þér, en ef þú ert gift, þá að láta hann viðurkenna að þú ert konan hans. Reiddu þig á mig, elsku litla systir mín.” “Eg get það ekki, Hope. Fólk talar um dauð- ann; það væri léttara fyrir mig að deyja í sam- anburði við það sem eg hefi liðið; og það sár- asta af öllu er, að eg get ekki sagt þér leyndar- mál mitt, þar sem þú ert mér svo elskuleg.” “Það er þín vegna sem eg vil fá að vita það, þúsund sinnum meira þín vegna en mín vegna.” Florence svaraði engu frekar, aðeins — hún gæti ekki — gæti ekki sagt neitt. Þegar Miss Hope sá að hún vildi ekkert um það segja, vildi hún ekki þreyta hana með fleiri spurningum, og Florence hélt höndunum fyrir augum sér. “Hope”, sagði hún. “Eg er forhertur syndari. Ef nokkur yðrun gæti bætt fyrir það, sem bjána- skapur minn hefur valdið, ef nokkur sorg gæti afþvegið yfirsjón mína, þá er sorg mín nægilega bitur til þess. Vertu þolinmóð við mig. Eg hefi ekki verið með sjálfri mér í marga mánuði. Eg hef neytt mig til að tala og hlægja, þrátt fyrir það að hjarta mitt var sundurkramið af kvíða og harmi. Eg hef orðið að ganga með uppgerðar gleðibros á andlitinu, sem hefur niður beygt sálarkrafta mína, og átökin til að gjöra þetta, hafa gjört mig brjálaða. Eg ligg hér og tala við þig, en eg er brjáluð. Mér finst eg vera margar mílur í burt frá þér — eg heyri til þín eins og það sé fjarlægt bergmál; eg veit, að eg verð altaf brjáluð; geturðu bjargað mér?” Angist og hræðsla greip Miss Hope, því andlit Florence, sem verið hafði- nábleikt, varð nú eld- rautt, og æði og ósköp lýstu úr augum hennar, og hendur hennar urðu brennandi heitar. “Florence, þú verður að reyna að vera stilt, annars verðurðu fjarska veik. Þú sérð, að við getum ekki talað um barnið þitt, eins og ham- ingjusamar konur tala um börn sín, en reyndu að hugsa, að þessi veika lífsmynd, er þitt af- kvæmi. Þetta barn á engan til að þykja vænt • um, nema þig.” Hún sá strax að Florence veitti þessum orðum enga eftirtekt; hún var sem næst á landamær- um hins skuggalega draumalands, sem er svo náið sorg og ótta. Það var mikil hugfró fyrir Miss Hope, er hurðin var opnuð og Dr. West kom inn. “Hún lítur illa út.” sagði hann. er hann laut ofan að hinum hálf meðvitundarlausa sjúkling. “Miss Hope, þetta ætlar að verða óbærilegt; hún er búin að bera í huga sínum of lengi þetta leyndarmál. Við verðum að fá hana flutta héð- an, eins fljótt og möguiegi er.” “Hefurðu getað útvegað okkur verustað.” “Já, á kyrlátu, fallegu bændabýli hér í bygð- inni. Fyrirgefið Miss Hope, eg leigði herbergi þar fyrir gifta konu, því maðurinn hennar er ekki heima, og eg hefi kallað systir þína, Mrs. Maxwell. Það er ekki hægt að fá betri stað fyrir hana, þó eg hefði sagt allt eins og er.” ' “Eg er þér innilega þakklát,” sagði Miss Hope, í.veikum og kvíðafullum róm. Það var eitthvað svo nýtt og óvanalegt fyrir henni — blygðun og þakklæti —, hún sem hafði verið svo sjálfstæð og óháð, og sem aldrei hafði þurft á hjálp annara eða greiðvikni að halda. “Eg vona að þið verðið ánægðar með staðinn. Það er gömul kona, sem á húsið, hún hefur litla umgengni við aðra, svo þið þurfið ekki að vera hræddar um að hún beri út slúðursögur um leigjendur sína.” Miss Hope þakkaði honum aftur fyrir það sem hann hefði gert fyrir þær. Læknirinn tók upp úr vasa sínum lítinn bréfpakka. “Af því eg vissi, að í þessum kringumstæðum, munduð þið ekki geta hugsað nákvæmlega út í þetta, datt mér í hug að taka þetta með mér. Hann tók hendi Florence, og setti glóandi gull- hring á þriðja fingur vinstri handar hennar. Florence hafði enga meðvitund um það. Svo sneri hann sér til Miss Hope. “Systir þín er í rhikilli hættu, það er stríð milli lífs og dauða. Nokkrum mínútum seinna borgaði Miss Hope hótel reikninginn, og bað um vagn til að fara með sig og systir sína á járnbrautarstöðina. “Látið keyra ykkur á járnbraútarstöðina,” sagði læknirinn. “Ef einhver hér skyldi hafa nokkurn snefil af forvitni um ykkur, þá nær það ekki lengra; því þeir halda að þið séuð farnar aftur frá Riversmead. Þið fáið ykkur annan vagn frá járnbrautarstöðinni, og látið keyra með ykkur út á Mill-Farm. Það er allt til reiðu fyrir ykkur þar, og ykkur verður veitt hin besta umönnun þar, því eg hef sagt húsmóður- inni í húsinu að Mrs. Maxwell sé undir minni læknis hendi.” “Eg er svo þakklát fyrir að hafa fundið svo góðan mann og vin, sem þú ert. Heldurðu að það sé hættulaust fyrir systir mína, að flytja hana.” “Nei, hún veit ekki af sér, en hún fer með þér hvert sem þú ferð með hana.” Hann hjálpaði-Hope til að lyfta Florence upp úr rúminu, og vefja sem best þykka gráa sjal- inu utan um hana. Honum datt í hug gamla dæmisagan, um manninn sem féll í hendur ræningjum, og hinn miskunsama Samverja, sem hjálpaði honum; hann var þó síst að líkja sér við hinn miskunsama Samverja. í hótelinu var svo mikil þröng, ys og þys, að engin virtist veita því neina eftirtekt er systurnar fóru, það var komið kvöld og orðið dimmt. Þær biðu á stöðinni þar til önnur lest kom inn, þá pöntuðu þær annan vagn, og óku á stað til Mill-Farm. K^öldskuggarnir huldu merkur og engi. Fugl- arnir voru hættir að syngja, blómin höfðu hneigt krónur sínar og lokað sér til svefns. Lítill lækur rann um engið, en er kom nær Mill-Farm, rann hann vítt út, sem stór fljót. Kvöldið var svo yndælt, kvrt og rólegt, að tár komu fram í augu Miss Hope. Langt inni í skóginum söng næturgali, og fáeinar stjörnur sáust til og frá á hinum myrkbláa himni yfir höfði þeirra. Æ, skyldi þetta þá enda svo, að öll þessi dýrð- lega jarðneska fegurð sé systir minni töpuð! Hvers vegna er það, að syndir' mannanna og heimska, liggja eins og líkklæði yfir allri hinni ólýsanlegu fegurð, sem guð — náttúran — hefur skapað? Hún leit í andlit systur sinnar, sem hvíldi við brjóst hennar. Florence vissi ekkert um alla þessa fegurð — hinn fagra stjörnu- skreytta himin, hinn milda lækjarnið, hin há- vöxnu tré og stóru engi og merkur; af öllu þessu misti Florence; hún var í hinu myrka draumalandi, þar sem vitsmunirnir komast ekki að. Roðinn í andliti Florence hafði aukist, og yfir hennar þrútnu og blóðrauðu varir komu stöku samhengislaus orð, sem voru mestmegnis endur- tekning um það, að þetta mundi drepa Hope, er hún kæmist að því. Þegar þær komu til Mill-Farm, leist Miss Hope vel á sig þar. Það er svo rólegt og hljótt þar, og svo sætur ilmur úr jörðinni Mrs. Ley- bourne, húsmóðirin, tók á móti þeim, og vísaði þeim til herbergja sinna. “Systir mín er fjarska veik,” sagði Miss Hope, með tár í augunum. “Já, Dr. West sagði mér það. Hvað hún lítur unglega út — alt of unglega til að vera gift. Held hún sé nærri því barn að aldri!” Miss Hope fékk hjartslátt við að heyra þetta. Hún var í raun og veru bara barn að aldri. 4. KAFLI. Tveimur dögum seinna situr Dr. West við sóttarsæng Florence, án minstu vonar um, að hún lifi til kvölds. Sólin skein inn í herbergið, svo það varð að draga niður gluggatjöldin til að verjast ofbirtu. Úti er hið indislegasta veður og náttúran í allri sinni fegurð og sumarskrauti. En inni í húsinu var sorg og eymd. í fallegu vel uppbúnu rúmi, sem leit út eins og hreiður, fyrir einhvern fugl, sem þyrfti ná- kvæmrar umönnunar og meðhöndlunar við, lá Florence. Blóðhitinn hafði gert hana næstum alveg aflvana; hún var hætt að tala óráðs orð, þó mátti merkja á hreifingu varanna að hún vildi eitthvað segja, en það var ógreinanlegt. Læknirinn laut ofan að henni, til að reyna að heyra hvað hún var að reyna að segja. “Það er gamla sagan,” sagði hann við Miss Hope, sem stóð ofurlítið fjær. “Barnið mitt er dautt!” Hvernig má henni hafa dottið það í hug?” Hann tók með mestu varfærni á slagæðinni, og taldi hin afllausu æðaslög; svo vætti hann varir hennar með sterkt lyktandi meðali. “Það verður engin breyting ennþá,” sagði hann við Miss Hope; “eg sagði konunni að hún skyldi vera hér klukkan tólf.” “Það er býsna hart,” svaraði Miss Hope, “og þó er það, það besta sem hægt er að gera. Ef vesalings systir mín deyr, vildi eg miklu heldu? að barnið væri fóstrað upp sem minst á bæri, þar til það er orðið það gamalt að það veki engan grun. En ef hún lifir þetta af, þá má hún, hennar sjálfrar vegna, ekki fá að vita að barnið sé lifandi. Hún verður altaf að standa í þeirri mein- ingu að það hafi dáið.” “Já, það er ærið hart,” sagði Dr. West, “vesal- ings litla hjálparlausa barnið!” Miss Hope leit á hann tárvotum augum. “Já, mér finnst það líka, miskunarlaust,” sagði hún, “en hvað á eg að gera? Ef Florence mín fær heilsuna aftur, þá getur hún tekið þátt í samkvæmislífinu með vinum sínum, án þess að neinn viti um leyndarmál hennar. Það gæti og vel skeð að hún, eins og maður segir, ætti eftir að verða hamjngjusöm. Þetta er allt skeð á ókunnum stað, meðal ókunnugs fólks; það kemst aldrei upp, og hún getur ennþá átt hamingju- sama framtíð.” Læknirinn hlustaði á þetta þegjandi, en leit mjög alvarlega út.” “Umönnun fyrir barninu er skylda, sem Guð leggur hverri móðir á herðar, og undan þeirri skyldu er ekki auðvelt að komast. Ást þín á systur þinni hefir blindað þig.” “Talaðu ekki svona,” sagði hún í bænarróm. “Þú skilur það ekki. Setjum sem svo að við höfum litla veralings barnið hjá okkur. Eg er svo alveg viss um að Florence lifir það ekki af að þetta hneyksli verði opinbert. Að minsta kosti mundi hún aldrei verða það sem hún hefur verið; hún yrði aldrei hamingjusöm aftur.” “Hamingjan banni að eg dæmi hart eða til- finningarlaust, en það kemur mér þannig fyrir sjónir, að systir þín hljóti fyr eða síðar að líða fyrir þessa yfirsjón sína. Ef það gildir missir, álits og virðingar, þá verður hún að taka því, sem eðlilegum afleiðingum.” Miss Hope, hágrátandi, hljóðaði upp, fremur en sagði, að nafn systur sinnar yrði að varð- veitast alveg óflekkað, hvort hún lifði eða dæi. Er hún sá læknirinn leit ennþá alvarlegri út, sagði hún. “í það minsta fyrst um sinn; bara fyrst um sinn. Þegar eg finn að eg get sagt systur minni eins og er, og annast barnið, þá skal það verða gjört. Treystu mér til þess, læknir, allt sem hægt er að gera með peningum fyrir barnið, skal vera gert.” “Peningar geta ekki keypt móðurást” svaraði læknirinn. “Bara um stundarsakir, bara stutta stund,” sagði hún. “Eg lofa þér, að eg skal gera mitt besta, þegar hún er komin til heilsu. Það er bankað á dyrnar, það er líklega konan, sem þú talaðir um, sem er að koma.” “Já, það er Mrs. Elster, þú mátt treysta henni, án alls efa. Hún er ung ekkja. Maðurinn hennar varð fyrir járnbrautarlest, fyrir nokkrum mán- uðum, og dó af meiðslum sem hann varð fyrir. Hún á ungbarn tveggja mánaða gamalt, og vill taka annað barn til að annast um.” “Hefir hún gott orð á sér? Er hún blíð og góð í sér,” “Það getur þú sjálf dæmt um, Miss Hope. Inn í herbergið kom þokkaleg og viðfeldin kona. Hún var klædd í svartan sorgarbúning. Hún gekk inn í herbergið hægt og stillilega, því hún vissi, að sjúklingur var þar inni. Miss Hope leist strax vel á konuna, hún fann traust í hennar góðlega og vingjarnlega andliti. “Dr. West, segir að þú viljir taka að þér ungbarn — viltu gera það?” Konan brosti góðlátlega og sagði í lágum róm. “Já.” “Mrs. Maxwell, systir mín er hættulega veik, og þó hún lifi þetta af, tekur það langan tíma þar til hún getur annast um barnið. Eg ætla því að trúa þér fyrir því.” Miss Hope fór, og kom að vörmu spori með lítið nýfætt barn, vafið innan í sjal. Mrs. Elster tók við því. Mrs. Elster spurði einkis frekar í sambandi við barnið eða móðir þess, hún virtist ekki þurfa þess; hvernig hún tók á móti barn- inu, og lagði það blíðlega að vanga sér, og kysti þetta litla andlit, gaf meira til kynna henn- ar móðurlega eðli, en nokkuð annað hefði getað gert. “Það er ofurlítill drengur,” sagði Miss Hope, “og eg óska eftir að hann verði kallaður Verner, þegar hann verður svo gamall að skilja nafn. Eg hefi mína eigin ástæðu fyrir því.” Svo töluðu þær fáein orð saman um með- gjöfina, og Mrs. Elster var hæst ánægð með borgunina. “1 hverri viku, meðan eg verð hér, skal eg koma til að sjá barnið,” sagði Miss Hope, og þegar eg er farin héðan, vil eg biðja Dr. West, að líta inn til þín, af og til, til þess að sjá hvernig barninu líður. Eg treysti því að þú verðir góð og umhyggjusöm, við þennan litla vesaling, Mrs. Elster. Eg treysti því.” “Eg þarf varla að lofa því,” svaraði unga ekkjan. “Eg er þakklát fyrir, að þú trúir mér fyrir honum.” MisS Hope tók skýluna sem var breidd yfir litla andlitið hans. Litlu skæru augun hans voru opin, og það var eitthvað í þessu litla andliti sem hrærði hennar viðkvæmustu hjartastrengi. Hún kysti innilega fallega litla munninn hans. “Vertu sæll, litli ókunnugi gestur,” sagði hún, og Dr. West, fékk miklu meira álit á henni er hann sá hversu innilega hún komst við, að láta barnið frá sér, og tárin sem hún feldi við skiln- aðinn. “Látum móðir hans sjá hann,” sagði Mrs. Elster, og áður en læknirinn eða Miss Hope gátu komið í veg fyrir það, hafði hún farið með barn- ið til móður þess, og lagt hann við hlið hennar. En hún var svo máttfarin að hún opnaði aug- un aðeins eitt augnablik, og svo lokuðust þau aftur. “Litla barnið mitt er dautt,” hvíslaði hún svo lágt, að varla heyrðist — barnið mitt er dautt.” “Vesalings móðirin,” sagði Elster, “hvað hún e,r ung og fríð.” Eftir þetta fór Mrs. Elster frá Mill-Farm með barnið. Miss Hope fylgdi henni til dyra, og að skilnaði lagði hún bankaseðil í lófa Mrs. Elster. “Það kom mér svo óvænt fyrir að systir mín skyldi eiga barnið sitt núna, og svo langt í burtu frá heimili okkar. Getur þú keypt allt, sem þarf með handa barninu? Eg skal senda þér meiri peninga, svo þú getir keypt allt sem þarf handa því.” Hún settist nú við sjúkrabeð systur sinnar, henni hafði ekki dottið í hug hve stóra synd hún hafði framið, og ekki heldur hugsað út í það, hversu ömurlegt er í þessum heimi, og þá ekki síður í öðrum heimi, að dylja yfirsjónir sínar. Dr. West laut kvíðafullur yfir sjúklinginn sinn. “Það er enginn bati ennþá. Það eru nú tveir sólarhringar, sem hún hefur ekki sofnað dúr; hún getur ekki lifað til annars kvölds. ” Miss Hope kraup við sóttarsæng systur sinnar, og af öllu hjarta að hún mætti lifa. Hún var svo ung, svo fögur og elskuleg — það yrði of þung byrði ef hún dæi.” “Eg vildi gefa mitt líf, til að bjarga hennar ef það væri hægt.” ( Samt sem áður var nú þetta líf sem hún bað fyrir, orðið henni þyngri byrði en hún gat borið. Hún hrökk upp við merki sem læknirinn gaf henni um, að láta ekki til sín heyra. Hún mátti ekki gráta, né snökta, svo það heyrðist, því með dauða þögn og kyrð var einasta vonin til að sjúklingurinn gæti notið góðrar svefnværðar, titringurinn í vörum sjúklingsins, hafði nú hætt, og augun voru lokuð, og hendurnar sem hún hafði ávalt haldið saman, láu nú aðskildar. “Hún sefur,” hvíslaði læknirinn, “komdu hingað Miss Hope, og sestu við rúmið hennar. Hafðu þessa styrkjandi dropa við hendina og gefðu henni þá undir eins og hún vaknar, gefðu henni ekkert tækifæri til að tala við þig; gerðu allt sem þú getur til þess að hún sofni aftur. Eg verð nú að fara, eg hefi marga sjúklinga, sem vonast eftir mér.” Hann fór út úr herberginu, með svo mikilli varúð sem mögulegt var, til þess að vekja ekki sjúklinginn. Miss Hope settist nú við rúmið, og gætti með hinni mestu nákvæmni systur sinnar; hún hlustaði stöðugt eftir hennar veika andar- drætti. Það leið fram yfir hádegi, en hún hreifði sig ekki frá rúminu. Mrs. Lybourn kom inn, með mestu armæðu yfir því, að hún hefði ekkert borðað í dag, og að hún yrði þó að koma og borða ofurlítinn mið- dagsverð, en Miss Hope, bara gaf henni bend- ingu um að segja ekki meira, og fara út. Dagur- inn leið og sjúklingurinn svaf stöðugt rólegum og friðsælum svefni. Miss Hope var ákveðin í því að ofra hverju augnabliki fyrir systur sína, hún hugsaði ekki neitt um það að hún væri bæði svefn og matar- þurfi, aðeins eitt augnablik opnaði Florence munninn, og augnalokin hreifðust; Miss Hope hlúði að henni og lagði höfuðið á koddann hjá henni, og hún féll strax aftur í væran svefn. Miss Hope var bæði svöng og þyrst, en hún vissi að hver stundin, sem Florence svaf, hafð* hina mestu þýðingu fyrir hana. Það var komið kvöld, er Florence fór nokkuð að hreifa sig; hún opnaði augun, og nú var blóðhitinn horfinr úr þeim, þau voru bara döpur, eftir langvarandi þjáningu og grát. “Hope”, hvíslaði hún lágt, og systir hennar laut ofan að henni, hrærð af fögnuði. Það var sjáanleg undrun í hinu náföla andliti Florence. “Hope”, endurtók hún, “hvar er eg? Hvar hef eg verið? Eg hef gleymt því.” “Talaðu ekki Florence, drekktu þetta, og reyndu svo að fara að sofa aftur.” Hún drakk, eins og systir hennar bað hana, svo lagði hún sig út af aftur. Það var auðséð að hún hafði nú fengið fulla rænu, en minnið var óljóst og reykult ennþá. “Hope”, sagði hún enn í veikum róm. “hvar er eg? Erum við á einhverjum ókunnum stað? Eg man ekki eftir hvað héfur skeð.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.