Lögberg - 29.03.1945, Page 2

Lögberg - 29.03.1945, Page 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 29. MARZ, 1945 Halldór Kiljan Laxness: Davíð Stefánsson fimtugur Það eru nú orðin furðumörg ár síðan strákur sem þá var að alast upp í MosfelLssveit, og var talinn hafa gaman af bókum þó það gaman færi að vísu af síðar, rakst á nýtt kvæði eftir nýjan mann í einu tímaritanna, það var kvæðið Sestu hérna hjá mér syst- ir mín góð, eftir Davíð Stefáns- son frá Fagraskógi. Það þótti ekki tíðindum sæta þá fremur en nú þó nýtt skáld kæmi fram á sjónarsviðið í blaði eða tímariti, en ungur strákur er hleypidóma- laus gagnvart nýu skálai, því í rauninni eru öll skáld ný fyrir honum. Hann tekur kvæðin til sín eða lætur þau liggja alt eftir því, hvernig þau tala til hans. En þetta kvæði, Sestu hérna hjá mér, var alt öðru vísi en hin kvæðin. Það var einhver tónn í því, sem ekki fanst hjá hinum skáldunum, Steingrími, Matth- íasi, Einari Ben., Þorsteini — og þó kanski einna helst hjá Þor- steini; og hann var ekki heldur líkur þeim nýu, sem margir hverjir virtust kappkosta að vera bergmál hinna gömlu, — nema þá ef vera skyldi Jóhanni Sigur- jónssyni. Þó var þessi tónn alveg óherskár gagnvart öðrum skáld- um, stindurgerðarlaus og heiðar- legur, en mjög nærgengur vegna innileika síns, og hver sem las þetta litla kvæði án fordóma hlaut að verða snortinn bæði vegna þess sem sagt var í því, og þó einkum vegna hins sem ekki var sagt, en það er góð- skálda aðal að kunna einnig að láta hið ósagða tala í kvæðum sínum. Sá ungi og óreyndi les- andi sem getur í upphafi þessa máls, varð svo heillaður af kvæð- inu við fyrsta lestur að hann lærði það strax, og fór einförum og hafði það upp fyrir sér með tárin í augunum; og hefur aldrei gleymt því síðan; og sá dagur aldrei komið í öll þessi ár, að honum hafi þótt minna varið í það en daginn sem hann las það fyrst: “Sestu hérna hjá mér, systir mín góð; í kvöld skulum við vera kyrlát og hljóð”. Eg held þetta sé gott kvæði. Það komu reyndar ýmis önnur kvæði á prenti í tímaritunum eft- ir þennan nýa mann, og sum prýðileg, til dæmis Brúðarskórn- ir: Sumir gera alt í felum, en ekkert jafnast á við það undur sem verður við eyra manns þeg- ar nýr tónsnillingur slær fyrstu akkorðurnar. Eg veit að Davíð hefur ort mörg mikilfengleg kvæði síðan, og á enn eftir að yrkja, en með þeim akkorðum sem hann sló í fyrsta sinn í mín 'eyru var það nógsamlega staðfest í hug mín- um, hvert skáld hann var. Og tímar líða, langir eins og allir tímar voru þá, og nú er það einn haustdag árið 1918, að þar kemur viðburðanna rás, að sá aðdáandi skáldskapar sem fyr getur finnur sjálfan sig fjórðu- bekking við skólasetningu í skóla sal Mentaskólans. Og þegar við vorum sestir hátíðlega, og eg er að virða fyrir mér þennan ókunnuga hóp, þá hvíslar sessu- nautur minn og bendir með höfðinu: Þarna er Davíð frá Fagraskógi. Þetta var mikill skóli. Hér settust skáld á bekk, innblásin og kölluð, og beygðu mensa. En af öllum skáldum sem hér voru saman komin þótti mér það mest æfintýri að í hópi okkar skyldi vera þjóðskáld, því ekkert minna var Davíð Stefánsson í augum okkar strax þá. Og ekkert minna var hann í raun og veru eftir þau kvæði sem hann hafði birt í Eimreiðinni, — það vitum við best nú. Mér varð starsýnt á þennan unga mann, sem hafði ort kvæði svo landið hlustaði, — og gat varla áttað mig á að hann væri í mínum hóp. Ekki spilti heldur útlitið þeirri mynd af honum, sem hann hafði gefið af sér í ljóðunum': hann var okkar mikla glæsimenni, nýkominn heim frá útlöndum, hár og herða breiður, fríður sýnum og drengi- legur, þó karlmannlega hlédræg- ur, með gleraugu sem var nauð- synlegt í þá daga, og eg held lokk í hárinu, og, ef mig rang- minnir ekki því meir, með staf og harðan hatt, en til að leyfa sér slíkt í þá daga varð maður að vera maður; og með svo dimm an og karlmannlegan róm að sumir fengu hósta ef þeir ætl- uðu að tala eins. Hann var okkar stolt. Ástæðan til þess að Davíð kom í skólann 1918, til að ljúka 6. bekk tuttugu og fjögra ára gam- all maður, mun hafa verið sú að veikindi höfðu um skeið tafið hann frá skólanáminu; en nú var hann aftur heill. Á þessu skeiði ævinnar er sjö — átta ára aldursmunur næg á- stæða til þess að ekki tekst fé- lagsskapur með mönnum þó lík reynslu og þroska verður þrösk- uldur, enda varð lítil eða engin kynning okkar Davíðs þann stutta tíma sem við vorum skóla- bræður. Undirritaður hafði aldrei þolinmæði né hæfileika til skólanáms og hvarf burt, og kunningsskapur tókst ekki með okkur fyr en allmörgum árum síðar, en hefur verið með þeim hætti síðan, að aldrei hefur blett- ast sú glæsilega hugljúfa mynd sem eg á af skáldi og manni frá unglingsárum. Á stund, sem er í eðli sínu jafn einkaleg og afmæli manns, er hinum freisting að gefa út alls- konar einkalegar játningar og yfirlýsingar, þó segja megi að slíkt komi öðrum lítið við. Eg afsaka mig með því, að eg hef ekkert tjáð annað en almenna reynslu, reynslu sem hver mað- ur hefir orðið fyrir af þjóðskáldi. Því sú var reyndin að uppgötv- un hins nýa tóns hafði ekki átt sér stað í einu hjarta í Mosfells- sveit, heldur um alt landið. Skáld verður þjóðskáld af því hann finnur alveg óumdeilanlega leið- ina að hjarta hvers venjulegs manns — á sama hátt og Davíð til mín strax með kvæðinu Sestu hérna hjá mér. Með fyrstu kvæð- um hans í Eimreiðinni var öll þjóðin vakin við nýan tón, sem enginn hafði að vísu áður heyrt, en allir könnuðust við úr brjósti sjálfra sín, af því hann var í ætt við íslenzk þjóðkvæði, samhljóm andi við stef eins og þessi: Ein- um unna eg manninum, eða: Eg get ekki sofið fyrir söngvun- um þeim. Enginn íslendingur hefur svar- að álíka vel og hann ljóðaþörf þeirrar kynslóðar, sem var að vaxa upp um og eftir 1920. Hann er hennar túlkur. Flestir sem lifað hafa þessa tíma hafa ein- hverntíma hrifist af ljóðum hans fleiri eða færri, og hann er án efa fleiri mönnum af þeirri kyn- slóð hjartfólgnari en nokkurt annað skáld. Skýring þess er sú að hann er sannast skáld þess umbrotatíma sem staðið hefur yfir í þjóðlífinu um skeið. Þjóð- in finnur hvernig hann brýtur af sér í skáldskap viðjar sam- svarandi þeim sem hún er sjálf að brjóta af sér í háttum. Það er eitt fyrir sig, að hann legg- ur á hylluna hið sérstaka skrúð- mál, ljóðmálið, sem frá upphafi fylgir íslenzkunni, hirðir hvergi um einstrengingslegan regling í formi, ber fram tilfinningaljóðið í einföldustu orðum óbundins máls, jafnvel mælts máls, sem er hérumbil óþekt aðferð.nema hjá ákveðnum hagyrðingum 19. aldar, — þó þannig, að hann hreinsar hið mælta-mál af sora hversdagslegrar rökvillu og til- hneigingu til ruddaskapar. En með því að, skáganga hið hefð- bundna ljóomál og taka upp slétt og algengt mælt mál, tekst honum í senn að gera kvæðin beinskeytari í tjáningu en ella mundi og ljá þeim náttúrlegan upplestrareiginleik, sem ekki er fyrir hendi í kveðskap þar sem málskrúð og bragsmíð er látið sitja í fyrirrúmi. Maður tekur ekki eftir að það sé mál á þess- um kvæðum, tilfinningin er nak- iri, eiginleikar þeirra leita beint gegnum eyrað til hjartans, ef svo mætti segja; þegar maður les þau heyrir maður þau, en ekki eins og tónlist, heldur tal- andi rödd, heita og dimma, stundum að vísu ofsafengna, en einnig rólega og kyrra, með dymbli, — eins og í hinu fyrsta kvæði. Sestu hérna hjá mér: Eins og hann forðast hefð ljóð- málsins losar hann einnig um innihaldshefð klassiskrar stefnu í íslenskum ljóðakveðskap; ef honum sýnist svo opnar hann allar stíflur, hleypir öllum kröft- um himins og jarðar á stað, not- ar fortissimó sem er áður óþekt í íslenzkum ljóðakveðskap. Hann segir það sem áður var vant að þegja um í ljóði, þó allir hugs- uðu það, kallar það sem cmenn áður hvísluðu. En jafnvel ofsa- fengnustu kvæði hans verða aldrei ruddaleg fremur en nátt- úrufyrirbrigðin sjálf, því þótt hann brjóti óhræddur mörg lög, SAGA LANSSEMINNAR Einkennir Canada i (^ÖGUR lánsseminnar eru ííðar í Canada. Okkur öllum er kunnugt um margar. Dag- launamaðurinn er nú forstjóri síns eigin bygg- ingafélags ... Matvörukaupmaðurinn, sem bygði búðina á gatnamótunum, rekur miljón dollara viðskipti. Maðurinn, sem þvoði diska, starfraekir nú keðju af matsöluhúsum og þar fram eflir götunum. Vinnuátök — ásamt dálítilli heppni, hafa skapað slíkan árangur. Til er önnur tegund góðs árangurs, sem ekki er eins oft minst á, en er þó sérkennilega cana- disk; það er sagan um menn og konur, sem stofn- að hafa heimili. menntað börn sín, og lifa ham- ingjusömu og áhyggjulausu lífi. Þungt erfiði — langt um meira erfiði en það, sem aðrir lögðu á sig — orsakaði velgengni "N þessa fólks; og það, sem var meira virði en heppnin var, að fólk þetta lærði að spara. Þessi saga lánsseminnar er skrifuð alla daga af fólki, sem sparar fyrir framtíðina ... sparar fyrir ný heimili og þá menntun, sem börn þeirra verðskulda ... eða fyrir fyrirtæki, sem það ætl- ar að slofna. Og með sparnaði hjálpar fólk þetta Canada. Einkum þó með kaupum Sigurlánsverðbréfa, vegna þess að slíkir dollarar stuðla að sigri í stríðinu. Hafið hugfast — að Sigurlánsverðbréf gefa af sér 3% vexti, þau má selja, og þau eru ávalt bezta tryggingin til lánlöku. Látið sögu yðar verða sögu lánsseminnar. Byrjið að skrifa hana í dag með undirbúningi kaupa á Sigurlánsveðbréfum. Áttunda Sigurlánið hefst 23. apríl Verið viðbúin kaupum Sigurlánsveðbréfa NATIONAL WAR FINANCE COMMITTEE 8-61

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.