Lögberg - 14.06.1945, Blaðsíða 5

Lögberg - 14.06.1945, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 14. JÚNÍ, 1945 5 rVLNNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Frú Chiang Kai-shek Meðal þeirra kvenna, er getið hafa sér heimsfrægð á síðari ár- um, er frú Chiang Kai-shek. Fáar konur hafa unnið þjóð sinni meira gagn — áreiðanlega engin kínversk kona. Staða kín- versku konunnar í þjóðfélaginu hefir til skamms tíma verið ambáttarstaða. Þær hafa gengið kaupum og sölum, sem kvikfé væri. Maður sá, er eignaðist ein- ungis dætur, var álitinn aum- astur allra feðra. Þetta er nú óðum að breytast. Enginn á meiri þakkir skyldar fyrir það en einmitt eiginkona kínversku frelsishetjunnar, Chiang Kai- shek, — Mayling Soong. Hún er fædd í borginni Shang- hai árið 1899. Faðir hennar, Soong, hafði á unga aldri verið sendur til Boston til þess að nema tegerð og silkiiðnað. Það- an strauk hann til Norður-Karó- línu^ Amerísk fjölskylda tók hann upp á arma sína. Samdi hann sig þar að háttum vest- rænna manna, kastaði feðratrú sinni og gerðist kristinn. Mennt- un hlaut hann góða. Að henni lokinni hélt hann aftur til Kína og hugðist boða löndum sínum kristna trú. Settist hann að í Shanghai. Þar kynntist hann vígreifum byltingasinnum og snerist þegar á þeirra band. Var hann m. a. náinn samstarfsmað- ur hins fræga byltingarforingja Sun Yat Sen. — Ekki var hann þó mikill stjórnmálamaður. En hann var góður heimilisfaðir. Hann kvæntist kristinni konu, ól börn sín upp í guðsótta og góðum siðum og kenndi þeim vestræna háttu. Dæturnar voru þrjár, sonurinn aðeins einn. Ná- búarnir vorkendu Soong. Þrjár dætur! Minna mátti nú gagn gera. En Soong lét það ekki á sig fá. Hann gaf dætrum sínum falleg nöfn: Eling (indælt líf), Chungling (dýrðlegt líf) og Mayling (fagurt líf) hétu þær. Nokkru síðar kvisaðist, að hann ætlaði að senda þær til Ameríku í skóla. “Gefið konunum frelsi! Það er fyrsta skrefið í áttina til hins frjálsa Kína”, sagði hann iðulega. Jafnvel flokksbræður hans voru á öðru máli. Dæturnar voru allar sendar til amerískra skóla. Mayling var þá aðeins 9 ára, drengileg í fasi, bráðlynd og alltaf reiðubúin í rifrildi. Hún talaði þá ágæta ensku og líktist meira Ameríkumanni en Kín- verja í þjóðarmetnaði sínum. Á þessum tímum voru merkir atburðir að gerast í Kína. Keis- arinn var hrakinn af veldis- stóli og flokkur Sun Yat Sen komst til valda. Hið kínverska lýðveldi var stofnað. Eldri systurnar hurfu að loknu námi aftur til Kína til þess að taka þátt í nýskipuninni. Þær giftust báðar mönnum úr flokki lýðveldissinna, önnur meira að segja sjálfum Sun Yat Sen, sem þá var miðaldra orðinn. Þá var Mayling ein eftir í Ameríku. Hún tók háskólapróf með ágætis einkunn. Síðan hélt hún líka til fæðingarbæjar síns. Var hún þar sem útlendingur í framandi landi. Hún varð jafn- vel að nema móðurmál sitt að nýju. Þá var komið annað hljóð í strokkinn heima fyrir. Flokkur Sun Yat Sen hafði verið yfirbug- aður. Hann var sjálfur flúinn til Japan ásamt föður systranna og fleirum. En þeir náðu brátt aftur fótfestu í Suður-Kína. Borgara- styrjöld geisaði, þegar Mayling kom heim. Á heimili móður sinnar kynnt- ist hún hermálaráðunaut og “hægri hönd” Sun Yat Sen — Chiang Kai-shek. Hann hafði numið hernaðarlist í erlendum herskóla — var ungur, djarfur og framsækinn. Hann varð hrifinn af Mayling við fyrstu sýn. En bónorði hans var hafnað. Hann var fráskilinn, sagður lauslátur og þar að auki heiðingi. “Bíddu rólegur”, sagði Sun Yat Sen. Jafnvel þá sýndi Chaing Kai-shek herkænsku. Hann beið — í tíu ár. 1. desember J927 vpru þau Mayling og hinn “sterki maður” Kína gefin saman í hjónaband. Chiang var nú orðinn yfir- maður alls herafla Kínverja. Hann var hermaður í húð og hár. Hingað til hafði hann gert sér litla grein fyrir köllun sinni. Með styrk konu sinnar öðlaðist hann ný sjónarmið. Áhrif henn- ar gerðu hann að mikilmenni — því mikilmenni, er kínverska þjóðin þarfnast, til þess að draumar Sun Yat Sen um heil- steypt Kínaveldi mætti rætast. En Nanking, miðstöð nýsköpun- arinnar, var þá aðeins lítið ó- þrifalegt þorp með mjóum göt- um og hrörlegum húskofum. En föðurlandsvinirnir létu það eigi á sig fá og gengu hugreifir út í baráttuna. Frú Chiang vann með glöðu geði við hlið bónda síns. Hún stofnaði skóla handa börn- um þeirra manna, er höfðu farizt í borgarastyrjöldinni og innrætti börnunum hugdirfð og karl- mennsku. Bónda sinn lét hún fá hlut- deild í hugsjónum sínum og dag- draumum. Hennar vegna las hann Nýja Testamentið af kost- gæfni og tók kristni. Af henni lærði hann vestræna siðfræð'. Hún var kennari hans og um leið aðdáandi hugrekkis hans og dugnaðar. Hún fylgdi honum jafnvel á herferð hans, er hann fór til þess að bæla niður uppreisn kommúnista í Norður-Kína. Þá kynntist hún fyrst til hlítar kjörum kínversku alþýðunnar, fátæktinni, hungrinu og sóða- skapnum. Því meir, sem hún sá, því fastari varð sú ákvörðun hennar að bæta úr þessu volæði. Hún vann Chiang á sitt mál. Þau komu í sameiningu af stað ■ hreyfingu meðal þjóðarinnar — hreyfingin til nýs lífs var hún kölluð. Herferð var hafin gegn skítnum, fáfræðinni, kæruleys- inu og híbýlaskortinum. Þau tóku sér ferð á hendur um land allt — janfvel til af- skekktustu héraðanna og pré- dikuðu kenningar sínar. Jafn- vel stjórnin í Nanking var þessu mótfallin og fannst þetta lítt sæmandi hávelbornum Kínverj- um. En ekkert haggaði ákvörð- un hjónanna. Á þessum ferðum fékk frúin gott tækifæri til að koma af stað kvenfrelsishreyfingu meðal kínversku kvennanna, hreyf- ingu, sem bar meiri árangur en hana hafði dreymt um. — Einu sinni komust hjónin í hann krappan á ferðum sínum. Chi- ang var tekinn fastur af óaldar- flokki uppi í fjöllum og höfðu þeir hann í varðhaldi. Almenn- ur ótti greip þjóðina og uppreist vofði yfir. En þá var það frú Chiang, sem tók í taumana. Hún talaði til fólksins gegnum út- varpið — róleg og ákveðin. Hún varaði stjórnina við því að senda her gegn óaldarflokknum, blóðsúthellingar meðal þjóðar- innar væru varasamar. Síðan flaug hún sjálf til fundar við uppreistarforingjana. — ein og vopnlaus gekk hún á fund þeirra til að semja um að yfirhershöfð- inginn — eiginmaður hennar — yrði laus látinn. Uppreistarfor- ingjarnir urðu svo hrifnir af hugdirfsku hennar, að þeir létu Chiang þegar lausan. Óveðurs- skýið var liðið hjá — allt fyrir kænsku Maylings. En svo, árið 1937, gerðust þeir atburðir, sem öllum eru kunnir. Japanir réðust á Kína og leituðust við að mætti að rífa niður það, sem Chiang- hjónin höfðu verið að byggja upp með þjóðinni síðastliðin ár. Kínverjar gripu til vopna gegn þeim og börðust djarflega. Og þrátt fyrir hergagnafjölda sinn og herkænsku heppnaðist Jap- önum ekki og hefir enn ekki heppnast að slökkva þann eld, er Chiang-hjónin höfðu kveikt í hjörtum landsbúa. Frú Chiang gekk í flugliðið. Þrátt fyrir það, að hún var allt- af veik í flugvél, flaug hún meir yfir landið þvert og endilangt en nokkur annar. Hún talaði kjark í hermennina, og þeir elsk- uðu hana og litu á hana sem móður sína. Kínverski herinn varð að hörfa stöðugt lengra og lengra inn í landið. Daglega berast fregnir af orrustum hans við Japani. Alltaf öðru hverju skýtur upp nafni frú Chiang. Ennþá berst hún fyrir frelsi lands síns — ótrauð og hugdjörf. Hún hefir á síðustu árum ferðast víða um Ameríku og hefir hvarvetna vakið aðdáun — og almenna samúð með þjóð sinni, en henn- ar málstað heldur hún stöðugt á lofti. Konur henni líkar eru þvi miður allt of fáar. En það er trú mín, að hún muni fyrirmynd allra kvehna, er unna landi sínu og þjóð. Framkoma henn- ar er eftirbreytnisverð öllum konum — hvort heldur þær eru kínverskar eða íslenzkar, hvar sem þær eru í heiminum. Nafn hennar mun verða skráð á spjöld sögunnar, sem nafn þeirr- ar konu, er einna mest gagn hefir unnið þjóð sinni. S. I. Tíminn. Kveðja til íslenzku þjóðarinnar 17. júní Eftir prófessor Richard Beck, forseta Þjóðrœknisfélags íslend- inga í Vésturheimi. Góðir íslendingar! Á þessum merkisdegi, fyrsta afmælisdegi hins endurreista ís- lenzka lýðveldis, er mér það sér- stakt ánægjuefni að flytja For- seta íslands, ríkisstjórn þess og ykkur öllum löndum mínum heima á ættjörðinni, hugheilustu kveðjur og blessunaróskir Þjóð- ræknisfélags Islendinga í Vestur- heimi. Mér er einnig óhætt að fullyrða það, að þær kveðjur og óskir bergmála hið bróðurlega hugarþel og þá djúpstæðu rækt- arsemi, sem Islendingar vestan hafs- bera yfirleitt í brjósti til ættlands síns og ættþjóðar. Við getum enn, mörg hver 1 okkar hópi að minnsta kosti, einlæg- lega tekið undir orð Jóhannesar úr Kötlum um samband manna og ættmoldar, í lýðveldisljóði hans: “ævi vor á jörðu hér brot af þínu bergi er, blik af þínum draumi.” En þessa stundina sækja þó eðlilega fastast á huga minn ljúf- ar minningar um daginn lang- þráða, örlagaríka og sigurbjarta, 17. júní á Þingvöllum í fyrra, þegar frelsisdraumur Islendinga rættist að fullu með stofnun lýð- veldisins. Þó að dimmt væri í lofti hið ytra, mun sá fegins- og fagnaðardagur altaf sveipast sól- roða og morgunbjarma í minn- ingu þúsundanna, sem voru þau gæfunnar börn að fá að lifa þann dag og sjá rætast hjart- fólgnasta draum íslenzkra kyn- slóða um aldaraðir. “Það gefur manni vængi að hafa verið með og lifað slíkan dag.” Þau fögru og réttmætu orð ritaði Indriði skáld Einarsson um Kristín D. Johnson. Bjargráð Lífs og friðar herra hái hirð þín sinnar ættar gái, erfa rétt þíns ríkis þrái. Fyrir þér vér bljúgir beygjum bæna kné og höfuð hneigjum tilbeiðslu og sæmd þér segjum. Vertu hér að gleðja og græða, gefa, lífga, nakta að klæða, eðli vort að endurfæða. Láttu sannleiks sverð þíns anda syndavígi heimsins granda afmá spilling allra landa. Þú sem elskar alt ‘ið góða andans helgan, láttu gróða lýsa glatt í lífi þjóða. Mátt þíns veldis svo vér sjáum sigri góðum með þér náum hjálpráð þitt og dýrð vér dáum. Stjarnan þín á láði og legi ljómar þá um alla vegi signi krýnd á síðsta degi. Allra til þín andvörp snúa á þinn föður kærleik trúa sekum mönnum bjargráð búa. Þú einn læknar mannlífs meinin miðlar lífi í harðan steininn klæðir holdi kalin beinin. Góði faðir græddu sárin gleð oss eftir hryggðar tárin farsæl gjörðu ævi árin. Góði herra gefðu friðinn göfga lífs vors stefnu miðin ánauð tímans um sé liðin. Drottinn vor þig lofi lýðir liðnar eftir harma tíðir endurskapað, alt þér hlýðir. Hærri andans hugtök boða helgan friðar morgunroða, eilíft verður yndi að skoða. Alþingishátíðina 1930. Það má með enn meiri sanni segja um lýðveldishátíðina. Enginn, sem nokkuð að ráði þekkir til sögu þjóðar sinnar, gat verið þar við- staddur, svo að hann yrði eigi betri og sannari Islendingur, glöggskyggnari á þjóðernislegan uppruna sinn og menningarerfð- ir. Jafnhliða því, að eg læt hug- ann dvelja við lýðveldishátíðina, þakka eg ykkur öllum hjartan- lega fyrir síðast, hinar ástúðlegu og ógleymanlegu viðtökur, er eg, sem íulltrúi Vestur-Isledinga, átti algtaðar að fagna og af allra hálfu. Þær voru mér órækur vottur þess, hve margþætt þau bönd eru ennþá, sem tengja sam- an Islendinga austan hafs og vestan. Og allir, sem um þau mál hugsa og láta sig þau nokkru verulegu skipta, munu telja það báðum aðilum til gagns og sóma, að brú frændseminnar milli þeirra standi sem lengst og sem traustustum fótum. Að því marki stefnir Þjóð- ræknisfélag íslendinga í Vestur heimi meðal annars með starf- semi sinni. Og jafnframt því, sem við, er að þeim félagsskap stöndum, þökkum margvíslegan góðhug heiman um haf, réttum við út hendina til framhaldandi og aukinnar samvinnu um þau mál við ykkur heima á ættjörð- inni. I þeim anda flyt eg íslenzku þjóðinni bróðurkveðjur og heilla óskir vestan um haf á fyrsta af- mælisdegi lýðveldisins og geri að mínum orðum þessar ljóðlínur Huldu skáldkonu úr lýðveldis- kvæði hennar: “Ó, ísland, fagra ættarbyggð, um eilífð sé þín gæfa tryggð öll grimmd frá þinni ströndu styggð og stöðugt allt þitt ráð. Hver dagur líti dáð á ný. Hver draumur rætist verkum í, svo verði íslands ástkæra byggð ei öðrum þjóðum háð. Svo aldrei framar íslands byggð sé öðrum þjóðUm háð.” Verið þið blessuð og sæl! (Kveðja þessi, sem töluð var á hljómplötu, var send til íslands í flugpósti fyrir ágætan atbeina sendiráðs Islands í Washington, og verður að öllu forfallalausu útvarpað yfir íslenzka ríkisút- varpið þ. 17. júní). sendimönnum erlendra ríkja og öðrum þeim, er að dómi ríkis- stjórnarinnar eru sérstaklega verðir þess að hljóta heiðurs- merkið vegna endurreisnar lýð- veldisins.” Einnig hefir dr. Beck borist önnur opinber viðurkenning frá íslandi fyrir fulltrúastarf hans í sambandi við endurreisn lýð- veldisins og komu hans til ís- lands. I kveðjusamsæti, sem þá- verandi utanríkisráðherra Vil- hjálmur Þór hélt dr. Beck rétt áður en hann lagði af stað heim- leiðis, tilkynnti ráðherra honum að ríkisstjórnin hefði ákveðið að senda honum að gjöf, í þakkar- skyni fyrir komu hans, íslenzkt málverk. Barst honum það ný- lega í hendur, og er þar um að ræða mikið og stórfenglegt lands lagsmálverk, “Útsýn yfir Faxa- flóa frá Hamrahlíð við #Reykja- vík”, eftir listmálarann Svein Þórarinsson. I þessum virðulegu viðurkenn- ingum til fulltrúa Vestur-íslend- inga á lýðveldishátíðinni lýsir sér einnig fagurlega drengilegur ræktarhugur heimaþjóðarinnar í garð íslendinga vestan hafs. Ástralíu hermenn hafa nýverið lent á Borneo og hafið þar mikla sókn gegn virkjum Japana; eru innrásarsveitirnar þegar komnar 11 mílur inn í landið, án þess að sæta verulegri mótspyrnu. Dr. Beck heiðraður Forseti íslands, herra Sveinn Björnsson, hefir sæmt dr. Ric- hard Beck, forseta Þjóðræknis- félagsins og fulltrúa Vestur-ís- lendinga á lýðveldishátíðinni, heiðursmerki vegna endurreisn- ar lýðveldisins, samkvæmt til- kynningu, er hlutaðeiganda barst frá utanríkisráðuneyti íslands fyrir nokru síðan. Er hér um að ræða sérstakt merki úr gulli, er gert var til minningar um endurreisn lýð- veldis á íslandi 17. júní 1944, og mælir skipulagsskrá heiðurs- merkisins svo fyrir, að það sé að- eins veitt á því ári, og einungis- “alþingismönnum, sérstökum Today More PCDTIJ^C Than Ever I Lfv 1 ll iJ AIR-CONDITIONED • REFRIGERATED Fur Storage Vaults ARE THE SAFEST PLAGE to Store your Furs, Fur-Trimmed and Cloth Coats Cloth Coats Cellotone cleaned and stored until next Fall ...... XJse Perth’s carry and save stores cr PHONE 37 261 FOR DRIVER Perflís Cleaners, Launderers, Furriers Eruð þér góður nágranni? Góður nágranni kemur að miklu liði í manneklunni, sem nú stendur yfir. Til þess að eiga vini verður maður að vera vinur. Látum oss öll vera góða vini og góða nágranna. THH This space contributed by DREWRYS LIW(Tt-'n

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.