Lögberg


Lögberg - 05.04.1945, Qupperneq 7

Lögberg - 05.04.1945, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 5. APRÍL, 1945 7 Y ngstu lesendurnir Ryðgaða járnið Bóndi nokkur fann eitt sinn ryðgaðan járnbút úti á akri. Hann hirti járnið og bar það heim í smiðju. Járnið sá spegil- fagran plóg við hliðina á sér. Því þótti mikill munur á sér og Plógnum og sagði: “Það er aumt að sjá hvernig e§ lít út, það er munur að sjá þig- Hvernig fer þú að vera svona sPegilfagur?” “Eg varð svona fágaður úti á akrinum,” sagði plógurinn. “Það er skrítið,” sagði járnið, þar hefi eg einmitt verið líka °g þó sér ekki í mig fyrir ryði.” “Hvernig getur það verið?” Sagði plógurinn, því oftar sem eg kem út á akurinn, því meir Sljáir á mig. Eg er altaf spegil- ^agur, þegar eg er nýkominn þaðan. En heyrðu mér, hvað varstu að gera úti á akri?” ‘Ekki nokkurn skapaðan hlut,” sagði ryðgaða járnið. “Eg bara þar.” Þá skal mig ekki furða. Þú hefir ryðgað af iðjuleysi. Eg hefi unnið og plægt jörðina. Þess- vegna er eg svona spegilfagur. Ef eg hefði legið í leti og iðju- leysi, þá væri eg sjálfsagt eins ljótur og ryðbrunninn eins og þú ert.” Orðasafn. ryðgaður — rusty járnbútur — piece of iron bóndi — farmer bar — carried smiðja — blacksmithshop spegilfagur — bright as a mirror munur — difference plógur — plough aumt — pitiful fágaður — polished akur — field, cultivated field skrítið — strange, odd gljái — gloss, polish furða to wonder iðjuleysi — idleness leti — laziness ljótur — ugly Huldukona. Þrettán ára styrjöld í Kína hin^þrjú norðaustur fylki Kína, öðru nafni Manchuria. Þetta land svæði er á stærð við Frakkland og Spán til samans, auðug af kolum, járni og korni, og þar er meiri iðnaður og járnbrautir að tiltölu en í nokkru öðru héraði í Kína, að undanskildu umhverfi Shanghai. Árás Japana varð óhjákvæmi œttirmi var steypt af stóli í jgg, þegar Manchuria viðurkendi Kína í stjórnarbyltingunni yfjrráð stjórnarinnar í Nanking Kínverjar voru enn að leit- ast við að skapa þjóðareiningu er Japanar hófu aðra styrjöld- ina við þá með árásinni á Manchuríu árið 1921. Manchur 1912 og árin 1926-—’27 var fnikil ókyrð í landinu, sem stappaði nærri borgarastyrj- öld. Innanlandsóeirðirnar voru vart liðnar hjá, og þjóðstjórnin undir forystu Chiang Kai-shek var að þefja starfsferil sinn, er Japanar létu til skarar skríða. Síðan hefir styrjöldin geisað 1 þrettán ár, en henni má raunar skipta í þrjú tímabil. Fyrsti þátt- Prinn frá árinu 1931—1937 er faepast hægt að kalla styrjöld í vanalegri merkingu þess orðs, því að varnir Kínverja voru svo að Segja engar, og þeir höfðu ekkert þolmagn til þess að reisa rönd Vlð innrás Japana. Á þessu fyrsta skeiði styrjaldarinnar mistu Kín- Verjar Manchuríu og nágranna- þéruð hennar Jebol í hendur ^apana. Á öðru stigi stríðsins frá 1937—1941 voru bardagar í aJgleymingi, en engu að síður f°kst Japönum að hrifsa til sín Norður-Kína og borgirnar á sfr°ndinni. En Kínverjar voru nú farnir að veita allharðvítugt við- nam og dró það mjög úr sóknar- ^ætti Japana. Síðasti þáttur sfyrjaldarinnar hefst eftir árás- lna á Pearl Harbor. , þessum þrettán styrjaldar- arum hafa Kínverjar orðið að P°la missi auðugustu héraða Slnna, höfuðborgarinnar, iðnað- ^r' °g verzlunarborganna, alla afnarborganna, meginþorra larnbrautanna og leiðir allar til sJávar hafa lokast, en þrátt fyrir Petta hafa þeir ekki gefist upp. þ’air hafa orðið að horfa upp á streyma norður úr Manchuriu. í lok ársins 1937 höfðu þeir her- tekið Peiping, Ticutsiu, Kallgau og megnið af vegum og járn- Drautum Norður Kína. En í þetta skifti höfðu Kín- verjar herinn viðbúinn, og Jap- anar, sem höfðu ráðgert að heyja aðeins staðbundnar hernaðarað- gerðir og vonuðu að takast mætti að leggja Norður-Kína smám saman undir sig, án þess að til fullkominnar styrjaldar drægi, neyddust nú til þess að berjast á stóru svæði í Yangtze-dalnum í Mið-Kína, en það var einmitt það, sem þeir höfðu reynt að koma í veg fyrir. En þótt Kínverjar yrðu að lúta í lægra haldi í Yangtze-dalnum og mistu Nanking, varð þessi barátta til þess að bjarga Kína. Hún varð til þess að tvístra her- styrk Japana, kom í veg fyrir að Japönum tækist að sameina krafta sína norður frá og veitti Kína til þess að vígbúast að baki. Nanking “atvikið”. Tvent var það, sem varð til það þerra inn, setti að fyrverandi forsætisráð- Wang Chiang Wei heit- gengi á hönd Japönum og a laggirnar leppstjórn í anking. Þeir hafa séð átak hins Jalsa Kína minka vegna innan- andsdeilna, sem stundum hafa eitt til vopnaðra viðskipta milli ^Piðstjórnarinnar og kommúnista s J°rnarinnar í norðurhluta lands ins. J°-panar ráðast inn í ^nnc huriu. Eyrsta takmark Japana voru árið 1929, 18. september 1931 voru fáeinir metrar járnbrautar innar í Suður-Manchuriu, sem Japanar stjórnuðu sprengdir loft upp, að undirlagi Japana sjálfra. Japanski herinn, sem hafði aðsetur á Kwantung svæð- inu, beið ekki boðanna, en réð- ist þegar í stað á Mukden og inn an fárra stunda hafði hann i valdi sínu alla hernaðarlega mikilvæga staði. Kínverjar voru ekki við því búnir að berjast, en leituðu að- stoðar Þjóðabandalagsins. Þá var Lytton-nefndin sett á laggirnar, til þess að athuga málið. Skýrsla nefndarinnar hafði ekki í för með sér neinar aðgerðir gegn árásar- þjóðinni, en hinsvegar sögðu Japanar sig úr Þjóðabandalag inu 27. marz 1933. En áður en þetta átti sér stað, hafði Japan í febrúar 1932 stofnað leppríkið Manchukuo, og við það var bætt héraðinu Jebol í Norður-Kína ár- ið 1933. Vald Þjóðabandalagsins var farið út um þúfur, og árásarþjóð- irnar tóku nú til óspiltra mál- anna. í lok ársins 1936 voru Kín- verjar ákveðnari en nokkru sinni áður að veita innrásarherjunum öflugt viðnám. Það var um þetta leyti, sem Chang Hsueh Liang rændi Chang Kai-shek. Hsueh- Liang hafði verið sendur með stjórnarhersveitir til þess að ganga á milli bols og höfuðs á kommúnistum. En kommúnist- arnir færðu honum heim sanninn um það, að mestu máli skipti að berjast við hinn sameiginlega óvin. Hann tók Chang Kai-shek höndum til þess að fá hann til að fallast á sameiningu gegn Japön- um. Samkomulag náðist um þetta og Shang var aftur látinn laus. Samkomulagið milli kommún- istanna og miðstjórnarinnar hafði þau áhrif, að Japanar tóku að undirbúa aðra árás. Sex mánuðum síðar hófu þeir þessa árás. Um nóttina 7. júlí 1937 stofnuðu japanskar her- sveitir til “atviko” á Marco Polo brúnni í úthverfum Peiping, og japanskir herskarar tóku að þess, að Japanar mistu alla von um að geta bugað Kína á skömm- um tíma. Japanskir liðsforingjar í Nanking hvöttu hermenn sína þar til þess að hefja ógnarher- ferð morða, rána og þjófnaða, og var ætlunin, að þetta yrði til þess, að aðrir hlutar Kína gæfust upp. En þetta bar þveröfugan árangur. Nauðgun Nanking- borgar blés dug og þori í hugi allra Kínverja. Og þegar kín- versku herirnir unnu sinn fyrsta sigur í Taierchwang í Norður- Kína árið 1938, þar sem þeir strá- feldu japönsku liðssveitirnar, sem reyndu að tengja saman víglínurnar milli Gula fljótsins og Yangtse dalsins, fékk Kína aftur traustið á sjálft sig til að heyja baráttuna áfram. Varnaráætlunin, sem gerð var af Chiang Kai-shek. hershöfð- ingja, gerði ráð fyrir langvinnri baráttu til að tefja framsókn japanska hersins, og bygðist á- ætlunin á aðalkostinum við að- stöðu Kínverjanna, — ótakmörk- uðusvæði til undanhalds. Nefndi Chiang Kai-shek þetta svæði “sölutorg tímans”. Þetta var sama aðferðin, sem Rússar not- uðu síðar gegn Þjóðverjum og kölluðu “dýptarvörn”. Þegar kínversku herirnir voru knúnir til undanhalds, fylgdu þeir kenningunni um að láta óvin unum ekki annað eftir en sviðna jörð. Einnig þetta færðu Rúss- arnir sér í nyt seinna. En það sem einkum var frábrugðið að stöðu Kínverja og Rússa var það, að hinir fyrrnefndu höfðu ekkert iðnaðarsvæði langt að baki víglínunnar, sem gæti gert þeim kleift að safna birgðum til gagnsóknar. Kínverjarnir höfðu heldur ekki æft og vopnað vara- lið, sem var til þess fært að fylla skörðin, sem höggvin höfðu verið í fylkingar hersins í hinum mannskæðu orustum í Yangtze dalnum. Munchen sáttmálinn haustið 1938 gerði það að verkum, að Japanar þorðu að leggja til at- lögu gegn Canton og um leið hefja allsherjar sókn af sjó upp Yangtze ána gegn Hankow. Þannig náðu þeir yfirráðum yfir endastöðvum Canton-Hankow járnbrautarinnar, og Kína var rofið úr sambandi við helstu hafnir sínar og við svæði, þar sem hélmingur íbúa þess átti heima og, sem auk þess, var auðugast að námum og jarðar- gróðri. Það var í lok ársins 1938, sem Burmabrautin, rudd á einu ári í bröttum fjallahlíðum af kínverskum bændum, var opn- uð. Voru það einu tengslin, sem Kína hafði við umheiminn. Þessi tengsli slitnuðu í apríl 1942, þeg- ar Japanar hertóku Burma. Eft- ir það var ekki um aðrar sam- göngur við Kína að ræða en loft- leiðis, og héldu þeir uppi loft- flutningadeild ameríska hersins og Flugfélag Kína. Var landið gersamlega einangrað að öðru leyti, og varð að byggja allan sinn styrjaldarrekstur á fram- leiðslu vestur héraðanna, sem ennþá var á frumstigi. Höfuðborg stofnuð í Chungking. Vestur héruðin, þar sem höfuð borgin Chungking var stofnuð, voru eins og vesturhéruð Banda- ríkjanna á tímum frumbyggj- anna, lítt á veg komin um iðnað og framleiðslu. Örfáar verk- smiðjur voru fluttar frá strönd- inni og upp í land, sumar 2.000 mílur, ýmist á múlösnum eða litlum fljótabátum; meira að segja voru sumar þeirra bornar af verkamönnunum sjálfum í smástykkjum. Verksmiðjurnar voru reistar á ný hvarvetna, sem henta þótti, einkum í hellum, þar sem þær voru óhultar fyrir sprengjuflugvélum Japana. En þegar líða tók á árið 1943, voru flestar þeirra komnar að hruni af sliti, og voru litlir möguleik- ar sjáanlegir til þess að endur- bæta vélarnar. Litlar vinnustof- ur, sem settar höfðu verið á fót á víð og dreif, gátu ekki fært sér meira í fang en handvopn. En Kínverjarnir áttu í fórum sínum eitt vopn, sem hvorki hafn bannið né Japanarnir gátu sigr- ast á — það voru skæruliðarnir. Upphaflega voru þeir aðeins nokkrar þúsundir, en tala þeirra jókst og að lokum skiftu þeir miljónum. Þetta er orðinn mikil- vægur þáttur í hernaðinum, sér- staklega í Norðurríkjunum, þav sem skæruliðarnir eru undir FJÖLDI AKUREYRINGA HYLTl DAVÍÐ STEFÁNS- SON FIMTUGAN. Akureyrarbær 20 þús. kr. gaf honum ar góðar og dýrmætar gjafir, aðrar en þær, er áður um getur. Mbl. 23. jan. stjórn kommúnista hershöfðingj- ans Chu Teh, sem er snillingur í slíkum hernaði. Hann stjórnar hinum fræga 8. her (nú 18.). Þeir ráðast að Japönum frá öll- um hliðum, rjúfa vegi og járn- brautir, grafa jarðsprengjur, flytja uppskeruna á brott, ræna setuliðsstöðvar Japana og vopna sjálfa sig með byssum þeirra og koma í veg fyrir, að óvinirnir geti tengt saman víglínur sínar og fært sér í nyt auðæfi lands- ins, kol, járn og bómull, sem þeir þurfa svo mjög á að halda. Þau fimm ár, sem liðu frá því að Hankow féll í hendur Japönum, tók víglínan tiltölulega litlum breytingum, enda þótt bar ist væri töluvert. Hernaður Jap- ana var aðallega fólginn í evð- ingar herferðum, sbr. t. d. bar- dagana, sem háðir voru um hina svokölluðu “hrísgrjónaskál”, svæðið umhverfis Changsha og Tungting vatnið fyrir sunnan Hankow árið 1941 og 1943. Jap- anar urtnu verulegan siguir í júní 1940, þegar þeir tóku Ichang fyrir ofan Hankow við ána Yangtze, því þar fengu þeir flug- bækistöð, sem ekki var meira en 240 mílur frá Chungking. Þaðan fóru þeir margar árásarferðir gegn höfuðborginni og ollu miklu tjóni og mannfalli, þangað til “hin fljúgandi tígrisdýr” Chennaults hershöfðingja tóku fyrir þennan ófögnuð. Japanar fóru aðra mikilvæga herferð sumarið 1942 eftir loftárás Doolittle á Tokyo, en þá réðust þeir inn í sveitirnar Chekiang og Kiangsi fyrir sunnan Shang hai„ eyðilögðu uppskeruna, brendu borgir og eyddu flugvelli, og freistuðu með því að tefja árásir sprengjuflugvéla á sjálft heimalandið. Síðan vorið 1944, lögðu Japan- ar til nýrrar atlögu til þess að tryggja sér landleið frá Indo- Kína til Manchuriu. Sóknin ógn aði sjálfri kínversku höfuðborg- inni og olli því, að Kínverjar urðu að láta af hendi meira land en nokkru sinni síðan árið 1938. Samt sem áður varð þessi sókn til að sameina ýms sundruð öfl gegn hinni sameiginlegu hættu. En þó að þetta virtist vera sókn, þá var það í rauninni varnar- barátta, sem Japanar neyddust til að heyja, sökum þess að hvergi anarsstaðar en í Kína höfðu þeir nógu mikla yfirburði til þess að láta til skarar skríða með nokk- urri von um góðar lyktir. Mbl. 26. jan. Frá fréttaritara vorum, Ak- ureyri, mánudag : Um 2000 manns tók þátt í blys- för Menntaskólanemenda í til- efni 50 ára afmælis Davíðs Stef- ánssonar frá Fagraskógi, í gær. — Um kl. 6 síðd. lagði fylkingin af stað frá Menntaskólanum. Gengu fyrir göngunni fánaberar og trumba slegin, þá komu hun- drað nemendur Menntaskólans og allir báru logandi kyndla, en á eftir þeim gengu nær allir kennarar skólans. — Fylkingin lagði leið sína niður Eyrarlands- veg og Kaupvangsstræti, út Hafnarstræti og Brekkugötu, en beygði síðan upp Oddeyrargötu, Krabbastíg og Bjarkarstíg, en þar býr skáldið. Er niður í bæinn kom þyrptist nam fólk að hvaðanæfa og varð mann- söfnuðurinn æ meiri eftir því sem nær dró aðfangastað. — Er komið var á Bjarkarstíg lék Lúðrasveit Akureyrar “Máninn hátt á himni skín,” en skáldið gekk fram á tröppur hússins. — Ólafur Halldórsson frá Króki, Árnessýslu, nemandi í 5. bekk máladeildar, ávarpaði þjóðskáld- ið, í nafni skólans, en að loknu ávarpi Ólafs söng Karlakórinn “Geysir” “Þú komst í hlaðið,” en Davíð er heiðursfélagi kórs- ins. Þá söng kórinn “Björt nótt,” en því næst talaði Davíð Stefans- son til mannfjöldans, en þar munu hafa þá verið saman kom- ið um 2000 manns. — Að lokum spilaði Lúðrasveitin “Ó, fögur er vor fósturjörð,” en mannfjöldinn tók undir. — Blysförin tókst með ágætum. Um kvöldið hafði skáldið boð inni. Var þar margt manna, ættingjar og vinir og veitt af mikilli rausn og höfðingsskap. Þar fluttu ræður Steinn Stein- sen, bæjarstjóri, e r afhenti skrautritað ávarp frá bæarstjórn Akureyrar og jafnframt ávísun að upphæð 20 þúsund krónur heiðursgjöf frá Akureyrarbæ. Næstur talaði sr. Sigurður Stef- ánssoh að Möðruvöllum, er færði kveðjur frá sveitungum Davíðs og þakkaði honum tröllatryggð við ættaróðal og æskustöðvar Tilkynnti sr. Sigurður að sveit- ungar hans gæfu honum skáp einn mikinn úr mahogny, út- skorinn með höfðaletri. Valgarður bróðir skáldsins færði kveðjur og gjafir frá þeim bræðrum og ennfremur kveðjur og gjafir frá vinum skáldsins í Reykjavík. Þá tók til máls Sigurður Guð- mundsson, skólameistari og ræddi hann um ljóðagerð Dav íðs og list, nokkur einkenni hennar og gildi. Næst ávarpaði skáldið frú Gerd Grieg. Fór hún lofsamleg- um orðum um leikritagerð hans og hvatti hann til að halda áfram á þeirri braut, því að Norður- lönd skorti, eins og hún komst að orði, “dramatikara.” Ólafur Jónsson, framkvæmd- arstjóri, flutti kvæði. Sjálfur talaði Davíð oft. Rakti hann að nokkru skólaferil sinn, minntist æskuheimilis síns og ýmissa vina. Þakkaði hann allan þann sóma og vináttu er sér hafði verið sýnd ur. — Sérstakt athygli vakti, m. a., er hann sagði frá því að í Gagnfræðaskólanum á Akur- eyri hafði einn skólabróðir hans sagt við hann: “Ætlar þú nú líka, að fara að yrkja,” og í menntaskóla hefði hann af skól- ans hálfu, verið varaður við að yrkja og hefði þetta rifjast upp fyrir sér er nemendur í Mennta- skólanum á Akureyri hefðu kom- ið í blysför til sín í dag og Há- skóli íslands boðið sér að lesa upp úr verkum sínum, á vegum Háskólans. Skáldinu bárust ógrynni af skeytum víðsvegar að og marg Jóhann Hannesson kristniboði kominn til Chungking 140þús. kr. héðan til Kínatrú- boðs á tveim árum. SVO HLJÓÐANDI kveðja barst hingað fyrir tveimur dög- um frá íslenzka kristniboðanum í Kína : — Kenni í lúterska guðfræða- skólanum. Fjölskyldu líður vel í Chungking. Margir norskir kristniboðar farnir til Ameríku. Þakka fjárstuðning sendan norska sendiráðinu Kína. Hjart- ans kveðjur. ♦ ♦ ♦ Síra Jóhann Hannesson, krist- niboði, er ættaður frá Stóra Hálsi í Grafningi. Hann fór ung- ur til Noregs og stundaði þar í kristniboðsskólanum í Stafangri. Síðan las hann guð- fræði hér heima einn vetur og var vígður til kristniboða af Jóni biskupi Helgasyni 1937. Þá fór síra Jóhann til London, til framhaldsnáms í “Livingstone College.” Loks hlýddi hann á fyrirlestra í þrjá mánuði hjá hin- um heimsfræga guðfræðapró- fessor Karl Barth, í Sviss. Til Kína fór hann snemma á ári 1939 og hefir starfað þar síðan i vegum Sambands íslenzkra kristniboðsfélaga, en í þjónustu Norskra kristniboðsfélagsins. Öll stríðsárin í Kína hefir kristniboðsstarfið verið meiri erfiðleikum bundið, kostað meiri þjáningar og fórnir en almenn- ingur hér getur gert sér grein fy.rir. Japanir hafa sett marga kristniboða í fangabúðir. Aðrir hafa farist af völdum loftárása, ofreynslu og pesta. Kristniboð- arnir flestir hafa valið þann kost- inn að flytja með landsmönnum undan herjum Japana, til þess að geta starfað í frjálsa hluta Kína. — Talið er, að þar séu ef til vill um 100 miljónir flótta- manna, og búi mestur hluti þeirra við hin hörmulegustu kjör. Þörfin fyrir stóraukið líkn- arstarf hefir verið brýn og að kallandi. — Ríkisstjórnin kín- verska hefir alveg sérstaklega hvatt og stutt kristna menn til þess að taka aukinn þátt í því, og til aukinnar trúboðsstarfsemi yfirleitt. Undir erfiðum kring- umstæðum er mikil uppörfun að slíkum skilningi. Síra Jóhann Hannesson er kvæntur norskri konu og eiga þau hjón eitt barn. Þau eiga við sömu kjör að búa og norskir kristniboðar, sem þau eru í sam- starfi við. Kvislingastjórnin í Noregi hefir ekki leyft að fé væri sent út úr landinu til þess að launa eða styðja til starfs mörg hundruð norskra kristni- boða í heiðnum löndum. Norska stjórnin í London hefir aftur á móti ekki gleymt þeim. — Héðan frá íslandi hafa norskum kristni- boðum í Kína verið sendar 140 þúsundir kr. s. I. tvö ár, að launum sr. Jóhanns meðtöldum. Má og jafnframt líta á það sem ofurlítinn þátt í “Noregshjálp” okkar íslendinga, er Norðmenn muni kunna að meta, eins og ráða mátti af kveðju. sem hefir borist hingað frá kirkjumálaráð- herra þeirra í London. Sumir kristniboðanna hafa farið til Ameríku (segir í skeyt- inu), efalaust heilsu sinnar vegna. Sumir samverkamenn undirritaðs hafa verið í Kína 12—15 ár, án þess að hafa tekið sér hvíld. Þörfin fyrir nýja starfskrafta verður mikil í stríðs lok. Síra Jóhann virðist hafa orð- ið að flýja frá stöðvum sínum. En ánægjuleg er sú frétt, að hon- um og fjölskyldu hans líður vel í höfuðstaðnum, og að honum skuli hafa verið falin sú ábyrgð- armikla staða að kenna prests- efnum kínverskra safnaða. Mbl. 20. jan.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.