Lögberg - 14.06.1945, Blaðsíða 4

Lögberg - 14.06.1945, Blaðsíða 4
4 LOGBERG, FIMTUDAGINN, 14. JÚNI, 1945 ---------ILugberg-----------------------j Gefiö út hvern íimtudag af THE COLUMBIA PRESS. LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáakrift ritstjórans: EDITGR DfíGBERO, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and publisheu by The Columbia Press, Dimited, 695 Sargent Avenue j Winnipeg, Manitoba PHONE 21 804 1 lllllllll!llllllllllllllllllllllll!lll!!!IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII!llllllíllllll!lll!llll!l!!ll!!IIIIIIHIIIIIII!l!l!!lllllllllllllllllll!l!lll!!lilllll!!llll!!!ll!l!!!!l!l!l!l>ll Blikunni léttir af llll!llllllillllllllllllil!illlllll!lllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!ll!lliilll!llllllllllllllll!llilllllllllUIIIIIIIIIII||||lllllilllllllllll Fram a3 síJasta mánudegi var veður næsta óráðið í stjórnmálaviðhorfi canadisku þjóðar- innar; uggvænleg blika á lafti, er ýmsir spáðu að snúast myndi upp í dökkan hríðarbakka, er fætt gæti af sér blindbyl; stafaði uggur þessi í vissum skilningi af því, hve tvísýnt þótti um úrslit í Quebsc með allan þann glundroða, og alla þá mörgu sundurleitu flokka, sem þar sýndust vera í uppsiglingu; á hinn bóginn hraus mörgum alvarlega hugsandi manni hugur við því, ef 'sú yrði reyndin á, að enginn stjórn- málaflokkur fengi slíkt þingfylgi að kosningun- um afstöðnum, að hann yrði þess megnugur að mynda ábyrga stjórn; en þetta hefði orðið því ömurlegra sem kjósendur upp og ofan höfðu það vitaskuld á meðvitund, að Liberalstjórnin hefði veitt þjóðinni hollráða forustu á þeim alvarlegustu og örlagaríkustu tímum, er hún nokkru sinni hafði horfst í augu við; en nú er blikunni létt af og þjóðinni léttara um andar- drátt. Þó úrslit mánudagskosninganna séu enn eigi með öllu kunn, er það engu að síður sýnt, að Liberalflokkurinn, undir forustu hins trausta og víðskygna leiðtoga síns, Mr. Kings, myndar ábyrga stjórn og ræður ríkjum næstu fimm árin, ef alt skeikar að sköpuðu; kjósendur kváðu upp í áminstum kosningum viturlegan dóm; eina dóminn, sem í rauninni var réttlætanlegt eins og á stóð, að upp yrði kveðinn; stjórnin hafði á hinum erfiðu stríðsárum stýrt þjóðar- skútunni við vaxandi orðstír yfir brim og boða, og hvað var þá eðlilegra en það, að hénni yrði falin forsjá eftir-stríðsmálanna á hendur? Enda hefir skipulagning hennar á þeim vettvangi verið slík, að þjóðin hefir til þess gilda ástæðu, að líta björtum augum til framtíðarinnar. AUs eiga sæti í neðri málstofu sambandsþings 245 þingmenn. Liberalflokkurinn hefir, að því er síðast fréttist, viss umráð yfir 118 þingsæt- um; auk þess hafa átta óháðir Liberalar náð kosningu í Quebec, sem telja má víst, að veiti stjórninni að málum, auk þriggja utanflokka þingmanna, sem einnig eru hlyntir Liberal- flokknum og Mr. King; ýkjulaust mun því mega fullyrða, að styrkur stjórnarinnar, ef eitthvað mikið liggur við, nemi um 130 atkvæðum i neðri málstofunni, og verður slíkt í öllum atrið- um fullnægjandi til afgreiðslu þeirra velferð- armála, sem fyrir þingi liggja frá degi til dags; vera má að hermannaatkvæðin, þegar þeim verður jafnað niður, breyti að einhverju til um kosningaúrslit í einstökum kjördwmum, þó litl- ar líkur séu á að heildarútkoman breytist til verulegra muna. Allir flokksforingjarnir, að undanteknum Tim Buck, þeir King forsætisráðherra, Coldwell, Blackmore og Bracken náðu kosningu; var Mr. Bracken kosinn í Neepawa kjördæminu í Mani- toba; minni hluta þingmaður verður hann þó engu að síður, því atkvæðamagn hans varð neðan við samanlagðan atkvæðafjölda keppi- nauta hans. í áminstum kosningum stærði Mr. Bracken sig af því, að hafa gegnt stjórnarfor- mannsembætti í Manitoba í 20 ár samfleytt; en ekki hafa nú áhrif hans í fylkinu náð lengra en það, að til Ottawa kemur hann að lokum til þess að takast á hendur þingforustu flokks síns, með einungis einn háseta við hlið, Mr. Ross frá Souris; þó jókst Conservatívum það mikið fylgi í nýafstöðnum kosningum, að þeir nú njóta nálega helmingi meiri þingstyrks en þeir nutu á síðasta þingi; það eiga þeir Ontario að þakka. C.C.F. flokkurinn hefir aukið þingfylgi sitt að mun; ekki á hann þó það að þakka auknu þjóðfylgi í heild, því á þeim vettvangi urðu úrslitin alt annað en glæsileg; það var einungis Saskatchewan fylki, er veitti Mr. Coldwell nokk- urar sárabætur; austan vatnanna miklu, vann flokkurinn, segi og skrifa, eitt einasta þing- sæti, og eru þó þau landsvæði skipuð þrem fjórðu hlutum samanlagðrar fólkstölu þjóðar- innar; kjósendum hefir auðsjáanlega staðið í fersku minni þrælatökin, sem miðstjórn flokks- ins beitti við þá Dr. Jóhnson, Berry Richards og Mr. Herridge í British Columbia, og þess verður vafalaust lengi minst enn. Social Credit-sinnar unnu því nær öll þing- sætin í Alberta, en annars staðar komu þeir svo að segja hvergi við sögu nema þá helzt þannig, að langflestir frambjóðendur þeirra utan vébanda Alberta fylkis um landið þvert og endilangt, töpuðu tryggingarfé því, er lög mæla fyrir að frambjóðendur leggi fram. Þrátt fyrir lymskulegar tilraunir af hálfu íhaldsaflanna í þá átt, að rjúfa Liberal múrinn í Quebec, og reyna að láta blekkinga farganið frá 1911 endurtaka sig í fylkinu, fóru þó leikar þannig, að fólkið í Quebec lét ekki ánetja sig í þetta sinn, heldur sór hollustu sína á ný þeim foringjanum, sem fylkisbúar, og þá jafnframt þjóðin í heild, vissu maklegastan endurnýjaðs trausts. Ein ómótmælanleg sönnun fyrir því, hve al- menns fylgis Liberal stjórnin naut í hverju fylki um sig, þótt eigi fengi hún alls staðar jafn mikinn stuðning, er sú, a$ ráðherrar henn- ar allir, að tveimur undanskildum, voru kosnir með yfirgnæfandi meiri hluta; enda var þar um einvalalið að ræða, sem ekki er barnameðfæri að sigrast á; þeir úr flokki ráðherranna, sem biðu lægri hlut, voru þeir Mr. Mc Laren tekju- málaráðherra, og hermálaráðherrann, General McNaughton, sém vitanlega eru hvor um sig hinir gagnmerkustu menn eftir sem áður. Af 17 þingsætum í Manitoba, vann Liberal- flokkurinn 10; en þau eru Marquette, Lisgar, Brandon, St. Boniface, Springfield, Portage la Prairie, Provencher og Macdonald, að meðtöld- um tveimur í Winnipeg, Suður-Winnipeg, og Mdð-Winniipeg kjördæminu hinu syðra, þar sem þeir Leslie Mutch og Ralph Maybank voru endurkosnir með miklu afli atkvæða. í Winnipeg vann C.C.F. flokkurinn tvö þing- sæti; í Mið-Winnipeg kjördæminu hinu nyðra, var Stanley Knowles endurkosinn með geisi- legu atkvæðamagni, en í Norður-Winnipeg, Allister Stewart, er einnig hlaut mikið fylgi; er þetta í fyrsta skipti, sem hann hefir verið kosinn á þing. í Selkirk kjördæmi var Mr. Brycé endurkosinn á þing. Nýafstaðnar sambandskosningar fólu óneit- anlega í sér mikinn persónulegan sigur fyrir Mr. King; nú eru liðin tuttugu og sex ár síðan Mr. King tókst á hendur forustu Liberalflokks- ins, og hann hefir gegnt forsætisráðherra em- bætti í átján ár; en þetta var eigi aðeins persónu sigur Mr. Kings, heldur sigur þjóðarinnar í heild; engum öðrum stjórnmálamanni í þessú landi, hefir lánast eins meistaralega að viðhalda þjóð- einingunni og Mr. King, og það jafnvel öldungis án tillits til þess hvort þjóðin ætti í stríði, eða bjó við frið; en sigur Mr. Kings og Liberal- flokksins er ekki einskorðaður við rekstur starfs málanna heima fyrir; hann er langt um víð- tækari en það; hann á sennilega eftir að hafa djúpstæð áhrif á heimsmálin, er til næsta frið- arþings kemur og leggja skal grundvöll að varanlegum friði; því að því leyti er utanríkis- mál áhrærir og vinsamleg viðskipti þjóða á milli, stendur enginn núlifandi Canadamaður Mr. King á sporði; hann er einnig þar hinn gætni og rannsakandi forustumaður, sem byggja má á, og grandskoðar hvert mál ofan í kjölinn. Á mánudaginn var sigraði canadiska þjóðin með Mr. King, hún gat það ekki með neinum I öðrum. Ill!ll!llií!lllllll!l!!l!!l!l!!!!lllllllll!!lll!!!lllllllll!!l!!i!ll!!!!lllllllll!l!l!!llll!ll!llllllll!!ll!!!!!!l!lllll!l!!!!!lllllllllllllll!ll!!lllllllllllll!llllll!llllllllllllllllllllll Velkominn geátur llllllll!!!!!ll!lllll!lllll!lllllllllll;l!l|lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll||IPIIIIIlllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllll1llllllllllllllllllllllllllllllll Það hefir nú verið gert íslenzkum almenningi vestan hafs ljóst, að von sé hingað á næstunni merks menntamanns frá íslandi, er hingað komi sem fulltrúi íslenzku þjóðkirkjunnar og ríkis- stjórnar íslands, til þess að mæta á næsta þingi hins Evangeliska lúterska kirkjufélags íslend- inga í Vesturheimi í tilefni af sextíu ára af- mæli þess. Maður sá, sem fyrir valinu varð, er Ásmundur Guðmundsson, prófessor í guðfræði við háskóla íslands. Ásmundur prófessor er sonur séra Guðmundar heitins, sem um langt skeið var prestur í Reykholti. Ásmundur dvaldi um hríð vestan hafs, og á frá þeim tíma hér um slóðir marga trúnaðarvini; hann er lærdóms- maður mikill, víðsýnn og sanngjarn í skoðunum, en lætur ógjarna sinn hlut; þó er hitt níeira um vert hver mannkostamaður hann er, og einlægur, þjóðrækinn Islendingur; koma slíkra gesta að heiman, flytur oss vestmönnum jafnan mikinn fögnuð. Sama er sinnið þótt annað sé skinnið Nú þegar Argentína ber að dyrum hjá hinu demokratiska alþjóðasambandi og krefst inn- göngu er ekki úr vegi að athuga innræti og háttalag þessa nábúa, sem lofar öllu góðu um að reyn- ast góður granni. Sjálfsagt er það fyrir einhvers konar mis- gáning hjá Farrell—Perón stjórn inni þar syðra, að svo fáar frétt- ir berast um háttalag hennar inn- an lands. En nú þegar þessir herrar hafa sagt Þýzkalandi stríð á hendur, þótt engin argentísk- ur hermaður hafi komið á víg- völlinn, er því slegið föstu, að þeir séu að taka sinnaskiptum, einkum þar sem það hefur flogið fyrir, að einhvern tíma verði þar leyfðar kosningar til þings og stjórnar. Þetta hlýtur að vera lýðræðis- land, bara dálítið frábrugðið því lýðræði, sem vér eigum að venjast — já, frábrugðið vissu- lega. Til dæmis að taka nota þeir rafurmagnsvél við kosningar eins og Bandaríkjamenn, þeirra vél er samt nokkuð frábrugðin og notast nokkuð öðruvísi. Hún er nefnd rafurmagnssvipan. Hún er einfaldari að gerð en engu síður til þess fallin, að leyna /vilja hvers einstaklings við atkvæða- greiðsluna. Hún samanstendur af leiðsluvír og er annar endinn festur við rafþrúguna en á hin- um endanum eru ótal örsmáir stálprjónar. Þessir títuprjónar eru svo notaðir til að pikka og særa viðkvæma bletti á nöktu holdi og valda þvílíkum kvölum að margir ærast ef áhaldið er notað með fullum krafti, en séu mildari aðferðir brúkaðar orsaka þær illkynjuð sár eða líffæra lömun (muscular paralyses). Auðvitað þurfa menn ekki að líða þvílíkar pyntingar. Þeir geta forðast þær með því að greiða stjórninni gengi með áhrif um sínum og atkvæði. Auðvitað sýnir stjórnin í Argentínu andúð sína gegn öll- um Nazisma, að minsta kosti þýzkum nazisma, með því að segja Hitler, illar minningar, stríð á hendur. I raun og veru hefur hin Argentíska leynilög- regla litla ástæðu til að fyllast aðdáun yfir afrekum þýzkra yf- irvalda. Það sýnir sig, að gestapo garparnir hans Himlers, illra heilla, skortir hugkvæmni hinnar latnesku ímyndunar þegar til að- ferðanna kemur. Þar syðra hafa þeir margbrotnari og að ýmsu leyti fullkomnari píslartæki. Samt ber því sízt að neita, að Suður-Amerískum facistum og þýzkum nazistum svipar talsvert saman. Þá grunar báða sams- kyns mannverur um “óheilbrigð- an hugsunarhátt”, nefnilega verkamannaleiðtoga, frjálslynda stjórnmálamenn, útgefendur, sem heimta ritfrelsi, hugsuði, sem hafa tilhneigingu til sjálf- stæðis og ganga með “skaðlegar hugmyndir” í kollinum. Aðferð- in við handtökur er samt nokk- uð öðru vísi í Argentínu en á Þýzkalandi. Grenjandi gand- reiðar lögreglunnar fara þar um strætin og fólkið safnast saman til að sjá hver af nágrönnunum verði fyrir heimsókninni. Þetta er í meira samræmi við hinn leiklundaða latneska hugsunar- hátt. Eftir því sem næst verður komist, hafa fimm þúsund manna verið hneptir í fangelsi, þar í landi, fyrir hættulegar hugsanir eða skoðanir, og prófaðir með rafsvipunni. Hvernig vita menn nú þetta? Engin hlutur er auð- veldari en afla sér nokkurn veg- inn áreiðanlegra heimilda um þessa atburði. Þar í landi er — eða var — sægur af þýzkum spæjurum og stjórnarerindrek- um, sem sögðu frá. Þess utan höfðu aðrar þjóðir bæði konsúla og sendiherra í landinu og marg- ir argentískir þegnar voru í þeirra þjónustu og höfðu sagnir af viðburðunum. Helst gæti ó- nekvæmnis gætt í því að vitn- eskja hafi ennþá ekki fengist um alla þá fanga sem sæta pynd- ingum, þar syðra. Iðnaðarlega séð er Argentína ekki ýkja langt komin og víða er ekki kostur á rafmagni svo rafsvipan kemur ekki að notum. Þá er gripið til annara ráða. Nál- um er stungið í gegnum við- kvæm líffæri karla og hörund kvenna er brent með glóandi vindlingum. Þá er koppsetning tíðum notuð. Þetta er eldforn aðferð og var enda notuð til lækninga með viðeigandi vara- semi á íslandi. Þegar þessi að- ferð er brúkuð til pyntinga er hún bæði hættuleg og kvalafull. Hörundið dregst inn í lofttómið inan í kerinu og dregur blóðið út að yfirborði þess, unz æðarn- ar springa. Þessari aðferð er einkum beitt við hjartveikt fólx og kemur oft að tilætluðum not- um. Hjartað þolir ekki áreynsl- una og læknar gefa það dánar- vottorð að sjúklingurinn hafi andast af hjartabilun. Hverjir verða fyrir þessum að- sóknum? Verkamannaleiðtogar, svo sem Italo Grassi, Sivano Santander, ritstjóri stórblaðsins “La Union”, Antonio Santamar- ina, forseti Þjóðræðisflokksins í Argentínu, o. s. frv. Þessir menn, og ótal fleiri, hafa verið einangraðir í fangelsum án dóms og laga og fá vinir þeirra og vandamenn engar áreiðanleg- ar fregnir frá þeim. Vel má vera að þeir verði fyrir þeim ógeðs- legu pyndingum sem við vitum, að beitt hefur verið við suma pólitíska fanga. Maður sem af hendingu var viðstaddur lýsir einni þeirra þannig. “Stampur mikill er nærri fyltur af saur og keýtu. Svo er böndum brugðið um bita en fanginn bundinn í dragreipi. Böndunum er brugðið um fætur hans en höfuðið látið hanga niður og því dýft í óþverr- ann, þangað til honum liggur við köfnun í keytu stampinum. — Já, auðvitað er þessu ekki haldið áfram eftir að banding- inn breytir um stjórnarstefnu, að vilja valdhafanna. I engu “menningar landi” er fleiri eða áhrifameiri áróðurs að- ferðum beitt af stjórnunum, en í Argentínu. Menn eru sann- færðir um þann sannleika, að heppilegra sé að hlýða stjórn- inni umyrðalaust. Það sé til dæmis ekki hættulaust, fyrir lögmenn að verja sakborninga stjórnarinnar, þá sjaldan, sem mál þeirra koma fyrir dómstól- ana. Menn hafa verið settir í pressuna fyrir þær sakir. Þetta er eldgömul vítisvél og oft not- uð af kaþólsku kirkjunni við rannsónkarréttinn. Hún mer og kremur hendur hins ofsótta og að síðustu brýtur hún beinin. Það má einnig nota hana til að kremja lífið úr þeim hreint og beint. Meðal þeirra nafnkendu lög- fræðinga er fangaðir hafa verið er Dr. Rodolfo Aroz Alfaro, son- ur hins’ heimsfræga læknis Dr. Alfaro. Hann hafði tekið að sér mál Davids Millochik, eftir að fá vitneskju um, að þessi fangi stjórnarinnar hafði verið kval- inn í fangelsinu. Aðrir, sem hafa verið gripnir og horfið eru: Dr. Samuel Smerkin, Dr. Rafáel Armendariz, senor Warshawer og senor Bustelo, ásamt fleiri lög- mönnum. Allir þessir lögfræðingar gerðu sig seka við stjórnina með því að taka að sér mál þeirra, sem stjórnin ofsótti fyrir að ljá verka mönnum og lýðræðissinnuðum stjórnmálamönnum lið. Kvenn- fólkið sætir lítið betri meðferð í fangelsunum, fyrir stjórnmála- afskipti sín. Þær eru brendar á nöktu hörundi með logandi vindl ingum. Meðal kvennfanga má nefna seroritu Hilda Scheller, prófessor í ensku við háskólann í La Plata, og dr. Arcilla de la Pena, kvennlæknir í Cordoba. Þeim var báðum gefið það að sök, að þær hafi verði á bandi lýðræðis samherjanna í stríðinu. Hin pólitíska stjórnar-lögregla beitir ekki einungis pyndingum við pólitíska fanga heldur standa þeir Nazistum sízt að baki með því að skelfa þá. Fangarnir eru vaktir um kl. 2 að næturlagi og þeim sagt að þeir hafi verið dæmdir til dauða. Svo er farið með þá á aftökustaðinn. Standist menn allar þessar píslir, án þess að missa vitið eða lífið er ennþá leitað nýrra bragða og fangarnir teknir í keyrslutúr að hætti bandaríkskra stiga- manna. Bandingjanum er þröngvað inn í bifreið en til beggja handa sitja vopnaðir verð ir. Á afviknum stöðum er þeim svo skipað að fara út úr bíln- um og þeim sagt að þeir séu frjálsir sinna ferða. Þótt flesta gruni hér brögð í tafli verður frelsisþráin varhygðinni stund- um yfirsterkari og þeir freist- ast að forða sér á hlaupum en eru þá óðara skotnir. Síðar er fullyrt að þeir hafi strokið úr fangelsi eða reynt að sleppa frá vörðunum og þess eins hafi verið kostur að skjóta þá á flóttanum, en það er álitið samkvæmt hin- um svokölluðu flóttalögum “ley de fuga” leyfilegt að skjóta strokufanga. Þetta er nú sú Argentína sem Stettinus bauð velkomna í banda lagið til að stofna frið á jörðu. Þýtt úr mánaðarritinu “The Magazine Digest” en það endur- prentaði greinina úr tveimur rit- gerðum, sem birtust í þessum alkunnu amerísku tímaritum “The Nation og Inter-American” höfundurinn er John W. White og Vincent da Pascal. Þýtt af H. E. Johnson. Kaupendur á íslandi Þeir, sem eru eða vilja ger- ast kaupendur Löghergs á íslandi snúi sér til hr. Björns Guðmundssonar, Reynimel 52, Reykjavík. Hann er gjald- keri í Grænmetisverzlun ríkisins. No. 25 E.M.C. CATALOGUE TT sem umræðir svöl sumarföt írSgnSp ur’brúðar •ofir &eldhúsahold, a E íri 'fvrir sumarbu- st°að rúmfatnað, þa finst þetta í verð- skránni-húnfæstgegn kröfu.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.