Lögberg - 29.03.1945, Page 6

Lögberg - 29.03.1945, Page 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 29. MARZ, 1945 Dulin fortíð “Þú lætur þínar veiku taugar fá algjört vald yfir þér, Florence, á kostnað skynseminnar. Laufin á trjánum tala ekki, það veitstu vel. Þú verður að hrekja slíkar óheilbrigðis hugsanir úr huga þínum, og komast til rólegheita. Eg set mitt líf í pant fyrir það, að leyndarmálinu þínu er vel borgið. Eg hefði ekki gefið mitt 'samþykki til giftingar þinnar, ef eg hefði ekki verið alveg viss um að leyndarmálinu væri vel borgið. Hrestu þig nú upp og vertu eins og þú hefur verið; brostu og segðu mér að þú skamm- ist þín fyrir að ala í huga þínum slíka angist og hræðslu.” Lafði Damer þagði um stund, en sagði svo: “Eg hefi verið svo hamingjusöm á undan- förnum árum, Hope. Karl er svo undurgóður við mig og eg elska hann svo innilega, og börn- in mín eru mér sem hjáguðir. Eg er svo ham- ingjusöm og sæl, nýt velvildar út á við, og virð- ingar á heimili mínu, svo það væri svo hræði- legt, ef öll sagan skyldi nú erða opinber. Það mundi alveg drepa mig eða gera mig brjálaða.” “Þú veist að það kemst aldrei upp, Florence; reyndu að hugsa ekki framar um það. Minstu þess að eg hefi sett mitt eigið líf sem tryggingu óhagganleika þínum. Eg hefi sag< þér, að þetta sem þú kallar hræðslu, stafar af því að þú ert ekki vel frísk, og svo kemur þessi hugarveikl- un, af sjálfu sér. Reyndu nú að vera eins ham- ingjusöm og þú hefir verið.” Lafði Damer hafði túmist því, mótstöðulaust, að fara eftir orðum systur sinnar, og treysti henni, svo efinn og óttinn hvarf úr huga henn- ar, eins og dögg fyrir sólu.” “Hugsaðu þér nú Florence, að þetta verði í síðasta sinn sem við minnumst á þetta; við skulum nú tala um eitthvað annað. Eg vona að þegar Alvin fer til Oxford, að eg þurfi ekki að fara þangað með honum.” Miss Hope sagði þetta hlægjandi “Nei, það er alt öðru máli að gegna með hann, en Rose, hefði eg ekki sent til Parísar, ef þú hefðir ekki farið með henni. Þú ert hellubjargið sem eg reiði mig á, Hope. Eg var alveg viss um að ekkert ilt henti hana, þegar- þú varst með henni.” “Jæja, hvernig hefurðu skemt þér upp á síð- kastið, Florence? Damer lávarður segir mér að þú hafir skemt þér vel.” “Við fórum í heimboð til Hatton Court. Mér líkar svo vel við Dysart fjölskylduna. Lafði Dysart er einhver elskulegasta kona, sem eg þekki, og sonur hennar, lávarður St. Albans, er indæll maður. Hann spurði svo vingjarnlega eftir þér.” “Hefir hann lokið námi í Oxford?” “Já, í bréfum mínum til þín, hafði eg ekki tíma til að segja þér hvað kom fyrir hann þar. Móðir hans vill víst aldrei framar láta hann fara nokkuð frá sér. Hann er, eins og þú veist, ekki sterkbygður; hann fór út í bát með tveimur öðrum piltum. Hann féll út í fljótið og hefði drukknað ef vinur hans hefði ekki verið, bæði nógu sterkur og hugaður, til að kafa til botns eftir honum. Hann var nærri því dauður, er hann hefði verið eina mínútu lengur í vatninu, þá hefði ekki verið hægt að lífga hann, sagði læknirinn.” “Hvað mér þykir vænt um að honum varð bjargað; lafði Dysart hefði aldrei komist yfir það ef hún hefði mist hann.” “Ungi maðurinn, sem bjargaði honum, er nú á Hatton Court, þau vilja að hann verði áfram hjá þeim, hann er sem einn af fjölskyldunni.” “Já, það er svo eðlilegt, að þau séu honum mjög þakklát,” sagði’ Miss Hope. “Floernce, er ekki þegar kominn miðdagsverðar tími?” “Við erum bæði aldeilis hrifin af þessum unga manni, Hope; hann er akkúrat hugsjóna- maðurinn minn, í virkilegri mynd. Hann er alt sem ungur maður þarf að vera; fríður, há- leygur, gáfaður, skáld og hefur svo aðdáanlega fallega framkomu.” “Kæra Florenc©< Karl verður hræddur um þig” “Nei, Karl er ekki síður hrifinn af honum en eg. Hann bauð honum hingað til Avonwold. Hann er tuttugu ára”, bætti hún við brosandi. “Svo það er lítil ástæða til að vera hrædd um mig.” Miss Hope virtist ekki að hafa neinn áhuga fyrir því, sem systir hennar var að segja. “Hvað heitir þessi ungi herra?” spurði hún, til að láta sem sér stæði ekki alveg á sama, með hann. “Hann heitir svo undarlega rómantisku nafni — Verner Elster. Hope, Hope, hvað gengur að þér?” Miss Hope hafði fallið aftur á bak í stólinn, sem hún sat á, og hún var orðin bleik í andliti, sem sjálfur dauðinn. “Elsku systir mín,” sagði lafði Damer, “hvað gengur að þér?” “Ekkert,” svaraði Hope, og reyndi að jafna sig. “Vertu ekki svona hrædd, Florence, það var bara sár stingur, sem eg fæ stundum, og geng- ur alveg í gegnum hjartað.” “Þú þarft að tala við lækni um það.” sagði systir hennar, mjög áhyggjufull yfir þessu bráða sjúkdómstilfelli. “Það er ekkert, það líður bráðum frá. Sjáðu til, það er nú að batna.” Lafði Damer, lagði frá sér hina gimsteinum settu treyju, sem hún hélt á í hendi sér, og ætlaði að verad við kvöldverðinn. Hún laut ofan að systur sinni og kysti hana. Það er að koma litur aftur í andlit þér, Hope, þú gerir mig svo fjarska hrædda.” “Mér þykir það ósköp leiðinlegt, þú sérð, Florence, að eg er að verða nokkuð gömul, og eg get ekki búist við að hafa einsgóða heilsu, eins og eg hafði.” “Eg vildi gjarnan gefa þér alla mína heilsu,” sagði lafði Damer alvarlega. “Eg veit þú vildir gera það, elsku Florence mín; eg veitti því ekki eftirtekt hvað þú nefndir manninn, sem bjargaði lávarði St. Albans; hvað heitir hann?” 25. KAFLI. Lafði Damer brosti. “Þér mun lítast eins vel á hann og mér, þegar þú sérð hann. Hann heitir, Verner Elster. Það sem kom mér svo einkennilega fyrir, er eg heyrði nafn hans var, að eg er viss um að hafa einhverntíma heyrt þetta nafn áður.” “Það er mjög líklegt,” sagði Miss Hope; og engin nema hún, vissi hve henni var ervitt að hreyfa sínar afllausu nábleiku varir, og láta ekki bera á neinu. “Eg hefi þekkt tvo menn, sem hafa heitið þessu nafni, svo það getur ekki verið mjög fáheyrt. Eg býst við að hann tilheyri einhverri háaðals- fjölskyldu?” “Nei, nei, Hope. Eg skal segja þér af hverju Karl virðir hann svo mikils. Flestar manneskj- ur, eins og þú veist, reyna varialega að hefja sig upp eins og mögulegt er, og reyna að láta aðra hugsa að þær séu komnar af hærri stétt, en þær eru. í þVí er hann öðrum svo gagn ólíkur. Hann sagði okkur, svo ófeiminn og blátt áfram, að faðir sinn hefði verið fátækur daglaunamaður á járnbraut, sem hafði orðið fyrir slysi og dáið af því; og að móðir sín sé óbrotin alþýðukona, sem lifir af litlum lífeyri sem henni er veittur, og húsið hennar sé lítið og fátæklegt. Finnst þér ekki að það sé hrein- skilnislegt af svo ungum og gáfuðum manni, að segja svo blátt áfram frá því, án þess að taka hið minsta tillit til þess, sem heimurinn kallar sína menn?” Miss Hope svaraði ekki strax. Hún sat hreif- ingarlaus og þrýsti saman höndunum, og frá hjarta hennar steig upp þögul bæn um hug- rekki og styrk. Svo reyndi hún að tala, eins og ekkert væri um að vera, og sagði: “En hvernig gat hann komist í Oxford há- skólann, Florence? Það er ekki oft, að óbreyttir járnbrautar verkamenn geta sent syni sína þangað.” “Faðir hans dó, þegar hann var nýfæddur, að mér skildist; hann ólst upp hjá móður sinni í litla húsinu hennar, en skaraði svo fram úr við hinn nafnkenda Widcomb lærða skóla, að hann hlaut námsstyrk til að geta farið til fram- haldsnáms í Oxford”. “Þetta er heilmikið æfintýri,” sagði Miss Hope, allur líkami hennar nötraði, svo hún varð að beita allri sinni orku til að verjast, að hljóða ekki upp. “Já,” sagði lafði Damer, sem var ánægð yfir að hafa vakið áhuga systur sinnar; “hann sagði okkur alla þessa sögu. svo blátt áfram og að- laðandi, og svo sagði hann okkur, að hann ætti huldukonu að guðmóðir.” “Huldukonu að guðmóðir!” stamaði Hope; “hvað meinar það?” “Einhver óþekktur vinur sendir honum ár- lega peninga og allskonar gjafir. Hann hefur og verndargrip — græna silkibuddu.” “Græna peningabuddu,” endurtók Hope með hægð; henni fanst eins og hjartað ætlaði að >§töðvast í brjósti sér. “Já,” sagði lafði Damer og hló, “ef þú heldur að eg sé hjátrúarfull, Hope, hvað mundir þú þá segja um hann? Hann sagði mér, að hann væri alveg viss um einhverntíma, með hjálp peningabuddunnar, að finna út hver velgjörðar- maður hans væri.” “Miss Hope fölnaði enn meir upp, og varir hennar titruðu. “Og þú — þú sást hann?” “Auðvitað, Hope; eg talaði við hann mest allt kvöldið.” “Þekkti hann þig — það er að segja — eg meina, hafði hann heyrt um þig?” “Það veit eg ekki; honum virtist líka mjög vel við mig, og Hope, eg mundi skammast mín að segja það við nokkurn nema þig, að þegar eg kvaddi hann, fann eg til brennandi löngunar að faðma hann að mér og kyssa hann.” “Það var ekki svo undarlegt,” hugsaði Miss Hope, með sér. “Sagðir þú, að Damer lávarður léti sér finn- ast mikið til um hann?” “Já, sérstaklega mikið. Þú sérð, Hope, hve mikið mér finnst til um hann, þegar eg segi, að mín innilegasta ósk sé, að Alvin minn líkist honum.” Lafði Damer hafði enga hugmynd um, í hve mikla hugaræsingu að þessar fréttir komu syst- ur hennar. Hún bjóst til að fara til miðdegis- verðar. “Florence,” sagði Hope, “eg held eg fari ekki ofan til miðdegisverðar í dag. Mér líður ekki rétt vel; þessi stingur, sem eg fékk í hjartað, vill ekki líða frá.” Hún þráði að vera ein, og fá tíma og næði til að yfirvega þennan hræðilega sannleika, þetta merjandi slag; að rifja upp öll atvik, sem höfðu unnið á móti hennar útreikningi, og að systir hennar hafði nú mætt syni sínum, sem hún hélt vera dáinn; að móðir og barna höfðu mæst, án þess að vita hið minsta um sambandið minni sín. Lafði Damer faðmaði systur sína að sér. “Nei, hvað á þetta að þýða, Hope? Karl mundi þykja það mjög leiðinlegt, hann langar alveg eins mikið til að hafa þig við borðið, eins og mig. Hugsaðu bara — miðdegsverður án þín, fyrsta daginn eftir að þú komst heim. Þú verð- ur að koma, þó það sé ekki til annars en láta . sjá þig.” Miss Hope, sem nú í fyrsta sinn á æfinni hafði mist vald yfir sjálfri sér, áleit það betra að fara ofan, en draga sig í hlé. En meðan hún sat til borðs var hún meira eins og í draumi, en vakandi. Allir viðburðirnir og endurminningar, voru sem í þoku eða drauriii í huga hennar. Damer lávarður reyndi að tala við hana, en hún hafði mist allt: öryggi, ró og kjark. Hún vissi ekki hvernig kvöldið leið. Hún heyrði lafði Damer syngja, lávarðinn tala við hana. Hún hafði mist allt sitt hugsana jafnvægi. “Þegar eg get verið einsömul, þá get eg skilið þetta alt saman betur,” hugsaði hún. En henni fanst það heil eilífð, áður en hún fékk tækifæri til að vera ein. “Þú lítur út fyrir að vera lasin,” sagði Damer lávarður, “þú þarft að leggja þig fyrir.” Það sem hún mundi var, að hún kysti systur sína, og það með þeirri tilfinningu að falla á kné fyrir henni og segja: “Florence, hann er sonur þinn, hann, sem eg hef í öll þessi ár haldið leyndum fyrir þér, hann, sem eg hefi sagt þér að væri dáinn — þinn eginn sonur, Florence.” En með sínum sterka járnvilja þaggaði hún þessar hugsanir niður, og gekk til herbergis síns. Þegar hún var nú orðin ein, þurfti hún ekki að innibyrgja hugsanir sínar og tilfinn- ingar. “Ó, guð minn!” kveinaði hún, “hvað á eg að gera — hvað get eg gert? Hver hefur komið þeim saman? Eg veit það ekki — eg held! for- lögin — forsjónin! Eru það forlögin, eða hvaða kraftur hefir hér verið að verki til að koma upp þessu, svo vel dulda leydarmáli?” í fyrsta skipti á æfinni fór hún nú að hugsa um hvort hún hefði breytt rétt, í því sem hún hafði gert. Jafnvel þó hún hafði gjört það til að vernda nafn og orðstír systur sinnar, óflekk- að, en hafði hún nokkurn rétt til að aðskilja móðir og barn, og láta þau lifa sem algjörlega ókunug hvort öðru, að hafa tekið á sig þá ábyrgð að aðskilja tvær persónur, sem tilheyrðu hvor annari? “En eg gerði það í beztu meiningu, og guð veit að eg hugsaði aðeins það bezta. Það var hennar vegna, til að vernda æru hennar og mannorð, það var til að bjarga henni frá því að verða óhamingjunni að bráð. Eg hefi viljað ganga í dauðann hennar vegna.” Við þessar hugsanir færðist ofurlítil ró yfir hana, og hún fór að hugsa þessi mál yfir á ný, að ennþá væri kannske mögulegt að koma í veg fyrir að leyndarmálið kæmist upp. Það var reyndar ekkert annað ennþá, en að móðirin og sonurinn höfðu mætst, en það gat, eins og sakir stóðu, ekki gert neitt til leyndar- mál hennar var tryggilega dulið, eins fyrir því. Unga manninum væri alveg ómögulegt að finna út, að lafði Damer væri móðir sín; og eins var með lafði Damer, henni gæti aldrei orðið það kunnugt, að unga hetjan, sem hún dáðist svo mikið að, væri sonur sinn. Hver gæti sagt þeim að þau væru svo náskyld, að þau væru mæðg-, in? Þó svo vildi til, að Mrs. Elster og lafði Damer mættust, þekktu þær ekki hvor aðra. Mrs. Elster hafði aðeins einu sinni séð Florence, og í það sinn var hún afar hættulega veik, og leit mjög öðruvísi út, en lafðin á Avonwold. Lafði Damer hafði aldrei séð Mrs. Elster, aldrei heyrt nafn hennar; svo það var engin ástæða til að óttast, nokkra hættu úr þeirri átt. Við þessar yfir- veganir varð hún rólegri, og fór að líta von- betri á málin — það gat ekki verið mögulegt að leyndarmálið yrði opinberað. Eftir að Miss Hope hafði komist að þessari niðurstöðu, dró hún léttara andann, og allur kvíði og angist hvarf úr huga hennar. En allt í einu minntist hún þess, að systir hennar hafði talað um græna silki peninga- buddu, og það vakti aftur óróa í huga hennar. Það var systir hennar, Florence, nú lafði Damer, sem hafði búið þessa buddu til úr grænu silki, og gefið Hope systur sinni, og henni hafði þótt mjög vænt um budduna. Hvernig í ósköpunum gat henni komið til hugar að senda honum budduna, ásamt með öðrum gjöfum! Hvaða hræðilegt misgrip. Ef Florence sæi hana, mundi hún strax þekkja hana. “Eg verð að ná henni,” hugsaði hún. “En hvernig get eg það. Eg verð að ná henni, hvað sem það. kostar, og þá er, elsku Florence mín úr allri hættu.” 26. KAFLI. Við morgunverðinn daginn eftir, var öll fjöl- skyldan á Avonwold komin saman. Lafði Damer leit út eins fögur, eins og hún hafði nokkurn- tíma verið. Það var auðséð á Miss Hope að hún var ekki með sínu vanalega gleðibragði. Damer lávarður settist í hægindastól og las dagblað, en varð þó af og til að leggja það frá sér til að hlusta á hinar fjörugu og glaðværu frásögur Rose, dóttur sinnar. Hún er alveg í níunda himni af fögnuði og kæti, því nú er hún sextán ára, og búin að afljúka hinni, eins og hún kall- aði það, hræðilegu skólagöngu. Móðir hennar hafði sagt henni, að ef hana langaði til, gæti hún haldið áfram námi í músik og málaralist, en það vær'i ekki nauðsynlegt að hún færi aftur til Parísar. “Er ekki uppeldi mínu nú lokið, mamma?” Lafði Damer brosti að þessari spurningu. “Elsku Rose mín, í orðsins rétta skilningi er það varla byrjað.” “Eg skil þig ekki mamma; eg vil ekki fara að hrósa mér, en eg get talað móðurmál mitt fallega, og kennarinn minn sagði, að eg talaði vel þýzku, frönsku og ítölsku, og eg stóð ekki öðrum að baki í músik né málaralist.” Lafði Damer brosti að því sem dóttir hennar sagði. “Það er bara leikni og íþróttir, Rose, en full- komið uppeldi stendur miklu dýpra.” Rose fékkst ekki meira um það, en naut gleð- innar og glaðværðarinnar, sem áður. Hún var altaf að líkjast móður sinni meir og meir í útliti, fríðleik og fegurð. Lafði Damer var meir en lítið stolt af dóttur sinni; hún talaði við foreldra sína, eins og þau væru félagar hennar. “Pabbi, ef þú værir nýkominn heim frá skóla í París, mundi þér finnast mikið til um annan eins morgunverð og þennan, sem við höfum hér, og ekki gleyma þér yfir að lesa dagblað.” “Af hverju, Rose?” spurði faðir hennar. “Hugsaðu þér mismuninn á einum bolla af svörtu kaffi, með einni sneið af þurru frans- brauði, og þessum ágæta og ríkulega morgun- mat; eg hafði alveg gleymt hvernig te er á bragðið, meðan eg var þar.” “Eg er þó viss um, Rose,” sagði móðursystir hennar, Miss Hope, “að Madame Larroix fram- reiddi góðar máltíðir.” “Já, á hennar vísu, móðursystir; en eg held að það gefi ekki rétta lýsingu á því, eins og þú kemst að orði.” Miss Hope var því alvön að Rose sagði mein- ingu sína í fullum orðum, svo hún sagði ekkert meira. “Eg býst við, Florence, að við fáum okkur keyrslutúr núna eftir morgunverðinn, eins og vanalega?”-sagði lávarðurinn við konuna sína. Rose horfði út um gluggann á hin fögru blóm og laufi skr’ddu tré. “Mamma”, sagði hún allt í einu. “Af því við, móðursystir mín, komum svo seint í gærkveldi, var ekki hægt að ákveða hvaða herbergi að eg skyldi hafa framvegis, mér líkar ekki herbergið sem eg var í, í nótt.” “Því ekki?” spurði móðir hennar. “Eg vil heldur fá herbergi sem veit mót suðri, það er langtum fallegra útsýni þaðan.” “Eg held það-verði ekki útkeyrsluveður í dag,” sagði hún, “eg gat ekki sofið meir en hálfa nóttina fyrir regni, sem buldi á steinstéttinni úti fyrir gluggunum á herberginu,” sagði hún- “Regni,” endurtók lávarðurinn, og leit upp frá blaðinu. “Garðmaðurinn sagði mér í iriorgun, að það hefði ekki rignt í fleiri vikur. Þig hefur verið að dreyma það, Rose.” “Nei, langt frá því, pabbi; regndroparnir buldu á gluggunum og steinstéttinni.” “Hvar svafstu?” spurði lávarðurinn og leit a dóttur sína. “í vesturálmu byggingarinnar, í einu af stóru herbergjunum, sem snúa að því sem er kallað drottningar stéttin.” “Jæja, Rose, þú hefur heyrt til Avonwold reimleikanna.” “Er það virkilegt?” sagði hún, “það var svo skrítið.” Lafði Damer var orðin nábleik í andliti, og Miss Hope leið sjáanlega illa. “Áður en Damer fjölskyldan verður fyrir nokkurri sorg eða óhamingju,” sagði lávarður- inn, blátt áfram upp með sér af þessari fjöl- skyldutrú. “Heyrast regndropar falla á steinstéttina, vestan við bygginguna.”

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.