Lögberg - 10.05.1945, Qupperneq 4
4
LOGBERG, FIMTUDAGINN, 10. MAI, 1945
---------- lögberg---------------------
Gefiö út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS. LIMITED
695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba
Utanáskriít ritstjórans:
BDITOR LÖGBERG,
695 Sargent Ave., Winnipeg, Man
Editor: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram
The "Lögberg” is printed and published by
The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue
VVinnipeg, ManitoDa
PHONE 21 804
‘ ;!i!!l!li:il!l!illlí!!l!!IK!!!!illlílllllll'lllllllllllllllll!llllllllllllllllllllll!!l!lll!!l!llli'l!illl!!ll!!lllllillllllllllllllllll!!!!lli!l!ll!!ll!IQIIIIII!!!IIWGllll
Tjaldið fellur
WIIWWWWWWIIIjlllllW8WWailM8!W8WW8BliWiliBWBBWBII8lllMWWWW8illillH6WBSilllllliWBBWKBWilliill>BBL =.
“Og æskan er brott og blómin dauð,
og borgirnar hrundar og löndin auð.”
Þannig skilja þær alsysturnar, ofurmensku-
lífsspekin þýzka, og prússneska arðránsstefn-
an, við Norðurálfuþjóðirnar flestar hverjar, í
vertíðarlokin; um Nazismann má það frá upp-
hafi til sanns vegar færast, að þar hafi ein
syndin boðið annari heim; að í kjölfar hans
hafi siglt einn stórglæpurinn öðrum meiri, ein
andstygðin annari fyrirlitlegri; og nú er þessi
gargandi hljóðpípa austur-prússneskra Júnkara
og hinna samviskulausu morðtóla framleiðenda
víðsvegar um Þýzkaland, sem gekk undir nafn-
inu Adolf Hitler, fokin út í veður og vind;
nú er hljótt orðið um Júnkaragerði, gróðrar-
stíu herneskjunnar þýzku, og stálsuðukjaftar
Kruppverksmiðjanna helstirðnaðir; nýsköpunin
sem þýzkir Nazistar, með Adolf Hitler í farar-
broddi, ætluðu sér að þröngva upp á gervalt
mannkynið, hefir nú sungið sitt síðasta vers;
og nú hafa stigamanna herforingjarnir, sem
steypt höfðu þjóð sinni í dýpri glötun, en
dæmi voru áður til, fallið að lokum við lítinn
orðstír í dúftið, og gefist upp skilyrðislaust,
eins og sameinuðu þjóðirnar höfðu frá önd-
verðu krafist; tjaldið er fallið í lok þeirrar
átakanlegustu harmsýningar, sem Norðurálfu-
þjóðirnar hafa nokkru sinni verið vitni að; og
fyr gat það vitaskuld ekki fallið, og mátti ekki
falla, en fjörráðstefnu Hitlers og fylgifiska hans
við mannfrelsið í heiminum, var að fullu og
öllu komið á kné.
/
Frá þeim tíma, er Hitler kom til valda í
Þýzkalandi, hafa Norðurálfu þjóðirnar siglt
fram með Svörtuloftum uggs og mannlegra
þjáninga, svo að naumast var nokkru sinni
“hult um heimamann”. Miljónir alsaklausra
barna, kvenna, og örvasa gamalmenna í Lon-
don, ýmist létu lífið, eða sættu örkumlum, af
völdum hinna miskunarlausu sprengjuárása, og
þó íbúar þýzkra borga kendu óhjákvæmilega
smjörþefsins síðar meir af hliðstæðum árásum,
geta Nazistar engum öðrum um kent en sjálf-
um sér; þeir áttu frumkvæði að stríðinu, og
ðllum þeim hörmungum, sem því hafa verið
samfara; og þeir mega einnig sjálfum sér um
kenna, að þýzk æska er nú ann#ðhvort undir
ógróinni torfu, eða ráfar visnuð og mergsogin,
án þess að vita til átta, hungruð, klæðlaus og
án skýlis yfir höfuðið.
Þýzka þjóðin var um langt skeið og á margar.
hátt, merkileg menningarþjóð; hún var tíðum
í fararbroddi á sviði lista, vísinda og hvers-
konar tækni, þó lífsspeki hennar væri oft og
einatt harla viðsjárverð; einkum eftir að ofur-
menskuhugmynd Nietchie og annara hliðstæðra
heimspekinga, tók að ryðja sér til rúms í land-
inu, og þangað mun vafalaust mega rekja rætur
þeirrar ójafnaðarstefnu, sem heltók þjóðina
ávalt annað veifið, og þá ekki sízt þann aldar-
fjórðunginn, eða rúmlega það, sem Nazisminn
náði yfirtökum á sálarlífi hennar.
Þeir Goethe og Wagner verða að makleikum
um langan aldur dáðir enn; en hitt gegnir
furðu hve mörgum mönnum víðsvegar um
heim, og það jafnvel nokkrum íslendingum,
veittist örðugt að átta sig á því hvert stefndi
þar sem Hitler var á ferð, og hve fjarskyldar
starfsaðferðir hans voru drengskaparhugsjónum
norrænna manna. Margir valdamenn bíða ósig-
ur í orustum, en verða söguhetjur eins fyrir
því; engin slík örlög bíða Adolfs Hitler, er
saga hinnar nýafstöðnu Norðurálfustyrjaldar
verður skráð; hans verður "þar einkum minst
sem uppskafnings, eða handhægs áhalds, sem
Júnkarar og eigendur helztu vopnaverksmiðj-
anna á Þýzkalandi gátu beitt að vild; honum
verður jafnan lýst sem hinni gargandi hljóð-
pípu, er á engum öðrum tón kunni skil, en tón
lághvatanna og mannhatursins.
Yfir það má heldur ekki hlaupa, ef réttilega
skal frá málum þessum sagt, að hreint ekki
svo lítið af stundargengi sínu, átti Hitler, beint
og óbeint, hinum illrændu Munich-samningum
að þakka, og mun það jafnan til firna talið
verða, að ábyrgir stjórnmálamenn annara þjóða,
skyldu undir nokkrum kringumstæðum taka orð
hans trúanleg; efndanna, eða hitt þó heldur,
þurfti ekki lengi að bíða.
Þann 1. september 1939 sendi Hitler vélaher
sinn, með þúisundjr oíustuflugvéla 1 farar-
broddi inn á Pólland; það var byrjunin; eftir
það rak eitt landránið annað unz þar kom, að
hann hafði brotið undir sig flestar þjóðir álf-
unnar; tvær stórþjóðir voru þó enn uppistand-
andi, brezka þjóðin og sú rússneska. Hitler
hafði gert vináttusamiíing við Rússa, en tii
þess að vera í samræmi við sjálfan sig, og
rjúfa eins og að undanförnu orð og eiða, varð
hann líka að rjúfa þann samning, og koma
rússnesku þjóðinni að óvörum; við það ger-
breyttist á skömmum tíma svo alt viðhorf
stríðsins, þrátt fyrir stórkœtlega ósigra, sem
Rússar lengi framan af biðu, að naumast lék á
tvennum tungum um úrslit. Stalingrad varð
Hitlers Waterloo.
Og nú, eftir fimm ár, átfa mánuði og sex
daga, þegar Þýzkaland formlega skilyrðislaust
gafst upp, skýtur upp í huga vorum vísu Hann-
esar Hafstein:
“Nú er komin afturelding,
alt er dauðakyrt og hljótt;
það er ennþá ekki dagur, •
ekki heldur koldimm nótt.”
Ömurlegasta nóttin í sögu mannkynsins,
kúgunar og kvalanótt Nazistabrjálæðisms, er
að vísu liðin hjá, og afturelding komin; þó er
það síður en svo, að dagur sé um loft alt; enri
eigum vér afli að etja við gulu vofuna, japanska
svikarefinn, sem gert hefir “land hinnar rís-
andi sólar” að alþjóða viðurstygð; upp á hina
afvegleiddu, japönsku þjóð, eða að minsta kosti
hina fláráðu leiðsögumenn hennar, má vissu-
lega heimfæra bitrar, eftirgreindar ljóðlínur
Hjálmars frá Bólu:
“Halda þar daglegt hreppaþing,
heimska, illgirni og svívirðing.”
En nú, með Þýzkaland óvígt og í kalda kol-
um, verður samstilt áherzla á það lögð, að gera
sem allra fyrst að höfuðverk Japana, og þá,
en ekki fyr, verður algild ástæða til, að fagna
stríðslokum og fullnaðarsigri.
Atökin við Þýzkaland hafa orðið eins og
vænta mátti geisilega dýr; þúsundir vorra
glæsilegu æskumanna hafa int af hendi fórn-
ina mestu á þessari jörð. — lífið sjálft, í frels-
andi framtíðarnafni, og eldraun þeirra, sem
lifðu af og senn koma vonandi heim, verður
eigi með orðum lýst; þessar ungu sigurhetj-
ur, lífs eða liðnar, eiga í hjörtum vorum heil-
agan reit, sem döggvaður verður heitum þakk-
lætistárum.
Guð blessi minningu þeirra, sem féllu í or-
ustu fyrir mannfrelsið á þessari fögru jörð, og
styrki þá, sem heimkomu verður auðið, og oss
öll, í framtíðarbaráttu vorri fyrir réttlæti og
siðrænum menningarverðmætum hvar í heimi,
sem er, hvernig, sem viðrar, og hvað, sem á
móti blæs.
Látum sorgina, sem stríðið hefir skapað, vera
sameign vor allra engu síður en fögnuðinn yfir
því, að tjaldið sé fallið við lok síðasta þáttar
hinnar grimmúðgu Norðurálfustyrjaldar!
lllillil!!l!lllllllllllll!lli:!l!íl!!llllllll!lll!!llll!llllllllllll!llil!í!ll|||ll!!ll|||||||||||||||||||l!l|||||||||||||||||!||||||||||||||||UI|||||||||||||{|||||||||||||III||||||i!{|iip
Ogleymanleg
minningarguðsþjónuála
l!ll!!llllilillllllllll!!lilllllllllll!lll!l!l[i::;;illl!l!lll!!lil!illl!i!'!IIHi!lli!ll!l||ll|l!||!!|ll||||||||||!lll|||ll|||||[|;il|||||||ll||||||||||||[||||||||||||||||||l|[|||||||||||||
Síðastliðinn mánudag voru guðsþjónustur
haldnar á mismunandi tíma í flestum kirkjum
þessa lands, í tilefni af uppgjöf þýzka her-
veldisins, sem þá hafði kunngerð verið um allan
heim; voru guðsþjónustur þessar í eðli sínu
þakkarhátíðir, helgaðar konungi konunganna,
sem sérhvern sigur gefur.
Ein slík þakkar- og minningarguðsþjónusta,
fór fram í Fyrstu lútersku kirkju, kl. 3 e. h.,
áminstan dag, að viðstöddu geisilegu fjölmenni,
og hvíldi yfir henni frá upphafi til enda, mildur
fagnaðar og alvörublær.
Prestur safnaðarsins, séra Valdimar J. Ey-
lands, flutti stórfróðlega og eftirmirmilega
fagra ræðu; stór söngflokkur blandaðra radda,
undir leiðsögn Paul Bardals fylkisþingmanns,
með ágætum vel samræmdur, jók mjög á
hátíðleik guðsþjónustunnar, en Mrs. Lincoln
Johnson vakti djúpa hrifningu hins mikla
mannfjölda með sinni tæru og yndislegu rödd.
Við hljóðfærið var organisti safnaðarins, Miss
Snjólaug Sigurðson, og gerði hún að vanda,
hlutverkum sínum öllum hin meistaralegustu
skil.
Við þessa áminstu, áhrifamiklu guðsþjón-
ustu, kom það skýrt í ljós, hve vér, við þessi
mikilvægu straumhvörf í sögu canadisku þjóð-
arinnar, engu síður en svo víða annarsstaðar,
eigum margs að minnast, og margt að þakka.
Sýningin á Tungunúp
Eftir F. Hjálmarson
Frh.
Nú mælist eg til þess við ykk-
ur íslenzku frúrnar, farþegana
mína, að sýna blessaða föðurland
inu okkar þann heiður að blakta
lófum ykkar í áttina til Snæfells-
jökuls um leið og hann kemur i
fyrstu sýn, karlmennirnir, sem eg
hefi vistað við vinstri öldustokk-
inn bakborða, taka ofan hattana
sína og tylla sér á tá í virðingar-
skyni við hana Glámu gömlu, um
leið og hún lyftir hvítkolli sín-
um upp úr hávöðunum austan
við Arnarfjörð.
Þegar eg lít nú yfir farþega-
hópinn minn, sé eg að hann er
miklu stærri en svo, að eg finni
nokkra leið til þess að telja hann,
hvað þá að nafngreina fólkið,
sem er frá öllum íslenzku bygð-
unum vestan Atlantsála, samt
ætla eg að nafngreina nokkra,
sem eg veit að verða'mér sam-
skipa heim á þessa Núps sýningu
mína.
Hjörtur Guðbrandsson (Brand
son) hann er Breiðfirðingur að
ættum, fæðingarsveitin hans
Breiðifjörðurinn verður fyrstur
af öllum héruðum föðurlands-
ins okkar, sem við heilsum þeg-
ar við komum af hafinu. Eg
þekkti Hjört minn svo vel hér
fyr á árum að hann þótti snildar
kvæðamaður og það veit eg vel
að hann neitar ekki þeirri bón
minni að kveða þessa vísu eftir
sveitunga sinn, S. B., um leið og
gnoðin skríður inn fjörðinn.
Söng í reiða svigna bönd,
síldar freyðir gjörðin,
vakurt skeiðar öldu-önd,
inn á Breiðafjörðinn.
Hjörtur Brandsson er sjálfur
vitur maður og skáld. Vel tryði
eg honum til þess að kasta einm
ferskeytlu í fangið á Purkey
fóstru sinni, svo sem í hugul-
skini fyrir það, að gamla konan
geymir enn í dag æskusporin
hans ósandorpin í kjöltu sinni,
þegar við komum austur yfir
Gilsfjarðarfjallgarðinn, og sjá-
um Húnavatnssýsluna opna faðm
sinni móti eldri börnunum sín-
um, þá ætla eg að biðja Ásmund
minn Jóhannsson að lesa land-
fræðisskýrsluna um fæðingar -
sýsluna sína, örnefni hennar og
útsýnið yfir Miðfjörðinn, Vatns-
nesið, Víðidalinn, Vatnsdalinn,
Hópið, Vatnsdalsfjöllin, Reykja-
hyrnu og allar götur austur á
sýslumótin að Holtastöðum í
Langadal. Asmundi trúa allir,
hann er manna skygnastur á
kosti landsins og einlægur ætt-
jarðarsonur.
“Þó hann stundum hafi reynt
þar hjarn,
hann er altaf móður sinnar
barn.”
Einhverstaðar á skipsfjölinni
eiga þau nú að vera Gunnlaugur
minn Jóhannsson og kona hans,
nú sé eg hana þarna frammi í
Rausninni í hópi þeirra prúð-
búnu, hún sæmir sér þar vel,
Gunnlaugur er auðvitað við öldu
stokkinn hinumegin, þar eru þeir
nú líka að sjálfsögðu Davíð minn
Björnsson og Páll minn Guð-
mundsson skáld, þeir piltar
skoða æskuspor sín, kringum
Hópið og Hurðarbakið. Og þarna
sé eg nú hann Jónbjörn minn
framarlega við söxin, ekki veit
eg nú hvoru megin sýslumerkj-
anna hann skrifar ættartölur sín-
ar, þó ræðst eg í það að sveit-
festa hann einhverstaðar kring-
um Tindastól eða þá Sauðár-
krókinn, Jónbjörn minn er góð-
ur liðsmaður hvar sem hann
stendur, þá er að líta yfir hóp
Skagfirðinganna, sem hafa tekið
sér farrými með huga mínum,
heim til ættjarðarinnar. Magnús
minn Markússon, góðskáldið okk
ar vestur-íslendinga hefur nú í
aldurdóm sínum veitt mér þá
virðingu að slást í þessa lang-
ferð með mér.
Honum fylgir lífsins leið,
listfeng braga gjöfðin.
hugar ber hann hraðfleyg skeið
heim í Skagafjörðinn.
Þá eiga þau nú að vera ein-
hverstaðar á skipsfjölinni, Jón
minn Samson og kona hans, og
svo Sam. Samson bróðir Jóns,
þessir þrímenningar mínir standa
hvorki á njólafótum né horreim
þeir bræður eru manna stærstir
og kempulegastir, að fylgd þeirra
sem allra hinna farþeganna
minna er hverju mannþingi bún-
ingsbót, og vel trúi eg þeim
bræðrum til þess að renna skygn-
um sínum yfir Hegranesið um
leið og þeir fara þar framhjá,
ef ske kynni að eitthvað af æsku-
vinum þeirra, Horn, Leggur eða
skel, næddu sig ennþá í grend-
inni við fornheimili þeirra Keldu
dal. Þá er nú næstur í áliti mínu
hann Jón minn Jónatansson
skáld og Slétthlíðungur í ofaná-
lag, hann hefur nýlega orkt
prýðilegt kvæði um vorið sem
nú er að ganga fyrir bæjardyrn-
ar, Jón er víst þriðji maður frá
nafna sínum séra Jóni Bægisár-
Skalla. Jónatansson minn gerir
það fyrir mín orð að skjóta fram
einni ferskeytlu um leið og hann
skýzt fram hjá hliðinni og Þórð-
arhöfða.
Þá rennum við okkur úi Skaga
firðinum yfir fjöllin aujtur í
Eyjafjörðinn, eg veit af tveim-
ur Eyfirðingum, sem eru hérna
með mér, þeim Soffaníasi Þor-
kelssyni og Friðriki Kristjáns-
syni, hvorugur þessara manna
þarf að sækja eitt einasta lýsing-
arorð af æskusveit sinni til mín,
Soffanías hefur minst hennar svo
snildarlega í sínum vel rituðu
bókum, Ferðahugleiðingum, að
sprenglærðir prófessorar myndu
ekki stíga þar hársbreidd fram
yfir, og svo er Friðrik, hanr.
mun enn geyma endurminning-
arnar um æskusporin sín á Akur-
eyri og þar í grendinni ómáðar,
Þá eru enn ótalin tvenn hjón,
sem ætla að verða sýningargestir
mínir, þau A. S. Bardal og kona
hans, og Eiríkur minn Þorbergs-
son og kona hans, samt býst eg
tæplega við því að geta sýn:
Bardal mínum greinilega inn í
handarkrikann á Ódáðahrauni
við Svarárkot, þar sem hans fæð
ingaróðal liggur. Eiríkur minn á
miklu hægara með að finna upp-
tök aldurs síns, hann þarf ekki
meira fyrir því að hafa, en líta
vestur af Núpnum niður á bað-
stofuþakið í Syðri-Tungu á Tjör-
nesi, þar sem að hann leit heim-
inn fyrst heyra til gestkomu sinn
ar. Frh.
No. 25 E.M.C.
Megi blys frelsisins
ávalt lýsa bjart
Fyrir meira en fimm árum, urðum vér vitni að einni
þeirri furðulegustu tilraun til heimsyfirráða, sem sögur
fara af; óviðbúnir, en með eldmóð í sál, bjuggumst vér
til varnar gegn aðsteðjandi ógnum; og fyr en oss varði,
var árásin hafin; vér höfðum svo að segja engan her-
búnað; vér þurftum tíma til þess, að breyta fyrirkomu-
lagi voru frá friðariðju til stríðsiðju; menn vorir sóttu
fram gegn járni og stáli; allir börðust eins og hetjur;
og margir létu lífið frelsi voru til fullverndar; og nú
er sigur fenginn; vér erum komnir í annan áfangastað í
áttina til friðar. Stríðið hefir orðið erfitt og dýrt, og
brautin, sem framundan liggur, verður bæði torsótt og
dýr.
Nú setjum vér oss það markmið, að sanna í verki,
að þeir, sem féllu, hafi ekki fallið til ónýtis, og að vér,
hvað sem það kostar, höldum uppi merki þeirra svo allar
þjóðir megi í framtíðinni njóta þess frelsis, sem teljast
rtiá heilagur fæðingarréttur mannkynsins í heild.
CITY HYDRO
»
i