Lögberg - 29.03.1945, Blaðsíða 7

Lögberg - 29.03.1945, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 29. MARZ, 1945 7 lesendurnir Að hverju leitar þú? Spekingurinn Hassan sat úti fyrir dyrum sínum, er hann sá þrjá unga menn skunda fram- hjá. ‘Að hverju leitið þér sveinar?” m®lti Hassan. “Eg leita gleðinnar”, mælti hinn elsti. “Eg leita auðæfa”. mælti sá naesti. “En þú, sonur minn”, mælti Hassan við hinn yngsta. “Að hverju leitar þú?” “Eg leita skyldunnar”, svaraði hann. Síðan héldu sveinarnir leiðar sinnar. Mörgum árum síðar sat Hass- an við dyr sínar. Sér hann þá Þrjá miðaldra menn nálgast, og hennir, að þar fara sömu menn- irnir, er hann hafði rætt við forðum, er þeir lögðu ungir af stað út í veröldina. Fanst þú gleðina?” spurði hann hinn elzta þeirra. “Nei, faðir”, svaraði hann. Gleðin hvarf mér jafnharðan, oins og skuggi, er eg þóttist hafa hana höndum tekið”. “Fanst þú auðæfin?” spurði hann hinn næsta. ‘Fann að vísu, en varð þó hvorki fyrir það ríkari né sælli”. “En þú, sonur minn. Hvernig gekk þín leit.” “Skyldunnar hefi eg leitað, en þó ekki enn fundið hana til fulls eða hlýtar. Aftur á móti hefi eg bæði fundið gleðina og daglegt brauð.” “Þannig er því jafnan varið, synir mínir,” mælti hinn vísi Hassan. “Sá, sem skyldunnar leitar, finnur jafnan bæði gleðina og nægjusemina, því þær eru æfin- lega í för með henni.” (Austurlenzkt æfintýri). Orðasafn. spekingur wise man, sage skunda — hasten leita — to seek sveinar — boys gleði — pleasure auðæfi — wealth, riches skylda — duty miðaldra — middle aged kénnir — recognizes forðum — a long time ago . fannst þu — did you find hvarf — disappeared jafnharðan — immediately sælli — happier daglegt brauð — daily bread jafnan — always nægjusemi — contentment Huldukona. Fyráli veðurspá- maðurinn Grein þessi birtist upphaf- lega í tímaritinu “Chamber Journal” í Edenborg og er eft- ir Arthur Nettleton. Hún segir frá starfi Alexanders Buchans páttúrufrœðings og veðurfrœð lngs sem manna mest barðist fyrir stofnsetningu veðurat- hugunarstöðva og fullkomn- Qði mikið rannsóknir á því sviði á sínum tíma. £*að má undarlegt heita að a sjálfri öld vísindanna, sem vér 1111 lifum, skuli vera viðurkennd aðferð og kenning nítjándualdar- verðurspámanns, sem uppi var í ^hotlandi á sínum tíma og ekk- ert hafði lært í þeirri grein nema grúski í skræðum sem ekki v°ru kenndar við nokkurn skóla. <( Hann lézt árið 1907. Rit hans Whitakers Almanak” hélt þó aHam að koma út og birti spá- hórna Mr. Buchan “varðandi ita og kulda í veðráttunni.” Margir líta svo á, að Buchan afi verið dularfullur náungi, Sern uppgötvað hafi lögmál v®ðurfarsins á einhvern óskilj- aolegan, dularfullan hátt. En í raUn og veru var hann með allra eHirtektarverðustu og um leið shemmtilegustu mönnum sinn- ar stéttar á þeim tíma, — og að ahta hann hafa verið “þurran Vjsindamann” eða þá einhvers- °nar galdramann er algjörlega rangt. Hefði AlexanÖer Buchan ver- * hyltur af fjöldanum, hefði ar>n átt eitthvert annað áhuga- en grasafræði, eða hefði e ^Ur^ræðistofnunin skozka ? verið sérstaklega heppin vali ritara sinna er það öld- ^ngis óvíst, að Bucham hefði ,. kurn tíma verið skráður á ^a nafnkunnra Hálendinga. •^lexander Buchan fæddist í ^°rPinu Kinroo 11. apríl 1829. °reldrar hans sendu hann í þ^nnaraskólann í Edinborg og jg r sóttist honum svo vel nám- ag’ að hann fékk styrk til þess *ara í Edinborgar-háskólann, rúmlega nítján ára að aldri sv. hann kennari og síðar °iastjóri í Dunblane. ' Hann veiktist í hálsi og missti eðlilegan raddblæ, og enda þótt veikindin væru ekki alvarleg, ollu þau því, að hann átti mjög bágt með að stunda kennslu. Vanmáttur hans í því að láta hlýða sér og hlusta á sig með nógu mikilli eftirtekt olli því, að hann varð að segja starfi sínu lausu og sækja um ein- hverja aðra atvinnu. Einmitt um þessar mundir vantaði Veð- urfræðistofnunina skozku rit- ara og hinum afdánkaða skóla- stjóra var veitt staðan. Hann hafði ekki neitt fram að bera sem sýndi að hann hefði lagt nokkurn minnsta skerf til veð- urrannsókna og veðurathugan- ir þær, sem hann hafði gert um æfina höfðu eingöngu snert ferðalög hans í leit að plöntum. Samt sem áður taldi stjórnar- nefnd Veðurfræðistofnunaíinn- ar hann hæfan í starfið. En upp frá þessu tók Buchan að stunda veðurathuganir af mesta áhuga; og svo vel og giftu- samlega sóttist honum á þeirri braut, að hann komst brátt fram úr vísindum samtíðar sinnar á þessu sviði og framkvæmdi sjálfstæðar athuganir. Hann byrjaði á því að athuga sem ná- kvæmast áhrif veðráttunnar á allan jarðargróður, en fram að þeim tíma hafð|i þessu atriði verið furðu lítill gaumur gef- inn. 1 þessu efni naut hann mik- ils stuðnings af plöntufræði- þekkingu sinni. Sömuleiðis sýndi hann fram á áhrif veðurs á heilsufar manna nákvæmar en áður hafði verið gert, og hann var sá fyrsti sem gerði til raun til að athuga hver áhrif hinir svonefndu “sólblettir” hefðu á ýmsa staði jarðarinn- ar. Auk þess safnaði hann sam- an heimildum frá fyrri tímum um veðurfar á ýmsum stöðum, skrásetti þær formlega og not- aði þær ásamt heimildum síð- ari tíma í athugunum sínum á veðrinu, sem hann síðan birti og urðu vinsælar og viður- kenndar. Samkvæmt athugunum Buc- hans á vissu tímabili, skiptist veðurfarið í sex köld og þrjú heit tímabil, sem skiptast mjög reglulega. Þessi tímabil eru: Kuldatími: 7. til 10. febrúar; 11. til 14. apríl; 9. til 14. maí; 29. júní til 4. júlí; 6. til 11. ágúst og frá 6. til 12. nóvember. Hita tímabil eru aftur á móti 12. til 15. júlí; 12. til 15. ágúst og 3. til 9. desember (síðasta tíma- bilið er þó aðeins “tiltölulega hlýtt”, samanborið við árstíð). En það skyldi athugast, að tak- mörkun og skipting “hita” og “kulda”, eins og hún kemur fram hjá Buchan er í samræmi við meðaltal tekið á tiltölulega stuttu árabili og er hvergi nærri einhlítt að leggja trúnað á þessa skiptingu hans. “Handbók veðurfræðinnar” eftir Buchan, sem kom út í fyrstu útgáfu árið 1867, var löggilt sem kennslubók í veður- fræði. Hann varð einna fyrstur vísindamanna sem barðist fyr- ir því, að koma öruggu skipu- lagi á veðurathuganir og að reglulegar skýrslur voru gerð- ar og athuganir færu fram, bæði á sjó og landi. Niðurstöður veð- urathugana, sem gerðar voru í fjögurra ára könnunarferð, er farin var af H. M. S. Challeng- er, voru rannsakaðar og skráð- ar af Buchan. Það var árið 1876. iRannsóknir Buchans veittu honum margvíslega sæmd og frægð, m. a. veittist honum inn ganga í Konunglega vísindafé- lagið í Edinborg, hann var síð- ar gerður að forseta þess og Plönturannsóknarfélagsins í Ed- inborg. Buchan var ekki ólíkur Tennyson í útliti. Hann hafði fyrirferðarmikið skegg eins og hann, hátt enni, djúp og skær augu og arnarnef. Árið 1864 kvæntist hann Söru Ritchie frá Musselburgh. Hjónaband þeirra var hið bezta. Meðal beztu vina þeirra voru Stevenssonarnir, sem getið höfðu sér frægð í starfi sínu og voru iðjusamir eins og Buc- han. Buchan var annálaður fyrir góðvilja sinn, skynsemi og fyr- irmyndar framkomu í daglegri umgengni. Og á heimili hans var griðastaður hinna nýju hreyfinga og grósku í vísind- um þeirra tíma. Bæði þjóðfélagið í heild og einstakar stéttir þess höfðu gagn af rannsóknum Buchans. Enda þótt megnið af athugun- um hans væru framkvæmdar í Skotlandi, gerði hann þó ýtar- legar rannsóknir á loftslaginu á úthöfunum. Með upplýsing- um sínum gerði Buchan síld- veiðiskipunum mikið gagn. Með samanlagðri þekkingu sinni á jurtaríkinu og veðurfar- inu gat Buchán t. d. alltaf séð fyrir breytingar á verðlagi jarð- arafurða marga mánuði fyrir- fram. Og í öllu starfi hans hjálp- aði honum hin stöðuga íðni og hárviss nákvæmni. Eins og svo margir aðrir braut- ryðjendur á flestum sviðum, varð hann að berjast harðri bar- áttu til þess að sanna ráðandi mönnum og öðrum gildi starfs síns. Samt tókst honum að fá samþykki þingsins til þess að reisa veþurathuganastöðvar, aðra á tindi Ben Nevis en hina við rætur þess. Stöðvarnar voru fullgerðar árið 1904, þremur ár- um fyrir lát Buchans. Hvarvetna hafa veðurathug- anastöðvar verið settar á stofn og öðlast viðurkenningu sem nauðsynlegar stofnanir í öllum menningarlöndum. Reynsla þeirra á friðartímum jafnt sem stríðstímum hefur haldið í heiðri nafni þess manns, sem fyrstur allra vísindamanna barð- ist verulega fyrir því, að þær yrðu settar á stofn fyrir meira en 60 árum síðan. Rannsóknir hans hafa reynzt annað en “töfrar” eða eitthvað ennþá verra. Þær hafa reynzt raun- hæf vísindi. Alþbl. 25. jan. Sberbrook Florist Flowers For All Occasions 618 PORTAGE AVE. cor. Furby PHONE 36 809 N*TIONal PAMíLV mcaltm Vý Pb tor ihr ö'i P*/ab|* *uPPori«d b; ***Tlf , FORELDRAR Þér vinnið börnum yðar í hag er þér gerið skrásetningu vegna Fjölskyldustyrksins Gefið út að tilskipan HON. BROOKE CLAXTON, rdðherra Skrásetjist nú þegar vegna FJÖLSKYLDUSTYRKSINS Fjölskyldustyrkur verður greiddur mánaðar- lega fyrir hvert barn, sem rétt hefir til þess innan 16 ára aldurs. Fyrsta greiðsla verður póstuð í júlí 1945. Fjölskyldustyrkurinn er greiddur til þess að aðstoða foreldra við uppeldi barna sinna; til þess að tryggja heilsu barnanna og afla þeim læknishjálpar, svo og tannaðgerðir og tryggja þeim gott fæði, skjólgóð föt og koma á jöfnuði meðal allra barna varðandi undir- búning undir lífið. Eyðublöð hafa send verið hverri fjölskyldu. Fyllið út eyðublaðið um leið og þér fáið það — það .er mjög auðvelt, aðeins sjö spurningum að svara, og upplýsingarnar, sem fylgja, greiða mjög fyrir þessu. Gerið þetta strax, því einungis er unt, að pósta ávísanir til þeirra, sem fylt hafa út eyðublöðin á réttum • tíma. Ef þér fáið ekki eyðublað, skuluð þér vitja þess á næsta pósthús. 1. Spurning. Skrifið stórum stöfum nöfn barna yðar innan 16 ára. Tiltakið fæðingarmán- uð, fæðingardag og ár. Nefnið staðinn þar sem hvert barn var fætt. Fyllið út hverja línu varðandi aðstöðu yðar til barnsins, ef bæði faðir og móð- ir senda umsókn, skal fylla út báða “relationship” dálkana. 2. Spurning. Séu bæði foreldr- anna heima, undirrita þau bæði umsóknina. Þá skal tekið fram hvert ávísanir skuli send ar. Móðir á ekki að skrifa skírnarnafn manns síns held- ur skal hún skrifa nafn sitt t. d. Mrs. Alice. Mary, Joan, etc. ,Uc« Chtld •houlJbe b, ,uch orher . -n ■ °° side, of ihj. — hj If,r <>ea(h »í«lhw PtlT p*r,y. 'tc.j oo.o/ »W«MlLLS r®*'»ootobuin.b|*. 1 '■'•■,, 3. Spuming. , Skrifi aðeins ein persðna undir 2. spurningu, skal skýrt frá því vegna hvers önnur undirskrift fékkst ekki — segið ekki að faðir eða móðir séu í burtu, heldur hvað lengi og hvar. 4, 5, 6 og 7 Spurning. Hinumegin á eyðublaðinu, verður að svara annaðhvort með “jái” eða ‘‘Neii’’. Sé svar við spurningum 4, 5 og 6 nei, skal greina ástæður, tiltaka nafn barns eða barna. 1 sambandi við 5. spurningu, er nauðsynlegt að tilgreina nöfn barna innan við 16, sem ekki búa hjá yður, skýra frá heimilisfangi þeirra, og hvernig hægt sé að heimsækja þau. Sé 7. spurn- ingu svarað játandi, þá skulu ástæður gefnar fyrir því. Tekjuskattur: Ekki má hagnast I senn af fjölskyldustyrk og tekjuskatti og lækkar þvi undanþága eftir styrksupphæð. Foreldrar ráða, hvort þau vilja sækja um fjölskyldustyrkinn eða ekki. Sérhver, sem er í vafa um hvort hann eða hún hagnist meira á fjöskyldustyrk en skattsundan- þágunni, ætti að láta skrásetja vegna fjölskyldustyrksins og vera viss í sinni sök. DEPARTMENT OF NATIONAL HEALTH AND WELFARE, OTTAWA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.