Lögberg - 04.01.1945, Blaðsíða 5

Lögberg - 04.01.1945, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 4. JANÚAR, 1945 Al l < \>t \L IWENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNS§ON Fegrunar auglýsingarnar “Eftir kossinn máttu vara þig á kvefi og sárum hálsi. Skolaðu strax hálsinn á þér úr tilnefndri gerileiðandi blöndu.” Þessi skringilega auglýsing stóð í einu af hinum myndauð - ugu og víðlesnu kvenna mánaðar ritum, með mynd af pilti og stúlku, sem voru að kyssast, og annari þar sem þau voru að skola á sér kverkarnar. Oftast þegar fólk flettir þess- um tímaritum, rennir það fljót- lega augunum yfir hinar litfögru auglýsingamyndir en les sjaldan hið prentaða mál auglýsinganna, en hin ofannefnda auglýsing, sem prentuð v'ar í feitu letri var eitthvað svo hjákátleg að maður fór að lesa fleiri auglýsingar með athygli til þess að vitá hvort þær væru margar skrifaðar í þessum anda. í þessum kvennaritum er megnið af auglýsingunum um allskonar snyrti- og fegrunar- vörur. Eftir að hafa lesið nokkrar þessara auglýsinga, virðist óhjá- kvæmilegt að komast að þeirri niðurstöðu að kvenþjóðin sé bein línis og óbeinlínis hrædd til þess að kaupa sumar þessar vörur, það er að segja, þær konur og stúlk- ur, sem eru svo barnalegar að hægt er að hræða þær á þennan hátt. Myndir eru sýndar af stúlkum 'sem sitja einar sér, sútarlegar á svip og yfirgefnar, vegna þess að þær nota ekki tiltekíð tannkrem til þess að gera tennur sínar perluhvítar, eða þá vissa sápu, krem eða púður til þess að hör- und þeirra verði þannig að það sé “unun að snerta það”. Þá eru þær hræddar á allskonar ólykt, sem þær eiga ekki að geta fundið sjálfar, en aðrir finni, sem koma í návist þeirra. Myndir eru sýnd- ar af fólki sem er að hvíslast á um þessa vesalinga og af stúlk- unni, sem skilur ekkert í því, að enginn maður vill líta við henni, dansa við hana né giftast henni. Þennan ósóma má ekki nefna með nafni; hann er svo skammar legur, svo það verður að nota upphafsstafina M.O., H.O., B.O. o. s. frv. Til þess að forðast þessi ósköp þurfa stúlkur ekki annað en að kaupa tiltekin vötn, smyrsl eða sápu og þá verða þær vin- sælar og eftirsóttar og giftar innan skamms tíma. Allar, sem hlusta á útvarpið kannast við sápu auglýsinga far- aldrið. Það er varla hægt að snúa á fréttunum, svo að fólk sé ekki nauðbeigt um leið til þess að hlusta á hinn gremjulega auglýs- inga hávaða um sápu. Og engin veit hver sápan er bezt, því hver auglýsandi segir sína sápu bezta. Eftir öllum þessum auglýsingum að dæma, mætti maður halda að það væri nýbúið að finna upp þá sjálfsögðu nauðsyn að þvo líkamann eða þá að óhreinindin á fólkinu hér séu afskapleg. í útvarpinu er einnig reynt að hræða konur til þess að kaupa vissar tegundri af sápu með því að segja þeim hinar ólíklegustu sögur, sem engin manneskja með meðal skynsemi ætti að taka trú- anlegar. Margar eru eitthvað á þessa leið: Maðurinn var hættur að sýna konunni sinni ástúð, svo tók hún eftir því að honum varð starsýnt á aðra konu í samsæti. Hvað á hún að gera? Hún byrjar að nota vissa sápu, þá varð hún svo falleg að maðurinn fékk ást á henni á ný! Stúlka, sem gekk ekki í augun á piltunum byrjaði að þvo sér með tiltekinni sápu og hún var trúlofuð eftir nokkrar vikur. Og svo er konan með diskapönnu hendurnar — rauðar Grikklandsmálin og grófar. Hún skammaðist sín að láta nokkurn mann sjá. sig með þennap ósóma, en svo benti einhver henni á að nota vissa tegund af sápu og eftir nokkrar vikur voru hendur hennar mjúk- ar og hvítar sem liljur, og ham- ingju hennar er borgið. Það er ólíklegt að margar kon- ur og stúlkur láti þessa áfjáðu auglýsendur leika með sig. Það er vitaskuld sjálfsagt og nauð- synlegt að þvo líkamann og ganga hrein og snyrtilega til fara. Það hefur fólk vitað frá alda öðli. Formæður okkar munu hafa haft yndisþokka til að bera; þær giftust og urðu hamingjusamar jafnvel þótt snyrtiborð þeirra væru ekki hlaðin allskonar krukkum og flöskum, fullum af krem, púðri, varalit, andlits- farfa, háralit, augnabrúnalit, smyrslum o. s. frv. Fegrunarvöru iðnaðurinn hef- ur vaxið stórkostlega þessi síð- ustu ár. Síðan styrjöldin hófst hefur engin skortur né skamtur verið á þessum vörum hvernig sem á því stendur því ekki er í rauninni hægt að telja allar þess- ar vörur nauðsynjavörur. Ekki má skilja það svo að það sé nokkuð athugavert við það, þótt konur beri á sig eitthvað at þessu dóti, því það er nú orðin hefð og ef það er notað í hófi, þá bætir það ytra útlit konunnar. En líkamssnyrtingin getur farið út í öfgar eins og alt annað. Líkaminn má ekki verða að á- trúnaðargoði, sem við sitjum tímunum saman við að fegra. Þær hendur sem eru grófar af vinnu hafa oft meiri raunveru- lega fegurð til að bera, heldur en þær hendur sem líta svoleiðis út, að þeim hafi aldrei verið dýft í kalt vatn. Hvort ertu hrifnari af þeirri konu, sem situr tímunum sam- an og ber krem á hendurnar og nuddar þær; málar neglurnar og fellur næstum í yfirlið ef ein nöglin brotnar, eða þeirri konu, sem vinnur að heimili sínu, saum ar, þvær, þrífur til, matreiðir, — gleymir sjálfri sér í umhyggju fyrir börnunum og öðrum? Sú síðarnefnda fær ef til vill þessar diskapönnu hendur, sem auglýsinga mennirnir tala um með svo mikilli fyrirlitningu, en eg hygg að í þínum augum og mínum augum séu hendur henn- ar fegri. Vitaskuld er jafn heimilt, sam- kvæmt lögum landsins að aug- lýsa fegrunar vörur eins og aðr- ar vörur; en um val á slíkum varningi eins og öllum öðrum varningi verður heilbrigð dóm- greind að ráða úrslitum. • Móðir, geymdu hjarta þitt ungl'. Sú móðir, sem er ung í anda og tilfinningum, er mikil blessun fyrir börn sín. Hún getur verið barnaleg með þeim, og tekið þátt í skemmtunum þeirra og leikj- um. Hún verður nokkurs konar eldri systir fyrir dætur sínar, þegar þær stálpast, og þær hafa hana að ráðunaut í öllu. Ung stúlka, sem á slíka móður, mun ekki flana hugsunarlaust út í hjónabandið. Sú móðir verður bezti vinur og félagi drengja sinna, og varðveitir þá þannig fyrir illum áhrifum annara. Þeir verða stoltir af henni, elska hana, og heimilið verður þeirra kærasti staður í heiminum. • 1 kaffiboði. — Um frú Guðrúnu er ekki nema gott eitt að segja. — Þá skulum við heldur tala um einhverja aðra. Einræðisherrann Eftir H. G. WELLS Hinn heimskunni rithöfundur H. G. Wells, segir svo í grein er hann ritar um Mr. Churchill: “Maðurinn sem girnist að verða einræðisherra Bretlands, hefir lokið hlutverki sínu, og kominn tími til að hann láti af opin- berum störfum með sína lárviðar sveiga, áður en vér gleymum að vér stöndum 1 skuld við hann.” Þessi grein eftir hinn xfræga höfund ber yfirskriftina: “Churc hill verður að segja af sér.” Mr. Wells segir að mök Churc- hill við kóngafjölskyldur Norð- urálfunnar, séu hans síðustu kveðjuorð til trausts og trúnaðar þjóðanna. “Vér viljum að hann segi af sér einmitt nú, áður en honum gefst tækifæri til að gjöra oss frekar til vansæmdar. Vér ósk- um þess ekki eingöngu vegna vor sjálfra, heldur einnig fyrir hans eigin skuld, og því fleyri af konungum veraldarinnar sem hann tekur með sér úr umferð, þess bjartari eru framtíðarvonir mannkynsins.” Mr. Wells telur framkvæmdir þessa máls aðkallandi vegna þess að síðustu athaf-nir Mr. Churc- hills hafi verið alvarleg árás á siðferðistilfinningu ensku þjóð- arinnar. “Það hvílir enginn vafi yfir tilfinningum enskra manna og kvenna út af hinum ljótu af- skiftum vorum af málefnum Grikklands og annara ríkja, sem eru undir járnhæl enska íhalds- ins.” “I miðju og óvissu stríði hefir þessi óviðjafnanlegi forsætisráð- herra vor, steypt oss út í stétta- stríð, og þar á ofan gegn réttum málstað.” “Ef vér ekki nú þegar bindum enda á embættisferil Winstons, mun Winston ráða niðuriögum vorum.” Úr “The Vancouver Sun” Jónbjörn Gíslason. kínverska flugfélagsins. Eg sá Sjóndepra Churchills Eftir ELMORE PHILPOTT Englendingar hafa lag á að klæða athafnir sínar í snotrann og sniðugann búning, samfara óvenjulegri varfærni. Aldrei skjalfesti skoðun almennings sig betur en þegar atkvæði voru greidd um traustsyfirlýsingu Churchills í enska þinginu 8. des. Þrjátíu þingmenn greiddu at- kvæði gegn hinni vopnuðu póli- tík hans í Grikklandi, en tvö hundruð og áttatíu fylgdu hon- um að málum. Samtímis því voru hátt á annað hundrað þingmenn fjarverandi af ásettu ráði þegar atkvæði fóru fram; þeir töluðu skýrar með fjarveru sinni en mögulegt var á nokkurn annan hátt. Winston Churchill er vafa- laust merkastur Englendinga þessa deyjandi tímabils. Hann varð fyrstur allra málsmetandi Breta til að skilja þýðingu hins heimskulega samningabrasks og undanhalds í alþijóðamálum. Hann sá löngu áður en mönnum eins og Chamberlain og Baldwin var það ljóst, að sú stefna er þeir fylgdu fram, var skemsta leið til sjálfsmorðs. En látum oss ekki gleyma því að Churchill bjó þjóð sína til varnar, af þeirri einföldu ástæðu að hann var og er enn, víðsýnn “imperialisti”. Þær lyndiseinkunnir Mr. Churchills, er gjöra hann ágæt- ann leiðtoga í einum vissum kafla veraldarsögunnar, eru eins líklegar til að gjöra hann hættu- legann í þeim næsta. Lykilinn að lífstarfi hans og viðhorfi er að finna í einni af hans athyglisverðu og merku ræðum; hann mælti á þessa leið: “Á öllum tímum og við allar hinar snöggu breytingar sem yf- ir oss ganga, hefi eg verið sann- ur og trúr gagnvart tveim aðal- hugsjónum: mikilleika Brezka heimsveldisins og hins sögulega framhalds tilveru vorrar á heima landinu”. Hér kemur hinn sanni Churc- hill fram. Hann er lýðveldis- maður heimafyrir, en ætíð “imperíalisti” að heiman og tel- ur réttmætt að vissar þjóðir hafi lyklavald yfir annara þjóða skipu lagi og athöfnum. Hann er talsmaður breskrar ráðvendni í viðskiptum og forms hins enska lýðræðis, af sömu meginástæðum og hann er ráð- inn í að halda Indlandi í póli- tískum viðjum. Mr. Ohurchill 'hafði ekkert samviskubit á árinu 1944, þó hann tæki traustataki á ensku herliði á þýzkum vígstöðvum til að skerast í leikinn 1 sérmálum Grikkja. Árið 1918—19 var hann mest allra manna ábyrgðarfullur fyrir vopnuðum afskiftum af sérmál- um Rússa, þau afskifti eitruðu öll sambönd og alla samvinnu milli Rússa og vestrænu þjóð- anna fullann mannsaldur. Sú af- skiftasemi Breta er meira en nokkurt annað einstakt tilfelli, ábyrgðafull þess þjóðfélagslega ruglings er gat fasismann, sem hefir steypt oss út í yfirstandandi styrjöld. Japanar voru vissulega hjart- anlega samþykkir innrás Breta í Rússland í síðasta stríði. Þegar Bretar fóru herskildi að vestan, vóðu Japanar inn að austan. Bandaríkin ákváðu að samein- ast Japönum, svo víst væri að þeir kæmu til baka. Stjórn Kanada samþykti þá uppástungu Breta að senda einnig liðsstyrk, svo taflið liti út sem alþjóða við- fangsefni. Öll þessi atvik eru næsta bros- leg öllum þeim sem nenna að fletta upp þeim kapítula verald- arsögunnar. Hinn þýðingarmikli þáttur þessa máls er sá, að árið 1918—19 var örsmár minnihluti Síberíu- manna kommúnistar, við komu innrásarmanna, en yfirgnæfandi meirihluti þegar þeir fóru. Mín spá er sú, að áhrifin verði hin sömu í Grikklandi og enn- fremur að þvættingur Breta um Sforza greifa valdi því að hann verði fyrstur manna kjörinn til embættis við frjálsar kosningar í ítalíu. að kaupa þær. Flestar þessara Úr “The Vancouver Sun” Jónbjörn Gíslason. Dýrtíðin í Kína menn vinna að því í óða önn að bera stóra kassa út úr flugvél- inni og koma þeim fyrir í hlaða. Eg vissi, að innihald kássanna myndi vera lyf gegn sjúkdómi líkama fjármálalífsins í Kína — kínverskir bankaseðlar frá Banda ríkjunum. Flestir þessara bankaseðla, sem enginn nemur lægri upphæð en tíu kínverskum dölum, vegna þess að í verzlunum er varla nokkurn hlut að fá gegn lægra gjaldi en þeirri upphæð, eru prentaðir í New York. Margar smálestir þessara bankaseðla eru svo -sendar í hverjum mán- uði með skipum til Indlands, en fluttar þaðan loftleiðis til Kína. Fyrirætlun Chungking-stjórn- arinnar er sú, að láta prentsmiðj- urnar, sem prenta seðla þessa, hafa við verðlaginu, sem hækkar um allt að tíu af hundraði á mán- uði hverjum. Seðlamagnið, sem í umferð er, er svo geysilegt, að stjórnin áræðir ekki að birta hin- ar raunverulegu tölur. Kín- verskur fjármálafrömuður tjáði mér, að fyrir einu ári hefði á- standið verið orðið þannig, að ekki virtist auðið að komast hjá algeru hruni. En fjárhagshrun hefur þó ekki skollið yfir Kína, að minsta kosti ekki enn sem komið er. Ching Kai-chek hershöfðingi hefur komizt þannig að orði, að margt sé enn ógert af því, sem teljast verði brýn nauðsyn í sam bandi við ráðstafanir hins opin- bera í verðlagsmálum. Þetta eru efalaust orð að sönnu. í sumum héruðum Kína hefur verðlag alt að því tvö-hundruð-og-fimmtug- faldazt frá því, sem var árið 1937. Hið lögboðna gengi er nú tutt- ugu kínv*rskir dalir fyrir hvern Bandaríkjadal, en stjórnarerind- rekar og erlendir fréttaritarar fá þó þrjátíu kínverska dali fyrir hvern Bandaríkjadal. En þeir, sem stunda leyniverzlun, krefj- ast áttatíu til níutíu kínverskra dala fyrir hvern Bandaríkjadal. Við Ameríkumenn getum gert okkur í hugarlund, hvaða áhrif 3að myndi hafa, ef Bandaríkja- dalurinn félli í verði álíka mikið og raunin hefur á orðið um kín- verska dalinn. Við fengjum þá Jýrir einn dal aðeins hálfa öskju af ódýrum vindlingum, hálft pund af baunum, sex vélritunar- blöð eða önnur slík verðmæti. Nýir skór kosta í Kína sextíu Bandaríkjadali, Fyrsta máltíðin, sem eg neytti í veitingahúsi í Chunking, kostaði fimmtíu Bandaríkjadali fyrir fjóra okk ar. Enda þótt Japanir ráði yfir járn brautum og hafnarbæjum Kína og flutningar allir til landsins sé miklum erfiðleikum háðir, er mikið um alls konar munaðarvör ur í verzlunum þar í landi. Þar voru á boðstólum flestar þær vörur, sem nöfnum tjáir að nefna og öllum falar, sem höfðu efni á Grein þessi, sem er eftir Erie Sevareid og hér þýdd úr tíma- ritinu The Reader’s Digests, fjallar um hina geysilegu dýr- tíð í Kína, éem er hin mesta í gervöllum heimi og á engan sinn líka í sögunni, nema ef vera skyldi í Þýzkalandi um 1923. Höfundur greinarinnar hefur dvalizt í Kína og er því málum þessum vel kunn- ugur. Mun mörgum þykja fróð legt að lesa um viðhorfin þar austur frá og álit ráðandi manna á hinni miklu vá, er af dýrtíðinni stafar. Aldrei hefir önnur eins dýrtíð ríkt í nokkru landi veraldar eins og í Kína nú, nema ef vera skyldi í Þýzkalandi um 1923. — Fyrir nokkrum vikum var eg staddur á stórum flugvelli þar landi og horfði á flugvélarnar er komu frá Indlandi. Þar ægði saman sprengjuflugvélum og or ustuflugvélum. í einu horni flug vallarins kom eg auga á flutn ingaflugvé'l, sem bar einkenni vara voru til komnar vegna hinn- ar ólöglegu verzlunar við Shang- hai, Hong Kong og jafnvel Tok- yo. Víðtæk ólögleg verzlun er rek in milli hins frjálsa Kína og þeirra héraða landsins, sem eru á valdi óvinanna, og þúsundir Kínverja og Japana hafa stór- auðgazt á henni. Stjórnarvöldin hafa þó lagt sig öll fram um það að halda niðri verði á hrísgrjónum, sem eru að- alfæðutegund landsmanna. Hefði stjórnarvöldunum ekki tekizt þetta, myndu miljónir manna hafa orðifS hungurmorða. En þrátt fyrir ákvæði þau, sem sett hafa verið í þessum efnum, hækkuðu hrísgrjón stórkostlega í marz og september síðastliðn- um, einkum þó í Chungking og nágrenni hennar. Hermenn, kennarar og aðrir op inberir starfsmenn, sem hafa föst laun, hafa orðið harðast úti af völdum dýrtíðarinnar og eiga við hinn þyngsta hag að búa. Þetta eru raunverulega einu aðilarnir, sem starfa í þjónustu ríkisins í Kína, og í öllum löndum er þeim,. sem eru á föstum launum hættast við hruni af völdum dýrtíðar. — Margir þessara aðila myndu hafa látið lífið af hungri og harðrétti, ef ríkisstjórnin hefði ekki valið þann kostinn, að kaupa hrís- grjónabirgðir, sem hún hefur svo selt þeim fyrir sanngjarnt verð. En sumir Kínverjar hafa haft lítið af erfiðleikum dýrtíðarinnar að segja. Það er jafnvel orðið erf- itt að fá sér far með rickshaw- vögnum í Chungking nú orðið, því að eigendur þeirra hafa svo góðar tekjur, að þeir þurfa ekki að leggja sömu áherzlu á að rækja starfa sinn og fyrrum var. Þeir lifa að hætti hátekjumanna og berast mikið á. Rannsóknir, sem gerðar hafa verið fyrir forgöngu háskólans í Nanking, sem nú starfar í Cheng tu, hafa leitt í ljós, að stórbændur komast nú mun betur af en var fyrir stríð. Hagur smábændanna er mjög áþekkur því, sem var fyrir stríð, en verkamennirnir í borgunum búa nú við mun betri kjör en nokkru sinni fyrr. Bandaríkjamenn veittu Kín- verjum fimm hundruð miljóna dala lán fyrir einu ári. En lán þetta var aldrei notað vegna þess, að engin verzlun var rekin milli þessara landa. Þess vegna hefur verið ákveðið að senda gull til Kína sem nemur tvö hundruð miljónum dala, til þess að eitt- hvað verði þó gert í því skyni að bæta hag þessa bágstadda lands. Gull þetta mun brátt verða sent til Kína. Það mun verða áttatíu til hundrað flugvélafarmar, og raunverulega má segja, að það séu neyðarúrræði, að í slíkt skuli ráðizt, þegar að því er gætt, að ekki er unnt að koma nægilegum hergögnum til Kína, vegna flutn- ingaerfiðleika. (Frh. á bls. 8) l!!IIB!!!l r!!a«!!!!l I'!'■ "■ "■"'■'!!!B!!!1I Samkeppni nútímans krefst sérmentunar Æskulýður þessa lands, engu síður en annara þjóða, krefst sérmenntunar, eigi hann að geta staðist próf hinnar ströngu samkeppni á vettvangi viðskiptalíísins, og af þessari ástæðu, er verzlunarskólamenntun í raun- inni óumflýjanleg. Vér höfum nú til sölu nokkur námskeið við fullkomn- ustu verzlunarskóla Vesturlandsins, sem væntanlegir nemendur ættu að færa sér sem allra fyrst í nyt; þeir, sem slíkt hafa í hyggju, ættu að snúa sér tafarlaust til skrifstofu LÖGBERGS 695 Sargent Avenue, Winnipeg og leita þar nauðsynlegra upplýsinga; það borgar sig! ■!IIIMI!B!!!IBUIMI!i!B!liiHai!ai!lH!!liaiilíBI!l!BU!IHillll I !!;!■!!!! Ilí!1®'-! ! ■ ■ V ■ ■ !

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.