Lögberg - 10.05.1945, Side 1

Lögberg - 10.05.1945, Side 1
- - - Norðurálfustríðinu lokið með skilyrðislausri uppgjöf Þjóðverja - - - Hin mikla sigurhetja Breta, Winston Churchill forsætis- ráðherra, er talaði slíkan kjark í þjóð sína á döprustu dögum nýafstaðinnar heimsstyrjaldar, og lýðræðisþjóð- irnar í heild, að til einsdæma mun jafnan talið vera í sögu mannkynsins. Hon. Stuart Garson Síðastliðinn mánudag, þegar þjóðin fagnaði sigri sínum og stríðslokum í Evrópu, komst for- sætisráðherra Manitoba Hon. Stuart S. Garson, meðal annars þannig að orði í ávarpi til fylkis- búa: “í dag þökkum við Guði fyrir það, að Norðurálfustyrjöldinni er lokið með fullnaðarsigri af hálfu sameinuðu þjóðanna; þessi dagur skyldi fremur ætlaður dáðum og drengilegum áformum en hvatvíslegum mannfagnaði; vér þökkum með hrærðum huga hermönnum vorum fórnirnar miklu, sem þeir hafa innt aí hendi vor vegna og mannkyns- ins í heild. FAGNA FENGNU FRELSI Fregnir frá Kaupmannahöfn og Oslo á miðvikudagsmorgun- inn láta þess getið, að svo mikd hrifning hafi gripið almenning í hvoru landinu um sig, er hljóð- bært varð um uppgjöf Þjóð- verja, og fólk hafi sungið og dansað sig í svefn á strætum og gatnamótum. Ur borg og bygð Karlakór íslendinga í Winni- peg, efnir til skemtisamkomu í Goodtemplara húsinu, mánu- dagskvöldið 28. maí næstkom- andi. Ágæt skemtiskrá og dans á eftir. Auglýst í næstu blöðum. Nefndin. • Mr. J. J. Myres, óðalsbóndi fra Mountain, N.-Dak., kom til borg- arinnar á mánudaginn, og dvaldi hér fram á þriðjudag. • Orðsending til íslendinga á Gimli og nærliggjandi bygðum. Þakkar og minningarguðsþjón usta verður haldin í lútersku kirkjunni á Gimli, sunnudaginn þann 13. þ. m., kl. 3 e. h Ein ræðan verður flutt á ís- lenzku. Skúli Sigurgeirson. SAN FRANCISCO Öryggisfundi sameinuðu þjóð- anna í San Francisco, miðar vel áfram að því er síðustu fregnir þaðan herma; kemur í hvívetna fram hjá fulltrúum alvarlegur ásetningur um það, að skiljast eigi við mál fyr en lagður hafi verið traustur grundvöllur að traustum alþjóðasamtökum heimsfriðnum til tryggingar í framtíðinni. Allmiklum tíðindum þótti það sæta, er hljóðbært varð um, að rússnesk hernaðarvöld hefðu lát- ið handtaka sextán pólska stjórnmálaleiðtoga, og gerðu utanríkisráðherrar Breta og Bandaríkjanna fyrirspurn til Molotovs um það, hvaða ástæð- ur lægju til grundvallar hand- tökunni; svaraði hann á þá leið, að menn þessir hefðu setið á svikráðum við Lublin stjórnina og rússnesk hernaðarvöld; mál þetta hefir ekki verið frekat rætt, og er nú líklegt talið, að einhver málamiðlun verði gerð á næstunni. Hallir þýzka Nazismans hrundar til grunna S •M-f EINNIPART VIKUNNAR, SEM LEIÐ, hafði fólk hér um slóðir, og þá vitaskuld víða annarsstaðar lika, það á vitund, að áður en langt um liði, myndi til stórra tíðinda draga á vettvangi Norðurálfustyrjaldarinnar; að vísu verður það naumast með sanni sagt, að útvarpsfregnir þessu viðvíkjandi, væru ávalt sem Ijósastar, hvað þá heldur að þeim bæri ávalt saman; þó var eins og og það lægi í loftinu, að tjald--------------------------------- ið væri í þann veginn að falla við lok síðasta þáttarins; snemma á mánudagsmorguninn létti alþjóð manna um andar- drátt, því þá barst sú frétt á öldum ljósvakans út um heim all- an, að Þjóðverjar hefðu form- lega gefist upp, að tilhlutan Doenitz aðmírals, hins sjálfskip- aða ríkiskanslara Þýzkalands, ei með furðulegum og skjótum hætti fékk völd í hendur eftir að Hitler týndist eða dó, og Himmler fyrirfanst hvergi; fyrst var það þýzki herinn á ítalíu, sem lagði árar í bát; í kjölfar hans sigldu svo hersveitir Þjóð- verja í norð-vestur hluta Þýzka- lands Frisian eyjum, Heligo- land, Schleswig-Holstein, Hol- landi og Danmörku; allir þessir herskarar gáfu sig General Mont gomery á vald, er lét þýzk hern- aðarvöld undirskrifa uppgjafar- skilmálana, sem prentaðir eru á öðrum stað; næsta uppgjafarat- höfnin var í litlum rauðmáluð- um skóla, sem General Eisen- hower notaði að aðalbækistöð við borgina Reims í Frakklandi, en hin formlega undirskrift uppgjafarinnar og þar að lút- andi samninga fór fram í Berlín, sem nú er að miklu leyti í rúst- um, og að öllu leyti á valdi Rússa, skömmu eftir miðnætti á aðfaranótt mánudagsins, og stóðu að henni yfirhershöfðingj- ar Breta, Bandaríkjanna, Rúss- lands og Frakklands. Á þriðjudaginn flutti hans há- tign Georg Bretakonungur ræðu, auk þess sem þeir Churchill for- sætisráðherra og Trúman Banda ríkjaforseti, tilkyntu formlega að Norðurálfustyrjöldinni væri lokið; einnig flutti King forsætis ráðherra Canada, ræðu frá San Josef Stalin Nafn þessa sterka víkings, verður ódauðlegt í mannkyns- sögunni; eigi aðeins vegna hans frábæru skipulagningar hæfi- leika varðandi málefni rúss- nesku þjóðarinnar heima fyrir, heldur og engu síður fyrir óvið- jafnanlega forustu hans í stríð- inu gegn Þjóðverjum, sem nú er farsællega til lykta leitt. Francisco; allar voru ræðurnar þrungnar af sigurfögnuði, er. ijafnframt blandaðar djúpri al- fvöru vegna stríðsins við Japani, sem enn er eigi séð fyrir end- ann á; og allir hétu þessir miklu menn Bandaríkjaþjóðinni ein huga stuðningi þar til yfir lyki einnig á þeim vettvangi stríðs sóknarinnar. Fasisminn á talíu og Nazism inn á Þýzkalandi, þessir sérstæðu hermdarverkabræður, og óvin'r mannkynsins, hafa fengið mak leg málagjöld og sungið sitt síð- asta vers; nýr heimur er í upp- siglingu, heimur réttlætis og alis herjar bræðralags. Uppgjafarskilyrðin Hinn nýlátni mannvinur og spámaður Bandaríkjaþjóðar- innar, Franklin D. Roosevelt, var einn þeirra þriggja mikilmenna, er með viturlegri forsjá lögðu grundvöll að hruni Nazismans á Þýzkalandi. Gervalt mannkyn stendur í hinni dýpstu þakkarskuld við hinn horfna höfðingja, og blessar minningu hans. MOSKVA FAGNAR SIGRI Því var alment veitt athygli, að Stalin var ekki einn i þeirra hóp, sem fluttu ræður á þriðju- daginn og tilkynntu lok Norður- álfustyrjaldarinnar; ástæðan var sú, að Rússar áttu þá enn í höggi við þýzkar hersveitir í Czhecho- slóvakiu, og eiga í rauninni enn; en nú hefir Stalin einnig gert heyrurn kunna hina formlegu uppgjöf Þjóðverja, og var þeim tíðindum tekið með geisilegum fögnuði í Moskva, engu siður en í öðrum borgum og byggðar- lögum hinna sameinuðu þjóða. ÞINGMANNSEFNI 1 SELKIRK R. J. Wood ÍIÉR FARA Á EFTIR uppgjafarskilyrði þau, er General Mont- ** gomery setti og þýzku herirnir í norð-vesturhluta Þýzkalands, Hollandi og Danmörku, urðu að ganga að; samskonar skilyrðum gengu Þjóðverjar síðar að, þar sem þeir á öðrum stöðum gáf- ust upp: Yfirstjórn þýzka hersins í norðvestur-hluta Þýzkalands, Frisian eyjunum, Heligoland, Hollandi, Schleswig-Holstein og í Danmörku, játast undir það við yfirforingja hins 21. herfylkis sameinuðu þjóðanna, að láta af hendi öll vopn í áminstum löndum, og stöðum; ná þessi fyrirmæli einn- ig til allra þýzkra herskipa, smárra og'stórra, á hlutaðeig- andi svæðum; allir þessir herir verða að gafast upp skilyrðis- laust; allir bardagar af hálfu þýzka hersins, hvort heldur á landi, sjó, eða í lofti, verða að hætta stundvíslega kl. 1 f. h. Central Standard Time, á laugar daginn þann 5. maí, 1945. Þessu jafnframt er þýzkum hernaðarvöldum gert að skyldu, að fullnægja skilmálalaust öllum öðrum fyrirskipunum, sem eftir þann tíma kunna að verða gerð- ar af hálfu hernaðarvalda hinna sameinuðu þjóða. Óhlýðni gagn- vart áminstum fyrirskipunum, í hvaða formi, sem hún kemur fram, verður skoðuð sem ský- laust brot á áminstum uppgjaf- arsamningum, og taka þá hern- aðarvöld sameinuðu þjóðanna hverjar þær ákvarðanir, er þeim bezt þykir henta, samkvæmt við- teknum hernaðarvenjum. Af forsendum og innihaldi þessara uppgjafarskilmála, taka við endurnýjaðir skilmálar, er hernaðarvöld sameinuðu þjóð- anna síðar staðfesta í einu, varðandi þýzka herinn í heild. Áminstir uppgjafarskilmálar eru ritaðir á ensku og þýzku, og skal enska frumritið lagt til grundvallar. Komi á einhvern hátt til á- greinings, varðandi túlkun ein- stakra atriða uppgjafarskilmál- ans, hafa sameinuðu þjóðirnar þar fullkomið úrskurðarvald og hið síðasta orð. ELZTI ÍSLENDINGUR VESTAN HAFS LÁTINN Sveinbjörn Björnsson Sveinbjörn Björnsson, elzti íslendingur í Vesturheimi, lézt á elliheimilinu Betel á miðviku- daginn í vikunni, sem leið; hann var fæddur í Berufirði þann 8. desember 1843, og var því á öðru ári hins ellefta tugar. Mr. Björn- son kom vestur um haf 1882, og bjó lengi í Norður Dakota; hann var vistmaður á Betel síðan 1937. Mr. Wood, frambjóðandi Liberalflokksins í Selkirk kjör- dæmi, er fæddur á heimilisrétt- arlandi foreldra sinna í grend við bæinn Teulon, árið 1886. Hann stofnaði viðskiptafyrir- tæki í Árborg 1910, var um eitt skeið oddviti Bifröst-sveitar. Ár- ið 1924 stofnaði Mr. Wood bíla- og olíuverzlun í Teulon, sem hann starfrækir enn. Mr. Wood hefir alla jafnan fylgt frjálslyndu stjórnmála- stefnunni, og staðið þar löngum í fylkingarbrjósti. Canada þarfnast Liberal stjórn ar, og Selkirk kjördæmi má til með að eiga Liberalfulltrúa á þingi, og þessvegna er nauðsyn- legt, að vinna af kappi að kosn- ingu Mr. Wood. M GEFA SIG UPP Hermann Goering hinn al- ræmdi flugmarskálkur Hitlers, og Kesselring yfirhershöfðingi Nazista, hafa nú báðir gefið sig upp, og eru í gæzluvarðhaldi hjá ameríska hernum á Þýzka- landi.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.