Lögberg - 29.03.1945, Blaðsíða 1

Lögberg - 29.03.1945, Blaðsíða 1
PHONE 21374 \\\U" iot LO'1 ndererS prV i Cieane A Complete Cleaning Institution 58- ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 29. MARZ, 1945 NÚMER 13. Heimsfrægur stjórnmálaskörungur látinn Lávarður LloycL George Síðastliðið mánudagskvöld lézt a hinu 400 ára gamla bænda- býli í North Wales, stjórnmála- skörungurinn heimsfrægi, lávarð Ur Lloyd George, forsætisráð- herra Bretlands hins mikla síð- ari hluta heimsstyrjaldarinnar ira 1914, svo mikill mælskumað- Ur> að engu var líkara, en hann Jafnan hefði þrumur og elding- ar á tungu sinni. Hinn látni stjórnmálavíkingur var tvíkvænt Ur> og lætur hann eftir sig fjög- ur börn af fyrra hjónabandi; seinni konu sinni, sem lifir mann sinn, giftist lávarður Lloyd George 1943. Framan af æfi var Lloyd George afar róttækur í skoðunum, og hlífði lítt andstæðingum sínum, ef svo bauð við að horfa; hann var um langt skeið foringi Liberal flokksins á Bretlandi, og var árum saman hreint og beint átrúnaðargoð flokks síns. Hann var 82 ára, er dauða hans bar að. * ^andamenn herða sókn á öllum orustusvœðum. Varnarlína Þjóðverja að vestan hrynur QENERAL EISENHOWER lýsti yfir því síðastliðinn þriðjudag, ^ að varnarlína Þjóðverja á vesturvígstöðvunum sé eigi aðeins r°fin á mörgum stöðum, heldur hvorki meira né minna en blátt “fram hrunin til grunna; innrásin austur yfir Rín, hófst að nætur- -agi í lok fyrri viku, og kom þýzkum hernaðarvöldum auðsjáanlega ’hjög að óvörum, því vörn sú, er þau komu við, var harla veik; fyrsx Sendu bandamenn yfir ána heila hersveit, sem flutt var í flugvélum, 1 kjölfar hennar sigldu geisi- , §lr skarar fótgönguliðs, kynstr- in öll af skriðdrekum, fallbyss- uhi og hvers konar smærri her- fögnum; nutu innrásarsveitirnar °takmarkaðs flugvélastyrks. Nú eru herjirnir að vestan komnir Sv° að segja inn í mitt Þýzka- nnd, 0g lætur General Eisen- hower þess getið, að sókninni Verði eigi lint, fyr en herjirnir að vestan taki höndum saman Vlð hina rússnesku herskara í erlín, og benda nú flest eykta- mbrk til þess, að slíks samfundar verði ekki ýkja langt að bíða úr þessu. Eússar hafa dregið saman ó- Vl§an her, staðráðnir í því, að ata brátt til skarar skríða við- Vlkjandi fullnaðarárás á Berlín; lnnrás þeirra frá Ungverjalandi j.eiir tekið slík risastökk síðustu lmm daga, að nú eru rússnesk- r hersveitir á þeim orustuvett- Vangi innan við 20 mílur frá andamærum Austurríkis, og ata hvergi bilbug á sér finna; eru rússnesku herjirnir komn- inn í hafnarborgina Danzig Vl baltiska flóann, og þess Vaenst, að hún falli þá og þegar. anadaherinn er á óstöðvan- egri hraðför yfir slétturnar í v estPhalen,‘ og er sagður að 1 f rett í þann veginn að um- ja borgina Emmerick. Slðastliðnum tíu dögum, hafa erskarar Bandamanna að vest- þá ir an verðu, tekið til fanga 250 þús- undir þýzkra hermanna, og gáf- ust þúsundir þeirra upp án nokk- urs minsta viðnáms. Hitler hefir nýlega haldið fund með skósveinum sínum í hinu innilukta fjallbyrgi sínu, og er honum nú auðsjáanlega ekki farið að lítast á blikuna; húsa- málarinn austurríski, sem hugði á alheimsyfirráð, og tróð undir hæl eina þjóðina eftir aðra, er nú í þann veginn að verða rúinn sínum síðustu fjöðrum; ganga hans var ill frá uphafi, en þó mun verst verða hin síðasta. Höfuðborgir sameinuðu þjóð- anna vænta nú hvern daginn sem er, mikilla tíðinda; þau tíðindi geta ekki orðið nema á einn veg, algert hrun Nazismans þýzka. CANADISKRI HERSNEKKJU SÖKT Flotamálaráðherra sambands- stjórnarinnar, Mr. Macdonald, hefir lýst yfir því, að canadisku hersnekkjunni Trentonian, hafi verið sökt; áttatíu og fimm menn björguðust af, en sex týndu lífi. MANNSKÆÐUR ELDSVOÐI Á aðfaranótt laugardagsins þ. 24. þ. m., kom upp eldur í Robin- son-Webber vörugeymsluhúsinu hér í borginni, er kostaði tvo slökkviliðsmenn lífið, auk þess sem þrír aðrir sættu meiri og minni meiðslum. VITJAR VtGSTÖÐVA Churchill forsætisráðherra vitjaði nýverið vígstöðvanna á vestanverðu Þýzkalandi í fylgd með General Montgomery, og bar þá svo til, er hann var að yfirvega rústir Wesel-brúarinn- ar, a^ þýzk sprengja misti hans á 50 yards vegalengd, eða tæp- lega það. MÖNDULVELDUNUM SAGT STRÍÐ Á HENDUR Þau tíðindi hafa gerst, að Argentína hefir sagt þeim aðilj- um möndulveldanna, sem enn eru að nafni til við lýði, Þýzka- landi og Japan, formlega stríð á hendur; gerði lýðveldisforseti Argentínu þenna atburð heyrin- kunnan á mánudaginn. SALOyONSEÝJAR Eyjaklasi þessi samanstendur af tíu stórum eyjum og fjölda smærri eyja, og liggja í tvöfaldri röð, sem tekur yfir 600 mílna langt, og alt að 100 mílna breitt svæði. Flatarmál þeirra er milli 14,000 og 17,000 fermílur. Eyjar þessar fann Spánverjinn Mendana. Þjóðsaga ein segir, að musteri Salómons hafi verið skreytt gulli frá þessum eyjum og þaðan hafi þær fengið nafnið. AMERÍSKUR HER LENDIR Á OKINAWAS Japanska útvarpið hefir stað- fest þá fregn, að amerískur her hafi stigið á land á Okinawas, og náð þar traustri fótfestu; eyja þessi liggur aðeins 360 mílur suð- vestur af Japan; varnir Japana á eyjunni, reyndust harla veiga- litlar, er til innrásarinnar kom. PÓLITISKAR ERJUR í ONTARIO Þau tíðindi gerðust í fyrri viku„ að fylkisþingið í Ontario samþykti vantrausts yfirlýsingu á hendur ráðuneyti því, sem Col. Drew, hefir veitt forstöðu í síð- astliðin tvö ár, og verður því þing rofið og nýjar kosningar fyrirskipaðar við fyrstu hentug- leika. Drew-stjórnin var frá upp- hafi tilveru sinnar minnihluta- stjórn, er einungis réði yfir 38 þingsætum forhertra afturhalds- manna; á fylkisþinginu eiga sæti 90 þingmenn alls. Það var C.C.F. flokkurinn, undir forustu Mr. Jolliffs, er bar fram vantraustsyfirlýsinguna, og naut við atkvæðagreiðsluna, auk sinna eigin samherja, stuðnings af hálfu Liberala, Labor- Pro- gressives, og fjögra utanflokka þingmanna. Hvenær kosningar fara fram, er enn eigi að fullu vitað. HAFN ARAÐGERÐ VIÐ HNAUSA # Símað er frá Ottawa á þriðju- daginn, að í fjárhagsáætlun sam- bandsstjórnar vegna opinberra mannvirkja í Manitoba, sé gert ráð fyrir 25 þúsund dollara fjár- veitingu til hafnaraðgerða við Hnausa í Nýja íslandi. Fallinn í stríðinu iv Capt. A. Ó. Thorwaldson Hann var fæddur að Akra, N. Dak., 2. marz 1918, og var sonur hjónanna Mr. og Mrs. Björn S. Thorwaldson er nú búa í Hunt- ington Park, Calif., í Bandaríkj- unum. Fullu nafni hét hann Albert Ólafur, en var, af ættingjum sín- um og vinum alment kallaður Bud, og því nafni nefni eg hann hér. Hvenær Bud heitinn gekk í Bandaríkja flugherinn .er mér ekki kunnugt, en kominn var hann í herinn tal^vert áður en hann sigldi austur um haf, sem var í sept. mánuði 1944. Hann gekk þá í þá deild flughersins er nefnd er “China National Avia- tion” og varð þá strax flugfor- ingi að tign. Bud fékk það hlut- skifti að fljúga með grjónasekki til Kínverja er voru við vinnu eirhverstaðar á Burma-braut- inni, og sem engin leið var að koma nokkru til nema loftleiðis. Hafði hann farið nokkrar þessar ferðir og tekist ágætlega, þó hann yrði ávalt að fljúga lágt til að koma sendingunum á rétta staði. Og í eina þessa ferð lagði hann 14. jan. s. 1. og varð það hans hin síðasta ferð í þessum heimi; hann dó í flugslysi er hann lenti í einhverstaðar í Burma-héruðunum. Bud var efnismaður og prýði- lega vel gefinn til sálar og- lík- ama, siðprúður og kom sér hvar- vetna vel; er hans því saknað með sárum trega, ekki eingöngu af foreldrum og skyldmennum, heldur og af öllum er kynni höfðu af honum. Sv. OF MIKILL LÆRDÓMUR Skólastjóri kennaraháskólans í London, lét þess fyrir skömmu getið í ræðu, að unga fólkið ætti því nær ótrúlega auðvelt með að finna upp ástæður fyrir því, að það þyrfti ekki að gera skyldu sína; hann sagði að þetta væri ef til vill ekki gert af ásettu ráði, heldur væri það bein afleiðing af of miklum lærdómi eða bók- viti, sem litla áherzlu legði á gildi hinna daglegu skyldustarfa. SONARSONUR JÓNS ÓLAFS- SONAR RITSTJÓRA í HER ÞJÓNUSTU Á ÍSLANDI Nýlega er kominn hingað til lands Páll Ólafsson sjóliðsforingi í Bandaríkjaflotanum. Páll er sonur Ólafs Ólafssonar tann- læknis í Chicago, en hánn er sem kunnugt er sonur Jóns Ólafsson- ar ritstjóra. Ólafur kom hingað til Islands 1925. Páll Ólafsson, sem nú tekur við starfi í Bandaríkjaflotahum hér við ísland, hefir verið tæp- lega tvö ár í þjónustu á Kyrra- hafi. —Mbl. 10. jan. ÞRJÚ ÞÚSUND HÚS í RÚSTUM Samkvæmt nýjustu skýrslum grískra stjórnarvalda, eru að minsta kosti þrjú þsúund hús í hinni fornfrægu höfuðborg Grikklands í rústum; þess er enn jafnframt getið, að alvarlegur vistaskortur sverfi mjög að grísku þjóðinni, enn sem komið er, og skjótra viðreisnarathafna sé þörf, ef koma eigi í veg fyrir hallæri. DAUÐUR KONUNGUR SAKFELDUR í Sofía, höfuðborg Búlgaríu, fara sem stendur einkennileg réttarhöld fram. Er þar verið að dæma andaðann konung landsins, Boris, sem stríðsglæpamann og leiða vitni á hendur honum, til þess að sanna að hann hafi svik- ið þjóð sína. Einnig eru þar fyrir rétti þeir, sem voru í ríkisráðinu eftir að Boris dó, 38 fyrverandi ráðherrar og 139 fyrverandi þing- menn. Aðalákæruatriðin eru sögð vera hlutleysisbrot og það að Búlgarar hafi sent her til Grikklands og Júgóslavíu. En hvernig ætti að fara að því að refsa hinum látna konungi, var ekki minst á. NÝR VITI VIÐ VOPNAFJÖRÐ Á Kolbeinstanga við Vopna- fjörð er nú lokið byggingu á nýj- um vita. Vitinn sýnir hvítan, rauðan og grænan blossa. Hæð logans yfir sjó er um 24 m. Ljósmagn um 1100 HK. Vit- inn stendur í neshlíðinni 1 sm. fyrir utan þorpið. Vitahúsið er 16 m. hár ferstrendur hvítur turn með svörtum lóðréttum röndum og gráu ljóskeri. Logtími 1. ágúst - 15 maí. Kveikt hefir verið á vitanum nýlega. —Mbl. 25. jan. Ókominn fram Flg. Serg. Hinrik Guttormsson Samkvæmt símskeyti til for- eldranna, þeirra Mr. og Mrs. Einar Guttormsson, að Poplar Park, Man., er sonur .þeirra Flight Sergeant Hinrik Guttorms son, ókominn fram úr loftárás, er háð var þann 6. þ. m. Þessi bráðefnilegi maður var fæddur að Poplar Park þann 19. janúar 1925; hann naut alþýðuskóla- menntunar í heimabygð sinni, en stundaði framhaldsnám við Daniel Mclntyre skólann í Win- nipeg. Flight Sergeant Guttormsson innritaðist í canadiska herinn í október mánuði 1943, gaf sig við heræfingum í Edmonton og Winnipeg, en fór austur um haf í júlí 1944. Annar sonur þeirra Mr. og Mrs. Guttormsson, Friðrik, særðist í orustu í ágústmánuði síðastliðn- um; hann er nú á Skotlandi, og sagður að vera á ágætum bata- vegi. • FYRSTIR TIL BERLÍN General Eisenhower var spurð- ur að því nýlega, hvaða innrás- arherjir kæmu fyrst til Berlín. “Sennilega þeir rússnesku,” var svarið. Skýjaborgir Eftir Einar P. Jónsson Þeir skopast að skýjaborgum, sem skilja’ ekki neitt í því að alfagur, æðri heimur sé ofan við reyk og blý, að fólkið, sem fórst um daginn, þar finni sig sjálft á ný. Þó lönd séu böðuð blóði og bannfærð öll heilög rök, og bikarinn barmafyltur af brjálaðra þræla sök, þá virðir þó aðalseðlið hin andlegu Grettistök. Þó bæn stigi hæst til hæða, er Heródes enn á ferð, og þúsundum barna bana býr blóðdrifið níðingssverð, sem hert var á heiftar-afli við hræsninnar suðugerð. í álögum enn þá bíður mörg útvalin hetjuþjóð, sem dreymir um friðað frelsi, þó friðurinn kosti blóð.— I skýjunum brosa bprgir við bjarma frá kvöldsins glóð. Svo dimt verður aldrei yfir, að eygi’ ekki neina borg í skýjanna huldu hafi með hafnir og friðsæl torg. Þar á sér að lokum útför hver ógn og hver mannlífssorg. Tímarit Þjóðræknisfélagsms. Kvæði þetta er endurprentað vegna afleitrar prentvillu byrjun 5. línu annars erindis, “Þú” fyrir “Þá”.—Höf.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.