Lögberg


Lögberg - 29.03.1945, Qupperneq 5

Lögberg - 29.03.1945, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 29. MARZ, 1945 5 u ÁH l < AUAI rVCNNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Kvennadeildir blaðanna á íslandi Þegar tekið er til greina hve fámenn íslenzka þjóðin er, má segja, að blaða og tímarita út- gáfa þar í landi sé feykilega ^ikil. Að því er eg bezt veit, eru gefin út í Reykjavík fjögur dag- blöð og eitt blað, sem kemur út tvisvar í viku, og á Akureyri eru gefin út tvö vikublöð. Nú er sá siður farinn að tíðk- ast þar, að þessi blöð helgi á- bugamálum kvenna, tvo dálka einnar síðu, vikulega eða hálfs- ^uánaðarlega. Nöfn þessara deilda blaðanna eru sem hér seg- ir; “Móðir, kona, meyja” í Degi a Akureyri. “Kvennasíðan” í ^jóðviljanum. “Kvenþjóðin og .Neimilið” í Morgunblaðinu. Kvennasíða Vísis” og “Kvenna- bálkur Tímans”. Eg hefi haft ánægju af að lesa þessa kvennadálka og datt í hug að lesendur kvennadeildar Lög- bergs myndu ef til vill hafa gagn °g gaman af að sjá nokkur sýnis- horn úr þeim. Eg leyfi mér því að birta nokkrar smágreinar úr hverju blaði. Gledilegt nýjár! Árið 1944 er horfið. Við höf- Urn> í þess stað, eignazt nýtt ár 7* 1945. — Þannig gengur þetta, arin koma og fara, og flestum vúðast þau fljót í förum. Tækifærin, sem árið liðna hafði a boðstólum, en við létum ónot- ub> eru horfin og glötuð okkur, en ný tækifæri hafa komið með binu nýja ári og munu stöðugt boma og bíða við dyr okkar. — ^að undir manndómi okkar sjálfra komið, hvað við gerum þau —(hvort við úthýsum þeim, eða bjóðum þeim inn. ftáð. % var að ganga upp brekk- una í hvassviðri miklu á dögun- Urn- Hatturinn minn gerði sig bklegan til þess að fjúka af mér a hverju augnabliki, og varð eg þyí að halda í hann af öllu afli. Allt í einu mætti eg frú nokk- Urri, sem stoppaði mig þreif af Ser hattinn og sagði: “Sjáðu til, Svona skaltu fara með hattinn Piiin”. Og hún sýndi mér, hvernig hún hafði saumað hár- hamb fastan við borðann, sem er innan í hattinum. “Svo set eg hambinn fastan í hárið, og hatt- Urinn rótast ekki”, bætti hún Við. Mér þótti þetta afar snjallt og Þnkkaði frúnni heilræðið. bm leið og við kvöddumst, kallaði hún til mín: “Blessuð, settu þetta í “Dag”, ef einhverjar fleiri skyldu vera í vandræðum hattana sína, þegar hvasst er”. Dagur. Skyldi ekki mörgum bregða í brún eins og mér við þessar upp- lýsingar. í daglegu lífi virðist allskonar heilsuleysi vera nærri sérréttindi kvenfólksins. Hvar sem komið er á biðstofu læknis, er kvenfólkið í yfirgnæfandi meiri hluta. Höfundar ofanrit- aðrar greinar draga þá rökréttu ályktun, að kvenfólkið muni til ýmiss fleira hæft en að gæta bús og barna. Og skyldi ekki einmitt þar liggja ráðningin — að konur hafi skort nægilega stór viðfangsefni, þær hafi haft um of lítið að hugsa, nema sjálfar sig og sína viðkvæmu heilsu — ekki endilega að þær hafi skort vinnu, heldur andleg áhugamál, einhver viðfangsefni ofaf grautargerð og sokkastagli. Þjóðviljinn. ur Karlmerm eru hið veika kyn (Athugasemd: Grein Kygeia þess efnis að karlmenn Vaeru næmari en kvenfólk fyrir sjúkdómum og þar af leiðandi Vaeru þeir yfirleitt skammlffari, Var þýdd og birt í kvennasíðu jóðviljans. Hér fer á eftir niður- lag greinarinnar og athugasemd ritstjóra kvennasíðunnar). Þessar tölur eru ekki settar ram hér til að draga af þeim neinar yfirgripsmiklar ályktan- lri þær tala sjálfar nógu greini- ega sínu máli. Þó hlýtur það að Vera augljóst að konurnar eru ehki að öllu leyti hið veikara yn> aðeins hæfar fyrir “Kind- Kuche und Kleider” eins og ^itler hefur fyrirskipað. Kon- 1 löndum bandamanna hafa ynt í þessu stríði hversu mikl- 111 störfum þær geta afkastað. Náttsokkar. Fótakuldi er óþægilegur og kaldir fætur geta staðið manni fyrir svefni. — I vetrarkuldan- um er gott að eiga litla, mjúka og hlýja nætursokka eða leista og vandalítið að búa þá til sjálf• ur. í sokkana hefir maður mjúkt ullarband, hvítt og ljósrautt eða blátt. Sokkarnir eru prjónaðir þannig: Fitjið upp 30 lykkjur, prjón ið með sléttu prjóni, uns stykk ið er dálítið lengra en breiddin. Fellið af. Endarnir saumaðir saman hver fyrir sig. Því næst heklar maður pinnaröð í brún ina (með öðrum lit), en til þess að brúnin takist saman, er að- eins heklað í aðra hvora lykkju. Þá eru heklaðar 2—3 pinnaraðir með einum eða tveim litum. Ofan á miðja tá er saumuð stjarna eða blóm með sama lit, og hafður er í brúnina. Sokkur- inn myndar eins og þríhyrning, þegar hann er lagður sléttur nið ur. í brúnina á þríh. eru saum uð mismunandi löng kappmellu spor. Sokkurinn verður að vera það þröngur í brúnina, að hann liggi þétt að öklanum, en hins- vegar ekki þrengri en það, að vel megi komast úr honum og í. Sokkarnir eru snotrir, ef þeir eru vel gerðir, með fallegum lit um, og gaman og létt að búa þá til. Brosið — umjram allt! — Vitið þér, að þegar mað- ur hnyklar augabrúnirnar, verð- ur maður að nota 65 vöðva — en aðeins 14, þegar maður bros- ir? Morgunblaðið. Spurningar. Rvík, 2. jan. 1945. Þar eð eg sá yður skrifa í “Vísi”, kvennasíðunni að heimilt væri að senda fyrirspurn um áhugamál sín, langar mig að biðja yður að svara: 1) Hvað á eg að gera til að fá vöxt í hárið? Eg reyni að bursta það, en ekkert dugar. 2) Getið þér sagt mér hvað gera skal, er negfurnar klofna að framan? Með virðingu Þórunn. Svör. 1. Það er að sjálfsögðu gott að bursta hárið, kemba og hirða það að öllu leyti vel. Einnig er gott þegar það hef- ir verið burstað að greiða úr því með fingrunum. hrista það, svo að loft komist í það. Oft hefir í blað- inu og í blöðum, verið gert gys að fólki fyrir að eta “refafóður” — Alfa-alfa. En margir telja, að það sé til mikilla bóta fyrir hár- ið, að fá sér eina matskeið af Alfa-alfa á dag. Sumir hafa líka þá reynslu, að ágætt sé að bera grásalve í hárið. Er það borið í hársvörðinn, látið liggja í nokkr- ar klst. eða yfir nóttina og hárið síðan þvegið. Þetta er gert nokk- urum sinnum. En gæta verður þess að ekki sé rispur eða sár í hársverðinum. 2. Ef neglurnar klofna bendir það til þess, að einhvern skort sé um að ræða, kalkleysi eða eitt- hvað þessháttar, og jafnvel gæti verið sjúkdómur í nöglunum. Það er því sjálfsagt að leita læknis. Og þar sem hárinu er ábótavant líka er vel hugsan- legt, að sama ástæðan liggi til grundvallar fyrir þessu hvoru- tveggja — þ.e.: skortur á ein- hverju efni eða næringu, sem líkaminn þarf nauðsynlega að hafa. Vísir. Ráð undir rifi hverju. Brúna skó má lita þannig á auðveldan hátt: Takið hráa kar- töflu og skerið hana í tvennt. Nuddið skóna með sárinu. Burst- ið þá síðan með skósvertu. Endur takið þetta eins oft og þurfa þykir, þar til skórnir eru orðnir vel svartir. Brenndar skófir má hreinsa af “emailleraðri” pönnu með því að fylla hana af köldu vatni, láta í það góðan skammt af sóda og láta hana standa þannig í 1—2 tíma. Hitið vatnið síðan við hægan eld og látið sjóða í fáar mínútur. Losna skófirnar þá auðveldlega. Svo var um konur kveðið. “Veizt þú, að lífið mitt, ljúfa, þér liggur á vörum.” Jónas Hallgrímsson. “Glaður drekk eg dauða úr rós á vörum þínum því skálin er svo skær.” Bjarni Thorarensen. “Af öllu bláu, brúður kær, hið bezta þér í augum hlær.” Steingr. Thorsteinsson. “Fagurt skal mæla ok fé bjóða, sá’s vill fljóða ásta fáa”. Hávamál. Svá’s friðr kvenna þeirra es flátt hyggja, sem aki jó óbrydd- um á ísi hálum. Hávamál. Sælt er að elska og elskast heitt af ungri silkihlíð, en hvað fær framar af sér leitt armæðu, böl og stríð. Kristján Jónsson. Eina skal eg elska þig unz önnur skárri kemur, Kristján Jónsson. Mitt himnaríki, það er faðmur þinn! Kristján Jónsson. Toni Frissell, Ijósmyndari fyrir ýms tímarit. Karlmennirnir voru þessir: Marquis Childs, ritar daglega greinar, sem birtast í mörgum blöðum og tímaritum. Hann mun vera frægastur þeirra, sem í hópnum voru. Hefur hann meðal annars ritað bók um Sví- Þjóð. Carl Carmer, sem ritar smá- sögur og greinar um ýms efni og einnig kvikmyndaleikrit. Rex Stout, frægur leynilög- reglusagnarithöfundur. Stanley Young, skrifar sögur og leikrit og hefur meðal ann- ars ritað dóma um bækur Gunn- ars Gunnarssonar. Kona hans var með í förinni. Joseph Marshall, sem ritar skáldsögur fyrir Saturday Even- ing Post. Roger Burlingame, sem ritar sögulegar bækur. Hefur hann meðal annars ritað sögu Banda- ríkjanna. Harold von Schmidt, listmál- ari. Skrifar fyrir Saturday Even- ing Póst. Alþbl. 16. jan. uðum á, vitum ekki meira eftir en áður, þá er það okkar skuld. Þess þarf naumast að geta, því það er svo vel kunnugt, að Mrs. Daníelsson flytur mál sitt ágæt- lega, hefir góðan málróm og kann að beita honum svo, að vel heyr- ist til hennar. Hún er mjög vel máli farin, eins og hún er vel ritfær, hvort sem hún notar ensku eða íslenzku, sem er þó heldur sjaldgæft. Næsta fræðslustund verður á mánudagskveldið 9. apríl í Fyrstu lútersku kirkju. Þá flytur séra V. J. Eylands erindi um Hallgrím Pétursson, sem hefst stundvís- lega kl. 8.15. Aðgangur fyrir þá, sem ekki eru innritaðir, 25c. F. J. 14 amerískir rithöf- undar í Reykjavík Fjórtán amerískir rithöfundar og blaðamenn, konur og karlar, komu hingað til lands s. 1. laug- ardagskvöld, höfðu hér litla við- dvöl og fóru héðan síðdegis í fyrradag. I hópnum voru þessar konur: Dorothy C. Disney. sem ritað hefur margar sögur í Saturday Evening Post, meðal annars framhaldssögu, sem nú er að koma í blaðinu, en hún gerist að nokkru leyti hér á landi. Kay Boyler, sem einnig ritar sögur í sama blað. Nancy Ross Young, er ritar í Readers Digest. Nýlega kom út bók eftir hana, sem heitir “West ward the Women”. Beatrice Gould og Mary Cook man, ritstjórar “Ladies Home Journal.’ Carool Hill, sem ritar smá- sögur í Readbook af Collier’s. ICELANDIC CANADIAN EVENING SCHOOL Eins og öllum er kunnugt, sem nokkuð fylgjast með sérmálum íslendinga hér í landi, hefir The Icelandic Canadian Club og Þjóðræknisfélagið að einhverju leyti, í vetur, haldið kveldskóla Fyrstu lútersku kirkju, þar sem fræðsla hefir verið veitt í ÍS' lenzkri tungu, bókmentum þjóð- arinnar og sögu. Það er fyrnefndur klúbbur, sem hefir umsjón með þessari fræðslu og virðist hafa allan veg og vanda af henni, enda mun þetta aðallega ætlað því fólki, sem hefir ófullkomna þekkingu á ís lenzku, en klúbburinn notar enskuna eingöngu, eða því sem næst. Er fræðslunni þannig hagað, ajg fyrst er fluttur fyrir- lestur á ensku og eru þeir allir um sögu Islands, bókmentir þjóðarinnar og aðra menningu hennar. Að fyrirlestrinum lokn um fer fram kenslustund í ís^ lenzku fyrir þá, sem hennar vilja njóta. Hóf klúbburinn þessa lofsverðu starfsemi í október haust og heldur henni áfram þangað til um miðjan maí í vor Má óhætt segja að hér hafi verið mikið verk unnið, og vel unnið og fæ eg ekki betur skilið en það hafi heppnast ágætlega. En enda þótt þessar fræðslustundir séu sæmilega vel sóttar, finst mér að þar ætti að vera míklu fleira fólk samankomið, þær eiga meira en skilið að þær séu vel sóttar og klúbburinn á meir en vel skilið að starfsemi hans sé vel þegin og vel metin. Vort yngra fólk getur aldrei eignast mikið af ís- lenzkri þjóðrækni nema það viti eitthvað töluvert um ættland sitt menningu sinnar ættþjóðar og sögu- sem við Vestur-lslendingar eigum áreiðanlega sameiginlega með heimaþjóðinni, þó margt sé nú til að aðskilja okkur. Eg hef sótt nokkrar af þessum fræðslustundum og finst tíman- um vel varið sem til þess gekk, en ekki sízt á mánudagskveldið, 26. marz. Þar flutti forseti klúbbs ins, Mrs. Hólmfríður Daníelson, fyrirlestur: The Dark Ages, 1262 —1750. Þar sem frúin er forseti klúbbsins má gera ráð fyrir, að hún hafi ráðið miklu um það, hver tæki að sér hvert umtalsefni fyrir sig, en hún er víst óeigin- gjörn og hefir tekið að sér hið lang erfiðasta. Það er enginn hægðarleikur að gefa í einu er- indi ljóst yfirlit yfir þetta langa og raunalega tímabil í sögu þjóð- arinnar, þar sem hún átti við ótal erfiðleika að stríða og miklar hörmungar, en lifði þær þó af og reis upp aftur vel mentuð menn- ingarþjóð. Mér skildist frúnni takast ágætlega að varpa skíru ljósi á þetta dimma tímabil í sögu þjóðarinnar og ef við, sem hlust- Vestur-íslendingar í útvarpi í Reykjavík leikin aftur í útvarpið heima. Þá dáðust hlustendur mjög að kvæðalestri Gísla Jónssonar, og þótti undrun sæta, hversu hljóm- fallegt mál hann talaði eftir svo langa dvöl í burtu frá íslandi. Þessar þrjár plötur voru settar saman í dagskrárlið, sem kallað- ur var “Kveðjur vestan um haf.” Þrír Vestur-íslendingar voru á dagskrá Ríkisútvarpsins í Reykjavík sunnudaginh 18. febrúar s.l. Voru það þau ungfrú Snjólaug Sigurðsson píanóleikari Birgir Halldórsson söngvari og Gísli Jónsson skáld. Töluðu þau af hljómplötum, sem teknar .voru fyrir Ríkisútvarpið í Winnipeg og New York síðastliðið sumar. Sem kunnugt er var Benedikt Gröndal blaðamaður á ferð hér vestra í sumar, og sá þá um að nokkrir tónlistarsnillingar léku á plötu fyrir útvarpið, og svo lét hann nokkur skáld hér í Winni- peg lesa kvæði sín á plötur. Þetta munu vera fyrstu plöturn- ar, sem leiknar eru í útvarpið heima. Söngur Birgis vakti mikla at- hygli hlustenda, svo og píanó- leikur ungfrú Snjólaugar. Er sennilegt að plata hennar verði Tvær vinstúlkur tala saman: —Páll sagði í gær, að þú værir falleg. —Nei, var það? —Já, hann sagði, að þú værir lík mér. Frúin:—Farðu nú og láttu þetta bréf í póstkassann fyrir mig. Eiginmaðurinn: — Já, en góða mín, veðrið er svo vont, að það er ekki hundi út sigandi. Frúin:—Hver segir, að þú eig- ir að hafa hundinn með þér? Prófessorinn: — Hvaða vöðv- ar verka, þegar eg t. d. boxa? Stúdentinn: — Hláturvöðvarn- ir. • Ferðamaðurinn: —Kemur það ekki oft fyrir, að menn detta niður í þetta hyldýpi? Fylgdarmaðurinn: — Nei, — eitt skifti nægir oftast. Hún: — Ungu hjónin, sem búa hérna í næstu íbúð við okkur, eru svo skemtileg. Hann kyssir konuna í hvert sinn, sem hann sér hana. Því getur þú ekki gert það líka? Eiginmaðurinn: — Því miður þekki eg hana ekkert ennþá. P L A N BLUEPRINT DRAWING TRACING FILES Fyrir samanburð og örugga geymslu Pf r getið geymt blábrent, uppdrætti og önnur skjöl slétt og óhrukku^ eins og slikt þarf að vera vegna skjótrar skírskotunar eða samburðar; með þessu er komið I veg fyrir skemdir eða tap. pessar hirzlur eru úr stáli og I deildum með fimm skúffum í þar sem skjöl verða auð- veldlega flokkuð. Tvær stærðir fyrir uppdrætti alt að 43%”x33%” og 50:*4”x38%”. Leitið frekari upplýsinga. Hafa fram leitt yfir 57 ár FILING SYSTEMS OFFICE EQUIPMENT Office Specialty Mfg. Co. limited Aðalskrifstofa og verksmiðjur 358 DONALD ST. WINNIPEG - - Newmarket, Ont. SÍMI 22 988 - - MANITOBA , ÚRVALS PÁSKAHATTAR nú fást EATON’S Karlmannahatta Deildinni EATONIA HAT, $5.00 Hats by Biltmore The Roller, S6.50 Lord Biltmore, $7.50 The Pre^ident, $8.50 Beaver Blend, $10.00 Reynið einn eða tvo—þér munuð^amsinna að “við- eigandi hattur veldur undrun”. Úr miklu að velja að gerð og litum — venjulegar stærðir. Vór höfum— BIRKDALE HAT, $6.50 Hats by J. B. Stetson Medalist, $7.50 Royal Stetson, $10.00 Imperial Stetson, $15.00 Mcn’s Hat Section, Hargravc Shop for Men, Main Floor <*T. EATON CUn» WINNIPEQ CANADA

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.