Lögberg - 14.06.1945, Page 3

Lögberg - 14.06.1945, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 14. JÚNÍ, 1945 3 töldum. Þegar eg var spurður að því í New York á dögunum hvort það væri satt, að við hefð- um orðið ill við þarna norður á Islandi er drengirnir komu til landsins, svaraði eg því neit- andi. En eg spurði New York- búann hvort ekki myndi síga á honum brúnin, ef alt í einu yrðu fluttir inn 7—8 miljón Frans- menn á aldrinum frá 20 upp í 35 ára, til New York. Það var þá fyrst, sem hann virtist skilja það vandamál, sem við höfum átt við að etja hernámsárin. En hitt er hægt, að segja, að jafnvel hinir bjartsýnustu menn þorðu ekki að vona, að her- námið og herverndin myndi ganga jafn árekstralaust og raun hefir á orðið. Dóri Hjálmarsson ofursti, sem ættðaur er héðan frá North Dakota bygðinni en sem nú er búsettur í Phoenix, Arizona, hefir dvalið á Islandi síðan 1941 og aðallega unnið við öryggis- mál hersins. 1 vetur sem leið fór hann í leyfi heim til sín og hélt fyrirlestur um Island í Rotary klúbb nokkrum. Hann gat sagí þeim Phoenixbúum, að fleiri og alvarlegri árekstrar hefðu átt sér stað milli borgara og her- manna í Phoenix, en nokkru sinni hefði átt sér stað milli ís- lendinga og setuliðsins. Mun vera hægt að segja fleiri slíkar sögur héðan að vestan. Hin góða sambúð milli íslend- inga og setuliðsins er því að þakka, að hermennirnir hafa komið vel og kurteislega fram og íslendingar sýnt stillingu og skilning á vandamálunum. Einn mestan heiðurinn af góðri sam- búð milli hers og borgara, á Vestur-lslendingurinn Valdimar Björnsson sjóliðsforingi frá Minneapolis, sem dvalið hefir heima síðan á jólaföstunni 1942. Má heldur ekki gleyma öðrum ágætismönnum, t. d. Dóra Hjálm arssyni, og mörgum foringjum í liði Breta og Bandaríkjamanna, sem sýndu íslenzku þjóðinni vel- vild og hlýhug í hvívetna. Hugmyndir flestra hermanna um ísland er þeir komu þangað fyrst voru æði skrítnar sem eðli- legt er. Þeir bjuggust við að hitta þar skrælingja, sem byggju í snjóhúsum. ísbirnir væru á ann- ari hverri þúfu, og þar fram eft- ir götunum. Þeir höfðu eðlilega sömu hugmynd um landið, eins og meginþorri manna erlendis hefir enn í dag. Um það leyti, sem megin- straumur erlendra hermanna kom frá Ameríku tók Valdimar Björnsson að sér það vandamikla en nauðsynlega starf, að upp- lýsa hermennina um Island og íslendinga. Þegar þeir komu af skipsfjöl var þeim safnað saman í einhverju stóru samkomuhúsi og Valdimar Björnson hélt fyrir þá fyrirlestur um Island og Is- lendinga. Skýrði þeim frá hinni aldafornu menningu þjóðarinn- ar, fornsögunum, alþingi, frelsis- þrá þjóðarinnar og sjálfstæðis- baráttu og svo framvegis. Þetta varð til þess, að hermennirnir skildu betur en ella hvar þeir voru staddir og afleiðingin var sú, að þeir leyfðu sér ekki fram- komu við íslendinga, sem ef til vill hefði annars mátt búast við af þeim. Það hafa tiltölulega fáir Vest- ur-íslendingar komið í hernum til Islands til dvalar þar. En það er óhætt að fullyrða, að þeir, sem komið hafa hafa getið sér hinn mesta orðstír pg unnið sér vinsældir. Björnson-bræðurnir, synir Gunnars Björnsonar skatt- stjóra í Minneapolis hafa allir verið á íslandi síðan ófriðurinn hófst. Hjálmar var þar láns- og leigu viðskiptastjóri um tveggja ára skeið. Valdimar í sjóliðinu, eins og eg sagði áðan. Björn var þar fréttaritari fyrir NBC og Jón, sá yngsti vann á skrifstofu hjá Hjálmari bróður sínum áður en hann var kallaður í herinn. Jón Björnson kvæntist á meðan hann var heima á Islandi, Matthildi Kvaran, dóttur séra Ragnars heit. Kvarans og frú Þórunnar, sem margir Vestur-íslendingar kannast við af dvöl þeirra hér vestra. Fleiri Vestur-íslendingar hafa verið heima í hernum, þó eg kunni ekki að nefna þó alla, Ragnar H. Ragnar, sem lengi var söngstjóri hjá ykkur hér, er heima. Hann heldur sig enn við hljómlistina, eins og vænta mátti. Ragnar Stefánsson major frá Baltimore, sonur Jóns Filips- eyjakappa, er og á íslandi. Síðustu mánuðina hefir hern- um á Islandi stöðugt verið að fækka og nú lítið eftir af erlend- um hermönnum heima á móts við það, sem einu sinni var. Sam- kvæmt samningum við ríkis- stjórn Bandaríkjanna og yfir- lýsingar Breta stjórnar, ætla stórveldin að flytja burtu alt sitt herlið frá íslandi í styrjald- arlok. Hversu fljótt verður hægt að koma því við, að senda her- liðið burtu og flytja tæki þau af landi burt, sem herinn hefir þar, er ekki hægt að segja. En þó margir Íslendingar hafi eignast vini meðal setuliðsins, þá verð- ur því ekki neitað, að við verð- um fegin er piltarnir komast heim til sín og við getum sjálf búið að okkar landi ein. Setuliðið kom með mörg ný tæki og vinnuvélar, sem við þektum lítið á Islandi. Stórvirk- ar vélar til afskipunar og hleðslu skipa, miklar vegavinnu vélar, og fleira og fleira. Það hefir nú orðið samkomu- lag að íslendingar kaupi talsvert af þessum vélum, sem herinn telur sig ekki þurfa að flytja burt til notkunar annarsstaðar. Er að sumum þessum vélum hin mesta búbót. Smábílar Bandaríkjahers- ins, sem “Jeeps” eru nefndir, en sem við á íslandi höfum kallað “jeppa”, eða “kríli”, hafa þóttst gefast vel á íslenzku végunum. Margir bændur hafa hug á að eignast þessi litlu farartæki. Herinn hefir þegar selt talsvert af þeim til íslendinga. Áður en byrjað var að selja Jeppana til almennings hafði ameríska her- stjórnin lánað íslenzku ríkis- stjórninni tvo eða fleiri jeppa- bíla handa læknum, sem voru í héruðum, þar sem bílvegir eru ennþá fáir og illir yfirferðar. Var t. d. einn slíkur jeppi lán- aður lækninum í Dalasýslu og annar fór til læknisins í Norður- Þingeyjarsýslu. Nokkuð bar á ótta manna við, að dvöl setuliðsins heima myndi hafa slæm áhrif á málfar manna. Voru til menn, sem óttuðust, að of náið samneyti við setuliðs- menn myndi spilla málinu, og þá einkum hjá unglingum. En sem betur fer held eg að ótti sá hafi ekki haft við rök að styðjast. Á hinu hefir frekar bor- ið, að íslendingar hafi fengið áhuga fyrir málvöndun og vex þeirri stefnu æ fiskur um hrygg, Annað vandamál, sem alvarlegra var, voru hin svokölluðu “á- standsmál”. En einnig þar held eg að nokkuð hafi verið ýkt og að “ástandið” alræmda sé ekki eins slæmt og af er látið. Það er rétt, að allmargar ís- lenzkar stúlkur hafa gifst er- lendum hermönnum, aðallega Bandaríkjamönnum, engar opin- berar tölur eru til um giftingar milli hermanna og íslenzkra kvenna. En það munu vera tals- vert á annað hundrað íslenzkar stúlkur, sem gifst hafa vestur um haf. Sumar þeirra, sem eg þekki til hafa gifst ágætismönnum og liður vel í nýja landinu. Þá fer ekki hjá því, að heima verði á næstu árum nokkrir ung- ir íslenzkir ríkisborgarar, sem eiga alllangt heim til föðurhús- anna. Gárungarnir hentu gaman að því, að stúlkurnar íslenzku hefðu ekki ávalt munað ættar- nöfn vina sinna og spá því að meðal næstu kynslóðar heima verði nokkrar Bill og Jones dæt- ur, ásamt Frank og Bob sonum. Það sló ótta á margan mann- inn heima þegar brezki herinn gekk á land á íslandi snemma morguns hins 10. maí 1940. Það var ekki nema eðlilegt. En þegar litið er ýfir hernámssöguna í heild verður ekki annað sagt, en að betur hafi til tekist en á horfðist í fyrstu. Við íslendingar þurfum ekki að bera kinnroða fyrir okkar skerf í þessu stríði. Við höfum vissulega rétt til þess, að fá að vera í samfélagi við menningar- þjóðir heimsins. Þeim réttind- um hefir ekki verið náð, án þess að við færðum fórnir, eins og aðrar þjóðir, sem lagt hafa sinn skerf til stuðnings hinu góða málefni. En íslenzka þjóðin þráir ekki annað og biður ekki um annað, en að fá að lifa í friði, sátt og samlyndi við aðrar þjóðir heims. AFKOMA ALMENNINGS Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að afkoma íslenzku þjóðarinnar hefir verið góð und- anfarin fimm ár, ef reiknað er í peningum og þeim gæðum og þægindum, sem fyrir peninga fást. íslenzkir framleiðendur til sjávar og sveita hafa fengið greitt hátt verð fyrir afurðir sínar. Verkafólk hefir fengið há laun fyrir vinnu sína. Það hefir tekist vel að afla nauðsynja og flytja þær til landsins. Atvinnu leysi hefir ekki þekst, en það var orðið mjög tilfinnanlegt fyr- ir stríðið. En á sama tíma hefir dýrtíð in aukist í landinu að miklum mun. Við höfum ekki getað stöðv að hina svokölluðu verðbólgu. Vöruverð hefir farið upp úr öllu valdi og kaupgjald með, og eins og er má telja, að allir hafi tals- verða peninga í krónutali og sumir hafa mikið fé milli handa. Það eru engar hrakspár heldur staðreyndir, að við Islendingar megum búast við að alvarlegir og örlagaríkir tímar fari í hönd. Setuliðsvinnan legst niður með öllu. Við þurfum á ný að fara að keppa við stærri þjóðir um markaði fyrir afurðir okkar. Ríkisstjórnin, sem eins og kunnugt er, er skipuð 6 ráðherr- um, tveimur frá Sjálfstæðis- flokknum, tveimur frá Sósíalista flokknum (eða kommúnistum), og tveimur frá Alþýðuflokknum, hefur þegar gert ráðstafanir til þess að mæta erfiðleikum eftir- stríðsáranna. Þegar ríkisstjórnin tók við völdum í október mán- uði í fyrra, lýsti hún yfir því á stefnuskrá sinni, að rneiri hluti þess erlenda gjaMeyris, sem ís- lendingar hafa eignast á stríðs- árunum, skyldi varið til kaupa á framleiðslutækjum, til þess að tryggja afkomu almennings í landinu, bæta framleiðslumögu- leika og vörugæði þannig að við gætum orðið samkeppnisfær á heimsmarkaðinum. Það er of snemt, að segja hvernig stjórn- inni tekst að leysa þessi megin- verkefni sitt af hendi. En hún hefir mikinn meiri hluta þjóð- arinnar á bak við sig og á traust og meira fylgi, en okkur önnur ríkisstjórn, sem setið hefir að völdum um margra ára skeið á íslandi. Vafalaust eru ekki allir sam- mála um aðgerðir ríkistjórnar- innar. Heill stjórnmálaflokkur tekur ekki þátt í þessari sam- steypustjórn. En hér verður ekki farið út í þá sálma að skýra ís- lenzk stjórnmál, enda of langt mál og margbrotið til að ræða með öðru á stuttum tíma. Afkoma íslenzkra bænda er ekki síður góð en þeirra er við sjávarsíðuna búa. Það, sem aðal- lega háir íslenzkum bændum er fólkseklan. Það hefir gengið erfið lega að halda unga fólkinu í sveitinni, þar sem gott kaup í peningum hefir verið í boði í bæjunum. En bændur hafa feng- ið gott verð fyrir afurðir sínar undanfarin ár og munu alment vera komnir úr skuldum. Þeir eru að sínu leyti betur settir en verkafólkið og aðrir við sjávar- síðuna, því þeim helst betur á fengnu fé, en fólkinu á möl- inni og varasjóðir þeirra verða drýgri, ef illa árar. Bændur hafa þó átt við sína erfiðleika að stríða. Mæðiveikisplágan í sauð fénu geisar enn um landið og veldur miklu tjóni. Hefir ekki tekist að stemma stigu fyrir þeim vágesti, þó hvorki hafi ver- ið sparað fé né fyrirhöfn til að kveða niður þann leiða draug. Bættar samgöngur í sveitum landsins, betri húsakynni, ný tízku vélar og verkfæri, hafa gert sveitabúskapinn íslenzka alt annan en hann var. Einangrun- in er ekkert líkt því, sem hún var. Útvarpið setur menn í inn stu afdölum og á yztu annesj illa muna á Islandi undanfarin ár. Fleiri unglingar hafa nú tæki (Frh. á bls. 7) FIRÐSÍMAGJÖLD ERU LÆGRl FRA 6 E. H. TIL 4,30 F. H. Vér mænum vonaraugum til hins mikla dags fullkomins friðar — og spáum því, að eins fljótt og unt er, verði símaframleiðslu verk- smiðjur önnum kafnar við friðariðju. Vér heitum þeim öllum, er verið hafa án síma vegna stríðshamlana, að BÆTA ÚR ÞÖRF- UM ÞEIRRA EINS FLJÓTT OG EFNI OG MANNAFLI FRAMAST LEYFA. Business and Professional Cards DR. A. BLONDAL Phvsician A Surgeon «01 MEDICAL ARTS BLDO Slmi 93 996 Helmlll: 108 Chataway Sími 61 023 DR. A. V. JOHNSON Dtmtiat »66 SOMER8ET BI.DQ. Thelephone 97 932 Home Telephone 202 398 DR. ROBERT BLACK SérfrœCingrur I Augna, Eyrna, nef og hálsajúkdðmum »16 Medlcal Arta Buildlng, Graham and Kennedy St. Skrifstofualmi 93 851 Helmaalml 42 154 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N.D. ítlentkur lyftali TðlU getur pantaB meCul og annaS me8 pðeU. Fljðt afffreiðsia. A. S. BARDAL 148 SHERBROOK ST. Selur llkkietur og annaat um ttt- farir. Allur útbúnaður eft beaU Ennfremur eelur hann allakonar mlnnlavarBa og legetelna. Skrlfstofu talstmi 27 324 Helmills talsími 26 444 HALDOR HALDORSON bi/Offin yamcittari 23 Music and Art Building Broadway and Hargrave Wlnnipeg, Canada Phone 93 055 INSURE your property wlth HOME SECURITIES LTD. 468 MAIN ST. Leo E. Johnson A. I. I. A. Mgr. Phones Bus. 23 377 Res. 39 433 TELEPHONE 96 010 H. J. PALMASON & CO. Chartereá Accountantt 1101 McARTHUR BUILDING WINNIPEG, CANADA G. F. Jonaason, Prea. 4» Man. Dlr. 8. M. Backman, Sec. Keystone Fisheries Limited 404 Scott Block Slmi 95 227 Wholmtale Dittributort of TRBBH AND FROZBN FISH MANITOBA FISHERIES WINNIPKO, MAN. T. Borcovitch, framkv.ttf. Verela I heildsðlu meO nýjan eg froeinn flsk. 108 OWENA ST. Skrifatofualml 25 888 Hetmaalml 65 468 Argue Brothers Ltd. Real Estate — Financlal — and Insurance Lombard Building, Winnipeg J. DAVIDSON, Rep. Phone 97 291 Dr. S. J. Johanneseon 215 RUBT STREBT (Belnt suflur af Banning) Taletml 80 877 Vlfltalstlml 8—8 a. h Dr. E. JOHNSON 304 Evellne St. Selkirk Offlce hrs. 2.30—6 P.M. Phone office 26. Res. 230 Office Phone 94 762 Res. Phona 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 116 MEDICAL ARTS BLDG. Offlce Hours: 4 p.m.—5 p.m. and by appolntment DRS. H. R. and H. W. TWEED • Tannlctknar • 406 TORONTO GEN. TRC8TT* BUILDINQ Oor. Portage Ave. og Smith Rt PHONE 96 952 WINNIPEG •224 Not otr* Damt' Þhone 9t 647 Legiielnar aem skara framúr Orvais blftgrýti o* Manitoba marmarl BkrifiO eftir verOekrd GILLIS QUARRIES, LTD. 1400 Spruce St. Slmi 28 891 Wlnnipeg, Man. J. J. SWANSON A CO. LIMITED 908 AVENÚE BLDG., WPO • Faateigníisalar. Lelgja hús. Ot- vega penlngalftn og 8idsftbyrgfl. bíReiOaftbyrgfl, o. s. frv. Phone 97 638 ANDREWS. ANDREW8 THORVALDSON AND EGGERTSON LOofrceOinoar 209 Bank of Nova Scotla Bld*. Portage og Garry Bt. Stml 88 891 Blóm alundvíalega afgreldd m ROSERY LTD. StofnaO 1906 427 Portage Ave. Slml 97 466 Wtnnlpeg. Phone 49 449 Radlo Servlce Speclallsts ELECTRONIO LABS. H. THORKELSON. Prop. The moet up-to-date Sound Equlpment System. 1M OSBORNK ST., WINNIPEQ GUNDRY & PYMORE LTD. Brttieh Quallty — Fleh Nettto* 90 VICTORIA STRBUBT Phone 98 211 Wlnnlpe* Uonaoer. T. R. THORYALDBOM Tour patronage wlll be ippreclated CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. /. B. Paoe. Manapino Diroeter Wholesale Distributors of Freah and Froeen Flsh. Sll Chambers St Office Phone 26 328 Ree Phone 73 917. — LOANS — At Rates Authorized by Small Loans Act, 1939. PEOPLES FINANCE CORP. LTD. Licensed Lend-rs Established 1929 40S Time Bldg. Phone 11 i

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.