Lögberg - 04.01.1945, Blaðsíða 2

Lögberg - 04.01.1945, Blaðsíða 2
2 LÖGBEHG, FIMTUDAGINN, 4. JANÚAR* 1945 Þáttur kímninnar í baráttu Dana við Þjóðverja Grein sú, sem hér fer á eftir, er þýdd úr aðalhlaði sænska Alþýðuflokksins, Moren-Tidningen í Stokkhólmi, og fjallar um þátt kímninnar í mótstöðu Dana gegn kúgurum sínum. En Danir eru gamansamir, svo sem alkunnugt er. Og þeim eiginleika beita þeir óspart — og oft af mikilli harð- neskju í baráttu sinni gegn þýzka innrásarhernum og hinum dönsku handbendum hans. Hin undirokaða Danmörk berst gegn kúgurum sínum á margvís- legan hátt; með skemmdarstarí- semi, óvirkri mótstöðu, leyni- blöðum og á margvíslegan annan hátt. Aðeins lítill hluti íbúanna tekur þátt í hinni leynilegu bar- áttu, en í vissu tilliti er öll þjóð- in virk í mótstöðunni. Það er í þeirri baráttu, þar sem kímninni. er beitt sem vopni. Það hljómar einkennilega, að tala um kímni í sambandi við þá baráttu, sem Danmörk heyir í dag gegn kúgurum sínum. Á- standið er á engan hátt kími- legt. Handtökur, brottnám, morð, aftökur, rán og ofbeldistiltektir er það, sem yfirþjóðin býður fyrirmyndarverndarríki sínu upp á. En einmitt þess vegna er kann- sk? enn meiri ástæða til að veita því athygli, að danska þjóðin hefur ekki látið hugfall- ast, og allra sízt hefur hún misst kímnigáfu sína. Danskt skapferli dönsk kímni er hið meðffeedda vopn Dana gegn öllum óblíðum tiltektum örlaganna. Og Þjóð- verjum hefir ekki tekizt að vinna bug á þessu skapferli. Að vísu er danska brosið orðið bitrara og danska kímnin harðlegri, og víst hafa þeir dagar komið, að brosið hvarf og kímnin var ekki höfð á hraðbergi. En ekkert harðræði frá hendi óvinanna hefur megn- að að buga þetta tvennt til fulls. Og það er einmitt hátíðleiki þessara andstæðinga, sem um- fram allt hefur kallað fram bros Dananna. Það hefur aldrei ver- ið unnt að sigra Dani með hátíð- leika, strangleika og hörku. Oft á tíðum hafa Danir rætt sín á mill- um um “hið danska bros”, sem aldrei gæti tekið neitt í alvöru. Og oft hafa virðulegir heiðurs- menn þrumað á móti þessu brosi úr ræðustól og í dálkum blaðanna. En það hefur aldrei verið unnt að ráða niðurlögum þess. Brosið er óaðskiljanlega tengt dönsku lundarfari. Atburðir síðustu ára hafa þjálfað þetta bros, gætt það meiri fyllingu, gert það bitrara. En brosið, kímnin, lifir góðu lífi í Danmörku. Og það er beittasta vopn Dana í yfirstand- andi þrengingum. Sú þjóð heimsins, sem er gersneyddust kímni stendur í Danmörku and- spænis þeirri þjóð heimsins, sem hefur þroskaðasta kípnni- gáfu. Og þetta vita Þjóðverjar sjálfir. Þeir skilja ekki hvernig hægt er að þola allan hugsan- legan mótgang, án þess að hætta að brosa. Jafnvel í hinni virku mótstöðu. er nokkur vottur kímni. Það er þessi kímni, sem kom í ljós, þeg- ar skemmdarverkamennirnir, sem sprengdu “Forum” í loft upp síðastliðið sumar, komu sprengiefninu fyrir í ölkassa og létu “ölpósta” flytja sprfengiefn- ið á staðinn og koma kössunum fyrir í byggingunni. Það er þessi ódrepandi danska kímni, sem birtist í ofurlitlu auglýsingastefi, er einn góðan veðurdag var fest upp í búðarglugga í borginni: De ringer og kalder, vi kommer og knalder Nörrebros Sabotörforretning. Þessi sama kímni er á ferð- inni, þegar farþegi í sporvagni stígur á tær nábúans, lyftir því næst kurteislega hattinum og segir: “Afsakið, nafn mitt er Jensen, skemmdarverkamaður. Að lokum urðu Þjóðverjar að banna í Danmörku þýzka dæg- urlagið “Lilli Marleen,” sem sungið var í útvarpi Þýzkalands og hernumdu landanna. Danir höfðB ekki fyrr lært lagið en þeir höfðu búið til við það nýj- an teksta, þar sem óspart var hent gaman að helztu vanda- mönnum Þýzkalands. Var þetta síðan sungið hvarvetna á heim- ilum og í veitingahúsum með sýnilegri velþóknun. Þetta gekk svo langt, að fólk þurfti ekki annað en að heyra þennan söng til þess að það tæki að brosa ánægjulega hvort til annars. Þegar fyrsti þýzki hermaður- inn var myrtur í Kaupmanna- höfn og borgin var dæmd- í 1 milljón króna skaðabætur, var það þegar á orði haft meðal Dana, að nú yrði dr. Best dæmdur fyrir brot á verðlags- ákvæðunum. Hann hefði krafizt einnar milljónar króna fyrir eina skepnu. Sögurnar um þýzka valda- menn, sem ganga manna á með- al í Danmörku, eru óteljandi, eins og í öðrum hernumdu löndunum. Enginn veit, hvar þær skjóta upp kollinum. En þær ganga mann frá manni og vekja rr/esta kæti, sem er miklu meiri léttir að en heiftúðugustu formælingum yfir grimmd og yfirtroðslum Þjóðverja. Þegar Danir hittast á heimilum hvor annara, er verulegur hluti skemmtunarinnar fólginn í því, að skiptast á nýjustu sögunum. Ein hin síðasta þeirra er um Rommel, sem kom til Kaup- mannahafnar og bjó á Hótel d’Angleterre. Fólk safnaðist saman úti fyrir hótelinu og. stóð þar sem fastast. Hershöfð- ingjanum fannst í fyrstu mikið til um þetta, en þótti síðar nóg um og sendi undirmann sinn út til að mælast til þess við fólk- ið, að það hefði sig brott. “Við bíðum,” var svarið. “Hershöfð- inginn fer ekki framar út í dag,” útskýrði liðsforinginn. — “Já, en það er Montgomery, sem við erum að bíða eftir,” var svarað. “Hann er alltaf vanur að vera á hælunum á Rommel.” Meðan stóð á umferðabanninu eftir 29. ágúst í fyrra, og fólk var óheimilt að vera úti eftir klukkan 21 að kvöldi, án þess að hafa sérstök skilríki, sem heimilaði það, bar svo til, að borgari í sjálenzkum kaupstað kom heim til sín með kvöldlest- inni. Hann hafði ekki heimild til útivistar eftir klukkan 21, en nú var komið fram yfir þann tíma. Þýzkur hermaður gaf sig þegar að honum, og krafðist þess, að fá að sjá skírteini hans. Maðurinn tók þegar upp öku- skírteini sitt, rétti það að her- manninum og sagði mjög á- kveðinn: — Ich habe Fuhrerkarte! — Fuhrerkarte? sagði hermað- urinn auðmjúkur, bar hönd- ina upp að stálhjálminum og lét manninn fara óáreittan leiðar sinnar. í þessum sama bæ, sem telur 4000 íbúa, var á fáum dögum gefin út meira en 2000 leyfi til að mega vera á ferli eftir hinn tilsetta tíma. Næstum því hver maður hafði allt 1 einu fengið einhvern sjúkdóm, sem gerði jað að verkum, að þeim var nauðsynlegt að leita sérfræðinga í öðrum bæjum. — En sjúkdóm- ur var eitt af þeim skilyrðum, sem nauðsynleg voru til að fá útivistarleyfi. Að skömmum tíma ' iðnum neyddust Þjóðverjar til að afnema umferðabannið. Það var orðið skrítla. Helmingurinn af íbúum Danmerkur hafði leyfi til að vera á ferli eftir hinn tilsetta tíma. 29. ágúst komu þýzkir skrið- drekar á sjónarsviðið á götum Kaupmannahafnar. Það átti að kenna fólki að bera virðingu fyrir hinum þýzku vopnum. Við Nörreport steig sendisveinn 'af hjóli sínu og lagði það upp að þýzkum skriðdreka. Menn geta getið sér til um það, — hvernig muni hafa farið um virðinguna hjá þeim mörgu, sem horfðu á þennan atburð. Á Ráðhústorgi hafði Ferða- félagið selt happdrættismiða allt sumarið, og fór salan fram í ofurlitlum timburskúr. Kaup- mannahafnarbúi gekk að skrið- dreka, bankaði á rúðuna og spurði hinn undrandi skrið- drekastjóra: Eru seldir happ- irættismiðar hér? Brýningamaður kom á hjól- inu sínu að öðrum skriðdreka, drap einnig á rúðuna og spurði: — Er nokkuð að brýna í dag? Þetta var brosið 29. ágúst. Danir, sem hafa verið í Horseröd fangabúðunum, skýra frá því, að Þjóðverjar hafi verið nærri því að missa alla vald yfir sér, þegar dönsku fangarnir komu til yfirheyrslu með hatt á höfði og vindling milli varanna. Það var brosið. I leyniblöðunum gætir kímn- innar einnig. Það eru að jafn- aði ekki skemmtilegir hlutir, sem þau hafa frá að greina. En þau veeru ekki dönsk, ef kimn- in ætti þar ekkert griðland. — Fastur dálkur í einu mest út- breidda blaðinu heitir einmitt “Brosið”. En stundum er gam- anið grátt. Það á t. d. við um ýmsar þær aðferðir, sem föð- urlandsvinir nota til að skjóta dönskum handbendum nazist- anna skelk í bringu. Margir þeirra hafa fengið senda út- fararkransa eða örlitlar eftir- líkingar af líkkistum. Við kist- urnar hangir að jafnaði seðilþ sem á er letrað: Pantanir einrt- ig afgreiddar eftir máli. Undir þessa tegund gamansemi heyra einnig dánarauglýsingarnar. Mörg handbendi nazistanna hafa orðið viti sínu fjær af ótta þegar þau lásu feitletraðar til- kynningar í dálkum blaðanna um sitt eigið andlát. Hvað sem væri annars stað- ar, hefði alvarleg hætta stafað af nazistaforingjanum Fritz Clau sen, sem vel hefði getað greitt götuna fyrir kvislingastjórn. En aðeins ekki í Danmörku. Danir eru vel þjálfaðir pólitískt, og Fritz Clausen hafði fyrir löngu gert sig að pólitísku athlægi. Þjóðverjar gátu með engu móti notað hann. Hann hafði eyðilagt þann möguleika löngu fyrir 9. apríl. Danska brosið hafði drep- ið hann pólitískt. Danska brosið er máttur. — Blóðsúthellingar fylgja ekki í kjölfar þess, en það er mjög grimmt. Engin útreið er eins harkaleg og sú, að vera gerður að athlægi. Brosið er máttur, sem er mjög nátengdur sál og anda. Það er máttur, sem ekki er rétt að vanmeta í baráttunni gegn því illa. Alþbl. 2. sept. No. 25 E.M.C. Mannalát í North Dakota Þriðjudaginn 24. októiber and- aðist Thomas Halldorson á heim- ili sínu norðaustur af Mountain, N.-D. Hafði hann þá verið mjög farinn að heilsu og nærri rúm- fastur síðustu 5 árin. Thomas sál, var fæddur 6. apríl 1463 í Fremri Hundadal í Mið- dölum í Dalasýslu. Foreídrai hans voru Halldór Thorgilsson og Málmfríður Thomasdóttir. Thomas var tekinn til fósturs af móðursystur sinni og manni hennar. Hétu þau Sumarliði Þorkelsson og Margrét Kristín Thomasdóttir. Með fósturforeldr- um sínum fluttist hann til Amerr íku og beint til Norður Dakota 1882. Fljótlega nam hann land í grend við lönd föður síns og bræðra sinna og bjó þar fyrst. En 6. júlí árið 1886, giftist hann Þórvöru Eiríksson, ekkju eftir Gísla Eiríksson, átti hún búgarð rétt fyrir norðaustan Mountain. Þar bætti hann svo við sig landi, og þar bjuggu þau hjón í ást- ríku og hamingjusömu hjóna- bandi, þar til Þórvör andaðist árið 1935. Og þar dvaldist svo Thomas með börnum sínum þar til andlát hans bar nú að. Thomas og Þórvör voru bæði búslyng og búnaðist þeim mjög vel. Þau voru líka hjálpsöm og gjafmild og gestrisin, og var heimili þeirra hið vinsælasta. Þau hjón eignuð- ust 8 börn, fjóra syni og fjórar dætur. Hafði Þórvör átt 3 börn með fyrri manni sínum, Gísla Eiríkssyni. Nú lifa tvö börn Thor- varar og Gísla, þau Sigríður kona Stefáns Hallgrímson á Mountain og Konráð í Alberta í Canada. Einning eru sjö börn Thomasar og Þórvarar á lífi. Margrét, Mrs. Steinólfson, Mountain; Þóra, ó- gift, stundaði hún föður sinn síðustu árin; Halldór, kvæntur og búsettur í Blaine, Wash.; Skúli heima; María, gift í Californiu; -Willlam, kvæntur heima; Gíslína kona Stefáns Hanson á Mount; ain; Elsti sonurinn, Tomas, dó fyrir nokkru í Sask. Tveir bræð- ur Thomasar eru enn á lífi, þeir Kristján albróðir hans og Friðrik háflbróðir. Þeir eru báðir mikils- ■ metnir bændur í Mountain bygð- inni. Thomas var vel gefinn maður, hugsaði mikið og las eftir því sem unt var fyrir mann, sem átti sífelt í annríki miklu. Hann hafði brennandi löngun til að bæta kjör almennings, og lagði sig fram að styðja þau fyrirtæki á sviði mannfélagsmála, sem hann taldi að mundu efla hag og vel- ferð almennings. Hann var ein- lægur trúmaður, og starfaði mikið og vel að málum Víkur- safnaðar á Mountain í fjölda mörg ár. Voru þau hjón mjög samhent í kirkjustarfsemi sinni, og studdu söfnuðinn altaf mjög drengilega. Jarðarför Thomasar fór fram sunnudaginn 29. október. Mikill fjöldi fólks fylgdi hinum látna til grafar, svo að varla rúmað- ist það fjölmenni í kirkjunni á Mountain. Séra H. Sigmar jarð- söng og flutti kveðjumál, bæði á íslenzku og ensku. Margrét Bjarnadóttir, eigin- kona Jóns Hjörtsonar, sem um langt skeið bjó rausnarbúi í næstu grend við Garðar, N.-D., en er nýlega búinn að selja bú sitt, og hættur búskap, andaðist á sjúkrahúsi í Grand Forks, um hádegisbilið sunnudaginn 29. okt. Hafði hann verið þar eina viku. En margar vikur hafði hún verið rúmföst á heimili dóttur sinnar og tengdasonar, þeirra Próf. og Mrs. Thos. Thorleifsson í Grand Forks, N.-D. Var eiginmaður hennar, Jón IJjörtson, þar líka stöðugt hjá henni. Sjúkdóms barátta Margrétar sál. var mjög þung og ströng. En hún naut mjög ástúðlegrar umhyggju og hjúkrunar af sín- um nánustu þar á hinu ágæta heimili dóttur sinnar og tengda- sonar. Margrét sál. var dóttir Bjarna Bja-rnasonar og Sigríðar Samuels dóttur, sem ættuð voru úr Dala- sýslu á Islandi. Lengi bjuggu þau hjón í Garðar bygð, og dóu þar bæði. Margrét fæddist 26. ágúst 1886 í Gardarbygð, ólst hún upp hjá foreldrum sínum og átti þar heima alla æfi. Þau Jón og Margrét giftust 20. sept. 1919. Þeim varð ekki barna auðið. En hún ól upp MargréÞ dóttur manns síns af fyrra hjóna- bandi hans. Var hún henni ávalt sem bezta móðir, og uppól hana af miklu og eftirtektarverðu ást- ríki. Enda voru þær nöfnurnar ávalt frábærilega vel samrýmd- ar. Og má segja að Margrét yngri elskaði líka stjúpmóður sína eins og hún væri hennar eigin móðir. Var ástúðar samband foreldra og dóttur þar fagurt og til fyrir- myndar. Og sýndi Margrét Thor- leifsson það, er stjúpmóðir henn- ar gekk 1 gegnum sitt sjúkdóms- stríð, að hún hafði kunnað að meta ástúð hennar í sinn garð. Systkini Margrétar sál. Hjört- son, sem lifa hana eru: Mrs. G. Jackson í Grand Forks; Mrs Kristín Snydal; Guðlaug Bjarna- son og Albert Bjarnason öll bú- sett við Garðar, N.-D. Margrét sáll Hjörtson var mesta ágætis kona í alla staði. Hún var greind, bókhneigð, vel að sér. Hún var einnig frábæri- lega félagslynd, ákaflega gest- risin og sérstaklega góð við alla fátæka og þá er voru hjálpra þurf andi. Starfsemi hennar í söfn- uði og kvenfélagi var til fyrir- myndar. Húshald hennar var sér- lega myndarlegt ávalt. Og æfin- lega þótti manni sérstaklega skemtilegt að heimsækja þau hjón, svo að maður sóttist ávalt eftir því að vera gestur þeirra sem oftast. Eins og vænta mátti var sár harmur kveðinn að nánustu ást- vinum Margrétar sál. við fráfall hennar á svo ungum aldri. Enda má segja með sanni að bygðar- fólkið alt, og þeir sem þektu hana vel, söknuðu hennar mjög mikið. Jarðarför Margrétar sál. fór fram frá heimili Hjörtsons hjón- anna á Gardar og frá Gardar kirkju, fimtudaginn 2. nóvember. Veður var óhagstætt þá, en engu að síður fylgdi henni fjöldi ást- ^menna, vina og nágranna tii grafar, og mátti á margan hátt merkja söknuð fólksins, og góð- hug þess til hinnar látnu og ást- menna hennar. Séra H. Sigmar jarðsöng. Miðvikudaginn 1. nóvember andaðist Thorlákur Thorfinson á heimili sínu í Mountain þorpi, eftir þunga legu, og löng undan- gengin veikindi. Hann var jarð- sunginn frá heimili sínu og kirkjunni á Mountain, laugar- daginn 4. nóv. Séra Philip M. Pétursson stýrði útfararathöfn- inni og flutti ræðu bæði á heim- ilinu og í kirkjunni, en séra H. Sigmar tók einnig þátt í útfarar- athöfninni og flutti stutt e^indi á ensku í kirkjunni. Það hefir nú verið ritað um hinn látna og ekki þörf að bæta þar við. Aðeins vildi eg minnast á vinsældir hins látna hér í þorp- inu og sveitinni, sem stöfuðu af ýmsu, svo sem gestrisni þeirra hjóna og því hve gaman var að sækja þau heim; og líka af áköf- um dugnaði Thorláks sál. í sam- bandi við þjóðræknismál, og í sambandi við að efla söng og söngment í bygðinni, einkum meðal unglinga. Enda var það ekki síst meðal unga fólksins, sem Thorlákur sál. naut mikilla vinsælda. Föstudaginn 8. sept. urðu þau Sgt. John Asmundson og kona hans Pálína fyrir þeirri sorg að missa einkabarn sitt, nýfæddan son, er fæddist á sjúkrahúsinu í Grafton sama dag (8. sept.). Nefndu þau barnið, Douglas John. Barnið var jarðsungið í Andvara grafreit, norður af Hall- son þriðjudaginn 12. sept. Séra H. Sigmar jarðsöng. Hafði faðir barnsins, sem var í New York, getað komið til að vera við út- förina. Allir ala í brjósti ein- iæga samhrygð með hinum ungu foreldrum er urðu fyrir þessari sáru sorg. Fimtudaginn 9. nóvember urðu þau hjónin Skafti Johnson Jr. og kona hans Lillian fyrir þeirri sáru sorg að missa barn sitt, Loren Duane Johnson, liðlega þriggja mánaða að aldri. Dreng’- urinn litli fæddist í sjúkrahús- inu í Langdon 29. júlí 1944, og andaðist þar á þeim tíma sem nefndur er hér að framan. Heim- ili ungu hjónanna er í grend við Akra, N.-D. Ættingjar, vinir og nágrannar samhryggjast ungu hjónunum í þessari sáru sorg, sem hefir borið að höndum. Barnið litla var jarðsúngið í I Andvara grafreit laugardaginn 11. nóvember. Séra H. Sigmar jarðsöng. Sá mikli sorgarviðburður skeði miðvikudaginn 8: nóvember, að Bjarni Grover-Bjarnason, sonur Tryggva og Guðnýjar Bjarnason, sem búa nærri Mountain, N.-D., var á flugferð í hernaðarloftfari, við flugæfingar ásamt með öðr- um ungum hermanni, dó í flug- slysi, sem bar að mjög sviplega. Grover sál. var á þessum tíma í herbúðum við Tampa Texas, en flugvélin féll í Oklahoma ríki. Nálægt 20. nóv. var búist við að hinn ungi flugmaður lyki námi sínu þar, fengi sitt flugleyfi (Wings) og yrði á sama tíma gjörður að “Second Leutenant U. S. Army Air Corps Branch”. Og var það vitnisburður Leut- enant Cook frá Texas, sem kom með líkið heim, að hann hefði staðið sig sérstaklega vel í undir- búningnum hjá öllum kennurum sínum og því ekkert vafamál að á sínum tíma hefði hann orðið aðnjótandi þessa frama, sem var í vændum. Ennfremur lýsti þessi forustumaður frá hernum því að Grover hefði ekki einasta verið mikils metinn af þeim sem með honum voru við þetta starf heldur líka prúðmenni og hag- leiksmaður, sem hefði verið mjög vinsæll, eins og vænta mátti. Bjarni Grover Bjarnason fædd ist 6. apríl 1921 að Mountain. Ólst hann þar upp hjá foreldrum sínum, útskrifaðist úr barna- skóla og miðskóla á Mountain, og var að mestu leyti heima við þar til hann innritaðist í Banda- ríkja herinn, 6. maí 1942. Að sönnu hafði hann áður verið að starfa um noklcurra mánaða skeið fyrst í Californíu og síðar í Seattle, Wash. Hinn látni hafði verið að hugsa sér það og búast við því, að fá frí um stund eftir að hann lyki þessu námi sínu, nálægt 20. nóvember. Ætlaði hann þá að ferðast til Maryland ríkis, og þar að mæta kærustu sinni, Miss Margaret LaPeri frá Osnabrock, N.-D. Ætluðu þau svo að giftast og koma heim hingað og njóta nokkurra gleðidaga saman á heimilum foreldra sinna beggja, áður en hann hyrfi aftur að starfi sínu. En þannig tók dauð- inn í taumana, og sá fagri draum- ur þessara ungu elskhuga fékk ekki að rætast. Grover sál. var einn af hinum ágsetu ungu mönn- um þessarar sveitar. Velgefinn, hagur, listrænn, prúður í fram- komu, vinsæll og vel metinn. Grover sál. var jarðsunginn frá heimili foreldra sinna og kirkju Víkursafnaðar að Mountain, þriðjudaginn 14. nóvember. For- eldrar hans og systkini gátu öll verið viðstödd, svo og kærasta hans er kom að austan, og for- ustumaður sá er frá hernum kom og nefndur er að framan. Við útförina var mjög mikið fjölmenni, er sýndi vinsældir {Frh. á bls. 7)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.