Lögberg - 04.01.1945, Blaðsíða 8

Lögberg - 04.01.1945, Blaðsíða 8
8 Ur borg og bygð Þakklœti. Gefið í byggingarsjóð Banda- lags lút. kvenna, frá Immanuel Mission Society, Wynyard, Sask. $10.00 í minningu um kæra félagssystir, Mrs. Sigríði Thorsteinson, látin 6. október. Meðtekið með þakklæti. H. D. • Jón Sigurðson félagið þakkar fyrir þessar peningagjafir send- ar í War Service sjóðinn: Mrs. D. S. Curry, 724 First St., Coron- ado, Calif., $10.00. Miss. B. Jones, 1401 Muirlands Dr., La Jolla Calif. $22.00. ísl. kvenfél. Leslie, Sask. $5.00. Félagið þakkar þessum góðu vinum gjafirnar og óskar þeim af heilum hug gleðilegs nýs árs. H. D. • Hið yngra kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar, heldur fund í samkomusal kirkjunnar á þriðjudaginn þann 9. þ. m., kl. 2. 0 e. h. k • Andvökur Stefáns G. Stephan- sonar fást til kaups gegn vægu verði nú þegar. Ritstjóri Lög- bergs veitir upplýsingar. • Tryggið yður nú þegar að- göngumiða að Rljómleikum Miss Agnesar Sigurðson, sém haldnir verða í Concert Hall, Winnipeg Auditorium á miðvikudagskvöld ið þann 10. þ. m., kl. 8. Afar vönduð skemtiskrá. Aðgöngu- miðar kosta 50 og 75 cents, og fást hjá Björnson Book Store, 702 Sargent Ave., og á skrifstofu Lögbergs, 695 Sargent. • Icelandic Canadian Evening School Aðsókn að fyrirlestrunum um ísland hefir verið ágæt og um 60 manns eru nú innritaðir í skólann. Síðah starfið hófst hefir það komið í ljós að almenningur yfirleitt, yngri sem eldri hefir brennandi áhuga fyrir því að fræðast um Island. Þakkarbréf og árnaðaróskir hafa borist for- stöðukonu skólans úr ýmsum átt um, og einnig fyrirspurnir um það hvort ekki verði hægt að láta prenta erindin svo að þeir, sem lengra eru í burtu geti haft not af þeim. Nefndin er að at- huga möguleikana á því að koma þeim á prent. Það er alls ekki ómögulegt að íslendingar í öðr- um bygðarlögum geri samtök með sér og setji á stofn fræðslu- starf með svipuðu fyrirkomulagi og Icelandic Canadian Eyening School, og gæti það orðið þeim mikil hjálp að nota að einhverju leiti þessi erindi. Þann 11. des. flutti séra H. E. Johnson fyrirlestur, “The Ice- landic Republic 930—1262”, — ágætt erindi sem fjallaði allítar- lega um lagasetningu þessa tímabils, sem var grundvölluð á “Réttvísi bygð á skynsemi.” Næsta kenslustund verður mánudagskveldið 8. jan. í Fyrstu lút. kirkju, þá flytur séra P. M. Pétursson erindi, “The Introd- uction of Christianity”, sem byrjar stundvíslega kl. 8.15. ísl. kenslan byrjar ki. 9. Aðgangur 25c fyrir þá sem ekki eru inn- ritaðir. H. D. Ársfundir hinna ýmsu félags- heilda Selkirk safnaðar. Ársfundur Sunnudagaskóla- kennara, á prestshAmilinu, föstu daginn 5. jan. kl. 8 síðd. Ársfundur Djáknanefndar sunnudaginn 7. jan., kl. 8.30 sd. Ársfundur Yngra kvenfélags (Junior Ladies Aid), mánud. 8. jan., kl. 8 sd. á prestsheimilinu. Ársfundur Trúboðsfélags Sel- kirk safnaðar, þriðjud. 9. jan., á heimili Mrs. R. S. Benson, kl. 8 sd. Ársfundur hins eldra kvenfél. safnaðarins, miðvikudaginn 10. jan., á prestsheimilinu, kl. 2,30 síðd. Ársfundur Soldiers Welfare Clúb, miðvikud. 10. jan. kl. 8 síðd. á heimili Mrs. Birgittu Björnsson. Ársfundur Selkirk safnaðar, mánudaginn 15. jan. kl. 8 síðd., í samkomuhúsi safnaðarins. Hlutaðeigandi nefndir og safn- aðarfólk vinsamlega beðið að bera í minni téða fundi. • Mánudagskvöldið 8. þ. m. efna stúkurnar Hekla og Skuld til afmælis samkvæmis í G. T. hús- inu. Gott program og veitingar. Fjölmennið. Herra ritstjóri: Um leið og eg sendi blaðinu borgun, bið eg Lögberg að óska öllum Vancouver íslendingum gleðilegs' nýárs og þökk fyrir gestrisnina. Mrs. E. Hólm, Box 66, Árborg, Man. • Þeir bræður, Eggert Stefáns- son söngvari, Guðmundur bróðir hans, séra Valdimar J. Eylands og Miss Snjólaug Sigurðson, fóru norður til Gimli á þriðjudaginn, þar sem Eggert skemti vistfólki á Betel með söng og upplestri, er hvorttveggja vakti mikla hrifn ingu hjá áheyrendum. Séra Ey- lands flutti ræðu, en séra Skúli Sigurgeirsson þakkaði aðkomu- fólki komuna, og nytsama og uppbyggilega skemtun. • Mr. Búi Thorlacius, fyrrum bóndi í grend við Ashern, Man., lézt hér í borginni síðastliðinn laugardag eftir langvarandi van- heilsu; krabbamein varð honum að bana. Búi heitinn hafði fyrir rúmu ári flutt vestur til Van- couver ásamt fjölskyldu sinni, en kom hingað í haust til að leita sér lælfhinga; nú hefir hann, þessi ágæti íslendingur og vin- ur safnast til feðra sinna; hann lætur eftir ekkju og einn son. Útför Búa heitins fer fram frá Silver Bay á föstudaginn, undir forustu séra V. J. Eylands. • Þann 23. des. s. 1., voru gefin saman í hjónaband af Canon Calvert í St. Matthews kirkj- unni, þau Miss Margaret Kat- hleen Bertam og Mr. Steingrím- úr ísfeld, R.C.A.F. Er brúðgum- inn sonur þeirra Mr. og Mrs. H. ísfeld, sem búsett eru að Agnes St. hér í borginni; eftir fárra daga dvöl hér, fór brúðguminn vestur til Caigary. • Þann 18. des. s. 1., flutti Lt. A. J. Thorsteinson, sem nú er á Englandi, útvarpsræðu, sem útvarpað var frá B.B.C. til Austur Afríku; fjallaði ræðan um canadiskan landbúnað. Móðir Lt. Thorsteinson, Mrs. H. Thorsteins- son, er búsett í St. Vital, en kona hans, Mildred Anderson, á heima í Vancouver. Svo fáránlegt illviðri geysaði yfir suðurhluta Ontario fylkis milli jóla og nýárs, að umferð um bílvegu því nær stöðvaðist með öllu; var þetta eitt hið mesta aftaka veður, sem sögur fara af austur þar; lenti ferðafólk í margháttuðum hrakningum, og komst í mörgum tilfellum við illan leik til byggða; sem betur fer mun manntjón ekki hafa orðið af völdum fárviðrisins. • Síðastliðinn nýársdag brann til kaldra kola Como hótelið á Gimli; var hótel þetta gömul og næfurþunn timburbygging. LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 4. JANÚAR, 1945 Messuboð Fyrsta lúterska kirkja Séra Valdimar J. Eylands, Heimili: 776 Victor St. Sími 29 017. Guðsþjónustur á sunnudögum. Kl. 11 f. h. á ensku. Kl. 12.15 sunnudagaskóli. Kl. 7 e. h. á íslenzku. Söngæfingar: Yngri söngfíökkurinn á fimtu- dögum kl. 8. Eldri söngflokkurinn á föstu- dögum kl. 8. Lúterska kirkjan í Selkirk. Sunnudaginn, 7. janúar. Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Ensk messa kl. 7 síðd. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson. Lúterska kirkjan í Selkirk. Sunnudaginn 14. janúar. Sunnudagaskóli kl. 11 árd. íslenzk messa kl. 7 síðd. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson. Séra Skúli Sigurgeirson mess- ar að Langruth, 7. þ. m., kl. 2 e. h. Ensk guðsþjónusta, kl. 7 e. h. sama dag. CHURCHILL SÝNT BANATILRÆÐI Neðan Churchill forsætisráð- herra dvaldi í Aþenuborg um jólaleytið vegna grísku ágrein- ingsmálanna, var honum sýnt banatilræði; þetta gerðist með þeim hætti, að rétt um þær mund ir, sem Mr. Churchill var að fara inn í brezku sendiherra höllina þar í borginni, skaut að honum úr marghleypu útsendari eða flugumaður, sem enn hefir eigi náðst til, en ætlað er að verið hafi úr flokki grískra lýðveldis- sinna; kúlurnar mistu marks. Mr. Churchill komst með öllu óskaddaður inn í sendiherra höll- ina, og tók til óspiltra málanna við störf sín eins og ekkert hefði í skorist. Svör við spurningum fyrir yngstu lesendurna. 1. Grænland, Bretland, New- foundland, ísland. 2. Um 40,000 fermílur. J3. Nova Scotia (um 21.00 fer- mílur). 4. Norðvestur, austur. 5. Grænland. 6. Nyrsti tangi íslands snertir Norðurskauts bauginn. 7. Northwest Territories. 8. Hlýtt. 9. Hlýr hafstraumur, sem heitir Golfstraumur, vermir sjó- inn umhverfis landið. 10. Hafísár. 11. Votviðrasamt. 12. Flóki Vilgerðarson. 13. Frá Noregi. 14. Nærri ellefu aldir. 15. Hann sá fjörð, sem var full- ur af ís. John Keats (Frh. af bls. 4) leg; en sjálfur var Keats þess vel vitandi að hún var, svo að notuð séu hans eigin orð: “flóns- legt tískugerpi” og honum als- endis óverðug — og vissulega ekki þess umkomin að kunna að meta ritstörf hans að verðleik- um. Ofsi hans og afbrýðissemi varð síður en svo til að mýkja ástarbraut hans, og bréf hans til hennar, %em hafa verið gefin út, lýsa vel geðbrigðum hans, frá dýpsta harmi til óstjórnlegs fagnaðar. Að hin brennandi ást hans hafi haft áhrif á skáldskap hans á síðasta og mikilsverðasta skeiði æfi hans er óneitanlegt; þetta var fyrsta og eina ást hans og hún hrærði hvern streng í sál hans. Keats gaf út fyrsta ljóðasafn sitt, sem hann nefndi blátt áfram Poems, rúmlega tvítugur. Hann hafði lagt stund á læknisfræði, en hætti algerlega að leggja stund á læknisstörf til þess að gefa helgað sig allan ljóðlistinni, þó að hann væri snauður maður. Þegar Endymion, fyrsta langa kvæðið hans, kom út, var það gagnrýnt harðlega; en þó að hann tæki sér það nærri gat það ekki fengið hann til að hvarfla frá þeim vegi, sem hann hafði ætlað sér að ganga. Hann var sann- færður um að skáldagáfan byggi í sér. —Fullyrðing hans: “Eg býst við að eg verði talinn með enskum skáldum eftir að eg er dauður”, var sannfæring hans; og svo mikið er víst að þetta reyndúst orð að sönnu síðar. Á hinu örlagaríka ári, er hann varð ástfanginn af Fanny Brawne, var heilsa hans veil, og þó hnignaði henni meir næsta ár, er hann stundaði bróður sinn í löngum veikindum, er drógu hann til dauða. En hann hélt áfram að skrifa af brennandi kappi, og næsta ár, gaf hann út nýja ljóða- bók, en í henni eru ýms af bestu kvæðum hans. Hét hún “Óður til grísks leirkers” og er athyglis- verð eigi aðeins fyrir hina tæru fegurð ljóðanna heldur fyrir hina undursamlegu innsýn, sem höf- undurinn hafði fengið í anda Forn-Grikkja. Þó Keats kynni ekkert í grísku hafa sumir hinir ágætustu menntamenn lýst þeim ljóðum sem “líklega því grískasta sem til er í enskum bókmennt- um”. En hann hafði líka drukkið í sig æfintýraanda hinna fornu ensku þjóðkvæða og kemur þetta fram í kvæðum eins og La Belle Dame Sans Merci (Fagra konan miskunarlausa) og The Eve of St. Agnes (Kvöldið fyrir Agnes- armessu). Um “Ode to the Nightingale” (Óð til næturgal- ans) sagði Robert Bridge, hinn næmi gagnrýnandi og lárviðar- skáld Breta á sinni tíð, að hann gæti “vart nefnt nokkurt enskt kvæði jafn stutt, sem hefði eins mikla fegurð að geyma og þetta ljóð”. í Hyperion, sem skáldið lauk aldrei við, sjást þess glögg merki að skáldið er að þroskast og vaxa af andagift.- — En með hverjum mánuði sem leið hrak- aði heilsu hans. Hann hafði aldrei hlíft sjálfum sér lifað í ákefð í sviftingum hugaræsinga, og ást- ríðna, sökkt sér niður í starfið og kvalist af hugarangri vegna ásta sinna. Var nú afráðið að hann skyldi fara til annars lands og leita sér hvíldar og lækningar á brjóstveikinni, sem hann gekk með. Besti vinur hans, málarinn Severn, hvarf frá störfum sínum og fór með honum til ítalíu. Keats fanst þetta hryllilegt að eiga að skilja við Fanny Brawne, og þegar heilsu hans hnignaði enn, skildi hann að hann mundi ekki eiga langt eftir. Hann bað um að þessi orð yrðu letruð á legstein sinn: “Hér liggur maður — nafn hans var ritað í vatn” og í öngum sínum var hann jafnan að láta sig dreyma um hið mikla ljóð, sem sér entist ekki aldur til að semja. Fálkinn. The Swan Manufacturrng Co. Manufacturers of SWAN WEATHER-BTRIF Winnipeg. Halldór Methusalems Swan Eigandi 281 James Street Phone 22 641 Dýrtíðin í Kína • (Frh. af bls. 5) Þegar eg fór frá Chungking, hafði enn ekki verið tekin fulln- aðarákvörðun um það, hvernig gulli þessu skyldi varið. En það má ráðstafa því með ýmsum .hætti. En þess ber að minnast, að allar líkur eru til þess, að gull þetta lendi fyrst og fremst í hönd um þeirra manna, sem hafa auðg- ast á styrjöldinni og hyggjast auðgast enn meira á henni. Þess vegna kann vel svo að fara, að allmikill hluti þessa gullforða fari til hinna hernumdu héraða Kína, en það er sama og fá Jap- önum það í hendur sem gefur að skilja. Það er auðvitað öllum mönn- um ljóst, að dýrtíðin í Kína tor- veldar mjög alla aðstoð Banda- ríkjamanna Kínverjum til handa. En eftir að hafa rætt við þá menn, sem hafa framkvæmdir þessa með höndum, hef eg sann- færzt um það, að þ^ssi þjálpar- starfsemi hefur bjargað óteljandi mannslífum meðal kínversku þjóðarinnar. Eg hygg því, að það ætti fremur að auka þessa hjálp- arstarfsemi en hitt. Arthur Duff, sem dvaldist síðast liðið sumar að Toishan, heldur því fram, að fjörutíu af hverjum hundrað í- búanna hafi þegar beðið bana af völdum hungurs og harðréttis. í okt. tilkynnti hann, að tíu þúsund ir barna myndu deyja af skorti áður en nóvembermánuður væri liðinn og þess væri enginn kost- ur að bjarga þessum barnafjölda. Þetta er skattur sá, er Kína hef- ur orðið að greiða fyrir viðnám sitt gegn Japönum. Nýlega hafa auknir skattar ver ið lagðir á kínversku þjóðina, til þess að unnt væri að gera her- inn úr garði og stjórna landinu. Verulegur hluti af framleiðslu bænda hefur verið af þeim tek- inn upp í skatta, eins þeim, sem hafa átt við hinn bágasta hag að búa. Iðulega hefur það komið fyrir, að fé, sem ráðstafað hefur verið Kínverjum til hjálpar, hef- ur farið í það að festa kaup á hrísgrjónabirgðum fátækum bændum til handa — hrísgrjóna- birgðum, sem þeir hafa orðið að láta af hendi við hið opinbera upp í skatta. Dýrtíðin í Kína er orðin slík, að hún hlýtur að teljast hin vá- legast.a ógn, en leiðtogum lands- ins er Ijóst, að ekki er hægt við algeru hruni að minnsta kosti á tveim næstu árum, ef hún vex ekki enn úr hófi fram. Kína er eitthvert bezt ræktaða land heimsins og hefur jafnan verið sjálfu sér nægt á vettvangi mat- vælaframleiðslunnar. Bændurn- ir munu einhvern veginn kom- ast> af — þrátt fyrir hina miklu erfiðleika. Þeir hafa átt við þraut ir að stríða fyrri. En þegar bænd- urnir telja sig til neydda að kvarta, er traust þeirra á stjórn- arvöldunum úr sögunni. Ef til þess myndi koma, ætti stjórn Chiang Kai-sheks ekki annars kosta völ en leggja niður völd. En ef hún yrði að víkja úr sessi, myndi engin önnur ábyrg stjórn geta við tekið af henni. Þá myndi Kína loga í innanlands erjum eins og var forðum daga, og aðstaða bandamanna í bar- áttunni gegn Japönum myndi torveldast að miklum mun. Mun dýrtíðin í Kína hafa þau áhrif, að landsins bíði algert fjár- hagshrun? Um slíkt getur enginn sagt með vissu. En allir, sem til þekkja, eru haldnir ugg og kvíða. H. H. Kung, fjármálaráðh. Kína, lýsti viðhorfunum með eftirfar- andi orðum: Við erum líkt settir og maðurinn, sem féll af þaki Woolworthshússins í New York. Þegar hann fór fram hjá tuttug- ustu og annari hæð þess, varð honum að orði: Enn er þó alt í lagi. Alþbl. Minniál BETEL í erfðaskrám yðar FARIÐ EKKI Á MIS VIÐ HIN UNDURSAMLEGU KAUP Á LC®FÖTUM HJÁ Perth’s 1945 TÍZKA ÚRVALSEFNI ÓVIÐJAFNANLEG GÆÐI Heimsœkið PERTH’S MASTER FURRIERS 484 PORTAGE AVE. Just west of the Ma.ll Verum samtaka um stuðning við allar líknarstofnanir hverju nafni, sem þcer nefnast, og látum ekki undir höfuð leggjast, að kaupa stríðssparnaðar skírteini. DREWRYS LIMITED HOUSEHOLDERS --- ATTENTION -- We have mosl of the popular brands of coal in slock at present, but we cannot guarantee that we will have them for the whole season. We would advise that you order your fuel at once, giving us as long a lime as possible for delivery. This will enable us to serve you better. MCfURDY CUPPLY fO V/BUILDERS'O SUPPLIES V/ í 'BUILDERS' Phone 23 811—23 812 LTD. and COAL 1034 Arlington St.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.