Lögberg - 11.01.1945, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 11. JANÚAR, 1945
7
Firðir*á íslandi
Stúlkur og drengir:
Nú skulum við athuga kortið
af íslandi. Þið takið strax eftir
því að strendur íslands eru vog-
skornar að vestan, norðan og
austan. Þar eru allstaðar ágætar
hafnir. Suðurströnd landsins er
hafnlaus.
Við skulum stíga á skip í
Reykjavík og sigla norður. Við
munum fyrst sigla yfir tvo mestu
flóa landsins — Faxaflóa og
vertu blessað, blessi þig
blessað nafnið hans.
Oröasafn.
Firðir — fiords, bays, inlets,
firths.
strendur — coastline.
vogskornar — indented.
vestan — west.
norðan — north.
austan — east.
hafnir — harbors.
hafnlaus — without harbors.
stíga á skip — go on board.
Breiðafjörð. Finnið þá á kortinu.
Þeir eru báðir breiðir og inn úr
þeim skerast margir firðir, smá-
ir og stórir.
Næst komum við til Vest-
fjarða. Þeir eru langir og djúp-
ir og skerast upp að sæbröttum
hlíðum og hömrum. Finnið
Arnarfjörð og ísafjarðardjúp.
ísafjörður er bezta höfnin á land-
inu.
Nú siglum við austur með
Norðurströndinni og komum inn
á stóran flóa. Það er Húnaflói.
Inn af honum eru margir smærri
firðir svo sem Hrútafjörður, sem
nær lengst inn í landið.
Næst fyrir austan Húnaflóa,
er Skagafjörður, þá komum við
til Eyjafjarðar, sem er lengsti
fjörður landsins. Þá er Skjálf-
andafljót og aujstast er Axa-
fjörður og Þistilfjörður.
Nú siglum við suður með
austurströndinni. Hún er hálend
ög sæbrött og margir firðir sker-
ast inn í hana. Þessir firðir eru
djúpir og mjóir svo að þeir
mynda ágætar hafnir. Lengsti og
breiðasti fjörðurinn á Austur-
ströndinni er Reyðarfjörður.
Finnið Vopnafjörð og Seyðis-
fjörð.
Islendingar bera mikla ást til
átthaga sinna og síns fagra lands
Stundum nefna þeir sig eftir
firðinum þar sem þeir voru
fæddir og kalla sig Breiðfirðinga
Isfirðinga, Eyfirðinga, Vopnfirð-
inga o. s. frv.
Spyrjið afa ykkar og ömmu,
hvaðan þau séu af landinu.
Fyrir tvö hundruð árum síðan
var uppi í íslandi mikill ættjarð-
arvinur og skáld, sem hét Eggert
Ólafsson. Hann var Breiðfirðing-
ur. Hann orkti um ísland mörg
undurfögur ljóð. Eitt þeirra er
svona:
ísland ögrum skorið
eg vil nefna þig!
sem á brjóstum borið
°g blessað hefur mig
íyrir skikkun skaparans,
flóar — bays, large firths, gulfs.
breiðir — broad, wide.
skerast — cut, form indentations.
djúpir — deep.
sæbröttum — steep towards the
sea.
hlíðum — slopes, mountain side.
hömrum — crags, rocks.
smærri — smaller.
nær — reaches
hálend — elevated, high.
mjóir — narrow.
ást — love, affection.
átthagar — one’s native place,
birthplace.
fæddur — born.
var uppi — lived.
ættjarðarvinur — patriot.
skáld — poet.
orkti — composed a poem.
ljóð — poems.
Klippið kortið af íslandi úr
blaðinu og límið það í bækurnar
ykkar. Ykkur mun ganga betur
að læra ef þið hafið það við
hendina.
Huldukona.
Hið bezta
Barnaskólinn stóð í útjaðri
bæjarins, byggingin var stór og
fögur. — Þetta var nýtízku
skólahús.
í einni kennslustofunni stóð
kennarinn ennþá við borð sitt.
Hann hristi höfuðið gremjulega.
Gráa, síða hárið á liöfði hans
fauk til, gleraugun hoppuðu á
nefinu. Hann kastaði stílabóka-
bunka niður í skúffuna.
Kennarinn leit hvössum rann-
sakandi augum yfir nemenda-
hópinn.
“Lárus er sá eini sem hefir
reiknað eins og maður. Þið hinir
— 28 — eruð meiri og minni —
þorskhausar.”
Óánægjusuða heyrðist um all-
an bekkinn, suða eins og í hund-
um þegar einum úr hundahópn-,
um er gefið kjötbein.
Kennarinn tók ekki eftir urr-
inu. Hann gekk áleiðis til dyr-
anna. En hann staðnæmdist á
miðri leið, leit yfir hópinn. “Not-
ið tímann vel börnin góð. Það
er nauðsynlegt,” sagði hann.
Svo sneri hann sér að dreng í
fyrstu röð og mælti: “Hérna er
bókin þín, Lárus. Þú hefir fengið
hæstu einkunn, sem gefin er.
Þú skalt fara heim með bókina.
— Klukkan hringdi. Skólatím-
inn þennan dag, var liðinn. Nem-
endurnir fóru út og héldu heim-
leiðis.
Lárus hélt bókinni í hendinni
ósegjanlega ánægður og friðu:
fyllti hjarta hans. Hann var dug-
legasti nemandinn. Fyrir
skömmu hafði kennarinn hans
sagt við móður Lárusar. “Lárus
skilur vel, hugsar fljótt, er næm-
ur og minnisgóður. Hann er
besti nemandinn minn.”
Móðirin hafði þá grátið af
gleði.
Móðir Lárusar grét oft af sorg-
um sínum. Og Lárus átti ekki
æðra mið en að gleðja mömmu
sína.
Lárus var lítill, grannvaxinn
og blóðlítill níu ára snáði með
litlar kinnar, en langan háls. Aug
un voru skær og gáfuleg. Hann
var látlaus, næstum feiminn.
Hann var í bláum, hreinum
bættum fötum, með tréskó á
fótunum. Hann var í hálfsokk-
um og á leikfimisskóm.
Úti var himininn heiður og
hægur andvari. Trén höfðu felit
lauf sín. Lágu laufhrúgur víða.
— Lárus tölti heim á leið með
reikningsbókina sína. Hann gekk
sem oftast einn síns liðs. Strák-
arnir stríddu honum svo oft.
Þeim var flestum illa við hann
vegna þess að hann var efstur
í bekknum. Og þeir fyrirlitu
hann fyrir kraftleysi hans. Svo
þótti þeim Lárus huglaus. Hann
vildi aldrei berjast við þá. Þeir
nefndu hann bleyðu.
Lárus leit í kringum sig. Allt
sýndist hættulaust. Hann fór aft-
ur að hugsa um móður sína. Hann
fór að hlaupa. Hann dansaði af
gleði yfir stokk og steina. Nú
var hann kominn að veginum
sem lá heim til hans. En á miðri
götunni var stóri hundurinn hans
Frans. Lárus þekkti Hektor. Eig-
andi hans hafði oft verið sektað-
ur fyrir hundinn. En hann lét
þrátt fyrir það hundinn ganga
lausan. Lárus þorði ekki að
ganga fram hjá Hektor. Hann var
svo hræddur við seppa.
Lárus stóð á horninu og horfði
á hundinn þar sem hann lá. Að
hvaða gagni kom honum nú að
vera efstur í bekknum. Þar sem
hann var huglaús og hræddur
við einn hund. Líklega væri
betra að vera stór og sterkur en
gáfaður.
Vegurjnn var mannlaus. Það
var komið rökkur. Stormurinn
hafði aukist, og laufið þeyttist
um allt. — Lárusi leið illa. Hann
vissi að móðir hans mundi verða
hrædd um drenginn sinn. Hann
var líka orðinn svangur. Lárus
gekk að plankagirðingu og brast
í grát. Hann ætlaði að lesa Faðir-
vor og Trúarjátninguna, en
kunni það ekki vel. Og tárin
runnu niður kinnarnar. — Lárus
leit upp. Hann sá frú Schröder
hina feitu. Hún var nágranna-
kona hans. Hún bar marga bögla
og tösku. Vindurinn gerði frúnni
örðugt um gang. Hún virtist ætla
að missa jafnvægið annað slag-
ið.
Lárus var orðinn máttlaus af
sulti og ótta. Honum kom til
hugar að líklega mundi Hektor
frekar bíta í fætur frú Schröder
en hans. — Fótleggir hans voru
berir, en frúin var í heilsokk-
um, svo bit hundsins yrði ekki
eins sár.
Lárus lyfti húfunni og bauð
frú Schröder að bera töskur fyr-
ir hana. Frúin varð fegin og
brosti vingjarnlega. Lárus hafði
alltaf augun á Hektor. Hann gat
tæplega gengið fyrir hræðslu.
Hundurinn kom 4 móti þeim.
— Hann kom nær. — Síðast
greip Lárus í pils frúarinnar.
Hann svimaði og það leið yfir
hann.
Um kvöldið lá Lárus í rúminu
með bakstra við höfuðverknum.
— Hann var nokkurn veginr.
kominn til sjálfs sín. Hann var
búinn að borða. Frú Schröder
hafði sent Lárusi sælgæti. Það
var hann líka búinn með.
Er móðir hans kom að rúmi
hans spurði hann: “Beit Hektor
frú Schröder?”
“Nei, drengur minn. Hvernig
kom þér það til hugar?”
“Mamma, eg óskaði að hann
biti frúna en ekki mig.”
Móðirin horfði óttaslegin á
hann og lagfærði baksturinn.
“Þú ert varla búinn að ná þér
eftir yfirliðið, auminginn.”
“Mamma! Álítur þú það ekki
allra best að vera góður maður?”
Augu móðurinnar urðu vot af
undrun og aðdáun. — “Jú það
er rétt Lárus minn, en þú mátt
ekki hugsa mikið nú.” — Vind-
urinn hvein úti.
Lárus breiddi yfirsængina upp
yfir höfuðið. Hann var ánægður
yfir því að Hektor beit ekki
frúna. — Hann bað guð að gefa
sér æfinlega góða samvisku. Bað
hann að forða sér að gera öðr-
um^ illt.
Lárus skildi að gáfur og þrek
voru góðar gjafir. En það, að
vera góður maður, væri þó hið
besta.
Lárus sofnaði með þessi orð á
vörunum.
“Góði guð verndaðu mig frá
synd og sorg. Láttu engla þína
gæta mín.”
Jóh. Scheving, þýddi.
Fálkinn.
Biskupinn og Quisling
(Frh. af bls. 3)
Svar biskupanna var hirðis-
bréf, sem þeir sendu út og les-
ið var við hverja einustu guðs-
þjónustu í landinu: “Þegar
stjórnin hefir meðlíðan með ó-
dáðaverkum, órétti og ranskar
sálarfriði manna, þá er kirkjan
verndari meðvitundarinnar,”
stendur þar.
“Skógurinn mikli”, var kom-
inn í bál, og eldurinn læsti sig
landshornanna á milli. Hirðis-
bréfið var lesið frá einum pré-
dikunarstólnum eftir annan,
þrátt fyrir það, að Nazi lögregl-
an var viðstödd, með barefli í
höndum, til þess að aftra því.
Prentsmiðjurnar um alt landið
prentuðu það í þúsundum ein-
taka. Berggrav biskup sagði.
“Þegar sannleikurinn verður oss
heilagt mál, þá er það, að oss
veitist styrkur til píslar votts.”
Við þessa ósegjanlegu mót-
stöðu kirkjunnar manna, urðu
Nazista yfirvöldin smeik. Ótt-
uðust uppreisn alþýðunnar og
slökuðu á klónni með ódæðis-
verk sín.
Árið 1941 kunngjörði Hitler að
hann væri ákveðinn í að eyði-
leggja Bolshevik hættuna í heim
inum og út af því fagnaðaráformi
vonaðist Skancke ráðherra eftir
að geta náð samvinnu aftur við
kirkjuleiðtogana í Noregi, en það
brást, svarið sem hann fékk við
þeirri málaleitun frá Berggrav
biskupi var: “Á fundi sem bisk -
uparnir héldu, kom strlðspólitÍK
auðvitað ekki til umræðu”. Blöð
Nazistanna urðu hamslaus út af
þessum undirtektum og Quisling
hrópaði: “Trúin er úrelt og a
eftir tímanum.” .
Við þurfum ekki að láta óttann
■yfirbuga oss.
1 tvö ár hafði'Quisling látið
frekar lítið á sér bera. Nú 1.
febrúar, 1942, er hann gerður að
einræðisherra yfir Noregi og var
þess viðburðar minst með hátíða
haldi miklu í Askerlíns kastal-
anum í Oslo, en Oslo búar létu
sig þá hátíð litlu varða. En aft-
ur þann sama dag, sóttu þúsund-
ir manna til Dómkirkjunnar;
þegar mannfjöldinn kom að
kirkjunni var einn af þjónum
Quisling að syngja yfir mönn-
um sínum lofgjörðar messu, þó
fáir væru tilheyrendur hans.
Mannfjöldinn á torginu og í göt-
unum í kirkjuna beið eftir-messu
sem prófasturinn Árni Fjellbu
ætlaði að syngja kl. 2 e. h. En
rétt áður en messa prófastsins
byrjaði, kom hópur að Nazi lög-
reglumönnum með barefli og
bönnuðu fólki inngöngu í kirkj-
una. Fólkið tók þessu með hóg-
værðj. Stóð kyrt og þegjandi
dáitla stund. Svo byrjaði ein-
hver sálminn ógleymanlega: Vor
guð er borg á bjargi traust og á
augabragði tóku allar þúsundirn-
ar undir og sungu með öllum
þeim mætti sem þær áttu yfir
að ráða:
“Þótt djöflum fyllist veröld víð,
þeim vinst ei oss að hrella.
Því Jesú vor oss, veikum lýð,
er vörn og hjálparhella.”
En inni í kirkjunni söng pró-
fastur messu yfir þeim fáu, sem
inn komust, og agði út af þess-
um orðum Péturs: “Við höfum
yfirgefið allt, og fylgt þér.”
Þessi textaorð urðu fyrir boði
stórtíðinda í kirkjulífi Norð-
manna. Stuttu eftir að Árni
prófastur flutti þessa prédikun
í Niðarósi var honum vikið úr
embætti fyrir mótþróa hans gegn
Nazistum. Á Páskadaginn 1942
fluttu 861 prestar páska prédik-
un í Noregi og að guðsþjónust-
unni lokinni sögðu þeir allir, að
undanteknum 64, lausum embætt
um sínum. Með þessari stórkost-
legu og aðdáanlegu, sjálfstæðis-
yfirlýsingu losuðu þeir norsku
kirkjuna úr ríkisviðjunum, —
þeir gjörðu meira, þeir losuðu
sjálfa sig við lifibrauð sitt og
heimili og ekki nóg með það,
heldur var þeim öllum ljóst að
þetta stórkostlega tiltæki þeirra
væri líklegt að leiða til fangelsis-
vistar og dauða. Einn þeirra
Árni Thu, prestur frá Vestbý lét
líf sitt í s. 1. júní mánuði eftir að
vera búinn að vera lengri tíma
í svokölluðu gæzluvarðhaldi í
Grini, og mæta óhemju pynting-
um, svo sem að hafa báðar hend-
ur bundnar á bak sér og vera
svo neyddur til að skríða á hönd-
um og knjám fleiri hundruð
faðma, með fötu í munni sér,
er fylt var með saur böðlunum
til augnayndis. En allt var þetta
árangurslaust, Árni lét ekki bug-
ast, og hné sem hetja í dauðann,
og allir hinir prestarnir að þess-
um 64 undanskildum voru sam-
mála um að halda áfram á brauc
sjálfsfórnarinnar, og láta enga
skipa sér fyrir um það, hvernig
að kenna bæri guðs orð.
Friður himinsins.
Fuhrer Quisling var gerður
einræðisherra í Noregi 1. febr.
1942, eins og sagt er hér að fram-
an. 9. apríl lætur hann taka
Berggrav biskup fastan ásamt
fjórum öðrum leiðtogum kirkju-
ráðsins. Þeim var öllum varpað
í gæzluvarðhald í Grini. Viku
síðar var Berggrav biskup tek-
inn og fluttur einsamall í litla
kofann og skógarfangelsið, sem
hann hefir setið í síðan.
Frá þeim löndum Evrópu, er
fríuð hafa verið undan ánauðar-
okinu, kemur ein sagan eftir aðra
af kirkjunnar mönnum, sem stað
ið hafa á móti broddum Nazist-
anna af frábærri hreysti og. af
endurnýjuðum trúarstyrk fólks-
ins. Hreystisögur Norðmanna
hafa enn ekki verið sagðar, því
þeir eru enn undir oki Nazist-
anna, en þær eru til og verða
sagðar þegar þeir mega frjálst
mæla, samt er það vitanlegt, að
þjóðræknu prestarnir norsku,
sem var neitað um afnot kirkna
sinna, og sem lifa nú á því litla
sem söfnuðir þeirra geta miðlað
þeim, hafa tífaldað tölu safnaðar
fólks síns og frá Oslo kom sú
frétt fyrir viku, að hinir and-
legu óyfirunnu norsku menn séu
á verði og vinni fjandmönnum
sínum allt það ógagn er þeir
megni og að þessir 50 til 60 Quisl
ing prestar, messi í tómum kirkj-
um.
Stúlka í Noregi, ritar bróður
sínum, sem er í her Breta: “Það
er viðkvæði hjá Norðmönnum
nú, “til þess að ókomnar kynslóð-
ir fái lifað, verðum við að vera
við því búin að fórna—fórna öllu
og lífinu líka þegar með þarf.
Þegar við erum hvorki óhult á
heimilum okkar, né heldur okkar
eigin landi þá er friður himins-
ins einkennilega nálægur.”
Allt þetta, veit og skilur Berg-
grav biskup, þar sem hann situr
einn nú um jólin í bjálkakofan-
um litla inni í myrkviðarskógi
Noregs, síðasta höggið, sem Naz-
istarnir í Noregi greiða þessum
sterka guðsmanni Noregs er, að
varpa tveimur sonum hans, þeim
Eyvindi og Dag í fangelsi á jóla-
.daginn síðastliðinn.
Lauslega þýtt úr Time.
J. J. Bíldfell.
HOMEBAKERS
IfCtVt CCfH/Og,
(ANADAS A
TttotfPopulah
COOK
BOOK
This 166-page GUIDE
TO GOOD COOKING
eontains over 800 test-
ed recipes and com-
plete range of cooking
information . . . spiral
bound, waterproof
covers. More than one
million copies in Cana-
dian homes.
MAILTHIS COUPON TO DAY
Lake of the Woods Milling Co.
Limited, Winnipeg ( W )
I enclose 40c (money order) íor which
please send me FIVE ROSES Cook Book.
Name .............................
Address ...........................
IIVE ROSESFLOUR