Lögberg - 11.01.1945, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 11. JANÚAR, 1945
3
Biskupinn og Quisling
Það fólk, sem sjálfu er ráðandi
endurtekur sameiginlega í þess-
ari viku boðskapinn um frið á
jörðu.
Maðurinn, sem eins mikið hef-
ir gjört og nokkur annar, til þess
að tendra ljós kristilegra vona í
hjörtum fólks þess, sem í áþján
var hnept í Evrópu situr nú um
jólin fangi í litlum “logga” kofa
í þykkum skógi fyrir norðan
Oslo í Noregi, eins og hann hefir
gjört aleinn í síðast liðin tvö ár.
Maður þessi er Eyvindur Jósef
Berggrav, sem var biskup í Oslo
og erkibiskup ríkiskirkjunnar
norsku.
Berggrav biskup, sagði lausu
biskupsumdæmi sínu í Oslo og
erkibiskupsumdæmi sínu í Nor-
egi, 24. febrúar, 1942. Tveimur
mánuðum síðar var hann tekinn
fastur að boði Quislings, spor-
rakka Hitlers, og síðan hefir hann
setið innan þessar vírgyrðingar,
sem er 500 metrar á lengd og
200 metrar á brei'dd. Félaga hefir
hann enga nema grenitrén í skóg
inum, útsýn út á Oslo fjörðinn,
bláleitann og kaldranalegan í
fjarlægð og tólf hirðmenn (varð-
menn), sem gæta hans. Um þessa
varðmenn er iðulega skift, svo
þeir ekki smittist af kristilegum
áhrifum frá hinum glæsilega
höfðingja.
Einu sinni á mánuði færa varð-
mennirnir biskupnum bækur,
sem Nazistar hafa vandlega lesið
yfir og einu sinni í viku færa
þeir honum bréf frá konu hans
og taka svar frá honum til baka
einu sinni í viku, sem kona hans
verður að lesa á lögreglustöðinni.
Þar fyrir utan sér Bergrav
biskup engan og talar heldur
ekki við neinn. Hann eyðir tím-
anum í að útleggja Nýja testa-
mentið á ný norsku, höggva eldi-
við, halda “logga” kofanum
hreinum og matreiða fyrir sig.
En þótt Eyvindur biskup verði
að sitja jól þéssi einn með varð-
mönnunum þá má hann vera hug
rakkur því Kriststrúin, sem
hann hefir endurvakið með eld-
legum orðum, og ósveigjanlegu
hugrekki, er hraðfara um Noreg,
frá ættingjum og vinum; marg-
menni var viðstatt útförina, er
vitnaði um vinsældir og virðingu
hinnar látnu. Lilja heitin var
lögð til hinztu hvíldar í Wynyard
grafreit þar sem faðir hennar og
bræður bera beinin. Öll nánustu
ástmenni Lilju heitinnar voru
viðstödd jarðarförina, að undan-
skilinni systur hennar, Mrs.
Blomgren, sem búsett er í Van-
couver, og gat ekki komið.
Frú Lilja Barteaux var fædd
þann 10. september 1910, en
lézt hinn 14. júlí 1944; hún var
fædd í Red Deer í Albertafylk-
inu, þar sem foreldrar hennar
bjuggu áður en þau komu til
Wynyard byggðar; hún var þá
þriggja ára að aldri. Þeim Ed-
ward og Lilju heitinnar varð ekki
barna auðið; höfðu enda ekk:
átt langa samleið; en þó sam-
leiðin væri stutt, var hún ósegj-
anlega fögur; mótuð kristilegum
kærleiksanda á báðar hliðar;
sorg hins unga og ástríka eigin-
manns, fá engin mannleg orð
túlkað; slíkt getur einungis
hann, faðir lífs og ljóss, sem allar
undir græðir.
Foreldrar Lilju heitinnar voru
þau Ólafur G. Pétursson, föður-
bróðir séra Friðriks Friðriks-
sonar í Reykjavík og Þorbjörg
Finnbogadóttir, bæði ættuð úr
Skagafirði, kunn að drengskap
og sönnum mannkærleika.
Allir þeir, sem kynntust Lilju
heitinni, elskuðu hana og virtu;
hún var slíkum kostum búin, er
hvarvetna vöktu órofa traust;
allir kveðja hana með djúpum
söknuði, en jafnframt með djúp-
stæðri þökk fyrir samverustund-
irnar. Guð blessi sifja'liði hennar
öllu minninguna um hennar
stuttu, en óumræðilega fögru
ævi. Guðný Jósephson.
og þjóðin hans undirokaða en
óyfirunna, bergmálar þessi hreim
þrungnu orð Aulén biskups í
Svíþjóð: “Andi og orð Berggravs
hafa læst sig frjáls. gegnum læst-
ar dyr, og eru sá lifandi vottur
þess, að guðsorð verður aldrei í
fjötra fært.”
Biskup á Hálogalandi.
Eyvindur Jósef Berggrav er
fæddur í Stafangur í Noregi, 25.
október 1884 Hann útskrifaðist
frá háskólanum í Osló 1908. Ári
síðar gekk hann að eiga konu
sem Katrin Slip heitir og eiga
þau hjón fimm sonu. Ekki gekk
Berggrav í þjónustu kirkjunnar
fyrst í stað, heldur lagði fyrir
sig kenslu og ritstörf. En eftir
tíu ár í þeirri stöðu, tók hann
prestsþjónustu hjá litlum söfn-
uði í Hurdalen, um 40 mílur frá
Oslo. Þeim söfnuði þjónaði hann
í sex ár, en tók þá prestsþjónustu
við Botofangelsið í Oslo.
Árið 1929 var hann kjörinn
biskup á Hálogalandi, er það
biskups dæmi erfitt að mörgu
leyti. Ferðalög mikil og erfið,
veðrátta oft hörð sökum norður-
breiddar landsins, og strjálbýli
mikið. Atvinnuvegir þess norð-
læga héraðs, eða fylkis, líka erf-
iðir og fólk yfirleitt þurfti að
beita allri orku til að hafa í sig
og á. Vera biskupsins þar norður-
frá var hinn harðasti lífsreynslu
skóli, en hann gekk í gegnum
hann meiri og betri maður, er
auk þess hafði áunnið sér traust
og virðingu fólks síns. Eins og
vera hans við fangelsið hafði
gjört hann meðlíðunarsaman, og
aukið skilning hans, svo hafði
vera hans í Norðurhéruðunum
stælt líkama hans og styrkt
lyndiseinkenni hans, sem þegar
voru orðin þroskuð og vakandi.
Árið 1937 var Eyvindur Berg-
grav skipaður biskup í Oslo og
erkibiskup í Noregi. Hann var
þegar orðinn þjóðkunnur, sem
áhrifa mikill starfsmaður kirkj-
unnar, og rithöfundur, því hann
hafði þá ritað bækur trúarlegs
eðlis og “Spenningens Land”
(Töfralandið). Lýsing á Háloga-
landi og starfi hans þar, auk
þess að vera ritstjóri Kirke og
Kultur tímiritsins alkunna og
alþjóða viðurkenning hlaut hann
í sambandi við allsherjar kirkna
sambands hreyfinguna og var
kosinn forseti hins svonefnda
World Alliance for International
Friendship, árið 1938.
Kirkjan óeinlæg og ótrú?
1 þessu nýja embætti gjörðist
Berggrav þegar atkvæða- og at-
hafna mikill, en árangurinn af
starfi hans á því sviði varð lít-
ill. Það var ekki mikið um vin-
skap að ræða árið 1939. Jafnvel
ekki á meðal kirkju deildanna
sjálfra.
Árið 1933 lét Hitler sér eftir-
farandi um munn fara: “Eg lofa
ykkur því, að eg gæti eyðilagt
kirkjuna á nokkrum árum. Hún
er óeinlæg, ótrú og rotin, að inn-
an og utan.”
Á árunum á milli stríðanna,
gjörði kirkjan minna, en hún
hefði mátt gjöra til þess að af-
sanna, eða hrekja þennan áróð-
ur. Eins og í mörgum Evrópu-
löndum, þá var Lúterska kirkj-
an í Noregi ríkiskirkja. Prestarn-
ir sátu á jörðum, sem voru ríkis-
eign og gafst hinum efnaminni
mönnum lítið um það fyrirkomu
lag. Margt af alþýðufólki þótti
prestarnir þægilegir, en dálítið
þóttafullir. Yngra mentafólkið
gerðl gys, bæði að kirkjunni og
Guði.
Eldraun og endurfæðing.
En þegar stríðið skall á, og
fréttirnar frá hernumdu löndun-
um fóru að berast út um heim-
inn, þá voru það hinir hugprúðu
menn kirkjunnar, — menn Guðs,
sem birtan stafaði frá. Niemöller,
Faulhaber og Galen á Þýzka-
landi. Hlond á Póllandi, De Jong
á Hollandi, Damaskinos á Grikk-
landi og hinn aldraði kirkju-
öldungur Gavrilo Dozich í Jugo-
slavíu. Allir þessir stóðu eins og
hetjur á móti Nazismanum og
með þeim ótaldar fylkingar
kirkjunnar manna, eins og prest-
arnir 1300 að 1»lu, sem myrtir
voru á Póllandi. Prestarnir tveir,
sem skotnir voru til hefnda fyrir
hengingarmeistarann alræmda
Heydrich og presturinn á Frakk-
landi, sem gaf sig fram til þess
að gjöra flokkum landsmanna
sinna, er veittu Nazismanum mót
stöðu, aðvart, þá er þeim stafaði
sérstök hætta frá athöfnum
Gestapo lögreglunnar. Hann
sagði: “Eg læt þá handtaka mig,
því eg vil að franska þjóðin viti,
að það eru til prestar líka, sem
fúsir eru til þess að láta líf sitt
henni til heilla. Eg bið ykkur
alla um að biðja fyrir mér, að
mér veitist styrkur til að þola
kvalirnar.” Þó Gestapo lögregl-
an sliti bæði eyrun af þessum
manni, urðu bænir félaga hans
sterkari en grimd kvalaranna.
Hann þagði trúlega yfir öllum
leyndarmálum þeirra.
Kristin kirkja, sem hóf göngu
sína í áþján við ljós vonarinnar,
og öðlaðist þroska sinn í gegn-
um þrengingar fann nýjan þrótt
og samúð í þessari síðustu eld-
raun. Á Hollandi, þar sem
kaþólskir og prótistants hafa ekki
getað setið á sáttshöfði hvor við
aðra síðan á tíð siðbótarinnar,
létu alla misklíð niður falla og
börðust sameiginlega gegn Naz-
ismanum og Gyðinga ofsóknun-
um. Kirkjan í undirokuðu Evr-
ópu löndunum hefir endurfæðst
til nýs lífs fyrir þá sök að hún
hefir ekki aðeins barist fyrir sín-
um eigin tilverurétti, heldur líka
tilverurétti og frelsi allra mánna
Kirkjan, eða réttara sagt kirkj-
unnar menn, sem áhuga litlir
létu berast á tímans straumi,
undir vernd ríkisvaldsins, snúa
alt í einu við blaðinu, þegar ríkis-
valdið stendur ráðþrota og taka
ábyrgðina og leiðsöguna í sínar
hendur.
Leopold Belgíu konungur gafst
upp og lagði niður vopnin, en
hinn hugprúði kardináli Van
Roey ekki. Hann lýsti opinber-
lega yfir því, að kaþólska kirkj-
an í Belgíu tæki aldrei höndum
saman við áþján og yfirgang,
bannaði hann öllum prestum í
sínu umdæmi að veita nokkrum
þeim sakramentið, sem klædd-
ur væri herklæðum Þjóðverja.
Hann lét loka æðri og lægri
mentastofnunum landsins svo að
nazista áhrifin næðu ekki þang-
að inn. Þegar háskólalýðurinn í
Evrópu, blöðin og tímaritin, rit-
höfundarnir og heimsspekingarn
ir voru þögnuð og þagnaðir og
stóðu ráðþrota, þá voru það
kirkjan — kirkjunnar menn,
samkvæmt orðum Alberts Ein-
steins: “sem skipuðu sér þvert í
veginn fyrir Hitler.”
“Guðs friður,” segir Berggrav
biskup, “er ekki hugtak, sem er
lokað og klárt ... eign okkar
mannanna um eilífa tíð. Friður-
inn er fenginn með því að fylgja
Guði í stríð. Það er á þann hátt,
sem hann vex og verður sannur.
1 stríðinu finnum vér friðinn.”
Draumur og vakning.
Berggrav biskup' hefir ekki á-
valt séð þann sannleika eins
skýrt og hann sér hann nú. Það
var sú tíð, að hann hélt að frið-
ur gæti fengist án stríðs. Fyrstu
sjö dagana eftir innrás Þjóðverja
á Noreg, var þar alt í uppnámi.
Leitaði þá Jósef Terboven ríkis-
kanzlarinn þýzk sinnaði á náðir
Berggravs til þess að reyna að
koma á friði og fastbundnu fyr-
irkomulagi undir valdi konungs-
in og Stórþingsins. Quisling var
í bili ýtt til hliðar, en Berggrav
biskupi, þjóni guðs, falin forusta.
Hann ávarpaði þjóð sína þannig:
“Þið verðið að láta þessa atburði
afskiptalausa. Fólk, sem með
valdi blandar sér inn í stríðið
með því að fremja óhæfuverk,
eða á nokkurn annan veg, gjör-
ir sig sekt í ofbeldi, fremur hinn
hörmulegasta glæp gagnvart
þjóðbræðrum sínum.”
Terboven brosti glettnislega og
mælti: “Látum oss fylgja leið-
togum vorum, Quisling, Hamsun,
og Berggrav”. Þegar farið var að
knýta nafn Berggravs, við nöfn
fazista leiðtoganna, fór fólkið að
nöldra um undanhald, en Berg-
grav lét það ekkert á sig bíta,
en sat fast við sinn keip. Adolí
Hitler hafði lofað Norðmönnum
fullkomnu trúfrelsi og löglega
skipaða stjórn, og þá fann Berg-
grav það skyldu sína, að leggja
sitt fram til að friður og regla
héldist.
En loforð Hitlers reyndust ekki
ábyggilegri í Noregi en annars
staðar. Eftir fimm mánuði svifti
Terboven konunginn valdi sínu,
sleit þinginu, en innleiddi eða
fyrirskipaði “New Era” hið nýja
Nazista stjórnarfyrirkomulag í
Noregi. Berggrav og kirkjulýð-
ur hans, vöknuðu upp úr friðar-
draum sínum og voru ekki lengi
að átta sig á hvað gjöra skydi,
umboðsmenn frá öllum deildum
norsku kirkjunnar komu saman
og mynduðu framkvæmdarnefnd
frelsi norsku þjóðarinnar til
varnar og orð Berggravs þrum-
uðu yfir fjöll og dali Noregs:
"Að Guðs vilja erum vér norskir
menn gjörðir ... Hann lætur yð-
ur ekki herklæðast til þess að
eyðileggja eðli yðar og einkenni.
Hann mun bjarga yður og frelsa,
allt kristið fólk í Noregi horfir
nú í sumu áttina.”
En Norðmenn voru ekki enn
sannfærðir um sannleiksgild;
þessara orða biskupsins — að
minsta kosti ekki allir. Þeir
kröfðust sannana, og þeir þurftu
heldur ekki lengi að bíða til þess
að fá þær sannanir. Nazistastjórn
in lét boð út ganga um það, að
breyta skyldi hinni almennu
bænabók Norðmanna, þannig, aö
fella skyldi úr henni nafn kon-
ungsins; en setja í staðinn nöfn
Nazista valdhafanna. Berggrav
þverneitaði að taka það vadboð
til greina.
Skógurinn mikli.
Afleiðingin af þessari neitun
Berggravs varð sú, að hin grimm
asta ofsókn var hafin af hendi
Nazista á hendur þessum mót-
stöðumönnum. Ronald Fangen
atkvæðamaður hinn mesti í
kristilegum málum var hneptur
í varðhald. Kirkjunnar menn
mótmæltu því tiltæki harðlega,
og fólkið í Noregi, sem heimili
á nú í hinum risavöxnu skógum
landsins undir berum himni, fór
að tala um prestastétt landsins,
sem hinn “mikla skóg”.
1 hvert sinn, sem Nazistavaldið
í Noregi reyndi til þess að þrýsta
lögregluvaldi Norðmanna, skól-
um þeirra og dómsvaldi undir
yfirráð Nazistanna mótmæltu
kirkjunnar menn því kröftug-
lega. Svo rétt fyrir jólin 1940,
gaf Quisling stjórnin í Noregi út
skipun um það, að þagmælsku-
eiður Lúterskra presta þar í
landi skyldi afnuminn. Eiður sá
veitir Lúterskum prestum, sama
rétt til þagmælsku yfir trúnað-
armálum manna, eins og kaþólsk
um prestum yfir syndajátningu
síns kirkjufólks, og var sá réttur
samviskulegur “Magna Carta”
norsku kirkjunnar.
Biskupar Noregs allir sjö risu
upp á móti þessu og rituðu bréf
til Menta- og kirkjumálaráðherra
Noregs, Ragnars Skancke, og í
því fordæmdu aðferð stjórnarinn
ar út af ofsóknum þeim, sem
hafðar voru í frammi, af her-
mönnum stjórnarinnar, ofsókn-
inni sjálfri á hendur mentastofn-
unum landsins, með því að neyða
hæstaréttar dómara landsins til
þess að leggja niður embætti
sín og kröfðust þess að fá að
vita hvort að Noregur væri enn
kristinn, eða ekki.
Þegar bréf þetta barst til
Skancke í hendur var Heinrich
Himmler staddur í Noregi og
bæði af ótta við hann og eins
máske það, að honum var ant
um að láta svo sýnast að sem
mest ró ríkti í landinu, þá stakk
hann bréfi biskupanna undir
stól.
Biskuparnir biðu svars í nokkr
ar vikur, en þegar ekkert svar
kom fóru þrír þeirra á fund
Skancke og sögðu honum skýrt
og skorinort að þess væri engin
von að kirkjan þegði þegar orð
guðs væri að vettugi virt.
Skancke svaraði: “Hugsunar-
laust flan nú, getur haft hinar
háskalegustu afleiðingar fyrir
kirkjuna.”
(Frh. á bls. 7)
Business and Professional Cards
DR. A. BLONDAL
Phyaician £ Surgeon
«02 MEDICAL ARTS BLDO
Sími 22 296
Heimili: 108 Chataway
Sími 61 023
Dr. S. J. Johannesson
215 RUBT STREET
(Beint suCur af Banninsr)
Talsfmi 30 877
•
Viðtalatími 3—5 e. h
DR. A. V. JOHNSON
Denti8t
•
6 06 SOMERSET BLDG.
TeUphone 8 8 12 4
Home Telephone 202 398
Dr. E. JOHNSON
304 Eveline St. Selkirk
Office hrs. 2.30—6 P.M.
Phone office 26. Res. 230
Fiá vini
Office Phone Res. Phone
88 033 72 409
Dr. L. A. Sigurdson
166 MEDICAL ARTS BLDG.
Office Hours: 4 p.m.—6 p.m.
ond by appolntment
DR. ROBERT BLACK
Sérfræðingrur I Augna, Eyrna, nef
og hálssjflkdómum
416 Medical Arts Building,
Graham and Kennedy St.
Skrifstofuslmi 22 251
Heimaslmi 42 154
DRS. H. R. and H. W.
TWEED
Tannlœknar
•
406 TORONTO OEN. TRCSTS
BUILDINQ
Cor. Portage Ave. og Sniith St.
PHONE 26 545 WINNIPÉÓ
EYOLFSON’S drlg
PARK RIVER, N.D.
tslenzkur lyfsali
Tölk getur pantaS meðul og
annaS meS pösti.
Fljöt afgreiSsla.
A. S. BARDAL
848 SHERBROOK ST.
Selur Ukkistur og annast um út-
farlr. Allur fltbflnaSur sá beati.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarSa og legstelna.
Skrifstofu talslmi 86 607
Heimilis talsími 26 444
Itlei/ea
Studio
(pryesi PhMctyrc^kcO
•<
y
s JjiiL
OifanijatimSi Canaam
224 Notre Dame-
fHONE
96 647
y
Legsteinar
sem skara framúr
Orvals blágrýti
og Manitoba marmari
SkrifiS eftir verðskrd
GILLIS QUARRIES. LTD.
1400 SPRUCE ST.
Winnipeg, Man.
HALDOR HALDORSON
bygpingameistari
23 Music and Art Building
Broadway and Hargrave
Winnipeg, Canada
Phone 21 455
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
808 AVENUE BLDG., WPQ.
•
Fastelgnasalar. Leigja hfls. Út-
vega peningalán og eldsábyrgC.
bffrelSa&byrgS, o. s. frv.
Phone 26 821
INSURE your property with
HOME SECURITIES LTD.
468 MAIN ST.
Leo E. Johnson A. I. I. A. Mgr.
Phones Bus. 23 377 Res. 39 433
TELEPHONE 96 010
H. J. PALMASON & CO.
Chartered Accountants
1101 McARTHUR BUILDING
WINNIPEO, CANADA
Phone 49 469
Radio Service Specíalists
ELEGTRONIC
LABS.
H. THORKELSON, Prop.
The most up-to-date Sound
Equipment System.
130 OSBORNE ST., WINNIPEG
ANDREWS, ANDREWS
THORVALDSON AND
EGGERTSON
L ögfræOingar
109 Bank of Nova Scotla. Bldg
Portage og Garry 8t.
Sími 98 291
Blóm stundvíslega afgreidd
Tffi RQSERY lto
StofnaC 1905
427 Portage Ave.
Winnipeg.
6IINDRY & PYMORE LTD.
Brittoh Quality — Ftoh Nettlng
60 VICTORIA STREB3T
Phone 98 211
Wlnnlpeg
Manager. T. R. THORVALDBOS
Tour patronage wlU be
sppreclated
G. F. Jonasson, Pres. í* Man. Dtr.
S. M. Backman, Sec.
Keystone Fisheries
Limited
404 Scott Block
Wholesale Distributors of
FRESH AND FROZEN FI8H
MANITOBA FISHERIES
WINNIPEO, MAN.
T. Bercovitch, framkv.st).
Verzla ( heildsölu meO nýjan og
froslnn flsk.
303 OWBNA ST.
Skrlfstofuslmi 26 855
Heimaslmi 55 463
CANADIAN FISH
PRODUCERS, LTD.
/. B. Page, Manaplng Director
Wholesale Distributo.rs of
Fresh and Frozen Flsh.
311 Chambers St.
Ófílce Phone S? 651.
Res Phone 73 917.