Lögberg - 29.03.1945, Blaðsíða 4

Lögberg - 29.03.1945, Blaðsíða 4
4 LöGBERG, FIMTUDAGINN, 29. MARZ, 1945 —------------Xögberg-------------------------— GefiB út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Mari. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyririram The “Lögbergr” is printed and publishea by The Columbia Press, Limited, 69 5 Sargent Avenue Winnipeg, Manitooa PHONE 21 804 * >■—"—”—“—"—"——■"—•"——"—"—""—■•—” “ “ Canadisk þjóðeining og Mr. King iill'illliiliiliiiliiii.ili;iiriiiiii!iiiiiiliiiii;-...... „ ni;:i.... . ... Naumast verða skiptar skoðanir um það, að engum núlifandi stjórnmálamanna sinna, eigi canadiska þjóðin dýpri þakkarskuld að gjalda varðandi einingu þjóðarinnar, en forsætisráð- herra sínum, Mr. King. Hann er enn sem fyr, hinn gætni og ábyggilegi leiðsögumaður, er ígrundar viðfangsefni sín gaumgæfilega niður í kjöl áður en hann hefst handa um framkvæmdir þeirra, og að fenginni niðurstöðu, verður honum ógjarna þokað um fet; það eru slíkir rannsak- andi eðliskostir sem skapað hafa með þjóðinni slíkt traust til Mr. Kings, er einungis fáum mönnum hlotnast, og sennilega engum öðrum, að undanskildum Sir Wilfrid Laurier. Það voru ekki alt saman góðspár, er fylgdu Mr. King úr hlaði, er hann sumarið 1919 tókst á hendur forustu Liberal flokksins; ýmsir vildu hann þegar í pólitískum skilningi feigan vegna andstöðu hans gagnvart herskyldunni 1917, og aðrir sýndust bera kvíðboga fyrir því, að hann yrði aldrei nægilega mikill fyrir sér; slíkur uggur reyndist skjótt með öllu ástæðulaus. Mr. King var enginn viðvaningur á vettvangi stjórn- málanna; hann var í rauninni pólitískur fóstur- sonur Sir Wilfrid Lauriers; hann átti sem korn- ungur maður sæti í ráðuneyti hans; hann skipu- lagði málefni verkamanna, og varð fvrsti verka- málaráðherrann, þá aðeins 27 ára að aldri. Það er ekki einasta, að Mr. King hafi verið hinn öruggi forráðamaður þjóðarbúsins heima fyrir, heldur hefir hann flestum mönnum frem- ur staðið djarfmannlegan vörð um canadisk þjóðréttindi út á við; þetta hefir hann þráfald- lega sýnt með hófstiltri og einarðlegri fram- komu sinni á þeim ýmsu alveldisstefnum, sem hann hefir setið í London, að því ógleymdu, hve röggsamlega hann mótmælti innlimunar- ræðum þeirra Halifax lávarðar og Smuts for- sætisráðherra Suður-Afríku sambandsins, er báðar lutu að því, að rýra fremur en styrkja það sjálfstæði, er hinar brezku sambandsþjóðir um hríð hafa notið og njóta. Árið, sem leið, átti Mr. King sjötugsafmæli, og var þá vitaskuld um hann margt ritað og rætt; eigi aðeins heima fyrir, heldur og engu síð- ur á Bretlandi og í Bandaríkjunum; öil voru þau ummæli sanngjörn og drengileg; það var ekki einasta að flokksbræður Mr. Kings hyltu hann á afmælisdaginn bæði utan þings og innan, heldur tóku og allir foringjar andstöðuflokkanna í sama streng; það voru heldur ekki málgögn Liberalflokksins ein, er fóru lofsamlegum orð- um um Mr. King; andstæðinga blöðin iang- flest, gerðu það líka; meðal annars fórust dag- blaðinu Winnipeg Tribune þannig orð, um leið og það árnaði honum heilla. “Mr. King is a great Prime Minister and a great Canadian.” Ummælin verða þannig á ís- lenzku: “Mr. King er mikill forsætisráðherra og mikill Canadaborgari.” Sennilega hefir enginn forsætisráðherra þessa lands, gert sér annað eins far um, að gerskilja canadisku þjóðina eins og Mr. King; ekki eitt fylki út af fyrir sig, heldur öll fylkin jafnt; að hann hafi reynst Quebec hliðhollari en hin- um fylkjunum, er fjarstæða, sem ekki hefir við nokkur minstu rök að styðjast; eining þjóðar- innar hefir verið honum fyrir öllu, jafnt í stríði sem friði. Virðingu Mr. Kings fyrir Islandi, íslenzka þjóðarbrotinu vestan hafs og íslenzkri menn- ingu yfir höfuð, má ljóslega marka af þeim undurfögru kveðjuskeytum, er hann sendi Lög- bergi í tilefni af Alþingishátíðinni 1930, og eins vegna hálfrar aldar afmælis blaðsins 1937. Eiga íslendingar þar í fórum sínum perlur, sem vert er að minnast og þakka. Á flokksþinginu mikla 1919, þar sem flokks- forustan var falin Mr. King í hendur voru, ef oss minnir rétt, tveir íslenzkir erindrekar, þeir Dr. Sigurður Júlíus Jóhannesson og Ásmundur Loptson, fyrrum fylkisþingmaður í Saskatche- wan; þeir voru báðir eldheitir stuðningsmenn Mr. Kings á flokksþinginu, og þeir hafa verið traustir dáendur hans jafnan síðan; þeir, sem fylgst hafa með átökum og æviferli þessa sjald- gæfa manns vita, að þar sem hann er á ferð, er heilsteyptur mannúðarmaður á ferð, sem vill veg þjóðar sinnar í öllu. Mr. King er enginn lýðskrumari;- hann er eldheitur lýðræðissinni jafnt í orði sem á borði; hann hefir barist manna snarpast fyrir jafn- rétti kvenna til móts við karla; hann er fyrsti forsætisráðherrann í þessu landi, sem skipað hefir konu í senatorsembætti; hann hefir skipað margar aðrar konur í mikilvægar trúnaðarstöð- ur, og nú síðast er að því vikið í fregnum frá Ottawa, að líkur standi til, að hann muni skipa konu í þá nefnd, er sækja skal fyrir hönd Canada þing sameinuðu þjóðanna, sem hefst í San Francisco þann 25. apríl næstkomandi. Þessa dagana standa yfir í sambandsþinginu umræður um undirbúning og þátttöku í áminstu þingi hinna sameinuðu þjóða í fyrgreindn borg, þar sem leggja skal undirstöðuna að þjóða- samtökum heimsfriðnum til varðveizlu að loknu núverandi stríði. Mr. King verður formaður hinnar canadisku sendinefndar; ætla mætti að þingflokkarnir, þegar svona mikið liggur við, sneyddu hjá pólitískum glímubrögðum, og veittu forsætisráðherra fulltingi og fararheill; en af einhverjum furðulegum ástæðum, sýnist það vafamál. C. C. F. flokkurinn með Mr. Coldwell í fararbroddi, er í meginatriðum sam- mála Mr. King varðandi þátttöku canadisku þjóðarinnar í áminstu þingi sameinuðu þjóð- anna, og það eru Prógressív-Conservativar að mestu líka, nema þá helzt vegna þess, ef Mr. Bracken þarf að sitja heima. En svo heyrist alt í einu hjákátlegt holtaþokuvæl úr herbúðum Social Credit sinna. Mr. Blackmore fyllist fár- ánlegum fítonsanda, og telur sér trú um, að Mr. King sé að “selja út sjálfstæði landsins; minna mátti nú ekki gera gagn! Og þetta gerist um elleftu stundu, þegar mest liggur við, og þörfin á samstiltum þingvilja og einhuga, er sem allra brýnust, með lok Norður- álfustyrjaldarinnar í aðsigi og skipulagningu friðarmálanna á næsta leiti. .................... Bœndur horfa fram í tímann og konur þeirra ekki síður Eftir Frances I. Mckay, sem starfár í þjónustu landbúnaðarnefndar Manitobafylkis. iii[iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiijiiiiiiiiiiiiiiiiiiim Það er meira en draumur einn, að bænda- konur láti sér hugarhaldið um að eignast feg- urri og fullkomnari heimili en þau, sem þær margar hverjar enn búa við. Bóndakona ein, segir mér, að nú séu miklar líkur á nýbygg- ingum, eða fullkomnum endurbótum hinna eldri; þessi staðhæfing er að nokkru grundvöll- uð á því, að þegar bændur kaupa Sigurláns- veðbréf, þá ánafna þeir venjulegast eiginkon- um sínum nokkurn hluta upphæðarinnar, sem varið skal til endurbóta á heimilum að loknu stríði. Margar bændakonur æskja sér vitaskuld splunkurnýrra heimila, þó aðrar á hinn bóginn leggi hvað mest áherzluna á það, að endurbæta og fegra þau heimili, sem þær um þessar mundir búa í. Til endurbóta á núverandi sveitabæjum telst vitaskuld það, að leiða þangað raforku til lýs- ingar og suðu; þessum umbótum vilja konur fá hrundið í framkvæmd sem allra fyrst, og þeim finst þær hafa beðið eftir þeim óþarflega lengi; þær vilja einnig að verð raforku verði ekki hærra en svo, að það samsvari gjaldþoli bú- enda yfirleitt. Margar sveitakonur hafa árum saman orðið að sætta sig við að sækja vatn til heimilisnota, þegar annar vinnukraftur var ekki til taks; úr þessu vilja konur fá bætt með því að koma á vatnsleiðslu að heimilunum, og virðist flest mæ4a með því, að svo ætti að vera. Eldhúsið er í rauninni verksmiðja konunnar; það liggur í augum uppi, að hún þurfi þar við störf sín nægilegt vatn og viðunandi ljósakost; gegnir það oft furðu, hve sveitakonum tekst vel til um matargeymslu þegar tekið er tiilit til þess hverjum vandkvæðum slíkt er bundið, og áhöld flest ófullkomin; þær þurfa vitanlega að fá eins fljótt og því verður viðkomið, við- unandi kæliskápa til verndar matarforða heimil- isins; undir húsunum þurfa að vera kjallarar, og þar sem þeir eru enn ekki við hendi, er nauðsynlegt að byggja þá; þar má geyma mörg verðmæti, sem að öðrum kosti geta auðveldlega farið forgörðum; kona ein, sem eg átti tal við, komst meðal annars þannig að orði: “Eg hefi árum saman búið í litlum, meðal- stórum og stórum húsum án kjallara, og mér er það Ijóst af reynslunni, hversu erfið aðstaða húsfreyjunnar er, þar sem svo hagar til”. Margar sveitakonur finna mjög til þess, hve óþægilegt það sé, að hafa ekki á heimilinu sér- stakt herbergi fyrir skilvindu og þvottavéj, í stað þess að burðast með hvorttveggja í eld- húsinu; sumar vilja hafa slík áhöld í kjallara hússins, ef hann á annað borð er þá til. Sveitaheimili þurfa margra endurbóta við, sem í raun og veru þola ekki lengri bið; kon- ungsríkið á sléttunni hefir víð- tæka þýðingu varðandi þróun þjóðfélagsins í heild, og í sam- bandi við fegrun þess og vel- farnan, mega vanrækslusyndir ekki undir neinum kringumstæð- um komast að; heimilin þarf að gera vistlegri en nú á sér stað; ekki aðeins fyrir húsmóðurina sjálfa, heldur alt heimilisfólkið. Það er síður en svo, að sveita- konur æðrist, eða kvarti undan hinum þungu, daglegu önnum sínum, þótt hitt sé jafn ljóst, hve annt þeim sé um það, að koma heimilum sínum í það horf, sem geri störfin léttari og að öllu ánægjulegri; þeim er það ljóst, að hvers konar umbætur varðandi heimilin kosta nokkuð fé, og með það fyrir augum láta þær ekki sinn hlut eftir liggja, er til þess kemur, að kaupa Sigurlánsveðbréf, er síðar skal varið til þess að endurbyggja og endurfegra heimilin. Það er ávalt mikill fögnuður því sam- fara, er fagrir draumar að lok- um rætast. “I heilögu samstarfi moldar og manns býr máttur hins rísandi dags.” Og það er þetta samstarf, sem gerir garðinn frægan. Hlýhugi Mig langar til að biðja Lög- berg, að flytja Lundarbúum og nágrönnum þeirra í því plássi, kæra kveðju mína og þökk fyrir góðar og alúðlegar viðtökur á ferð minni um þá byggð nýver- ið; það, sem helzt vakti eftir- tekt mína, og ánægju yfir að líta var, hvað þar er margt af öldruðu fólki saman komið og sýndist öllu líða vel; það ól eng- an kvíða í brjósti, og þótti mér þar vel mega heimfæra þau um- mæli, sem svo oft voru viðhöfð, og eru að líkindum enn um ein- staklinginn: “Hann kveið hvorki elli né féleysi”. Lundarþorp og umhverfi, er vissulega maklegt, að þess sé drengilega minst; á Lundar sýn- ist alt í góðu gengi, nema ef vera skyldi það, hve margt er þar ó- kvongaðra manna, sem ekki þurfa þó að bera efnaleysi við. Á Lundar eru búsettir tveir ágætir prestar, og læknir, sem vel er látið af. Þá vil eg og grípa þetta tæki- færi til að færa árnaðaróskir hinum háöldruðu heiðurshjón- um, þeim Jóni Ólafssyni og Margréti konu hans í Selkirk; var mér það mikið fagnaðarefni að sjá, hve þau eru enn ern. Jón verður 94 ára þann 26. apríl n. k., en Margrét 92 þann 17 sept. í ár; þau sinna enn að fullu heimilisstörfum sínum og lesa margt og mikið sér til yndis. Bjarni Sveinsson, Keewatin, Ont. Ný fryálivél Síðastliðinn sunnudag var reynd ný gerð frystivéla að Reykjum í Mosfellsveit. — Frysti vél þessi er smíðuð 1 Vélaverk- stæði Björgvins Fredriksen hér í bæ. Frystikerfið vinnur eftir svo kallaðri “Absorbtions” aðferð, þar . sem sterkar efnablöndur mynda þrýsting og sog við upp hitun og kælingu með heitu og köldu vatni. — Aðferð þessi hentar mjög vel íslenzkum stað- háttum. þ. e. a. s. engin orka er notuð, einungis heitt og kalt vatn, best væri gufa. — Þess má geta, að frystikerfi þetta þarf enga brenslu né heldur smurn- ingsolíu og mjög lítið eftirlit. Auk vatnsins þarf aðeins efna- blöndur, sem eyðast ekki. Þess má geta í sambandi við vatnsnotkunina, að vatn það, eða gufa, sem streymir í gegnum tækið missir aðeins hitaeiningu sem svarar 10 gráðum og er því vatnið eða gufan nothæf til hvers konar upphitunar, sem vera skal, eftir að það hefir gefið kæli- tækinu þennan hluta af orku sinni. Björgvin kveðst hafa haft augastað á aðferð þessari í nokk- ur ár, en ekki haft aðstöðu til að smíða tæki þetta fyr en nú, því þörfin er orðin mjög knýjandi á fullkomnum kæligeymum í sam- bandi við gróðurhúsarekstur, sem mun gera það kleift að hér á landi verði hægt að borða grænmeti alt árið. Tyb^erg, gróðurstjóri að Reykj um, var viðstaddur er frystivél- in var reynd og taldi hann slíka vél sem þessa eiga sér mikla framtíð hér. Björgvin Frederiksen hefir starfrækt vélaverkstæði hér í bæ um 8 ára skeið og á þeim tíma leyst af hendi mjög mikið starf í þágu frystihúsanna, auk þess sem hann hefir smíðað meginið af þeim varahlutum í nær allar þær frystivélar, er komnar voru frá Evrópu. Aths. Ofangreindur uppfinn- ingamaður á bróðir, sem stund- ar flugnám í Winnipeg, Gunnar V. Fredriksen. Ritstj. SKEMTIFTJNDUR ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGSINS Þjóðræknisfélag íslendinga hélt skemtifund að Hótel Borg i gærkveldi. Skemtiskrá þessa fundar var óvenju fjölbreytt, enda var að- sókn að fundinum mjög mikil. Skemtunin hófst með því að Árni G. Eylands setti samkomuna með stuttri ræðu. Að því loknu tók Dóri Hjálmarsson ofursti til máls. Talaði hann um þjóðernis- hreyfinguna bæði austan hafs og vestan og hverja þýðingu sú starfsemi hefði haft. Var ræðu hans tekið hið bezta. Eftir að Dóri hafði lokið máli sínu, las Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi upp kvæði eftir fjögur vestur- íslenzk skáld, þá Guttorm J- Guttormsson, Stephan G. Steph- ansson, Einar Pál Jónsson og Kristján N. Júlíusson (Káinn). Því næst sýndi Halldór Jónsson myndir frá Bandaríkjunum, og að því loknu hófst kvikmynda- sýning er Kjartan Ó. Bjarnason annaðist. Að lokum var stiginn dans til kl. 1 e. m. Vísir, 25. jan. ENJOY GIMNASTICS, WEIGHT-LIFTING^ BOXIIýG, WRESTLING, RUNNING, GAMES, SHOWERS, SWIMMING by belonqina to the Y.M.C.A. Membership fees are low: Boys 9 and 10—$3.00 a year Boys 11 to 17—$6.00 a year Men 16 to 22—$12.00 a year Men 23 and over—$15.00 Alt það bezta, sem fólk þarfnaát til páskanna fyrirfinst jafnaðarlega í hinni fögru og rúmgóðu Hudson’s Bay búð; þangað sækja þúsundir manna og kvenna þær beztu og fullkomnustu vörur, sem fáanlegar eru í þessu landi; þar hjálpast alt að, til þess að gera innkaupin sem allra hagfeldust og ánægjulegust. Sitjið við þann eldinn, sem bezt brennur. Gerið innkaup yðar hjá þessari fornfrægu verzlun. T^ntemtV T3att (Linnpamc INCORPORATED MAY 1670.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.