Lögberg - 14.06.1945, Blaðsíða 1

Lögberg - 14.06.1945, Blaðsíða 1
PHONE 21374 U\U"1 >\\ \ «^VCl irveTS A Complete Cleaning Institution 58. ÁRGANGUR ..rn~ LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 14. JÚNÍ, 1945 PHONE 21374 & M „eXs a CUa A Complete Cleaning Institution NÚMER 24 Canadisk þjóðeining vann glæsilegan sigur með endurkosningu Kings og Liberalflokksins á mánudaginn Fjallkonan á Hnausum Mrs. Regina Eirickson Glæsilegt brúðkaup Seinni partinn á laugardaginn var, voru gefin saman í hjóna- band í Fyrstu lútersku kirkju að viðstöddu miklu fjölmenni, þau Miss Norma Esther Ben- son, dóttir Mrs. B. S. Benson, 757 Home Street og manns henn- ar Björns S. Benson, er stund- aði lögmannsstörf í Selkirk, en látinn er fyrir mörgum árum, og LAC. Harold S. Sigurðson, son- ur Mr. og Mrs. Sigurbjörn Sig- urðson hér í borginni. Séra V. J. Eylands gifti; systir brúðgum- ans, Miss Agnes Sigurðson var við hljóðfærið, en söngflokkur- inn söng O, Perfect Love. Svaramenn voru systir brúðar- innar Miss Ruth Benson frá Ottawa og bróðir brúðgumans Frederick Sigurðson. Að lokinni vígsluathöfn var setin fjölmenn veizla að heimili móður brúðarinnar, 757 Home Street. Framtíðarheimili ungu hjónanna verður í New York. Lögberg árnar þessum glæsi- legu brúðhjónum allra fram- tíðarheilla. Sendifulltrúi Próf. Ásmundur Guðmundsson Frá því er skýrt á ritstjórnar- síðu þessa blaðs, að þjóðkirkja íslands í sambandi við ríkis- stjórnina, hafi auðsýnt lúterska kirkjufélaginu íslenzka í Amer- íku þá sæmd, að senda hingað á sextíu ára afmælisfagnað þess, próf. Ásmund Guðmundsson, frá Reykjavík. Flytur ræðu Rev. Johan A. Aasgaard The Rt. Rev. Johan A. Aas- gaard D.D., L.L.D., heimskunn- ur kirkjuhöfðingi og biskup Norðmanna í Ameríku, flytur kveðjur frá þjóðbræðrum sínum og kirkju á afmælisþingi kirkju- félagsins á laugardagskvöldið 23. júní kl. 8. Mælir fyrir minni íslands Dr. Stefán Einarsson Eins og þegar er vitað, hefir skemtiskrá fyrir lýðveldishátíð- ina, sem haldin verður á Iðavelli við Hnausa á laugardaginn kem- ur, þegar verið auglýst í Lög- bergi, og verða víst flestir á eitt sáttir um það, að svo hafi vel verið til alls undirbúnings vand- að, að treysta megi því, að þeir; er mannfagnað þenna sækja, búi lengi að ánægjulegum end- urminningum frá þeirri sam- verustund. Fólk það, sem byggir Norður-Nýja ísland, stendur vissulega engum að baki, er til þess kemur að stofna til glæsi- legra hátíðahalda, heldur stend- ur þar oft í fremstu röð; um- hverfi Iðavallar hins nýja, er og frá náttúrunnar hendi fagurt og vingjarnlegt, auk þess sem vita- skuld eru við það tengdar margar viðkvæmar endurminningar frá fyrstu tímum hins örðuga, en sigursæla landnáms. Sigur land- námsmannanna og sigrar land- námskvennanna, fallast í faðma við sigurinn mikla, er íslenzka þjóðin vann með endurreisn ís- lenzka lýðveldisins á Þingvöll- um þann 17. júní í fyrra, og þess vegna má áminst hátíð í raun- inni kallast tveggja sigra hátíð í íslenzkum, þjóðræknislegum skilningi; en í víðari merkingu, verður hún að þessu sinni rétt- nefnd þriggja sigra hátíð, þar sem einn þáttur dagskrárinnar lýtur að hinum innviðaríka sigri sameinuðu þjóðanna yfir ofbeldis öflunum á vettvangi Norðurálfu- styrjaldarinnar, og þeim hinum miklu fórnum, sem synir þessa lands af íslenzkum stofni, báru fram, vegna frelsismála mann- kynsins. Oss er það mikið ánægjuefni, að geta skýrt lesendum vorum frá því, að Dr. Stefán Einarsson, prófessor í norrænum fræðum við Johns Iiopkins háskólann í Baltimore, Maryland, mælir fyr- ir minni íslands á áminstri lýð- veldishátíð að Hnausum næst- komandi laugardag; hann hef- ir, þótt tiltölulega enn sé ungur, aflað sér slíks frægðar orðs fyr- ir merkar málfræðirannsóknir, einkum á sviði hljóðfræðinnar, rað þar munu fáir standa honum á sporði; hann hefir fyrir skömmu samið og sent frá sér mikla og merka kenslubók í ís- lenzku fyrir enskumælandi fólk, sem ætti að eiga mikið og brýnt erindi til hinna yngri kynslóða hér 4 álfu af íslenz^um stofni; hefir Dr. Stefán með þessu unn- ið hið þarfasta verk. Dr. Stefán er austfirskur að ætt; hann er hið mesta ljúfmenni í framgöngu, og skemtinn í við- ræðum. S2E3 Sambandskosningar og skifting flokka Frá Sambandskosningunum er að nokkru skýrt á ritstjórnar- síðu þessa blaðs, en að því er síðast hefir spurst til, er flokka- skipting þannig: Liberalar 118. . Óháðir-Liberalar 8. Conservativar 66. C.C.F. 26. Social Credit 13. Afgangurinn af 245 þingsæt- um gengur undir allskonar brennimarki. Flognir í suðurveg Eins og vitað er, hafa dvalið hér í borg við flugnám all-marg- ir ungir menn frá íslandi yfir mismunandi langan tíma, og ýmsir dvelja hér enn; nú eru nýlega farnir suður í Bandaríki til framhaldsnáms í fluglist, þeir Kristján Mikaelsson, Halldór Bech, Magnús Ágústson, Kristján Steindórsson, Hörður Jónsson og Njáll Guðmundsson, og er ætl- un þeirra að fullkomna sig í fluglistinni við þekktan skóla í borginni Tulsa í Oklahoma rík- inu, áður en þeir hverfa heim til virkrar þátttöku í athafnalífi ís- lenzku þjóðarinnar. Þetta eru alt saman efnilegir atgerfismenn, sem líklegir eru til góðra dáða í framtíðinni. Lög- berg þakkar þeim góða viðkynn- ingu og óskar þeim góðs braut- argengis. S'SSí Samsæti Vinir Jónasar Jónssonar al- þingismanns héldu honum og konu hans samsæti í héraðsskól- anum að Laugarvatni á 60 ára afmæli hans 1. þ. m. Mun á þriðja hundrað manns hafa tek- ið þátt í samsætinu. Bjarni Bjarnason skólastjóri stjórnaði samsætinu. Egill Thor- arensen kaupfélagsstjóri flutti aðalræðuna, en Sigurgeir Sig- urðsson biskup talaði fyrir minni frú Guðrúnar Stefánsdóttur. Finnur Kristjánsson kaupfélags- stjóri á Svalbarðsströnd flutti á- varp frá Þingeyingum. Böðvar Magnússon bóndi ræddi um störf Jónasar Jónssonar fyrir bænda- stéttina og minntist starfa hans fyrir skólamál Sunnlendinga. Ríkharður Jónsson talaði fyrir hönd myndlistamanna. Að lok- um talaði Jónas Jónsson sjálfur og þakkaði fyrir sína hönd og konu sínnar. Jónasi Jónssyni og þeim hjón- um báðum bárust margar veg- legar gjafir. M. a. gáfu vinir Jónasar hér syðra honum vand- að skrifborð og vinir hans í Þingeýjarsýslu og Eyjafirði færðu honum 15 þús. kr. að gjöf. Um 500 heillaskeyti bárust hon- um í tilefni af afmælinu. Tíminn 4. maí. Kjarvalshús Bæjarstjórn Reykjavíkur sam- þykkti á fundi sínum 3. maí til- lögu bæjarráðs um það, að bær- inn gæfi kost á lóð undir fyrir- hugaða byggingu handa Jóhann- esi Kjarval málara á mótum Mímisvegar og Eiríksgötu, enda verði byggingin framvegis notuð fyrir safn og þannig frá henni gengið, að hún verði í samræmi við aðrar fyrirhugaðar bygging- ar við Skólavörðutorg. Alþbl. 4. maí. Prédikar Rt. Rev. Franklin C. Fry, D.D. The Rt. Rev. Franklin C. Fry, D.D., forseti stærsta lúterska kirkjufélagasambandsins í Nrður-Ameríku (U.IaC.A.), prédikar við árdegis guðsþjónustu í Fyrstu lútersku kirkju, Winnipeg, 24. júní n. k., kl. xl. Guðsþjónustunni verður útvarpað frá CKY.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.